Heimskringla - 25.02.1925, Qupperneq 4
4. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 25. FEBRUAR 1925,
Hcímsktittgla
(StofnntS 188«)
Kemur fi( A hverjum mlfirikadegL
EIGENDUK:
VIKING PRESS, LTD.
853 ok 855 SARGKNT AVB., AVINNIPKG,
Tnlnfmlt N-6537
Vert5 blatJsins er $3.00 árgrangurinn borg-
ist fyrirfram. Allar borganir sendiat
THE VIKING PHEfcS LTD.
SIGFÚS HALLDÓRS írá Höfnum
/ Ritstjóri.
JAKOB F. KRISTJÁNSSON,
Ráðsmaður.
UtanANkrlft til blaitNÍnst
THE VIKING PHESS, Ltd., Box 8105
1'tnnANkrlft tll rltNtjAranai
EDITOH HEIMSKRINGLA, Box 3105
WINNIPEG, MAN.
“Helmskrlngla is pnblished by
The Vlkinir Preas Ltd.
and printed by
CITY PRINTING A PUBLIS HING CO.
853-855 Sargent Ave., Wlnnlpegr. Man.
Telephone: N 6537
WINNIPEG, MANITOBA, 25. FEB. 1925.
Islenzk líkamsment.
Hinn ásgæti íþróttamaður Jóhannes
Jósefsson, sem er jafn ágætur íslending-
ur, sendi oss nýlega nokkur orð bréflega.
Þar stendur meðal annars:
' “Yður mun þykja, sem ég sæki þetta
mál nokkuð fast, en það er ekkert eins
dæmi um Islendinga. Fast sótti Egill
eftir konuarfinum til Noregs, og Háll-
dór Snorrason eftir launum sínum til
konungs, enda höfðu báðir sitt fram og
vona ég enn, að svo verði.”
* * *
Hér er hinn ágæti Jóhannes, að tala
um endurreisn íslenzku glímunnar í Win-
nipeg, og þar með í Vesturheimi. Vér
vonum að mörgum finnist hann “sækja
þetta mál nokkuð fast”. Finnist svo til um
það, að þeir finni nú glöggar en áður til
þess hvílík vanvirða það er, að þessi eina
og ágæta íslenzka íþrótt skuli vera að
týnast niður hér í landi, þessi íþrótt, sköp-
uð af íslenzku snarræði og harðfengi,
aðalslund og göfugmensku, þessi íþrótt,
sem viðheldur hjá öllum iðkendum sín-
um sömu eiginlegleikunum, sem hún er
eköpuð af.
Sé gengið að því sem vísu, að líkam-
inn sé bústaður sálarinnar, þá ætti nauð-
synin á því að gera þann bústað sem bezt
úr garði, að vera sæmilega augljós. Þó
er fjöldi manna svo gerður, að þeir halda
að líkamsþjálfun hljóti að verða á kostn.
að andans, að íþróttamenn séu yfirleitt
heimskir. Og ekki eru það allfáir gáfað-
ir fræðimenn, sem bera mestu fyrirlitn-
ingu fyrir líkamlegu atgervt Telja þeir
það engu máli skifta fyrir sálina, hvern-
ig líkaminn sé úr garði gerður, og búi oft
andlegt afarmenni í lítilfjörlegum lík-
ama. Benda þeir á menn sem Pope,
Steinmetz og ótal fleiri sínu máli til sönn-
unar. Ef svo skyldi rökræða, þá mætti
alveg eins vel bera það fram, að engin á-
stæða sé til þess, að breyta að pokkru
leyti byggingarlagi frá því, sem er á ís-
lenzku moldarkofunum, eða amerísku
bjálkahreysunum, af því að þar hafi get-
að fæðst og uppalist slíkir menn sem
Stephan G. Stephansson og Abraham
Lincoln. En ekki höfum vér þó vitað
nokkum vilja halda þeirri skoðun að
mönnum, að jafngóðir væru daunillir og
hálfdimmir bjálkakofar, loftræstum, heið
björtum og rúmgóðum íveruhúsum.
# * *
Þær tvær þjóðir — báðar norrænar —
sem hæst risu í menniijgu á fyrri tímum,
Grikkir og íslendingar, — skildu þetta
fyllilega. Og af Grikkjum lærðu Róm-
verjar, sem á hinu stirða en gagnorða
tungumáli sínu fundu þeirri hugsun stað
í orðunum “mens sana in corpore sano”,
“heilbrigð sáJ í hraustum líkama”. Hvergi
mun slík rækt hafa verið lögð við líkams-
mentun og hjá þessum tveimur frænd-.
þjóðum, Grikkjum og íslendingum, og
hvergi hefur mannvitið borið jafnfegurri
ávexti. Það er eftirtektarvert, að margir
allra glæsilegustu garparnir á lýðveldis-
tímabilinu íslenzka eru um leið afburða
vitmenn. Þar hæfir hvað öðru, sálin og
líkaminn, eins og demantur gullhlaði.
Björn Hítdælakapi, Gísli Súrsson, Skarp-
héðinn Njálsson, Egill Skallagrímsson og
Grettir Ásmundsson. Öllum, sem til hafa
hugsað, er það ráðgáta, hvernig Gretti
hefir tekist að halda vitinu óskertu, öll sín
hörmungarár, þó hann “seldi þar mann-
lán og gleði”. Ósennilegt er, að nokkur
maður nú á tímum slyppi gegnum sömu
þrekraunir. — Sá óskiljanlegi styrkur
Grettis getur hafa verið af mörgum þátt-
um spunninn, en meginþátturinn hefir
verið hin ótæmandi lífsorka (vitality)
líkamans.
* • *
Hér eru flestir menn af engilsaxnesk-
um ættum. Á síðari tímum hafa Engil-
saxar haft gleggra auga fyrir því en aðr-
ar þjóðir, að nauðsynleg sé^þjálfun lík-
amans til þess að sálin geti fyllilega notið
sín. Þeir eru víðförlastir allra þjóða á
síðari tímum og valdamestir fyrir áræði
og þrautseigju, sem er bein afleiðing af
líkamsmenningu þeirra. Hvert sem þeir
fara, flytja þeir íþróttir sínar með sér,
iðka þær sjálfir, og kenna þær öðrum.
Ein íþrótt þeirra, glímutegundin “catch
as catch can”, eða “free-wrestling” hefir á
síðari árum, breiðst út um allan heim,
á kostnað grísk-rómversku glímunnar,
sem almennust var áður. Og nú á síðari
árum er japönsk glíma, “jiu jitsu”, farin
að ryðja sér til rúms.
* * *
Vér íslendingar eigum alveg sérstaka
glímuaðferð. Jóhannes Jósefsson hefir
sannað, að hún er ágætari en allar aðrar
glímuaðferðir. Samf höfum vér íslend-
ingar ekki nóga rækt eða stolt í brjósti
til þess að halda henni við meðal sjálfra
vor svo vel sé, hvað þá heldur að breiða
hana út um þessa heimsádfu. Svo lítill
hefir áhugi vor í þessum efnum verið, að
maðurinn, sem gert hefir garð vorn fræg-
kn með glímunni, þarf að hafa sig allann
við, til þess að fá áheyrn, þarf að gefa
oss dýrgripi til þess að vér höfum vit á
að sjá sóma vorn í þessu efni. En dýr-
gripirnir eru gefnir af heilum hug og
heitu hjarta. Tökum þessvegna móti
þeim í þeim sama anda.
Vér höfum áreiðanlega ekki altaf ver-
ið nógu varkárir í þeim efnum. Það er
hætt við því að vér höfum á stundum helt
dýrgripunum út ásamt skólpinu.
• * # ,
Hættum því. Reynum betur en áður
að gera oss það ljóst hvílíkt búsílag vér
höfum hingað með oss fært, til þessara
nýju heimkynna vorra. Gáum vendilega
að því, hvert það sé nothæft hér, eða
hvert það geti ekki orðið það. Vörpum
engu burt, þó það sé öðruvísi lagað og
litt, en það sem fyrir er, ef vér erum ekki
sannfærðir um það á alla vega, að annað
sé betra. Verum einhuga um að vera ekki
einungis þurfandi hér í landi, heldur einn-
ig miðlandi.
• * *
íslenzk glímuíþrótt er ótæmandi auðs-
lind. Teygum af henni sjáílfum oss til
styrktar, og gefum samlöndum vorum, er
ekki eru svo heppnir, að vera af íslenzku
bergi brotnir, hlutdeild í auðæfunum með
oss. Förum ekki svo af Þjóðræknis- j
þinginu, að vér þurfum að bera kinnroða
fyrir sjálfum oss, og íþróttamanninum,
sem er að berjast vorri baráttu, um þvera
og endilanga heimsálfuna. X
* # *
Mörgum finst vér Vestur-íslendingar
vera í sífellu að berjast við afturgöngur
og drauga. Notum nú glímuna til þess
að bregða einhverjum af þessum draug-
um svo snipparamannlega á loftmjöðm, að
þeir rísi ekki upp aftur. Endurreisum ís-
lenzku glímuna. H.un borgar oss aftur í
fríðu, það erfiði, sem vér leggjum á oss
fyrir hana.
Dawes Samningurinn.
Eg minnist þess ekki ag hafa tekiö eftir því,
að “Heimskringla” hafi flutt neitt ítarlegt — né
lauslegt — yfirlit yfir niðurstöður þær, sem al-
þjóðanefndin, sem skipuð var til þess að íhuga
skuldamál og fjárhagsörðugleika Þjóðverja, hef-
ir birt í samningsfrumvarpi því, er kent er við
Bandaríkjamanninn Dawes. Nú er það skemst
af að segja, að ekkert skjal mun hafa valdið eins
miklu umtali um heim allan á síðari árum, sem
þetta. Blöðum og tímaritum var um langt
skeið ekki um annað tíðræddara. En samt held
ég ekki, að ofmikið sé sagt, þó fujlyrt sé, að al-
menningur hafi ekki haft sama gagn af um-
ræðunum, sem ætla hefði mátt eftir þeim orða-
fjölda, sem til þeirri hefir verið varið. Um-
ræðurnar í almennum blöðum hafa verið nokk-
uð á eina leið: Hinir ramhæfu og reyndu fjár.
málamenn hafa hér á nokkurum vikum leyst
hnút, sem stjórnmálamönnum var um megn að
greiða úr. Þeir hafa bent á leið til þess að
Þjóðverjar fái greitt skuldir sínar, fótuni sé
komið undir iðnað þeirra, Bandamenn fái rétt
við fjárhag sinn og lánveitendur Bandamanna
fái lán sín endurgreidd.
Engum getur dulist að væru þessar frásögur
sæmilega réttar, þá er hér um fáheyrð tíðindi að
! ræða. Allir hafa fundið til þess, að það ástand,
sem menn hafa átt við að búa frá því ófriðnum
lauk, hefir verið með öllu óviðunanlegt. Og öll-
um virðist hafa komið saman um, að jafn.
vægi kæmist aldrei á fyr en að minsta kosti
höfuðagnúum viðþkifta. og (fjárhagslífs Mið-
Evrópu væri á braut rutt.
Mönnum hefir verið tjáð, að nú sé gátan
ráðin í vandamáli þessu. Vegsemdin af því verki
hefir að miklu leyti fallið í skaut Dawes, odd-
vita nefndarinnar, sem um málið hefir fjallað.
Dawes er nú, eins og kunnugt er, kosinn vara-
forseti Bandarikjanna; og er það mál manna,
að afskifti hans af þessu mikilvæga máli, hafi átt
ekki alllítinn þátt í, hve sigurinn varð ótvíræð-
ur í forsetakosningunum í haust. Kemur þar
greinilega í ljós máttur auglýsinganna, því full-
yrða má, að almenningi hafi ekki gefist mikill
kostur á að gera sér ljósa grein þess, hvað í til-
j lögum nefndarinnar felst í raun og veru. Mönn.
um hefir verið sagt, að fram úr málinu vœri
ráðið, og við það hafa upplýsingarnar að mestu
leyti setið.
I Sá, sem þetta ritar, átti nýlega kost á að
hlýða á erindi, er flutt var hér í Winnipeg um
þetta efni. Ræðufnaður var prófessor Scott
Nearing, sem verkamanna flokkar borgarinjnar
hafði fengið hingað frá Bandaríkjunum til þess
að flytja erindi. Sá var munur á máli þessa
manns og því, er borist hefir tíl manna í almenn.
um blöðum og fréttum, að hann gerði tilraun til
þess að draga fram aðaldrættina pm það, í
hverju tillögurnar væru fólgnar og skýra fyrir
mönnum hvaða afleiðingar þessar ráðstafanjir
mundu fyrst og fremst hafa. Því miður er eng-
inn kostur á að flytja lesendum “íHeimskringlu”
neinn samanhangandi útdrátt af ræðu prófessors-
ins, en þó er ekki með öllu óliklegt, að einhverj-
um þyki fróðleikur í þeim glefsum, er hér verða
tíndar til. Er hér ekki við neitt stuðst nema
minnið eitt, og þetta enda ekki ritað fyr en nokk-
uð er umliðið frá því, er erindið var flutt.
Verzlun öll og kaupsýsla hefir staðið höllum
j fæti nijög, alt frá þeim degi er friður var sam.
inn í Versölum. Fjármagni veraldar og mann.
afla hafði verið beitt um svo langt skeið til hern-
aðar. og spellvirkja á eignum og auði, að ein-
hversstaðar hlaut niður að.koma, Leikar skildu
þannig, að Mið.Evrópu allri og því hinu mild.i
bákni, er Rússland nefnist, var gert ókleift að
kaupa að nokkurum mun afurðir þær, er önnur
iðnaðarlönd Evrópu og Ameríku framleiddu.
Þjóðum þeim, sem verst urðu úti í óíriðnum,
tókst aldrei að láta fjárhagsjöfnuð verða á út-
gjöldum og tekjum, og mismunurinn var greidd-
ur í auknum ótrygðum seðlum. Seðlarnir urðu
verðlausir og allur iðnaður fór þá itm leið í kalda
kol, því engin kostur var á að afla hráefna er.
lendis. Sigurvegararnir í ófriðnum gátu ekki selt
afurðir sinar. Þeir skulduðu stórfé til lánveit-
anda, er stutt höföu þá til hernaðar með fé, Eng-
in von var um greiðslu á því fé, nema hinar
sigruðu þjóðir gætu greitt skaðabætur og her.
kostnað. Til þess að þeim yrði það kleift varð
iðnaður þeirra að komast á laggirnar. Nú horfði
mjög í aðra átt, en að þetta mundi ætla að tak-
ast. Frakkar settust að í Ruhr.héraðinu til þess
að tryggja sér kol til þess að unt yrði að starf-
rækja þeirra eigin stálnámur. Englendingar unjlu
þeirri setu hlð versta, þvi þeim hefir verið um
margt annað annara, en að Frakkar yrðu sama
sem einráðir á meginlandi Evrópu. Og ekkert
vænlegar horfðist -á um lángreiðslurnar. Frakk-
ar tóku heldur þurrlega í allar uppástungur um að
hjálpa Þjóðverjum til þess að endurreisa iðnað
sinn. En mönnunum sem lánað höfðu féð til
hernaðarins stóð ekki á sama. Voru það kaup.
sýslumenn úr ýmsum löndum, en mest frá
Bandarikjunum. Var þá til þess gripið að
hraða dálítið hruni frankans, þángað til Frakkar
létu undan. Jafnskjótt og þeir höfðu goldið
jákvæði sitt, greip Morgan hinn auðmikli til og
stöðvaði hrunið 1 bili.
Fjármálamennirnir, sein tillögurnar
áttu að gefa, lögðu nú fram álit sitt.
Þeir þættir tillaganna, f;em mest þykir
um vert, eru í stuttu máli svo sem
hér segir:
Bandamenn sjá um, að útvegað sé
fé til þess að stofna nýjan banka á
Þýzkalandi. Skal sá banki hafa einka.
rétt til seðlaútgáfu í landinu, enda séu
seðlarnir trygðir með gulli. Fjár.
málamenn Bandamanna hafa einir
umráð yfir bankanum, og er þá um
leið gefið fullkomið vald yfir öllum
iðnrekstri Iandsins. Banki þessi er
þegar kominn á laggirnar. Meiri.
hluti fjársins var tekinn að láni í
Bandaríkjunum, og stóð ekki nema 4
hluta úr degi, að menn skrifuðu
sig fyrir upphæðinni allri, er hún
var boðin úr af Morgansfélaginu í
New York. Það, sem eftir var láns.
ins fékst með litilli fyrirhöfn í Eng..
Jarfdi og- á Frakklandii. Mieð aði-
stoð þessa banka gefst nú þýzkum
iðnfyrirtækjum tækifæri til þess að
kaupa hráefni sín erlendis og endur.
reisa iðnaðinn.
Til tryggingar skuldum Þýzkalands
við Bandamenn er járnbrautarkerfi
ríkisins veðsett með öllu tilheyrandi.
Auk þess ieru veðjtettar ntokk;rar
helstu tolltekjur ríkisins, svo sem toll-
ur á tóbaki, víni og ýmsum öðrum
vörutegundum. Er rikisþingfnu ó-
heimilt að lækka þessa tolla eða af-
nema.
Upphæðin, sem Þýzkalandi er
gert að skyldu að greiða til Banda-
manna, er (að mig minnir) 2jú bil-
jón gullmarka árlega í 50 ár.
Nú er það álit fróðra manna, að
þó upphæð þessi virðist nokkuð
geipileg, þá muni þó afraksturinn af
framleiðslu landsins vera svo mik-
ill, að kleift muni vera að greiða
hana. En til þess þurfa þó tvö skil-
yrðli að vera fyrir hendi. Annað
er það, að Þýzkalandi takist að
leggja undir sig erlenda markaði,
sem nú eru í höndum annara þjóða.
Þjóðir þessar eru Englendingar,
Frakkar, Bandaríkjamenn, Svíar og
Belgar. Líkindin þykja vera mikil
fyrir því að þeim takist þetta. ef
þeim tekst að ihalda kauþi 'ver’ka.
manna jafnlágu og það nú er. Sam.
kvæmt skýrslum, sem fyrir liggja frá
Department of Labor Bandaríkjanna,
þá er kaupið nú upp og ofan fyrir
vana verkamenn, jafngildi 7 til 8
dollara á- viku. F.r sá reikningur
miðaður við kaupgildi peninganna, en
ekki nafnverð. Svona hátt gjald fá
þó þeir einir, er fjölskyldumenn eru.
Einhleypir menn fá minna.
Eins og menn sjá af því, sem hér
hefir verið skýrt frá, þá þarf ekki
djúpt að leggjast, til þess að koma
að minsta kosti auga á sumar tegund-
ir þeirra áhrifa, er. ráðstafanir þess-
ar hljóta að hafa á atvinnurekstur
um veröld víða. Iðnrekstur á Þýzka.
landi var fyrir ófriðinn á þá lund,
sem hann hefir fullkomnastur verið
í heiminum. Með sæmilegum fjár.
styrk og ódýrum mar.nafla er naum.
ast hætta á öðru, en að Þjóðverjum
takist að ryðja- sér veg með vörur
sínar inn á hvcrn þann markað, sem
ekki er þvi vandlegar varinn með
tollgörðum. Aðleiðingin af þeirri
samkepni verðu.r óumflýjanjega sú,
að kaupgjald verkamanna hlýtnr að
lækka í öllum iðnaðarlöndum.
Kaupgjdldið í þýzkalandi er nú meira
en helmingi lægra en á Englandi —
þar sem hátt á aðra miljón manna er
stöðugt atvinnulaus — og fjórum til
fimm sinnum lægra en í Bandaríkj.
unum. Og satt að segja er kaup-
gjaldið á Þýzkalandi svo, að það
virðist ganga kraftaverki næst, að
mönnum skuli takast að halda líf.
tórunni við. Og öllum tekst það auð-
vitað ekki. En það er undursam.
legt hvað menn þola, og fjármála.
möilnunum reiknast svo til, að fleiri
en svo muni ekki lífið láta, en að
þeir, sem eftir sé, muni komast yfir
að annast vinnuna í verksmiðjunum
— sérstaklega þegar þess er gætt, að
8 stunda vinna .er nú með öllu af-
numin og meðalvinnutími er nú 56
stundir á viku. Eigi því öðrum iðn.
aðarlöndum að takast að halda í
’horfinu, virðist óhjákvæmilegt að
kaupgjaldið lækki — því enginn hefir
trú á, að atvinnurekendur geri sig á-
nægða með að skerða gróða sinn.
Bjartsýnum mönum, sem ekki væru
allskostar ánægðir með að verða svift
ir kaupgjaldi því, er þeir nú hafa
— þegar þeir fá vinnu — kynni ef til
vill að detta í hug, að þýzkir verka.
menn, gætu ekki unað því til lengd-
DODD’S nýrnapillur eru bezta
nýmameðalið. Laekna og gigt»
bakverki, hjartabilun, þvagteppu,
og önnur veikindi, sem stafa frá
nýrunum. — Dodd’s Kidney Pill*
kosta 50c askjan, eða 6 öskjur
fyrir $2.50, og fást hjá ölltnn lyf*
sölum, eða frá ,
The Dodd’s Medicina Co., Ltd.,
Toronto, Ontarío.
ar að vera hneptir í þann þrældóm,
er þeir eiga nú við að búa, og kaup-
hækkunarkröfur þeirra hljóti a &
verða teknar til greina. Eins kynni
einhverjum að koma til hugar, að>
dugnaður þýzku þjóðarinnar og auð-
æfi landsins geti reynst svo mikil, að
mikill afgangur verði af framkiðslu..
gróða landsins, þó greiddar séu þess_
ar 2y-i biljón marka árlega. Fjár_
málamönnum í Dawes-nefndinni hef_
ir sýnilega komið hvortveggja tif
hugar, því vandlegar skorður eru við>
því settar, að nokkur verulegur auð_
ur geti ílengst í landinu og við því a5
alþýða manna geti lifað sæmilegu lífi.
Það er gert með uppfinning þeirri,
sem nefnd er “hagsældarmatið”. Svo
er tilætlast, að lifnaðarhættir manna
þrjú fyrstu árin eftir að Dawes-til-
lögurnar eru teknar til greina, verði
skoðaðir sem mælikvarði, sem hag-
sæld þjóðarinnar eigi að mið-
ast við næstu fimtiu ár.
Komi það í ljós að hagsældin vaxt,
að þjóðin eyði meiru fyrir almenn.
ar vörutegundir t. d. árið 1930 heldur
en hún gerði að meðaltali árlega
1925—’28, þá skal henni bera skylda
til að greiða samsvarandi mikið meirt
skaðabætur til Bandamanna. Eyði
þjóðin t. d. 10% meira í nauðsynja
vörur, þá á hún að greiða 10% meiri
skaðabætfir. Verði eyðslart orðití
40% meiri 1940, þá ber þjóðinni a?S
greiða 40% meiri skaðabætur það ár,
heldur en þessi fyrstu ár. Er þetta
hið áhrifamesta ákvæði, þvi með því
er í raun og veru svo fyrirmælt, a5
hvort sem Þýzkalandi tækist vel eða
illa, hvort sem íbúar þess leggi hart atS
sér eða ekki, þá skuli alt verða af
þeim tekið og niðjum þeirra i 50 ár.
Af þessu sem nú hefir verið skýrt
frá, sýnist það mega marka, að til_
gáta prófessors Scots Nearing’s urt*
að almenn kauplækkun t iðnaðarlönd-
um fari i hönd, sé ekki úr lausu loftí
gripin. Sú tilgáta hans, að til þcss
hafi civnig rcfirnir verið skornir
með Dawes-tillögurnar, virðast liggja
svo nærri, að örðugt er að komast hjá
að samsinna henni. Og iliggja tif
þess enn fleiri ástæður en hér hafa
verið greindar. Má þar tilnefna, af?
félag J. P. Morgan, sem fremst allra
hefir staðið í máli þessu, svo sem ogr
raunar öllum fjárhagslegttm alþjóða-
málum síðari ára, er hinn mesti höf_
uðfjandi vérkamanna. Dawes'sjálf-
ur, er einn hinn nafnkunnasti mót-
stöðumaður verkalýðsfélaganna (un-
ionsF í Bandaríkjunum. Er hanti
fremstur í flokki þeirra manna, er
neita að félögin eigi að hafa nokkurt*
rétt til þess að semja við vinnuveit-
endur, og vill láta dóm^óla og lög_
reglu upphefja félögin, sem vitaskulcf
er eina vörnin, sem verkamenn hafæ
enn haft tök á' að nota til þess af?
sporna við því, að réttur þeirra værf
með öllu fyrir borð boriAn. Nú hefir
það hróp kveðið við um lönd öll af
hálfu þeirra, sem líta á almenning
sem áburðargripi og mjólkurkýr,
kaupgjald verkamanna væri alstaðar
of hátt. Hér virðist vera — þar
sem Dawes.tillögurnar eru — fund_
inn greiðfær vegur til þess að ná
markinu, að þrýsta! kaupinit hiðttr
Má segja, að ekki hafi þjóðununr
verið til einskis lánað fé tíl þess a’5
berja hver á aqnari, ef afleiðingarn-
ar eru svona glæsilegar: Þjóðverjar
hneptir í þrældóm í 50 ár, öllu kaupt
verkamanna í iðnaðarlöndum þrýst
niðut á það stig. er lægst er, svo
menn fái líf haldið, og lánsféð endur- •