Heimskringla - 12.11.1924, Síða 6

Heimskringla - 12.11.1924, Síða 6
6. BLAÐSÍÐA HRIMSKHINOLA WINNIPBG, 12. NÖV., 1924 “Litla stúlkan hans” SAGA EFTIR L. G. MOBERLY. Sigmundur M. Long þýddi. Augnaliturinn var fullkominn jmótsetning við hans dökka hár og skegg, — þau voru blá og skýr, og þegar frú Cardew aðgætti þau, fanst henni þau minna sig á skarpt stál. Já, þessi köldu, skýru augu, voru líkust ný- skerptum spjótsoddi. En ef augu herra Millers voru hörkuleg, þá var brosið hans sérstaklega hlýtt og aðlaðandi, — það varð frú Cardew að viðurkenna, sér nauðugt, — og málrómurinn hafði undarlega hrífandi hljóm, svo frúnni datt í hug, að með slíkum máOróm, hlyti að vera auð- velt fyrir þenna mann að fá hvern helst kven- mann til að fylgja sér út í heimjnn. “Eg áræddi að koma á þessum óviðeigandi tíma dagsins”, sagði aðkomumaðurinn, og leit á klukkuna, sem sýndi sex, “því eg hefi einmitt fengið sæti í Marsyas-leikhúsinu fyrir þetta kvöld, og eg hugsaði að mér myndi takast að fá yður og ungfrú Cardew til að koma með mér á leikhúsið. En borða áður miðdagsverð hjá Carl- ton?” Frú Cardew reyndi að verða róleg, hún gerði sig glaðlega og brosti, en með sjálfri sér hugs- aði hún um, hvar hún myndi geta aflað sér upp- lýsingar um þenna mann, sem talaði ensku sér- staklega vel, þó með útlendri áherzlu, og sem sýndi dóttur hennar sérstaka athygli og aðdáun. “Það er mjög vingjarnlegt af yður, að hugsa um okkur”, svaraði hún, án þess að vart yrði við þann geðæsing sem var í henni. “Til allrar lukku erum við ekki vant við komn ar í kvöld, og við mæðgurnar höfum, lengi ósk- að okkur, að sjá þetta nýja stykki á Marsyas- leikhúsinu, það er sérstaklega elskulegt af yð- ur”. Frú Cardew var leikinn í því, að þakka fyrir sig með velvöldum orðum, og þrátt fyrir allar sínar aðvaranir til dóttur sinnar, sá hún þó, að það væri ókurteisi og óheppilegt að vera ekki vingjarnleg við mann, sem væri vinur Dygby fjölskyldunnar. Heimili Dygbys var samkomustaður, all- margra mikilhæfustu borgara í London, og þó svo gæti verið, að maður ætti á hættu að mæta þar misjöfnum sauðum í mörgu fé, þá söfnuð- ust þangað yfirburðamenn úr ýmsum löndum í Frú-Dygbys Salon á Portman Square, og því hugsaði hin hyggna frú Cardew, að það væri hyggilegast að sýna kurteisi og gestrisni, einum af gestum frá Dygbys, og þegar líka miðdagsverð ur og sæti á leikhúsi fylgdi með. “Við verðum fjögur alls,” hélt herra Miller áfram, með sinni hljómfögru rödd. “Eg var svo frí, að bjóða einum landa mín- um herra Smith, að vera fjórði maðurinn. Hann er landi yðar og talar málið óaðfinnanlega.” “Þó ekki betur en þér”, svaraði frú Cardew og brosti. “Eg vildi óska að eg gæti talað yðar germ- anska mál, einn hundraðasta svo vel”. “Mitt — germanska — máJ — ”. Það kom glampi — já, hvað var það? — háð eða gleði, eða hvorutveggja í hin hvössu augu. “Er ekki auðvelt fyrir útlending — ”. Hér stansaði hann um nokkur augnablik. “Eg er það sem menn kalla mannvinur, flest mál Norðurálfunnar get eg talað, eg er heima í þeim öllum, eins og eg er heima í sérhverju landi Norðurálfunnar”. “Eruð þér ekki stjórnfræðingur?” spurði Grace, og aðkomumaðurinn laut niður, um leið og nýr, óskiljanlegur glampi gaus upp í stálbláu augunum hans. “Jú, eg er stjómfræðingur”, svaraði hann, “og það er merkileg staða, ungfrú Grace, maður setur vit á móti viti, — leggur fram sín spil á móti annara — það er veðhlaup, sem hefur eggj- andi og æsandi verkanir, það er eins og kapp- spil, og sú stjórnfræði, sem er móðins — ”. Hann þagnaði og horfði á þær mæðgur til skiftist og bætti svo við afsakandi: “En eg tala alt of mikið um mínar eigin sak- ir”. “O-nei, nei, haldið þér bara áfram”, flýtti Grace sér að segja. Hún var eldrauð í andliti, og augun Ijómuðu. Hún var einstaklega falleg, þar sem hún sat hálfbogin með munninn opinn og hlustaði áifergjulega. “Það er mín meining, að þessi nýmóðins stjómfræði, sé miklu meira virði, en í gamla- daga, um þessar mundir erum við allir blátt á- fram á yfirborðinu og einlægir í hið ítrasta, og kappkostum að vera hver öðrum fremri að ráð- vendni og ærlegheitum, tökum vingjamlega í hendina hver á öðrum, og lofum hver öðrum trygð og trúfesti, — en hyljum úlfinn undir lambsgæmnni, og undir hinu slétta og skínandi yfirborði er ef til vill hyldýpis ófæra.” Grace var þungt um andardráttinn. “Það virðist að vera glæsilegt!” hrópaði hún. “Eg hef oft hugsað um það, að ef eg hefði verið kaitimaður, mundi eg hafa valið stjómarstörf fremur en nokkra aðra stöðu. Að hugsa þau herlegheit, að þykjast vera einlægur og op- inskár, og þó ekki opinbera, nema undan og of- an af, eins og menn segja, horfa áreiðanlega í augun á þeim, sem maður á við, en þó dylja það, sem mest er um vert með sjálfum sér.” “Þér hefðuð getað orðið fyrirtaks stjórnmála- maður, ungfrú — ” Snögglega fóru eins og gneistar úr stálgráu augunum inn í bláu augun hennar Grace, sem ljómuðu af niðurbældri geðshræringu. “Enginn er fremri leikari eða stjómfræðingur en kvenmaður, ef hún vill beita því, og hefur vit á að þegja”. “Ó, — eg get vel þagað”, svaraði Grace og geispaði, því það var eitthvað svo undarlega þvingandi í augnatilliti herra Millers. “Eg hefi aldrei verið hneigð til að slúðra”. “Það er nú svo”, svaraði gesturinn alvarleg-- ur, en jafnframt horfði hann stöðugt og rann- sakandi á hið yndislega andlit stúlkunnar, sem við það varð enn rauðara. “En —- eg er ekki kominn til að ræða stjórn- mál”, tók hann fram i fyrir sjálfum sér, og stóð upp hlægjandi, “eg kom aðeins til að bjóða ykk- ur, og ef ykkur er það hentugt læt eg bifreiðina mína sækja ykkur klukkan sjö”. Frú Cardew þakkaði honum á ný kurteislega og aðlaðandi, og gesturinn var kominn út í dyrn- ar, þegar eitthvað umlaði í honum, og hann sneri til baka. “Eftir á að hyggju,” sagði hann, og horfði sem fyr á Grace. “Frú Dygby hefur sagt mér, að hinn efnilegi, ungi liðsforingi, Sir Giles Tred- mann, sé svo lánssamur að vera trúlofaður yður — hann hneigði sig fyrir Grace, og ef hann er kominn til Englands, munduð þér þá ekki geta fengið hann til að verða með okkur í kvöld?” Grace var ekki nógu vitur og glöggskygn til að sjá hversu gegnumþrengjandi tillit Millers var, þegar hann bar upp þessa spurningu, hún skildi ekki heldur hvað henni var þungt um, þeg- ar hún svaraði: “Það var aödáanlegt af yður að muna eftir þessu, — en Sir Giles kemur ekki til Englands, fyr en í lok næstu viku. V. KAPÍTULI. “Það er skylda mín, að skýra þetta mál fyr- ir yður, frá öllum hliðum, og þér hljótið að skilja Sir Giles, að ef þér eruð einráðinn í áformi yðar, eigið þér á hættu að — að tilgangur yðar verði misskilinn”. Herra Duncan, sem í mörg ár hafði verið lögfræðingur Tredmanns, hafði líka verið vin- ur frænda hans, baróns, sem nú var dáinn, hann horfði þvert yfir borðið á hinn unga mann, og hristi með.alvörusvip sitt gráa höfuð, herra Dun- can var — og hann fann til þess sjálfur — nafn- kendur maður og hvarvetna vel metinn, hann vissi að skjólstæðingar hans, voru vanir að virða ráð hans og fylgja þeim, honum var einnig ljóst, að hans margfalda reynsla og dugnaður, gerði hann að áreiðanlegum ráðanaut í allskonar vandamálum, þessvegna taldi hann víst, að þessi gestur hans mundi fallast á tillögur hans mót- mælalaust, Giles endurtók með stillingu og um- hugsun seinustu orð lögmannsins. “Eiga á hættu að gerðir mínar verði mis- skildar? Hvers vegna? og uppá hvaða máta?” spurði hann. “Mín uppástunga er, að taka að mér fjárhald og uppeldi barns, sem er munaðarlaust, að því er eg veit, hvemig getur svo einfalt efni verið misskilið?” “Heimurinn dæmir”, svaraði Duncan, og fór að gera strik á þerripappírinn með penna, sem hann hélt á. “Eg vil benda yður á, að ef þér lögformlega takið þessa litlu stúlku að yður, þá er eins og sjálfsagt, að almenningur grenslist eftir hvers- vegna þér hafið gert það”. “Hvers vegna?” Giles var vandræðalegur á svip. “Það ætti þó hverju mannsbarni að vera auð skilið, að eg leitaðist við að gera það sem eg get fyrlr þetta bam, sem undir svo hörmulegum kringumstæðum, var eins og falið minni um- sjón”. “Það er nú þannig lagað að alment er meira til af illgirni en mannkærleika”, svaraði herra Duncan. “Fjöldi af fólki er fúsara að leggja hlutina út á lakara veginn, en hinn betri; yður hefir ekki dottið það í hug, að þegar fólk sér hvað yður er ant um þetta barn, segir það, að þér hafið hlotið að vera neyddur til þess, — í stuttu máli, að það sé yðar eigið barn”. Roði færðist yfir andlitið á Giles, og tillit hans varð gremjulegt, en svo hló hann. “Það er þó satt, heimurinn er undarlegur”, sagði hann. “Mér hefur aldrei hugkvæmst, að svo einfalt og náttúrlegt verk, yrði útskýrt uppá þann máta”. “En nú vitið þér það,” tók lögmaðurinn fram í, “og nú vona eg, að þér farið að mínum ráðum.” “Ef það er meining yðar, að eg láti nokkra iilgjarna slúðurbera hindra mig frá að fram- kvæma það, sem eg hefi einsett mér, þá svara sér | eg blátt áfram, nei. Það sem þér hafið sagt mér, haggar ætlun minni ekki hið allra minsta”. “Þér eigið við — ” “Eg á við, að eftir margítrekaða umhugsun, og skoðun málsins frá öllum hliðum, hefi eg ein- sett mér, að hafa alla umsjón barnsins, Sylvíu Burnett, uppfóstur hennar og fjárvörzlu. Móð- ir hennar trúði mér fyrir henni á deyjandi degi, og þar sem eg ekki hefi getað fundið nokkurt skyldmenni hennar, sem gæti gert tilkall til henn ar, er það — eins og eg er búinn að segja yður — áform mitt, að sjá um hana sem mitt barn.” “Þér ætlið þó ekki að gefa henni nafn yðar?” sagði lögmaðurinn, fljótlega og var ekki laust við að honum kæmi til hugar, að hans fyrsta uppá- stunga viðvíkjandi baminu hefði verið rétt, og að Tredmann narraði hann. En þegar hann at- hugaði betur andlit hins, ærlega og vandaða unga manns, blygðaðist hann með sjálfum sér, að honum skyldi koma til hugar, að véfengja orð hins unga hermanns. “Þér ætlið þó ekki að gefa barninu nafn yð- ar?” spurði hann á' ný og leit undann. “Nei, hvers vegna mundi eg gera það?” sagði Giles hálfforviða. “Með tíð og tíma vona eg mér heppnist að finna einhverja ættingja hennar. “Foreldrar hennar hljóta þó að hafa átt skyldmenni og hverskonar sorgarleikur, sem það kann að hafa verið, sem frú Bumett hefur orðið hluttakandi í, eða hversu mikið sem henni hefur máske yfirsézt, vill þó enginn heiðvirður maður láta barnið hennar gjalda þess. Ef eg finn nokkurt skyldmenni Sylvíu. vona eg að þeir yrðu fúsir að gleyma og fyrirgefa, þó móð- j ir hennar, ef til vill, hafi eitthvað misboðið þeim. En þangað til þetta er komið í kring, tek eg að mér ábyrgð og umsjón litlu stúlkunnar”. “Hafið þér gert alt sem hægt er, til að finna ein- hvern sem gæti létt á yður þessari byrði?” “Já, það hefi eg gert, en alt árangurslaust. Enginn hefur svarað fyrirspumum mínum, og enginn þykist vita um ættingja frú Burnett.” “Vitið þér stúlkunafn hennar”? “Nei, meðal bréfanna hennar, var engin upp- lýsing um það efni. Hin — hann hugsaði sig um augnablik, — “hún afhenti mér skríni með sjaldgæfum skjölum, sem eflaust eru mjög verð mikil” — hélt hann áfram, eftir augnabliksþögn —”, þetta segi eg yður, sem mikilsvarðandi laun- ungamál.” Herra Duncan hneigði sig samþykkjandi. “Hin deyjandi kona sagði nokkur orð um þenna skartgrip — orð, sem eg skildi ekki til hlýtar.” “Munið þér ennþá þessi orð?” “Já„ mér voru þau óskiljanleg og þýðingar- laus — en þó er eg sannfærður um, að þau hafa einhverja merkingu, hefði hún aðeins getað lok- ið við setninguna, eða hún hefði getað sagt mér alt, sem hann var hugleikið, mundi hún hafa opinberað fyrir mér, alt sem reið á' að vita.” “Hvernig voru þessi orð hljóðandi?” “Þau voru undarleg og sundurslitin. Hún sagði: “í fílabeinsskríninu — eru gimsteinarn- ir — það er — leiðarvísir — geymdu þá vand- lega — láttu hann aldrei vita — aldrei vita — að hún, það var alt”. “Láttu hann aldrei vita”, hafði lögmaðurinn eftir með stillingu. “Láttu hann aldrei vita? Hvað átti það að þýða? Hvern átti hún við?” “Eg veit það ekki — nema hún hafi átt við föður Sylvíu. Hún talaði aftur seinna, — rétt fyrir andlátið, — um einhvern mann — “láttu hann ekki taka hana, — og drepa sálina henn- ar — og —” en þessi setning slitnaði sundur, það var auðskilið af orðum hennar, að einhver maður hafði eyðilagt líf hennar, og hún var dauðhrædd, að hann einnig mundi gera barninu eitthvað ilt. En hver þessi maður er, hefi eg ekki fremur hugmynd um, en maðurinn í tungl- inu”. “Var þessi ókenda kona eða frú af hinum mentaða flokk?” Herra Duncan beindi rannsaþjandl 'sinni hvössu sjón á andlit unga mannsins, meðan það braust um í heila hans, hvert það væri hugs- anlegt, að þessi skjólstæðingur hans, hefði feng- ið ást á hinni deyjandi konu. í hans löngu em- bættistíð, höfðu komið fyrir atvik, sem voru enn furðulegri en þetta, eða — eða var leikari eða æfintýrakona?” “Hún var einmitt regluleg frú”, svaraði Gil- es alvarlegur, en þó hitalaust. “Hún var auðsjáanlega vel uppalin, ensk kona af góðri ætt, hún var falleg með heldri manna yfirbragði, eg segi það satt, að mér virt- ist það undarlegt að hún var svona einmana og yfirgefin”. “En á hverju lifði hún?” hún hlýtur að hafa haft einhverjar tekjur, voru henni sendir pen- ingar einhversstaðar frá?” “Eftir því sem eg hefi komist næst, fékk hún aldrei bréf, en hún borgaði reglulega sinn litla Eg spurðist fyrir um hana hjá veitingakonunni, mjög heiðvirð og velmetin kona, og þessi ma- dama Richard sagði mér, að frú Burnett fengn aldrei bréf, en hún borgaði reglulega sinni litla reikning. Það var einnig hennar meining, að hún ætti peninga á banka, og svo vissi hún líka tll þess, að móðir Sylvíu, hafði tímakenslu í ensku, hjá nokkrum rússneskum fjölskyldum, og daginn sem slysið vildi til, ók hún — sem var vani hennar einu sinni og tvisvar í viku — til rússneskrar greifafrúar, sem lifði á sloti sínu, er lá tvær mílur frá bænum”. Hafið þér notað þessar upplýsingar, sem veitingakonan gaf yður?” “Já, það hefi eg gert, eg fór á bankann, og þegar eg var búinn að segja alla málavexti, sagði bankastjórinn mér það, sem hann vissi, en það var ekki mikið. Hann sagði, að fyrir þrem- ur árum hefði talsverð peningaupphæð verið lögð inn á bankann undir nafni frú Burnett, en hver peningana lagði inn vissi hann ekki, þeir komu frá Englandi, og voru í fimm punda seðl- um, undir bréfinu, sem fylgdi með peningunum, var aðeins einn upphafsstafur, en ekkert heim- ilisfang; seðlarnir voru gildir og undirskrift frú Burnetts fylgdi með, og viku seinna kom hún sjá&lf. Eftir það dró hún út af peningunum smá upphæðir af og til, og nú voru þeir hérumbil búnir, meira vissi hann ekki.” “Fanstu þessar rússnesku fjölskyldur?” “Eftir tilvísun madömu Richards heimsótti ég tvær rússneskar fjölskyldur; konurnar í báðum húsunum voru sérlega kurteisar, þær voru mjög hnuggnar yfir frú Burnetts sorglegu endalykt og voru viljugar að fræða mig það sem þær gátu en þær vissu lítið. Frú Burnett hafði auglýst í sveitablöðunum, að hún gæfi tíma í ensku, og kynni rússnesku að nokkru leyti, og svo var hún ráðin til að kenna börnunum í húsinu — þetta var alt og sumt. Allir sem sáu hana, voru hrifn- ir af fegurð hennar, og ástúðlegu framkomu, hún var virt og velmetin af öllum sem eitthvað um- gengust hana”. “Hvernig lærði hún rússnesku? Það er sjald- an að enskt kvenfólk lærir þá tungu”. “Það get eg ekki sagt yður, auglýsingarnar frá henni, sönnuðu það að hún kunni rússnesku og konurnar, sem eg talaði við, báru það sama, þær sögðu, að af útlendingi talaði hún málið afbragðs vel, en hvernig hún hafði lært það, eða hvers vegna, það vissu þær ekki. Það atvikað- ist svo undarlega, að eigandi bifreiðarinnar, sem drap hana var Rússi, eg heyrði hann tala rúss- nesku við ökumanninn”, bætti Giles við hugs- andi. “Svo þér kunnið það mál?” Herra Duncan leit hastarlega frá strikunum, sem hann var að draga á þerripappírinn. “Já, eg hefi lært það. Á þessum tímum er nauðsynlegt að kunna það mál, hvert sem mað- ur er á Indlandi, eða hvar sem helst. í herþjón- ustu minni hefur mér oft komið það vel að kunna rússnesku”. “Þér hættið nú herþjónustunni, úr því að þér erfðuð Sir Filip?” “Hætta herþjónustunni? Nei, það dettur mér ekki í hug”, svaraði Giles hlægjandi. “Eg er nú að eins tuttugu og sex ára, og mér þykir vænt um stöðu mína, — og eg hefi enga löngun til að setjast út á landi sem stóreigna- bóndi. Nei, eg gerði mér von um að giftast í sumar, og eyða frítíma mínum á Manderley Court, svo lengi, sem mögulegt er, og svo — fara aftur til Indlands með konuna mína”. Lögmaðurinn gat ekki stilt sig um að brosa að tilhlökkuninni, sem lá í orðum hermannsins. “Eg óska yður innilega til hamingju, og — er stúlkan sem þér ætlið að eiga, viljug að taka fósturdóttur yðar — ef það er einbeittur ásetn- ingur yðar, að taka Sylvíu Bumett til allrar um- sjónar?” Fagnaðarljómi kom í gráu augun hans Giles. “Eg er viss um, að mér er óhætt að segja já, við þessari spumingu”,. svaraði hann”, eg hefi ekki séð ungfrú Cardew síðan eg kom til Eng- lands, því síðastliðna viku hefur hún ekki verið í bænum. En eg efa ekki hvað hún muni segja, nei, eg efa ekki,” bætti hann við stoltur. “Hún tekur að sér móðurskylduna, við aum- ingja litlu Sylvíu mína, — sú bezta og viðkvæm- asta af öllum mæðrum.” VI. KAPÍTULI. í “Eg hugsa, Sir Giles, að þér hafið enga hug- mynd um peningagengi demantsins?” “Ekki hina allra minstu og af þeirri ástæðu hefi eg komið með hann til yðar, svo þér getið verðlagt hann”, svaraði Tredmann þurt, leit til gimsteina kaupmannsins og drap titlinga. Hann var þektur sem sérstaklega fær um að meta gildi dýrmætra skartgripa, fremur flestum öðrum. Herra Sharpland leit til Giles og brosti hug- hreystandi. Hann og Sir Giles höfðu átt mikið saman að sælda, hann hafði þekt fjölskylduna Tredmann frá þeim tíma að hann sem ungur maður, gerðist félagi föður hans, og þeir Giles og hann, báru mikla virðingu hver fyrir öðrum, þeir stóðu nú hver á móti öðrum í herbergi kaupmannsins bak við hina stóru búð. Herra Sharpland hélt á fílabeinsskríninu, sem hin unga móðir Sylvíu hafði afhent Giles. “Þér vitið vel, að Smaragðar eru meðal hinna verðmestu steina á markaðinum”, sagði litli maðurnn, og horfði skörpum rannsakandi aug- um í andlit hermannsins og Smaragðarnir í þess- um dýrgrip, eru eitt af því fínasta, sinnar teg- undar, sem eg hefi nokkurntíma séð, þeir eru framúrskarandi, og eg skal segja yður nokkuð, s°m eg mundi hika við að segja nokkrum öðrum, þeir eru ekki líkir steinum, sem hægt væri að búast við í eign ótiginna persóna.”

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.