Heimskringla - 27.05.1925, Síða 4
4. BLAÐSIÐA
HIIMSKRINGLA
WINNIPEG, MAN., 27. MAÍ, 1925
»MI" "■ i———
Hdtnskringla
(StofnnV 188«)
Kemr flt á hverjam mlflTlkaflefi
EIGENDURi
VIKING PRESS, LTD.
853 ef 855 SARGENT AVE., WINNIPBSO.
Talsfmll N -6537
VerS bla5sins er $3.00 árgangurinn bor«-
ist fyrirfram. Allar borgranir eendist
THE VIKING PltsESS LTD.
BIGPÚS HALLDÓRS írá Höínum
7 Rltstjórl. i
JAKOB F. KRISTJÁNSSON,
Ráðsmaður.
UtanAakrtft tll blaflilnit
THB VIKING PRESS, Lt«l., Box 8105
IJtanAnkrlft tll rltat jftranu i
EDITOIl HEmSKRUIGLA, Box 8105
WINNIPEG, MAN.
“Heimskringrla is published by
The Vlklnir Presa Utd.
and printed by
CITY PRINTING A PUBLISHINO CO.
853-855 Saraent Ave., VVIonlpeir. Man.
Telephonet N 6537
WINNIPEG, MANITOBA, 27. MAÍ, 1925
Sannleikurinn.
I tilefni af hinni veglegu 100 ára af-
mælishátíð Únítara kirkjufélagsins í Bos-
ton og New York, flutti stórblaðið “The
New York American” svoihljóðandi rit-
stjómargrein:
“Hátíðahald Únítara-hér í borginni um
þessar mundir, í tilefni af 100 ára afmæli
þeirra, bendir oss á lexíu, sem vér hefð-
um gott af að hafa stöðugt hugfasta.
t>að sem mest er um vert í veröldinni,
hefir aldrei verið mælt að höfðatölu eða
rúmfangi. Þegar Aþenuborg gaf heimin-
um hugsjónir, sem hafa varpað blæ á
hanni í 2000 ár, þá var hún ekki stærri en
svo, að hún hefði algerlega horfið í New
York. Flórentsborg á ítalíu var lítið
meira en þorp, þegar hún bar Dante og
fleiri snillinga í myndlist en til eru í öllum
heiminum þann dag í dag.
Únítararnir eru fáir. Þeir hafa aldrei
verið fjölmennir. En,þegar hægt er í
þessum fámenna hóp í þessu landi aðeins
að benda á Charles William Eliot, Ralph
Waldo Emerson,, Nathaniel Hjawthome,
John Adams, John Quincy Adams, Thom-
as Jefferson, Louiz Agassiz, George Ban-
croft, Benjamin Franklin, Daniel Webs-
ter, James Russell Lowell, Francis Park-
man, John Lathrop Motley, Horace
Mann, John Marshall, Henry Wadsworth
Longfellow, Oliver Wendell Holmes, Wili-
am Cullen Bryant og Peter Cooper, þá er
þarna slíkur stjömuklasi af snilligáfum og
vísindamensku, að það liggur við, að
maður súpi hveljur af undrun.” —
Þetta er hverju orði sannara. Og ekki
minna virði fyrir þá sök, að New York
American er ekki Únítarablað. En stór-
kostlegum áhrifum hefir þessi tiltölulega
fámenna frjálslynda kirkjuhreyfing vald-
ið. Enda er það ekki kynlegt , því þessir
menn, sem taldir eru upp hér að framan,
og fjöldi fleiri, t. d. Channing og Whittier,
eru þeir menn, sem langfremst hafa stað-
ið og standa meðal allra sinna samtíðar-
manna í Ameríku, að hugsjónafegurð,
hugsjónaauð og göfgi; að andans atgervi
og snild.
Hverju skiftir þá, þótt flokkurinn sé
fámennur? Forystumennirnir eru aldrei
fjölmennir. En þar sem þeir fara, eða
hafa farið, þar koma hinir á eftir, þótt
seint fari.
---------x----------
Sköruleg greinargerð.
Það hefir vafalaust ýmsum íslending-
um hér hlaupið kapp í kinn við lestur um-
mælanna um fegurðarsamkepni íslenzkra
kvenna, er Lögberg og Heimskringla
fluttu nýlega, þýdd úr Torontoblaðinu
“Saturday Night”, og að þess sögn konlin
frá mentaðri íslenzkri konu.
Sem vel var, sat ekki þar við eingöngu.
Hinn góðkunni fyrv. ritstjóri Heimskr.
B. L. Baldwinson, skrifaði þegaf blað-
inu Saturday Night og gerði mjög sköru-
lega grein fyrir menningarástandi íslend-
inga, og skoraði á það, að leiðrétta þá
óvirðulegu flugufregn, er það flutti les-
endum sínum um daginn. Heimskringla
hefir fengið leyfi höfundarins til þess að
birta greinina í íslenzkri þýðingu, er hér
fer á eftir:
Frederick Paul, Esq.
Ritstj. Saturday Night,
Toronto, Ont.
í blaði yðar frá 2. maí er grein á 28. og
29. bls., sem þannig hljóðar:
“Mentuð íslenzk kona er höfundur að
eftirfylgjandi frásögn: Konur á íslandi ,
þvo sér aldrei frá því þær fæðast og þar
til þær deyja. Það eina sem þær gera, er
að maka sig daglega með ob'u. Til skemt-
ana hafa þær það að sitja á gólfinu í hí-
býlum sínum og horfa hver á aðra. Sú
sem mestu af olíu makar í andlit sér, er
talin fegurst”.
Greinin er nokkuð lengri, en það eru
þessar ofanskrifuðu línur, sem koma al-
gerlega í bága við alt það, sem menn vita
um hina fámennu íslenzku þjóð.
Mér er með öllu óskiljanlegt, hvað vak-
að hefir fyrir þe^sari manneskju, með
öðrum eins samsetningi sem þessi ofan-
skrifaða málsgrein ber með sér, og þyk-
ist eg hafa fullan rétt til þess að biðja
þess, að þér bréflega látið mér í té fult
nafn og heimilisfang þessarar mentuðu
íslenzku konu, sem þér vitnið til Sem
heimildarmanns fyrir þessum illkvitnis-
legu ummælum, sem virðast vera rituð
í niðrandi tilgangi, og til þess að gefa í
skyn, að íslenzku þjóðina skorti almenna
nútíðarmenningu, og til að skerða þann
heiður, sem henni fullkomlega ber sem
heiðarlegum siðmentuðum heimsborgur-
um.
Eg vil auðvitað með öllu undan þiggja
yður persónulega frá því, að hafa haft
nokkra vitneskju um, að þessi ummæli
birtust í blaði yðar, en mjög er það slæmt
að einhver úr ritstjórn Saturday Night
hefir til þess notað blaðið, að smokra
þessari meinvillu inn í það, til þess að
allar þær miljónir, sem það lesa á norð-
urhveli Ameríku og víðsvegar annarsstað-
ar, skyldu sjá þenna eða hitt þó heldur
fallega vitnisburð. Leyfið mér því, í
sambandi við þetta, að leggja fram í
stuttu máli eftirfarandi atriði, sem við-
koma íslenzku þjóðinni.
ísland er eyland og liggur í norðurhluta
Evrópu milli 63° og 66° norðurbreiddar,
og 13° 30" og 24° 34" vesturlengd-
ar. — Tveir nyrstu tangar þess snerta
íshafið. Flatarmál þess er um 40 þúsund
fermilur. Yfírborð þess er að mestu þak-
ið snækrýndum fjöllum og jöklum árið í
kring. Aðeins ræma af flatlendi, sem dal-
verpi skerast frá langt inn í landið, er á-
samt dölunum bygð harðgerðu, ráðdeild-
arsömu, gáfuðu og mentuðu fólki.
Fólksfjöldinn við síðustu ársbyrjun var
97,601.
ísland bygðist í fyrstu af Norðmönnum
kringum 870, og næstu 60 ár þar á eftir.
Ibúar þess eru 80% Skandinavar og 20%
Keltar, frá Brezku eyjunum og Norður-
Frakklandi. íslendingar eru því í nánum
skyldleika við Breta og þeim líkir í hugs-
un og háttum, þó norrænt ætterni sé f
meirihluta. Blóð Miðjarðarhafsþjóðanna
rennur í æðum Breta.
Menning íslenzku þjóðarinnar er þús-
und áka gömul. Þeir settu á stöfn þing-
bundna stjórn með löggjafarþingi og
lagabálki, ásamt kviðdómi, og skifríi
landinu niður í lögsagnarumdæmi, árið
930, þar sem aftur á móti að kviðdóms-
fyrirkomulagið komst ekki á fót á brezku
eyjunum fyr en 1101 eða um 17<0 árum
síðar en á íslandi.
Það eru engar sagnir til um það í sögu
íslendinga, að íbúar landsins hafi makað
andlit sín olíu. íslenzkar konur þurfa
ekki á olíu að halda eða öðrum smyrsl-
um til að auka á eðlilega fegurð sína.
Aftur á móti eru ótal heimildir fyrir bað-
iðkunum þjóðarinnar. Auk baða í heima-
húsum lauga konur og menn sig iðulega ;
heitum uppsprettulindum, sem víðsvegar
eru um landið, og einnig baðaði fólk sig
oft í sjónum, og sagnir eru til um það, að
konur syntu oft langan veg með börn sín
á bakinu til eyja, sem eru hér og þar í
kringum landið.
Yfir höfuð að tala, þá eru þingstörf og
réttarfar á íslandi allmjög lík því sem er
hér í landi. Þingið skiftist í efri deild og
neðri og eru þingmenn 42, kosnir við al-
menna atkvæðagreiðslu. Sex af þeim eru
land-kjörnir til efri deildar, en 36 meðlim-
ir eru kjörnir af kjósendum hinna ýmsu
kjördæma til neðri deildarinnar, en þeg-
ar þingið hefir komið saman, þá eru 8
meðlimir úr neðri deild kosnir í efri
deild, og því eru 28 meðlimir í neðri deild
en 14 í efri.
Almennur kosningaréttur er á íslandi;
konur hafa sama rétt og menn, ekki að-
eins til kosninga, heldur og til að sitja á
þingi. Konur hafa verið í sveitarstjórn-
um í síðastliðin 25 ár, og nú þegar þetta
er ritað, er ungfrú Ingibjörg H. Bjarna-
son fulltrúi í efri deild, kjörin í einu hljóði
af landinu öllu.
Fræðslumál íslands munu að miklu
leyti þola samanburð við fræðslumájla-
kerfi þessa lands. Nú sem stendur er
221 alþýðuskóli á íslandi með hér um bil
7000 nemendum, sem tilsagnar njóta frá
30—36 klukkustundir á viku, og er því
alþýðukensla nokkurn veginn söm og við
skólafyrirkomulagið í Canada. Tala
skolaktnnara í skólum þessum er 318, og
þar af 220 karlmenn og 98 konur, sem
náð hafa myndugsaldri, að meðaltali upp
til þrítugs. Skólaskylda er fyrir öll börn
þar til þau eru 14 ára. Ákveðnu þekk-
ingarstigi skal vera náð á þeim aldri. Ef
ekki, verður að halda áfram, þar til fyrir-
skipuðu takmarki er náð.
Einnig eru miðskólar og mentaskóli og
háskóli, þar sem listir og vísindi eru kend
og menn búnir undir ýmsar stöður. Þar
eru einnig tveir búnaðarskólar, tveir
verzlunarskólar, sjómannaskóli, vélfræð-
ingaskóli og þrír kvennaskólar. Þar geta
einnig verið fleiri skólar, þó eg ekki muni
eftir þeim á augnablikinu. Allir þessir
skólar njóta mikilla hlunninda og styrks
frá ríkinu; alþýðuskólarnir að fullum
helmingi frá ríkinu. Hitt leggja sveitar-
félögin til.
Það er enginn maður ólæs á Islandi.
Það eru 12 vikublöð eða fl. gefin út á
íslandi og að minsta kosti þrjú dagblöð.
Fjöldi bóka er þar gefinn út á ári hverju.
Bókasöfn eru mörg hér og þar um land-
ið. Þar eru ekki einungis íslenzkar bæk-
ur, heldur og enskar, þýzkar og fransk-
ar, auk bóka á Norðurlandamálunum
þremur.
Verzlunarviðskifti íslands eru sá hluti
af þjóðmegunarsögu þess, sem er þess
verður, að gaumur sé að gefinn. Síðustu
verzlunarskýrslur, sem eru frá 1924, sýna
í sundurliðuðum reikningum verzlunar-
viðskiftin við útlönd 1921, er komu upp á:
Innfluttar vörur..........kr. 46,064,906
Útfluttar vörur...........kr. 47,503,900
Útlend verzlun..........kr. 93,568,806
Krónan er 27 cent, svo að verzlun þess-
arar támennu þjóðar, aðeins 97 þúsund,
nam $25,263,577.62, eða sem næst $258
á mann, sem hér um bil jafngildir verzlun
Canada það ár og helmingi meiri verzl-
un Bandaríkjanna við útlönd á árinu, þó
Bandaríkin séu mesta iðnaðarþjóð heims-
ins.
Með síðustu póstferð frá íslandi bár-
ust oss þær gleðifregnir, að verzlun ís-
lands við útlönd hafði á árinu 1924 num-
ið 126 miljónum króna, nefnilega útflutt-
ar vörur 79,000,000, innfluttar vörur
47,000,000, eða verzlunartekjur 32,000,000
króna. Þessi verzlun öll er því $348.57 á
mann. Eg.treysti því.að þér séuð mér
sammáfla um það, að þetta lægi ekki eft-
ir ísland, ef hinn “betri helmingur” ís-
lendinga hefði notað tímann til þess að
sitja á gólfinu heima hjá sér og maka olíu
á andlit sér.
í þessu sambandi er fróðlégt að geta
þess, að meðal annars fluttu Islendingar
inn 200,712 kgr. — 400 þúsund pund —
af sápu árið 1921. Þar að auki er sápu-
verksmjðja í Reykjavík, sem veitir at-
vinnu nokkuð mörgum mönnum. Eg
hefi ekki með höndum skýrslur, er sýni
árlega framleiðslu verksmiðjunnar, en er
sannfærður um, að það er ýkjulaust að
fullyrða, að hvert mannsbarn á íslandi
noti eins mikla sápu til þvotta og þrifnað-
ar eins og hver einstaklingur í Canada-.
Atvinnuvegir íslendinga eru fáir og
smáir, að undanteknum fiskiveiðum og
kvikfjárrækt, sérstaklega sauðfjár og
liesta. Vefsmiðjur eru tvær, og vinna
þær úr innlendri ull. Þar að auki eru á
lslandi netasmiðjur; smjör- og ostagerð-
arhús; brjóstsykurverksmiðja; tunnu-
og smjörlíkisgerð; en skýrslur um starfs-
mannafjölda eru enn ekki handbæfrar.
Fiskiveið&rnar eru í einu, umsvifa-
mesti, hættulegasti og arðsamasti at-
vinnuvegur landsmanna. Þær eru stund-
aðar af togurum og vélbátum, smærri og
stærri. Vöskustuinenn þjóðarinnar stunda
þá atvinnu, en sjórinn við íslandsstrendur
er ótryggur og gleypir nær því árlega
mörg veiðiskip riieð allri áhöfn, í blind-
byljunum. Stundum nemur mannskað-
inn einum manni af hverju þúsundi, er
þjóðin telur.
Lífið á íslandi er erfitt. Landið er
gróðurlítið; loftslag strangt; veturnir
harðir og langir; nauðsynjar dýrar, og
sveita- og ríkisskattar óþarflega þungir.
Ríkisskuldin er mikil, og er það aðal-
lega að kenna nýtízku endurbótum, er
gerðar hafa verið á síðastliðnum aldar-
fjórðungi. Má þar til nefna neðansjávar-
símann til Skotlands, er tengir ísland við
önnur lönd. Símalínur hafa verið lagðar
í allar sveitir landsins. Hafnarlægi hafa
verið gerð á ýmsum stöðum,
stærsta höfnin í Reykjavík, og
kostaði mörg miljón krónur.
Mörg stærri þorpin hafa bæði
gas- og rafmagnsleiðslur. Vitar
eru alstaðar, þar sem nauðsyn
krefur, og ár eru brúaðar í öll-
um héruðum fandsins. Góðir
vegir eru í ýmsum sveitum, þar
sem þörfin er mest. Og sjúkra-
hús og heilsuhæli eru stofnsett
og rekin á ríkisins kostnað. Öll
þessi þægindi hafa kostað meiri
peninga en tekjunum hefir num
iö. en samt er nauðsynlegt að
halda þeim við til þess að geta
fullnægt hinum stórstígu fram-
förum og kröfum menningar-
innar.
Viljið þér nú, herra ritstjóri,
gera svo vel að birta lesendum
yðar þær upplýsingar, sem hér
eru að framan gefnar; sem all-
ar eru sannanlegar og áreiðan-
lega réttar; til þess að afmá á
þá lund áhrif þeirrar óvirðing -
ar, er falin er í greininni, sem
getið er um í byrjun þessa
bréfs.
Winnipeg 12. maí, 1925.
* * *
Þessu skörulega bréfi Mr.
Baldwinsons svaraði blaðið á
þessa leið:
Toronto, 19. maí, 1925
Mr. B. L. Baldwinson,
729 Sherbrooke St.,
Winnipeg, Man.
Kæri herra:—
Vér erum ákaflega leiðir yfir
birtingu þessarar greinar, sem
er svo móðgandi í garð íslerid-
ftiga Kona, í vorri þjónustu,
tók greinina upp úr ensku
kvennablaði, en man ekki hvað
an. Mér er sérstök ánægja að
birta bréf yðar, því mér er per-
sónulega kunnugt um fram-
þróunina á íslandi, af viðkynn-
ingu við menn, sem þar hafa
komið.
Eg hefi orðið að stytta bréf
yðar dálítið, sökum þrengsla,
en eg hygg að sú stytting verði
einungis ti| þess að skýra öll
aðalatriði.
Yðar einlægur,
(Sgd.) Hector Charlesworth
aðstoðarritstjóri.
• * *
Það sést því miður ekki á
þessari afsökunarbeiðni, hvað
það er, sem tekið hefir verið úr
greininni til “styttingar”. En
vonandi verður það ekki svo
mikið, að vér íslendingar fáum
ekki fulla uppreisn f augum les-
enda blaðsins.. Á Mr. Baldwin-
son þökk og heiður skilið fyrir
það, hve fljótt og vel hann rak J
slaðrið ofan í hlutaðeigendur.
---------x---------
Trúarbrögð í Ameríku.
Fyrir skömmu siðan auglýsti tíma.
ritið “Life”, að þaö gsefi $50.00
verSlaun fyrir bezta svar viS spurn.
ingunniEru trúarbrögS aS líSa
undir lok?”
VerSlaunin fékk maSur aS nafni
R. S. Underwood frá Auburn, Ala-
bama, og var þaS sem fylgir:
Ef hinn gamli skipandi “rétttrún-
aSur”, meS sínum óskeikulai páfa, inn
blásnu bókum og hátíSlegum upp.
lestri þeirra hluta, sem bæSi eru
heimskulegir og illmögulegir, eru
trúarbrögSin, og þaS hugtak inni.
bindur ekkert annaS eSa æSra, þá eru
þau sannarlega aS líSa undir lok.
Þau hafa veriS aS því siSan á dögnm
rannsóknarréttarins, þegar grunn.
trúnaöurinn (Fundamentalism) í ve’di
sínu veifaSi kylfunni yfir höfSum
manna, og afmáSi hvern þann mann,
er ógætilega hugsaSi.
En — ef trúarbrögS eiga nokkra
DODD’S nýrnapillur eru bezta
nýmameðalið. Lækna og gigt,
bakverki, hjartabilun, þvag-
teppu, og önnur veikindi, sem
stafa frá nýrunum. — Dodd’s
Kidney Pills kosta 50c askjan,
eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást
hjá öllum lyfsögum, eða frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.
Toronto, Ontario.
samleiSi meS meSaumkuiyíetflai ejru
orsök þess vaxandi hjálparflóSs, er
til þeirra streymir, sem fyrir óhöpp.
unum verSa, eSa ef þau þýSa virS-
ingarfulla játningu ósýtujegrar ,til.
veru, sem “radio” meSal annars
bendir til, ef þau þýSa framþróun
mannsins í þeim h'lutum, er lyfta hon
um upp yfir dýrin, svo hann ekki
lengur fæst til eSa leyfir sér aS aS.
hafast sumt þaS, sem hann hefir áS.
ur gert, þá er svariS viS spurning-
unni ákveSiS “nei”.
Þrátt fyrir styrjaldir, lauslæti og
“fráhvarf”, eru manngæSi aS smá.
yfirstíga grimd og mannvonzku í
heiminum. Þrátt fyrir þaS þó auk'n
þekking brenni upp fúadrumba írú-
arbragSanna, vex sá fiokkur manna,
kristinna, GySinga, Búddista og
fylgjendur MúhameSs, sem meS há.
tíSlegri virSingu horfa á tilveru, of
reglubundna og undranafulla til þess
aS hafa getaS orsakast af tilviljun.
----------x-----------
Silfurbrúðkaup 20-
aldarinnar.
(Sbr. ýmsar ritstjórnargreinir.)
Eitt af því fegursta í fari manns.
ins er gull. Næst þessum dýra málmi
gengur silfur.
Fáir erum vér, dauSlegir menn,
sem getum haldig upp á silfur. eSa
gullbrúSkaup vor. Tíminn einn get.
ur þetta. Tuttugasta öldin hefir nú
þegar haldiS silfurbrúSkaup sitt, og
vér vitum meS vissu, aS þó aS bein
vor kólni, muni hún hátíSleg halda
gullbrúSkaup sitt og demants-fagn.
aSarhátiS, eins og tíin ágæta drotning
vor Victoria sæl.
En þaS sem oss, sem lifum í dag.
varSar mest um, er silfurbrúSkaup
20. aldarinnar.
Og þegar vér hugsum í einlægni
um hvörf tímans, dettur oss ósjálf-
rátt i hug hiS gullfallega erindi æru-
Tobba:
Kjalars læt eg klunkara hlunkara
dunkinn,
arkans, kjarkans orSa.höll
ambara vambara fram á völl!
Á þessari stórhátíS minnumst vér
allra þeirra “klunkara hlunkara
dunka”, sem sú tuttugasta vakti í
Evrópu og víSar á árunum 1914—
1918. Ekki álítum vér nauSsynlegt
aS minna menn á eSa lýsa nákvæm-
lega hinni stórmerkilegu “arkans
kjarkans orSahölI”, sem gnæfir viS
hinn vestræna himinn, í Winnipeg.
ASeins vildum vér benda á, aS þar
"arka” vikulega og kanske daglega,
“ambara vamtera fram á völl” nor.
ræn stórmenni, í þeim stíl, sem aldrei
hefir þekst, hvorki fyr né siSar.
Winnipeg er nú orSin sá sjónar.
hóll islenzkrar menningar, sem aldrei
mun fyrnast, hvert sem stefnir —
aftur eSa fram, og má^ því sú tut-
"@JadiaM(3jb''
^Whisky
W 20