Heimskringla - 10.03.1925, Blaðsíða 2

Heimskringla - 10.03.1925, Blaðsíða 2
1. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. JÚNÍ 1925. DRENGURINN MINN Helgi Arngeir Þorsteinsson. Eg geng úti og Inni* á gló?5 og elti skuggann minn, og raula ógert ástaljótS eftir drenginn minn. H^lgi minn! Helgi minn! hjartans vinurinn! Nú er dapur dagurinn, — dýrleg vona-þráin-------- —dáin! * * * Ljósablik frá lífs þíns stund legg á særða und. Minning þín, sem mildur blær mér er ljúf og kæir. * * * Þú komst sem vorsins vona mál með vorsins ljós og yndi; Þú komst með vorsins varma í sál og vorsins gróður lyndi. Þú varst sem árlífs ástarglóð, sem unaðsmála kliður; þú varst sem hljómstilt lífsins ljóð, og ljós og gleði og friður. Þú hugarrór og hljóður sást í hópi þinna vina, og lékst við þá með ljúfri ást og h'fsins einlægnina. Minn fríði sveinn! með fasta lund, ei fanst þinn nokkur maki. En nú er lokað lífsins sund og ljóssins andartaki. Og alt varð fegra og betra í bæ, og brosti ljúft við muna, er komstu heim, svo hljóður æ, með hjartans stillinguna. Þeim unað gleymi’ eg ekkert sinn, — því alt þá fanst mér hlýna — er mjúka, litla lófann þinn þú lagðir á vanga mína. Þú varst sem andblær unaðslags, sem ársól lýstur meiður. Þinn svipur eins og sumardags var sólskin ■ fagur, heiður! Og aldrei verður gleðin gleymd, er gafstu þrá og vonum; þín minning er hjá mömmu geymd og mér og systkinonum. Við, ástmenn þínir, ástamál þér ómklökt syngjum hljóðir, og þína skygnu sveipar sál í sólhjúp ástkær móðir. Það fylsta hugsun hugans er og heilög dýrðarsjáin, að himneskt ljósið lýsi þér! — Þú lifir, þó sért dáinn. * * * Þegar vorsins vonabál verður gróðurleysi, lífsmál yrkir engin sál inn í dapurt hreysi. Þá er alt með holum hljóm, og hjartans insta þráin, hún drúpir eins og dáið blóm, sem dauðinn þeytti í sjáinn. * * * Vona vorljóð vakin söng verða húmhljóð haustsins löng, þegar ólífs öldusog æða um lífsins vog. * * * Napurt nöldur níðsins drotnar; unaðs öldur óðsins þrotnar. Burtu blíða; Bleikir hagar. Lífvana líða langir dagar. Lífsþrár lækka; lamast þráin; fjaðrir fækka. Fimm eru dáin ljós, — sem lýstu langt á veginn, og hljómana hýstu hjartamegin. Dvínar dugur, dregur að elli; hálfur hugur hníginn að velli. Hjartans hljómar hita þrotnir. Andans ómar öldubrotnir! Hjálmur Þorsteinsson. Guðbjörg Jónsdóttir, Valdimarsson. F. 16. ágúst 1855; d. 25. marz 1925. Miðvikudaginn 25. marz andaSist á heimrli sínu í Big Point bygS, Lang. ruth P. O., Man., konan Guöbjörg Jónsdóttir Valdimarsson, ekkja Da. víös Valdimarssonar frá Engidal í Báröardal, sem andaöist 13. nóvem. ber 1919. Guðbjörg var fædd 16. á- gúst, á fimtudag, 1855, á Litlu.Laug. um í Reykdælahreppi í Suöur-Þing- eyjarsýslu. Foreldrar hennar voru: Jón Þorgrimsson bóndi á Litlu. Laugum og kona hans Elín Hall- dórsdóttir. Jón faöir Þorbjargar var bróöir Kristjáns Þorgrímssonar í Leirhöfn á Melrakkasléttu í Norö- ur.Þingeyjarsýslu, fööur Jóhanns ættfróöa, sem dó í Reykjavík 1918. Foreldrar Elínar móöur Guöbjargar voru: Halldór Jónsson bóndi í Glaumbæ í Reykjadal og kona hans Dórótea Nikulásdóttir. Faöir henn. ar var Nikulás Buck, danskur kaup- maöur á Húsavík. Móöir Dóróteu og kona Nikulásar Buck var Anna Karen Björnsdóttir Thorlacius kaup. manns á Húsavík, Halldórssonar biskups á Hólum (d. 1752) Brynjólfs sohar lögréttumanns á Saurum í Helgafellssveit, Ásmundssonar. Björn Halldórsson Thorlacius var fæddur 24. júní 1743, dó 7. janúar 1794. AÖ skírnarnafni hét hann Björn Thorla. cius. Frá Halldóri biskupi er kom- in mikil ætt og merkileg. Guöbjörg mun aö fyrstu hafa al- ist upp hjá foreldrum sínum, og síö- ar hjá fósturforeldrum þar í Reykja- dal. Mér, sem þetta skrifar, er ekki fremur kunnugt um uppvaxtarár hennar. Fram yfir tvítugsaldur átti hún heima á æskustöövum sínum norður þar. Síöar var hún um nokk. ur ár á Svalbarði viö Eyjafjörð. — Þau Davíð og Guöbjörg giftust 22. maí 1886. Séra Jóhann Þorsteinsson á Halldórsstöðum í Báröardal gifti þau. 1890 fluttu þau hjón frá íslandi til Ameríku. Fóru þá til Lögbergs nýlendu, Sask. Byrjuðu þar búskap og bjuggu þar 3 ár. Þaðan fluttu þau til Argylebygðar, Man.; voru þar 2 ár. 1895 fluttu þau hingað í Big Pointbygð og bjuggu hér síðan. Sem áöur greinir andaöist Davíö 13. nóv. ember 1919. Guðbjörg hélt fram búnaðinum með sonum sinum, sem eru atgervis- og dugnaðarmenn. — Búnaðinum halda þeir áfram á for. eldraleifö sinni. Þau hjón reyndu, sem fleiri nýbyggjarar, öröugleik. ana i þessu landi. Að síðustu var búhagur þeirra góöur, enda voru þau bæði búhneigð og atorkusöm í stöðu sinni. Guðbjörg var vel farin aö sjá, bæði að yfirlitum og vallarsýn. Prúö- í framgöngu og sómdi sér vel hvar- vetna. Hún var gáfuö kona og hneigð til bókmenta; las mikið, eftir því sem aðstæður leyfðu, eipkum skáldrit í bundnu og óbundnu máli; og var yfirleitt fróðleiksgjörn. Vel hagmælt var hún, orti oft mjög lag- leg og viðeigandi kvæði, sem hún flutti á skemtisamkomum bygðar. manna og við önnur samsætis-tæki- færi. Mjög oft var hún á skemti- skrá á samkomum; mjög heppin í vali þess, er hún las upp, og flutti ve! og skörulega þau erindi. I viðræöu var hún glöggyrt og skemtileg. Kunni vel að stilla orð- um sínum i hóf. Málfar hennar var hugðnæmt og fræöandi. — Manni sínum, börnum og fósturdóttur unni hún innilega, með ástúð og umönn- un. — Alt, sem hún gekk um eöa vann að, bar vott um þrifnað, vand- virkni og smekkvísi. Gestrisin og góð heim að sækja., Félagslynd og fund. rækin. Styrkti með ráðum og dáð allan félagsskap bygðarmanna,, sem möttu hinnar góðu framkomu hennar í hvívetna, og minnast hennar með söknpöi, virðigu og þakklæti. Frameftir æfi sinni var Guðbjörg heilsugóð. En fyrir nokkrum árum síöan kendi hún vanfieilsu, brjóst- þyngsla, sem ag síðustu leiddu hana til dauöa, eftir að hún hafði legið rúmföst í tvo mánuöi. Báðar dætur hennar voru sífelt við sjúkrabeð henn ar og önnuðust hana með snild í veik- indum hennar. Þau Daviö og Guöbjörg eignuðust 4 börn, er til aldurs komust. Eru þau öll á lifi: 2 synir og 2 dætur. Synirnir heita: Jón og Valdimar; en dæturnar: Kristlaug og Elín. ÖIl eru þau systkini mjög vel gefin og mannvænleg. Eiga þau öll heima á forjeldraleriíð sinni, 'þegar iþetta /er skrifað. Þau hjón ólu upp fósturdóttur, Sigurlinu Johnson. Þau tóku hana til fósturs ungbarn. Var móðir henn ar þá nýdáin. Nú er Sigurlin upp- komin og efnileg stúlka, og er hjá fóstursy&kinum sinum, Hlún naut mikils ástríkis og góös uppeldis hjá fósturforeldrum sínum. Guí^jjörg ,var jarð^ngin laugar. daginn 24. marz. Séra Hjörtur Leó jarðsöng hana. Jarðarförin var mjög fjölmenn. Skrifað 24. apríl 1925. Fjarverandi vinur, A. A. Frá Gimli. “Betra er seint en aldrei.” Það var fyrir nokkrum dögum, að eg var á gangi hér norður strætið, gekk í hægðum minum, og leið frek- ar vel, eins og vant er. Datt mér þá alt í einu í hug, að nú væri gaman að mæta einhveirjum fallegum, góð- um og glaölegum stúlkum, eöa kon- um, því oftar er þaö, aö gleöin og áhyggjuleysið sýnist meira þeim meg in. — F.inlægt finn eg þaö, aö alt sem augað litur fagurt og aölaöandi, lyftir andanum, hefir á hann góö og gieðjandi áhrif, jafnvel þar sem um menn er aö ræða, þó ekki væri nema um glaðlegt andlit, hlýlegt handtak eöa gamansamt orö. — Fór eg þá alt í einu aö hætta að ganga niðurlútur, reyna aö ganga beinn og vera nú ekki mikið haltur og passa nú á mér hand legginn, sem einatt reynir að gera uppreisn, eins og hann vilji helzt ekki neina samleiö meö aðalheiIAnni. — En hvað skeði? Eg mætti engum stúlkum né konum, heldur gömlum manni, þreytulegum frekar, meö hendur tengdar aö baki sér; á aldur viö mig, 68 ára, en sem hefir án efa í þarflegu og vinnulegu tilliti afkast- að svo langtum meira en eg. — Þó þreytulegur væri hann, var andlitið, eins og vant er, glaðlégt og gaman. yröi á reiðum höndum. Þessi gamli maöur, sem eg þarna mætti, er hr. Björn H. Jónsson frá Hornstöðum í Laxárdal í Dalasýslu, búinn aö eiga heima hér á Gimli stööugt í 25 ár, og allan þann tima þessa bæjar einn af þöríustu mönnum, hvað vinnu og aöhlynningu að velferð bæjarins snertir. — “Hvaðan kemUr þú, góöi minn?” spurði eg. “Utan úr grafreit,, svaraöi hann. — Og þá datt mér í hug þetta mál- tæki, sem þessi litla grein byrjar á: “Betra er seint en aldrei.” Fjölda marga menn hefi eg oft heyrt minnast á aö hann (hr. B. H. Jónsson) hafi stööugt og meö óþreyt- andi elju og ósérplægni unniö að' við- haldi grafreitsins hér, og með kær. leiksríkri hönd hlúö að honum á all- an hátt, svo langt sem kraftar hans leyfðu, án þess aö taka neitt fyrir þá vinnu sína, annað en gleðiríka meövitund um það, aö vera að gera gott verk. — Svona gengur það. — Margir hafa oft og margsinnis fund- ið til þessa, og aö hr. Björn H. Jóns. son verðskuldaöi viðurkenningu og opinbert þakklæti fólks hér á Gimli. En enginn hefir enn tekið sig fram til þess að senda hotium þakklæti í blöðunum, heldur máske hver ætlað öðrum aö gera þaö, eins og oft vill veröa. — Og nú með það hugfast, aö “betra er seint en aldrei”, geri eg það nú í trausti þess, að allir Gimli. búar, sem að elska manndáð og óeig- ingirni, rétti glaðir upp meö því bendina: að honum sé kærlega þakk- að fyrir alla hans trúlegu framkomu á “heimilj hinna látnu hér á Gimli”. — Og þá má ekki í sambandi viö þetta gleyma að minnast á annan gamlan heiðursmann, hr Gísla Sveins son á Lóni hér við Gimli, sem hefir fyrir mörgum árum síðan gefið bæn. um þenna grafreit af landj sínu, og nú aftur nýlega bætt viö þá gjöf sína, svo aö drjúglega um munar til stækkunar, og bera honum einnig kærar þakkir fyrir þaö. — I byrjun greinarinnar sagði eg, áö mér hefði dottið í hug, aö gaman væri aö mæta einhverjum faílegum, góðum og glaðværum stúlkum eöa konum, til þess aö fá einhverja and- lega hressingu, meö öörum oröum, sólskin inn í hugann. En þó sú leift- urhraöa hugsun hyrfi út í bláinn án þess aö rætast og eg aðeins mætti þessum gamla manni, fann eg strax að hann gat. fært mér sólskin og á- minsta andlega hressingu, með því aö minna mig á gamlan og heiÖvirð- an mann, eöa hann sjálfan, eins og eg hefi lýst honum. Háustið getur engu síður veriö fallegt en vorið. — Náttúran í hinni margbreyttu yndis. legu fegurö. — Jörðin í græna sum. arkjólnum sínum, bleika haust kjóln- um og mjallhvítu vetrar.yfirhöfninni sem unnin er úr hinum drifhvíta hreinleika komandi frá himninum, minnandi á allan hreinleika, sem viö mannanna börn ættum aldrei aö van. rækja. Sjófinn spegilsléttur í ró- legum skapsmunum, og eins þegar hann er úfinn í lund með hvítfyss. andi öldugangi og himinháum hol- skeflum, sem lætur hamrana skjálfa og jafnvel fjöllin stynja. — Himin- inn um koldimma nótt, allur þakinn blikandi og leiftrandi stjörnum. — Fögur kona og góð í öllum sínum yndisleik. Og gamall maður, þol- lyndur, meö óeigingjarna og kær. leiksrika sál, og ekki sízt ef svipur- inn er þreytulegur, og andlit og hend- ur bera vott um útivist og stöðuga nærveru vinds og sólar, sem má segja um, eins og skáldið kveður: Með reynslustimpil lífsins á sálar. , kroppinn sinn, og sólglatt bros og tárin, á vixl um ellikinn. Alt þetta hvert um sig, ætti að geta lyft anda manns, glatt hann og veitt honum nóg að gera, “að hugsa um í hrygð og kæti, í húsum inni, og úti’ á stræti.” 1. júni, 1925. J. Briem. ----------x----------- GuU. Langt er síðan gull nam glitra glóandi í augum manns, allar lét hans taugar titra, tældi bæði heimska og vitra, sketcti réttri hugsun hans. • Þaö var fyrir ótal öldum, » að þeir fundu þenna málm. Sá sem mestum safnar gjöldum, situr fast i æöstu völdum, þrýnir sína beittu skálm. Eftir gullsins fyrstu fundi fór að byrja þrælahald; fjöldinn við þá áþján undi, undir þungri byröi stundi, refsing varð þeim ránsins vald. Áfram margar aldir liöu, auður meiri safnast tók; þrælar unnu, áfram skriðu, eftir meirí þrælkun biöu; auður vald sitt ákaft jók. Þarnaj myndast þjóðhöfðingi, þar af fæöist konungs náö; þó að lof um konung klingi, kvæöi um hann skáldin syngi, mest af þessu mér finst háð. Eins og mara á ýmsum þjóðum ennþá lafir konungs vald. Skelfur jörð af Skuldar hljóöum, skrælnuð í stríðsins heiftar glóðum — beöiö er um blóðugt gjald. Auösins máttur altaf hrakti út í heiftræk, blóöug striö. Þessi undur auður vakti, eins og hundur sporin rakti, sannleik til aö semja niö. Verst er þegar kristnir kallast klækirnir meö vondan sjóð; beint frá kærleiks boöum fallast, bænir þeirra að gulli hal'Iast; Gyðinga það glapti þjóö. Þeir hafa lært aö þjóna tveimur, þetta meinar: Kristur laug. Hjá þeim meiri safnast seimur, safn það verður heitur eimur; (hvort finst þetta kirkjum spaug? Þjóö sem sannleik þyrni krýnir, þó hún segist vera fróm; sálar blind á sjóðinn rýnir, sínu insta, bezta týnir; fær að heyra drottins dóm. SigurSur Jóhanrísson... •---------x----------- Hjálp \ baráttunni gegn berklaveikinni. I Ameríkuför minni 1922 kyntist eg dálítið hinum þekta berklaveikis. lækni dr. Adelphus Knopf í New York. Hann er flestum íslending- um kunnur af riti sínu um berkla. veiki, er landlæknir Guömundur Björnson þýddi fyrir nokkrum árum. Dr. Knopf hefir nýlega sent mér ritgerð eftir sig, sem hann kallar “Controlled diaphragmatic breath- ing in the treatment of pulmonary tubercolosis”. Ritgerð þessari fylgir bréf frá dr. Knopf, þar sem hann lætur þá ósk í 4jós, að sér veröi til- kyntur árangurinn af tilraunum þeim eða aðferðum, sem ritgerðin fjallar um. Þessar tilraunir eru í þvi innifólgn ar, að gefa lungunum sem mesta hvíld aö tint er, sérstaklega hinum sjúku hlutum þeirra. Nú byrja lungna- berklar vanalega ofan til í lungun. um, og til þess að hlífa efri hluta lunganna sem allra mest að unt er við hreyfingu, þarf að láta þindina hafa aðal öndunarstarfið á hendi og draga andann sem allra hægast og jafnast, helzt ekki oftar en 5—10 t GIN PIIiLH hnfa lieknali Itfinundlr nf bnkverkjtim, þvagrteppu efta þvaR- mÍMHÍ. dhreinin«lum f þvaKlnu «>r tiJir- um merkjum ný«*na ok blötSrunjfik- dömn. GIN PILLS munu hjftlpn yður. JM)e haukurlnn f öllum lyfjn- bflffum »e lyfjanölu verzlunum. NATIONAL DRUG A CHEMICAL. Company of Canatla, I.lmifed. TORONTO, — — CANADA. National Drug & Chemical Company of Canada, Umited. Toronto — — — Canada. No. 80. sinnum á mínútu, í staö 16—20 sinn_ um. Læknirinn veröur aö kenna sjúklignum að anda á þenna hátt, ogr sjúklingarnir aö temja sér aö láta þá öndunarvöðva, sem lyfta brjóst- kassatium og þenja hann út, hvílast alveg, svo aö brjóstkassinn þenjist ekki vitund út við andardráttinn. Á þenna hátt þenst efri hluti lungn- anna ekki út eða mjög lítið, en neöri hluti lungnanna, eða sá hluti þeirra, sem heilbrigður er, hefir aðallega öndunarstarfiö á hendi. Þessi hvíld, sem lungun fá á þenna hátt, eða hinn sjúki hluti þeirra, getur alveg bætt um það gagn, sem “artificial pnev- mothorax” gerir og ýmsar aðrar “thoracoplastiskar operationir”, og gerir þær sumpart óþarfar eða verk ar jafnframt þeim, en svið þeirra og gagnsemi er mjög takmörkuð áöur. Þessi öndunaraðferö, sem mætti kalla þindaröndun eða hvildarönd- un, getur í engu tilfelli gert skaða, en dr. Knopf telur henni margt til gildis, sem góðri hjálp fyrir sjúkling meö berklaveiki í lungum. Sumir kunna að halda, að með þessari hægu öndun fái sjúklingur- inn ekki nægilega mikiö súrefni eöa losni tæplega viö þá kolsýru, er myndast t líkamanum; en svo er ekki, því kolsýran í vefum likamans segir ætiö til um, hversu djúpt eða ótt þarf að draga andann, og auðvitað veröur andardrátturinn því dýpri, sem hann er sjaldnar. Dr. Knopf hefir líka sannað, meö því aö anda í gegnum “Spirometer”, aö kolsýran í útöndunarloftinu og súrefnið í inn_ öndunarloftinu, er nálega alveg ’hið sama, hvort sem menn anda aðeins með þindinni og hægt, eöa menn láta alla öndunarvöðva hjálpa til við öndunarstarfiö, eins og menn gera vanalega ósjálfrátt. í ritgerö þessari eru margar um_ sagnir og vottorð um þessa öndunar- aðferð dr. Knopfs, frá mörgum hin- um þektustu berklaveikislæknum, bæöi í Ameriku og Evrópu, og Ijúka flestir lofsorði á hana, og þykir hún Iikleg til að vera mikil hjálp í bar_ átturyni gegn berklaveiki í lungun. um. Það er viðurkent, að því auð- veldlegar sem einhverju líffæri verð- ur haldiö í kyrö, þess meiri eru lík_ ur fyrir því, aö berklaveiki geti batn_ að í þvi. Berklaveiki batnar tiltölu- 1ega oft í beinum og liðum, vegna þess að þaö er auðvelt að fyrirbyggja hreyfingu á þeim. Berklaveiki í kirtlum er tiltölulega hættulítil vegna þess að þeir hreyfast ekki. Berkla- veiki i lungum er hættulegust vegna þess, aö lungun eru svo starfbundið Hffæri meö staðbundinni hreyfingtt 'og mestir erfiðleikar á að fyrirbyggja hreyfingu þeirra. Þess vegna eru öll meööl þakkarverð, er miöa aö því að fyrirbyggja sem mest hreyfingu lungnanna. Nú orðiö eru menn farnir að efast um gagnsemi af “arti.. ficial pnevmothorax”, vegna þess, að sú aðferð fyrirbyggir ekki nægilega hreyfingu lungnanna, en aftur á móti hefir gegnumlýsing með Röntgens- geislum sýnt, aö við hæga þindarönd- un hreyfist efri hluti brjóstkassans ekkert, en talsvert við brjóstöndun. Læknirinn verður að kenna sjúkl- ingnum þessa öndunaraðferð, hvort heldur er í privat “praxis” eöa á sjúkrahúsum og heilsuhælum. Það veröur aö vera góö samvinna með lækni og sjúklingi, annars fer alt út um þúfur, og áhuginn dofnar áður en árangurinn er fenginn. Oft má ■gera sjúklinginn áhugasaman í þessu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.