Heimskringla - 25.02.1925, Qupperneq 1
VERÐUUN ut,< . I
COUPONS OG UMBÚÐIR
ROYAU
CROWN
SendttS eftlr vert511sta tll Royal
Crown Soap Ltil., 654 Maln St.
Winnlpeg.
1 --------------------------------------— ■»
XXXIX. ÁRGAXGUR.
WmNIPEiG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 25. FEBRtJAR 1925.
VERÐLAUN GEFIN FYRIR
COUPONS OG UMBÚÐIR
ROYAU
CROWN
Sendltl eftlr vertlllsta tll Royal
Crovra Soap LtdM 654 Maln St.
Wlnnlpeg.
NCMER 22.
Frá Montreal er símað 23. f. m.,
að Mr. Duncan Marshall, fyrverandi
landbúna'ðarráðherra í Alberta, hafi
sagt í ræSu, er hann hélt þar í
Reform klúbbnum, að samningurinn
“við Sir. William Petersen um 10
skip til flutninga gegn 275,000 sterl-
ingspundum á ári, sem ríkisþingiö á
■nú aö fjalla um, sé mikilvægasta
sporiö til hjálpar candadiskri naut-
griparækt, sem enn hafi verið stig-
iö. Kvaö hann menn hér í Cana la
í sífellu æpa á fleiri innflytjendur
til þess að grynka á ríkisskuldinni,
en það væri til lítils aö ætlast til þess,
■ef ekki væri séð um, aö þeir gætu
haft dálítið meiri arð af gresjunum,
þar sem þeim væri holað niður, en
svo, að þeir rétt héldu viö líftórunni.
— Ef samningarnir kæmust á, mvndi
flutningsgjald til Bretlands lækka
um $5—8 dali á hverjum grip, er
sendur væri.
Frá Toronto er símað 19. þ. m.,
aö þar hafi andast þann morgun
Lady Sifton. Hún var gift Sir
Clifford Siftony sem eitt sinn var
dómsmálaráðherra hér í Manitoba,
og síöar innanríkisráðherra í ráðu-
rneyti Sir Wilfred Laurier.
Lögreglan hér i Winnipeg kvartar
nndan þvíj að mjög hafi aukist ó.
leyfileg sala svefnmeðala og sæfandi
drykkja. Ætlar nú hestlið lögregl-
unnar að taka höndum saman viö
hæjarlögregluna til þess aö stöölva
þetta. Var læknir einn Dr. W. J.
McTavish hér í borginni tekinn fast-
ur fyrir þaö að vera við þessi mál
riðinn og bíður yfirheyrslu.
Frá Ottawa er símað, að vestan-
menn í stjórnarsölunum séu vongóöir
um að fá $1,500,000 veitta til Hudson
brautarinnar á þessu ári. Myndi
það fé þá fara til endurbóta og á-
framhalds brautarinnar. — En viss.
ara er líklega að gera sér ekki altof
miklar vonir um peningana ennþá.
Frá Ottawa er símað 23. þ. m., aö
Mr. Duncan, sem skipaöur var af
stjórninni til þess að rannsaka hver*
samtök ættu sér staö í Vestur-Cana-
da um ávaxtasölu, hafi komist að því,
að slík samtök ættu sér staö, og væru
til stórskaða, jafnt fyrir framleiðend-
ur, sem neytendur. — Er talið vist
þar eystra, aö sakamálsrannsókn veröi
þegar hafin gegn þeim er beitt hafa
sér fyrir samtökin, og er álitið aö
þeir eigi sér hreiöur í Winnipeg.
Winnipeg Electric og Hydro-
Electric hafa gert samning með sér
um að hætta samkepni um rafveitu
til ljósa og iðnaðar. Ætlar Hydro þá
ekki að skifta sér af neinu þesshátt-
ar utanbæjar, og Winnipeg Electric
ekki af neinu innanbæjar. Fær W.-fé-
lagið um $1,500,000 borgaöa fvrir
staura og þræði, sem það á nú í
borginni. Þessi samningur snertir
ekki aö neinu leyti strætisvagnana.
| Önnur lönd jj
Frá Stokkhólmi er símað 24.
þ. m., að þar hafi látist um há-
degið þann dag Hjálmar Brant-
íng, er þrisvar hefir verið for-
sætisráðherra í Svíþjóð. Fékk
hann lungnabólgu um miðjan
desember, og snerist til æða-
bólgu (phlebitis) í vinstra fæti,
er varð honum að bana.
Branting er öllum góðum
rr.önnum harmdauði. Hann
leiddi jafnaðarmenn til sigurs í
Svíþjóð, og var alment viður-
kendur af vinum og mótstöðu-
mönnum, göfugastur og vitr-
astur sfjórnm.álamaður, síðari
part sinnar samtíðar.
Georg konungur V., hefir veriö
töluvert lasinn af innflúenzu undan.
farið, en er nú úr allri hættu. Þó
hafa læknar hans ráðlagt honum að
leita til mildara loftlags, meðan hann
sé í afturbata, og ætlar hann sér til
Suöur.Frakklands í því skyni.
Frá Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, er
símaö 23. þ. m., að óeiröir séu stöð-
ugt á landamærum Yugo.Sllaviu
(Serbíu er var) og Búlgaríu. Er jafn.
vél búist viö ófriði milli ríkjanna ef
svona helst, en ennþá hefir þó tek-
ist að stilla til friðar, og sættast á
misgerðirnar.
Frá Washington er símað 19. þ. m.
að Coolidge forseti, muni bráðlega
boða til fundar í Washington, er
Tæða skuli um vopnabúnað stórveld-
anna. Stór.Bretaland og Japan hafa
sama sem þegiö boðið, en um Frakka
er alt óvissara ennþá. Er þó búist
viö að Herriot forsætisráðherra
muni sitja fundinn.
Stórkonungurinn (Maharaja) í Nep
al, hefir látiö boö út ganga, að uú á
næstunni skuli alt þrælahald afnumið
5 ríkinu. Leggur rikið $425,000 dali,
til þéss að bæta þrælaeigendum skað-
ann, er þeir verða fyrir við þessa
nýju löggjöf. — Nepal er um 54000
fermilur á stærð, og 5,600,000 íbúar.
Þaö liggur sunnan í Himalayafjöll-
uná og þar er Mount Everest. —
Ríkið er sjálfstætt, en i vináttusam,
bandi viö Englendinga, og fá Eng-
lendingar leyfi hjá stjórninni til þess
að fá þaðan hermenn á 'mála. Eru
þær sveitir hinir nafnfrægu “Gurk-
har”, indo-mongólskir að kyrii, afar
herskáir.
Frá London er simað 19. þ. m., að
loftvarnaráðherranp, Sir Samuel
Hoare ætli að fara fram á 21.319.000
pund sterling, til Ioftvarna. Það eru
rúmir $100,000,000.
Frá Berlín er símað 19. þ. m., aö
hið nýja prússneska ráðuneyti sé
svo skipað, er hér segir:
Dr. Marx, (centrum) forsætisráð-
herra; Wilhelm K. Severing (social.)
innanríkisráðherra; Heinrich Hjrtsi-
efer (centrum) ráðherra opinberra
mála; Dr. Hugo von Zehnhoff
i(centrum) dómsmálaráöherra; Próf.
Recker (óháður) kenslumálaráöherra;
Dr. Hoepkeraschoff (demókrat) fjár.
málaráðherra; Dr. George Schrieber
(centrum) verzlunarmálaráðherra, og
Herr Steiger (centrum) landbúnaðar.
ráðherra.
-----0-----
Grœnlandsmálið.
OG FÆREYINGAR.
í síðastliðnum mánuði höfðu Fær.
eyingar Grænlandsmálið til umræðu
á þingi sínu.
Báöir flokkarnir, Sjálfstæöismenn
og Sambandsmenn, voru sammála um
aö bera fram kröfur um rétt Fær-
eyinga til fiskiveiða við Grænland.
Var samþykt í einu hljóði svo.
hljóöandi tillaga:
“Þingið fer þess á Ieit við stjórn.
ina, aö fereyskum fiskiskipum verði
veitt Ieyfi til að reka fiskiveiðar viö
Grænland, aö reisa stöðvar í landi á
þeim stööum sem nefndir eru að fram
an í nefndarálitinu, aö þau landabréf,
sem til eru af landi og hafi viö Græn
land, fáist til afnota, og aö meö samn
ingum .viö stjórn verzlunarinnar fái
Færeyingar leyfi til aö verka aflann
í landi, og ef til vill að fá að nota
grænlenskan vinnukraft”.
Um þetta voru allir sammála. En
í umræðunum féllu ýms eftirtekta-
verð orð frá Sjálfstæðismönnunum.
Jóhannes Patursson, foringi þeirra, á-
sakaði Dani meðal annars fyrir það,
að þeir hefðu vanrækt að rannsaka
fiskimiðin við Grænland og jafn-
framt hefðu þeir hindrað norska
rannsóknaskipið í starfi þess. J. P.
Iauk máli sínu með þessuni orðum:
“Eg ætla að greiða atkvæði með til
lögu nefndarinnar. En ég get ekki
látið hjá líða að geta þess, að mér
fellur þungt að biðja danska ríkið
um leyfi til að sigla til lands sem
forfeður okkar bygðu og dvöldust í.
Eg viöurkenni ekki rétt Danmerkur
til Grænlands”.
-----0-----
Ur bænum. .
0
Sambandssöfnuður Árborgar
heldur samkomur að Riverton
og Árborg; fim.tudaginn 5. marz
að Riverton og föstudaginn 6.
marz að Árborg. Hr. Sigfús
Halldórs frá Höfnum, segir frá
malayiskum lifnaðarháttum,
síra Ragnar E. Kvaran les upp,.
og þe r báðir, ásamt ungfrú
Rósu Hermannsson frá Winni-
peg, syngja einsöng. Samkom-
urnar hefjast kl. 8 síðdegis, og
eru menn beðnir að mæta stund
víslega.
ÞJÓÐRÆKNISÞINGIÐ.
Auk venjulegra þingstarfa
verða, eins og á undanförnum
þíngum, fyrirlestrar og skem.t-
anir að kveldinu. Fyrst? kveldið
(miðv.d.) talar síra Hjörtur Leó
um “Vestur-íslenzk nauðsynja-
mál”, og skemtir söngflokkur
Goodtemplara, undir stjórn H.
Thórólfssonar, með samsöng.
Síðasta kvefdið (föstud.), flytur
forseti félagsins, síra Albert
Kristjánsson erindi, og ungfrú
Rósa Hermannsson og Sigfús
Halldórs frá Höfnum syngja.
Aðgangur ókeypis bæði kveldin,
og allir boðnir og velkomnir.
Síra Ragnar E. Kvarhn messar í
Selkirk kl. 3 sunnudaginn 1. marz í I
Free.Mason Hall, en á venjulegum
tíma í Sambandskirkjunni í Winni. 1
peg.
ÍSLENDINGAMÓTIÐ
Gleymið ekki að fjölmenna í
Goodtemplarahúsið á fim.tudags
kvöldið. Láfið það ekki undir
höfuð leggjast, að heyra hvað
Einar H. Kvaran, sem bezt er
máli farinn allra íslendinga
hefir um þjóðernismálin að
segja. Að hlusta á hann einan
er að fá álitlega vexti af gjald-
inu, hvað þá heldur er þar við
bætist svo mikill fjöldi annara
ágætra manna er stuðla að því
að gera kvöldið skemtilegt.
Og gleymið ekki heldur að vel
er séð fyrir þörfum líkamans
eins og sálarinnar. Hinn ágæti
og rammíslenzki matur, sem
skemtananefndin hefir séð um
að verði framborinn, ætti að
gefa umræðunum yfir borðum
alveg sérstakan byr undir vængi.
Gera menn enn þjóðræknari og
enn gáfaðri en áður.
Föstudagirm 20. febr. fðr Mr.
Gunnar Kjartanson, póstmeistari á
Beckville heim til sin eftir mánaðar.
dvöl i Winnipeg. Var hann skorinn
upp á almenna spitalanum af dr.
Brandson og heilsaðist honum vel.
Dvaldi hann á aðra viku eftir aÖ
hann kom út úr spitalanum hjá Mr.
og Mrs. A. Anderson, 605 Agnes
Street. Var dóttir Mr. Kjartansson-
ar meö honum i þessari ferö. Lang-
ar hann til meö þessum linum, aö
votta þakklæti lækninum og kunn.
ingjum og vinum, sem vitjuðu hans
Bylja-rof.
Jólin. hafa öllum tímum á —
Endurboðun ljóss úr sólarvegi,
Bjarmi af nýju lífi, og lengri degi —
Niðurbeygða vakið vorsins þrá.
Hálfblind augu aftur reyna að sjá
Óskalandið gegnum kólgu bakkann;
HVílast hljóð við heiðríkjunnar spá
Þó hríðar klárinn reisi vetrar makkann
Þó erui hjartanæmustu norræn jól,
Að nema burtu sviða úr vetrar spori,
Þar Ijómar björtust löngum eftir vori
Þegar fjarst í burtu er suðræn sól.
Þar er göfgast heimsins höfuðból,
Hæst við tinda blikar manndóms andinn;
Um hugdjarfasta líf, sem ljósið ól.
Það líf sem jafnvel gróðurklæðir sandinn.
Mannkostanna merkin standa hátt
Meitluð inn í þjóðberg Norðurlanda.
Drengskapar og dáðríkastan anda,
Fékkstu heimur fyrst úr þeirri átt.
Glæstan hetju á hann undra mátt
Afl sem margföld slítur tjóðurböhdin;
Hefur sjaldan orðið orku fátt,
íslenzk hreysti streymir út um löndin.
Vetrar-dvöl við hríð og heiftar-orð;
Hryðjuverkin næða um kalinn svörðinn
Stynur hnípin héluklædda jörðin
Stráir helreið dauða á bæði borð.
Byljir þjóða um mannlífs storma storð,
Styrjaldir að ystu mörkum bruna
Styðja sig við blóðug bróður morð,
Og bölvun slá á sjálfa tilveruna. t
Steypir þjóðum heims á heljarslóð
Hrikaleikur margra Vítis-afla;
Úr mannabúkum hleður háa skafla
Um þverar álfur beljar saklaust blóð.
Tryllist hann af mannvonskunnar móð,
Molar sundur víg-girtustu borgir;
Og sagan verður biturt harmahljóð
Um heimsins mestu og þungbærustu sorgir.
Þeir hafa ennþá krossfest kærleikann
Og Kristur tálrast yfir heimsins syn%um
“Fyrirgefðu þessum bræðrum blindum
Faðir vor, og frelsa sérhvern mann”
Af á*st og blíðu ennþá mælir hann.
Eldmóð vígir lærisveinsins hjarta
Dýrðarlegur sveipar sannleikann
Sigurljómi komu dagsins bjarta.
Bróður kærleiks sólríkasta sál, —
Sigrað hefur bæði líf og dauðann.
En fundið víða heiminn hjartasnauðann
Tilbiðjandi Mammon, stein og stál, —
Legðu hlust við okkar móðurmál
Mannkynið á ný, að endurleysa
Lægðu styrjar heift og haturs bál
Þær hörmungar sem yfir veröld geysa.
Sjá, það dagar loks og ljóma jól
Löndum þeim sem vetrarharkan beygir
Þar til, upp úr frosti og fönn sig teygir
Þakklátt réttir sigurbros að sól
Svipast um og sér þar húsa-skjól
Sækir gegnum baráttuna launin
Háfleygasta líf, sem ljósið ól
Það líf, sem aftur gróðurklæðir hraunin.
G. Einarsson.
og gerðu alt, sem í þeirra valdi stóö,
ti! þess að honum liöi sem bezt. Bið-
ur hann góðan guð aö launa þeim öll
um fyrir þá velvild, mannelsku og
gestrisni, sem honum var auðsýnd.
----X-----
Kvöldskemtun.
Gott þótti mér að sitja kvöld-
skemtun þá, er söngflokkur stúkn.
anna hélt miðvikudagskveldið þann
18. þ. m. undir stjórn hr. HJalIdórs
Þórólfssonar. Ekki eingöngu vegna
þess, sem ég heyröi þar, og mun þó
ekki ofmælt, að ('samkoman fækíst
vonum betur, þegar tillit er tekiö til
alls og þó sérstaklega þess, hve ung.
ur söngflokkurinn er. Munu margir
hafa undrast hve gott samræmi kom
viða i ljós hjá söngflokknum. Vil
ég sérstaklega benda á “Vorkvöld”,
sem kaflmanna flokkurinn söng, og
“Að fjallabaki”, sem flokkurinn söng
allur; vantaöi lítið á, aö meöferöin
á þeim lögum væri óaðfinnanleg.
Fleira var þar til skemtunar en söng-
flokkurinn, og alt vel úti látiö, og
þó sérstaklega píanó sóló er ungfrú
Helga Pálsson spilaði af svo mikilli
snild, að allir dáöust aö, efa ég ekki
aö allmargir þögular heill^óskir hafa
henni verið sendar á meöan hún lék
á hljóðferið, enda ætti þaö að vera
ómaksins vert, aö óska þeim góös,
sem jafnliklegir eru til aö gera oss
aö góöu kunna og þessi unga stúlka,
og ekki ætti það aö kæla hugarþel
okkar, að hún er vel íslenzk. Eri ég
ætla alls ekki að skrifa neinn dóm
um þessa samkomu, en aöeins benda
á aö þessi fyrsta frammistaða söng-
flokksins var svo góö, aö mikils má
af honum vænta. Hygg ég sönghreyf-
ingu þessa hið þarfasta þjóðrækn.
islyf, og þaö er skoðun mín, aö sé
ekki hægt aö halda íslenzku þjóö-
erni viö hér vestan hafs meö söng
og sjónleikjum, þá dugi eng-
in meðöl. Þetta er því hreyfing sú,
in meðöl. Þetta er því hreyfing sú, er
stúkurnar ísler.zku ættu aö hlvnna aö
eftir megni, því aö þaö skiftir miklu
okkar íslenzka þjóðlíf hér vestra,
hvort söngflokktir þessi lifir eöa deyr.
Vel sé upphafsmönnum þessara hreyf
ingar og vel sé öllum meölimum þessa
unga söngflokks, sem margir eru fædd
ir hér í álfu, og þvj enn lofsverð-
ari fyrir starfsemi sína í þarfir þess
sem islenzkt er. Látum ekki það
fólk fyrtast fyrir áhugaleysi okkar
hinna, sem íslenzkari þykjustttm vera.
B. G.
Jón Thoroddsen
cand. jur.
18. febrúar 1898 — 1. janúar 1925.
Milli jóla og nýárs barst hingað
frá Kaupmannahöfn skeyti um það,
að Jón Thoroddsen hefði slasast á
götu og aö tvísýnt væri um líf hans.
Aðstandendur hans og vinir voru þó
aö vona, aö slysið væri minna en orð
var á gert. En á nýársdag kom sú
hörmulega fregn aö hann væri dáinn.
Jón Thoroddsen var fæddur á Isa.
firöi 18. febrúar 1898 og varð þann-
ig aðeins 26 ára. Hann var sonur
þjóðmálaskörungsins Skúla sýslu-
manns og alþingismann Thoroddsen
og konu hans frú Theódóru, sem fyr.
ir löngu er þjóökunn orðin fyrir bók-
mentastarfsemi sína. Jón varö stúdent
vorið 1918 og sigldi ttm haustið til
Kaupmannahafnar til framhaldsnáms.
Dvaldi hann þar vetrarlangt og tók
þar próf í forspjallsvísindum vorið
1919. Aö því búnu hvarf hann heim
til íslands og tók aö stunda laganám
viö háskólann hér. Hjann lauk em-
bættisprófi í lögum síðastliöiö vor.
Jón var hár maður vexti, en grann.
vaxinn. Augun voru dökk og fögur,
ennið hátt og hvélft og svipurinn all-
ur hreinn og bjartur. Hann var ó-
veniulega gáfaður maður og fjölhæf-
ur. Hann var ágætur stærðfræðing-
ur og hafði næman smekk og skiln.
ing á skáldskap og fögrum listum,
Fékst hann og nokkuð viö skáldskap,
einum þó á siðári árum. Hann hafði
mikla þekkingu á fornbókmentum vor
um og hafði mesta yndi af lestri
þeirra, enda var hann alinn upp t
þeim anda í föðurhústtm frá blautu
það æ síðan. Það var eigi tilviljun
ein að Jón varð jafnaðarmaður. Það
var honum meðskapaö. Samúð hans
með olnbogabörnum lífsins og rétt-
lætistilfinning hans annarsvegar, en
hinsvegar bjartsýni hans og trú á
mönnunum hlaut aö leiða hann inn á
þá braut. Enda þótt Jón tæki opin-
berlega allmikinn þátt í hinni póli-
tísku baráttu, þá bar hann ávalt hrein.
an skjöld. Hann haföi óbeit á per.
sónulegum árásum og smásmuguleg-
um útúrsnúningum, enda báru stjórn.
málagreinir þær, er han ritaöi, vott
um það. Kjarni málsins var honum
alt. Hann.bar ekki kala til nokkurs
manns. Flokkur Jóns hafði miklar
mætur á honum og reisti á honum
miklar vonir í framtíöinni, enda er
það trú min, að þar hafi veriö for.
ingjaefni á ferðinni, sem hann var.
Eins og áður er vikið aö, fékst Jón
töluvert viö skáldskap. Fór hann þar
nokkuö sínar eigin götur. Skáld-
skapur hans var því eigi við almenn-
ingshæfi. Alt sem hann ritaði bar
vott um hið mikla listfengi hans.
Stíllinn var hreinn og leikandi lipur
og orðavalið látlaust, og fagurt. Yrk.
isefni hans voru önnur en menn eiga
j alment aö venjæ6t og báru þau jafn.
an vott um gáfur hans og frumlega
hugsun. Jón var svo óvenjulega
hugmyndaríkur maður, aö yrkisefni
hans voru óþrjótandi. Hann gaf sér
því eigi tima til þessa aö vinna úr
hverju einstöku þeirra sem skyldi, og
þvi er þaö, sem hann hefir skrifaö
frekar drög að merkum skáldverkum
en fullsköpuö verk. Tvö smárit
hafa komið út eftir hann: María
Magdalena, leikrit, og Flugur, sym.
bólskir smákaflar, hvorttveggja djúp-
barnsbeini. En þaö sem mest prýddi
Jón voru hinir miklu mannkostir
hans. Hvar sem hann fór, bar hann
göfugmenskuna með sér. Hjann var
svo óeigingjarn, að ég þekki slíks eng-
in dæmi — boðinn og búinn til að
hjálpa þeim, sem áttu í einhverjum
örðugleikum. Hann var hreinskilinn
án þess aö særa, hrókur alls fagnaöar
i vinahóp, en æðrulaus ef á móti blés.
Þannig kom hann öllum fyrir sjónir,
er þektu hann.
Þegar í skóla hneigðist hugur Jóns
mjög að stjórnmálum. Hann var
snjall mælskumaður og tók jafnan
mikinn þátt í félagslífi meðal skóla-
pilta. En er árin liöu og honum óx
þekking, tóku stjórnmálaskoöanir
hans að skýrast og festast og á síð-
ustu skólaárum sínum var hann orð-
inn eindreginn jafnaöarmaður og var
hugsuð og með þeim létta feguröar.
blæ, sem einkendi rithátt hans. Auk
þess hafir ýmislegt birst eftir hann í
tímaritum, bæði í bundnu og ó-
bundnu máli, en fleira mun þó liggja
eftir hann óprentað.
Jón var mjög trúhneigður og las
mikið um trúarefni. Einkum hneigö-
ist hugur hans aö indverskum trúar.
hugmyndum. Sú bók, er hann hafðt
mestar mætur á, var Karma Yoga eft-
ir Swami Vivekananda, indversk
lífsspeki og siðfræði. Þýddi hann þá
bók á íslenzku, ásamt einum af vin.
um sínum.
öllum þeim, sem kynni höfðu af
Jóni Tohroddsen, þótt vænt um hanru
Hann var drenglyndur og mikilhæf-
ur maður. Hann var elskulegur vinur.
Sigurður Grímsson.
— “Lögrétta”,