Heimskringla - 10.12.1924, Page 6
6. BLAÐfíÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 10. DES., 1924.
“Litla stúlkan hans”
SAGA EFTIR L. G. MOBERLY.
Sigmundur M. Long þýddi.
verið út á landi hjá vinum þeirra beggja, maður-
inn, sem hann var hjá, herra Dúnn, sem var
reyndur og hafði ráðlagt hinum unga lækni að
koma sér í vináttu við frú Cardem og hina fal-
legu dóttur hennar.
“Cardew' þekti flest fólk, sem nokkurs var
um vert”, sagði herra Dunn ákveðinn.
“I húsi þeirra sjáið þér marga herra og frúr
sem getur komið yður vel, og kærasti ung-
frú Cardews Sir Giles Tredmann, er maður sem
vert er um að tala, og hafa kunningskap við. Ef
hann heldur áfram, eins og hann hefur byrj-
að, verður hann með tímanum mikilhæfur mað-
ur, og fé hans liggur aðeins fáar mílur frá
Stockley”.
Berners hafði hagnýtt sér þetta góða ráð,
og þessi heimsókn hans til frú Cardew’s, sann-
færði hann um þáð, sem herra Dunn hafði sagi
honum. Frúr og herrar, sem fyltu veizlusalinn
hjá frú Cardew, voru þessháttar fólk, sem manni
í hans stöðu gat verið mikils virði að þekkja.
sérstaklega var það ein af hinu viðstadda kven-
fólki, sem vakti athygli hans. Á leiðinni til mið-
dagsverðar í Klúbb sínum, hafði hann stöðugt
andlitsmynd hennar fyrir hugskotssjónum. í sínu
daglega annríki hafðj Dr. Berners fram að
þessu, lítinn tíma haft afgangs til að hugsa um
stúlkur, hann hafði unnið kappsamlega, og ekki
eytt tímanum né hugsunum sínum til annars,
en það sem við kom embætti hans. Hann hafði
að mestu lifað einn síns liðs, og haldið sér frá
glaumi og gjálífi, svo hann, ef til þess kæmi að
hann bæði sér konuefnis, gæti gefið henni alt
það bezta, og fullkomnasta, sem honum var með
skapað. En fram að þessu hafði hann ekki séð-
;konuefnið, innan síns sjóndeildarhrings, og í
þau 28 ár, sem hann hafði lifað, hafði hann
engri kvenpersónu mætt, sem hafði komið hjarta
hans til að slá óðar en vanalega, en á þessum
degi var það áreiðanlegt, að kvenmaður hafði
hrifið hann óvanalega, og þar sem hann var nú
á hraðri göngu eftir götunni, brosti hann með
sjálfum sér, og reyndi til að rifja upp hvern smá-
drátt í þessu andliti, sem hafði hrifið hann svo
mikið.
“Eg vil gjarnan gjöra yður kunnugann ung-
frú Rósu Miller”, hafði frú Cardew sagt, um leið
og hún sýndi honum unga stúlku, háa vexti, sem
stóð lítið eitt afsíðis nærri vængjahurðinni að
skrifstofunni.
“Hún er kominn til Englands, til að vera hjá
frænda sínum, sem er vinur okkar, og eg vildi
bara óska mér — ”, og um leið brosti frú Card-
ew vingjarnlega til stúlkunnar, — “að eg gæti
talað hennar mál, eins óaðfinnanlega, eins og
hún talar okkar.”
“Ungfrú Millers móðurmál er líklega þýzka?”
spurði Berners, og hneigði sig um leið fyrir
stúlkunni, og með velþóknan til hinna djúpu
hláu augna henanr og hinu aðlaðandi brosi á
vörum hennar.
“Já, það er þýska” svaraði hún með lágum
en hljómfögrum róm. En að vísu er ég þeirrar
skoðunar,’ að eg tilheyri ekki frekar einni þjóð
en annari, ég tilheyri þeim öllum jafnt”.
Hún talaði ensku afbragðsvel, með ómerkj-
anlegum útlendum framburði, sem ekki var til
neinna lýta. Berners tók líka eftir því, að hún
hló lágt og viðkunnanlega, þó hún í raun og
veru væri enginn afbragðs fegurð, og í því efni
þyldi ekki að vera borin saman við ungfrú
Cardews, var þó yfir þessari ókunnugu stúlku,
eitthvað svo inntakandi, sem hafði óvanalega
mikil áhrif á Berners. Henni var létt um mál,
hún var ófeimin, en þó ekki um of framhleyp-
inn, og djúpu bláu augun hennar, mættu hans
með kvenlegu tilgerðarlausu frjálslyndi, án allr-
ar tálgirni eða látalátum, hún var ræðin og
staðföst, Bemers komst að því, að hún hafði
dvalið meira og minna í flestum höfuðborgun?
Norðurálfunnar, að hún var foreldralaus, og
nærskildasti ættingi var þessi frændi hennar, sem
nú var í London, sem sendiherra, og því var hún
nú í höfuðstað Englands.
“Það er ekki svo að skilja, að eg og frændi
irtinn búum saman”," bætti hún yið brosandf.
“Hann hefur jafnan lifað sem piparsveinn, og að
hafa mig, væri honum aðeins byrðarauki, þess-
vegna lifi ég á gistihúsi, með samferðakonu
minni, sem ekki er hér í dag, sama er með frænda
minn, — þessvegna kom eg alein til frú Card-
ew, sem er vinkona hans. Sjáið þér til — ” Hún
rendi bláu augunum með töfrandi, ljómandi
glans, inn í hans — ” eg hefi oft óskað, að eg
hefði verið fædd í Englandi, enska kvenfólkið
er hið frjálsasta, mest aðlaðandi, og í heildinni
til farsælasta kvenfólk sem eg þekki”.
Þessi orð duttu Berners í hug, og þegar hann
fór gegnum girðinguna um Green Park, sá
græna l'ntinn á grasinu og trjánum, sem iríki
sumarsins hafði enn ekki náð til, brosti hann við
þá hugsun, að unga stúlkan, sem hann nýlega
hafði yfirgefið, ætti mjög svo mikið af frísk-
leik og ósnortinni fegurð, sem á svo skylt við
fyrstu voreinkennin, hann einsetti sér að kom-
ast í sem mest vinfengi við Cardews, hann ósk-
aði að frændi ungfrú Millers hefði verið meðal
gestanna þennann dag, svo hann hefði haft tæki
færi til að kynnast honum, og með því greitt
sér götu til að sjá frænku hans aftur. Hann
bar Rósu saman við ajt ,yngra kvennfólkið i
Stockley, en sá samanburður, varð enginn ávinn
ingur fyrir þetta unga virðingarverða kvenfólk
á þeim stöðum. Meðan hann borðaði miðdags-
verð með einum af vinum sínum, urðu hugs-
anir hans að víkja frá þessu efni, því þeir voru
að tala um uppgötvan, sem nýkomin var á
gang í læknisfræðinni, og svo talfærðist um
veru þeirra á spítalanum. En eftir miðdaginn
dvaldi hann ekki lengi á Klúbbnum, klukkan sló
9, þegar hann gekk í gegnum St. James garð-
inn, á leið til fljótsins, hann var í góðu standi
fyrir skemtigöngu og að ganga hratt og langt,
honum kom til hugar, að ganga alla leið til Stock
ley, en hann kaus heldur að ganga til einnar
brautarstöðvar í suðurhluta borgarinnar, og
fara með brautinni þaðan, í stað þess að fara
frá einni endastöðinni. Kvöldið var loftþungt
og heitt, og hin þungu og þykku ský, sem dróg-
ust saman í norðurátt, virtust boða þrumuveð-
ur. Enn sáust þó engin merki um regn. Bern-
ers gekk afarhart, en hægði á sér, eftir því, sem
molluhitinn varð meiri, og þegar hann var kom-
inn þangað sem minni umferð var. Suðurmegin
við ána tók hann af sér hattinn til að láta vind-
goluna kæla á sér höfuðið, hann hafði gengið
stundarkorn, án þess að líta í kring um sig, en
hafði þó eins og í leiðslu farið rétta leið. Allar
hans hugsanir snerust um tímann, sem hann
.var hjá frú Cardew’s. En alt í einu vaknaði
hann eins og af hálfsvefni, er hann gáði að
því, að hann var kominn í þröngt og skugga-
legt ’hverfi, sem hann kannaðist ekki við, og
hlaut því að vera viltur, hann sá mörg lítil ó-
þrifaleg hús, sem báru þes saugljós merki, að
þau væru í einu örbirgðarhverfi borgarinnar, og
andlit mannanna sem urðu á leið hans, þénuðu
ekki til að gefa honum hugmynd um þetta svæði,
og þá sem höfðust þar við. Hann stansaði
mann nokkurn, skuggalegann yfirlits og sem
gaf honum hornauga, og spurði hann til vegar
hógværlega.
Maðurinn leit upp á hann ófrjálslega, en svar-
aði þó hiklaust:
Beygðu til vinstri handar niður Graham stræti
síðan til hægri handar, og þá komist þér á rétta
götu.”
Kvöldið var enn dimmra, þykku skýin frá
norðri, dreyfðust yfir allan himininn. Berners
beygði til vinstri handar eftir fyrirsögn manns-
ins, og nú komu nokkrir þungir regndropar á
höfuðið á honum, hann setti upp hattinn, um leið
óskaði hann fyrst og fremst, að hann hefði ekki
verið sá einfeldningur að ganga þenna óra veg,
og í öðru lag, að hann hefði betur gætt skyn-
semi sinnar, og ekki gengið, eins og í leiðslu,
þar til hann viltist inn í þetta óþekta hverfi, og
þegar hann sá hversu þröng og sóðaleg gat-
an var, sem hann fór eftir, herti hann gang-
inn, eins og ósjálfrátt.
Húsin meðfram götunni voru eins og dauð-
ra manna grafir, þar heyrðist hvorki stuna né
hósti. Gangstéttirnar voru sem næst ófærar,
jafnvel hávaðinn frá hinni stóru borg heyrðist ó-
gjörla, vegna hinna háu bygginga, sem bar við
himininn, og þó Bemers væri hraustbygöur
og langt frá því að vera taugaveiklaður, þá fór
um hann hrollur í þessu helmyrkri og dauða-
kyrð, hann gekk enn hraðara, og honum fannst
sem njósnandi augu stara á hann frá þessum
þögulu húsum, hann var farinn að hugsa um,
hvort hann mundi ekki þegar vera kominn út
úr þessu skuggahverfi, þá heyrði hann vagn-
skrölt, sem rauf kyrðina, og sér til mikillar undr-
unar, sá hann lítinn, en ljómandi vel útlítandi
smávagn, keyrði fram hjá sér og mjög nærri,
og stansa úti fyrir einu af þessum skuggalegu
ljótu húsum til vinstri handar. Honum var það
gátuefni, að vagn af þessari tegund væri þarna
á ferð, og þó miklu fremur það, að hann skyldi
stansa við eitt af þessum ljótu húsum, hann
stansaði ósjálfrátt til að sjá hverjir kæmu út úr
vagninum. Þar sem vagninn hafði stansað
lagði birtu frá lampa, og doktorinn sá við þessa
daufu birtu« að maður hár vexti steig út úr
vagninum, og réttá svo hendina til að hjálpa
annari persónu út. Hann sá ekki andlit manns-
ins, því hann hafði hvítann klút um hálsinn,
sem huldi munninn og hökuna, og mjúkum
hatti, sem hann hafði var þrýst ofan fyrir augu,
svo andlitið mátti heita hulið, þegar hin per-
sónan kom út úr vagninum, sá Berners, að það
var kvenmaður, auðsjáanlega létt í hreyfingum,
var í síðri kápu, en að líkindum í sámkvæmis-
búnaði innan undir, með svarta slæðu, sem
huldi hárið og andlitið. En á einu augnabliki,
sem hún stóð við hliðina á manninum kom vind-
kast sem sveiflaði svörtu slæðunni svo, að við
skímuna frá lampanum, sá hann andlit hennar,
á því augnabliki sá Hugh Berners greinilega öll
hennar andlitsdrög. Honum varð svo hverft við,
að hann rak upp lágt óp, og sté óafvitandi tvö
eða þrjú fet fram, það var óhugsandi, að hann
þekti ekki þetta fallega nef og höku, þenna fína
hörundslit og hárið, mjúkt og gljáandi, og þessi
djúpu glansandi augu. Þetta var sama stúlkan
og hann hafði verið að hugsa um, sama stúlkan,
og hann fyrir fáum tímum hafði talað við í dag-
stofunni hjá frú Cardew’s, og sem hann varð svo
ósegjanlega inntekinn í, en hvað gat það verið,
sem olli því, að önnur eins stúlka og hún var,
skyldi vera komin til þessa úthverfis, eins og
líka það var ljótt og fráhrindandi? Og hver var
þessi maður, sem var með henni, og sem ein-
mitt á þessari stundu lauk upp hús/hu með
varúðarlykli? Hvernig gat það verið, að Rósa
Miller leyfði nokkrum manni að flytja hana á
slíkann stað, og á þessum tíma?
Reiði, afbrýðissemi, gremja og kvíði gagntók
hinn unga mann. Hann stóð þögull og athug-
aði þessar persónur, hinumeginn í strætinu.
Hann réði sér varla fyrir ýmsum ólíkum tilfinn-
ingum, sem flestar voru honum óþektar, og sem
hann skyldi ekki til hlítar, honum lá við, að fara
yfir götuna til þessara persóna, og krefja þau
til sagna, en margra ára sjálfstjórn hafði kent
honum, að vera ekki alt of fljótfærinn, og því
hreyfði hann sig ekki, én athugaði( nákvæm-
lega hinn vandaða vagn, og persónurnar, sem
hjá honum stóðu, dyrnar voru fljótlega opnaðar,
og hái maðurinn sneri sér að stúlkunni, og sagði
eitthvað, sem Berners skiidi ekki, og á næsta
augnabliki, voru þau horfin inn í húsið, og dyrn-
ar lokuðust á' eftir þeim hávaðalaust. í sömu
svipan og dyrunum var læst, hafði ökumaðurinn
sett hestana á hreyfingu og áður en Berners var
búinn að átta sig, ók maðurinn burt með hraðri
ferð, og hvarf fyrir næsta götuhom.
Yfirkominn af forvitni gekk hinn ungi lækn-
ir þvert yfir götuna, og að húsinu, þar sem mað
urinn og stúlkan fóru inn, hann aðgætti töluna
á dyrunum, veggina og gluggana. Húsið var
eins ljótt, eins og öll önnur hús á þessu svæði.
Tvær hæðir, grátt á lit, eins og ótal mörg önn-
ur hús í London. Gluggarnir hlerum byrgðir, svo
þar komst engin ljósskíma í gegn. Þetta hús
var að öllu leyti, eins og hin, sem voru þar um
kring, og þó aðgætti Berners það nákvæmlega
hátt og látt, eins og hann hugsaði sér að finna
eitthvað sérstaklegt við það, hann dauðlangaði
til að hringja klukkunni og beiðast inngöngu,
svo hann kæmist að hvað þar færi fram, og hvað
stúlkan, sem hann hafði dreymt um svo yndis-
lega, hefði þangað að gjöra, en hann hagaði sér
eins og hver og einn hygginn Englendingur,
mundi hafa gjört, við slíkt tækifæri, hann að-
gætti og athugaði húsið á ný, og sagði síðan,
stilt og með áherzlu: “B Graham stræti, B Gra-
ham stræti”.
X. KAPÍTULI.
Herbergið var ferhyrnt, lítið og húsgögnin
fátækleg. Á miðju gólfinu stóð borð, og
breyddur yfir það rauður dúkur, þar lá bréfa-
veski með þerripappír og öðrum skriffærum,
kringum borðið voru sex stólar og út við vegg-
ina, sem voru klæddir slitnum veggjapappjír,
stóðu tveir stórir stólar, við hliðina á hinu litla
eldstæði stóð skápur, og á gólfinu var gjör-
slitinn dúkur. Annað var ekki að finna í herberg-
inu nema á arin-hillunni stóð amerísk klukka
sem gekk, og annað hljóð heyrðist þar ekki í
þessu litla herbergi, sem lá í afturparti hússins,
svo að umferð frá götunni heyrðist ekki þangað,
þessar persónur, sem sátu þarna, svo steinþegj-
andi, að þegar önnur þeirra loksins talaði, var
eins og bergmál í herberginu. Svo stúlkan, sem
hallaðist upp við í öðrum stólnum, auðsjáanlega
í djúpum hugsunum æpti upp yfir sig og reis á
fætur.
“Jæja, jæja, við skulum ekki eyða tímanum í
óþarfa mas, það var nauðsynlegt að þú kæmir
hingað, þú veizt, að eg er ekki vanur að brúlta ó-
þarfa orðalengingar, eins og enska skáldið segir,
það er þó regla fyrir minni vitleysu.”
“Er það ekkert sérlegt sem þú vilt tala um
við mig.”
Þau töluðu frönsku og mjög ótt, og það var
auðséð, að þó stúlkan reyndi að vera einbeitt og
harðneskjuleg á svip, þá var eins og hún kiknaði
við, er hún sá í augu mannsins, það voru augu,
sem maður gleymdi ekki svo fljótt, ef maður hafði
séð þau einu sinni. Skær, djúpblá augu með
skipandi gegnumþrengjandi tilliti, máske fann
þessi unga stúlka, sem hrollur fór um, þegar
hann leit á hana, það sama sem aðrir höfðu fund-
ið á undan henni, að það var eins og þessi augu,
sæju í gegnum manninn, og hún leit undan þessu
skipandi andliti, sem sneri að henni, og horfði
á skápinn hjá eldstæðinu.
“Já, auðvitað er það, að eg þarf að tala við
þig unj nokkuð sérstakt”, svaraði maðurinn
dræmt, um leið og hann reis á fætur og, stóð fyr-
ir framan arininn.
“Eg hefi sérstakt verk handa þér.”
Þar sem hann stóð var sem þessi mektuga og
mikilúðiega persóna fylti herbergið, og vakti
undarlegan kvíða hjá stúlkunni í stólnum, móti
vilja sínum, leit hún framaní hann, hún hafði
hanska á höndunum, sem láu í kjöltu hennar, en
nú kom hreyfing á þær, fyrst tók hún af sér
annann vetlinginn og svo hinn, til þess að gjöra
eitthvað.
“Svo þú vilt ekki að eg haldi áfram með það
sem eg gjöri nú”, sagði hún.
“Á ég að spila aðra rullu?”
“Þú hefur oft verið í Englandi áður — þú
skilur mig”, var svarið í skörpum skipandi róm.
“En hingað til hefur þú jafnan haldið til á veit-
ingahúsum.”
“Bara hafst við á veitingahúsum”, liafði hún
eftir — en hvað svo — ”
“Svo sagði frændi þinn — ” og háðbros fór
yfir hans fríða en hörkulega andlit, “og þú sjálf
varst þeirrar meiningar, að gott væri að kynna
sér heimilislífið enska, en það er ekki auðvelt
á veitingahúsum, og þessvegna hefur frændi
þinn — ” hann talaði stilt, og horfði rannsak-
andi augum á stúlkuna, — “ákveðið að finna við
eigandi fjölskyldu, þar sem þú getur verið um
tíma og kynt þér ensku heimilin með öllum sín-
um gæðum”.
Já, sagði hún, “svo lengi hefi eg nauðungar-
laust fylgt þér, eg á að vera í fjölskylduhúsi, en
hvar — og hversvegna, — má eg ekki vita hvers
vegna, eða viltu ekki segja mér ástæðuna fyrir
þessari nýbreytni? Þú — ” hún stansaði og leit
brosandi á hans hörkulega andlit, — “þú ____ ert
— herra Miller — og eg Rósa frænka þín?”
# ‘‘ES er úerra Miller og þú ert Rósa frænka
mín — öldungis rétt”, svaraði hann, og eg skal
segja þér, hvers vegna það er, að eg sendi þig til
Stockley”.
“Stockley! Hversvegna til Stockley? Er það
ekki úthverfi, eg hélt að úthverfi borgarinnar
væru — ”
“Af því verst? Vanalega er það svo, en eins
og nú er ástatt, þá er úthverfi einmitt staður
fyrir verk, sem eg þarf að koma í framkvæmd, og
þann starfa ætla eg þér, Rósa mín góð”. Bros
lék um hinn vel lagaða og greindarlega munn,
sem yfir skeggið huldi nú ekki, og hann laut á-
fram á móti henni, er liann horfði alvarlega til
hennar, hún gat ekki haft kyrrar hendurnar, og
sneri höfðinu í ýmsar áttir, eins og dauðhrætt dýr
sem slanga er að seiða að sér, svo fleygði hún af
sér með skjótri hreyfingu yfirhöfninni, og var
innanundir í kostbærlegum veizlubúningi.
“Hverskyns vinna er það?” spurði hún eftir
litla umhugsan. “Líklega á eg þó ekki að njósna
um — ”
Rómur henanr verð að hvísli, og hver blóð-
dropi hvarf úr andliti hennar.
“Þú ert alt of viðkvæm, góða barnið mitt.”
Miller brosti við.
“Það sem eg ætla að láta þig gjöra, skaðar
engan mann, það þýðir að viss persóna nái rétti
sínum, — og það er eg.”
“Svo er það ekki — djöfulsins verk — ”.
“Það er mitt verk,” tók Miller fram í snerpu-
lega. “Það er sérmál — eða — eða svo að kalla
þrátt fyrir — ” hann þagnaði og yfirvegaði hana
nákvæmlega — að það snertir mig ekki ein-
göngu”, bætti hann við stilt og varlega.
Augu stúlkunnar hvíldu á andliti hans, eins og
af seiðmagni, hún fékk aftur sinn rétta andlits-
farva, og sami ókyrrleikinn var á liöfði hennar,
sem áður, og hendurnar titruðu.
“Svo”, sagði hún loksins hikandi, “svo má ég
Iíklega til að láta að orðum þínum”.
“Já, náttúrlega verðurðu að gjöra vilja minn”.
Helkuldinn, sem fólst í þessum hljómfagra
róm, kom Rósu til að tira, hún fór aftur í yfir-
höfnina og rómuriinn titraði er hún svaraði:
“Segðu mér hvað það er, sem eg á að vinna
fyrir þig, eg vil sem allra fyrst fá að vita í hverju
það er innifalið”.
“Það var auðheyranlegt óró og kvíði í róm
hennar og Miller tók vel eftir því, og yfirbragð
hans varð enn hörkulegra en áður. “Eg vona
þú sért ekki þreytt af vinnunni?”
Hinn einkennilegl hljómur í málróm hans,
kom henni til að standa upp og teigja úr sér, og
þreytusvipurinn hvarf af andliti hennar, eins og
það hefði verið þvegið af með Njarðarvetti. Eng-
inn, sem nú hefði séð hugdirfskuna og áhug-
íann í andliti hennar, mundi hafa komið til
hugar, að hún var gripin af óvissum kvíða, og
það var einungis hennar langa æfing á sjálf-
stjórn, sem frelsaði hana frá að það sæist á
henni.
“Þreytt af vinnunni?” sagði hún, og róm-
urinn var eins kaldur og hörkulegur og hans —
henni heppnaðist jafnvel að gjöra sér upp hlátur
“Hvernig getur þér komið það í hug? Að sönnu
er eg þreytt í kvöld, því ég hefi verið að í allann
dag, eg hefi farið úr einum staðnum í annan,
og unnið, svo líkamlega er eg þreytt, — það
er alt og sumt.”
Nú, jæja,” sagði hann. “Maður má ekki
gleyma því, að þú ert kvenmaður, en hefur ver-
ið afbragðs heilsugóð, og meðan þú ert aðeins
líkamlega þreytt, — ” hann þagnaði og brosti
einkennilega, — “hefur það enga þýðingu, en
þeir sem eru þreyttir af vinnunni — ”, hann
þagnaði og þau horfðust í augu gegnumgang-
andi, en í þetta sinn, var engann hræðsluvott að
sjá á henni.
“Eg skil þig”, svaraði hún, um leið og hún
rétti hendina frá sér, með ánægjusvip og hló,”
“þú þarft ekki að útskýra þetta betur — Seba-
stian frændi,” hún horfði á hann glettnislega og
hló á ný, þenna töfrandi gleðihlátur, “og segðu
mér nú nákvæmlega, hvað það er sem þú ætl-
ast til að eg útrétti í þessu úthverfi Stockley,
og láttu mig síðan fara heim og leggja mig”.