Heimskringla


Heimskringla - 14.01.1925, Qupperneq 4

Heimskringla - 14.01.1925, Qupperneq 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. JANUAR, 1925. pcimskrinivla (StofnoV 1886) Kenaor öt A hverjam mlðvlkadefL EIGENDUK: VIKING PRESS, LTD. 853 «f 855 SARGEIVT AVE., WINNIPEO, Talnf ml: N-Ö537 Ver5 blaTSsins er $3.00 árgangurlnn borg- is t fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PREKS LTD. 6IGPÚS HALLDÓRS Irá Höínum Ritstjórl. JAKOB P. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. rtnnftMkrlft tll blaönlnn: THBS VIKING PRESS, Ltd., Boz 8105 Htan Ankrlft tll rltMtJörana: EDITOIl HEIMSKRINGLA, IIox 8105 WINNIPEG, MAN. "Heimskrinsla is publlshed by The Vlklnir Preaa Ltd. and printed by CITY PRINTING FUBLISHING CO. 853-855 Sargenl Ave., Wlnnlpear* Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 14. JAN. 1925. Hljómbrot. Ljóðmæli eftir Magnús Mark- ússon. 8 — bls. 270. City Printing and Publishing Co. Winnipeg 1924. I Ljóðasafn þetta kom út rétt fyrir jól- in, er mjög vandað að öllum frágangi, bæði hvað prentun og pappír snertir. Höf er þegar þektur meðal Islendinga hér vestra. Eftir bann kom út ljóðasafn ár- ið 1907. Hefir síðan birst eftir hann fjöldi af kvæðum í blöðum, er ort hafa verið við ýmiskonar tækifæri. Eru flest þeirra tekin upp í þetta nýja safn, auk margra er ekki bafa áður birst ái prenti. Safn þetta er fjölbreytt að efni, í þrem ur flokkum; “Ljóðmæli ýmislegs efnis”, “Minni” og “erfiljóð”. I fyrsta flokknum eru að minsta kosti sextán kvæði, er heyrt hefði getað undir miðflokkinn, en svo eru þau líka almenns efnis og mun því höf. hafa fundist sama hvar þau væri sett. í þessum fyrsta flokki er efni sótt til sögu Islands, til sögu vorra Vestur-lslend- inga, og svo til náttúrunnar. I miðflokkn- um eru íslendingadagsminni, samkomu- kvæði, brúðkaupskvæði og fl. og í síðasta flokknum sem fyrirsögnin ber með sér eftirmæli um hina og aðra menn og kon- ur, austan hafsins og vestan. Öll eru kvæðin áferðarslétt og afar- hög að rími. Munu fáir rímgallar finn- ast í öllu safninu; ef nokkur. Við frem- ur hraðan lestur höfum vér ekki orðið þeirra varir. Þá er og mál lipurt og létt, og einkar ljóst, svo að ekki verður annað lesið inn í ljóðlfnurnar, en höf. segir. Mun almenningur sízt telja það til ó- kosta, er lesa vill bókina og kaupa. Ljóðin bera með sér að höf. er örgerð- ur og tilfinningamaður mikill, en trú- maður einnig að sama skapi, þó ef til vill eigi hann þar sínar skoðanir út af fyrir sig, sem svo margir fleiri. Flest kvæða hans sveigjast að einhverju í trúaráttina. Heyrir hann því fremur til skóla Matth. Jochumssonar, en hinna yngri skáldanna. Hefir hann orðið mjög fyrir áhrifum frá honum. Þar sem hann syrgir nákomn- ustu skyldmennin, (sbr. bls. 198) er það vonin og trúin sem dregur úr söknuðin- um og svíðanum. Yms dæmi mætti tilfæra úr kvæða- safninu til sannana því, sem hér er sagt, svo sem þessar vísur um rímleikni höf., sem þó eru gripnar af handa hófi: Vetur svalan syngur óð sofnar hjal á vörum, Klaka falin liggur lóð lífB í dvala kjörum. — (bls. 123). "Hvað mun lengi heims um vengi Heipt og þrenging tvinna bönd ? Lýst ef fengi friður mengi Fegra gengi krýndi lönd. (bls. 56). Eða þá þessar er benda á> trúhneigð höf.: “Drottinn allra alda, Alheimsljósið bjarta, Allir geislar eru Æð frá þínu hjarta. Þú ert aflið eilíft, Æðst í sólartjaldi Lögin lífs og dauða Lúta þínu valdi”. — (bls. 211). Með beztu kvæðunum í bókinni má telja kvæðin “Harpan mín”, bls. 115; “Björkin” bls. 130; “Skammdegið”, bls. 107; “Armót” bls. 85 auk fl. Mynd fylgir Ijóðasafninu af höf. sex- tugum. Bókin er ódýr þegar þess er gætt hvað tll hennar er vandað, kostar $2.00, send hvert á land sem er. Pantanir má senda til City Printing and Publishing Co. 853 Sargent Avenue, eða til höf. sjálfs. Týnda landið? Það hefir oft angrað huga þess, er línur þessar ritar, að lesa um það í sögu þessa lands, að Ameríku-fundur Leifs Eiríkssonar hafi ekki haft neina beina þýðingu, því landið eða álfan hafi týnst aftur. En eins særandi og er að sjá aðr- ar þjóðir hampa þessu sem sögulegum sannleika, þá er þó ennþá tilfinnanlegra, að verða að gera sér gott af sömu rúsín- unni í flestu er eftir Islendinga liggur skráð um það efni. Eg neita því ekki, að íbúum þessa lands, sé ekki að einhverju leyti ljóst um Ameríku-fund Leifs hepna, að minsta kosti þeim er í skóla sögunni lesa um fund hans jafnframt því, að landið hafi aftur týnst. En það virðist samt, sem sagan af því sé draumkend í huga þeirra, eins og eldri Norðurlandasögumar, ís- lendinga-sögurnar og sögur um víking- ana fornu em. Að gildi til hygg ég þær ekki vitund áhrifameiri í huga eldri og yngri hér í landi en þjóðsagnarusl. Um leið og athygli þeirra er dregið að Leifi Eiríkssyni, rennur upp í huga þeirra sag- an af brendu kökunum hans Álfráðs mikla, eða sagan af Rauðhettu. Skandinövum, bæði austan hafs og vestan, virðist ljóst, að hér sé um sögu- legan misskilnmg að ræða, því þeir hafa nú á tæpu ári ritað fjórar æðilangar greinar í ensk tímarit, svo ég hafi orð- ið var við, um Ameríku-fund Leifs og af- leiðingar hans. íslendingar hér vestra hafa ekki á það mál minst, svo mér sé kunnugt um, síðan próf. Halldór Her- mannsson reit greinina í fyrsta hefti “Tímarits” Þjóðræknisfélagsins, og sem ef nokkuð, heldur styrkir lesandann í trúnni á þjóðsögu-hugmyndina, sem þó var óþarft, svo djúpum rótum sem hún hefir nú þegar skotið. 1 greinum Svíanna og Norðmann- anna, sem um málið hafa ritað, er fyrst og fremst drepið á frásagnir þær, sem í íslendingasögum eru skráðar um Vín- landsferðir og í einni af greinum þessum, sem skrifuð er af dr. A. Fredenholm í vísindarit eitt í Svíþjóð, en þýdd er og birt í MacLean’s Magazine, Toronto, Canada, er gengið feti lengra og bent á þau rök, sem frá vísindalegu sjónarmiði sanna, að Norðmenn (íslendingar) hafi ekki ein- ungis fundið Ameríku, heldur hafi þeir sezt hér að og dvalið til langframa, og þótt þeir yrðu um síðir að lúta í lægra haldi, sem þeir gerðu þó ekki fyr en löngu seinna en alment er ætlað, hafi sagan um Vínlands-fundinn breiðst út um Evrópu Landið hafi því aldrei týnst, heldur hafi hugmyndin um það lifað" alt til þess tíma og verið kunn öllum mentamönnum. Það eru til svo óyggjandi rök fyrir því, að Leifur hepni hafi fundið Ameríku ár- ið 1000, að því mótmælir enginn. Og það er eflaust ekkert ljósara nú, en það hefir á öllum öldum verið. En þó er þeim barnaskap haldið fram, að Ameríka hafi aftur týnst, og svo er maður dubbaður upp með heiðri af því að hafa fundið hana nærri fimm öldum síðar! Það, sem skráð finst og talið er nú sönnun fyrir þvf, að Leifur hafi fundið Ameríku var skráð á> tíma þeim er Kolum- bus fann hana. Að viðurkenna það, kast- ar ekki skugga á vitsmuni, áræði og fram- takssemi Kolumbusar. En það er ekki að- eins, að menn vissu um strandir Græn- lands, Labradors og Bandaríkjanna og, landið talsvert út frá þeim árið 1492, er Kolumhus fann Ameríku, heldur er það nú viðurkent, af sannleikselskum sögu- fræðingum, að landabréf hafi löngu fyrir daga Kolumbusar verið til af þessum stöðum. Að Kolumbus varð kunnur, sem upp- götvari Ameríku er kaþólsku kirkjunni að þakka. Og hverja þýðingu að það hafði fyrir þá kirkju, er einnig auðskilið. En Kaþólsku kirkjunni hefir ekki aðeins tekist að gera Kolumbus að uppgötvara Vestur-álfunnar, heldur einnig svo að segja að dýrðlingi, því Bandaríkin hefir hún fengið til að viðurkenna, að á ári hverju skuli einn dagur haldinn helgur yfir alt landið, til minningar um hann (Columbus Day), en Ameríku-fundur Leifs, er gerður að álfasögu eða trúður- leik. Það verður naumast efast um það nú orðið, að Kolumbus fékk fyrst hugmynd- ina um land í vestri af frásögn lslend- inga. Það er áreiðanlegt, að hann kom til íslands árið 1477 eða 15 árum áður en hann finnur Ameríku. í æfisögu hans, sem skrifuð er af Ferdinand launsyni Kol- umbusar, segir, “að Kolumbus hafi í febrúar árið 1477 siglt 100 mflur (leag- ues) norður fyrir Tile, sem nú er kallað “Frislanda”. En það er nú víst, að þetta land var Island. Aðra sannsögulega á- stæðu fyrir því, að Kolumbus hafi til ís- lands komið, hafa menn einnig þar Sem er skjal eitt skrifað af rómversk-kaþólsk- um höfundi. En í því skjali segir, að Kol- umbusi hafi meðan hann dvaldi á íslandi', verið blásið því í brjóst, af heilögum anda, að leita eftir landi lengst í vestri. t einu af söguritum sínum segir Vignand, amerískur ræðismaður um mörg ár í París, að Kolumbus hafi haft í höndum all-áreiðanlegt landabréf er hann sigldi sína fyrstu ferð vestur um haf. Þrjú mismunandi landahréf voru þá til af Grænlandi. Og sjóferðir íslendinga og Norðmanna og æfintýra lífið, sem þeir lifðu um þessar mundir, var hinum ment- aða lýð Evrópu þá vel kunnugt um. Ennfremur er því haldið fram af ýms- um, að nokkur vafi sé á því að Kolum- bus hafi tekist ferð þessa á> hendur í því skyni að leita áður ófundinna landa. Það eru nokkrar líkur fyrir því, að hann hafi í verzlunar-erindum eingöngu farið hana. Washington Irving, sem skrifað hefir eina þá beztu æfisögu, sem af Kolumbus hefir verið skrifum, segir að hann hafi haft um 500 þræla með sér til baka. Lítur það heldur verzlunarlega út. En hvað sem það nú var sem bjó undir er Kolumbus fór ferð þessa, er það víst, að íslending- ur hafði fundið landið nærri fimm hundr- uð árum áður. Fyrstur allra hvítra manna að sjá Vín- land, var Bjarni Herjólfsson. Á ferð hans stóð þannig, að hann var að flytja frá ís- landi til Grænlands; hefir ef til vill verið á einu skipinu af þeim 25, er lögðu af stað frá íslandi 986, eftir för Eiríks rauða heim, og sagt er um að aðeins 14 hafi komist heilu og höldnu til Grænlands, en hin hafi farist. Bjarna hrakti, unz hann sá þetta ókunna land. Og sunnarlega hefir það hlotið að vera, því um 9 dægur var hann í útsynningsleiði að sigla það- an til Grænlands. En Leifur hepni Ejríksson steig fyrst- ur hvítra manna fæti á land í Ameríku. Og landið fann hann af tilviljun, eins og Bjarni sá það af tilviljun. Leifur var maður djarfur og stórhuga. Hann var ekki ánægður með hafa viðskifta sam- band við ísland, heldur hugsaði hann sér að komast í beint viðskiftasamband við Noreg og Norðurlönd. Hann bjó því út skip sín og lagði af stað frá> Grænlandi árið 999 með þetta í huga. H&nn lagði leið beint af augum yfir þvert Atlanzhaf. Enginn maður hafði áður gert það. Á þeim tímum sigldu flestir aðrir eri íslend- ingar eða Norðmenn aðeins með strönd- um fram eða voru sjaldan lengra und- an landi en svo, að þeir næðu til lands að kvöldi. útbúnaður sem nú tíðkast við siglingar landa á milli, var þá ekki til; enginn áttaviti, engin hraðamælir, eng- in áhöld til að reikna út með hvar menn væru stadidr. Án þessara áhalda þætti það nú óðs manns æði, að sigla út fyrir land- steina. En yfir Atlanzhafið fór Leifur eigi að síður án þeirra. Það er mikið látið af hugrekki Kolumbusar og fram- sýni. Þó hafði hann áttavitann og fleira af nútíðar siglingaráhöldum með sér í sína ferð vestur um haf. Ef það er hrós- vert, eins og það óneitanlega' er, þá á Leifur eigi síður lof skilið fyrir sína ferð. Að því er siglingar snertir, er hún ef- laust mesta frægðarverkið, sem unnið hefir verið, jafnvel enn þann dag í dag. Er það sanngjarnt, að hann sé fyrir það sviftur heiðrinum af því, að hafa fundið Ameríku fyrstur manna árið 1000? Þegar Leifur kom til Noregs í þessari ferð sinni var Ólafur Tryggvason þar konungur. Konungur hafði þá> tekið kristna trú, en Leifur var Ásatrúar, sem eðlilegt var, því Eiríkur rauði fór frá Is- landi 14 árum áður en kristni var þar lög- tekin. En ólafur konungur talaði svo um fyrir Leifi, að hann tók kristna trú. í ferð þessari, og lét skírast. Framhald. Fyrsta skifti. ífyrsta skifti í sögu Vestur-Is. lerLdinjg-a hefir einn þgirra vexið kærður um morð, fundinn sekul og dæmdur til dauða. Væri hér um vissu fyrir sekt að ræða, þá væri þýðing- ralaust — eða jafnvel rangt að veita þessu máli nokkur afskifti. Því ls. lendingar mega aldrei æskja nokkurra sérhlunninda. Jafnvel þeir, sem allra eindregnast eru á móti dauðadómum, eins og sá er þessar línur ritar mega ekki mótmæla þessum dómi á þeim grundvelli, að hér sé um íslending að ræða. Allir verða að sæta sama dómi i sama landi að sannaðri sekt. En hér er um sérstakt mál að ræða að því leyti að blöðin kveða manninn dæmdan eftir Hkum. Dauðadómar eru nógu fjarskyldir sannri menn- ingu þótt þeir séu feldir yfir mönn_ um að sannaðri sök — með. beinum sönnunum. Þegar um líkur einar er að ræða mega þeir ekki eiga sér stað og um það verða íslendingar að sjá að bræður þeirra séu ekki líflátnir án beinna sannana um glæp. Eg las það í lítilli blaðafrétt 6. desember, að þessi maður hefði ver. ið dæmdur til hengingar eftir líkum. Eg skrifaði samstundis tii E. J. Mc. Murray ráðherra í Ottawa, sem er yfirmálafærslumaður ríkisins (Solici- tor General). Eékk ég tafarlaust það 1 svar frá honum, að hann skyldi láta rannsaka málið eftir föngum. Skömmu siðar sá ég auglýstan fund í Þjóðræknisfélaginu og hefir það nú tekið málið upp á sína arma með þeim lögmanni, sem örugt má treysta, hr. H. A. Bergmann. IMig langar til ef hægt væri, að vekja fieiri til umhugsunar um þetta mál og þátttöku i því; finst mér sem það verði best gert með því að lvsa afstöðu þessa ógæfumanns og sýna með lifandi dæmi hvernig lögin geta vilst og tekið frelsi eða jafnvel Itf saklausra manna, þegar atvikin vefa iíkurnar á vissan hátt. Bg ætla fyrst að segja stutta sögu um mann, sem dæmdur var eftir Hkum og sannaði sakleysi sitt löngu síðar. Sá heitir Eric R. Watson, sem skrifað hefir sögu málsins og er hann sjálfur lögmaður. /Sagan heitir: Trial of Adolph Beck”, og er í stuttu máH sem hér segir. Árið 1893 vildi það til að Adolph Beck var á gangi á Victoria stræti í Lundúnarborg á Englandi. Stúika, sem Ada Meissonier hét, gekk í veg fyrir hann og bar það á hann, að hann heföi fyrir þremur vikum rænt sig peningum. Maðurinn neitaði því. Þau •kölluðu á lögregluþjón, fór hann með þau bæði inn á lögreglustöð. Þar kærði stúlkan Beck fyrir þjófm. að. Margar aðrar ungar stúlkur komu fam og báru það, að maður hefði einnig rænt þær, og beitt til þess sömu brögðum við allar. Hlafði hann komist í náin kynni við þær, þóst ætla að giftast þeim og beðið þær að ljá sér hring til þess að hann gæti mælt eftir honum annan hring, er hann ætlaði að gefa þeim. Auk þess fékk hann peningalán hjá þeim öllum. Þegar hann hafði náð hringn um og peningunum, hvarf hann og sást ekki framar. AJlar stúlkurnar báru það og sóru, að þessi Adolph Beck væri svo Hkur þessum manni, að um það væri ekki að villast — þetta væri hann og enginn annar. Eleira kom á móti Beck en þetta, t. d. það, að pappír, sem þjófurinn hafði skrifað á til stúlkunnar, var samskonar og sá pappír, sem Beck notaði. I ööru lagi það, að þjófur. inn var þýzkur og heyrðist útlendings b1ær á máli hans; Beck var Norð. maður, og talaði einnig með útlend- ingsblæ. Var þetta atriði talið mik. ilsvert fyrir réttinum til sönnunar um sekt hans. Meðan málið stóð yfir, var einhver svo hugulsamur, aö minna lögregl- una á það, hvað Beck væri Hkur manni, sem John Smith hét, og sawn- aður hefði verið að þjófnaði árið 1877. Tveir lögregluþjónar, sem átt höfðu við Smiths málið, voru kallað- ir, og báru þeir það báðir, að eftir því sem þeir myndu bezt, væri þessi maður svo líkur Smith, að hann væri vafalaust sami maðurinn undir fölsku nafni. Sérfróður maður var fenginn til þess að dæma um skrift Smiths og DODD’S nýraapillur eru bezta nýmameðalið. Laskna og gigl, bakverki, hjartabilun, þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pilfek kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf- sölum, eða frá , The Dodd’s Medicina Co., Ltd., Toronto, Ontario. Becks, og gaf hann þann úrskurð, að höndin væri sú sama. Lögreglan og dómarinB voru viss um sekt mannsins, og var hann dæmd ur í sjö ára fangelsi við þrældóm. Þegar Beck kom í fangelsið fékk hann fangamarkið DW523, sem var sama númerið og Smith hafði haft. en “W” þýddi það, að hann hefði verið fangi áður. Lögmaður Becks hélt áfram að hugsa um málið. Loksins komst hann að því, að Smith var þýzkur Gyðing- ur og var því umskorinn. Lét hann þá skoða Beck og sann- aðist það, að hann var ekki sami maðurinn og Smith. Þarna kom fram nýmæli í málinu, og það not- aði lögmaðurinn til þess að biðja um nýja rannsókní en því var neitað — taiið þýðingarlaust, þar sem sannan- ir hefðu verið svo margar og ó- yggjandi. Árið 1901 var fangelsistími Ad- olphs Beck útrunninn, var hann þá látiim laus. Á meðan hann var í fangelsinu hafði ekkert borið á þessuni þjófnaði sökum þess að Smith var erlendis. En tveimur árum síðar var byrjað að stela á þennan sama einkenni- lega hátt. Beck var tek- int* fastur aftur og enn þá fundinn sekur. Áöur en dómur var uppkveðinn í þetta skifti tók lögregluþjónn nokk- ur eftir því, að maður nokkur hafði verið fundinit' sekttr vwn nákvæmlega samskonar þjófnað á öðrum stað. Gren^laðist hann eftir sannleikanum t þessu máli og fann það út, að þar var Smith. Kom það nú hrátt i Ijós, að Beck hafði verið með öllu saklaus í hæði skiftin. Rétturinn lýsti yfir sak- ieysi hans af báðum kærum og ákvaö honum um $25,000.00 skaðabætur úr rikissjóði. Watson lögmaðtir lesggur sterka áherslu á eitt sérstakt atriði í þessari bók. Það er það, að Beck var sérstakur óreglu- og óreiðumaðtir, þótt hann væri saklaus af þessum kærum. Telur Watson Hklegt að það hafi haft áhrif á hugi þeirra, sem réttvísinni stjórnuðu, þótt slíkt ættí aldrei að eiga sér stað. Þetta er sagan um Adolph Beck: ótrúleg sorgarsaga, en þó sönn og tekin úr nútíðarlífi i brezka ríkniu. — Þá er að minnast á Ingólf Ingólfs- son — Islendinginn dæmda. Hann er kærður um morð; hann mætir fyrir dómstólnum fé- og vinalaus útlendin Hann hefir engan( lögmann. Rétt- vísin skipar honum málaflutnings. mann — einhvern sem næstur er hendi — við vitum Ö11 hversu mikið má venjulega treysta slíkri máls. vörn. Á móti honum korna* fram Hk- ur — ef til vill sterkar Hkur — en samt ekkert nema likur. Þó er hann fundinn sekur og dæmdur til dauða. Lögmaðurinn á- frýjar fyrir hæstarétt Albertafylkis, eða biður um nýja rannsókn; því er neitað í einu hljóði. Af þessu leiðir það, að ekkert verð ur annað gert en að fá dóminum breytt í fangelsisvist það fær Berg- mann ef nokkur fær það. Verði dóm- inum þreytt þannig, þá mætti svo fara að eitthvað kæmi í Ijós síðar til þess að málið fengist tekið upp af nýju; gæti þá sakleysi Ingólfs sannast, ef hann er ekki sekur. Astæðan til þess, að ég sagði hér söguna af Becks-málinu er sú, að ég hefi heyrt suma efast um að nokkru sinni sé dæmt eftir líkum, er það

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.