Heimskringla - 27.08.1924, Qupperneq 5
WINNIPEG, 27. ÁGÚST, 1924.
HEIMSKRINGLA
6. BLAÐSIÐ l
Nei það er ekki ást.
Nei, er ekki ást —
t>essi eldur, sem hjörtun brennir.
heldur samstilling þroskaðra sálna,
er í sorginni nálgast hvor aðra,
sem úr þjáningum þungrar reynslu
og úr þrælshlekkjum vanans brjót
ast,
eins og röðulsins regin skin
út úr rofi þrútinna bólstra.
Það er samstilling, heilög og há,
og eins hárrétt og lögmálið mikla,
sem að stjörnunum beinir braut
gegnum bládjúp hins eilífa geims.
Það er samstilling huga og hjartna.
Það er hamskifti tilfinninga,
sem að brýzt út í brennandi koss-
um.
Þegar tinnu er steðjað við stál,
hrýtur steinninn neistum og bloss-
um.
I nótt mig dreymdi draum,
sem draumur var þó ekki,
því eg var ekki eg,
en eg og þú vorum eitt.
I þér eg þekti mig
og þig í mér eg kendi;
við urðum á undra hátt
að einum og sama manni,
eins og lindir sem renna í læk
og líða saman að ósi.
Svo sár-ljúfa sælukend
hefir sál mín aldrei þekt.
I dag hefir draumurinn ræzt
í dásemi samstillingar,
þegar heilög hjartabönd
voru hljóðum faðmlögum tengd
og með kossum krossuð og signd.
Nei, það er ekki ást —
þessi eldur, sem hjörtun brennir,
heldur samstilling þroskaðra sálna
er í sorginni nálgast hvor aðra.
Magnús Á. Árnason.
S. F. 13. júní, ’24.
----------x-----------
Kvæði
lesin upp a5 Wynyard, 4. ágúst, '34
í TTPPHAFI VAR ORÐ.
Þá varð til sál
er veittist mál,
Oss víða um lönd,
af alvalds hönd.
Þá gafst oss alt,
og á i>ví valt.
Vort æfihjól
sem glaða sól.
3>að mál varð oss
hið æðsta hnoss,
Sem ísinn tært,
semi bálið skært,
. /
Af himni sent
sem hæsta ment
Og helgast rit,
vort dýpsta vit.
Og í því sézt
vort eðli bezt,
Vor eigin mynd
sem niðri í lind;
Og þjóðarmál
er hjóðarsál
Að því er sjá
og heyra má.
Á jörð hvar helzt
oss heimland telzt,
Vort hugarfar
er sólskin þar
Semi býr vor þjóð,
svo lengi ljóð 1 '5
Vors lífs þar skilst,
en eigi dylst.
Vor eigin sál —
þaft er vort mái,
Vér erum snauð,
án þess, og dauð;
Án ljóss og auðs ■*.
og andans brauðs
Vér erum þá,
og sálin frá! . ’
3>að mál er fyrst
og lengst um list,
1 ljóði alt,
sem slyngt og snjalt
Snýr leyndardóm
í lúðurhljóm
Og lífsins yl
í strengjaspil.
Og æðst og fyrst
er orðsins list,
Sem ellífð ber
í skauti sér; ' n"'
Uún lýsir heim
og himingeim
Með hverju þar,
sem er og var
Og verður til
um tímabii,
Án takmarks skín
sem alheimlssýn.
Og guð vors heims
og himingeims
Er hinst og fyrst
eú orðsins liðt.
----------x-----------
Æfiminning Páls[bú-
frœðings Eyjólfssonar,
Wynyard, Sask.
i.
Dauðinn er ein stærsta staðreynd
mannlegrar þekkingar. Sffeldlega
og með mörgum hætti hafa menn-
irnir þá staðreynd sér fyrir augum,
og þó lítur svo út, að sá geigur,
sem sérstök návist dauðans vekur
sé oftast undrun blandinn. Þegar.
einhver förunautur er kallaður
brott, slær eigi aðeins felmtri á
hópinn, heldur oft einnig undrun!
Það var 6. desember síðastliðinn.
að andlát Páls Eyjólfssonar spurð-
ist snögglega út um Vatnabygð.
Dánarfregnin sú setti marga hljóða,
eins og eitthvað undarlegt og ó-
V'vænt hefði borið við.
Pyrir nokkrum stundar fjórðung-
um síðan hafði Páll heitinn verið
staddur hér meðal vor að Wyn-
yard, hress og glaðlyndur, eins og
venjulega. Rétt nýlega var hann
horfinn á heimleið með vagn sinn
og hest, þegar eilífðarkallið kvaddi
hann til héðanfarar. — Viðstöðu-
jlaust, og þó hvískurhljótt jbarst
fréttin um bygðina: Páll Eyjólfs-
son dáinn! Bráðkvaddur!
II.
Páll búfræðingur Eyjólfsson
fæddist 16. nóvember, árið 1860, að
Stuðlum f Hólmakalli við Reyðar-
fjörð á íslandi. Faðir hans var
Eyjólfur smáskamtalæknir og
bónd, Dorsteinlsson. |Sá Dorsteinn
var kvæntur Freygerði Eyjólfs-
dóttur Ásmundssonar. Eyjólfur
þessi Ásmundsson, langafi Páls
heitins, hafði dvalið langvistum í
Danmiörku, og numið þar smíða-
iðn. Þar tók hann sér nafnið
"Oli Isfeld”, og varð með því nafni
síðar landkunnur á íslandi. Um
hann ritaði Páll Melsted sagnfræð-
igur neðanmáls í “fsafold”. Ritgerð
hans, sem nefnist: “Frá ísfeld
snikkara” byrjar svo:
“Fáir munu þeir vera hér á landi,
sem komhir eru til vits og ára, að
eigi hafi þeir heyrt nefndan ísfeld
snikkara, þennan merkilega mann,
er endur og sinnum sá þær sjónir,
sem öðrum nálægum mönnum voru
huldar, og sá það, sem þannig bar
fyrir hann, hvort sem dimt var eða
bjart, hvort sem það var í margra
mílna fjarlægð eða fárra — o. s.
frv.”
Frá manni þeim, er hér greinir
frá, eru margir þeir komnir, sem
hér f Vesturheimi kalla sig “Isfeld”
eða “Isfeldt”, og eru þannig allná-
komnir ættmlenn Páls Eyjólfsson-
ar og niðja hans. — 3>að mun vera
sumra hugsun að Isfeld snikkari,
hinn einkennilegi og mikilhæfi
maður, hafi mjög sett svip sinn á
ættina. Hegurð á allskonar smfð-
ar er algeng meðal afkomenda hans
og meðal þeirra mun ekki allsjald-
an hafa borið á dulrænum, hæfi-
leikum. Ekki er ósenniegt að
skyldleikinn við Isfeld snikkara
hafi að einhverju leytf mótað af-
stöðu sumra niðja hans til andlegu
viðfangsefnanna nú á dögum —
veitt þeim víðsýni og samúð ýms-
um öðrum fremur pagnvart dul-
rænum efnum og rannsókn þeirra
og þannig skipað þeim í flokk
hinnar óháðu kirkjuhugsjónar. —
Móðir Páls heitins Eyjólfssonar,
var Guðrún .Tónsdóttir, Pálssonar
smiðs á Steinsstöðum, Sveinssonar
prests, Pálssonar prests í Goðdöl-
um. Hún hafði áður átt Bóas fyrir
mann. Háifsystkini Páls Eyjólfs-
sonar frá fyrra hjónabandi móður
hans. voru m. a. Guðný, Bóas,
Sesselja, Sveinn og Jónas, og eru
■ þau flest látin.
Rn alsystkinin eru þessi:
Kristrún, kona fyrirmiyndar bónd.
ans Björns Bjamarsonar alþingis-
manns frá Grafarholti, þeirra sonur
er Steindór Bjömsson leikfimis-
kennari í Reykjávík og systkini
hans sex.
■Guðfinna.gift Júlíusi fsleifssyni;
bjuggu þau lengi sæmdarbúi í
Breiðdal austur, en eru nú fyrir
skemstu flutt norður að Illugastöð-
um í Laxárdal til kjörsonar sfns
Lúðvíks Kemp.
Benedikt, upphaflega prestur í
Berufjarðarkalli, seinna í Horna-
firði; dó 1913, orðlagður mannúðar
og vitsmunamaður. Hann var tví-
kvæntur. Einkasonur hans frá
fyrra hjónabandi er Gísli Benedikts-
son kornkaupmaður að Wynyard.
Börn Benedikts frá seinna hjóna-
bandi era 5.
Af nákomnum ættmíennum Páls,
hér vestra, má auk “ísfeldanna” og
Gísla Benediktssonar, sem' áður er
getið, nefna mæðginin Björgu Pét-
ursdóttur Abrahamsson og Jakob
son hennar, í Nýja-íslandi. Björg
er dóttir Þorbjargar Dorsteins-
dóttur, föðursystur Páls. önnur
dóttir Þorbjargar er Jóhanna
María; ekkja Jens P. Jensen kaup-
manns á Eskifirði. Yngsti sonur
þeirra er Thor F. Jensen smiður að
Wynyard. T>á eru systkinin þrjú,
Th. E. Thorsteinsson bankastjóri f
Winnipeg, Eyjólfur E. Thorsteins-
son bakari, Wpeg, og Mrs. Elín
Johnson, ekkja Gunnsteins Johnson;
Hnausum, Nýja-ísiandi — börn Ein.
ars Dorsteinssonar föðurbróður
Páls. Dóttursonur Guðnýjar Bóas-
dóttur hálfsystur Páls, er séra Eyj-
ólfur J. Melan að Gimli.
III.
Páll Eyjólfsson var fæddur og
uppalinn á myndarheimili, og mun
hafa notið meiri uppfræðslu á upp.
vaxtarárum sínumy en alment var
um þær mundir i, ættlandi voru.
Aðalmentun sína hlaut hann þó í
Noregi. Lar dvaldi hann tvíveg-
is, samtals 5 ár. lauk prófi í bii-
fræði og stundaði landmælingar.
Oft heyrði eg af tali hans, hversu
kynning hans af mönnum og mál-
efnum, á þeim árum, hafði á ýms-
an hátt mótað hugsanalíf hans.
Skömmu eftir heimkomu sína til
Islands kvæntist hann Jónfnu Jón-
asdóttur frá Svínaskála. Jónas
tengdafaðir hans, og sú fjölskylda
yfirleitt, var orðlögð fyrir dugnað
og myndarskap, og eru systkini og
ættmenn Jónínu alþekt um Austur.
land. — Eftir þriggja ára búskap
að feðraleifð Páls, Stuðlum. héit
hann, ásamt konu sinni og tveim
börnum áleiðis til Yesturheims.
Þegar til Færeyja kom, bauðst hon
um þar atvinna við land- og sæ-
mælingar fyrir dönsku stjórnina. og
dvöldust þau þar einn vetur. í
Noregi höfðu þeir áður verið sam-
tíða og kynst, Páll og alkunni Fær.
eyinga-leiðtoginn, stórbóndinn og
Islandsvinurinn Patursson; voru
þeir upp frá því alla tíð alúðarvinir,
og skrifuðust jafnan á meðan báðir
lifön. — Eftir að til Vesturheims
var komið, settist Páll að í Winni-
peg, stóð þar stutt við hélt suður
til Mountain, N. Dak., og bjó þar
með fjölskyldu sinni í 9 ár. í>á
fluttust þau til Park River. Eftir
eins árs dvöl þar ferðaðist Páll
norður til Vatnabygða f Saskat-
ehewan í landnámserindum.
Skömmu síðar slitu þau hjónin saml
vistum og hjúskap. Var hún, ásamt
börnunum um alllangt skeið áfram
til heimilis í Park River, en hann
hér nyrðra.
Þeim hafði orðið 8 barna auðið;
dóu tvð þeirra í æsku, hin sex eru
öil á lífi og uppkomin. Elstur
hinna núlifandi systkina er Jónas
P. Eyjólfson iyfsali, þá Lára, kona
Valgeirs kaupmanns Hallgrfmsison-
ar, þá Guðrún Sigríður, kona Gísla
Benedikssonar kornkaupm., þá
þeir bræður, Árni Ágúst, Benedikt
Júlíus og Thcodor Vilhjálmur. Ámi
og Theodor hafa báðir tekið próf
í lyfjafræði, en Júlíus einkum lagt
stund á prentiðn. öll eru systkin-
in alþekt um Vatnabygð og búsett
í Wynyard, svo og móðir þeirra.
Árið 1916 gekk Páll að eiga Þor-
björgu Bjarnadóttur, systur «éra
Jóhanns Bjarnasonar og þeirra
systkina, sem ætt eiga að rekja til
ýmisra þjóðkunnra manna á íslandi
í nútíð og fortíð. Bjuggu þau
síðan öll sín samvistarár á bújörð
sinni, 4 mflur beint vestur af Wyn-
yard og farnaðist vel. Þeim varð
eigi barna auðið, en hjá þeim hef-
ir dvalið og uppalist ungfrú 3>or-
björg Helgadótir Bjarnason, barna
kennari, bróðurdóttir og nafna
fóstru sinnar. Fyrir 6 árum síðan
tóku þau ennfremur að sér *mg-
mennið Louis Jacobs, sem ennþá
ásamt ungfrú Bjarnason, er til
heimilis hjá Þorbjörgu.
IV.
Um útlit Páls er það helzt að
segja, að hann var meðal maður á
hæð, vel vaxinn, en fremur grann-
holda í seinni tíð. Miðað við all-
háan aldur var hann unglegur
mjög ásýndum, og snarlegur í hreyf
igum; andlitið frítt, en fremur smá
/leitt, enda magurt. Litarháttur
hans óvenjulega fallegur, á þfessum
aidri, og hljóp honum oft blóm-
legur æskuroði í kinnar, er hann,
eins og oft kom fyrir gerði að gamni
sínu, og var brosið þá oft fult af
drengilegri, meinhægri gletni.
Á síðastliðnum vetri og í sumar
hefi eg gert mér far um að eiga
tal við sem flesta þeirra, sem bezt
þektu Pál heitinn Eyjólfsson. Nó-
lega undantekningariaust fara umr
mæli þeirra i sömu átt og þær hug.
myndir, sem eg geri mér um hann,
af tveggja ára kynningu. Gefur
það mér djörfung til þess að láta
hér í ljós það helzta, sem ég álít
um manngildi hans, í þeirri von,
að það verði ekki fjarri sanni.
Mér skilst að um æfina hafi hann
verið einn þeirra 'taanna. sem fólk
getur auðveldlega skifst í tvö horn
um í dómum sfnum. Reynslan er
jafnan sú, að því meiri atgjörvi til
sálar og líkama, sem menn eru
gæddir, því hættara er við að and-
stæðurnar f eðli þeirra. verði þeim
mun skarpari, og veki samferða-
fólkið ýmist til lofs eða lasts. Þeir
eru, ef til vill til, sem telja sig geta
fundið að ýmsu í lífsstefnu Páls
heitins. Þeir eru býsna fáir, sem
ekkert alvarlegt verður fundið að.
Sagt er mér, að um eitt skeið æf-
innar hafi töluvert kveðið að vín-
hneigð hans. Nautn áfengis var
mjög í hefð um endilangt ísland á
hans menta- og þroska árum. Hversu
fjölmörgum af ágætasta ungviði fs-
lenzku þjóðarinnar, samtímamönn-
um og jafnöldrum hans kom sú hefð
á kaldan klakann! En þótt benda
megi á, að oft eru það greindir
menn og góðir sem áfengisnautn-
in nær tökum á, — þó hægt sé
bæði að skilja og afsaka — þá
verðUr !hinu þó ekki neitað, að
fremur stefnir fýsn þessi til ógæfu
og óþörf er hún hverju heimilis-
lífi. Vel má vera. að Páll heitinn
hafi sýnt aðfinnsluverð mistök í
þessu efni.
Um hitt er mér þó miklu kunn-
ara, að um gjörvalla Vatnabygð er
hans getið sem góðs og mikilhæfs
manns, og það svo, að ekki heyri
eg annara minnst af merkum
mönnum og konum þessarar bygð.
ar með öllu hlýrri samúð og við-
urkenningu. Vitnisburður ná.
granna hans, eg held allra, er sá,
að hann hafði verið drengur hinn
bezti í ölium viðskiftumi og æfin-
lega reiðubúinn til hjálpar og
greiða. í mörg ár bjó hann við
fjölfarna þjóðbraut, á bakka “Moun-
tain”-gilsins, hérumbil mitt á milli
bæjanna Wynyard og Kandahar.
Mörgum illa stöddum vegfaranda
hefir hann skundað til aðstoðar og
hjálpað yfir — gilið! Mörgum gest-
inum hafa þau hjón tekið á móti
í þörf hans, og greitt fy.vir honum.
Enda fór af því orð. að ánægju-
legt væri að bera þar að garði.
hvort heldur var í þörf eða til
skemtunar, hvort heldur var fróður
eða fáfróður. Nokkuð kyntist eg
því af eigin reynslu. Enginn vandi
var að una sér í viðræðum við Pál.
Hann var ágætlega skýr maður og
fróður um margt, og hafði yndi af
vitsmunalegum og sögulegum við-
fangsefnum.
Páll Eyjólfsson var í trúarefnum
frjálshyggjumaður — einn af þeim
allra sönnustu og heilbrigðustu
leikmönnum þeirrar tegundar, sem
eg hefi kynst — einn af þeim til-
tölulega fáu, sem skilja sjálfa sig,
og vita upp á hár hversvegna þeir
fylla flokk hinnar óháðu kirkju.
Persónuleg óánægja út af auka-
atriðum og smámunum hefði ald-
rel vakið neina tillmeigingu hjá
honum ag segja skilið við þá hug-
sjón, sem hann skildi manna bezt,
og unni heilum hug. Um mörg ár
var hann einn af helztu leiðandi
mönnum Quill Lake safnaðar í
Wynyard-bygð, -- einn af þeim fórn-
fúsustu á fé og vinnu, og æfinlega
hvetjandi til frelsis og framsóknar.
Enda heyri eg marga bregða við
hispurslausri hreinskilni hans, svo
sem inngrónu eðli hans. Því var
það, að þótt hann væri manna
berorðastur um hlutina, og stund-
um hálfhranalegur ef honum lík-
aði miður, þá gátu menn þó eigin-
lega ekki reiðst bersögli hans.
óvildarmenn átti hann því fáa.
Svo djarflyndur og sanngjarn, sem
hann var, átti hann vini og vel
unnara eigi síður í hópi íhaldsamra
manna en sinna eigin stefnubræðra.
Yfirleitt var Páll heitinn ágætur
félagsma'ður. En að hljóta þann
vitnisburð og eiga hann, í fátækri
frumbyggja-nýiendu, er lofsverðara
en margur athugar í fljótum svip.
Að hafa verið góður félagsmaður
í Vestur-íslenzku félagslífi, á und-
anförnum árum, fátækur sjálfur
meðal fátækra, sundurlyndra
og sundraða manna og kvenna,
hefir kostað meiri fórnfýsi, meiri
hugsjón og alvarlegri hollustu við
sfnar betri hvatir en allur þorrinn
hefir til að Ibera. ISlfkt jloflsorð
fylgir þð minningu þessa látna
þjóðbróður vors. Einlæglega unni
hann íslenzkri tungu, ættlahdi
sfnu og þjóð, og var því ötull og
ákveðinn stuðningsmaður þjóð-
ræknisviðleitninnar meðal “land-
anna” hér. Las hann þó vel ensku,
skrifaði hana nokkuð og talaði, og
fylgdist mörgum fremur með þjóð-
þrifamálum þessa lands.
V.
Páll heitinn var rúmlega 63 ára
gamall, er hann andaðis. Hann var
jarðsettur sunnudaginn 9. desem-
ber, að viðstöddu miklu fjölmenni.
Veður var svalt og bjart. Séra
Haraldur Sigmar og sá er þetta
ritar, aðstoðuðu báðir við útförina.
Þar sem vinir Páls og niðja hans
voru bæði enskir að þjóðemi og ís-
lenzkir, voru ræður haldnar bæði
á ensku og íslenzku.
Já, fréttin um andlát hans lét
bæði undarlega og sorglega í eyr-
um. Oss var öllum óljúft að sjá
af honum. En kallið kom og hann
hlýddi skjótt. Og dauðinn kom ein-
mitt með þeim hætti, sem hann
oft hafði haft orð á, að hann kysi
helst sjálfur. Hann dó í fullu fjöri,
án langs aðdraganda, og án hárrar
og tilfinnanlegrar elli. Af viðtali
við hann var mér ljóst, að hann var
tilbúinn til farar, hvenær sem kall-
ið kæmi. Þvf heiðríkja þeirrar
bjartsýni, sem í alvöru treystir því,
að Guð sé góður og mannsandinn
vafinn hans umsjá, hvíldi yfir sál
hans. Honum var eins Ijóst
eins og nokkrum öðrum, að hann
hafði sízt algjör verið um dagana.
Og fyrir brot sín bjóst hann við 'að
lfða — og hann beint óskaSi að fá
sjálfur að líða fyrir þau, samkvæmt
eilífum og réttlátum lögmálum lífs.
ins. En liræðslan við hið hulda,
Arar ekki til í hugskoti hans. í
fullri alvöru var hann búinn að
varpa af sér fargi þeirrar lífsskoð-
unar, sem'hyggur sjálfan höfund og
stjórnara lífsins ennþá breyskari
og fátækari af skilningi og míiskunn ’
en ófullkomnu jarðbundnu börnin
hans. Með sína synd, mieð öll sín
mistök, með allan árangur lífs síns
til hins betra og hins verra, var
Páll heitinn Eyjólfsson tilbúinn að
ganga inn á vegu hins hulda —
geiglaus! Vinir: Mér finst eg líka
vera einhvemveginn alveg óttalaus
hans vegna. Svo hreinlyndur og góð-
gjarn sem hann var, er hann, í
mínum augum, einkar líklegur til
að hafa “gengið inn til fagnaðar
herra síns”. 1 hugskoti mínu býr
birta yfir minningu hans, lífskoð-
un hans og burtför — birta og
þökk! Því flestum fremur mat
hann starf mitt og skildi hugsun-
arhátt minn, í kirkju og utan, þeg-
ar mig bar vestur yfir hafið lítt
reyndan í skóla lífsins og starfsins.
Þeir einir sem byrjað hafa lífsstarf
sitt sem útlendingar mleðal ó-
EMIL JOHNSON A. THOMAS
SERVICE ELECTRIC
Rafmagnsáhöld seld og við þau
gert
RAF MAGNS OFIVAR
RAFMAGNSI-VOTTAVÉLAR
RAFMAGNSBLÆVÆNGIR
RAFMAGNS-STROKJABN
I.JÖSHL.1FAR OG VMGFBÐIR.
ALLAR STÆRBIR OG GKRÐIR
AF I.öMPUM.
HARJARN, BBKUNARRISTIR.
GEYMIRAR OG UMGERÐIR.
HEITAR JARNI-YNJÍUR.
Símið bara búðinni B 1507
Heimasími A 72856
VIÐ AFGREIÐUM
524 SARGENT AVENUE
kunnra manna og kvenna, við ó-
þekta og kannske ógeðfelda stað-
hætti og siðvenjur, geta helst um
það borið hversu auðsýnt traust og
vingjarnleg aðstoð, er dýrmæt og
uppörfandi á slíkum helztu tíma-
mótum æfinnar. Það er því ekki
aðeins fyrir vinarorð og þakkarhug
annara manna, heldur einnig*fyrir
eigin reynslu, að mér væri, með
línum þessum, ljúft að gróðursetja
eitt örlítið “Gleym mér ei” í grend
við leiði Páls Eyjólfssonar.
Wynyard 20. ágiist, 1924.
Friðrik Friðriksson.
Rétt í þessum svifum berst mér
í hendur bréf, sem nýlega er komið
í bygðina, frá starfsbróður mínum
og fyrirrennara hér, og samverka-
manni Páls heitins, sr. Jakob Krist-
inssyni. Með leyfi konunnar, sem
bréfið er til, birti eg úr því þessar
línur:
“Þú minnist á lát Páls, vinar mlns
Eyjólfssonar. ósköp hefir það ver-
ið sviplegt, en — þó eitthvað mynd-
arlegt og verklegt við að stfga spor.
ið svona ákveðið og hiklaust. Mundi
siálfsagt hafa átt illa við Pál að
dragast smámsaman upp í lang-
varandi legu. Bygðin hefir mist
mætan mann og afburða dreng-
lyndan og einlægan, þar sem hann
var. — Vinirnir týnast altaf fleiri
og fleiri yfir um. Því fýsilegra
verður að fara á eftir”. —
F. A. F.
-----------x------------
Gleðin $kapar' krafta.
Kmra vinir!
Það er mér mikið gleðiefni, hvað
margir voru vakandi, þegar eg kall-
aði til þeirra, viðvíkjandi Dr. Helga
Péturss.
Þeir og þær hafa sýnt það, bæði
í orði og verki, með því að óska
mér allra heilla fyrir að hafa byrj-
að; þeim finst gamli málsháttur-
inn sannur: “Hálfnað er verk þá
hafið er”. Og með peningagjöfum,
mér þegar afhendum, og ritstj.
“Heimskringlu” hefir drengilega
boðist til að auglýsa nöfn og
upphæðir, þegar ég hefi það undir.
búið. Og er eg honum mjög þakk-
lát fyrir hvag hlýlega hann hugsar
um þetta málefni. Það sem hann
leggur til málanna verður okkur
styrkur að halda áfram. Það verð-
ur sómi fyrir íslenzku blöðin að
styðja þetta mál, og heiður fyrir
fslendinga hér og heima að vera
vakandi og hugsa og st^-fa að öllu
því, sem getur veitt betri skilning
á lífinu.
Það er mér því sönn gleði, að
taka saman höndum og hugsun
við velunnara Dr. H.P. og athuga
kenningar hans með einlægri löng-
un til að skilja kjarnan, sem í
þeim er fóiginn.
En auðvitað er Dr. Helgi Péturss
svo langt á undan samtfð sinni, að
naumast er hægt að eygja hvað
langt hann er kominn fyrir þá, sem
( litla upplýsing hafa fengið, en leið-
( in þangað er opin í kenningum
haris, upplýst af hugsun hans. Fet-
um því bræður og systur í áttina
réttu. Með kærleiksríku hugarfari,
sýnum honum vinskap og hjálpum
honum að komast sem lengst, þá
mun hann setja mörg og skýr vega-
merki handa öldnum og óbornum,
til að átta sig á. Og aftur þökk
til allra velunnara Dr. Helga Pét-
urss.
Með einl. virðingu,
Mrs. I. E. Inge.