Heimskringla - 27.05.1925, Blaðsíða 1

Heimskringla - 27.05.1925, Blaðsíða 1
VERÐLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBCÐIR royaw-, CROWN — Sendit5 eftlr verí51ista til — ROYAL CROWN SOAP LTD.f 654 Main Street Winnipeg. mipeg. | VERÐLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBCÐIR ROYAF CROWN — Sendií! eftir vertilista til — ROTAL CROWN' SOAP LTD.^ 654 Main Street Winnipeg. XXXIX. ARGANGUB; WINNIPBG, MANITOBA, MJBVIKUDAGINN 27. MAÍ, 1925. Bólusótt, en þó í vægasta lagi, hefir stungiS sér niöur í Stuartburn hér- aöinu hér í Manitoba. Þrettán börn -og unglingar á aldrinum eins til saut. ján ára, hafa tekiö veikina, en ekk- -ert mannslát enn orðið. Hyggja læknarnir þar í héráðinu, að þegar hafi tekist að stemma stigu fyrir 'henni. Er verið að bólusetja alla liéraðsbúa, og gengur það greiðlega, J)ví þeir eru nálega allir Úkraníu- menn og Pólverjar, og þekkja því vel skaðsemi veikinnar. — Álitið er að veikin hafi borist sunnan frá Minne- sota. i Hinn velþektil nautgriparæktiinar- maður A. H. Mullins ofursti, gekk nýlega *til fundar við Bracken for. Æætisráðherra, til ráðagerða um út- flutning nautgripa. Sagði ofurstinn að' enginn efi væri á þvi, að ef skyn- samlega væri gengið að, þá. ætti nautgripamarkaður Canada í Eng. landi afarmikla framtið fyrir hönd- tim. Er það aðallega af því, að munn. og klaufsýkin hefir gert þann felkna usla i Evrópu undanfarið, og nð írskir nautgripir eru að ganga úr sér sökum lifrarveiki, er ekki þekkist liér í Canada. Áleit ofurstinn, að Petersen samningurinn mvndi \^rða til heilla fyrir nautgriparæktina hér, sérstaklega, ef stjórnarskipin væru einnig tekin til sömu notkunar, þau sem hæfileg væru. Ákveðið hefir verið að steypa Union Bank of Canada saman' við Royal Bank of Canada. Fá hluthaf. ar Union bankans einn hlut í Royal Bankanum fyrir hverja tvo af Union Þanka hlutunum. Samsteypa þessi er gerð vegna þess, að altaf hefir smá- gengið saman fyrir Unionbankanum nú á. siðari tímum. Treysta banka- stjórarnir sér ekki til að borga hlut- höfum arð svo nokkru nemi, og eru þvi hræddir um, að hlutir myndu falla í vorjleysu. jÞykjast þeir og enga von sjá um bráðlegan bata fyíir bankann, og hafa þvt leitað a naðir Royal bankans. Eru þá allir stór. bankar Canada í höndum Austur. fylkjanna. Frá Ottawa er símað 22. þ. m., að lagamálaráðherrann (Solicitor Gen. 1 ÞINGINU. Mjög 'harðar umræður urðu í þing ínu útaf fjárlögunum, sérstaklega út af tollgarðinum, sem þau hlaða í kringum landið. Eru þau sömu toll- lögin og kend voru við McKenna, og ■þau et Ramsay McDonald ráðuneytið stakk undir stólinn, er það komst að. Kvað fjármálaráðherrann Winston Churchill altof mikinn gauragang gerðan út af tolllögunum. Hefði hann með þeim aðeins viljað koma á sfatus quo ante (ástandinu er áður var) og stimpla aðgerðir Mr. Snow^ dens, þegar hann í sinni tíð hafnaði þeim, sem flokkmensku (partisan action) eingöngu. I * ^ I Mr. Snowden: “Eg fæ vel skilið að fjármálaráð. herrantii sé ófær um að skilja það, að nokkur maður geti látið stjórnast af heiðarlegri stjórnmálasannfæringu (hróp af stjórnarbekkjunum: “Af- sakaðu ! Taktu þetta aftur !”) Mr. Snowden: Eg ætla að fara að eral) Hon. E. J. Murray hafi sagt af sér embættinu. Segja blöðin, að orsökin sé sú, að lögmannafélag það, sem hann er í, hafi skuldað Hjome bankanum æði mikla peninga, þegar hrunið mikla varð, og hafi enn ekki séð sér fært að ljúka þeirri skuld. Hefir ráðherrann þess vegna viljað segja af sér, svo að stjórnin yrði ekki fyrir neinu ámæli eða óþægindum at því, að hann, sem meðlimur henn. ar, kynni nokkuð við þessi mál að vera bendlaður. Sagt er að umboðsmaður Lake Winnipeg Paper félagsins hafi geng- ið á fund Brackens forsætisráðherra í síðustu viku, til þess að fá Jeyst af öllum skilmálum, og tekið á leigu að parti skóglendið, sem kallað er No. 2, og kunnugt er orðið af McArthur samningmnum. Fáist þetta er áætlun. in að koma á fót 200 tonna pappirs. mylnu, er veiti atvinnu 1200 manns. Á félagið orkulitid i Saskatchewan- fljótinu, nálægt Grand Rapids, og hefir á leigu skóglönd, sem nægilegt efni geta veitt 100 tonna verksmiðju.. En vatnsaflið er svo mikið, að nægi- legt er fyrir 200 tonna mylnu. Fái félagið þetta, á að ábyrgjast námu- félögum og bóltekjumönnum full réttindi á svæðinu, ef til þarf. — Forsiætisráðherrann vísaði félaginu til sambandsstjórnarinnar. Robert Forke, M.P., formaður bændaflokksins á þingi, hefir ásamt nokkrum fleiri félögum sínum, tek- ist ferð á 'hendur til strandfylkjanna, til þess að kynna sér ástandið þar sem bezt. Var þeim félögum haldin veizla af landbifpfaðarráðuneytinu i Nova Scotia, og bauð E. H. Arm. strong forsætisráðherra þá velkomna. Manitobaháskólanum var sagt upp á fimtudagsmorguninn í síðustu viku og fór upjjsagnarhátiðin fram í Wal- ker leikhúsinu, og setti hana Mathe- son erkibiskup, en R. M. Dennistoitn i dómari ávarpaði þá er útskrifuðust, A eftir var sameiginlegmr hádegis. 1 verður að Fort Garry, og ávarpaði prófessor F. W. Kerry þar þá, er út- skrifuðust. dæma Mr. Churchill og afsaka ekkert og taka ekkert aftur. Það sem Snowden átti við með svari sínu, var auðvitað það, að mjög er það álit manna alment, að Church ill, sem altaf hefir verið með toll- frelsi, hafi selt sannfæringu sína gegn ráðherrastöðunni. ' MANNALÁT. Látinn er nýlega jarlinn af Ypres, John French marskálkur. Hann var einn af þektustu hershöfðingjum Breta á síðari árum. Hann var riddaraliðsforingi og lítt þektur fyr en skömmu fyrir Búastríðið, að hann vakti eftirtekt á sér fyrir her. fræðislega bók, er yfirmaður hans bað hann að semja. I Búastriðinu gat hann sér góðan orðstír, og smá- hækkaði í tigninni unz hann var gerð ur að yfirforingja alls brezka hers- ins í ófriðarbyrjun 1914. Hann hélt þeirri stöðu í 16 mánuði, en varð þá að víkja fyrir Douglas Haig. Und- anhald French hjá Mons í stríðs- byrjun þótti afbragðs hreystiverk. Hann varð 73 ára gamall. Þá láðist og um daginn að geta um lát William Ferguson Massey, sem var forsætisráðherra í Nýja Sjá- landi nær þvi full 13 árin síðustu. Hann sat síðastur í embætti af öllum þeim ráðherrum, er embætti höfðu á ófriðarárunum; þótti kjarkmaður mesti, og dugnaðarmaður; án þess að vera nokkur sérstakur gáfumaður, og íhalds- eða jafnvel afturhaldssamur í meira lagi. Noregur. IRoald Ammundsen kapteinn, sem trægastur er allra pólferðamanna, lagði nú loks á fimtudaginn í síðustu viktt í lengi fyrirhugaða loftferð ti! Norðurpólsins. Með honum voru þessir i förinni: Hjalmar Larsen, flugmaður, norskur sjóliðsforingi; Leif Dietrichsen, sömuleiðis flugmað- ur og sjóliðsforingi norskur; Lincoln F.llsworth, ameriskur flugmaður og háskólamaður frá Columbia og Mc- Gill; Carl Feucht, þýzkur vélfræðing ur, og Oskar Omdahl, norskur vél- fræðingur. Þegar þetta er ritað, á þriðjudags. kvöld, eru enn engar nánari fregnir komnar af þeim félögum. Er því lang-sennilegast, að þeir hafi að minsta kosti skemt eða eyðilagt vél- ar sinar (Ellsworth var með aðra). Þó er ekki óhugsanlegt að þeir hafi orðið að lenda svo langt frá pólnum, að þangað sé fárra daga ferð fyrir gangandi ménn. En þótt þeir nú hafi orðið fyrir því óhappi, að vélarnar eyðilegðust, er ekki örvænt um jafn. þaulvanann ðg afburða harðvítugan pólfara og Ammundsen. Enda álita vitrustu menn i þeim efnum, t. d. Vil. hjálmur Stefánsson og Friðþjófur Nansen, að þeim sé engin 'hætta búin fyrst um sinn, hafi þeir ekki sl«,sast í lendingunni. Segir Vilhjálmur, að ef þeir hafi orðið að nauðlenda norð. an til á Alaska, megi ekki búast við fregnum af þeim fyr en í júlí fyrsta lagi. En jafnvel þótt þeir hafi eyði- 1agt vélarnar á sjálfum pólnum, þá séu likurnar ein á móti fjórum, að annar eins maður og Ammundsen geti haft sig alla leið til lands fót- gangandi. ---------x--------- Grænlandsmálið, Þegar menn líta aftur til þess tima, er verja varð til þess, að gera þjóð vorri sjálfri ljóst, hvern sögurétt ís- land átti til fullfrelsis, getur engan undrað þótt ekki reynist það neitt flýtisverk, að byggja rökstudda sann færing meðal vor um málstað vorn í deilunni um Grænland. Sérstaklega ætti að minnast þess við slíkan sam. anburð,_hve miklú. erfiðara er um sönnunargögn öll um sögu og stjórn. arfar nýlendunnar, þar sem efalaust má telja að glöturo og eyðilegging slíkra skjala, er lotið hafa að ákvörð- unum um atburði í Grænlandssögu, frá því er það bygðist og alt til vorra tima, er miklum mun tilfinnanlegri beldur en allir brunar, og önnur tor- tíming hinna rituðu vitnisburða um réttarsögu Islands sjálfs. , Ennfremur virðist það og rétt að geta þess um leið, hve líkt er um undirtektir landa vorra sjálfra, sumra hverra, nú þegar í upphafi sóknar- innar^um réttlæti í Grænlandi og fyr. ir Grænland. — Áður en farið var fyrir nokkurri alvöru að ræða eða skýra þetta heimsvarðandi mál, þeg- ar í stað, er þvi var hreyft hér í Reykjavik og síðan í Winnipeg, héyrðusjt ísjengk andmæli, að, vísu órökstudd en einmitt því frekari og ákafari í staðhæfingum. Eg á hér einkum við bókavörð Halldór Her. mannsson, sem hinn alkunni trygða- vinur Islands, prófessor Fiske, hafði sett í æfistöðu til þess að varðveita og hefja heiður íslenzkra bókmenta. Grein sú ein, er hann ritaði á sínum tima, var sett í öndvegisrúm “Ber. Iingske Tidende” sem fullnaðarsönn- un um tilhæfuleysi alls þess, er þá hafði verið sett um kröfurétt vorn til nýlendunnar vestra. Hið síðasta og markverðasta dæmi hins sama er ritgerð prófessors Ó. L. “Réttarstaða Grænlands að fornu” (Andv. f. á. bls. 28—64), sem eg hefi leyft mér að svara að nokkru í sama tímariti þ. á. En alt þetta og þessu um líkt fell- ur eins og ryð af góðu sverði, þegar þjóð vor fer að átta sig á þessu lífs- velferðar og friðarmálefni sinu. Al- veg á sama hátt eins og íslendingar risu jafnan upp gegn tilræðum sinna eigin leiðtoga, hinna og þessara, þeg- ar brugga átti sjálfstæði voru gegn erlendri yfirstjórn banaráðin — svo mun þjóðin nú reynast staðföst, þeg. ar Grænlandsmálið er orðið mönnum ljóst, og merking þess fyrir viðreisn Islands, út á við, hefir verið óhagg- anlega sönnuð fyrir hugsandi mönn. um. Eg hefi gert nokkrar tilraunir tii þess að sýna fram á það, i ýmsum blaðagreinum og fáeinum ritgerðum, hvers vegna þjóð vor hefir fullan rétt til þess að búast við því, nú eftir lok íálenzku stjórnardeilunnar, að end- urstofnað verði ríkissamband íslands og Grænlands. F.ru til þessa margar meginástæður. En að þessu sinni vildi eg hér einungis minnast á eitt atriði, sem að vísu mun rejmast að varða mestu, þegar valdhafarnir með al heimsríkjanna fara að gera út um örlög “hetjugrafarinnar miklu”. Þaö eru Bandarikin, sem ásamt með Bret- landi, hljóta að leggja allan þung- ann á vogina, til úrslita um stöðu hins gamla goðaumdæmis. Án endurtekn- inga á því, sem áður hefir veríð sagt í þessa átt, vil eg einungis minnast á eitt atriði úr sögu Vesturheims, sem sýnir allskýrt aðstöðu málsins gagn- vart þessum flotaveldum. Þegar það kom til umræðu eitt sinn á Fylkja- þingi, hvernig fara ætti með land nokkuð, sem Spánverjar áttu þar vestra, var svo talað í þinginu: “Eignarhald Spánar á mynni Mis- sisippi fljótsins hefði getað þolast af Bandarikjunum vegna þeirrar orsak- ar, að hið erlenda ríki var þegar orðið eigandi og vald þess var ekki slikt, að umráð þess yfir landsvæð- inu þyrftu óhjákvæmilega að stofna til hættu fyrir Fylkin, enda þótt þetta að vísu væri til óþæginda og tálma; er> hefði Frakkland með samningi við Spán slegið eign sinni á landið, mátti búast við verstu afleiðingum — og Bandaríkin mundu hafa gripið til itr- ,ustu úrræða, jafnvel þó þau hefðu haft ófrið í för með sér — til þessí að komast hjá slíkri ógæfu”. (sbr. Fr. Wharton': Um alþjóðarétt I. B. 1887, 72. gr.). Þessi orð eru úm- hugsunarefni fvrir þá, sem hafa ekki þózt vilja vita af neinum hagsmun- um utan Norðurlanda einna um rétt- lát úrslit Grænlandsdei'lunnar. Á hinn bóginn er það og Ijóst, að Bret- landi mikla er ekki siður ant um það, en Fylkjunum, að hin fornu Eylög vor, Island og Grænland, verði nú læknuð af meinum þeim og van- rækslu, sem ranglæti tímanna hefir valdið. Allir vita að voldugasta og heillaríkasta verkefni Norðurheims er, að framleiða og flytja til Bret- lands alt það, sem vantar þar til framfærslu. En hvar finnast á jörð- inni önnur slík feiknasvæði, er bíða ræktunar og notkunar, samkvæmt þeirra upphaflegu ætlun, sem móð- urland og nýlenda hins gamla alls- herjarríkis vors?^— Á hinn bóginn þarf enginn að ótt- ast, að Vesturheimur seilist til neinna yfirráða á Grælandi — enda þótt hitt sé og jafnáreiðanlegt, að Fylkin þola engu öðru stórveldi ríki þar i landi. Á sama ritstað og eg vísaði til hér að framan, stendur og: “Ame. rika vex, — en hún tekur ekki ný- lendur.” Einar BenediktssoVi. —Timinn. -----------x----------- Bretaveldi NÚMER 35 ^COOCOOSOSOSOQSOSO S K A L. (Þýtt úr ensku á “Mæðradaginn”.) Við glauni og dýrð í glæstum sal með gleði ræddi sveina val um ást og einkamál; og fundarstjóri á fætur stóð, hann fylti glas og bað um hljóð og saup og sagði: “Skál! Nú leiti hver í sinni sál og síðan þeirrar komf skál hann drekki, er einni ann.” Og hver af öðrum upp þar stóð, með ástarfeimni nefndi fljóð, er kærast hafði hann. Þá allir höfðu aðrir mælt, og allir lýst hve væri sælt að eiga vin og ást, úr sæti stóð hann Sigursteinn; með sveinum var ei frægri neinn, að hbnum hinir dást, því sagan hans var fleytifull af frægð — og hann var kvennagull. “En hver er stúlkan hans?” í hljóði spurði hver og einn, því hingað til ei vissi neinn um ást þess mikla manns. Og flestra augu horfðu á hann, og hver um sig af löngun brann að heyra játning hans. Þeir roðna sáu Sigurstein, frá sálardjúpi logi skein í augum elskandans. Hann mælti lágt, en skýrt og skært: “Mér skylt er bæði, ljúft og kært að nefna nafnið það, sem hingað fluttist himni af . og henni sjálfur drottinn gaf og signir sérhvem stað. Þó gæfa heimsins hefji mig og hlýjum faðmi vefji mig sem barn við brjóstin sín, eg einni held — og hennar skál! — á helgum stað í minni sál. Það er — hún — móðir mín.” Jóhannesson. ÞRIÐJAÁRSÞING* t T f t ❖ f f Hinn Sameinaða Kirkjufélags Islendinga í Ameríku verður haldið í Kirkju Quiil Lake safnaðar í WYNYARD, SASkATCHEWAN, f f f f f t X Sunnud. 14. Juni n. k. X t | f f f f T x Þingið hefst með guðsþjónustu kl. 2. e. h. og pré- ♦♦♦ dikar séra Ragnar E. Kvaran Að kvöldinu flytur Einar j H. Kvaran rithöfundur fyrirlestur. Auk þess flytja fyrir- lestra séra Albert E. Kristjánsson og séra Rögnv. Pét- ursson. Nákvæmar verður þingið auglýst í næsta blaði. Winnipeg, Manitoba, 25. maí, 1925. í umboði stjórnarnefndarinnar, A. E. KRISTJÁNSSON, vara-forseti. f f ♦;♦ f f f f ♦;♦ ▲4a

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.