Heimskringla - 18.02.1925, Side 5

Heimskringla - 18.02.1925, Side 5
HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA WINNIPEG, 18. FEBROAR, 1925. þangaö frá Áhrauni 1873. Þau ÞiíS- rik og Guörún voru gefin saman í Bræðratungukirkju af sóknarpresti þar, síra Jakobi Björnssyni,-og byrj- uðu búskap í Króki en fluttu það.. an eftir eitt ár að Felli, og þaðan ári seinna til Vesturheims, með - tvo drengi á fyrsta og öðru ári, er þau mistu báða viku eftir að þau komu vestur. Settust þau að í grend við Churchbridge í Sask. í Þingvallabygð, er þá var að mestu ónumin, þar dvöldu þau í sjö ár. Þá færðu þau bygð sína austur aftur, norður með Mani- tobavatni, norðan við vík þá er nefnd er Sandy Bay. Með Þiðrik fórit mágar hans tveir og tengdafað- ir, og var landnám þeirra allra, upp- haf íslenzku bygðarinnar vestan Manitobavatns. Eftir nbkrav ára veru þar færði Þiðrik bústað sinn suður bakkann þangað sem nefnist Pig Point, þar bjó hann upp til vors. ins 1902, að |hanrc keypti kllrrtikið land um 5 mílur norður af West- bourne, bygði þar og hefir búið þar síðan. Auk þeirra tveggja sona er þau mistu eftir hingað komuna, hafa þau hjón eignast 11 börn er öll eru á lífj og hin nrannvænlegustu. Heita þau svo: 1. Einar, kvæntur Ólöfu Austmann frá Big Point og búa þau þar í bygðinni; 2. Eyvindur, kvæntur j Önnu Austmann systur Ólafar, búa þau í Winnipeg-bæ; 3. Ingibjörg, gift Birni Kristjánssyni frá West. Jxmrne, búa þau í grend við Lang- ruth; 4. Halla, gift Júlíusi Craw- ford frá Athabasca Landing, búa þau í Edmonton.bæ í Alberta; 5. Pétur, ókvæntur, til heimilis í Chicago- l>org; 6. Magnea, gift hérlendum •oanni, Roy McDowell, búa þau í Chicago; 7. Þiðrik; 8. Kjartan; 9. Óli; 10. Kristófer; 11. Hrefna. er \ðH eiga heima í föðurgarði. Stundar Hrefna sem stendur, nám við æðri skóla í Winnipeg. Fyrir nær þrem árum kendi Þið. rik heitinn sjúkdómsins er að iokum dró hann til dauða. En þrek hans og kappgirni var svo mikið að hann lét ekki slíkt á sér festa, meðan hann mátti á fótum vera. Gengdi hann ölL um störfum sjnum, sem væri hann heill heysu, þar til nú fyrir tæpum mánuði síðan, að veikindin ágerðust svo, að hann gat ei lengur fylgt föt- um. Hinn 29. jan. var hann íluttur inn til Winnipeg og færður inn á hið aimenna sjúkrahús bæjarins, og þar andaðist hann, sem áður er sagt 7. þ. m., kl. 10 um morguninn. (Þiðrik heitinn var hinn mesti starfs. og eljumaður alla æfi. Hann var ör í lund en brjóstgóður v>ð alla er bágt áttu og hinn mesti tilfinningamaður. Hann var vinsæll °K vinfastur; trúr og stöðuglvndur Oít hlaut hvarvetna drengskaparorð þar sem hann fór eða kyntist. Hann var hreinskilinn í lund og fór ávalt sínu fram i hverju sem var og ógjarn a að láta hluta sinn, er því var að skifta. Skýr var hann og vel lesinn a þjóðlega vísu, enda unni hann ram yfir flest annað öllu því, sem jóðlegt var i fr*ðum og siðum. ls. and átti hann allann, þó heiman væri artVi farinn, lét hann þá ósk oft í J°si að ekkert væri honum kærara, ?n fa aS bera beinin heima, þó j nur }’rðu örlögin, sem oft vill enda. Hjann var ástríkur og um- ygKjusamur faðir og eiginmaður, k'n heimili hans lær vott um, er þvi arðið stórt við burtför hans. Jarð- r. '* hans fór fram frá heimilinu miðvikudaginn 11. þ. m. Yfir liki atlS ta*aði sira Rögnvaldur Péturs- ®°n frá Winnipeg; flutti tvær ræður, 'denzku og ensku. Fjöldi ná- S anna hans, þó erfitt væri vfir. ar’ vorn þar viðstaddir, islenzkir S enskir, og öll börn hans, nema ottirin e*- býr i Edmonton, er eigi komið vegna heimilisástæða. ann var jarðsettur i grafreit bvgð. arinnnar við Westbourne, báru synir ans sex hann til grafar. R. P. ■---0--- Nokkurorð um íslenzku glímuna. i vetur hafa birst nokkrar grein ^em bent hafa á þá þörf, að endv e|sa og þroska islenzku glímuna h Vestan hafs. Enn verið — sem komið er, hefir þögr eina svarið við greinunum, j*' f<t‘ ekki skilið þann sofandask s endinga hér, hvort heldur eldri e yngri, að daufheyrast við öðru eins velferðarmáli. Ef við> skoðurn málið grandgæfi.. lega, finnum við að svarið verður í alla staði óréttmætt og að einmitt brýn nauðsyn ber til þess, að vakandi áhugi og heill hugur styðji að glímu-íþrótt- inni. Eg hefi átt kost á að kynnast því, á hvaða stigi glíman er hér vestra og frá minu sjónarmiði er hún seni í- þrótt nær dauða en lífi. Kinnroða- laust finnst mér við ekki geta minnst Islendingadagsins siðasta hér i Win_ nipeg, þ. e. a. s. hvað glimunni við- vikur, og veit ég þó að verri var út- koman sumstaðar út um sveitirnar. iHér fengust með naumindum fimm keppendur til þátttöku i glímunni og meiri hluti þeirra ekki svo fær í glímu að þeir gætu leikið hana sem íþrótt. En að sýna opinberlega fyrir fjölda fólks, bæði löndum og annaraþjóða mönnum, glímu, sem er aðeins skuggi hjá skini, er að misbjóða þeirri iþrótt, sem vakti sérstaklega athygli á sér við Olympisku.leikina í Stockhalmi fyrir nokkrum árum, sakir formfegurðar og leikni. Getum við nú ekki reist svo við glimuna hér i Winnipeg, að eftir ökk- j ur verði tekið. Jú, án efa getum við það. Við eigum skautaleikara í fremstu röð þeirrar íþróttar. Hve skyldum við þá ekki geta þroskað svo vora þjóðíþrótt að unun væri fyrir hvern á að horfa; þegar við vitum, að hún er með fallegustu íþróttum heimsins sé rétt leikið. Geta má þess, að sumarið 1921 voru Norðmenn að æfa íslenzka glímu og komust svo langt að rætt var um að senda menn til Islands, til þátttöku í Islandsglímunni. Af því varð þó ekki að sinni, en þetta sýnir Ijóst áhuga Norðmanna fyrir glímunni og gildi hennar. ' Erum við ekki eftirbátar, næstum því ættlerar ef við ekki hefjumst handa nú þegar og sýnum brennandi áhuga og starfsþrek í þarfir glím- unnar. Verum nú samtaka, og þroskum og eflum glímuna þar til ekki færri en 20 taka þátt i orustunni um beltið og sýna jafnframt að glímani ;sé lifandi í. þrótt Islandi til sóma og þrótterja sjálfum til heiðurs og heilsu. Skil ég þá ekki í öðru en að auðveldlega feng ist peningar til þess að senda glímu. konting vorn heim til ættjarðarinnar sem keppenda í Islands.glímunni, merkisbera glímunnar héðan að vest- an og órækan vott sannrar ættjarðar. ástar. ■“íslendingar viljum vér allir vera I” en því aðeins erum við sannir Islendingar, að við ekki gleymum sann.íslenzku 1 íþróttinni, — glímunni. Egill H. Fáfnis. -------0------ Nýtt frumvarp til refsi- laga ífDanmörku. (Frh.) Skaðhœfi geðveikra. Eitt af því, sem menn hefir greint tnjög á um, eru sakhæfisskilyrði geðveikra manna. Hafa læknar og lögmenn sérstaklega deilt um þetta efni. Steincke vill Ieggja úrskurð þessa atriðis undir vald sérfræðing. anna, þannig að ekki verði refsað fyrir þau afbrotaverk geðveikra, er löggiltir læknar telja framin í geð- veiku ástandi. Aftur á móti fyrirskipar frum- varpið ýmsar varúðarráðstafanir, er beita á við géðveika menn, er gert hafa sig seka í glæpum. Þeim skal komið fyrir á öruggum stöðum, og frjálsræði þeirra heft á ýmsan hátt. Meðal annars skal þeim meinað að neyta áfengra drykkja, sækja opin. bera skemtistaði, þeir skulu sviftir lögræði og þeim skipaðir umsjónar. menn. I sumum tilfellum er beint fyrirskipað að setja slíka menn á geðveikrahæli, eða aðra slíka örygg. isstaði, þar sem þeir geta notið lækn- inga og hjúkrunar, um leið og þjóð- félagið er verndað fyrir hættunni, er af þeim stafar. Tegundiv rcfsinga. I hinu nýja frumvarpi er dauða. ref$ing algerlega úr lögum numin. Sömuleiðis betrunarhúsvinna, fang- elsi við vatn og brauð og ríkisfang- elsi. I stað þess eru refsingarnar: 1. sektir, 2. gæzla eða varðhald (Hæfte), 3. fangelsi og 4. hegning. arhús. Refsilaganefndin hafði lagt til, að tvær yrðu aðaltegundir refsinga, er hefðu í för með sér frelsisskerðingu, og slíkt fyrirkomulag er nú lögfest bæði í Noregi og Hollandi. Ætlaðist nefndin til, að þetta yrði tvenskonar fangelsi, annað í mildara formi, en hitt strangara, og fylgdi því skyldu. vinnu. En Steincke vill halda að- greiningunni á fangelsi og hegning- arhúsi, og telur það geta haft heppi. legar verkanir, bæði á fangana sjálfa og álit almennings út í frá. Hegningarhús. Eftir frumv. er ekki hægt að dæma í hegningarhúsrefsingu skemur en 4 ár. Er ætlast til, að aðeins sé dæmt í þá refsingu fyrir mjög alvarlega glæpi, t. d. ýmsa auðgunarglæpi. Hegningarhúsrefsingu má dæma í 4 til 15 ár, eða æfilangt. Óumflýjan- legt hegningarhús er lagt viö árásum á þjóðhöfðingja, eða nánustu ætt. menni hans. 1 öðrum föllum má velja á milli fangelsis og hegningarhúss. Sérstaklega er gert ráð fyrir, að dæmt sé í hegningarhús fyrir hættu. lega glæpi, svo sem íkveikju, járn. brautarskemdir, nauðgun, morð, mann dráp, alvarlegar árásir á dómara, rangar ákærur, peningafölsun, fóst- ti'-eyðingu, sem gerð er án vilja og vitundar hlutaðeigandi kvenmanns, stórþjófnað o. fl. Fangclsi. I það er dæmt frá 14 dögum, alt að 8 árum, og eru fangarnir vinnu- skyldir. Ný tegund af frelsisskerðingar- refsingu er fangelsi fyrir unga menn og konur á aldrinum frá 16 til 21 árs. Gert er ráð fyrir, að fangelsi þetta verði einskonar uppeldisstofnun, fyr. ir þá menn, er leiðst hafa út á glæpa stigu. sökum æsku og þroskaleysis. Scktir. I stað sektarefsinga þeirra, er nú gilda, er gert ráð fynr dagsektum. Þessa refsingu má aðeins leggja á menn, auk annara refsinga, fyrir á. kveðna glæpi. Sektirnar skal með þessu móti miða við efnahag söku. nauta, tekjur og framfærslu skyldur, er áhrif hafa á greiðslugetu þeirra, og er þannig ákveðin viss sektarupp- hæð, miðuð við daga, kallaðar dag- sektir, og er hægt að dæma frá 1 upp í 90 dagsektir. Ef ekki er unt að nriða sektarupphæðirnar við dags. tekjur, skal samt, eftir því sem auð- ið er, líta á greiðslugetu sökunauta. I flestum föllum eiga dómstólarnir að ákveða upphæð dagsektanna, eft- ir að verjandi og sækjandi hafa lát- ið uppi álit sitt. Með sektakerfi þessu á að ná því markmiði að refs. ing þessi verði jafntilfinnanleg fá- tækum sem ríkum sökunautum. Einn, ig er gert ráð fyrir því, að sektirnar greiðist miklu betur með þessu fyr- irkomulagi, en verið hefir. Ekkert hámark sektarupphæðar er sett. Ef ekki er hægt að heimta inn sektirnar með fjárnámi — í stöku föHum má leyfa afborganir — eiga sökunautar að afplána sektirnar með varðhaldi (Hæfte) eða fangelsi. Tveggja daga fangelsisskerðing svarar til einnar dagsektar. K. Steincke hefir áður mikið rætt og ritað um þetta sektaskipulag, og ve ið því mjög fylgjandi. Lattsn til reynslu. Auk þess, seni/frumvarp þetta hið nýja hefir skýr ákvæði um skilorðs- bundna dóma, líkt og áður var t lög leitt, eru þar einnig fyrirmæli ,um það, að sökunautar skuli látnir lausir til reynslu áður en refsitími þeirra er á enda. Þegar sökunautur hefir afplánað 2/3 hluta refsingar sinnar, þó aldrei minna en 9 mánuði, skal hlutaðeigandi fangavörðttr gera tillögur um það, hvert og þá á hvern hátt fanganum skuli slept lausunt til reynslu. í slík- ttm föllum er gert ráð fyrir, að söku- nautum sé útveguð hæfileg atvinna, eða afkoma þeirra trygð á einhvern hátt, en í sVtð þess verða fangarnir að hlýða þeim skilyrðum er þeim kunna að vera sett. Þegar sökunaut- ur þannig byrjar reynslutíma sinn, fær hann einskonar vegabréf, er skýr ir frá lausnarskilyrðum hans, og er þar sömttleiðis tekið fram, að fylgi hann ekki settum reglum, verði hann að taka út það er eftir kann að vera af ídæmdri refsingu. Dómsmálaráð- herra ber að ákveða hvort sökunaut- ur hafi rofið sett skilyrði fyrir lausn sinni. x Ynts nánari ákvæði ertt sett um þessa lausn til revnsliv Refsilaga. nefndin hafði lagt til, að sérstakur dómstóll — fangelsisréttur — ákvæði um lausnir þessar. En Steincke vill fela þetta framkvæmdavaldinu. Svifting þegnlegra réttinda. Eftir gildandi refsrlögum í Dan. mörku (samskonar ákvæði gilda hér í landi), hefir tap þegnlegra réttinda verið afleiðing vissra refsidóma (flekkað mannorð). 1 frumvarpitiu er svo ákveðið, að sökunautar, sem með glæpum hafa gert sig óhæfa til virðingar samþegna sinna, skuli í refsidóminum vera sviftir þegnlegum réttindum. I dóminum skal einnig á- kveðið, hvað lengi þegnréttindin glat- ist. Ef refsingin er ekki meiri en 1 árs fangelsi, geta menn ekki glatað þegnréttindum sínum lengur en 5 ár. Sökunautur missir þegnréttindi sín frá þeim degi, er endanlegur dómur er upp kveðinn. Lausn til reynslu fæst frá þessari refsingu á sama hátt og áður hefir lýsf verið. Skirlífisafbrot. Á síðari tímum hefir hörð deila verið háð um það, hvort rétt væri að refsa mönnum, er gert hefðu sig seka í brotum gegn skírlífi, með því, með- al annars, að gera þá ófrjóa (Steril. isation, Kastration). Refsilaganefnd- in hafði af ýmsum ástæðum ekki séð sér fært að leggja til, að refsing þessi yrði upptekin. Steincke hefir fallist á þessa skoðun nefndarinnar. • I athugasemdunum við frumvarp- ið er þess getið, að refsing þessi hafi aðeins verið í lög tekin í 2 fylkj - um í Bandaríkjunum, og reynslan, þó lítil sé, mæli ekki með þessari refsi- tegund. 1 öðru fylkinu komst hæsti. réttur að þeirri niðurstöðu, að refsi- ákvæði þetta bryti í bága við stjórn. arskrána, er hannaði grimdarlega og kvalafulla refsingu. Aftur á móti er i athugasemdum frumvarpsins gert ráð fyrir, að söku- nautar, er þess óska, geti fengið sig gerða ófrjóa, en ekkert á það skylt við refsingu, og engin ákvæði sett um þetta í sjálft frumvarpið. >; . ’V Yms almcnn ákvœði. Af almennum ákvæðum frumvarps ins má geta þess, að skilyrði fyrir neyðarrétti og neyðarvörn eru rýmk. uð að miklum mun, þannig að verk, sem alment eru ólögmæt og refsi- verð, sæta engri erfsingu, ef þau eru fr^min undir þeim aðstæðum, að menn hafi fjör eða fé að verja, eða offri niinni verðmætum til þess að bjarga meiri. Sakhæfisaldurinn Jer hækkaður út 14 upp í 15 ár. Nokkru fleiri brot sæta einkaákæru en verið hefir. Eftir frumvarpinu leysir það mann aldrei undan refsingu fyrir glæp, að haún sé framinn í ölæði. ,1 frumvarpinu er ekki gert ráð fyr. ir því, að Danmörk hafi eftirleiðis her og flota. Steincke tekur það beinutn orðum fram í athugasemtj. unum, að búist sé við því, að afvopn unarfrumvarp herntálaráðherrans nái fram að ganga, og því ekki þörf slíkra refsiákvæða. Ýms sérstök refsiákvceði. Nýmæli, ekki ómerkilegt, er það ; frumvarpi þessu, að lögð er varð- haldsrefsing eða alt að 2ja ára fang. elsi við því að hvetja opinberlega til glæpa. Eftir gildandi refsilögum er aðeins hægt að refsa fyrir þetta sem tilraun eða hlutdeild'í glæpum, en í frumv. er þetta gert að sérstöku refsi verðu afbroti. I athugasemdunum, er fylgja þessu ákvæði, er það rök. stutt með því, að ekekrt þjóðfélag. hvaða stjórn, er þar sitji að ríkjum, geti eða megi sætta sig við, að menn óátalið að refsilaust ppintíerlega hvetji morða, rána og annara of. betdisverka, og að ákvæði þetta eigi alls ekki að hind a fullkomið at- hafnafrelsi þegnanna, á serhverjum lögmætum grundvelli. ! Sektir, varðhald eða jafnvel fang- elsi er lagt við því að hindra lög- leg fundarhöld eða samkomur. Refsing sú, er gildandi lög hafa að geyma fyrir guðlast (Blasfemi), er í frumv. burtu feld. Álits kirkju- málaráðherrans hafði verið letrað, og hann ekki neitt haft við þetta að at- huga. Enn eitt algert nýmæli er í frumvarpinu. Þar er svo ákveðið, að hver sá, er í ágóðaskyni notar fá- fræði manns, vankunnáttu eða reynslu leysi til þess að tæja hann til fjár. hættugerninga, skuli sæta fangelsis. refsingu alt að 1 ári. Og ekki er þess krafist, að sá, sem tældurer, hafi orðið fyrir tjóni. Ákvæði, samsvar. andi þessu, eru ekki til, hvorki í dönskum né islenzkum rétti. Refsing er lögð við ölæði, í þeim tilfellum, er ölæðið getur haft í för með sér hættu fyrir aðra, eða ef hinn ölóði á að be a meiri eða minni á- byrgð á fé eða fjörvi annara manna (t. d. bifreiðastjórar, skipstjórar o. fi.) Refsing er á lögð, jafnvel þó ekk- ert tjón hafi af hlotist. Þessi refsi. regla er og ný. Það hjóna, er alvarlega vanrækir skyldur sínar við hitt, >eða hefir í frammi við það ítrekaða lítilsvirð- ingu, sætir refsingu fyrir. Sá er af óeigingjörnum hvötum hjálpar öðrum til sjálfsmorðs, er vítalaus. Það er samtímis fram tekið að hver sá, er í þessu skyni hjálpar manni, sem þjáist af ólæknandi, kvalafullum og banvænum sjúkdómi, til þess að stytta sér aldur, skuli vera vítalaus. Talsvert miklar breytingar frá nú- gildandi rétti e u fólgnar í refsiá- kvæðum 1 og flokkun auðgunarglæp. anna. Hnupl (Rapseri) er þar talinn sérstakur glæpur, greindur frá þjófn. aði, og refsað fyrir hann með sektum eða varðhaldi. Auk þess eru ný hug- tök, svo sem sjóðþurð (Undersleb) o. fl., sem greind eru frá áður ákveðn. um svikahugtökum refsilaganna. Inn undir hið refsive' ða hugtak okur er í frumvarpinu dregið allmargt nýtt. Meðal annars er refsað fyrir það sem okur, ef einhver, se mnotar sér neyð, reynsluleysi, einfeldni manns eða und irgefni til þess að fá hann til þeirra viðskifta, er haka honum fjárhags- legt tjón. Fleiri nýmæli finnast í þessum kafla frumv. um auðgunar- glæpi, en þeirra verður ekki nánar getið hér. Þess má og geta, að refsing er lögð við útbreiðslu rang a frásagna eða getsaka, er veikt geti eða rakskað al- mennu trausti á peningastofnunum. Gert er ráð fyrir, að refs.laga- frumvarp þetta öðlist gildi 1. janúar 1927. Hér hefir aðeins verið drepið á nokkrar breytingar og nýmæli, er refsilagafrumvarp þetta hefir að geyma. Af þessu stutta yfirliti má þó ráða, að breytingarnar eru eigi alllitlar né ómerkilegar. Og allar lík. ur eru til þess, að frumvarp þetta nái fram að ganga í rikisþinginu nú i vetur, þó búast niegi við ýmsum smá- vægilegum breytingum. Eins og getið var um í upphafi greinar þessarar, hefir verið unnið að nýrri refsilagagerð i Danmörku, um tæpra 20 ára skeið. Að verki þessu hafa verið hinir fróðustu og færustu menn á sviði refsiréttar. Ó- haestt má því telja, að þeirrar niðttr. stöðu megi vænta, sem best sé í sam. ræmi við þróunina. Vér Islendingar höfum sótt ma-gt til Danmerkur, bæði iit og gott. Þetta er ofur eðlilegt. Háskólavísindi vor og kensla i lögfræðiefnum eru enn i bernsku. Mannafli og vísindamáttur rorrar fántennu þjóðar er takmark. aður. Þessvegna er nauðsynlegt að færa sér sem best í nyt,reynslu og at- huganir annara þjóða, bæði í þessum vísindum sem öðrum. Qg áreiðanlega getum vér ekki unað öllu lengur við refsilöggjöf þá, er nú gildir. Er þá gott og fróðlegt að taka eftir því, sem fram fer í nágrannalöndunum, i þessu efni, athuga skynsamlegar til- lögur og reyna, eftir því sem föng eru á, að samhæfa þær lifnaði vorurn, reynslu og fjárhagsmætti. St. J. St. — “Lögr> ------0------ Sending til okrarans, sem yrkir. Hættu að yrkja! Hæðast að þér heil- lög Regin. Slarkaðu dollars sleipa veginn, sleiktu út um báðu megin. Leir og stæling lang-bezt er að liggi heima. I skúffurnar sem gullið geyma, gáfur þinar láttu streyma. Skemma þin er skrautleg öll með skemtun slynga, f; rir beina blóðpeninga barnanna ag fátæklinga. Von er þó þér förlist flug því flest það styður. “Sentin’- með þig sækja niður sjálfkjörinn í Niflheims iður. Aldrei kemur okrarinn á andans hæð. ir, ttm hann “senta’Lnepjan næðir og niður fyrir b attann hræðir. 20. janúar 1925. Jónas Stcfánsson, frá Kaldbak. ----------x----------- Frá Islandi. Ilalldór Vilhjálmsson skólastjóri á Hvanneyri kemur til bæjarins í dag, tii viku dvalar. Hefir Búnaðarfélag Islands skipað nefnd til »»8 koma fram með tilHögur fyrir Btúnaðljtr- þing út af neitun fjármálaráðherra að stofna Búnaðarlánadeildina. Auk Halldórs eiga sæti i nefndinni: Thor Jensen útgerðarmaður og Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri. -----0----- # Ahrif orða í bundnumái. Lengst fær stigið ljóðagerð, er ljós og hita sendir, bræðir ís í brjóstamergð böli í sælu vendir. Staka köld og stuðlamyrk, strengi lægstu hreyfir, engu hjarta eykur styrk andans kröfur deyfir. NÚTIÐAR FRAMFÖR. Á skólum dafnar skrílsháttur, og skrælings siður, siðfágun þá sekkur niður, sollurinn er hættu liður. * Meira þarf af manndómskosta menning læra, öfl er góðann ávöxt færa, auðga, fegra, styrkja, næra. G. 'Jörundsson. X A STR0NG RELIABLE BUSINESS SCHOOL D. F. FERGUSON Principal President It will pay you again and again to train in Winnipeg where employment is at its best and where you can attend the Success Business College whose graduates are given preference by thousands of employers and where you can step right from school into a good position as soon as your course is finished. The Success Business College, Winni- peg, is a strong, reliable school—its superior service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the combined yearly attendance of all other Business Colleges in the whole Province of Manitoba. Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. BUSINESS COLLEGE Limited 38514 PORTAGE AVE. — WINNIPEG, MAN. 1*.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.