Heimskringla - 14.01.1925, Síða 5

Heimskringla - 14.01.1925, Síða 5
WINNIPEG, 14. JANXJAR, 1925. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA Gullfoss Cafe (fyr K»on-ey’s Lunch) 629 Sargent Ave. ttpeinlæti og sinokkvísi ræöuir J nwtiartilbúninigi vorum. Lítið hér *hn og fáið yður að borða. Hötum ©innig altaf á boðstól- 1011: kaffi og aliskonar bakninga: Mbak, vindla. svaladrykki og skyr hinn mesti misskilningur. l>aS hefir sannast hvafi eftir annaS, aö menn hafa veriö líflátnir fyrir morö, sem Þ©ir aldrei áttu nokkurn þátt í. Þess var getiö aö Beck heföi veriö óregiu.og óreiöumaður og aö þaÖ hefði, ef til vill, haft áhrif á málið. H*yrst hefir, aö þaö sama sé aö ^^ja um Ingólf. En eins og Beck var saklaus af þeim glæpum, sem hann vafalaust verið líflátinn, og sak. reglu sína, eins getur Ingólfur verið saklaus af þessum glæp, þótt hann aö öðru leyti sé ekki reglumaður. Hieföi Beck verið kærður um morð 1 staðinn fyrir þjófnaö, þá hefÖi hann tafalaust veriö líflátimi, og sak- leysið sannast of seint til þess aö fyr- það yrði bætt. Islendingar verða að standa hér saman sem einn maður; þeir mega «kki láta það viðgangast, að bróðir Jxirra sé sviftur lifi sannanalaust. ALLIR verða aö leggja fram eitt. hvaö í varnarsjóðinn. Sig. Júl. Jóhannesson. -------0------ Opið bréf til bænda (Framh. frá bls. 1.) vinnumann að stöðugu verki, segj. um 9—10 tima á hverjum degi, eöa ■eftir þvi sem um er samið. Með þessu fyrirkomulagi þyrftL að minni ætl. an, aðeins einn mann, til aö úthluta allri þeirri vöru, sem enn sem kom. ið er, er keypt i bændabúðinni. Verzl. unarstjóri, skyldi hafa föst laun að einhverju leyti, en að sumu — og mestu levti prócentur af umsetningu verzlunarinnar. Hann skyldi svo ráða trl sín þann vinnukraft sem honutn bezt likaði, en borga öll vinnulaun sjalfur af sínu kaupi, yrðu prdcent. ur þær, er hann fengi af umsetning. unm að sjálfsögðu að miðast við •þetta. Honum skyldi í sjálfsvald sett, hvort hann sæi sér og verzlun. inni nokkurn hagnað í því að hafa búðina opna til nokkura annara við. skifta en þessara fastákveðnu. Eg hefi þá i fáum dráttum, skýrt fyrir vkkur þessa hugmynd; nú ger. iS þið við hana hvað ykkur gott þyk. ir. I'etta er engin jverzlunarfræði, en það mætti, ef til vill, nefna það hagfræði, eða vinnuvisindi, og ættum við ekki að hafa neitt sérstaklega illt af þvi, að ræða slikt. Siðara atriðið, sem ég taldi. að hefði mikinn kostnað í för með sér, er það, að hafa miklar vörubyrðir á hendi sífeldlega, ætla ég ekki að ræða við ykkur, að þessu sinni, vegna þess, að sú breyting, sem ég hugsa mér að þar gæti orðið, getur ekki látið sig gera nema því aðeins, að hinar áminstu breytingar, eða eitthvað því svipað, verði á undan gengið. I'ó nú að langeldar samvinnunnar hafi logað hér um slóðir þessi sið. ustu árin, hafa þeir þó hvergi nærri brent upp þær verzlunatálmanir, sem umkringja okkur hér. HJIuthafar bændaverzlunarinnar hafa enn sem komið er, ekki haft tækifæri til að orna sér nema lítillega á annari hlið- inni. Sú hlið bóndans, sem tengd er við búsafurðirnar hefur snúið frá langeldunum, og er kalin. M.erkilegt ©r það, hvað vaninn getur blindað manni sýn. Sökum þess, að hér hefir aldrei viðgengist að minsta kosti ökki hjá löndum, að verzlunarbúðir tækju lifandi pening sem gjaldmiðil, þá hefur vist engum dottið í hug, að þetta geti látið sig gera. Engum for. hólfinum, á ég við," og dreg ég það a* t>ví, að ég spurði einn forkólfinn C’rir skömmu: Því kaupið þið ekki eða því meðhöndlið þið ekki lifandi Pening fyrir bændur? Svarið var á tá leið, að það ætti ekki saman. Jæja, ef það á ekki saman, þá er mal til komið, að fara að samrima Það, eða finst ykkur ekki svo? Erum v,ð ekki allir sammála um það, að hið mesta ó1ag er hér á nautgripasölu. I’egar Ix'zt gegnir, hafa menn getað sameinast um að senda tvó til þrjú vagnhlöss af lifandi pening úr hverju bygðarlagi einu sinni á ári. Þar fyr- leita sér markaðar fyrir gripi og ann. að eftir föngum. Menn hafa þá ekki haft nein önnur úrræði, en að snúa sér til gripakaupmanna, og þegar svo er komið að bændur þurfa að ganga eftir kaupahéðnum til þess á einhvern hátt að geta losað sig viö gripi, sem er ofaukið, eða þá að skuldir eru annarsvega, sem gjaldast þurfa, þá þarf bóndinn ekki lengur að vonast eftjir þáu markaðsverSi. Við Bétt. um ekki lengur að láta svo búið standa, heldur ættum við nú að hefj. ast handa hið allra bráðasta og bind. ast svo víðtækum samböndum í þessu! tiliiti, að allur okkar búpen. ingur yrði seldur sem einn maður ætti, a. m. k. frá þeim fjórum bygð- um sem ég þegar hefi nefnt. Eg hygg að engum manni dyljist, að slikt sam band mundi hafa hinar heillavænleg. ustu afleiðingar, ef rétt væri með farið. Nú finst mér, að hér geti verið um að ræða tvær aðferðir til fram. kvæmda. Önnur er sú, að hinar ýmsu deild- ir úr bænda.sambandinu í Manitoba, (|iær sem eru Iifandi, eða starfandi hér í kringum Árborg) myndii eitt allsherjarfélag með miðstöð í Árborg og að þetta félag annist sölu á öllum afurðum bænda, og sé á sama tíma ráðgefandi viðvíkjandi þvi að bæta vöruna, og ef til vill auka framleiðslu Hefi ég áðttr minst á þetta á fundi. sem haldinn var í Árborg í vor, sent leið. Framkvæmdir hafa engar orð- ið enn sem komið er. Hin önnur aðferðin, sem mér finst, að geti verið unt að ræða, og hefi ég aðhylst hana við nánari at. hugun, er sú, að bændaverzhinin taki þetta upp sem eina grein verzlunar. innar. Ekkert sýnist vera því til fyr. irstöðu og ekkert sýnist liggja heinna við, heldur en einmitt það, að sú verzlun geri sitt ýtrasta til að koma bændavöruinni á viðunanlegan mark- að, og hvgg ég. að einmitt það hafi veriö eitt af markmiðum hennar, þá er hún var stofnsett, en revndin hefir orðið alt önnur. Við skulum þá segja, að þetta sé afráðið, og verzl. unin sé nú orðin miðstöð, sem sér uni sölu á öllum bændaafurðum, þá við nánari athugun kemur það fram í dagsljósið að maður. sem aðeins hefur verzlunarþekkingu — og hana ef til vil! af skornum skamti — get. ur ekki tekið að sér þessa grein verzlunarinnar, svo þá verður að taka það ráð, að hafa tvo verzlunarstjóra. Annar gerir innkaup og sér um þann varning til útbýtingar, eins og áður hefir verið bent á, en hinn, sem við skulum kalla afurða.stjóra, kaupir allar aftirðir og kemttr þeim í verð. Hann yrði að hafa góða sérþekk. ingu á öllum lifandi peningi. Hann yrði að taka sér ferðir á hendur um allar bygðirnar að líkindttm tvisvar á ári, til þess að safna sér ná. kvæmum skýrslum frá hverjum bónda, hvaða afurðir hann áætlar, að seldar verði á árinu, á hvaða tíma hérumbil, að hann vill selja, t hvaða ásigkomulagi varan er, flokka hana nákvæmlega og gefa isvo Ijúenduni ráðleggingar viðvíkjandi ýmsttm at- riðum, sem að búskap lúta. Hann vrði fróður ttm margt á sinu ferðalagi, og gæti því leiðbeint bændunum með hinum mörgu og mismttnandi að- ferðum, sent notaðar eru hér við bú. skapinn, yrði hann fær um að skera úr, hver aðferð er happadrýgst við hitt og annað, hann mundi þá leitast við að sá hinu góöa sæði án afláts, en uppræta illgresið, reyna að upp. ræta alt, sem ekki ber ávöxt. Ef ttnnið yrði að þessu af kappi, og af heilum httg af hálfu afurða. stjóra, og ef bændur yfirleitt vild^ hlusta á góð ráð gefin, af góðurn httg í þeint tilgangi, að byggja upp og þroska búnaöinn, þá yrði það til ómetanlegs gagns fyrir, að minsta kosti, hina minniháttar bændur, sem ekki hafa náð góðum tökum á bú. skapnum, og setja því að hálfum afnotum jarðarinnar. (Eg hefi hér farið nokkrum orðttm um hinn óbeina hagnað, sem þetta fyrirkonnilag mundi hafa í för með L w ser. Nú skulum við aftur virða fvrir okkur hinn lx-ina hagnað, og tökum við þá fyrst gripi til yfirvegunar. 1 Afurðastjóri mun hafa vakandi auga á markaðinum, og ætti alla jafna að hafa gott samband við gripakaup. menn t Winnipeg og mundu þeir verða fúsir á að gera sitt ýtrasta til að útvega sem bezta sölu, þar sem um svo mikið væri að tefla. Hann gæti flokkað gripina og sent heil vagnhlöss af einni tegund, — og er það, að allra manna dófht, hagn. aður. Hann gæti einnig, þegar færi gæf- ist, útvegað bændum vagnhlöss t. d. af kvígum, se moft er hægt að kaupa á sanngjörnu verði i gripakvíunum í Winnipeg. Enginn einn bóndi hér um slóðir, ræðst í slíkt en sameigin- lega mundi það verða gert, og það yrði að vera gert í þvi augnamiði, að bæta kynið. Menn hafa orðið að sætta sig við um helming verðs þess, er lofað var og ekkert virðist hægt að gera annað, en rífa hár sitt’ og bannfæra heykaupmennina, en slikt virðist engin áhrif hafa, því sama sagan endurtekur sig án afláts. Mér finst, ef afurða.stjóra væri gefið fu1t umboð á öllu heyi, sem sent er frá Árborg, að hann gæti komið lagi á þetta. Ef til vill gæti hann komið því til leiðar, að heyið yrði keypt í Árborg. Einnig gæti 'hugsast, að semja mætti við einhvern heykaup mann í Winnipeg um, að selja alt hey héðan fyrir víst á hvert ton. Hér eru góð ráð dýr og tali nii þeir sem vitrastir eru. Við yrðum að vænta þess af af. urðastjóra, að hann gæti komið betra skipulagi á alifuglarækt, og markað. Útsæðis-útvegun ætti hann einnig að hafa með höndum. Engar ástæður virðast vera, að bændur þurfi að horga há sölulaun á útsæði. Með sameiningu er hægt að kaupa það í vagnhlössum beina leið frá fram. leiðanda. Mikið ólag er yfirleitt á allri okkar framleiðslu og markaði, og væri sönn þörf á, að gera tilraun í þá átt. að bæta hvorttveggja. Að minu áliti gera bændur alt of lítið af því hér. að tala og rita um sín nauðsynjamál. Það liggur i aug- um uppi, að mikil fræðsla gæti verið irmifalin í þvi, að bera saman ráð sín um heimahagana. Það er í raun og veru sú eina fræðsla sem bændur geta orðið aðnjótandi eftir að bússtörf hafa bundið þá. Að 1esa búnaðarrit úr fjærliggjandi héruðum, og skoða þau til grundvallár fyrir nýjum að- ferðum, er varhugavert, og ætti að gerast með gætni, þvi staðhættir gera mikið að verkum. En fræðslu vantar okkur i öllum efnum, og hvgg ég að stórt spor væri stigið i þá átt, ef breitt vrði til hjá okkur i svipaða átt, og bent hefur verið á. Gætum við ekki á einhvern hátt lcrrf að bera gæfu til þess að sýna niinni harðýðgi i yiðsniftum, hver við annan, en í stað þess kæmi meiri samúð ? Þvi samúð er grundvöllur samvinnumáls. Ef sinum vér orðin i verki, Þá umbótastarfið er ttnnið til hálfs, Og afnemur sundrungarmerki. Við skiljum þá betur hver annars óð En undir þvi komin er samvinna góð. Því er þetta ritað, að ég vildi beina athygli sem flestra að þessum mál- um, svo menn hugsuðu þatt vandlega og væru þá reiðubúnir að ræða þau á næsta ársfundi bænda.verzlunarinnar i Arborg, en þar verða þatt að lik. indum tekin til meðferðar. Virðingarfylst, Valdi Jóhannesson. ---------x------------- ✓ Olafur J. Felixson, fœddur 10. júli 1832 í RangárvaJia- sýslu á lslandi; dáinn 26. júní 1924, í V atnabygðmn í Saskiltchcwan, Can. KVEÐJA frá Miss B. Samson, dótturdóttur hans. Falla hin fornu tré fyrri er gnæfðu hátt, vörðu hinn unga við veðrum af hverri átt. Aukast í ættarskóg auðnir um dal og hól; seint klæðist kalin grund kjarngróðri er brestur skjól. Falla hin fögru tré, frumherjar, lág að grund, útsækni er áttu i hug íslenzka, og þrótt í mund. Otrauðir ýttu á haf, aldir við misjöfn kjör, vegnesti vonin mest, vestur þeir stefndu för. Fornum að feðra sið fóru þar eldi lönd, breytti í akra auðn ötul á plógi hönd. Laxdnema lesa á lífssögu um engi og tún; morgunbjört máist ei minningar geisla.rún. Þrekprúðra í þeirra 'hóp þú varst, nú krýnir brár hetjunnar heiðurskrans hnýttur um dáðrik ár. Lengi þú vanst og vel, víða er þitt blessað nafn, drýgri eru dygðagjöld dala enn stærsta safn. Man ég þitt milda bros, mjúk var, en styrk þín hönd, bernska min björt þér hjá, brostu mér drauma lönd. MuirjfTfa marga stund man ég á þinu hné, sólheið þú sýndir mér sagnheilög ættar.vé. Sögu þú sagðir mér, sólblik þá léku um hvarm, hetju. og helgi.ljóð hjartanu er vermdu i barm. ísland úr öldum reis, ennisbjart, tignarríkt, heiðfögrum himni mót, hreystinnar gyðju likt. Slika eg marga mynd minningar geymi vel æsku ífá yndistíð afi I og bestar tel. Víða um fold ég fór, fegurstu hallir leit, kærri er þó konimgshöll kotbær i æskureit. Sæmd er að syrgja þig, sveit þinni farnast vel einn slikan eigi hún ár hvert að gráta úr hel, einn þann, er manndáð meir metur enn gullsins bál, gevminn á göfgi og dygð, guðsdómsins eld í sál. Richard Beck. ------0------- Meira af þriðja farrýms skipum í framtíðinni. Ácetlan Cutiard — Anchor — Don- aldson fyrir 1925. “Árstíð sú, er nú er að enda, hefir ótvírætt leitt i ljós þörfina á auknu þriðja farrými fyrir fólk, sem ákveð- ið hefir að ferðast héðan úr landi til Evrópu. Skilyrðin fyrir því að geta ferð- ast ódýrara til Evrópu, en átt hefir sér stað fram að þessu hafa dregið svo mjög að sér hugi stúdenta, kenn. ara og fólks yfirleitt að undruin sætir eftir þvi sem einum af umboðs- mönnum Cunard eimskipafélagsins segist frá. Umboðsmenn téðs félags í Mont. real, hafa lýst yfir því, að ferðaá- ætlanirnar fyrir næsta ár, hafi samd- ar verið með tilliti til hinna auknu krafta um aðgang að þriðja farrými. Hefir það þvi verið ákveðið að haga þannig ferðum til á árinu 1925, að sem allra flestir kennarar og náms. menn geti í sumarleyfinu heimsótt vini sína austan við hafið, með sem allra minstum tilkostnaði. Fyrsta farjþegaskipiS, ,i saniræmi við áðurgreindan tilgang, Athenia, eign Anchor — Donaldson línunnar, siglir frá Montreal til Glasgow undir umsjón Guy Tombs Limited og heim sækir frægustu sögust^Si í fimm Norðurálfulöndum, sem sé á Skot. landi, Englandi, Hollandi, Belgiu og Frakklandi. Ferðalag þetta heimilar þriggja vikna dvöl i Evrópu og koma ferðamennirnir til baka úr ferðinni til Montreal frá Southampton á skip inu “Ausonia” þann 17. júlí. Önnur skemtiför, undir umsjón W. H. Henry Limited hefst frá Mont. real hinn 27. júni, með Cunard eim. skipafélaginu “Ausonia”, en farþeg. ar koma heim aftur þann 24. júlí með einu allra fegursta skipi Cunard- félagsins “Ascania”. Ferðamanna- flokkur þessi lendir fyrst í Cherbourg og fer svo í hægðum sínum um: Frakkland, Belgiu, Holland og Eng- I land, og sighr heim á leið frá Liver- pool. ♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦> f i f i i ♦!♦ f f f ♦;♦ f f f f ♦> Veikburða viðir. Eftir E. A. GUEST. Eg gekk um eikarskóg, þar skuggar svala, og skýrt ég heyri drembna víði tala. Þar sagði einn: “Hann sinnir ekki neinum við sögðum honum þó að vaxa beinum! Hann batnar ekkert, burt með slíka rolu, sem bognar fyrir hverri minstu golu. Á breytni hans er þjóðin þreytt að vonum, og þessu landi er bölvuð skömm að honum”. “Sko, lítið á hann! sjáið, góðu grannar, hann gætir engrar tízku!” sagði annar. “Því hann er rengla — lítið lim og visið og laufið svo sem ekkert — stutt og gysið. “Og tré, sem eru skyld, af blygöun skjálfa, þau skammast sín að ala slíkan bjálfa; hví getur hann ei safnað krafti og kjarki og komist upp að feðra sinna marki?” Eg leit um öxl og sá hvar kyrkt og kramið var kræklótt tré af öllum veðrum lamið. Þess “vinir” feldu vægri dóm í rétti ef vissu rót þess bælda af þungum kletti. Því bjargið rænti þrótti, þreki og mæring og þroskalífi — skóp því smán og tæring. Það grét í hljóði; glögt sín forlög skildi, en gat ei vaxið beint þó fegið vildi. Og eins er það með fólkið — fullum rómi það finnur veikum sekt í sleggjudómi. Vér stærum oss af nafni, auð og ættum, en aðra smáum, stadda í nauð og hættum. \ Því lífið skapar sumum stærri steina en staðist geti; hvernig sem þeir reyna — t skógi sjaldan þroskast allar eikur; nei, einhver viður finst þar jafnan veikur. Sig. Júl. Jóhannesjon. f f f f f f f f f f ♦> f f f ♦> ♦> f f f ♦> ♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦♦♦ Lagt verbur upp í þriöju skemti- förina héSan hinn 3. júli undir um. sjón Guy Tombs Limited. Hib nýja og veglega skip Anchor — Donalds. félagsins “Letitia”, er bygt hefir ver- iS viS Clyde, flytur fólkiö til Skot. lands, en heim kemur þaS aftur meS Cunard.skipinu “Andania”, er sigl- ir frá Southampton 31. júlí áleiöis til Montreal. Allar þessar ferSir eru meS svip. u?Su sniði. Fylgja hverju skipi þaul. æfbir leiðsögumenn. HiS stórhrifandi útsýni íneöifram St. Lawrence fljótinu og víða ann. arsstaðar hlýtur aS heilla huga fjölda Ameríkumanna, og má því ganga út frá því sem gefnu, aS fleira fólk feröist eftir hinni fögru CanadaleiS á næsta ári, en nokkru sinni fyr. -----0------ Dánarfregn. Þann 31. október síSast. andaSist aS heimili sínu viS Hekkla p. O. Ont. konan Sólveig Einarsson, kona Gísla Einarssonar, sem þar hefir búiS lengi. Sólveig sál. var fædd aS Giljá í Vatnsdal í Hiinavatnssýslu 1861.- FaSir Sólveigar var Páll Snæbjörns.1 son Snæbjarnarsonar prests aS Grímstungu, Halldórssonar biskups á Hólum. En móSir Sólveigar var IngiríSur Ólafsdóttir Tónssonar og Sigurbjargar Tómásdóttur, konu Ól- [ afs, er um langt skeiö bjuggu aS Eiö-j stöiTuni í BJöndudal I sömu sýslu. I Sólveig sál var því i báöar ættir af j merku fólki komin. Hún mun hafa flutt frá ísladi 1888 og dvaldi fyrst í Ontario og siöar nokkur ár í Manitoba og viöar. Rlutti siöan austru til Hekkla P. O. í Ont., og giftist þar 1909 Gísla Einarssyni, sem enn býr þar, nú mjög kominn til efri ára; þingeyingur aö ætt og einn mefSal þeirra allra fyrstu íslenzkra landnema á því svæöi. Sólveig sál. haföi góöa vitsmuni og var vönduS í oröi og verki. Framúr. skrandi starfsöm, trvgglynd og skyldurækin. Um skapgerö hennar mætti meö sanni segja. AS tunga og hjarta unnu saman, þá hún lét skoö- an sína í ljósi. En aö eSlisfari var hún mjög fáskiftin utn alt sem var utan hennar verksviSs. Þessi þrjú systkini Sólveigar sál. munu vera á lífi: Ingibjörg. búsett á Hvamms. tanga i Húnavatnssýslu á íslandi GuSrún (Mrs. C. F. Edward) Minne sota og GuSmundur aö Narrows, Man. Hún var jarösungin í |grafreit þeim, er Islendingar þar stofnuöu (og sem nú er aöalgrafreitur bygöar- innar) af Meþodista presti, W. C. Conning. ViS jaröarförina voru all- ir íslendingar, sem þar búa, ásamt mörgu öSru fólki. En um útförina sáu, ásanit ekkjumanninum, syatur. börn Sólveigar sál. og faSir þeirra, Jakob Einarsson, bróSir Gísla, sem einnig býr þar nú ekkjumaöur, eftir Jórunni systir Sólveigar sál. AS siövenju þessa lands, má vel geta þess, aS margt af því hérlenda I fólki, sem viö jarSarförina var gáfu j kransa og blóm, sem aSstandendur votta þakklæti sitt fyrir. JÓN RUNÓLFSSON: þÖGUL LEIFTUR. Þessi nýútkomna kvæðabók er hin PRÝÐILEG- ASTA JÓLAGJÖF. Bókin er nær 300 bls. og inniheld- ur þýðingu á hinu heimsfræga kvæði Tennysons Enoch Arden. Pappír, prentun og allur frágangur er hinn prýðilegasti. Bókin kostar aðeins $2.00, og veröur send kaupendum fyrir það verð, burðargjaldslaust, hvert á land sem vill. Aðalútsölumaður bókarinnar er: SKÚLI HJÖRLEIFSSON, Riverton, Man.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.