Heimskringla - 19.11.1924, Qupperneq 2
2. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 19. NÓV., 1924.
^^^^❖❖❖^❖♦^❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖♦^❖❖❖❖♦^❖❖♦^❖❖❖♦^❖❖❖❖❖^♦❖❖❖^♦❖♦♦♦❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖^
t
T
X
f
f
f
f
f
f
f
f
f
♦♦♦
f
f
f
♦♦♦
♦;♦
f
f
f
f
♦;•■
❖❖♦^❖♦❖♦^❖♦❖❖❖^❖❖♦^❖❖❖♦^❖^❖❖❖❖❖❖❖❖^❖❖♦❖♦^❖❖❖❖❖❖♦^❖❖❖♦❖❖❖♦^❖♦^❖♦❖♦♦♦❖❖❖❖♦♦♦❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖^
jftk
t
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
♦;♦
f
f
f
f
ISLENZKAN LIFIR!
MEÐAN
Heimskringla
LIFIR
BESTA ISLENZKA BLAÐIÐ SEM ÚT ER GEFIÐ.
- GERIST KAUPENDUR STRAX!
IDBIIIIllllllHWIIlllllllIllllllilllllllllW
ffillllUWIIIIIIflllllllilllllllllllllllltllUIIIIIIIIIIIIIWIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIW
“ÍSLENDINGAR VILJUM VJER ALLIR VERA”!
Þeir, sem fá “HEIMSKRINGLU” inn á heimili sín, geta fylgst með
öllu því helsta sem gerist heima á ættjörðinni, og hafa óslitið samþand
við átthagana.
AUGLÝSIÐ I HEIMSKRINGLU ÞAÐ MARG BORGAR SIG.
---- BORGIÐ HEIMSKRINGLU SKlLViSLEGA ----
The Viking Press, Limited
853 & 855 SARGENT AYE.
WINNIPEG, MAN.
SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum,
Ritstjóri.
iinnnniiiiiiiiiniiniiiiiiiiiiiiTinirjiiiiiiiiBniimiiimiiiinin
JAKOB F. KRISTJÁNSSON,
Ráðsmaður.
t
f
f
f
f
f
f
f
♦;♦
f
f
♦!♦
^❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖♦❖❖❖❖❖❖♦❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖^^^^^^^^^^^^^^^^^
^❖❖♦❖❖❖❖❖❖❖❖❖♦❖❖❖❖❖♦❖❖❖❖♦❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖^■^^^^^^^^^^^^^^^^^^
f
f
f
f
❖
f
f
f
f
❖
f
f
♦:♦
Úr bréfi frá
Vesturströndinni.
Everett, Wash., 25. okt. ’24.
Kæri vinur!
ÞaS hefir oft komið í huga minn,
aS ég skyldi skrifa þér fáeinar Hn.
ur, það mætti þó ekki minna vera,
en þú sæir aS ég væri lifandi.
Raunar hefi ég haft nægan tíma
tíl að skrifa, því nú eru 14 mánuðir
síðan ég-meiddi mig, og hætti að
vinna, en nú er ég að verða nokkuð
góður.
Okkur IJður hér heldi<r vel, ,og
kunnum vel við okkur, þó þykir mér
það draga skugga fyrir ánægj una,
að í þessum bæ eru mjög fáir iand.
ar, og þeir fáu sem hér eru lifa svo
langt hver frá öðrum, að þeir sjást
sjaldan eða aldrei, og vita einu sinni
ekki hverjir af öðrum. Hvað hér
eru margir landa veit enginn, en ég
get trúað, að þeir væru einir 30—40
Það eru sérstaklega ein hjón hér,
sem við þekkjum og komum oft til,
þau eru búin að vera hér lengi, og
heita Mr. og Mrs. Magnús Thorar.
insson. Mrs. Thorarinsson er sér.
lega félagslynd, hún hefir tvisvar
safnað saman þeim löndum hér, sem
hún gat náð í, í annað sinn heim
tii sín, en í hitt skiftið nokkrar míl.
ur suður frá bænum, sem er raunar
umhverfi bæjarins.
Það er annars ekki gott að segja
með vissu hvar bærinn endar, ef ekki
er miðað við bæjarlínuna, þvi það
má heita, að ströndin sé öll einn bær
— bara misjafnlega þéttur.
Jæja, við komum nú saman þarna
i fögru skógarrjóðri, sungum og töl.
uð og lékum okkur, alt á íslenzku,
og þó að við værum ekki nema rúm
20 þar samankomin, þá var það
sannur gleðidagur.
Everett er ekki mjög stór bær, en
sérlega fallegur; margir ferðamenn
hafa sagt mér, að hann væri ein.
hver fallegasti bærinn í Washington.
ríkinu, um það get ég ekki borið, því
ég hefi fæst af þeim séð, því þeir
eru nokkuð margir ef allir smábæir
eru taldir, en það veit ég, að Everett
er sá fallegasti bær, sem ég hefi séð,
sérstaklega að sumarlagi, þegar mað.
ur keyrir eftir sumum strætunum, er
eins og maður keyri gegnum blóma.
garð. Það er slæmt að landar,
sem fara eftir ströndinni, skuli ald.
rei stansa hér, en það er vel skiljan.
leg ástæða til þess; hún er sú, að
hér eru eins og ég hefi áður sagt,
svo fáir landar, og þeir fáu, e)ru
ferðamönnum óþektir, hér er þó af-
armikill straumur af ferðafólki, því
brautir liggja héðan í flestar áttir,
og fólkstala bæjarins vex um.
vörpum. Það hefir verið
bygt hér mikið í ár, og er verið að
byggja mikið, bæði stórar og Iitlar
byggingar, sumar svo stórar, að það
tekur 1—2 ár að byggja þær. Pen.
ingar eru hér miklir. I Everett voru
borgaðir út meiri peningar í verka.
laun árið sem leið en í nokkrum öðr.
um bæ í Washington, það gera mest
mylnurnar, þær eru á milli 10—20,
og þar vinna þúsundir manna. Hér
eru (^inttig nokkra,r n;iðuj(suðuverk-
smiðjur. Margir menn frá Canada
eiru hér (þúsetrtir, <em komið hafa
hingað síðastliðin ár, og allir fengið
vinnu undir eins. Það er frekar
sóskt eftir þeim mönnum, því þeir
halda sig betur að verkinu en menn
hér yfirleitt, og vildi eg að hing.
að væru komnir nokkrir tugir eða
hundruð landar að austan, sem eins
og stendur hafa ekki frá miklu að
hverfa þar, ég held þeim mundi líða
vel hér. Eg hygg þeir mundu fljótt
fá vinnu, og þá mundi þeim líika
veðrið. Það er oftast sólskin og logn,
eða aðeins lítill vindblær. Rigning.
ar er varla hægt að telja, þær eru
helst til litlar, enda kemur það sér
betur, því fólk hér virðist ekki vera
gefið fyrir bleytu, ef dropi kemur úr
lofti, þá fara menn í regn eða olíu.
kápur, sumir setja upp sjóhatt en aðr
ir hafa regnhlífar, og svo talar fólk
um hvað óskapa rigning þetta sé, en
ég kalla það enga rigningu, ég er
úti í skúrunum, eins og hinir, og hefi
('aðeins tvisvar farið i regnkápu í
sumar og aldrei brúkað regnhlíf og
aldrei blotnað, ef fólk héðan væri
komið til Manitoba, þegar mest rign.
ir þar, þá mundi syngja í því.
Oft hefir mér fundist kalt á kvöld.
in, þó ekki sé frostið. Einu sinni s.
1. vetur snjóaði, en ekki var fönnin
dýpri en tæpur þumlungur, og fór
daginn eftir, ég heyrði sagt, að sum.
staðar hefðl fönnin verið ögn dýpri;
þá urðu margir hissa og mikið tal.
að þegar komin var fönn. í
Þegar landarnir fara hér um, þá
fara þeir með járnbraut, en hún er
lögð í einum ljótasta parti bæjarins,
sjá því ferðamenn ekkert, sem þeim
þykir þess virði, að líta á, og af því
þeir þekkja enga hér, fara þeir fram.
hjá.
Bærinn stendur á tanga, og tvö-
faldur eyjaklasi fyrir framan strönd
ina, sem dregur úr sjó og vindi, enda
sést hér aldrei bára við ströndina.
Það eru um 7,000 íbúðarhús fyrir
utan gistihús og “blokkir”, sem mik.
ið er af; milli 50—60 kirkjur; fjöldi
skóla; 4 eða 5 sjúkrahús, og mikill
fjöldi af verzlunarhúsum og búð.
um, stórar og smáar, engin þó eins
stór og Eaton’s.búðin í Winnipeg, og
ekki líkt því, en í nokkrum þeirra
vinna þó fjölda margir menn. ,
Bankar eru nokkrir, og stórir.
Mesti sandur af öðrum húsum, t. d.
eldiviðarhúsum og bifreiðarhúsum,
því sú ógnar mergð er hér af bifreið.
um; — ég legg ekki í að geta neitt
til um þann fjölda, ég veit bara, að
þau eru of mörg, það er varla hægt
að þverfóta sig á aðalstrætum fyrir
bifreiðum, enda verða daglega slys,
og mörg stór, auðvitað ekki öll í
bænum, heldur mörg hingað og
þangað kringum bæinn, því alstað-
ar er sami straumurinn, en allar
aðalbrautir eru asfaltaðar, og þar af
leiðandi keyrt nokkuð hratt, og ef
ekki væri lögreglan að sekta menn
daglega, þá mundu margir fleiri háls
brotna. Bifreiðarnar eru í ábyrgð, og
mennirnir líka margir hverjir, svo alt
fæst borgað.
GIN PILLS — og heilbrigð nýru-
Bakverkir, höfuðverkir, þvagláts
verkir og svefnleysi, eru mierki um
nýrnasjúkdóma. Takið Gin Pills,
50 ceníts 1 öllum lyfjabúðum |og
lyfsöluverzlunum.
A ational Drug & Chemical Company
of Canada, Lhnited.
Toronto----------Canada.
No. 79.
Eg er nú búinn að ræða töluvert
um bæinn og fleira, en það er Ula
framsett, margt er samt eftir, sem
tína mætti til, ef ég væri viljugri að
skrifa, en ég læt nú staðar nema.
Kristinn Goodman.
—----------x-----------