Heimskringla


Heimskringla - 25.02.1925, Qupperneq 2

Heimskringla - 25.02.1925, Qupperneq 2
2. BLAÐSEÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. FEBRUAR 1925. Morðmálið á Ejiptalandi. Herra ritstjóri “Heimskringlu”! Mætti ég biöja þig aö birta eftir. farandi línur í blaði þínu? íslenzku blöðin hafa enn ekki flutt sögu þessa máls, sem hér um að ræða í þvi Ijósi, sem mér finst þau hefðu átt að gera. Hér hefir nákvæmlega samskonar at- burður átt sér stað og sá er valdur var að stríðinu mikla 1914, og Eng. lendingar hafa í þessu tifelli hagað sér gersamlega eins gagnvart Egiptá. landi og Austurríki kom fram gagn. vart Serbíu 1914. Útaf því atriði var þessari þjóð hrundið út i blóðugt stríð. Ef svo skyldi fara, að til svipaðra kasta ' kæmi i sambandi við morðið á Egiptalandi, þá væri það þó ' að minsta kosti ekki úr vegi að fólkið hefði fengið að vita báðar hliðar máls ins, áður en stríðsandinn bryti hvern • frjálsan penna, og skæri tunguna úr hverjum munni, er sannleikann vildi segja. Til þess að ekki sé hægt að telja mitt álit á þessu máli einstætt, ætla ég að þýða það sem hér fer á eftir úr blaðinu “Literary Digest”. Er það talið eitt allra áreiðanlegasta tímarit þessa lands: “Austurrískur yfirhershöfðingi var myrtur í Sarajevo 28. júní árið 1914. Af þessu morði, ásamt skilyrðislaus. um kröfum (ultimatum). sem þvi fylgdu, leiddi hið mikla heimsstrið. Yfirhershöfðingi nokkur, er Iæe Stack hét, og var ríkisstjóri í Súdan og herstjóri á Egiptalandi var myrt. ur á götum í borginni Cairo 19. nóv- ember 1924, og stjórnin á Englandi sendi egipzku stjórnitini tafarlaust kvaðir um bætur, sem í raun réttri voru skilyrðislausar kröfur (eins og í hinu tilfellinu). > Þegar fréttirnar um þetta siðara morð bárust út um heiminn, hrylti menn við hugsuninni um fyrra morð. ið og afleiðingum þess. “Hverjar ætli verði afleiðingarnar af þessu brjál. æðisverki ?” spurðu menn hver um annan. Sum blöðin og sumir menn gáfu það í skyn, að hér gæti orðið sá ásteytingarsteinn. sem sameinaðl alla Múhameðstrúarmenn á móti kristnu þjóðunum í svokölluðu trú. arbragðastríði. — Sum blöðin létu það í ljósi að hér fengist sönnun þess hversu lítilsvirði Þjóðasambandið væri þegar um stór- þjóðir væri að ræða, eins og Breta. Þýzku blöðin lýstu samhygð sinni með Egiptum og týldu kröfur Eng. lendinga miklu alvarlegri og miklu meira lítillækkandi fyrjr Egipta bæði að orðum og anda, en kröfur Aust. urríkismanna hefði verið til Serbiu 1914. Blöðin á Ítalíu sögðu það sama og töldu ofbeldisaðferðir Mussolinis við Grikki silkivetlingatök í samanburði við járngreipatök Eng. lendinga á Egiptum. Málsatriðin eru i fám orðum þessi: Nítjánda nóvember er Lee Stack myrtur. Þeir af ofbeldismönnununt, sem náðust voru settir i varðhald. Tuttugasta og annan nóvember senda Englendingar Egiptum skilyrðislaus. ar kröfur, sem hér segir: 1. Að stjórnin á Egiptalandi biðji auðmjúklega fyrirgefningar á því, að þessi glæpur var unninn, og að sú fyrirgefningarbón verði þannig, að Englendingar séu ánægðir með hana. 2. Að stjórnin á Egiptalandi láta hefja fullkomna rannsókn, taki fasta alla sem við glæpinn voru riðnir og hegni þeim hlifðarlaust hverjir sem þeir eru. 1. Að stjórnin á Egiptalandi tafar. laust og framvegis banni og komi i veg fyrir allar samkomur fólksins í þvi skyni að skapa óánægju með yfirráð Englendinga yfir Egiptalandi og Súdan. 4. Að Egiptar borgi tafarlaust $500,000 (fimm hundruð þúsund dali) ti! konungsstjórnarinnar á Englandi, sem manngjald fyrir þann er myrtur var.< 5. Að stjórnin á Egiptalandi kalli heim innan 24 klukkustunda alla egipzka hermenn frá Súdan, með þeim afleiðingum sem því fylgja og síðar verði teknar fram. 6. Að Egiptar lýsi þvi yfir, að Eng. ■lendingar séu ekki bundnir við vatns- veitingar á þeim 300,00 ekrum i Súd. an, sem um hefir verið samið, heldur reki þeir vatnsveitingar á eins Stór. um svæðum og þeim sýnist. 7. Að Egiptar sjái um að engin mótstaða á nokkurn hátt verði sýnd gegn enskum ráðum og athöfnum í Egiptalandi, að því er snertir varnir útlendra gróðafyrirtækja. Tuttugasta og þriðja nóvember svaraði egiptska stjórnin og játaði fjórum fyrstu kröfunum, en kvaðst svara þremur þeim síðustu seinna. Næsta dag um hádegi heimtuðu Eng. lendingar $500,000 af Egiptum og voru þeir greiddir. Sama dag lýstu Englendingar því yfir, að þeir ætluðu sér ekki að binda sig við samninginn um 300,000 ekra vatnsveitingaleyfið, heldur veita vatni á eins stórt svæði og þeim sýndist; sama dag skipuðu þeir að reka hermenn Egipta úr Súdan. og sama dag var enskt her- lið látið taka tollhúsið í Alexandríu með valdi. Sá heitir Zagloul Pasha, sem var stjórnarformaður á Egiptalandi. Sagði hann af sér fyrir þá sök að hann kvaðst ekki geta lítillækkað þjóð sína til þess að taka þeim kröfum, er Englendingar gerðu. Ahmed Ziwar Pasha hét sá, er þá myndaði stjórn eftir tilmælum Fuads konungs. Nýja stjórnin gaf tafarlaust út stefnuskrá sína í þessu alvarlega deilumáli og er hún þannig að efni til: “Gagnvart ofbeldisverkum . Eng. lendinga, lýsir þingið á Egiptalandi yfir þvi, er hér segir: 1. Þjóðin krefst fullkomins sjálf. stæðis fyrir Egiptaland og Súdan. Þessir tveir landshlutar eru eitt og sama landið, og á þvt er engin' skifting miguleg. 2. Þrátt fyrir það þótt fulltrúar þjóðarinnar hafi gert alt mögulegt til þess að bæta fyrir morðið á Lee Stack herstjóra, þá hafa Eniglend- ingar notað þetta tækifæri til þess að beita ofbeldi og fóðra með, eða afsaka yfirgangsstefnu sina og hefna sín á friðsamri þjóð, sem ekkert hefir sér til varnar, þegar á hana er ráðist, annað en réttlæti og góðan málstað. Þessi stefna Englendinga er oss hið mesta hrygðarefni; hún fótumtreður sjálfstæðisrétt Egipta, brýtur stjórnarskrána, veldur þjóð vorri stórkostlegri hættu fjárhagslega og er alveg einstæð í sögunni. Af þessum ástæðum mótmælir fulltrúa. þing Egipta harðlega ódæðisverkum Englendinga, sem algerlega ólöglegum og kallar allar siðaðar þjóðir itl vitnis um hámark slíkrar ásælni og slíks of- stæðis”. Stjórnin á Egiptalandi skirskotar máli sinu til Þjóðasambandsins og krefst þess að það skerist í leikinn til verndar friðsamri og saklausri þjóð, sem er fótum troðin af annari vold- ugri þjóð, og hefir ekkert til saka unnið annað en það, að æskja sjálf- stæðis. Þessu máli lyktaði þannig, að Þjóðasambandið neitaði að skerast i leikinn og Englendingar) þröngvuðu EgiptUm til þess að beygja sig undir allar kröfurnar skilyrðislaust og urðu að gera það með hervaldi. Blaðið “New York World” flutti langa grein um þetta mál, og var fyr- irsögnin þannig: “Síðustu athafnir i fimtíu ára baráttu Englendinga til þess að ná yfirráðum yfir Norðaust- ur Afríku”. Blaðið heldur áfram, og segir meðal annars: “Árið 1882 varð uppreist i F.giptalandi gegn stjórnanda, sem hlyntur var evrópisk. itm yfirráðum; féllu þá allmargir Ev. rópumenn. Englendingar sættu færi að senda herlið þangað og höfðu það sem ástæðu, að nokkrir enskir menn voru meðal þeirra er féllu; hertóku þeir þá borgina Cairo, og hafa altaf haldið þar herlið siðan”. Til þess að sjá hvernig sumir leið.. andi menn í Canada lita á málið skulu hér þýdd ummæli, sem birtust i blaðinu “Tribune” i Winnipeg, 14. janúar 1925. Fyrirsögn greinarinnar er á þessa léið: “Britairís wars not our concern says C. Sifton. Describcs Great Britain as militant innperialistic power and dangerous ally”. (Strið Bretlands eru oss Canadamönmtm ó. viðkomandi, segir C. Sifton. Hann lýs ir .Bretlandi sem striðsgjörnu, ein. veldissinnuðu stórveldi og hættulegu í bandalagi). Og svo heldur Sifton á. fram á þessa leið: “Sannleikurinn er sá að England er eins og aðrar stór. þjóðir heimsins — hergjörn og ein. veldissinnuð þjóð. Hún hefir náð yf- irráðum á stórum hluta af yfirborði jarðarinnar. Hún hugsar sér að halda öllu þessu, friðsamlega ef það tekst, en með ofbeldi eða hervaldi, ef hún þarf á að halda. Vér Canada- menn aftur á móti erum ung og frið. elskandi þjóð, og þráum ekkert ann. að en að taka þroska og framförum í-friði. Vér æskjum engra striða og oss varðar ekkert um nein stríð; til þess er engin ástæða, að vér sendum vora ungu og efnilegu menn í hernað þar sem þeir verði drepnir í stríði fyrir Breta. Canada samþykkir það aldrei að hún beri ábyrgð á nýlendu. stríðum Breta, eða að hana varði nokkuð um þau. Canada sendir ald. rei herlið til Egiptalands”. Þessi ummæli Siftons eru tekin úr ræðu, sem hann flutti í Toronto. F.g hefi ritað þessar línur af tveim ástæðum; önnur er sú, að ég var mót- fallinn þeim morðum er stríð kallast, og álít nú, sem fyr, að Canada-þjóð- in eigi að lifa i friði, en stökkva ekki út í áflog annara þjóða í öðrum álfum. Itessa skoðun hafði ég 1900, þegar Búastríðið stóð yfir, sömu skoðun hafði ég 1914, þegar Canada hljóp út í síðasta striðið, og þess- ari skoðun mun ég halda fram ef Canada álpast út í það stríð, sem að líkindum leiðir af yfirgangsstefnu Englendinga í sambandi við Egipta. land. Hin ástæðan fyrir því, að ég rita þessar linur er sú, að ég veit dá- Iítið nánar um pólitizkar aðfarir i Egiptalandi en margir aðrir. Er það fyrir þá sðk, að ég var í þrjú ár á skóla með tveimur Egiptum, sem nú eru báðir læknar í Cairo, einmitt í borginni þar sem morðið var framið. Þessir læknar heita Dr. Abdouh og Dr. Karara. Virtust þeir í öllu sam. vizkusamir menn og sannorðir, get ég þvi tæplega efað sögusögn þeirra, þótt margt væri ótrúlegt í henni. En saga þeirra var í beinu samræmi við það, hversu miklum hnefarétti Eng- lendingar hafa beitt Egipta í sam. bandi við þetta máh Sig. Júl. Jóhannesson. Skólahúsið á Laugum. Smíðinu er nú lokið að sinni, húsið fullgert að utan og innan að undan. skildu efsta lofti, sem verður sundur. hólfað þegar þörf krefur, og eftir á að mála veggi innan og dúkleggja. Grunnflötur hússins er 200 m2, en gólfin fjögur: KjaMari, tvær stofu. hæðir. og loft með kvistum. 1 kjallaranum er eldhús, matsalur fyrir 40 manns, þvottahús, bað, sal. erni og geymslur. Á næstu hæð eru skólastofur tvær, íbúð skólastjóra o. fl. Á efri hæð eru heimavistir og íbúð kennara, og á lofti verða heima. vistir og íbúð þjónustufólks. Útveggir allir, að undanskild- um austurvegg, sem byggja á við síðar, eru tvöfaldir, úr járnbentri steinsteypu, skilveggir og gólf steypt, að undanskildu efsta lofti, sem er af tré. Þakið er gert úr borðviði með pappa og bárujárni. Hieimavistir, sem fullgerðar eru, rúma 30 manns, án þess að þrengt sé að, en 10 geta bæst við á efsta lofti. Herbergin öll eru rúmgóð, björt og sólrik; aðeins 3 af 30 ibúð. arherbergjum njóta ekki sólar. En það sem mest þykir þó um vert við þetta hús er hin dýrmæta laugahitun og heita og kalda vatnið, sem leitt er víðsvegar um húsið. Þegar jarð- hiti er notaður til þess að hita upp hús, þarf ofnastærðin að vera svo mikil, að nægpir hiti sé í aftaka- kulda, því ekki verður jarðhitinn aukinn né minkaður, eins og á sér stað i eldstóm, en auðvelt er að tak. marka vatnsrenslið og loka fyrir ofn. ana til hálfs eða fulls. Fyrir þessu er séð á Laugum, en mest er sú að. ferð notuð, að hafa opná glugga daga og nætur, þegar of heitt þykir. 'Hlúsið er því sannnefnt heilsuhæli. Heita vatnið er tekið úr laug upp í fjalli, 500 metra frá húsinu. Fall. hæðin að grunni hússins er 60 m., en vatnsmagnið 2/2 lítri á sekúndu. Ekki þyrfti nema helming þessa vatns til hitunar, en vegna vetrar. sundlaugar, sem fyrirhugað er að byggja, er gott að hafa þetta vatns. magn. Hitinn í lauginni er 56 stig. C., en heimkomið er vatnið 55 st. C. Þrent er það, sem styður að því, að vatnið kólnar ekki nema um 1 gr.: Utnbíinað^ir á leiðdlunrvj, fa^fhæþiin og vatnsmagnið. Út úr húsinu fer vatnið 49 stiga heitt. Kostnaður á svona hitun er likur og á venjulegri miðstöðvarhitun. Mismunurinn fer eftir vegalengd höfuðleiðslunnar og hitamagn vatnsins. Hér lá mismunur. inn aðallega í auknum vinnulaunum við umbúnað á höfuðleiðslunni. Eigi að meta heita vatnið til pen. inga og reikna hitann eftir núgild. andi verði kola og miða eyðsluna við miðstöð, sem gæfi þolanlegan hita, þá má ekki gera ráð fyrir minni eyðslp en 30 smálestum á ári, en með flutningskostnaði gerir það fullar 3000 kr. Sé miðað við 6% vexti, svarar þetta til höfuðstóls að upphæð 50,000 kr. Lóðina undir húsið og allmikið land vel fallið til ræktunar hefir ' hr. Sigurjón Friðjónssori á Litlu-Laugum selt fyrir eitt þús. kr. Slíkt má kalla rausnargjöf en ekki sölu. Auk þess getur skólin* fengið •1,/3 af jörðinni fyrir sanngjarnt verð. Allur kostnaður við skólahúsið er mrlli 80 og 90 þús. kr. Ríkið hefir lagt fram 2/5 kostnaðar, eða alt að 35 þús. kr., hitt hafa Þingeyingar lagt fram. Draum-koss. Sveif í örmum ástar þinnar Að mér bliður höfgi seig. Svalg þar nautnir sálarinnar, Svala tæra guða.veig, Dýpstu þrá ég drauma minna Drakk í einum vara.teyg. Vek mig ei þú dagsljós dapurt, Drauma svo ég eigi nótt. Ef þú tekur aftur frá mér Allra minna vona þrótt, upp í sæluleiðslu lyfting, Leyf mér Guð að hvíla rótt. Hefur einatt heljartökum Heimur svift mig rétti þeim. Flækt í grimmum vafa.viðjum. Vonarljóss um huldugeim. Þó mér sönnun sýnir vakan, Sál min þegar flytur heim. YNDO. iGin Pill hafa læknað þúsundir sjúklinga af blöðru- og nýrnaveiki. Ef þú hefir bakverki eða einhver merki u msýknt nýru, taktu Gin Pills 50c hjá öllum lyfsölum og lyfjaverzlunum. National Drug & Chemical Company of Canada, LJmited. Toronto — — — Canada. 82 Kaflar ÚR PRÉDIKUN PRÓF. HAR. NlELSSONAR I FRlKIRKJUNNI VÍGSLUDAGINN. Þrjár voru gufj^þjónusrturn^tr j i Frikirkjunni visludaginn (hinn 21. des. Sjálf vígslu-guðsþjónustan fór fram kl. 10 að morgni. Við hana fluttu þeir ræður síra Ólafur og sira j Árni. Kl. 2 flutti síra Árni aðra messu og loks prédikaði sira Har. Nielsson kl. 5. Eðlilega mintust frí. kirkjuprestarnir á ýmislegt úr sögu fríkirkjuhreyfingarinnar hér á landi. Próf. H. N. mintist og fríkirkjunn. ar og ýmislegs, er orðið hefir til að auka frjálslyndi í trúarefnum hér siðari árin og breyta trúarhugmynd. um manna til meiri mannúðar. Hann lagði út af Sálm. 33, 1—5, sérstaklega orðunum: Syngið drotni nýjan söng! Kvað hann þá einkum hafa ástæðu til að fagna þessum degi, sem sjálf. ir voru með i þvi verki að koma þess. ari kirkju upp í fyrstu, þvi að þeir hafi lagt mest á sig og mest í söl. urnar. “En vér elskum æfinlega það innilegast, er vér leggjum mikið í sölurnar fyrir, þolum og líðum fyrir, berjumst fyrir. Flest ný fyrirtæki eru smá i upphafi; og langflestir mann. anna líta með skilningsleysi eða jafn vel fyrirlitningu á litla byrjun. Fyrir þvi eru dagar hinnar “litlu byrjunar” svo efiðir ..... Þeir, sem unnað hafa þessari kirkju öll þju ár, sem hún hefir staðið, finna vafalaust sterk. ustu hvötina hjá sér til þess að taka sér þessi orð i munn: “Syngið drotni nýjan söng”. Þeir hafa fagnað yfir kirkjunni sinni áður; þeir gera það enn meira nú, er hún hefir tekið svo veglegum stakkaskiftum. En vér, sem höfum tim mörg und. anfarin ár fengið hér hæli, og mátt í góðum friði tilbiðja Guð hér og flytja þær kenningar, er oss geðjað- ist bezt að og vér vitum sannastar, vér höfum og mikla ástæðu til að fagna. Vér njótum og góðs af þess- ari stækkun. Nú geta enn fleiri feng. ið hér sæti; söngurinn hljómar nú enn betur og kirkjan er öll enn bjart.. það vera eitt atriðið í fögnuði vor. ari og fegurri. Og vér skulum láta um í dag, og ekki kleyma að þakka það, að þeir, sem reistu þetta hús og borið hafa ailan hag þess fyrir brjósti síðan, voru svo víðsýnir, umburðar. lyndir og frjálslyndir, að þeir feng. ust til að leyfa oss að nota það, þótt sumar skoðanir vorar séu í einhverj. um atriðum frábrugðnar þeira. Frí. kirkjusöfnuðurinn hefir með þess. um hætti greitt frelsi í trúarefnum og umburðarlyndi veg meðal íslendinga, og vel má svo far?, að það verði hon um til vegsemdar, er fram líða stundir, og að með því hafi hann unnið þjóð vorri meira gagn en almenningi var 1jóst í upphafi. Hann hefir, að minsta' kosti óbeinlínis, veitt nýjum skoðunum hæli, meðan þær voru á stigi hinnar “litlu byrjunar”. Vér óskum og biðjum þess í dag, að Guð sannleikans hann, sem einn gefur ávöxtinn, þar sem mennirnir plægja, sá og vökva, láti blessun koma yfir þetta hús fyrir þá andlegu gestrisni, 'sem fríkirkjusöfnuður þessa bæjar hefir sýnt. Sönn gestrisni ber æfin. lega vott um göfugmensku og hlýt. ur því að 1okum sín laun: mátt til að sýna enn meiri góðvild og hjálp, þar sem þess.er þörf. Og gestrisnin á líka sín fyrirheit. Fyrir því áminti einn af rithöfundum N. tm. samtíðar- menn sína svo forðum: “Bróðurkær- leikurinn haldist. Gleymið* 1 ekki gestrisninni, því að vegna hennar hafa sumir sér óafvitandi hýst engla” (Hebr. 13, 1—2). Allir þeir, sem unna frelsi í trú- málum og hafa þá sannfæring, að í frelsinu sé öllum andlegum málum þjóðarinnar bezt borgið, þeir hafa á. stæðu til að fagna þessum degi. Alla má þá ávarpa með þessum orðum hins gamla sáttmála: “Syngið nýjan söng”, í tilefni af þeirri framför ,sem þetta guðshús hefir tekið. Sjálf stækk. un hússins er jafnframt vottur ann. ars: áhugi manna á kirkjumálum og I öllu þvi, sem eilifðinni kemur við, er að vaxa meðal vor. Þar liggur , dýpsta hvötin til þess, að menn leggja I mikið á sig til að koma upp æ veg. legri kirkjum”. “Allar kynslóðir fá sína reynslu af gæsku, miskunn og trúfesti Guðs; en ! engin kynslóð er nákvæmlega eins og j fyrirrennari hennar. Alt af er ein. hver öldugangur i hafi tímans, sem veldur breytingum. Fyrir þvi verður skilningur hverrar kynslóðar nokkuð frábrugðinn skilningi fyrri kynslóða. Tilfinningarnar haldast, en þó er sem litblærinn á þeim sé töluvert mismun. andi hjá kynslóðunum. Vegna þessa getur ný kynslóð sjaldnast að öllu leyti búið hugsanir sínar búningi fyrri tíðar manna. Og eftir þvi sem trúarhugmyndirnar hafa víkkað og göfgast, eftir þvi hefir þessi þrá brotist skýrara fram: Syngið drotni nýjan söng! Og kynslóðirnar leggja engan veginn allar aðaláherslunai á sömu hlið trúmálanna. — Því trú. málin hafa margar hliðar. — -Siður en svo. Þar skiftast á margskonar aðfall og útfall. Stundum er sem hugmyndirnar berist með straumum í hafi tímans — eins og trjábolirnir úr frumskógunum berast langar leið. ar með hafstraumunum, unz þá rekur upp á einhverja bygða skógleysis. strönd og þeir verða þar efniviður i hibýUi manna. Enginn jarðeigantdi ræður því, hver tré rekur á fjöru hans. Nokkuð likt er oft um andlega efniviðinn, sem berst með straumum timans og að landi voru. Aöfall eins tímabilsins ber vissar kenningar upp í fjöruborðið. En svo kemur útfall- ið eftir ákveðinn tíma. Þá skolar ósjaldan út aftur. Og næsta aðfall ber með sér nýtt efni, nýjan rekavið, sem menn reisa af andleg stórhýsi og hafast lengi við i. Allar þessar breytingar verða smátt og smátt til þess að göfga og hækka guðshug. myndina sjálfa og ýta skilningi manna fram á leið t hinum æðstu efnum.” Þvi næst sýndi ræðumaður fram á nokkrar breytingar, sem orðið hefðu með þessari kynslóð hér- á landi, og nefndi sem dæmi útskúf. unarkenninguna, samlyndið millf trúar og vísinda, hugmyndirnar utn framhaldslífið, og talaði um, að mikil dulspeki.alda gengi nú yfir heiminn, sem vafalaust yrði kirkjunni enn til blessunar, eins og allar slíkar öldur hefðu áður orðið. “Dulspeki.aldan er hugum margra hið sama sem áveita vatns er þurrí groðurmold; hún gerir hjörtun gljúp og færir þeim ýms dýrmæt frjóefni. Út af öllu þessu er ástæða til að fagna og syngja nýjan söng. Því að, eins og áður hefir verið tekið hér fram í dag (þ. e. prédikun síra Árna Sigurí?s9onar), |þá er ekki nóg að kirkja og söfnuðtt stækki hið ytra. Miklu meira stendur á hinu, að hið innra Jífið eflist og kirkjunni takist með boðskap sínum að fullnægja trú. arþörf manna og veita þeim andlega hjálp og styrk í baráttu og erfiðleik. um, ekki sízt er þeir vakna til veru. lcgrar meðvitundar um eilífðareðlí sitt og mikilvægi þessa jarðneska lífs. Einn liðurinn í því er að leggja kirkjufólkinu til sálma til að syngja við guðsþjónusturnar — sálma, er séu i fyllra samræmi við hugsanir nú. timans en ýmsir sálmar eldri kynslóða eru. Einnig þar er þörf á endurnýj. un. — Lítil tilraun hefir verið gerð ti! að bæta úr þeirri þörf. Og það er mér eitt fagnaðarefnið i dag, að vér getum ávarpað hvert annað á þessum orðum textans: Syngjum drotni nýj. an söng! — I þessari kirkju hefir verið minst i dag brautryðjenda frí- kirkjunnar. Eg leyfi mér að minn. ast. með þakklæti sérstaklega eins manns, sem hefir átt mjög mikinn þátt i að auka frjálsan hugsunarhátt í íslenzkri kirkju og kve?|iðf |hefir inn i oss bjartari og hlýrri kristin. dómsskoðanir en áður voru þar ríkj. andi, þjóðskáldsins og sálmaskáldsins sira Matthíasar Jochumssonar. Tunga hans er þögnuð. en söngvar hans og sálmar vonar ég að eigi eftir að verma friða og gleðja margar sálir og lyfta þeim til æðra trúarflugs, og lengi a!5 óma undir islenzkum kirkjuhvelfing. I um. Fyrir hans hjálp og nokkurra i annara getum vér sungið nýjan söng. I Það veri bæn vor í dag: Guð ! sendu l kirkju þinni nýja reynslu, er auðgi hana og leggi mönnum hennar lof- gerð á varir, svo að vér öðlumst nýja söngva um trúfesti þína, miskunn og gæsku!” — “Tíminn”. Raunir og þroskun HUGLEIÐING (Flutt vid útför HaUdórs lœknis G un nl augsso nar). Það má vist með fylsta rétti segja, að öll tilveran sé eitt kraftaverk. Það er nákvæmlega sama hvernig og hvaw vér lítum á hana. Hún er alstaðar jafn dýrðleg. — Vér getum litið á fjöllin, á viðlit þeirra við bláma him. insins; á tignar.hafning þeirra yfir smágróður engja, bygða og bala; á fagrar skógarhæðir, þar sem trén reisa sig líkt og uppréttir armar í Jotning móti hæð og heilagleika him- ingeimsins. — Vér getum litið á sjó. inn; á barnslega fegurð hans í blíð.. viðri; á draumkenda dulræni hans i skuggsýni; á firna þrótt hans og fer. leik í þungviðri og þrautaleiði, þar scm sterkur sonur jarðarinnar brýst um t grimmum gáska. — Vér getum litið á stjörnurnar, sem stara á oss úr fjarlægð, og aðeins virðast litlar í vorum augum af því að vér erum sjálfir litlir, sljóvir og skammskygn. ir. En í raun réttri eru hér guðs attgti, setn til vor líta, og leitast við að fá oss til að líta í mót. — svo er ttm allan alheiminn na^r og fjær, utan takmarka vorrar jarðar og innan; ský og regn t. a. m., sem brynna jörðunni, þegar hún er þyrst, — dreifa varmanum til viðhalds og lífg- ttnar dýrum, jurtum, og ef til vill duldum öflum, — og samhliða eru full skýin af kynjamyndum, sem skapa í sálunni undarlegar hugsanir

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.