Heimskringla - 10.03.1925, Blaðsíða 1

Heimskringla - 10.03.1925, Blaðsíða 1
r VERÐLAUN GEPIN FYRIR COUPONS OG IMBCÐIR royau, CBOWN — SenditS eftir verBlisti til — ROYAL CROWN SOAP LTD.( 654 Main Street Winnipeg. YERnLAllN GUFIN FYRIH COUPOJfS OG UMBCBIR ROYAt, CROWN j ROY • 65' / i — SenditS eftir vertSlista til — ROYAL CROWN SOAP LTD., 654 Main Street Winnipeg. XXXIX. ABGANGUR. WENNIPBG, M'ANITOBA, MIDYIKUDAGINN 10. JÚNÍ, 1925. NÚMiER 37 L --= f CANADA Fyrsti íslenzki kven- læknirinn í Canada. Hin afskaplega hitabylgja, sem gengiö hefir yfir Miö- og Austur. Bandaríkin meir en viku, komst yfir iandamæri Canada að austan, um helgina. — Er taliö að 605 manns í Bandaríkjunum hafi látist af völd- um hitans beinlinis. William Elder, Christian Science maður, sem dæmdur var til hegning- ar í vetur fvrir aö hafa orðið manns- bani með lækningakukli; eða með þvi að treysta á fyrirhænir meira en lækna, og halda sjúklingnum þess vegna frá læknishjálp unz alt var orðið um seinan, var sýknaður af þeim dómi á mánudaginn var, þar eð ósannað þótti, að hann hefði híndrað lækna að ná til sjúklingsiins og af því, að fyrirbtenir gætu ekki talist hegningarvert læknismeðal. bana, er háspennuþráðurinn snerti hana. Frá Toronto er símað 5. þ. m., að Rev. dr. Trever Davies hafi lýst yfir því á kirkjuþingi Meþódista, að for- ráðamenn kirkju þeirrar, er bygð var til minningar um Timothy Eaton, hafi ákveðið að gefa kirkjuna í hendur United Church of Canada fyrir 10. þ. m. Kirkjan er bæði mik. il og fögur, og er virt á $750,000. Aðsetursstaður kornsöluneíndarinn- ar hefir nýlega verið fluttur frá ýatnaborgunum og til Winniþeg, eft- ir að allheitar umræður höfðu átt.sér stað í landbúnaðarnefndinni í neðri deildinni í Ottawa, er gerði út um þetta á laugardaginn var. ^Frá Ottawa er símað 6. þ. m., aÖ atvinnumálaráðherrann, James Mur- dock, hafi símað til Nova Scotia, að hann geti því miður ekki gerst millj. göngumaður í verkfallsþrætunni. — Fylkisstjcfnin hefði leigt “Besco” námurnar, og unz það félag sam- þykti, gæti hann ekki skift sér neitt af þvi, svo gjarna sem hann vildi koma á sættum. — Það er alt á 'feina hókina lært hjá “Besco”. Frá Otóawa er símað 4. þ.m., að kosningar í Nova Scotia, sem eiga fram að fara 25. þ. UL, muni hafa mikil áhrif á það, hvort aimennar kosningar eigi fram að fara í haust. . Er álitið, að. ef Nova Scotía fari að dæmi Saskatchewan, og kjósi aft- ur Liberals, að þá muni sambgnds- stjórnin ganga til kosninga í haust. Kosningar eiga einnig að fara fram í New Brunswick á þessu ári. Ennþá standa yfir samningatil- raunir um pappírsmylnuna í Mani. toba, á milli stjórnarinnar á öðru borði og Spanish River Co. og J. D. McArthur hinumegin, sem keppa. — Ennþá eru engar líkur fyrir því, hvor hlutskarpari verði. Póstmaður, að nafni Smith, hér í borg, var dæmdur nýlega í 3 ára fangelsi, fyrir að hnupla úr bréfum, þrátt fyrir öfiug meðmæli um skil- yrðiijsbundir^n dóm. Kvað dómarinn glæpinn vera alvarlegri en flesta aðra, og sæi hann sér þess vegna ekki fært að hafa dóminn skilyrðisbund- inn. í fyrri viku fór erindreki Canada, Thomas H. Johnson, dr. B. J. Brandson, og eiginkonur þeirra, suður til Minneapolis á 100 ára af- mælishátíð Norðmanna. — Lausa- fregn kom um það hingað norður, að þau hefðu lent í afskaplegu of- viðri, eða jafnvel fellibyl (þau fóru í bíl) og verið í augnabliksháska stödd. En hvað sem um það er, þá hafa þau þó komist klaklaust, af því að Winnipegblöðin ensku birta í gær útdrátt úr ræðu þeirri, er Mr. Johnson flutti þar fyrir hþnd Can- adaþjóðarinnar og stjórnarinnar. Er hún þýdd hér á öðrum stað í blað- inu. Þess skal getið í sambandi við þýðinguna, að “norrænir menn” er alstaðar notað sem þýðing á orðinu “Norse” eða “Norsiemen”, því Mr. Johnson hefir auðsjáanlega alstaðar notað það í þeirri inerkingu. Sést það meðal annars á þeirri umgetn- ingu í Winnipeg Free Press um það, hvernig hann hóf ræðu sína, að Mr. Johnson hafi getið þess, “og heldur þózt af, að hann væri norrænn Can. adamaður (of Norse birth), borinn og harnfæddur á Islandi”. Sömuleiðis á því, að hann telur menn “of Norse 1 lineage” 170,000 í Canada, en það kemur heim við tölu Svía, Dana, 1 Norðmanna og íslendinga. Um 100,000 aðkomumanna af nor- rænum stofni, aðallega norskum, telja lilöðin að hafi sótt hátíðina. Frá Toronto er símað 8. þ. m., að nóttina áður hafi látist þar George Taylor Denison ofursti, L.L.B., F.R.C.S., sem um mörg ár hafði ver- ið lögregludómari í Torontohorg. — Hann var talij'jn jn,erkilegasti\ Jög- regludómari þessa lands, og jafnvel þó víðar væri leitað. Hann var einn- ig sérfróður um meðferð riddaraliðs; svo vel, að hann vann eitt sinn fyrstu verifaun í alheimssamkepni, er Nikulás Rússazar stofnaði til. Gaf keisarinn verðlaun fyrir beztu bæklingana um þessi efni. Mr. Grant Hall, vara-forseti C. P. P sem hefir undanfarið ferðast eft- ir aðalbrautinni og flestum hliðar- brautum í korn.auhugustu héruðum | Vestur-Canada, hefir látið í 1 jós, að hann sé sannfærður um, að hann hafi aldrei fyr séð alveg eins glæsilegar tippskeruhorfur og nú eru, þótt hann auðvitað vilji engu spá um það, hvernig úr þessu rætist, því margt getur breyzt á tveim mánuðum. Kosningarnar í Saskatchewan end- uðtt með stórsigri fyrir Liberal flokkinn. Fengu þeir 47 þingsæti af 63. Situr Dunning forsætisráðherra því ekki aðeins kyr, heldur langtum fastari í sessi en nokkurntíma áður. W. H. Paulson var kosinn þingmað- úr Wynyard-kjördæmisins, með 2142 atkvæðum, gegn 1657, er W. J. Patii, þingmannsefni bændaflokksins hlaut. Afskaplegt húðarveður með þrum. um og eldingum, gekk yfir Winnipeg í gær. Sleit veðrið rafieiðsluþráð á Jarvis Ave., og féll hann á 10 ára gamla stúlku póljka, og beið hti(n! Tvær stökur. (I tilefni af ritstj.gr. í Hieimskringlu 13. maí 1925. Þjóðrækni. Fyr má nú vera! Hrós, en hneigst sé að, Að hnupla sagn-ni|ínningu— Fyr má. nú gera Frækilega, en það, Að falsa stafsetningu! Árni á Botni, í íslenzkri sögusögn. Æfur Árni á Botni Utan-dyra hrín, Að kveiki á kolskörunni Kerlingin mamma sfn! Stephan G. 16.—5.—’25. Dr. Sigga Christianson, eins og hún hefir verið nefnd hér í blöðun- um, heitir fullu nafni Sigríður Chris. tianson. Faðir hennar er Geir Christianson, er búið hefir við Wyn. yard, ættaður úr Hafnarfirði. Nam hann trésmiði í Reykjavik áður en hann fór hingað vestur. Móðir henn- ar er Sesselja Rachel Sveinsdóttir, ættuð úr Skagafirði nyrðra. Giftust þau hjón í Grand Forks, N. D., og eiga þau þrjú börn uppkomin, auk dr. Sigríðar: Mrs. Bogi Bjarnason, Kelvington, Sask.; Valdimar bónda að Poplar Point, Man., og Vilhjálm, vélfræðing í Winnipeg. Dr. Christianson er fyrsta íslenzka stúlkan í þessu landi, /sem lokið hef. ir læknisnámi. Heimskringlu var þess vegna forvitni á að hafa tal af henni. Vér spyrjum eftir dr. Christianson á Grace Hospital, sjúkrahúsi er Hjálpræðisherinn hefir bygt fyrir sængurkonur. Freinur lítil, i meðailagi dökkhærð stúlka, í einkennis'búningi kvenlækna, kemur fram og heilsar. Hún er miklu unglegri en embættisprófið gefur á- stæðu til að halda. En augnaráðið er greindarlegt, fast og athugult. “Hvernig mentabrautin hefir ver- ið? Auðvitað dálítið'ójöfn; dálítið hlvkkjótt, en í öllu vérulegu farsæl. Eg gekk á barnaskóla i Grand Forks. Var svo þrjú ár i Central Collegiate hér í Winnipeg og tvö ár í Wesley. skólanum. Tók því næst kennara- próf í Saskatoon, og kendi í 3 ár. Árið 1919 byrjaði svo iæknisnámið hér í Winnipeg. Siðasta árið, “reynsluárið”, var eg fjóra mánuði við Fort Chapelle; þrjá mánuði við geðveikrahælið í Brandon; tvo mán- uði hér við Grace, og síðustu þrjá mánuðina við bæjarspítalann. Hvort mér fellur starfið? Já, efc skyldi nú halda það. Ætti eg að hverfa sex ár aftur í tímann, og kjósa á ný myndi eg hikláust veljá þa8 sama. Þrátt fyrir það að starf.. ið hefir stundum verið erfitt. Og eg er sérlega ánægð með starf mitt við þenna spítala. Fg býst við gegna læktjisstörfum hér um háTft ár enn. Og Hjálpræðisherinn .á sannarlegt lof skilið fyrir hið mikla og ósérplægna líknarstarf, er hann leysir af hendi. — Eins og flestir ^vita, er sérstök deild hér á spítalanúm fyrir stúlkur, er rata í þá óhamingju, að geta ekki á fullkomlega iöglegan hátt feðrað hörn sin. Fyrir það líknarstarf er ekkert þegið á spitalanum. En meira er þó vert um það, hvernig sú hjáip er í té látin. Aldrei spurt um efni, aðstæður eða orsakir, en öll hjúkr- un veitt svo, sem væri hjálpþegi al- gerlega sjálfstæð manneskja að ötlu leyti. Hvað eg hugsi til framtíðarinnar? Ó, ekkert sérlegt. Býst jafnvel við, að leggja sérstaklega stund á barna- og kvensjúkdóma, og fara suðifr í Bandaríki til að fullnema þær grein. ir. Fn svo býst eg við- að hverfa. atlur. Néi, eg er ekki að hugsa til Ev- 1 ópuferða'aga í bráðina. Seinna kanske ......” Dr. C.éristianson ritar og talar is- k-nzku, þótt hún væri éllefu ára að aldri áður en hún fór nokkuð við það að fást. fig et’.da þótt þar með sé aukin freisting til þess að halda samtalina áfram, bá hlífum vér henni við fleiri spurningum, og kyeðjum. hana með árnaðaróskum blaðsins og lesendanna. Því oss dettur i hug, að 24 klukku. stunda vinnutími á sólarhring sé al- veg nægilegur — jafnvel þótt sá sem vinnur, sé fyrsti íslenzki kvenlæknir. inn í Vesturheimi. Guðrún Jóhannsdóttir Stadfeld. (Æ f i m i n n i n g.) Hinn 27. apríl s.l. andaðist Guðrún Jóíhannsdó/ttir 'Stadfeld, frá íslen/d- ingafljóti i Nýja íslandi, á heilsuhæli fylkisins í Ninette, — hin mesta at. gervis. og myndarstúlka. Hún var fædd í Stangarholti' í Borgarhreppi í Mýrasýslu, þriðjudaginn 23. april 1895. Faðir hennar er Jóhann, nú bóndi við íslendingafljót i Nýja ís- landi, sonur Guðmundar Guðmunds- sonar og Guðrúnar Jónsdóttur, er bjuggu allan sinn búskap í Stangar. holti á Mýrum; en móðir er Ólína Kristín, dóttir Jóns bónda á Narfeyri á Skógarströnd í Snæfellsnessýslu, Jónssonar, og Kristínar Jónsdóttur konu hans. Var Ólína tekin til fóst. urs af föðurbróður sínum Hallgrími hreppstjóra Jónssyni á Staðarfelli i Dölum, og ólzt upp hjá honum, unz hún giftist og flutti í Stangarholt. Vorið 1900 fluttu þau Jóhann og Ólína með börn sín frá Stangarholti og vestur uin haf, settust að í Nýja Islandi og námu sér land norðan við íslendingafljót, er þau nefndu Reyni. stað. Þar hafa þau búið síðan. — Guðrún sáluga var einkadóttir foreldranna og elzt barna þeirra. — Bræður á hún átta ji lífi er svo heita: Hallgrímur, Valgeir, Einar, Eiður. Guðjón, Jóhann, Kjartan og Guð- laugur. Heima dvaldi hún lengstan hluta hinnar stuttu æfi sinnar og vann með foreldrum sínum það sem orkan leyfði. Á heilsubilun tók að bera fyrir rúmum þremur árum síð- an. Lá hún all.lengi vetrar 1921, en komst þó til nokkurrar heilsu aftur. En á síðastliðnu hausti tók sjúkdóm urinn að ágerast á ný. A'fréði hún þá að leita til Ninette, þó til hins sama drægi og hjálpin yrði engin. Guðrún sál. var einkar vel gefin stúlka, staðföst og þrekmikil, greind og gerhugul. Kom það sérstaklega í ljós eftir að heilsan tók að bila. — Hún var námfús og notaðist henni S, \ % % % % \ % \ \ \ % \ % % % % % % % % % \ % \ % % % % % % \ \ \ % % % % % % \ STEFÁN SIGURÐSS0N. “í engu var hann met5almaður.“ J. ó. Ef horfirðu’ á V í k i n a að hausti, þá hrím-guð í sjtóginum býr og strýkur með hélandi hendi um hagann, svo blómgyðjan flýr; og finnirðu leiftrandi loga, sem lifnar — þó vltir ei hvar — og valdið af vetrinum tekur: þú veizt, að hann Stefán er þar. ^Jf kemurðu’ í V í k i n a að vetri, þá veðrið um skógana hvín , og dagur er kominn að kvöldi og kjarkur í sál þinni dvín, en geislar frá höfðingjans húsi í hug þinn, sem lamaður var, sér þrengja með friðboð og fögnuð: þú finnur að Stefán er þar. Ef kemurðu’ í V í k i n a að vori og vermandi sólgeisladís þar kyssir með þarnslegri blíðu hvert blóm, sem ú^ moldinni rís, og vekur til fjörs og til fagnaðs hvern frjóknapp, er sofandi var: í sjálfum þér sér þú og finnur, að sálin hans Stefáns er þar. Og sért þú í V í k i n n i að sumri, er svipmikið blasir þér við með tignhelgi titrandi vatnið sem töfrandi eilífðar hlið; og vaxi þér útþrá og opni þér útveg, sem lokaður var, og geri þig sterkari og stærri: hann Stefán er vakandi þar. * * * í hættum varð hugurinn stærri, þá hetjan á* vÖrina beit; og eldar í augum hans brunnu, ef óx honum mótstöðusveit; en hryggum og brauðþurfa bróður hann brosti — þá sál hans varð klökk því letrar nú líkngyðjan döpur á leiðið hans eilífa þökk. Sig. Júl. Jóhannesson. é? ^^*•’***&*** % % ‘s % Ti ■i % % i % Ti \ % % % % % \ i * \ % Ti \ Ti \ \ % % % * Tí % t % t vel aS því, sem hún las, minnug var hún og skilningsgóö, en mentunar naut hún eigi annarar en þeirrar, sem foreldrahúsin og bygöarskólinn gátu veitt. Ytri kjörin og heimilisástæð. urnar leyföu þaö ekki, árin sem hún var að vaxa. Segir móöir hennar svo frá í bréfi nýlega rituðu: “Hún hafði í æsku við erfiði að búa. Leik- ir hennar urðu að vera vinna og gleði hennör áhyggjur um velíerð heimilisins, þá hún skyldi sinna því í burtveru móður sinnar, sem þá var ærið oft að heiman”, — sótt til sjúkrahjúkrunar í nágrenninu. Hún var mjög samrýmd móður sinni og unni henni afar heitt, sem, og öllum skyldmennum sínum ná- komnum, Yfir sjúkdómsleguna skrif aði hún altaf heim. Dvaldi hugur. inn Stöðugt heiina. Hvert orð bar vott um ást og trygð. til föður og móður og bræðra. Síðast, þegar læknirinn flytur henni fregnina þung- hæru, að æfin sé að enda. þrátt fvrir vonir hennar um bata. flýgur hug- urinn heim. Sjálf var hún þó of veik til þess að geta skrififti/en les fyrir það, sem hún vildi skrifa láta. Ritaði einn hróðir hennar fyrir hana bréf. ið, er þar var vestra. “Eftir þvi sem læknirinn segir mér frá, verður þetta eitt af síðustu bréf- iinum mínum. Þeir segjast ekkert geta gert fyrir mig, og sýnist áfram um að telja mér trú um, að eg eigi enga Hfsvon fyrir höndum. — Mér fanst eg vera á batavegi, en svo versnaði mér.------Guð gefi að þið takið það • ekkert harðara en eg. því eg kvíði atls ekki fyrir að skilja við þetta líf.” Ráðstafar hún svo öllu með hinni mestu rósemi, kvartar eimþista yfir því, afi hún hafi ekki fengið að vita þetta fyr — hvað skamt væri eftir, því mikið meira hefði hún að segja, en nú væri ekki lengur tími til þess. ■— “Læknirinn sagði mér þetta svo / seint. Hann sendi hingað prest, en eg rak hann fljótlega út og sagði, að það væri læknis en ekki prests, sem eg þyrfti með.” — Kveður hún svo ástvinina alla: “Eg bið að heilsa elsku pabba mín- um og mínuin hjartkæru bræðrum, sem eg ekki næ til að skrifa.” — Endar hún svo á kveðjuorðunum til móður sinnar: “Vertu svo marg- blessuð, í kærum minningum margra glaðra stunda.” — 1*6113 voru síðustu orðin, bréfið var ritað rúmum sólar- hring áður en hún andaðist. Lik hennar var flutt inn til Win. nipeg 30. apríl og fór jarðarförin fram frá kirkju Sambandssafnaðar 1. maí. Ræðuna flutti séra Rögnv. Pétursson. Sérstaklega vilja for- eldrarnir þakka þá hluttekningu og vinsemd, er þeim var sýnd-af vin. um þeirra nær og fjær, við þá sorgar athöfn. Hin fáu orð er þegRr hafa verið tilfærð úr bréfum hennar, lýsa henni, svo að eigi þarf fleirum við að bæta. Æfi, sem þannig lýkur, lýkur raunar aldrei — þótt geislar liðna dagsins lyftist nú upp úr hinum dimma dal, upp til hæðanna, upp að hásal eilifðarinnar. R. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.