Heimskringla - 27.08.1924, Page 1
»-----*-•——‘— -----—'—
VERÐLAUN GEFIN FYRIR
COUPONS OG UMBUÐIR
ROYAU,
CROWN
Sendi?S eftir ver?51ista til Roynl
Croffn Soap Ltd^ 654 M&in St.
Winnipeg.
< , — n —— — — o——o—»——
VERÐLAUN GEFIN FYRIR
COUPONS OG UMBÚÐIR
SendlTJ eftir vert51ista til Royal
Crovrn Soap Litd., 654 Main St.
Winnipeg.
------------------------------«,
XXXVIII. ÁRGANGUR-
WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVTKUDAGINN 27. ÁGÚiST, 1924.
NÚMER 48.
Minni Vestur-íslendinga
Gimli, 2. Ágúst 1924.
Hvar sem íslenzkt hljómar mál
— hundrað eða tveggja —
þar er ísland þér í sál,
þinna innan veggja.
Þjóðin sjálf og málsins ment
mynda tengibandið, —
því er jafn vel þetta tvent
þyngra á vog en landið.
íslenzk þjóð á engin bönd
utan sögu og tungu,
því eru fleiri fósturlönd
frjáls til náms þeim ungu.
íslenzk frjómögn, íslenzkt vor
arfar Vínlands geyma,
íslenzkt táp og íslenzkt þor —
íslenzkara en heima.
Bygt vér höfum hálfa öld
hér og ræktað lendur;
sumra æfi komið kvöld,
kaldar margra hendur.
Þó er vor á vorri fold —
vor sem ávöxt gefur.
Akarn fleygt í frjóa mold
framtíð eikum vefur. \ ,
Yfir lands vors æsku er bjart
og þess beatu sonum,
oss hefir farist furðu margt
framar öllum vonum.
Þó ei sæmir sífelt lof
sjálfra vor á hendur.
Vort ið skársta er ei um of
og til bóta stendur.
Vér, sem höfum hér um skeið
hugsjón þráð í verki,
vonum æskan lýsi leið,
lyfti hærra merki.
Þá mun sveit um sæ og storð
seinna, er aldir renna,
heyra íslensk hreystiorð
hvar sem vitar brenna.
Gísli Jónsson
1'
8
Canada
ÍFrá Ottawa er símað 25. þ. m., að
nú líti svo út, sem samivinna milli
Canada og Bandaríkjanna um St.
Lawence vatnsleiðina, sé komin í
etrand. Voru canadiskir og ame-
rískir sérfræðingar, er til þess
höfðu verið settir og fund höfðu
átt með sér, búnir að koma sér sam
an um þau tvö atriði er mikilvæg-
ust þóttu. En nýlega kom skeyti
frá Washington, þar sem óskað er
ívilnunar um eitthvert það atriði
hið þriðja, sem Canadamenn þykj-
ast ekki geta veitt. Kafa þeir ekk.
ert svar fengið við þessari noitan
frá Washington. Ekkert hefir mátt
láta uppi um hvað ágreiningurinn
sé að svo stöddu. Verða menn að
lóta sér nægja fyrst um sinn að
vita, að samningar eru strandaðir, v
Prá Ríegina, Sask., er símað 22. þ.
m. að þessir embættismenn hafi ver
ið kosnir til þess að stjórna sam-
eiginlegri umhoðssölu á hveiti, fyr-
ir fylkin þrjú, Manitoba, Saskat-
chewan og Alberta: A. J. Mc-
Phail, forseti; H. W. Wood, vara-
forseti og Colin H. Burnell ritari.
Þessir menn eru hver fyrir sig for-
menn hveitisamlaganna í hverju
fylki. — Hon J. E. Brownley, dóms-
málaráðherra í Alberta, var kosirin
ráðunautur umboðssölunnar, en
heldur þó embætti sínu í ráðu-
neytinu, en J. L. Smith og Chester
T>. Eiliott verða umborðsrnenn í
austri og vestri, og hafa þeir áð-
ur haft þau embætti á hendi fyrir
Alberta hveitisamlagið. Fram-
kvæmdarstjóri (General Manager)
er ókosinn ennþá.
Sir John Russell, P. R. S., for-
maður landbúnaðardeiidar brezka
vísindamannafélagsiris, er hefir
heimsótt Canada í suma.’ lét það
álit sitt í ljósi, við blaðaraenn hér
í Winnipeg á fimtudag’nn var, að
sér virtist stórfurðu>egt hve langt
væví kominn á vísindalega reynslu
brautina canadiski landbúnaðuiinn,
þegar tillit væri tekið til þess, hY'e
ný sú atvinnugrein væri hér í
andi. Kvað liann a.'.’a áátæðu tii
þosi að bændur mætt'i Y'era von
{-•‘V ir um að frtmúv þeim vandræð.
um þeirra rættist, áðitr en langt
uiu liði, er stafaði af völdum nátt-
vrunnar, og kvaðst þess fullviss að
t. (I. ryðið á hveitinu myridi liverfn
af sjálfu sér, er reynV.irdsindin í
búfræði hefðu framleitt hY'eititeg-
und, hæfa fyrir loftslagið. Kvað
hann búfræðina í Epglandi nær
því vera búna að útrýma ryði þar
algjörlega með þeim aðferðum.
Yísindamönriunum kemur ekki
vel saman um ástandið á Mars, ná-
búahnetti okkar. Prófessor A. S.
Eddington, heimsfrægur stjörnu-
frægngur frá Cambridge hóskólan-
um á Englandi, sem var hér ásamt
öðrum brezkum vísindamönnum
vikuna sem leið, lét hér í ljósi álit
á þessa leið: Að liugsun sér að ná
loftskeytasambandi við Mars en vit
lausara en svo, að því sé gaumur
gefandi. Þó M[ars væri bygður og
menn þar gætu skilið skeyti vor,
þá er ómögulegt að koma þeim.
Hljóðöldur ná ekki út fyrir gufu-
hvolf jarðarinnar. — Vísindamenn
vita svo mikið um Mars nú, að þeir
eru sannfærðir um, að manníegt
líf eigi sér þar ekki stað. Hnöttur-
inn er brendur og þurkaður upp
um þúsundir ára, og þar getur ekk.
ert dýralíf ótt sér stað. — Próf.
Eddington telur þá líklega ekki
próf. See, hinn ameríska, vera
vísindamann. En hverjum á nú að
trúa?
---------x---------
Önnur lönd.
Frá Berlín er símað 25. þ. m., að
Dr. Hergt, foringi þjóðernissinna
(Nationals); hafi þann dag skýrt
ríkisþinginu frá því að sá flokkur
væri algjörlega mótstæður tillögum
DaYvbs-McKenna, og myndi rísa önd.
verður í þinginu á móti hverju því
lagafrumvarpi, er miðaði að því að
þær eða eitthvað af þeim gengi í
gildi.
U. S. S. Richmond, sem brá við
að leita að Locatelli sendi skeyti þ.
25. þ. m. að hann væri fundinn. —
Locatelli var einn af fremstu flug-
mönnum ítala í stríðinu og ætlaði
með Ammundsen hinum norska til
Norðurpólsins í sumar, en er það
fórst fyrir tókst hann á hendur að
fljúga kring um jörðina. Gekk ferð-
in fljótt og vel til íslands, og fór
hann þaðan á fimtudagsmorguj.inn
var áleiðis til Grænlands ásamt
Nelson og Smith, amerísku liðsfor-
ingjunum. Yarð hann á undan þeim
og átti eftir fáar mílur til suður-
odda Grænlands, er vélin bilaði.
Varð að fara á sjóinn, en gat ekki
gert við vélina og hrakti þá fyrir
vindi og straumi um 100 enskar
mílur, unz Richmond fann hann
125 enskum mílum austur af Cape
Farewell.
Þrettón meðlimum Heilagsanda
kirkjunnar í borginn Pormíeroy í
Ohio, var stefnt fyrir og dóm ný-
lega, og ásakaðir um að stofna
heilsu barna sinna í voða með
því að halda þeim vakandi kvöld
eftir kvöld, frameftir öllu, við að
láta þau hlýða á bænasamkomur
er þar hafa verið haldnar vikum
saman. — Nokkur af foreldrunuml
voru látin laus gegn veði, en flest
sátu í fangelsinu næturlangt, grát-
andi, syngjandi og biðjandi.
Frá San Francisco er símað 21. þ.
m. að Captain T. J. J. Sce, stærð-
fræðisprófessor í flotanum, og
stjörnufræðingur við ríkisstjörnu-
turninn á Mary Island, segi að
vísindalegar rannsóknir séu búnar
að sanna fram yfir allan vafa, að
Mars og Venus séu byggilegir heim-
ar og hljóti því að vera bæði jurta-
gróður og dýralíf á báðum. Færir
hann að þessu ým|s Y'ísindaleg rök,
og segir meðal annars. “Skyni
gæddar verur búa bæði á Mars og
Venus auk Jarðarinnar, og ef vér
ekki játum að þessir heimar séu
bygðr, þá neyðumst vér til þess að
jóta að lífið hér á jörðu, sé hending
ein og slys, er skeð hafi þvert á
móti öllu náttúrulögmáli.
Mars er gerður af sömu efnum
og jörðin, og rafmagns- og frum
eindaraflið verkar þar á sama hátt
og eðlisaðstæður eru þær sömU;
þessvegna eru Mars og Venus byggi
legir heimar eins og Jörðin, og þess
vegna líka bygðir eins og okkar
hnöttur. Skurðirnir á Mars eru
sennilega gróðrarbelti meðfram
fljóta- og árvegum.”
Frá London er símað 21. þ. m.,
að stærsta flugdreka hafi nýlega
verið hleypt þar af stokkunum.
Vængjafangið er 88 fet, hæð frá
jörðu 19 fet og lengd frá stéli til
hauss 54 fet. Vélin er undursamlegt
meistaraverk. Hún er 100o hestafla
Napier mótor og vegur þó aðeins
2200 pund. Til samanburðar má
geta þess, að eimlestarvél mieð
sama afli myndi vega 147,000 pund.
Til dæmis um stærðina er þess get.
ið, að skrúfan er nær því helm-
ingi stærri en stórt knattleiksborð.
FlugY-élina mun eiga að nota til
stórræða ef í það fer. Henni er
ætlað að bera 6000 pund af sprengi.
efni. — Sagði ekki einhver Halle-
lúja?
Ur bœnum.
Séra J. Vint Laughland, frá Liv.
erpool á England, sem var þing-
mannsefni verkamanna í síðustu
kosningum þar, ætlar að tala í
Góðtemplarahúsinu, á horni Sar.
gent og McGee stræta, á föstudags-
kvöldið þann 29. ágúst, að tilhlutun
Yærkamannafélagsins hér. Efni ræð-
unnar verður: “Unemployment, its
cause and cure”. öllum íslending-
um er sérstaklega boðið að vera
viðstöddum.
s,te
* 5 •
Minni Islands.
Vor fósturjörð, og feðragrund,
— í fjarlægð þó vér búum, —
nú heim til þín, um hálfa stund,
á hugarbifreið snúum.
Þeim eldri, sem að eru hér,
þú ert í fersku minni,
þér enginn gleymir, sem þig sér
í sumarhátign þinni.
Og margt vér eigum minja val
frá mildum vorsins dögum.
Hvern fjörð og ás og fjalladal
og fé í grænum högum.
Og lækjarnið og lindarhjal,
í lágum hlíðardrögum.
Og straumaþul í þröngum sal,
með þungum hjartaslögum.
Og alt sem drauma finnur frið
í faðmi dags og nætur.
Og sumarfugla sætan klið,
þá sólin rís á fætur,
og hvítt á jökuls höfuðið
hún hattinn gullna lætur.
Svo dýrðlegt er það sjónarsvið
að sál af hrifning grætu,r.
Mr. Helgi Bjarnason frá Kinosota,
Man. sem dvalið hefir í Wynyard
síðan í vetur kom hér til bæjarins
á bakaleið um helgina. Kvað hann
rigningarnar eftir mánaðamótin
hafa bætt mikið þar í vesturbygð-
unura og hélt að bændur þar myndu
jafnvel búast við meðalári fjárhags-
lega, meðfram sökum verðsins á
hveitinu.
Frá íslandi.
Ljóð, önnur útgáfa aukin, kvæða-
bók eftir Sigurð Skáld Sigurðsson,
lyfsala í Vestmannaeyjum, er ný-
lega komin út.
Dr. Sambon, hinn frægi brezki
læknir, sem hingað kom 1921, er
hingað kominn með frú sinni og
fjórum börnum og ætlar að sækja
læknaþingið á Akureyri. Ritgerð-
ir hans um Island hafa orðið
landi og þjóð til mikils sóma.
■<?*
Vér unnum landi og lýði hér,
sem lagaskyldur brýna,
en elskum þig þó eins og ber,
og unaðsfegurð þína.
Svo lengi, sem þitt lesum mál
og lífs ei fölna glóðir,
þú átt vort hjarta, hug og sál
og hálfu leyti — móðir!
Og þó vér byggjum þetta láð
og þess að framför vinnum,
frá einní þér vorn eðlisþráð
í insta leyni finnum.
En sannarlega vonum vér,
af vandlætara’ ei neinum
sú ást, sem hþfum öll á þér
sé álitin í meinum.
Vér biðjum æ þér blómgist hjá
hið bezta’ í hugsun manna.
Hver lífsins ment og listaþrá
á leið hins fagra og sanna.
Að haf og loft og himinvöld
svo hagi störfum sínum,
að náttúran sín greiði gjöld
með góðu börnum þínum.
Þorskabítur.
Siglufirði, 25. júlí.
Ágætur síldarafli í nótt og í gær-
kvöldi. Hæstan afia hafði Súlan,
1400 og Langanes, sem hafði 1000
tunnur; þau eru bæði íslenzk. Mörg
skip voru með 200—400 tunnur. Síld-
in er tekin á Skagafirði og Y7ið
Skaga. Er nú komin ný ganga og
síldin feitari og stærri en áður, en
átumikil. Hér er sólskin og sunn-
anblíða.
f Almanaki Þjóðvinafélagsins
1925 er grein eftir hr. Guðmund
Hannesson, prófessor, um hæð ís-
lendinga. Hefir höfúndili'iun at-
hugað þetta efni að undanförnu.
Mun margan stórfurða á niðurstöð-
unni, sem er sú, að fslendingar sé
öllum mönnum hærri, svo sem hér
skal talið:
íslendingar............. 173.55 cm.
Engilsaxar..............172.5 —
Svíar...................171.5 •—
Norðmenn................171-5 —
Danir....................169.1 —
Hollendingar .. ........169.0 —
Þjóðverjar (Baden) .. .. 169.0 -—
Svisslendingar..........167.0 —
Frakkar.................166.0 —
ítalir.................. 166.0 —
Japanar.................159.3 —
Prófessorinn segir rannsókn sína
ekki svo almienna að óhætt sé að
treysta henni til fujHs, enda er
ekki langt síðan hann hóf þetta
starf. Hann bendir og á, að rann-
sókn yrði að gera eftir landshlut-
um, sem vart mun kostur á míeð
athugun í Reykjavík einni, þótt,
að vísu margt sé hér aðkomumanna
á hverju ári.
Nú væri fróðlegt og skemtilegt,
að þetta yrði rannsakað til hlítar
og ætti það að mega með því, að
mæling landsmanna færi fram um
leið og manntal er tekið, og sér-
stakur dálkur hafður á eyðublöð-
unum, þar sem hæð allra (að minsta
kosti fullorðinna), væri skrásett.
Nokkum veginn áreiðanlegt mann.
tal fer fram á hverju ári, og alveg
áreiðanlegt 10. hvert ár, svo að
nokkur trygging er fyrir því, að
þessi skýrsla yrði rétt, að minsta
kosti með æfingunni.
Norska hafrannsóknarskipið
“Michael Sars” kom hingað fyrri
part dags í gær, og ætlar að
standa hér við frarn yfir helgi. Skip
þetta er aðal hafrannsóknaskip
Norðmanna og er foringi fararinn-
ar í þetta skifti, sem oftar, hinn
frægi fiskifræðingúr dr. Johan
Hjort prófessor, sem um langt
skeið var fiskimálastjóri Norð-
manna.
iSkipið lét í haf frá Noregi fyrir
hálfum mánuði og hefir lengst af
síðan verið á slóðunum fyrir norð-
an Færeyjar. Rannsóknarefni próf.
Hjort er að þessu sinni hvalagöng-
ur í norðurhöfunum; og er þessi för
liður í rannsókn, sem Bretar og
Norðmenn framkvæma f sameiningu
til þess að fá betri þekking en áð-
ur á flakki hvalanna. Hafa Bretar
tckið að sér suðurhöfin en Norð-
menn rannsaka norðurhöf. Merkja
leiðangursmenn ákveðnu merki
hvern þann hval, sem þeir ná til, á
þann hátt, að skotið er á þá lítilli
ör, er festist í hvalnum án þess
að meiða hann. Þegar merktur
hvalur er drepinn, má af afstöðu
merkingarstaðarins og drápstaðar-
ins ráða nokkuð hvaða leiðir
hvaiirnir fari.
Fyrir norðan Færeyjar og sunnan
Vestmannaeyjar var mikið af hval,
sy'O mikið, að stundum var hægt að
merkja 10—29 á dag.
Héðan er ferðinni heitig til Vest-
ur-Grænlands. Er þar sagt mikið
af hY-al í sumar og mörg norsk skip
eru þar að veiðum. Býzt próf.
Hjort við að verða 7 vikur í ferð-
inn vestur.
(Vísir).