Heimskringla - 27.08.1924, Síða 4

Heimskringla - 27.08.1924, Síða 4
*. BLiAÐSlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 27. AGÚST, 1924. y$mnskvin$l& (Stofnuð 1886) Kemur ðt A hverjum mlISvikudegl. EIGENDURi VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGENT AVE., WINNIPEG, Talslml: N-6537 Vert5 blat5slns er $3.00 árgangurlnn borg- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE YIKING PREfcS LTD. SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. UtanAnkrlft tll blaiÍNÍnN: THE VIKING PRESS, Ltd., Box 3105 UtanAMkrlft til ritHtjArana: EDITOit HEIMSKRINGLA, Box 3105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla Is published by The Vlkinjc Press Ltd. and printed by CITY PRINTING & PUBLISHING CO. 853-855 Sargent Ave., Winnipegr, Man. Teiephone: N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 27. ÁGOST, 1924. Sinn siður í hverju landi. Franskir listamenn sitja á kaffistofum um alla Parísarborg, baða út öllum öngum hver framan í annan, og mtelskan freyðir út um varir þeirra. Ekkert af þessu er nú reyndar nýlunda. Þeir hafa altaf á kaffihúsunum setið, altaf leikið allir á hjólum og altaf mælskir verið. En rétt sem stendur eru þeir með allra ókyrrasta og mælskasta móti. Or- sökin er sú, að sú keisaralega stórborg Tokio hefir haft með höndum listsýningu undanfar- ið, og meðal annars fengið. mörg listaverk að láni frá Frakklandi. En þegar búið var að hnita í raðir öllum listaverkunum í sýning- arsalnum, og farið var að hleypa fólkinu inn, |>á tóku að heyrast undrunar, gremju- og skelfingaróp úr einu horninu. Þegar að var gáð stóð þar flokkur heiðvirðra japanskra borgara af öllum stéttum og sprettu fingrum að einni frægustu myndastyttunni, sem til er eftir Auguste Rodin, einhvern mesta mynd- höggvara, er heimurinn hefir átt. Nú er vart til jafn listræn þjóð og Jap- anar. Þar hefir nær því hver almúgamaður listsmekk og listvit, líklega á ennþá jafnhærra stigi, en frændur þeirra, Kínverjar, og list- vitrasta þjóðin í Evrópu, Italirnir . Og þó austræn og vestræn list hafi ekki farið í sömu stefnu þá kunna þeir þó að meta það sem vel er gert hjá oss. Orsökin til þessa hávaða var þá heldur ekki sú, að þeim fyndist ekki verkið vel af hendi leyst, hvað sjálfa smíðisheflinguna snertir. En þessum heiðvirðu og listelsku borgurum fanst myndastyttan vera fram úr hófi ósiðleg og dónaleg, sérstaklega dónaleg. Myndastyttan er nefnd “Le baiser”, — Koss- inn”, og er af undurfögrum unglingum, ícarli og konu, er vefjast örmum og mynnast sælum og heitum kossi. Kossinn hefir fengið á sig miargra alda hefð. sem blíðuatlot meðal vestrænna þjóða, og aldrei verið á honum hneykslast, hvert heldur manna á milli, eða í listinni. Oss gengur því illa flestum, að skilja afstöðu Japana í þessu máli, og þær tiltektir þeirra að hylja myndina þarna á sýningunni fyrir ausrum almennings með bambustiöldum. Frökkum þótti sér og franskri list óvirða ger, og leituðn til utanríkisráðherrans jananska fyrir tilstilli sendiherrans í Tokio. En þeir fengu bað svar þar, að utanríkisráðuneytið gæti ekkert við þessu gert. bað væri srert að boði lögreglustjórans í Tokio — en lögregl- an erætir þar almenns velsæmis, sem annars- staðar -— og yrði því að snúa sér til hans. Var það gert, og svaraði hann Frökkum á þessa leið: “Að mynnast er siður, sem aldrei hefir viðgengist í Japan. og bað er síður en æsk ilegt að sá siður verði tekinn upo meðal þióðar vorrar. Þessi ávani er óþrifalegur. ó- siðlegur, blygðunarlaus og ófagur og sennilegt að hann hafi sýkingarhættu í för með sér”. Neitaði lögreglustiórinn því algiörlega að taka tillit til þess hvers franska stiórnin ósk- aði um þetta mál og una Frakkar hið versta við. En þeir fáeinir borgarar, er sendu um- kvörtun til lögreglustjórans og lögreglustiór- inn siálfur, eru ekki einir um þessa skoðun. Á bak við þá stendur svo að segja öll þióð- in, sem einn maður. Hefir Ichinobata Kin- nosuke, prófessor í fögrum listum við há- skólann í Tokio, skvrt nánar tilfinningar Jap- ana í þessu efni fyrir enskum blaðamanni, og er fróðlegt fyrir oss vestræna menn, að kynnast þvf nánar. Hinn lærði og listræni vísindamaður kemst svp að orði: “Útletndir listarnenn skilja ekki afstöðu vora til þessa máls. Þeir af oss, sem kossum bafa kynst álíta að sá siður beri vott um á- kafa ótamda og ófagra ástríðu. Hann er manninum ekki eðlilegur, heldur er það á- J vani, sprottinn einhverntíma á löngu liðnum öldum meðal evrópeiskra drabbara, er voru að leita að nýjum munuði til þess að svala fýsnumi sínum. Það er satt að vísu, að kossa- gangur er nú orðinn Evrópu- og Ameríku- mönnum svo innrættur, að nærri mun stappa að orðinn sé að eðlishvöt, en svo er ekki um fjölda annara þjóða, sem sjá má hér í Japan þar sem menn ekki hafa haft mök við Evrópu- þjóðirnar. Vér erum algerlega mótfallnir því, að sýna kossinn í nokkurri listmynd. Hann er einn af þessum óhemjulegu, ótömdu og ófögru tilburðum, sem svo oft stórlýta evrópeiska list. Vér áfellumst harðlega þá hugmynd, að sýna menn og konur engjast í óeðlilegum armlögum, þrýstandi óheilnæanum kossum á varir hvers annars. Vér höfum ekkert á móti því þó þessar m|yndastyttur séu naktar. En vér höfum ógeð á þessum ófögru at- Iotum. Vér virðum og dáumst að mann- legum líkama, hvort sem hann er klædd- ur eða nakinn, þegar hann er sýndur f sam- ræmi við grundvallareglur japanskrar listar. Eins og þér vitið baða menn og konur sam- án í Japan, klæðlaus og án þess að nokkrum detti í hug að hneykslast á því. En að kyss- ast er ófagurt, og þar að auki hættulegt j vegna smitunar. Og fyrs.t og síðast er siður- inn ófagur og gagnstæður öllu velsæmi. Ég myndi álíta það sérstaka móðgun af minni hálfu, ef ég leyfði mér að kyssa konuna mína, já jafnvel konu af mákið óæðri stig- • * um . “En er þá engin hæfa í því”, spurði blaðamaðurinn hinn mælska prófessor, “að þessi siður, sé búinn að ná dálítilli fótfestu hér og þar í Japan?” “Jú, því er miður að nökkrir villuráfandi menn og konur hafa tekið upp á þessum óvana, og hneigst að honum. En mann- kynið hefir altaf haft tilhneigingar til ýmsra lasta, til dæmis kossaatlota, drykkjuskapar og sæfandi meðala”. Það þarf varla að taka það fram, að öll atriði, er lúta að kossum, eru vandlega klipt úr kvikmyndum þeim, sem sýndar eru í Jap- an. Ag vísu er það nú bættur skaðinn, því listgildi þeirra atriða er sjaldnast svo greypi- legt, að ekki megi iafnvel án þeirra vera. að minsta kosti meðan að aðgangur er að ýmsum þeim kossasýningum, jafnt fyrir ung- börn og staðfestulausa unglinga og sjötug öldurmenni. En um sanna list er öðru máli að gegna. En svona gengur það í heiminum. Gaml- ir guðir veltast af stóli, og nýiir koma í stað- inn, eða réttara sagt, svo ekki valdi misskiln- íngi um of: gömul átrúnaðarkerfi falla f\'rir tímans tönn og ný koma í staðinn. Það sem var dauðasynd í gær, er góður siður og göf- ugmenska í dag. Það eru ekki óramargar aldir, síðan að ungar meyjar og ógefnar manni ekki máttu setja upp hár sitt, eða hylja það, til þess að brjóta ekki algjörlega í bága við alment velsæmi. Já, meira en það: það var hreint og beint sáluhjálparspursmál. ó- vinurinn hafði bá “snöru snúna snarlega þeim tilbúna, sem fóru með fléttað hár’ . eins og gamla versinu var stundum vikið við. Fyrir rúmlega hálfri öld taldi kirkian þá Darwin og Wallace og nokkra aðra vísindamenn, er að- hyltust skoðanir þeirra, nær því óalandi og ó- ferjandi öllum bjargráðum, og vísa eilífri glötun, er þeir létu í Ijósi bað álit sitt, að ættfeður mannkynsins hefðu ekki verið skapaðir með sama líkams- og sálargervi og vér höfum nú í dag, heldur hefðu .verið ei- Jífri breytiþróun undirorpnir, frá lægsta stigi Iífstilverunnar, og lefngi verið á hérumbil sama broskastigi og mannaparnir nú, enda náskyldir þeim. Nú efast enginn vísindamaður um þessi sannindi Iengur, þeirra er sig gefa við lífeðlis- fræði eða öðrum náttúruvísindum bar að lút- j andi. Og ekki eru það einungis vísinda- j mennirnir sem um betta hafa sannfærst. i heldur allur þorri vel læsra og skrifandi j manna, í þeim menningarlöndum, sem lengst ; eru komin. og þar sem ýmsar steingiörvis- j kendar stofnanir, eins og t. d. kaþólska j kírkjan, ekki svínbinda frjálsa hugsun, eða j tildra upp bamlbustiöldum blindsýni og hleypldóma, til þess að skýla sannleikanum, I sem öllum ætti að lýsa, sem hádegissól í I heiðríkju. Úr bví vér nefnum aftur bambustjöld- in, skulum vér nota tækifærið til bess, að láta þess getið, að vér vilium revndar engu spá um álit Japananna eða vor Evrópu- manna um réttmæti þess, að menn er unn- ast sýni það með því, meðal annars, að mvnnast. Til bess breytist siðferðistískan of snögt og of gagngert. En tiltækið með bambustiöldin er jafnóviturlegt og það er fánýtt. Vafalaust sigrar önnnrhvor stefnan. En hún sigrar ekki að valdboði lögreglu- stjórans í Tokio, eða franska sendiherrans þar. Engin stefna, góð né ill sigrar fvrir valdboðið eitt. Vitandi þjóðarvilii verður að standa að baki hverrar sigurvinningar. Lögreglustjórinn í Tokio er að revna að orða löndum sínum frá ímyndaðri eða veru- legri hættu, með því að byrgja þeim út- sýnina til hættunnar. Lögreglustjórar, og aðrir valdsmenn, andlegir ekki síður en ver- aldlegir, hafa á öllum öldum verið að því sama bjástri, og eru það enn í dag. Þetta tekst aldrei. Til þess að forðast hættuna verða menn að horfast hreiniskilnislega í augu við hana, læra að þekkja hana og sjá hvernig hún muni haga sér — hvert hún sé nokkuð hættuleg í raun og veru. Siðferðistízkan er altaf að breytast. Og á vafalaust eftir að halda svo áfram um ó- tölulegar aldaraðir ennþá, svo skamt sem mannkynið er á veg komið á leiðinni til Ijóss- ins. Þessvegna er hver mannlífsalda, sem rís og fellur, svo miklu smávægilegri í raun og veru, en hún kemur oss fyrir sjónir, sem á henni eða með henni fleytumst. En “Ég trúi því sannleiki að sigurinn þinn að síðustu vegina jafni og því stíg ég hiklaust og vonglaður inn í frelsandi framtíðar nafni.” Einhverntíma kemur að því, að engin “tízka” ræður hvötum mannkynsins. Ein- hverntíma kemur að því að öllum blæjum og öllum bambustjöldum verður svift af hverju fyrirbrigði. Einhverntma kemur að þvf að vér verðum leiddir, eða leiðum oss sjálfir með tilstyrk krafta, sem oss eru að miklu leyti huldir nú, í allan sannleika. Þá rís ný jörð úr sævi. Þekking hérlendra manna á Islandi. Oss var nýlega sagt frá því, að hér um daginn hefði verið sýnd mynd af Eskimóa- stúlku á einu kvikmyndaleikhúsinu hér í bænum og staðið undir henni til skýringar “An Icelandic Beauty” — íslenzkt fríð- kvendi. Hefði þetta skeð á Frakklandi, ein- hversstaðar í Suður-Evrópu, eða jafnvel í Bandaríkjunum hefði oss ekkert á þessu furðað. Landfræðisþekking almennings, og jafnvel þeirra, er til mentaðra manna eiga að teliast víðsvegar um heim, er af mjög svo skornum skamti yfirleitt, og alveg sérstak lega, og eðlilega, þegar um ókunnar smá- þjóðir er að ræða, sem menn hafa lítið af að segja ogjítil eða engin mök við. En hér í Canada og sérstaklega hér í Winnipeg ættu menn þó að vita töluvert betur. Þó skal það játað, að sá lýður er mest stendur að kvik- myndaleikhúsum, hér sem annarsstaðar, mun sjaldnast hafa etið stóra munnbita, eða marga af almennu skilningstré, eða þekking- ar, og er því mláske ekki ástæða til þess að áfellast þá í allri fáfræðinni. Því síður, sem menn jafnvel á Norðurlöndum, þar sem engir Islendingar hafa haft aðsetur, hafa til mjög skams tíma, verið sorglega fáfróðir um íslenzka hagi, annað en að þar væri Hekla og Geysir, og vel man sá, er þetta ritar, að hafa verið intur grandgæfiWa og alvarlegá eftir því, af hámlentuðu fólki í Svíþjóð, bvort bað væri nú alveg satt, að “almúginn” á Islandi væri ekki skrælingja- kyns, að minsta kosti að töluvert miklu levti. Látum því bessa kvikmyndahúss- vitlevsu fjúka gremjulaust. En það sem olli oss meiri Ieiðinda og gremju, var að heyra það, að í fylgiblaði merkasta blaðsins hér í Winnipeg “Free Press” hefði staðið endemis vitlaus grein um j oss Islendinga og lifnaðarhætti vora heima- í fvrir. Vér höfum að vísu ekki séð þetta j siálfir, þar eð þetta fvlgiblað fer vanalega fyrir ofan garð og neðan hjá oss, en svo margir skilríkir menn hafa umj þetta talað við oss, að engin ástæða er til þess að halda, að rangt sé farið með. Er þar skýrt frá lifn- aðarháttum vorum og mataræði, og líkast því sem skrælineriar ættu hlut að máli. Þetta er því leiðinlegra seml “Winnipeg Free Press”, hefir, bað vér til viturp og heyrt höf- um ávalt verið sérlega vingiamlegt í garð vorn IsJendinga. Að vísu má ekki altaf rit- stióum, og sérstaklega ekki ritstiórum stór- blaða, um alt kenna. er af misskilningi eða þekkingarleysi er í blöðin skrifað, enda teli- um vér og víst. að bessi greinarræfill hafi algiörlega framhiá aðalritstjóranum farið. En samt sem áður finst oss þetta nærri bví óafsakanlegt hirðuleysi, og þekkingar- levsi, er þarna hefir oennanum stýrt. Vér í fimtíu ár. og höfum iafnan og frá því fvr«ta unnið oss ágætis orðstír. Erum vér j siálfir bar ekki einir til fráasgnar, heldur j sérstaklega Engilsaxarnir, samiborgarar vor- ir, er betta land byggia.. Hafa beir jafnvel gengið svo langt sumir. að telja oss allra beztu borpfara bessa Iands, sbr. ræðu bá er séra Friðrik Friðriksson frá Wynvard hélt hér í W'nnipeg á Islendinfradagínn, 2. ágúst síð- astliðinn. og ummaeli fiölmargra merkra manna hér í landi fvr og síðar. Og þvað viðvfkur veru vorri og starf- semi hér í Winnipeg. bá hvggium vér ekki of- mæh, að fremur sé bæjarprýði er lýti að Is- lendingum hér. DagJeg framkoma beirra, og þá ekki síður híbýlaprýði, mun fyllilega þola samanburð við hegðan ann- ara þjóðflokka er þenna bæ byggja. Það er sagt og ekki of mælt, að vér séum hörundssárir, íslend- ingar. Og sumum kynni að finn- ast það tiltektasemi, að móðgast af öðru eins og þessu. En svo er ekki. Stórþjóðirnar gætu hummað þetta fram af sér, þurk- að móðgunina út með einu brosi. Hún myndi ekki gera þeim neitt til. En vér Islendingar höfum ekki efni á því, að ganga þegjandi fram hjá þessum hlutum. Vér höfum vegna fæðar og fjarlægðar, ver- ið um of misskildir og vanræiktir í vitundarlífi annara þjóðaa. Oss hálffurðar, ef ejnginn af Winnipeg-Islendingum, semi hér eru búnir að vera Iengi, og ávinna sér borgararétt og hylli, færir til réttari vegar þessa leiðu vitleysu í dálkum “Free Press”. Væri ekki þar dálítið verkefni fyrir einhvern þektan og efnilegan námsmann eða mey, sem telur til ræktar við þjóðerni sitt? ----------x---------- Salmagundi. “My conscience-” Ekki er óhugsandi, að þetta gæti hrokkið út úr manni eða konu, sem þyrftu að kveða al- mennilega að einhverju, en sem annars eru ekki vön að blóta, eða þá yfir það hafin. Þau vilja ekki Ieggja nafn guðs eða djöfulsins við hégóma, en sverja þá við það, sem þar næst er heilagt eða ótta- legt. Það gæti verið “mannorð” þeirra eða “auga” eða eitthvað þess háttar. Ekki ósjaldan er það samvizkan. Hvers vegna? Samvizka mannsins — siðferð- iskend hans, gáfa hans að gera greinarmun á réttu og röngu, er tákn um ágæti hans, að því er oss er sagt. Hún er prófraunin á göfugum uppruna hans. Hún er tákn um skyldleika hans við Guð. En fyrst og fremst er hún sönn- unargagn þess, að hann hefir et- ið af skilningstrénu góðs og ills —þ. e. a. s. forboðna eplinu. Festið það í huga; á því ríður. ¥ ¥ ¥ Vér höfum ósjaldan heyrt og ótal sinnum lesið, að guð gaf manninum samvizkuna, svo að hann gæti stjórnað gerðum sín- um. Af þessu hlýtur að leiða, að hún er óskeikul. Hún er nákvæím ur vísir á rétt og rangt. Hún bít- ur mann, ef hann gerir eitthvað, er henni fellur miður, og lofar hann fyrir að gera það, sem hann veit að rétt er, sérstaklega ef önn ur leið hefði ljúfari verið á þeirri stundu. Hún skapar honum kjör- réttinn, og gerir hann að ábyrgð- armanni eigin verka. Hún kann- ar forlög hans. — Spyrjið ein- hvern þann er trúna hefir, hvort þetta sé ekki rétt. * ¥ ¥ Gott og vel. En nú er rækall- inn sá, að meginreglur um siðferði virðast fara eftir Iandalegu. Þær breytast með breiddargráðum, Iengdargráðum og tímanuim Sam- vizka Davíðs konungs leyfði hon- um að fremja ýmislegt, sem sam- vizka vorra tíma, samsett og meir vitandi, myndi brennimerkja hann fyrir. Samvizkum Jóhannesar guðspjallamanns og Tómasar af Torquemada kemur ekki saman um allar grundvallarreglur sið- fræðinnar. Samvizka indversku ekkjunnar leyfir henni ekki, að lifa mann sinn Iengi; samvizka kínversks mandaríns leyfir honum að gera ýmislegt, sem samvizka þín myndi harðlega ásaka þig fyrir. Það sem var rétt eða rangt fyrir hundrað eða þúsund árum, getur verið hlutfallslega rangt eða rétt í dag. Það sem er rétt í Tyrklandi, getur verið rangt í Ameríku. ¥ ¥ ¥ Getur það verið, að mannleg samvizka, af guði gefin, sé undir- Gullfoss Cafe (fyr Rioomey’s Lunch) 629 Sargent Ave. Hreinlæti og smek.kvísi ræðujr 1 matiartilbúnimgi vorum. Lítið hér Inn og fáið yður að borða. Höfum oinnig alfcaf á boðlstAl- um: kaffi og allskonar bakninga; tóbak, vindla. svaladrykki og skyr, orpin tíma, stað og staðháttum? Eða eru meginreglur guðs um rétt og rangt breytingum undirorpnar? Ætti að segja um þær, að þær “gildi aðeins vissan tfma”? Er óhætt fyrir manninn að fylgja boði samvizkunnar, þegar seinni tímar máske áfellast hann, einmitt fyrir þau verk, er samvizka hans blés honum í brjóst að fremja? Eru engin “eilíf sannindi” til? ¥ ¥ ¥ Sé það rétt — sem ástæða er til að ætla — að maðurinn sé samsettur af 35 hlutum af arf- gengi og 65 hlutum af umhverfis- áhrifum, þá hlýtur af þvf að leiða, að hann er algerlega á valdi krafta, sem hann ekki ræður við. Hann tekur að erfðum ýmsar til- hneigingar og hæfileika, og um- hverfið umskapar þá. ¥ ¥ ¥ Samvizkan er kerfi af venjum, eða meginreglum um rétt og rangt, sem að manninum er rétt, í sérstökum flokk eða þrepi þess samfélags, sem hann lifir og hrær- ist í. Hann velur ekki það kerfi, fremur en hann velur það kerfí af venjum, sem félagsbræður hans fara eftir, venjunum sem sníða samvizku hans stakkinn. Þær geta verið réttar, að nokkru eða öllu leyti; en um það er ekki mest vert. Fyrst og fremst verða þær að laga sig eftir tíma, stað og ríkjandi ástandi. ¥ ¥ ¥ Yfirskilvitsgreining — fyrir- frami gefín þekking (á réttu og röngu — getur ekki staðist, þrátt fyrir hina glæsilegu rökleiðslu Kants fyrir þá sök, þó ekki væri annað, að itoeginreglur um rétt og rangt breytast með stund og stað. Þær eru á sífeldu svifí. Tízkuhættir breytast; og þeir eru engan veginn á sömu lund alstað- ar í heiminum. ¥ ¥ ¥ Hvað er þá samvizka ? Ja, hvað er það, sem kemur hvolpinum til að sneypast og setja upp auðmýktarsvip, þegar komið er að honum óvörum f matbúr- inu? Er það ekki það, að hann veit, að hann hefir brotið Iög- mál þess húss, þar sem hann lifir? Honum hefir verið kent, að hann megi ekki éta úr búrinu. Tilfinningar hans eru mjög hin- ar sömu og bróður hans, sem lengra er kominn, þegar hann verður uppvís að íygi, að hafa þar með brotið siðferðislögmól samfélagsins. Væru þessar grund- völluðu siðferðisreglur ekki tfl, myndu hvorki maðurinn né rakk- inn finna til sneypu eða iðrunar. “My conscience-” L. F. ----------x---------- Leiðrétting. :Af einhverjum óskiljanlegum or- sökum hefir slæðst lína inn í rit- fregn Boga ólafssonar mentaskóla- kennara, sem tekin var upp úr Vísi, f síðasta tölublaö “Heimskringlu”, sem átti alis ekki bar að vera, og er mjög óheppilega komin. Prent- ast hefir svo: “.. .. veldur því vafa. laust bæði skeytingarleysi og lestur illra þýdda bóka og íslenzku blað- anna, er sum hver eru rituð hinu auðvirðilegasta ambögumáli — eins og til dæmis “Lögberg” og fl.” Þessi síðasta lína “eins og t. d. o. s. frv.” hefir vftanlega aldrei í Vísi staðið, og biðjum vér alla hlutað- eigendur velvirðingar á byi svona óheppilega skuli hafa til tek- ist. — Ritstj. ---------x----------

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.