Heimskringla


Heimskringla - 26.11.1924, Qupperneq 4

Heimskringla - 26.11.1924, Qupperneq 4
'4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. NÖV., 1924. Heimakrin^la (Stofnuft 1880) Kemor flt II hverjum mlflvlkudearL EIGBNDURi VIKING PRESS, LTD. 853 os 855 SARGENT AVE., WINNIPEG, TulHlml: N-6537 Ver’ð bla'ðsins er $3.00 árgangurinn borg- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGEÚS HALLDÓRS írá Höfnum Rltstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. I tnnAskrift tll blnbsln.s: THE3 VIIÍING PRESS, Ltd., Box 3105 UtanftMkrlft til rltMtjöranw: EDITOR HEIMSKRINGLA, Box 3105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla ls poblished by The Vlklng Press Ut|). and printed by CITY PRINTING & PUBUISHING CO. 853-855 Sargent Ave., Wlnnlpeg, Man. Telephone: N 6587 > .. —■ WINNIPEG, MAN., 26. NÓV. 1924. “Hárin rísa næstum”! En hvar? HVar, nema á höfðinu á ritstjóra “Lögbergs”? Og af hverju? Af því að “Heimskringla” hafi verið “að sverta” England, “í augum alheims og þess eigin borgara um skör fram.” — Ja, þó það væri nú að þau “risu næstum”! Einkennilegt, og mesta guðs mildi, að þau skyldu ekki rísa hreint og beint alveg. Skelfingarhrollurinn, sem svo kald- ranalega hefir gustað um skrifstofur “Lögbergs”, að hann hefir “næstum” or- sakað þessi ósköp, á rót sína að rekja til ritstjórnargreinar í “Heimskifinglu” 12. nóv. síðastliðinn, þar sem ófriður er tal- inn ósæmandi siðuðum mönnum, og kirkjudeild ein hér í Vesturheimi ásökuð um að hafa sýnt yfirdrepsskap í þings- yfirlýsingu, sem í orði kveðnu hvetur til friðar, en sem í raun og veru hlýtur að vera ófrið fylgjandi, af því að vitanlegt er, að engin þjóð þykist nokkumtíma leggja til ófriðar nema það sé heilög skylda hennar og lífsspursmál. Ritstjóri “Lögbergs” virðist helzt sam þykkur fyrsta atriðinu, nefndu hér að framan, sem sé því, að stríð séu ekki sæmandi siðuðum mönnum. Hann kemst jafnvel svo karlmannlega að orði um það, að sér detti ekki í hug að mæla stríðum bót, “því þegar bezt lætur, eru þau ömur- leg”*). Þar var nú líka lýsingarorðið, sem hitti naglann á höfuðið! Það er sannast að segja ekki furða þó að oss hinum, sem emm ekki eins vopndjarfir og vígfimir og rit^tjóri “Lögbergs“, finnist þau vera hryllileg, þegar honum finst þau vera “ömurleg”. — Þarna er þá öllu óhætt. En nú fer ná- kaldur norðansvali að næða um hársræt- ur “Lögbergs”-ritstjórans, því nú rekur hann augun í þessa ásökun um hræsni í garð “United Presbyterians”, fyrir þings- ályktanina. Og honum er ómögulegt að sjá, að nokkur fótur sé fyrir þeirri á- sökun. Vér skiljum það, að svo muni hann gerður vera. En það eru tæplega |margir aðrir lesendur “Heimskringlu”, sem ekki hafa séð réttmæti þeirrar á- sökunar. En til þess að reyna að skýra fyrir ritstjóra “Lögbergs” hver sé mis- munurinn á óeinlægri og einlægri yfir- lýsingu, þá skulum vér prenta hér aftur þessa þingsályktun frá “United Presbyt- erians”, sem vér teljum fulla af yfirdreps- skap, og auk þess þingsályktun um sama efni frá einni deild methodista — bisk- upakirkjunnar—sem vér teljum auðsjáan- lega setta fram af hispurslausum og einbeittum friðarvilja. Þingsályktun “United Presbyterins”: “Um leið og vér afneitum allri sam- hygð með öllum þeim athöfnum friðar- vina, sem miða að því að rýra hollust- una, eða kasta skugga á glæsta þjóðem- istilfinningu og föðurlandsást; viljum vér samt sem áður, sem kirkja, lýsa yfir and- stöðu vorri til ófriðar, og neita að leggja hlessun vora yfir nokkum ófrið, þóla hann eða efla á nokkum hátt, NEMA til hans sé lagt í réttlátri sjálfsvörn, eða brýna nauðsyn beri til þess að, að leysa úr viðjum undirokaða menn eða þjóðir.” Þingsályktun methodistanna: “Miljónir bræðra voria hafa dáið hetjudauða í “ófriðnum til þess að ljúka ófriðnum”. Það sem þeir hófu, verður að ljúka við með aðferðum friðarins. Ó- friður er ekki óhjákvæmilegur. Hann er erkióvinur mannanna. Gagnsemdar- *) Leturbreyting vor. ' leysi hans verður ekki í vafa dregið. Á- framhald hans, er sjálfsmorð menningar- innar. Vér erum fastráðnir í því, að gera ófrið og ófriðarráðstafanir útlaga. Stjórnir, sem ekkert hirða um samvizku manna á friðartímum, geta ekki með neinum rétti heimtað líf manna á ófriðar- tímum. Leynibrugg dg flokksfyl^i má ekki draga menn inn í það öngþveiti, að þurfa að gera upp á milli stuðnings við land sitt, og drottinhollustu við Krist. Vér viljum hefja harða baráttu til þess að koma mönnum í skilning um orsakir og áfleið- ingar ófriðar. Vér verðum að hætta að gera styrjaldir dýrlegar. “Vér setjum oss það að markmiði, að skapa skilyrðin fyrir friði. Eigingjörn þjóðernisstefna, f járhagsleg stórveldis- stefna og herstefna verður að hætta. Vér krefjumst þess, að sú meginregla verði viðurkend, að útboð á auði og vinnu verði að haldast í hendur við hvert framtíðar útboð á mannslífinu. Sama vansæmdin vérður að bíða mannsins er auðgast í ó- friði, og skrópamannanna (slackers). Of oft hefir það komið fyrir, að friði þjóða á milli hefir staðið hætta af þeim vörn- um, er sérréttindum einstakra manna, er átt hafa fé erlendis, hefir verið veitt. Sú uppspretta hættunnar verður að vera þurkuð upp. Réttur minstu þjóðar verð- ur að vera eins í helgi hafður og þeirrar sterkustu. Vér skorum á alla menn, að veita stuðning í opinberar stöður þeim mönnum, er loforð gefa í þessar áttir. Kjörrétturinn, og aðrar aðferðir lýð- stjórnarinnar, verða að takast í þjónustu þess starfa, að byggja upp styrjaldar- lausan heim.” — Það er skýlaus munur á þessum tveim yfirlýsingum. Hin fyrri þykist ekki vilja leggja til ófriðar, nema og ef viss skil- yrði séu fyrir hendi, t. d. að “verja hend- ur sínar”, eða “frelsi undirokaðar þjóðir”, o. s. frv. En einmitt þessi skilyrði eru altaf fyrir hendi, að öllum þjóðum finst undantgkningarlaust, hvenær sem lagt er í ófrið. Eða getur ritstjóri “Lögbergs” bent oss á nokkra þjóð, sem nú á síðari tímum leggur til ófriðar án þess að hún þykist annaðhvort vera að frelsa undir- okaða þjóð, eða þá að verja hendur sín- ar? Nei, hann getur það ekki, því það er engum fært, en einmitt líka vegna þess, er þessi skilyrðisbundna yfirlýsing “United Prestbyterian” algjörlega eins- kisvirði, eins og tekið var fram í fyrri greininni, og er einkennilegt að þurfa að vera að endurtaka jafn augljósan sann- leika fyrir læsum mönnum. — Yfirlýsing biskupakirkjunnar er þar á móti blátt áfram og skilyrðislaus. Þeir telja allan ófrið ósæmilegan, og algjör- lega þarflausan; sem líka er vitanlegt. Þar er ekkert nema, eða ef, Sá, sem ekki fær séð mun á einlægn- inni, sem felst á bak við þessar tvær yfir- lýsingar, sá maður er ekki kominn langt fram fyrir stafrófskverið. Þá tók “Heimskringla” fram þann auðvitaða og alment viðurkenda sann- leika, að öll stríð væru hafin til fjár eða landa, eða hvorutveggja, hvað sem þjóð- irnar vildu skíra þá hræsniskápu og þann rauða serk, (sbr. Richelieu kardínála) er þær breiddu yfir þær misgjörðir sínar. Til dæmis voru tekin tvö atriði úr sögu Englendinga, sem bæði eru alkunnug mönnum hér. Ástæðan til þess, að taka dæmin úr ensku sögunni, var bæði þetta, að þau voru svo vel kunn, en sérstaklega hitt, að Englendingar eru ekki einungis voldugasta nýlenduþjóð heimsins, heldur og sú þjóðin, sem skárst hefir farið með þær þjóðir, sem þeir hafa rekið undir sig. Einmitt við það fær dæmið eitthvert gildi, að taka þá þjóðina, sem bezt hefir farist við nýlendur sínar, (þó þeir hafi engu síður en aðrar þjóðir, nema kannske bet- ur sé, blekt sjálfa sig á ástæðunum fyrir hernáminu) en ekki þær sem fram hafa gengið af mestu djöfulæði, eins og t. d. Þjóðverjar beittu í Austur-Afríku, meðan Dr. Peeters var þar fyrir, eða við Herrer- oana, að ekki sé nú nefnt það sem yfir tekur, hryðjuverk Belgíumanna í Kongó, á dögum Leópalds annars. En þegar á Eng- land er minst, þá er nú komið að hjart- | anu í rjúpunni Enginn valur í íslenzkum þjóðsögum er klaksárari yfir systurmorð ' inu, en ritstjóri “Lögbergs” yfir þessum j dagsönnu ummælum “Heimskringlu”, um afskifti Englendinga af Canada-Indíánun- um og Búunum í Suður-Afríku. Verður rökfræði hans alveg furðuleg, er hann ber fram vörn sína. Þar segir meðal annars: “Saga þessa lands gefur ekki á neinn hátt til kynna, að Englendingar, sem þjóð, hafi misboðið Indíánum í Canada, j eða farið illa með þá, og er því sú stað- hæfing blaðsins óverðskulduð og villandi. Vér segjum ekki, að Indíánarnir hafi ekki verið beittir órétti, að því er til verzl- unarviðskifta kemur, af einstökum mönn- um og félögum, en fyrir það er ekki neitt vit í að dæma heila þjóð.” Vér erum smeikir um, að jafnvel beztu vinir ritstjóra “Lögbergs”, þurfi að taka alveg sérstaklega á velvildinni til þess að fylgja honum að þessari röksemda- færslu. Englendingar, sem þjóð, hafa hreint ekki misboðið Indíánunum. ónei. Að vísu voru þeir beittir órétti í verzlun- arviðskiftum, en það var einungis af Englendingum, sem einstökum mönnum, eða þá í mynd og líkingu auðfélaga, (því vonandi meinar þó ekki ritstjórinn að það séu íslendingar eða Doukhoborar, sem hafi féflett Indíánana). Vitanlega gat enska stjórnin ekkert gert, annað en lofa þessum “einstaklingum” og “félögum” að flá Indíánanna lifandi, eftir að hún var náðarsamlegast búin að taka af þeim landið! Sei, sei nei! Og riáttúrlega get- ur ritstjóri “Lögbergs” ekki hugsað sér, að Indíánarnir hér í Canada gætu búið við betri lífsskilyrði en þeir gera nú? Það vill svo til að sá sem þetta ritar, hefir dvalið fáein ár í þeirri nýlendu Eng- lendinga, sem áreiðanlega er langbezt stjórnað að öllu leyti, og hefir líklega alt- af verið. Og menn mega trúa því örugg- lega, að munurinn á kjörum og framþróun innlendra manna þar og Indíánanna hér, er eins og á degi og nóttu. Nei, leifar Ind- íánanna hér í Canada eru enginn vegleg- ur minnisvarði í sögu Englendinga. Þá er sagt svo frá viðureigninni milli franska og enska nýlendufólksins hér vestra, að “hugmyndin hjá hvoru þjóðar- brotinu út af fyrir sig, var að vinna sig- ur á hinu fyrir heimaþjóðina, en ekki neinar landavinningar, . . . . ” Einmitt það? En hvað vildu þá heimaþjóðirn • ar? Ja, hver veit? Jú, ritstjórinn veit það, að Englendingar voru að vernda ný- lendubygðirnar, en ekki svo sem að á- sælast Canada, sem þá þótti einskis virði. Því í dauðanum voru þeir þá að taka það af Frökkum? Af eintómri manngæzku náttúrlega, sömu manngæzkunni og mundi hafa knúð Frakka til að taka af Englendingum nýlenduna, hefðu þeir getað. — Hér hefir ritstjóra “Lögbergs” áreið- anlega tekist að skýra söguna á nýjan og langtum dásamlegri hátt en áður. Um orsakir BúastríÖsins héldum vér satt að segja að skoðanir væru ekki mjög skiftar lengur, svo langt er nú síðan lið- ið, að það er skráð á sögunnar spjöld. — Vér héldum að allir, sem við sögulestur fást, vissu að orsökin var landgræðgi Englendinga, og að það var hinn stór- feldi landgræðgis-hugsjónamaður Cecil Rhodes, sem var frumkvöðull þess. Kjör- orð hans var: “Afríka brezk frá Kap til Kairo”. Og það var hann, sem var frum- kvöðull að Jameson frumhlaupinu ill- ræmda 1895, þó hann að nafninu væri sýknaður af því að bera ábyrgð á því, en úr kolunum frá því frumhlaupi sprungu neistarnir, sem tendruðu bálið mikla 4 ár- um seinna. Um tildrögin fer Frank R. Cane, sem á Englandi er álitinn fróðast- ur maður um Suður-Afríku og óvilhall- astur þessum orðum: “í sem stystu máli er það að segja, að fjölmennur hópur útlendinga (alien- population) sem dregist hafði til Trans- vaal af hinum feiknalegu auðæfum gull- námanna við Johannesburg, þóttist hafa ástæðu til þess að gera uppreisn gegn Transvaal stjórninni, og ákvað undir árslok 1895, að grípa til vopna til þess að bæta afstöðu sína. Mr. Rhodes, sem var auðugur námaeigandi var að nafninu til einn af námamönnum. Þessvegna átti hann að styðja þessa hreyfingu. En sem forsætisráðherra í brezkri nýlendu, var það auðsjáanlega óhæf aðstaða fyrir hann að vera í vitorði um leynibrugg til þess að steypa stjórn nábúaríkisins af stóli með vopnum.” Rhodes var að vísu sýknaður af því, að bera nokkra ábyrgð á frumhlaupi Jameson’s, af Kap-þinginu og neðri mál- stofunni brezku “en báðar nefndir feldu þann dóm, að hann hefði brotið á móti skyldu sinni, sem forsætisráðherra í Kap, og sein yfirmaður Brezka Suður-Afríku félagsins.” Það er leiðinlegt að sjá blað, sem þyk- ist vilja skýra málið fyrir lesendum sín- um, vaða í öðrum eins reyk um það mál- efni, og prenta vitleysurnar jafn örlátlega í dálkum sínum. Tiltölulega meinlausar eru aðrar eins kórvillur og það, að kalla Transvaal þingið Volksraads-þing, þar sem Burgers hélt skammaræðu þá, er “Lögberg” prentar eftir honum árið 1877, 22 árum áð- ur en stríðið hófst.*) Að tala um Volkraads-þing, er sama og að tala um parlamentsþing, eða alþingisþing íslendfingaC. Eða þá að segja, að 21000 brezkir borgarar í Uitland hafi sent bænaskrá til Victoríu drotningar. Það er ekkert hérað til í Suður-Afríku allri, hvað þá heldur Transvaal, sem heitir Uitland. Búarnir kölluðu enska og útlenda námumenn í Johannesburg og annarsstað- ar Uitlanders, sem þýðir út- lendingar. Þetta eru að vísu lítt fyrir- gefanlegar kórvillur og bera ekki vott um mikinn fróðleik um málefnið. En þær eru þó lítilvægar hjá því, að segja les- endum sínum, að Englendingar hafi aðeins verið að hindra Bú- ana í því að “níðast á brezkum borgurum, sem innan lýðveld- Jsins voru og láta ýfirgangs- seggi reka þá frá eignum sín- um og óðulum, og í tilbót að látast kúgast af ófyrirlitnum ó- eirðarseggjum eins og þeir, sem mest máttu sín á meðal Bú- anna á þeim dögum óneitan- lega voru.” Það þarf að beygja sig býsna djúpt fyrir öllu því, sem verst var í fari brezku stjórnmálanna fyrir og um aldamótin, svo sem aðferðum og stjórnmálum þeirra Chamberlains og Rhod- es, og líta með nokkuð djúpri fyrirlitningu á þá menn, sem beztir og göfugast|r voru í brezkum stjórnmálum á sama tíma, eins og t. d. Gladstone og W. T. Stead**), til þess að geta látið sér annan eins dóm um munn fara. En lakara fer þó á eftir. Þegar vér tókum við ritstjórn þessa blaðs, gat ritstjóri “Lög- bergs” þess meðal annars, að vonandi væri að þessi efnilegi (o. s. frv.) maður léti ekki nota sig til þess að ó- frægja eða skamma lúterska- söfnuðinn eða. “Lögberg”, með- al annars. Allir vita, sem rit- stjóradálka “Heimskringlu” hafa lesið, að undir núverandi ritstjórn, hefir þar aldrei að fyrrabragði verið stigið á það strá, er ófrið mætti vekja, jafn- vel ekki við “Lögberg” En þessi síðasta ritstjórnargrein “Lögbergs er önnur tilraun það \an til þess að stimpla oss á þann hátt, að hugur vor standi til svívirðingar við þetta land, og England. Að vér séum eig- inlega landráðamaður. Oss fer nú kannske senn að leiðast sú suða, en fyrst um sinn látum vér oss nægja að segja, að ef ritstjóri “Lögbergs“ les nokk- ur ensk blöð eða tímaifit, ,|]iá sér hann vjkulega ög jafnvel daglega í þeim ritstjórnargrein- ar, sem eru ólíkt harðorðari, bermálli og djarfmæltari í garð Englendinga en nokkuð það, sem síðastliðið ár hefir í “Heimskringlu” birst, og það getur hann jafnvel séð í bæði íhalds- og liberal blöðum. Þetta er af því, að á Englandi er mál- og prentfrelsi ekki í orði heldur og á borði. Og þar er sá álitinn vinur, er til vamms segir, engu síður, nema betur sé, en sá, er ekkert heyrist í nema “dýrðin, dýrðin”. En það gerir líklega ekkert til þó blöð, *) Annars fer Cane svofeldum ortS- um um Burgers: “f Transvaal kom á eftir Pretoríusi T. P. Burgers, matSur gjörsamlega ó- hæfur til þess atS stjórna mönnum er áttu sifeldum árásum frá negrunum atS verjast og voru því nær fjárþrota.” **) Hinn mikli foringi enslcra “lib- erala”, Gladstone, komst svo ats ortsi um þessa landgrætSgi Breta, þá er fyrir alvöru fór atS bera á henni gegn Transvaal: “Þó þessi fengur væri jafn vertSmikill og hann er vertSlítill, (þetta er át5ur en alkunnugt var ortS- itS um demanta- og gullnámurnar) þá myndi eg samt hafna honum, af því atS hann væri fenginn met5 rátSum, sem setja smánarblett á skapgertS þjótSar vorrar”. X annari rætSu um sama efni sagtSi hann atS Bretar heft5u “í brjálætSiskasti komitS sér í þatS ein- kennilega öngþveiti, sem frjálsir þegnar í konungsríki, ats beita kúgun Vits frjálsa þegna i lýtSveldi.” 3287 THEPBV pr-DODD’S 'm Ikidney k PILLS Æ ^Lkidne^ “Ight’s disÍ ífc^'ABETES B DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrname'ðaliÓ. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pilis kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf- sölum, eða frá , The Dodd’s Medicina Co., Ltd., Toronto, Ontario. sem prentuð eru á ensku helli úr sér yfir stjórnina. Það eru líklega kannske einungis ís- lenzku blöðin, sem eiga að veUa lofsönginn. — eða mun “Lög- berg” ekki heimta Mr. Bourassa Montreal ritstjórann, hjólbrot- inn og síðan afhöfðaðann fyrir þá fífldirfsku, að voga sér að láta það opinberlega í ljós, hér í sama bæ og “Lögberg” er rit- að, að Canada ætti helzt að skilja við England. Það má annars mikið vera, ef hárin fjúka ekki af höfðinu á ritstjóra Lögbergs við að heyra þessi ó- sköp. En kannske það sé ekkert að óttast, af því að Mr. Bourassa ekki talar eða ritar á íslenzku. Að alt sé fulkomið, ef það ein- ungis er brezkt. Á það gæti bent þes^i klausa, er ritstjórij “Lögbergs” fær sig til þess að klykkja út með grein sína — klýjulaust, að því er séð verð- ur: “ — og oss finst að blað, sem gefið er út innan brezka ríkisins ætti fremur að sjá sóma sinn í að halda uppi heiðri þess — minsta kosti að láta það njóta sannmælis — heldur en að sverta það í augum al- heims, og þess eigin borgara um skör fram.” — “Um skör fram”, já; það virðist eftir því mega sverta það dálítið, ef það ekki er gert um skör fram! — En, gamanlaust: flatara höfum vér aldrei séð fallið fram í auð- mýkt. Og í einskis þökk. Því það erum vér sannfærðir um, að ekki er til svo harðsoðinn í- haldsmaður á Englandi, af þeim mönnum er nokkuð mega sín f þjóðmálum, að hann hefði vilj- að láta þessi orð fara frá sér á friðartímum. ■ Og vér samgleðjustum As- quith, hinum mæta fallna for- ingja liberalanna á Englandi, sem vér vitum að ritstjóri “Lög- bergs” hefir svo miklar mætur á. Af hverju vér samgleðjumst honum? Af því, að “Lögberg”, —sem er “liberalt blað”—skuli ekki vera skrifað á enska tungu og gefið út á Englandi. Því dökknað hefði hans heiðar- lega andlit af blygðunarroða, hefði “Lögberg” verið enskt liberalt blað, og hann þar hefði rekist á þessa undursamlegu setningu, þetta spámannlega heilræði, sem ritstjóri “Lög- bergs” ætti að láta greypa f gulli, sem einskonar mene tekel, á vegginn fyrir ofan skrifborð sitt, til þess að geta fallið fram á ásjónu sína og til- beðið þetta boðorð, sem honum mun finnast æðsta boðorðið í brezka ríkinu. " - —. .......J Gullfoss Cafe (fyr Itooney’a Luneh) 629 Sargent Ave. Kreinlæti og smekkvfei ræðulr í matiartilbúningi vorum. Lítið hér lnn og fáið yður að horða. Höfum einnig altaf á boðstól- um: kaffi og allskonar bakninga; tóbak, vindla. svaladrykki og skyr.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.