Heimskringla - 11.02.1925, Page 6
6. BLAÐSIÐA
HElMSKRINGLA
WINNIPEG, 4. FEBRÚAR, 1925
“Litla stúlkan hans”
SAGA EFTIR L. G. MOBERLY.
Sigmundur M. Long þýddi.
þröstur og söng um sumar og gleði, sem var svo
hrífandi fyrir Giles, áð hann mátti til að brosa
og gamla dyravarðarkonan, sem með virðingar-
fullri kveðju opnaði hliðið, sagði við hina veiku
dóttur sína:
“Mér varð gott af því að sjá hann brosa aft-
ur. H;ann var svo alvarlegur og miklu eldri að
sjá, er hann keyrði að hliðinu, það var eins og
hann væri svo mikið breyttur, en þegar hann
brosti, þá var það hann sjálfur”.
“Hann hefur máske ekki enn þá gleymt stúlk-
unni, sem sveik hann”, sagði dóttirin. “Það er
sumt fólk sem ekki getur gleymt, og hún fór
hraklega með hann.”
“Það er sagt, að henni hafi hefnst fyrir það”,
svaraði gamla konan “Hún kvað hafa verið al-
veg frá sér af harmi, er maðurinn hennar dó, —
sa sem hún strauk með Nú segir fólk að hún
mundi feginn taka Sir Giles aftur, ef hún ætti
kost á því”
“Hver hefir sagt þér þetta, mamma?” spurði
stúlkan með lítilsvirðingu.
En frú Budel hristi hátíðlega höfuðið og
svaraði:
“Ó, — ég heyri það, — ég heyri það, og svo
hefur nýja vinnukonan hjá ungfrú Sylvíu sagt
mér að hún hafi heyrt af einni af vinnukonum
sínum, að frúin sem Sir Giles ætlaði að eiga fyr- .
ir eina tíð, hafi nú til br&ða lokað sig inn í
klaustur. En líklegt er, að hún verði þar ekki
lengi, því stúlkan sagði, að hún væri ekki. af
þeirri tegðnd”.
Dóttir frú Budd brosti að hinu viðstöðu-
lausa slúðurhjali móður sinnar, en af því henni
var kunnugt, hversu hin góða, gamla kona var
veiðin á allskonar slúðursögur, tók hún ekki
meira en svo mark á því sem hún sagði, — ein.
ungis óskaði hún í sinni skáldlegu sál, að hin
trúlausa heitmey Sir Giles, vildi koma aftur til
hans og bæta fyrir það, sem hún hafði áður gert
órétt við hann, svo alt yrði gott aftur.
Á meðan þessu fór fram, keyrði Giles sjálfur
með hraðri ferð inn akveginn, og rendi augun-
um með ánægju yfir hinar grænu grassléttur,
ug trén, sem gera enska lystigarða svo sérlega
skemtilega og hressandi fyrir augað.
Sólin skein með fullum krafti á framhlið-
ina á hinu gamla húsi, þegar vagninn kom upp
að aðaldyrpnum, og rúðurnar sendu frá sér
glampandi geisla kringum gaflinn er var úr rauð
um múrsteini, flögruðu skrækjandi krákur, á-
heimleið til hreiðra sinna, í álmtrjánum út á eng-
inu.
Aðaldyrnar stóðu upp á gátt,' og á efstu
tröppunni stóð roskin, dökkklæddur kvenmaður,
sem Giles þekti þegar, að var ungfrú Helen
Standsdale, við hliðina á henni stóð ung stúlka,
— há vexti, vel vaxin, með ljómandi augu og
hlossandi kinnar, — og á þessa ungu stúlku
starði Giles, með opinberri undrun, hún var í
hvítum kjól, og í beltið hafði hún stungið nokkr-
um dökkrauðum rósum, sem ilmuðu móti Giles,
|>egar hann gekk upp stigann. Eitt augnablik
starði hann á hana og honum kom til hugar, að
þetta væri einhverskonar villisjónir.
“Hver er — ”, byrjaði hann, en á sama andr
artaki gekk hAVtklædda stúlkan |með Jhröðum
skrefum ofan stigann og með ljómandi fagnaðar-
kveðju, rétti hún báðar hendurnar á móti hon-
um.
“Monsíeur, — ó, Monsieur, — getur það
skeð, að þér þekkið mig ekki?” hrópaði hún og
tók fast um hendurnar á honum, og horfði á
hann með hinni sönnu ást og einlægni barnssál-
arinnar, en tók það strax til sín aftur, og varð um
leið rauð í andliti og mej'jarblafiððþér inóg
ist yfir alla hennar persónu.
“Eg ætlaði einmitt að segja — hvar er Syl-
vía”, svaraði hann og leit til hennar með brosi,
en var þó eins og hálfgert utan við sig.
“Eg hefi altaf hugsað mér þig, sem litla
stulku, og — ”, hann þagnaði snögglega, og sneri
sér að ungfrú Stansdale, til að taka í hendina á.
henni. En augnatillitið var ekki eðlilegt, það
var líkast sem honum fyndist hann hefði ein-
hverju tapað.
Honum fanst einhvernveginn að litla Sylvía
hans hefði yfirgefið hann, og þessi nýja Sylvía
væri aðkomandi persóna, alveg ólík því barni,
sem hann hafði dreymt um, sem mundi hafa vaf-
ið handleggjunum um hálsinn á honum og kyst
hann á vangann; þessi Sylvía hafði litið upp á
hann, eins og henni í fyrsta kasti, hefði komið
til hugar að hegða sér við hann, eins og þegar
hún var barn. En hún hafði þegar dregið sig til
baka með yndislegum aðburðum, sem fór henni
sannarlega vél. Og nú þegar hann yfirvegaði
hana, meðan hún skeinkti teið, hugsaði hann eins
og óvörum, hve yndælt það hefði verið að kyssa
á vangann á henni. sem minti hann á hvíta rós,
með mjúkum blöðum, þessa hugsun rak hann
frá sér sem allra fljótast, og lagði það niður fyrir
sjálfum sér, að hann væri að eins fjárhaldsmaður
Sylvíu, sem líkur voru til að hún skoðaði sem
hvern annan miðaldra mann, sem slíkt hafði á
hendi, og hana bæri að álíta eins og hverja aðra
unga stúlku, sem hún virkilega var, og þó hafði
hann verið svo einfaldur að hugsa sér, að enn
væri hún barn og jafnvel dreymt um, að þenna
sama dag, setti hann hana á kné sér, og segði
henni sína sögu, þessi hugsun vakti fyrir honum
meðan hann drakk teið og borðaði smurða
brauðið, og svaraði hinum áköfu spurningum
Sylvíu, og ungfrú Stansdale, sem var rólegri, og
hann gaf sér nægan tíma til að athuga útlit henn-
ar, dökka lokkríka hárið hennar, féll nú ekki of-
an bakið í löngum fléttum, en var sett upp f
hnút á fallega höfðinu hennar. Giles veitti því at-
hygli, hve fallega hún bar höfuðið og hversu ynd-
islegar allar hreyfingar hennar voru. Augun voru
djúp og tillitið víðkvæmt, og brosið, það minti
hann svo eftirtakanlega á Sylvíu litlu. Rómurinn
var aðlaðandi, og titrandi hjómur prýddi hann
sérstaklega. Hláturinn var klukkuhreinn, og svo
hjartanlegur, að hann smittaði aðra.
“Sylvía tekur alt frá björtu hliðinni”, sagði
ungfrú Stansdale, þegar Sylvía hló dátt, að eiiy
hverju sem Giles sagði af ferðum sínum. “Eg
kalla hana gæfufuglinn”.
“Hefi ég þá ekki fengið alt, sem getur gert
mig farsæla?” svaraði hún. “Gott heimili. Alt
hvað ég með sanngirni get óskað mér, og hinn
beztá forverja sem til er í heiminum”, bætti hún
við og leit snögglega á hans sólbrenda, andlit, og
gráu augun, sem athuguðu hana svo nákvæm-
lega.
“Fjárráðamann, sem ekki ber skyn á hvern-
ig honum ber að leiðbeina forverja sínum, sem
kominn er af barnsaldrinum”, svaraði hann og
hló.
Hin góðlega litla stúlka brosti.
“Það leyfðum við okkur að gera síðastliðið
tímabil”, svaraði hún. “Sylvía var þá næstum
á*tján ára, og Lafði Ferndale, næsti nágranni við
okkur, taldi mig til að fara með henni til borgar-
innar, og þar eð við gátum ekki fengið yðar
leyfi til þess, áræddum við að gera það samt. Eg
vona að þér misvirðið það ekki?” bætti hún við
angurvær. “En Lafði Ferndale fullvissaði mig
um, að það væri það hyggilegasta sem við gæt-
um gert”.
“Já*. það var rétt”, svaraði Giles, en þá’ hálf-
part utan við sig; það var svo sérkennilegt fyr-
ir hann að vita að hann hafði ótakmarkað vald
yfir forlögum þessarar yndislegu meyjar. “Eg
hefði hvergi átt að fara, án þess að láta yður
vita hvar ég var; ég hefi vanrækt skyldu mína, ég
hugsaði ekki um að Sylvía væri orðin fullvaxta,
og enn síður hugkvæmdist mér, að henni bæri
nú, að taka þátt í öllu sem fullorðnum stúlkum
ber að fylgjast með í; ég verð nú að kappkosta
að bæta úr þessari vangæzlu minni.”.
Dagana næstu á eftir, gerði hann alt til að
uppfylla þenna hrósverða ásetning. Hann fylgdi
Sylvíu á Garðveizlur og aðrar félagslegar sam-
komur. Reið með henni; keyrði með henni, og
í stuttu máli: lét henni í té það sem hún nefndi
“himneska tilveru.”.
“Það er afgert að hún verður að fara til borg-
arinnar aftur”, sagði hann við ungfrú Stansdale,
litlu síðar. “Við Verðum heldur að leigja hús
fyrir nokkrar vikur; ég vil að hún hafi alla þá
skemtun, sem hún hefur löngun til.”
“Það var ekki aðeins það”, svaraði hún hálf
vandræðalega. Hún og Sir Giles sátu tvö ein í
lestrarstofunni. En eins og Lafði Ferndale sagði
“Sylvía er erfingi að miklum auð, — og hún
mun skoðast ákjósanleg til ráðahags. Við höf-
iim ekki rétt til að halda henni hér frá öllu. Hún
verður að kynnast ungum mönnum af góðum
ættum, svo að henni gefist tækifæri á sæmi-
legu hjónabandi.
kaldranlegan, svo kæruleysislegan og breytt-
an. Og þegar dagarnir liðu hver fram af öðrum,
á*n þess að hann kæmi, en sendi aðeins hverja
afsökunina á fætur annari, fór hin unga stúlka
að sannfærast um að hún á einn eða annan hátt
hlyti að hafa orðið honum til vonbrigða eða van-
þóknunar. Og þó óskaði hún aðeins að þóknast
honum. Enginn maður sem hún kyntist, þoldi
samanburð við hann, og ekki var sjáanlegt að
nokkur þeirra skygði á mynd hans í huga henn-
ar. Síðan hann fyrst tók hana til verndar strax
eftir dauða móður hennar, hafði aðdáunin og
ástin til “Monsieur” verið sterkasta hugsunin í
hjarta hennar. En þessi kaldlyndi og breytti
Monsieur fylti hjarta hennar með biturri sorg og
særandi vissu um, að hún væri ekki framar litla
stúlkan hans, en að eins honum til byrði ög
þrautar og að hann óskaði þess helst að losna við
hana. Einstöku sinnum datt henni í hug að gift-
ast einhverjum af þeim mörgu sem feldu ástarhug
til hennar; ef hún gifti sig myndi hún losa fjáir-
gæzlumann sinn við nærveru sína og frá því ó-
maki, sem hann hefði af henni. En við náhari
athugun sá hún að sér myndi alls ómögulegt að
fáamkvæma það. Henn hraus hugur við að kom
ast í frekari kynni við þessa menn sem voru nógu
skemtilegir kunningjar og góðir vinir, én sem
aldrei gætu orðið henni ananð. fmynd Giles
var stöðugt svo í huga hennar, að enginn annar
komst þar fyrir.
“Og Monsieur finst að ég sé aðeins litla stúlk-
an hans. Mér finst að honum gremjist að ég
er orðin fullorðin, því nú hefir hann meiri á-
hyggjur út af mér en þegar ég var barn”, hugs-
aði hún sorgbitin. “Hann getur alls ekki skil-
ið að ég er orðin fullorðin — honum finst enn að
ég sé lítil stúlka — aðeins lítil stúlka.”
Þessar hugsanir höfðu líka áhrif á framkomu
hennar, og gjörbreyttu henni áður en þau hitt-
ust aftur. Framkoma hennar, sem að eðli til
var fjörug og léttlynd, var nú orðin hæg og stilli-
leg. Hún sýndi ekki framar hið fyrra barnseðli,
sem svo mjög hafði prýtt hana, heldur var hún
róleg, ófröm og næstum kuldaleg við fjárgæslu-
mann sinn. Hann hafði komið til London til
að vera með þeim síðustu vikuna sem þær væru
þar, en það var engin skemtun hvorki honum né
Sylvíu, og það var þeim báðum fróun að hugsa
til að flytja til Manderley Court þar sem þau
hvort með sjálfu sér vonuðu að hið gamla reglu-
bundna líf þar myndi koma öllu í samt lag. En í
þessu urðu þau bæði fyrir vonbrigðum. Sá ka li
isem komist hafði á milli þeirra, — sá óskiljan-
íegi kali, sem hvorugt þeirra gat skilið ástæð-
una fyrir, hélt áfram að aðskilja þau einnig eftir
að þau voru komin þangað. Sylvíu fanst jafn-
vel að kalinn á óskiljanlegan hátt ágerðist þang
,að til hann var orðinn sem veggur hlaðinn af ís,
veggur sem ómögulegt væri að komast yfir eða
jí gegn.
21. KAPITULI.
Giles Tredman hitti aftur konu þá sem nærri
átta árum áður miskunarlaust misþirmdi ást hans
í garðveizlu hjá Lafði Ferndale. Hann var að
flytja Sylvíu úr einu af veitingatjöldunum, þau
voru rétt komin út á grasflötinn, þegar há, svart-
klædd kona kom fyrir runna, sem þau voru að
j nálgast og stóð augliti til auglitis við þau.
iRúma sekúndu horfði Sir Giles á andlit kon-
unnar, sem hann eitt. sinn hafði elskað svo ó-
stjórnlega, tók svo ofan og heilsaði hennj rólega,
I en hálf undrandi þó að hjarta hans bærðist ekki
örara, og að hann fyndi ekkert til geðshræring-
ar.
“Hún verður að kynnast ungum mönnum af
góðum ættum, svo henni gefist tækifæri á sæmi-
legu hjónabandi” — þessi orð sveimuðu í huga
Sir Giles um langan tíma, og það lagðist í vana
fyrir honum að athuga alla unga menn sem hann
sá í samkvæmum og kvöldveizlum, og velta fyrir
sér hver af þessum “ungu þöngulhausum” væri
líklegastur til að vinna ást' Sylvíu. Líkum gezt
að líkum, hugsaði hann, og einhver af þessum
tvítugu piltum er líklega álitinn sæmilegur ráða-
hagur handa Sylvíu. Að sjálfsögðu er fjárgæzlu-
maður hennar, — átján árum eldri en hún, — á-
litinn gamall, og að hann gengi henni í föður-
stað.
1 föðurstað! Þessi hugsun kom ætíð þung-
lyndisbrosi á varir honum, og hjartslá*ttur hans
örfaðist, þegar hann hugsaði um yndisleik hinn-
ar ungu stúlku. Hvernig myndu tilfinningar
þess manns verða, sem fengi að faðma hana og
horfa í hyldýpi augna hennar? Og hvernig
myndu þessi augu líta út, þegar þau fyltust geisl-
um ástarinnar. Og hvað bæri þeim manni að
vera, sem öðlaðist það hnoss, að mega snerta hin-
ar rauðu varir hennar með sínum, kyssa hinar
hvítu hendur og hið svarta hár. Hann rak þess-
ar hugsanir altaf frá sér en þrátt fyrir það ásóttu
þær hann aftur og aftur, en afleiðingamar af því
stríði sem hann átti stöðugt í við sjálfan sig komu
fram í nokkurs konar kulda og þagmælsku, þeg-
ar hún var í návist hans. Sylvía tók eftir þess-
ari bfeytingu án þess að geta gert sér grein fyrir
ástæðunni, og var þessvegna fegin að fara með
ungfrú Stansdale til London í júní.
Giles hafði lofað að heimsækja þær eins oft
og honum væri mögulegt, en Sylvía fann það
sjálfri sér tií sorgar, að hún vildi heldur alls
ekki sjá fjárgæslumann sinn, en að sjá hann svo
“Eg bjóst við að hitta yður hér”, sagði Grace.
Giles tók eftir að röddin var hljómlaus og þreytu-
leg. . “Og ég vona að — ”, hún þagnaði og leit
á stúlkuna við hlið Giles.
“Er þetta skjólstæðingur yðar?” spurði hún,
og smátitrun færðist um andlit henni, sem áður
var svo herkjulegt. “Eg — hún — ”. Röddin
brást henni.
Kurteisin riddaralega í eðli Giles vaknaði þeg-
ar hann sá* sársauka hennar, og hann sagði vin-
gjarnlega:
“Já, þetta er skjólstæðingur minn -— Sylvía”.
Hann nefndi ekki föðurnafn hennar. “Mér finst
að ég sé ekki megnugur að rækja skyldur mín-
ar gagnvart henni, en ég geri það sem ég get”.
Hann var í vandræðúm og sagði það fyrsta sem
honum datt í hug, til að halda samtalinu áfram;
samt óskaði hann með Isjálfum sér, að þau hefðu
ekki mæst. Grace svaraði honum ekki, heldur
vék að erindinu, sem kona er tæmt hefir bikar
sorgarinnar. “Eg er nýkomin til Englands”,
sagði hún, “ég — hefi verið utanlands síðan — ”.
Röddin brást aftur, og sársaukadrættir sáust í
andlitinu. “Eg var um stund í klaustri — ekki
sem nunna — það hefði ég ekki getað þolað —
en ég þurfti hvíld og frið. Og nú — nú ætla ég
að reyna að haga lífi mínu öðruvísi.”
Giles horfði á andlit hennar, og hugsaði um
hvað dyldist bak við svipinn ólæsilega og kulda-
lega, því, nema þegar einstöku sinnum vottaði
fyrir geðshræringadráttum, var svo kaldur og
óbreytilegur sem af klaka væri. Augu hennar
voru tilbreytingalaus og munnurinn beinn en
herkjulegur. Alt andlitið var steingjörvingslegt,
og þó fegurðin væri sú sama sýndist hún sálar-
laus.
“Mér þykir ákaflega vænt um að hafa hitt
yður og skjólstæðing yðar í dag”, hélt hún áfram
með hljómlausri rödd.
“Eg hefi gert yður raijgt til. Og hann —
hann breytti ekki rétt gagnvart — hennL Eg
hefi reynt að bæta misgerðir hans. Notar hún
nafn hans?” Giles svaraði um leið og hann leit
snöggvast á Sylvíu, sem var kvíðafull: — “Hún
hefir borið nafn föður síns síðan ég fékk að vita
hver hann var. Hún heitir nú ungfrú Damas-
ky”.
“Hún er ekki lík honum — ” Grace horfði
með athygli á andlit hennar, og augnabliksfjör
sýndist líða yfir svipinn. Mér — þætti vænt um
-— mig langar ákaflega — að tala við hana fáar
mínútur — ef þér getið verið án hennar.”
Sylvía fanst sér myndi það ómögulegt, en
að eins um augnablik. Samhygðin með konunni
vaknaði þegar hún sá angist hennar og sárs-
auka.
Hún rétti henni liöndina.
“Auðvitað vil ég tala við yður”, sagði hún
vingjarnlega. “Monsieur kemst vel af án mín.
Hann var að fylgja mér til Miss Stansdale. Eg er
viss um að finna hana hjálparlaufet Monsieur”,
bætti hún við og leit snöggvast á hann.
“Eg skal ekki kvelja hana né gera henni
neitt ilt — ” Grace sneri sér til Sir Giles, og sagði
þetta svo lágt að Sylvía heyrði ekki.”
“Eg fer héðan í kvöld og sé hvorugt ykkar
framar. Að minsta kosti er ekki líklegt að ég
hitti yður aftur, og ég — mig langar ákaflega til
að biðja yður fyrirgefningar á — á því [sem
kom fyrir, fyrir sex árum. Mér fórst skammar-
lega við yður — mér — þykir mjög mikið fyrir
því.” 1
I Hún rétti honum hendina, og hann hélt henni
augnablik. Aftur furðaði hann að hann fann
enga geðshræringu þegar hann tók í hönd henn-
ar. Ósjálfrátt leit hann af hinu föla andliti henn-
ar á stúlkuna, sem stóð spölkorn frá þeim. Grace
gaf honum ekki tækifæri til að svara. Hún
herti handtakið augnablik slepti honum svo gekk
hún beint inn í lítið sæluhús sem stóð við göt-
una.
“Mér þykir mjög vænt um að ég' hitti yður í
dag”, sagði hún þegar þær voru komnar þang-
að. Mig hefir langað til að kynnast yður, og
þó kviðið fyrir því. Vitið þér að það var hann
— hann faðir yðar, — sem kendi mér hvað ást
er. Eg vissi það ekki fyrr en ég kyntist honum.
Þegar bann dó — var sem eitthvað frysi í sálu
minni. En einhverntíma þiðnar það, ef til vill
—Hún horfði hugsandi út yfir garðinn, —
alþakinn rósum, — “en mig langar aðeins til að
segja yður að ekkert — ekkert, er eins nauð-
synlegt — eins voldugt, og ástin.”
Sylvía leit á hana með undrun. Renni, sem
var hæglát og hálffeimin fanst mjög undarlegt.
að þeSsi kona skyldi tala svona óhikað. Samt
skildist henni, að Grace væri æst, og að hÚR
vafalaust talaði öðruvísi en hún annars myndi
gera. “Látið þér aldrei neitt aðskilja yður og
ást yðar, hélt Grace áfram — “en — ”, hún lagði
höndina á öxl ungu stúlkunnar og horfði fast
í augu hennar — gerið aldrei það, sem mér varð
á, — lofið aldrei að giftast manni, sem þér ekki
elskið — af eigingjörnum hvötum. Eg elskaði
aldrei Giles”.
Þessi upphrópun, sem ósjálfrátt kom af vör-
um Sylvíu bar svo mikinn vott um undrun og
jafnvel neitun að Grace brosti góðlátlega. “Bón-
orð hans var mér skjall. Eg ágirndist stöðu hans.
nafnbót og alt það sem ég vissi að hann gæti
veitt mér, en, — ég þekti ekki ást fyr en faðir
yðar sýndi mér hvað hún var. Það var rangt
— það var skammarlegt af mér að haga mér eins
og ég gerði gagnvart Giles, en stærsta afbrot mitt
var að lofast honum, án þess að elska hann.
Muniðþað!”
Sylvía ætlaði að svara henni en Grace hélt á-
fram áður en hún gat komið upp orði:
“Það er ólíklegt að við hittumst nokkurn-
tíma aftur, — og þessvegna vil ég segja yður
nokkuð sem yður mun finnast mjög undarlegt”.
Sylvía sat á sér að segja, að sér þættu þess-
ar samræður allar undarlegar /og svaraði að-
eins:
“Hversvegna haldið þér að við hittumst ekki
aftur.”
“Sökum þess, að ég er hér aðeins til að sjá
móður mína og að ráðstafa verzlunarsökum, og
svo fer ég burt af Englandi — til að — sjá önn-
ur lönd — og byrja líf á annan há>tt.”
“Mig tekur sárt að yður skuli ekki líða vel”,
sagði Sylvía um leið og hún lagði hendurnar um
háls henni, og kysti hana. Veikur roði færðist
yfir kinnar Grace og rödd hennar var þýðari þeg-
ar hún sagði:
“Þér getið handsamað hamingjuna, ef þér
viljið, — ætlið þér að láta hana ganga úr hönd-
uiii yffar?”
“Eg skil yður ekki”, sagði Sylvía vandræða-
leg, um leið og hún leit undan.
“Eg — mig langar til — að stuðla að ham-
ingju Giles”, hélt Grace áfram þreytulega. “Eg
olli honum einu sinni mikillar sorgar, og nú lang-
ar mig til að vita af honum hamingjusömum.
Hamingja hans er í yðar höndum.”
“f mínum höndum?” Sylvía roðnaði ákaflega,
og leit undan rannsóknaraugum til hennar.