Heimskringla - 27.05.1925, Side 2
BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, MAN., 27. MAl, 192S
Hann var stofnaður af Hinu ev. lút kirkjufélagi íslendinga í Vesturheimi á
kirkjuþingi þess sem haldið var að Mountain, N. D., sumarið 1913.
Hann hóf göngu sína að hausti það sama ár, í samkomuhúsinu Skjaldborg í
Winnipeg, með 7 nemendum, og stýrði Jón heitinn Bjarnason, D.D., fyrstu bæna-
gerðinni.
í tólf ár varð skólinn að haldast við í leigðum húsum, sem að mörgu leyti voru
óhentug til kenslu. En haustið 1923 flut*-' hann í sitt eigið hús á Home stræti í
Winnipeg, vandað, hlýtt og vel til kenslu og það haust var líka bætt við
skólann fyrsta háskólabekk (fyrstu “Col^eSe ’-deild); áíður var hann aðeins mið-
skóli. En árið 1924 var öðrum bekk hásk^ans bætt við og skólinn gerður að “Jun-
ior College”. Skólinn var löggiltur af þin8' Manitobafylkis árið 1915.
ÞÖRF OG TILGANGUR.
Þörfin á þessum skóla, eða mentastofnun á meðal Vestur-lslendinga, byggist
á þeim raunverulega sannleika, að staða þeirra í þjóðfélögum þessarar heimsálfu
krefst miðstöðvar, þar sem fortíð þeirra og framtíð geturVnæzt, þar sem hið liðna
í lífi þjóðar þpirra getur vakið hin skylduöfl sálna þeirra, til meiri þroska og þrótt-
meira lífs. Miðstöð er geti tengt saman þá eldri og yngri í þessari heimsálfu og
tengt þá ungu við uppsprettu þjóðmenningar þeirra,- og líka við framtíðarmenn-
ing þjóðar þeirra, er þeir eru búsettir hjá. Miðstöð, þar sem í einingu þróast hin
djarfa og þróttmikla menning feðranna, og hirr víðtækari vestræna menning, til
þess að þeir, sem báðum eru há-ðir, eins og við íslendingar erum og hljótum að
verða í lengri tíð, þurfum í engu að vera hálfir.
Til þessarar þarfar hafa allir hinu svonefndu útlendu þjóðflokkar fundið svo
ákveðið, að þeir hafa allir, að minsta kosti allir þeir skandinavisku, komið slíkum
stofnunum upp hjá sér og halda þeim við ár frá ári.
Hjá þeirri sömu þörf og þeim sömu s kyldum getum við Vestur-íslendingar
ekki gomist, nema ef við viljum vera ættlerar og öllum öðrum aumari.
VERKSVIÐ SKÓLANS.
Það má segja, að verksviðin séu þrjú:—
1. Að innræta hinni ungu, uppvaxandi kynslóð lotningu fyrir guði og hlýðni
við hans boð. Uppeldi það, sem ekki er grundvallað á kærleika til guðs og manna
getur ekki veitt ungmennum hinn æðsta andlega þroska. Kristin hugsjón, barns-
leg trú og ákveðin þekking á grundvallaratriðum opinberunar guðs, er aðalskil-
yrði sannrar menningar; þetta eitt vetir skólanum tilverurétt.
2. Kensla námsgreina þeirra, er me ntamáladeildir þessa fylkis krefjast að
séu kendar því fólki, er mentaveginn vill ganga, og með því leiða fram fyrir sjónir
æskulýðsins það, sem heilbrigðast er og nothæfast í menningu þessarar heims-
álfu. Þetta atriði verða allir skólar að leggja áherzlu á, og það hefir Jóns
Bjarnasonar skóli gert ekki síður en aðrir skólar Manitobafylkis.
3. Að kenna eftir föngum íslenzkt mál og íslenzkar bókmentir, og að hið
nothæfasta í íslenzkri menningu fá fest rætur hjá skólalýðnum íslenzka hér vestra
honum sjálfum til þroskunar, og nái í gegnum hann að festa rætur, að einhverju
leyti, í þjóðfélögum þeim, er Vestur-íslendingar eru búsettir í, og sé það festarfé
það, er hið útflutta íslenzka fólk greiði fósturlandinu nýja.
Kennari og nemendur í 11. bekk, 1925.
ÞAÐ SEM SKÓLINN HEFIR AFREKAÐ.
Skólinn hefir afkastað miklu síðan hann hóf göngu sína:
1. Mentað 488 nemendur í fræðum þeim, er slíkum skólum er fyrir sett af
þeim, sem fyrir mentamálum fylkisins standa og auk þess kent þeim íslenzku,
sögu íslands, bókmentir og bókmentasögu og veitt þeim tilsögn í kristnum fræðum
2. Sýnt enn á ný, að lslendingar standa ekki aðeins öðru námsfólki fylkis-
ins á sporði, heldur standa því framar. Það er viðurkent að fleiri standist próf
frá-Jóns Bjarnasonar skóla enf frá nokkru m öðrum miðskóla í Manitoba, og sýnir
meðaltal þeirra er útskrifast hafa frá miðskólum fylkisins, að þetta eru engar
ýkjur. Jafnaðartala þeirra, er frá miðskólum fylkisins útskrifuðust árið 1924, var
51.1 af hundraði, en frá Jóns Bjarnasonar skóla var hún 75 af hundraði. Sama
hlutfall hefir verið öll hin árin, og eitt árið útskrifuðust 100% af námsfólki Jóns
Bjarnasonar skóla.
3. Það er Jóns Bjarnasonar skóla að þakka, að kensla í íslenzku hefir ekki
verið lögð niður við háskóla fylkisins. ,
4. Skólinn hefir unnið íslenzku þjóðerni meira gagn en nokkur önnur stofn-
un, þar eð hann er sú eina stofnun, er nær til unga mentafólksins íslezka.
5. Nemendur Jóns Bjarnasonar skóla hafa orðið fyrir meiri persónulegum
áhrifum frá kennurum skólans en nemendur annara skóla hafa notið eða geta
notið.
6. Skólinn hefir aukið virðingu íslendinga í hvívetna síðan hann var stofn-
aður.
Kennarl og nemendnr í 10. bekk, 1925.
Mis« Salóme Ilalldórsson, B. A.,
tungumálakennari.
.
R. O. Siífmend, B. A.,
kennari 1 eögu.
Sera Rúnólfur Marteinsson, B.A. B.D.
Kennari 1 fslenzku og enskum
bókmentum.
Séra Hjörtur J. Iæó, M. A.,
kennari I stærtSfræði, efnafræðl
og eðlisfræSi.