Heimskringla - 14.01.1925, Side 2

Heimskringla - 14.01.1925, Side 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. JANÚAR, 1925. Hannes Hafstein. (1861 —1922). ATH. — Sökum þess, aö ekkert greinilegt hefir birst um þjóSmála- störf Hannesar Hafstein í íslenzku blööunum hér vestanhafs, birtir “Heims- kringia’’ nú erindi þetta. — Var þaö flutt af SigurSi Guöjónssyni á íþrótta- móti HératSssambands Borgarfjaröar, 6. júlí 1924. I. Skáldið jog stjórnfmálamaöurinn Hannes Hafstein lést eins og kunn. ugt er þann 13. dag desembermán. aðar áriö 1922, og var jarða'ður þann 22. sama mánaðar á alþjóðar kostn. að. Það hefir verið ýmislegt um hann ritað í biöðunum af gömlum samherj um haiis og flokksmönnum, en ekkert má af því ítarlegt heita, nema ritgerð sú, sem Þorsteinn ritstjóri Gíslason hefir skrifað um hann í Andvara, tímariti hins íslenzka þjóðvinafélags, árið 1923. Eg hygg því, að það sé ekki hægt að segja það, að það sé að bera í bakkafullan lækinn, þó hér verði í dag farið nokkrum orðum um starf- semi þessa mikla manns, sem eflaust á öllum tímum mun skipa einn virðu. Jegasta sessinn í sögu þjóðar vorrar. Eg veit að vísu, að hér geta verið margir, sem þekkja sögu hans vel eða betur en ég af blöðunum frá þeim tímum, að hann lifði og starfaði á me^al vor, en ég veit einnig, að þeir geta verið margir á meðal hinna yngri manna, sem ef til vill ekki hafa gert sér þessa ljósa grein, hvað hann gerði fyrir land vort og þjóð, og til þeirra sný ég þá fyrst og fremst orð- um mínum. Jón Þorláksson fjármálaráðherra getur þess i grein sinni um Hannes Hafstein í Óðni árið 1923, að eftir að Heimastjórnin var fengin árið 1904, þá hafi íslenzkir mentamenn og ís- lendingar yfir höfuð skiftst í tvo flokka eftir ólíkum hugsjónum. Ann. arsvegar voru þeir, sem vildu vinna að verklegum og efnalegum fram. kvæmdum í landinu, en hinsvegar hinir, sem höfðu “réttarstöðu Iands. ins og virðulegan sess þess við hlið Danmerkur” sem takmark sitt, en öll um fanst þeim það eiga langt t land, að hugsjónir þeirra rættust, og voru flestir vondaufir í þeim efnum — því þá vantaði foringjann. En hann fundu þeir einmitt í hon. um, sem við byrjun tuttugustu ald- arinnar kvað þannig: I \ "Aldar á morgni vöknum til að znnita, vöknum og týgjumst, nóg er til að 'sinna. Hátt ber að stefna, von viS traust að 1 ■ tnnnna, takmark og heit og efndir saman þrinna”. Nú vita allir það, að hin íslenzka þjóð er gömul menningarþjóö í bók- mentalegu tilliti, en hitt hugsa menn ef til vill ekki eins oft um, hve ungir við erum sem menningarþjóð á sviði samgöngufæranna. Flestar þjóðir álf- unnar fengu járnbrautir og síma um og eftir miðbik nítjándu aldar, en það er fyrst árið 1904, að hin ís. íenzka þjóð stígur fyrsta alvarlega sporið í áttina til þess að eignast þesskonar samgöngufæri. Og eins og allir vita, þá var það Hannes heitinn Hafstein, sem steig spor með ritsimasamningi þeim, sem hann gerði við Hið mikla norræna ritsímafélag í Kaupmannahöfn í sept. embermánuði :rið 1904, samning, sem skuldbatt félag þetta til þess að leggja sæsíma frá Hjaltlandi um Færeyjar til íslands, en okkur á hinn bóginn til þess, að leggja landsima. línu frá Seyðisfirði, til Reykjavík. ur. Upphæðin, sem landssjóður íslands skyldi greiða mikla norræna ritsíma. félaginu fyrir verk þess, var 35 þús. kr. á ári i tuttugu ár, en svo skyldi félagið greiða okkur 300 þús. kr. fyrir það, að mega leggja sæsímann á land á Seyðisfirði í staðinn fyrir í Reyja vík, og skyldi þeirri upphæð svo var- ið til Iandsímalínunnar á milli þess. ara staða. Þegar Hannes Hafstein lagði þenn an sinn minnisstæða ritsimasamning fyrir Alþingi sumarið 1905, þá voru þeir sumir stjórnmálamennirnir í Reykjavík, sem héldu, að með þessu tiltæki sínu myndi hann og flokkur hans fara með landið efnalega séð á hausinn, og til þess að fyrirbyggja slikan voða, héldu þeir hinn alkunna bændafund sumarið 1905, þar sem voru saman komin hátt á þriðja hundrað bændur úr þeim fimm sýsl- um landsins; sem næstar eru Reykja. vík, og samþyktu þar svohljóðandi á. skorun og létu birta ráðherra hana: “Bændafundurinn í Rvik skorar á al. þingi mjög alvarlega að hafna al. gerlega ritsímasamningi þeim, er ráð- herra íslands gerði síðastliðið haust við stóra norræna ritsimafélagið. Jafnframt skorar fundurinn á þing og stjórn, að sinna tilboðum loftskeyta- félaga um loftskeytasamband milli Is- lands og útlanda og innanlands, eða fresta málinu að öðrum kosti því að skaðlausti að Iáta rjúfa þing og efna til nýrra kosninga”. Áskorun þessari svaraði Hannes Hafstein mjög rólega og sagði, “að það væri sannfæring sín, að samband það, sem hann hefði útvegað hjá hinu mikla norræna ritsímafélagi, væri það bezta og ódýrasta, sem unt væri að fá,” og þar'sem meiri hluti al- þingis var sömu skoðunarj þá sam. þykti hann ritsímasamninginrt sum- arið 1905. Árið eftir, þann 29. september 1906, var sæsiminn kominn til íslands og línan lögð á milli Seyðisfjarðar og Reykjavíkur, og ísland þar með kom. ið i símasamband við umheiminn. En nú er eftir að vita, hvort spár andstæðinganna um það, að land- síminn, sem síminn nú alment er nefndur, myndi fara með landið efna. lega séð á hausinn, rættust eða ekki. Því verður best svarað með þessu: Árið 1907 voru tekjur landssím. ans alls 46,000 kr., útgjöldin 42,000 og tekjuafgangurinn 3800, en árið 1915 eru tölur þessar orðnar þann. ig: Tekjurnar alls 291,000, gjöldin 107,00 og tekjuafgangurinn 183,000 kr. Og nákunnugur maður hefir sagt mér, að síðastliðið ár hafi tekjurnar verið yfir 1 miljón króna, en tekjuaf- gangurinn ekki eins mikill og búast mætti við af svo stórri upphæð, þó eitthvað á annað hunðrað þúsund, sökum þess, að línum og starfsfólki hefir verið fjölgað. En þótt tölur þessar séu hér nefnd ar, þá vita allir, að það eru ekki þ’ær, sem hafa átt að borga símann, held. ur sá mildi óbeini hagnaður, sem hann hefir haft i för með sér fyrir land og lýð við hina miklu þroskun atvinnugreinanna sem honum hefir orðið samfara, og þá sérstaklega tog- araútgerðarinnar, sem hefst hér á landi um það leyti, sem sæsíminn var lagður til landsins, og hefir þroskast jafnframt honum. F.g hygg því, að hver einn einasti maður á landi hér geti tekið undir þessi orð símablaðsins Elektron á tíu ára afmæli landssímans árið 1916: “Aldrei, meðan íslenzku símarnir eru við líði, má eða mun nafn Hannes. ar Hafsteins gleymast. Hvert ta1- símaáhald, hver símastaur og þráður á að segja síðari kynslóðum frá bar. daganum á alþingi 1905 og frá kapp. anum, sem þar barðist svo hraustlega og sigraði.” En það eru ekki einungis íslenzku símamennirnir, sem mega minnast Hannesar Hafsteins; þeir eru svo margir aðrir á meðal vor, sem mega minnast hans. Það má ferðamaður- inn gera, sem fer yfir þær traustu og veglegu brýr, sem reistar voru í stjórnartíð hans víðsvegar um Iand, t. d. á Soginu og Ytri. og Eystri Rangá; það mega námsmennirnir og fræðimennirnir og ölll alþýða gera, sem heimsækja daglega, en þó eink- um á vetrum, Safnhúsið í Reykjavík og njóta góðs af ölltt því í þjóð- legum fræðum, sem þar er saman komið, því það var reist í stjórnar. tíð hans; það mega sjúldingarnir gera, því geðveikra-hælið á Klepp var reist í stjórnar- tíð hans; og síðast en ekki sist megiT íslenzku börnin og barnakennararnir minnast hans, því að hann bar, sem ráðherra, fræðslulög og kenararskóla fram til sigurs á þinginu árið 1907 og 1908 og vildi þar miklu meiru til kosta og miklu veglegra gera en þingið þá sá sér fært að ráðast í. Qg allir vita, hversu þetta tvent hefir bætt fræðslu barnanna og mentun og alla hagi kennaranna. Þegar, á alt þetta er litið, þá finst mér ekki hægt að segja annað, en að hjá Hannesi Hafstein hafi farið sam. ar. efndir og heit í verklegum stjórn. arstörfum hans og öðru fyrir land og lýð. i II. I En svo kemur hitt atriðið, sem einnig gagntók hugi og hjörtu svo margra ungra manna hér á landi í byrjun tuttugustu aldarinnar, sem sé “réttarstaða landsins og virðuleg- ur sess við hlið Danmerkur”, og er það mál, eins og allir vita, einn merk- asti þátturinn í æfistarfi Hannesar Hafsteins. Það er þvi fróðlegt að vita, hvern. ig sambandinu á milli íslands og Dan merkur var háttað, þegar hann hóf baráttu sína í þessu máli. Eins og kunnugt er, þá gaf,stjórn- ar skráin 1874 oss löggjafarvald og fjárforræði og heimtastjórnarlögin 1903 oss innlenda ráðherra með fullri ábyrgð fyrir alþingi, og var hið síð. arnefnda ekki hvað minst að þakka Hannesi Hafstein, sem einmitt árið 1901 fékk þeim kröfum vorum fram. gengt hjá vinstrimannastjórn þeirri í Danmörku, sem þá var nýl^omin til valda. En þrátt fyrir þessar miklu um. bætur á stjórn landsins, sem stjórn. arskráin 1874 og heimastjórnarlögin 1904 höfðu í för með sér, þá var ís- land samt eigi að síður samkvæmt stöðulögunum 1871, óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sérstökum lands réttindum, en það segja lærðir menn að sé hið sama og “innlimuð hjá. lenda Danmerkurríkis með staðlegri sjálfsstjórn.” Hér var því við ramman reip að draga fyrir Hannes Hafstein sem íslenzkan stjórnarherra. Og þá vildi hann reyna að brjóta þessi stöðulög niður og gera Island að sjálfstæðu ríki. En það sem dönsku stjórnar. herrarnir vildu gefa honum í þeirri viðleitni hans, var svo mjög af skorn um skamti. Þeir vildu gefa honum Island sfem “frjálst og sjálfstætt land, sem ekki yrði af hendi látið”, þ. e. a. s. sem konungur ekki gæti lát ið öðrum þjóðhöfðingja í hendur, eins og t. d. var gert við Noreg 1814, eins og komist er að orði í 1. grein Uppkastsins frá 1908, en þeir vildu alls ekki gefa honum ísland sem full valdaríki; þeir vildu gefa honum ó- uppsegjanleg, sameiginleg utanríkis. mál og hermál, sem við erigin afskifti skyldum hafa af, og þá heldur’engu til þeirra kosta; þeir vildu gefa hon. um sameiginlegan kaupfána, land- helgisgæslu,- hæstarétt og peninga sláttu og fleira í 37 ár, en að þeim tíma liðnum máttum við stjórna þeim málum sjálfir, og að síðustu en ekki sist vildu þeir gefa honum 1,500,000 kr. upp í gömul skuldaviðskifti. Þetta var í aðalatriðum það, sem dönsku stjórnarherrarnir vildu gefa Hannesi Hafstein í sambandsmálinu árið 1908! En það þarf ekki að fjöl- yðar um. Vor litla þjóð var hrædd við hin óuppsegjanlegu utan. ríkismál og hermál og þótti fullveldi sitt eigi nógu skýrt viðurkent og vildi því ekki þiggja gjöfina, og það þrátt fyrir það ,að svo ágætur maður sem Hannes Hafstein og svo margir aðrir ágætir menn með honum réðu henni eindregið til þess, af þvi, að þeir á- litu hana miklu betri og heillavæn. legri til fullkomins sigurs í sam. bandsmálinu síðar meir en stöðulög- in frá 1871, sem hún þá átti við að búa. Hannes Hafstein náði þannig ekki beinlínis að brjóta stöðulögin niður, en óbeinlínis gerði hann það. Því það má fullyrða, að það tak, sem hann tók dönsku stjórnarherrunum í sambandsmálinu árið 1908, hafi, á. samt heimsstyrjöldinni og vaxandi frjálslyndi í Danmörku, rutt oss brautina að þeirri miklu gjöf, sem íslenzkir stjórnmálamenn færðu oss frá Danmörku 1918, sent sé dansk-is- lenzkum sambandslögum með ský- lausri viðurkenningu þeirra á full- veldi landsins. En að það tók Hannes Hafstein sárt að geta ekki náð svo langt í máli þessu og borið það fram til full- komins sigurs að þeirri leið, sem hann og svo margir aðrir ágætir menn með honum álitu réttasta, að það olli honum hugraunar og kvíða um framtíð lands og þjóðar, að svo fór sem fór með sambandsmálið ár. ir 1908 og að hann bað þess heitt, að líf sinnar kæru, fámennu íslenzku þjóðar eigi að síður mætti varðveit- ast óskert og hún læra að þroskast. Það sjáum við best á þessum ovðunt hans úr hinu gullfallega kvæði hans Landsýn, sem Þorsteinn ritstjóri Gislason segir að ort sé rétt eftir að hann fór frá völdum i fyrra sinn, og tilraun hans til þess að konia sam- bandsmálintt fram hafi strandað, og þá vitaskuld með stjórnmálalífið i baksýn, og eru þannig: “t.and mitt! Þú ert scm órœttur draumur, óráðin gáta, fyrirheit. Hvernig hann rœðst þinn hvirfinga- straumur hverfuUa bylja — enginn veit. Hvað verður úr þínum hrynjandi fossum? Hvað vcrður úr þíitum flöktandi blossum? Drottinn, lát strauma af lífssólarljósi lœsast t farveg um hjartnanva þel. Varna þú byljum frá ölánsins ósi. Unn oss að vitkast og þroskast. Gcf heiU, sem er sterkari en Hel”. Eg hygg þeir séu fáir stjórnmála- mennirnir í heifninum, sem hafa beð. ið svo innilega bæn fyrir landi sinu og þjóð og Hannes Hafstein hér bað fyrir sinni kæru íslenzku þjóð. Hér var ekki um pólitiskan bragðaref að Tæða, en um stjórnmálamann, sem vann af innri þrá, af hjartans þrá fyrir land sitt og þjóð. Og að hann hafi rneð stjórnmálastarfi sínu gert fátæka landið hennar “lifvænlegra” en það áður var, eins og hann sjálf- ur kemst að orði, svo yrði “fýsilegt” fyrir hana að byggja það, “en minna freistandi fyrir hana flýja þaðan”, Hvað lengi sem þú hefir þjáðst af bakverkjum, höfuðverkjum, bólgn um liðamótum og öðrum merkjum nýrnar., eða blöðru-sjúkdóma, eyða Gin Pills vissulega þjáningum þín. cn. 50/ hjá öllum lyfsöluin og kaupmönnum. National Drug & Chemical Company of Canada, Umited. Toronto — — — Canada. eins og hann einnig hefir sjálfur sagt, þess ber land vort sjálft bestan vott- inn. III. * ) ■Skáldið Hannes Hafstein þekkja allir, eða ættu í það minsta að þekkja hann. Því að hann hefir liklega kveðið meira af djúpvitrum heilræð- um til þjóðar vorrar en ef til vill nokkurt annað íslenzkt skáld á nitj. ándu öld. Aðeins eitt þeirra langar mig til að taka hér fram, en til þess að geta það, verð ég að segja ykkur frá efn- init i hinu mikla kvæði hans “í haf- isnum.” Eg heyrði hann lesa það upp i Iðnaðarmannahúsi Reykjavíkur, mig minnir árið 1916, og ég man það, að hann sagði oss fyrst frá því, hvernig hafisinn “hjalaði við rastirnar við Horn og við Langanes.” Þessu næst sýndi hann oss skip í ísnum, sem í fimm daga hafði reynt að komast út, en árangurslaust. Allan þann tíma hafði skipshöfnin vakað og reynt að hefta lekann á skipinu, og “þrívegis” hafði það hepnast. En svo voru allir orðnir. aðfram komnir af þreytu, nema skipstjórinn einn. Hann stóð hár og djarflegur við stjórnarvölinn, þegar allir gáfust upp, og hvatti menn sina til þess að duga betur, því þá mundu þeir bjarga lifinu. Svo bar skipið að “borgarjaka”, og með sjónaukann í hendinni kleif skip. stjórinn upp á hann og sá frá toppi hans auðan sjó Iangt í “norðvestri” og skipaði mönnum sínum að reyna að halda þangað. Þeir héldu glaðir á stað, en mundu svo eftir því von hráðar, að skipstjór inn var eftir á hafísjakanum og ætl- uðu að snúa við til að bjarga honum. En það vildi hann ekki, til þess að eiga það ekki á hættu að skipið fest- ist á ný í ísnum, þegar það var nú komið svo vel á stað, og bauð þeim því að halda áfram, og því hlýddu þeir hans “sjóvönu menn” og björg- uðu lifinu. En skipstjórinn hneig, ásamt haf- ísnum, í hina votu gröf. Já, skipstjórinn fórst i hafísnum, og það verður aldrei metið til fjár. sem hér á landi hefir farist í haf- isnum eða af völdum hans, bæði fyr og síðar, wg það bæði í andlegum og efnalegum skilningi. Og þó segir Hannes Hafstein oss, að það sé til annar is, sem sé þúsund sinnum hættulegri lifi einstaklingsins og þjóðarinnar í heild sinn, en haf- ísinn er, og hvaða ís það er, það fá- um við að vita i síðasta erindi þessa kvæðis hanns, sem er þannig: öllum hafís verri er hjartans ís, er heltekur skyldunnar þor. Ef hann grípur þjóð, þá er glötunin vís, þá gagnar ei sól né vor. En sá heiti blær, sem til hjartans nær frá hetjanna fórnarstól, bræðir andans is, þaðan aftur ris, fyrir ókomna tíma sól. ir, að þá verði Hannes Hafstein eim af þeim hetjum, sem með þessum og öðrum gulívægum spakmælum sínum sem skáld, megnar að bræða þann is, megnar að kenna oss að gpra skyldu vora á sama hátt og hin glæsilega hetja gerði það, sem hann hefir lýst fyrir oss í hinu mikla kvæði sinur “1 hafisnum”. Sigurður Cuðjónsson. - “Lögr.’T ---------X------------ Séra Björn í SauðlauksdaL 1724 — 5. dcsember — 1924. íslandssaga átjándu aldarinnar og nitjándu hefir oft verið réttilega kend við endurreisn þjóðarinnar. Sjaldan hefir i sögu hennar verið slíkt vor í loftinu og slik von í sálunum og þá Sjaldan hefir verið slíkur gróður- ilmur úr jarðvegi þjóðareðlisins, sjaldan svo trúarsterk starfsþrá og skapandi hugsun i hagnýtu lífi lánds ins. Og þó minkað hafi að visu meði tímanum gildi ýmsra þeirra verka, sem þá mynduðust í andlegum efnum, og þó mistekist hafi ýmsar þær til- raunir, sem gerðar voru í verklegum efnum — þá er samt mikið og marg- vislegt gildi tímabilsins og glæsileik- uf — gildi þess fyrir þjóðareðlið o.g þjóðarandann, gildi þess fyrir vöxt og viðgang sögunnar á eftir. Og þó hvergi verði alveg slit- inn siundur þroskaferill þjóðarinnar og vaxtarmöguleikar þessa tíma- bils séu að sjálfsögðu aíS nokkru leyti fólgnir í árunum á undan — verða þó viðueisnartímamót sög- unnar hvergi sett eðlilega og réttara en einmitt við þetta árabil. Og þá verða þau ekki sett við Fjölnishreyf- inguna eina, eins og venjulegast er gert, eða við upplýsingarstefnuna ejna — heldur við þann sérkennilega og þjóðlega samritna þeirra beggja, sem skapaðist fyrir átök þeirra og samruna í senn í þeirri nánu sam- vinnu andlegs og efnalegs lífs, sem þá átti sér stað, eins og reynt hefir verið að rekja nánar annarsstaðar. Megindrættirnir i lifi og starfí flestra |hinna meiriháttar manna þessara ára, eru, eða eiga að vera öll um almenningi kunn. En því er drepið á þetta nú, að einn' af önd- vegismönnum hinnar elstu kynslóðar þess tímabils á tveggja alda afmæli einmitt þess dagana. En það er séra BjörnJ i Sauðlauksdal Ilalldórsson. Og er skylt að minnast hans að nokk- ru. Séra Björn var fæddur 5. des. 1724 í Vogsósum. Þróttmestu starfsár æfi sinnar og umsýslurikustu bjó hann í Sauðlauksdal vestra. Hánn var gift- ur Rannveigu, dóttur Ólafs bónda Gunnlaugssonar í Svefneyjum, hins merkasta manns og fjölgefnasta, en systur Eggerts, náttúrufræðings og skáldsins, og þeirra bræðra, Magnús- ar lögmanns og Jóns, fræðimannsins- Síra Björn fekst við margvísleg efni og kom víða við, eins og títt var um lærdómsmenn og leiðtoga þeirra ára. Hann las ekki aðeins latinu og grísku sem þá voru höfuðmálin, auk móð- urmálsins, og svo dönsku, heldur einnig sænsku, þýzku, ensku og frönsku nokkuð. Og hann hefir sjálf- ur samið merkilegt rit i málvísi, þar sem er orðabókin Lexicon islandico — latino-danicum. Hann hefir einn- ig skrifað annála, æfisögu Eggerts mágs sins og þýtt guðfræðirit, s. s. Paradísarjurtagarð Arndts, — setn fyrst hafði komið út 1612 og var ann álað rit, 'eins <^g önnur verk þessa fræga Þjóðverja, — og htigvekjur Creutzbergs o. fl. Þar að auki gegndi hann svo venjulegum presstörfum. Hann fekst einnig dálítið við skáld- skap, og állmikið hefir hann lagt í iðkanir ýmsra fræðigreina, sér til fróð leiks og dægradvala, t. d. landfræði og átti jarðlíkan, sem þá þótti mesta þing, og Eggert getur í einu kvæða sinna: Og spá min er sú, að ef hin ís- lenzka þjóð skyldi eiga það eftir að lenda í “hjartans ís”, þ. e. a. s. ef hún skyldi eiga það eftir að gleyma skyldunum við guð, náungann og sjálfan sig, og á ég þar einkum við það, sem henni er gefið fegurst og tignarlegast, andlegt lif sitt og ment. Sómir vel þó virðar frétti, veröld er á litlum hnetti sýnd og kend í Sauðlauksdal. Einna kunnastur hefir hann þó orðið fyrir búskaparrit sin, og þá einkum Atla, sem prentaður hefir verið þrisvar, og Arnbjörgu. En Atli eru "ráðagerðir yngismanns um bún_

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.