Heimskringla - 22.07.1925, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.07.1925, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. JÚLÍ, 1925. ||dntskrin0la (StofnnV 188«) Krnur Ot á hverjum mltivlkndert. EIOENDURl VIKÍNG PRESS, LTD. 853 Of 855 SARGESiT AVE., WISSIPEG. TnlMlnii: N-0S37 Ver® blatSsins er $3.00 árgangurlnn borg- Ist fyrirfram. Allar borganlr senðist THE VIKING PREfcS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum Bitstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. Utunftakrlft tll blnfiMlnii: THB YIKINt; l'KESS, Ist«l., Rox 3105 UtanftMkrlft tll rltntjftranut EDITOIl HEIMSKRIN'GLA, Box 3105 WINNIPEG, MAN. “Heimskrlngla is published by The Vlklnt- PreuM Ltd. and printed by CITY J*RINTING PUBUISHING CO. 853-S55 Sarxrnt A ve., WlnnlpegT, Man. Telephonet N 0537 WINNIPEG, MANITOBA, 22. JÚLÍ, 1925 Panem et circenses. Á öðrum stað hér í blaðinu er getið um hið fyrirferðarmikla tiltæki sambands stjórnarinnar á miðvikudaginn í fyrri viku, er hún lét riddaraliðslögregluna í allri sinni dýrð, leggja sína þungu hönd á bækur ávaxtasalanna Nash Brothers, í fjórum aldinabúðum. Rösklega viðbrugðið, munu margir segja. Auðséð, að hér á ekki að láta sökudólgana úr greipum ganga. Enginn efi er á því, að hér var rösk- lega og karlmannlega gengið að verki. Ekkert kvikmyndaleikhús hefði sniðug- legar getað sett þessa skjálahremmingu á laggirnar. Þar á er aðeins einn galli: Þessi lögregluriddaraleikur fór fram rúmu einu ári seinna en skyldi. En það er ekki lögreglunni að kenna. Hún réði engu um það, hvenær til verks skyldi gengið.^ Hvað erum vér annars að segja? Leik- ur? Nei, ef í þetta hefði verið ráðist ' rúmu ári fyr, þá hefði það enginn leikur verið, heldur bláköld alvara. Fyrir rúmu ári síðan var nefnd skipuð til að rannsaka, hvað satt væri í þeim áburði á hendur stórsölumönnum á- vaxta, að þeir hefðu með sér algerlega ólögleg stórgróðasamtök; hefðu snúið hökum saman og myndað öfluga skjald- borg til verndar óhæfilegu háverði á ald- inum. Fyrir nokkrum máhuðum síðan hafði nefndin lokið starfi sínu. Hún þóttist hafa komist að raun um það, að ástandið væri enn verra, en það hefði nokkurn- tíma verið sagt. En þá stóð vesalings sambandsstjórnin alt í einu ráðalaus. Og höggdofa. Hon. James Murdock lagði höfuðið í bleyti, og komst að þeirri nið- urstöðu, sér til mikillar skelfingar, að þetta mál snerti eignarréttinn og heyrði þess vegna undir fylkisstjórnirnar. Ákaf- lega leiðinlegt, herrar mínir, en ómögu- legt neitt að gera; kemur sambandsstjórn inni ekkert við! Svo höggdofa var ráðherrann, að það er ekki fyr en mörgum vikum síðar, að honum datt í hug að leita véfréttar hjá lögmönnum ríkisins. Þeir gáfu það goð- máluga svar, að Hon. JameS Murdock hefði getað tvíhent sverð réttvísinnar að bragði, er hann vissi um árangurinn af starfi nefndarinnar. Að það hefði verið hreinasti óþarfi að bíða allan þenna tíma. Auðvitað gátu þeir ekkert um það í svari sínu til ráðherrans, að á þessum sama tíma hefði snígill, hraðskreiður í meðallagi, getað farið alla leið til undir- heima, með öll þau gögn úr fórum þessa aldina-“hrings”, sem sannað gætu ólög- leg samtök á meðal meðlima hans; jafn- vel þó aldinasalarnir hefðu engin hent- ugri eða skjótvirkari tæki haft til þess að losa sig við þau. í fyrsta lagi kom það ekki beinlínis við þeirri spurningu, er ráðherrann lagði fyr- ir lögfræðingana. í öðru lagi eru það engir mannasiðir, að þukla svo óvarfærn- um fingrum um snöggu blettina á hátt- standandi embættismönnum ríkisins. Það má svo sem nærri geta, að þessi skjalahremming nú, er lítils eða einskis virði. Hún hefði átt að vera gerð fyrir rúmu ári síðan, um leið og nefndin var » skipuð. Það má ganga að því vísu, að þau skjöl, sem nú finnast, muni koma málsækjendum að harla litlu haldi. Það veldur aldinasölunum dálítilla óþæginda fyrst í stað. Það verður vafalítið aðal- álrangurinn. En þó það verði ekki stjórn- inni til fjár, “þá er það altaf gaman,” eins og Þorsteinn sagði. Sérstaklega svona nálægt kosningunum, sem viðbúið er að jvér séum komnir. Winnipegblað eitt get- ur sér þess til, að minsta kosti, að fyrir þær muni refirnir aðallega hafa verið skornir. Óhugsandi er það ekki. Stjórn- arformenn og aðrir ráðherrar verða oft óskaplega og aiveg dæmalaust röggsam- ir um ýmsa embættisfærslu, þegar tekur að draga að kosningum, sérstaklega ef röggsemin gerir engri skepnu mein; er aðeins dulklæddur gamanleikur, á því sviði, þar sem allur misskilningur endar í gleði og gamni. — Þeir vissu það róm- versku keisararnir forðum, hvers fólkið þarfnaðist. Panem et circenses. Brauð- og trúðleikir! Fengi maginn stundarsatin ing, og sálin stundarglaðning, svo eitt- bvað væri til þess að tala um, þá var öllu óhætt. Og sem betur fer — fyrir alla stór-aldinasala — er þetta lögmál jafngilt enn í dag. Hvar myndi annars vesalings mannfélagið standa? Christian Michelsen. Þriðjudaginn 29. júní lézt annar mesti maður Noregs; einn af hinum fáu stór- mennum þessa heims, sinna jjafnaldra. Maðurinn var Christian Michelsen, sem var forsætisráðherra í Noregi árið 1905. “Annar mesti maður Noregs,” hraut úr pennanum, því að í vorum augum var “hinn mikli alheimsborgari”', er hinn mentaði heimur svo neffíir, Friðþjófur Nansen, mesti Norðmaður síðustu árin. Annars er slíkur mannjöfnuður heimsku- legur yfirleitt, og slík staðhæfing út í ) loftið gerð. Enda lá starf þessara tveggja manna að mestu leyti á ólíkum sviðum. En þetta er fyrirgefanlegt. Því hver er sá maður á bezta skeiði nú, með dropa af norrænu blóði í æðum, sem ekki hefir frá blautu barnsbeini elskað Friðþjóf Nansen, afdráttarlaust og öfundarlaust, og óskað hann sér ti! fyrirmyndar. Það er að líkindum, að norskir menn yngri og eldri hafi elskað og virt Nan- sen, þegar svo er farið hugum vorum, hinna fjarskyldari frænda hans. En þó mun það láta nærri sanni, að ekki hafi hann verið innilegar né dásamlegar skrýddur ástúð þjóðar sinnar og lotningu, en maðurinn, sem nú er nýlega genginn til sinna. Myndi ekki kollgátan verða sú, að hafi Friðþjófur Nansen verið þjóð- hetja Norðmanna á síðari ál-um, þá hafí hjörtu þeirra gert Christian Michelsen að ástfólgnum dýrlingi. Lífsstarf hans liggur eftir hann: Nor- egur óháður. Því er ekki hætt við að Norðmenn gleymi. Og hvergi munu þeir né Svíar, gleyma héðan af hinu atriðinu, og heldur ekki öll veröldin, er stundir líða, að hann var einn af þremur traust- um þáttum snúinn, í þeirri taug, er hélt svo fast í hina glæsilega hugprúðu, fórn- fúsu, vopndjörfu en skammsýnu ákafa- mefin beggja frændþjóðanna, að þeir náðu ekki saman til að vekja víg, eða blóðdropa að úthella. * * * Christian Michelsen fæddist árið 1857. Faðir hans var kaupmaður, mjög íhalds- samur. Þrátt fyrir það stóð hemili hans jafnan opið mönnum af öllum flokkum. En við það víkkaði snemma sjóndeildar- hringur sonar hans. Lögfræðisprófi lauk Chr. Michelsen 1879. Hann las mikið auk laganna. Mest áhrif höfðu þeir á hann Goethe, Stuart Mill, Auguste Com- te, Georg Brandes og Björnsson. Hið mikla rit Brandes, “Meginstraumar 19. aldarinnar” mótaði að mestu leyti mann- félagsskoðanir hans; en föðurlandsást hans og^skilningur á landi og þjóð, skírð- ist mest í þeirri deiglu er Björnson kynti undir með því funabáli, er stóð af hugs- unum hahs í ræðum og ritum. Hann gaf sig snemma við stjórnmál- um, og komst á þing árið 1892. Þar kvað strax meira að honum en flestum öðrum. Ári síðar samdi hann frumvarpið um þrílita fánann, og talaði þar fyrir því af þeim logandi eldmóði, að það var sam- þykt þá, í fyrsta sinni. Það sem mest var fundið að honum, var það, að hann væri ekki nógu mikill flokksmaður. Þetta er að vísu satt, en þó eigi nema til hálfs. Því að honum var svo farið, sem aðeins örfáum mestú mönnum, er um stjórnmál fjalla, að hann leyfði engum flokki að móta sig. Hann var víðsýnni en svo, að hann gæti átt samleið með öllum klíkusauðum. Hann gat fúslega viðurkent að maðurinn, sem hann áleit að hefði haft rangt fyrir sér í gær, hefði rétt fyrir sér í dag, ef sam- vizka hans hvíslaði því að honum. Og þá tók hann að sér hans málstað. Þá héldu honum engin flokksbönd. En þegar hann lagðist á ár, þótti þeim, sem reru á sama borð, 4 að þar væri öflugur flokksmaður fenginn. Hann lét af þingstörfum árið 1894, og fékst ekki við stjórnmál aftur fyr en árið 1903. Hann mun ekki hafa kært sig um að eyða æfi sinni á þingi í orðakrit um fremur lítilfjörlega flokkadrætti. En árið 1903 mun hann hafa fundið á sér, að draga myndi til mikilla tíðinda. Hann var þá kosinn á þing og kemst þegar í ráðuneyti Hagerups. Þegar það rofnar, árið 1905, sert hann við stjórnartauma, og ekur öllu í örugt lægi, heilu og höldnu. Eftir því sem nær leið aldamótunum 1900, dafnaði ágreiningurinn milli frænd- þjóðanna Svía og Norðmanna, sem báðir lutu sama konungi, sænskum. En reynd- ar lutu Norðmenn Svíum, þþtt þeir ættu* að heita sjálfstæðir. Svíar fóru með öll utanríkismál Norðmanna. Um það at- riði varð aðalágreiningurinn. Árið 1891 kröfðust Norðmenn þess, að fá að hafa sína eigin ræðismenn í útlöndum, sem hlýddu skipunum heiman úr Noregi, og sömuleiðis kröfðust þeir að fá sérstakan utanríkisráðherra, norskan mann, sem sjálfur ábyrgðist aigerlega meðferð þeirra mála. Þetta vildu Svíar ekki. Margar nefndir höfðu um þessi mál fjailað, og í einni þeirra sat Chr. Michelsen, árið 1892. Loks var svo komið árið 1903, að for- sætisráðherrar beggja ríkja, Boström og Qvam, höfðu komið sér saman um bráða- | birgðargrundvöll, er kallaður var “Samn- ingurinn”, og byggja skyldi á framtíðar- samninga um sérstaka ræðismenn fyrir hvort ríkið um sig. Eftir kosningar í Noregi 1903, tókst hinn frægi þjóðréttar- fræðingur Norðmanna, Francis Hagerup, stjórnarformenskuna á hendur. Aðai- stoð hans í ráðuneytinu og í samningun- um við Svía, var annar þjóðréttarfræð- ingur norskur, er frægur var sökum lær- dóms og ætternis. Það var Sigurd Ib- sen, sonur skáldkonungsins mikla. Þeir héldu áfram samningunum við Boström rúmlega eitt ár. Þá rauf Boström “Samn- inginn” með því að ,setja fram kröfu, í 6 atriðum, um það að Norðmenn játuðu því, að Svíþjóð væri höfuðlandið. Með þessari kröfu var loku skotið fyrir frekari samninga um utanríkismálin. Nú voru tveir vegir framundan. Annar sá, er Hagerup benti á, í nafnkunnri kosn- ingaræðu, “að bíða nýrra tíma og nýrra manna”, þ. e. a. s. að láta alt bíða eins og þá var, unz Svíar fengjust til að líta með meiri samúð á kröfur Norðmanna. Hinn sá, sem Michelsen benti á, “að leita eftir nýjum brautum að nýju marki”. Stórþingið norska tók síðari kostinn, og um leið tók RÍchelsen við stjórnartaum- unum. Márkið, sem hann stefndi að, var að binda enda á ræðismannaþrætuna með norskri löggjöf, Noregi í vil. Fengist það ekki, þá að siíta ríkistengslin við Svía. Um þetta urðu allir flokkarnir á þingi ásáttir. Hann tók því í ráðuneyti sitt 4 hægrimenn. 4 vinstrimenn og 1 óháðan, fyrir utan sjálfan sig. Stjórnin lagði því- næst frumvarp til laga um norska ræðis- menn, fyrir þingið, er samþykti það. En Óskar II. Svíakonungur neitaði að stað- festa frumvarpið (27. maí 1905). Ráðuneyti Michelsens tilkynti nú kon- ungi, að það legði niður embætti sín. Konungur neitaði að leysa þá af embætt- um, þar eð hann sá sér ekki fært að fá nokkurn norskan mann til að mynda ráðuneyti. Ráöuneytið seldi þá embætti sín í hendur stórþingsins norska, og til- kynti konungi það, 7. júní. Stórþingið svaraði með því að lýsa því yfir. að kon- ungur væri settur af í Noregi og ríkja- sambandinu slitið. Ennfremur fól það fráfarandi stjórn að stýra ríkinu fyrst, um sinn, með sama myndugleika og kon- ungur hafði áður haft samkvæmt stjórn- ^rskránni. Hefðu þessir atburðir gerst einhvers- staðar annarsstaðar en einmitt með þess um tveim mikiu menningarþjóðum, er enginn vafi á því, að þeir hefðu leitt til stórfeldra .blóðsúthellin,ga. Jafnvel hér I munaði svo litíu, að hefðu ekki þessar þjóðir átt þrjá framúrskarandi afbragðs- menn að, hefðu frændvíg verið vakin. Helztu stjórnmálamenn beggja ríkja settust á ráðstefnu í Karlstad í Svíþjóð, og réðu þar ráðum sínum í 3 daga (31. ágúst til 2. september). Báðir stóðu víg- búnir, og ólmir til bardaga við landa- mærin ^g flotar beggja höfðu fulian eld undir kötlum dag og nótt. En þegar þessari þriggja daga ráðstefnu var lokið, var Noregur orðinn frjáls, og fullvalda ríki. Því áorkuðu nokkrir pennadrættir, Frú Þóra Johnson. (Sjá minningargrein: “Via Dolorosa, á 2. bls.) gerðir af hönd hins konunglega glæsimennis, Óskars annars. En afbragðsmennirnir tveir, Christian Michelsen með Norð- mönnum, og Hjalmar Branting með Svíum, áttu mestan þátt í þessum • friðsamlegu úrslitum, er þá þóttu og voru svo und- ursamleg nýlunda. Já, þau voru hvorki meira né minna en undursamleg, þessi úrslit, og komu öllum á óvart. Serstaklega voru Svíarnir ólm- ir í að berja á þessum “norsku uppreistarseggjum”. Þeir höfðu miklu meira lið og betur útbú- ið. Það var ekki nema eðlilegt að þeir vildu neyta hnefaréttar- ins, sem altaf hafði verið eina lögmálið, sem fylgt var í heim- inum, er í harðbakka sló. Menn gera sér ekki í hugarlund, hví- líka óskaplega mótspyrnu þeir höíðu við að stríða í Karlstað, Hjalmar Branting og Óskar konungur. Og sá ,mikli og göf- ugi þjóðhöfðingi fór svo í gröf sína, að langflestir þegnar hans höfðu enn ekki lært að fyrir- gefa honum. Nú hafa þeir gert þiið. Nú hefir þeim skilist, hví- líkur ávinningur það var báð- um þjóðunum, að þær skildu illa sambúð. Og hve óumræði- lega fagurt eftirdæmi hér var gefið. Báðar þjóðirnar hafa tekið feiknamiklum framförum á þessum tuttugu árum. Nú hafa kraftar hvorrar fyrir sig verið sameinaðir innbyrðis. En svo erfitt var um að véla, og svo var úlfúðin mikil, að ekki sá stórþingið norska, sem útbýtir friðarverðlaunum Nobels, sóma sinn í því að sæma með þeim óskar konung. Og aldrei hef- ir maður þó átt þau fremur skilið. En vafalaust hefði sá flokk- urinn orðið ofan á í Svíþjóð, er til ófriðar vildi leggja, þrátt fyrir aðgerðir Brantings og viturleik konungs, ef Michelsen hefði ekki gripið það fangaráð í Karlstad, þvert ofan í vilja flestra Norðmanna, að bjóða Svíum að rífa víggirðingar all- ar Noregsmegin á landamær- unum, sem vott um það, hvað þeir vildu til friðarins leggja. Munnmælasaga gengur um það að hinn “ókrýndi konungur Noregs”, skáldjöfurinn Björn- stjerne Björnson, sem var staddur í Kaupmannahöfn og vildi sem fegnastur nota sína mælsku og þá ást og lotningu, er öll þjóðín bar til hans, til þess að etja kappi og kjarki í landa sína, hafi símað til Mich- elsens í Karlstad, til þess að strppa í hann stálinu: “Nú gildir að halda saman”. Sagan segir að Michelsen hafi þegar símað um hæl: ‘íNú gildir að haida sér saman”. Hann vissi t að ekkert mátti ut af bera, og var hræddur um, að hvert ó- varlegt æsingaorð myndi hleypa Svíum í bál og brand, enda myndi svo hafa orðið. Sf. * * Nú er Michelsen til grafar | genginn, sömu leið og Óskar i konungur og Branting á undan j honum; dýrlingur þjóðar sinn- | ar. í ástfóstri hennar, og að j henni allri í sorg. Og grátlegt er, að stórveldin skuli enn ekk- | ert hafa lært af hinni gullfögru dæmisögu, er gerðist 1905. Þó rnun þar að koma, að hún verði I alment og réttilega skilin. Og þá verða nöfn þeirra þremenn- j inganna, Christian Michelsen, j Hjalmar Branting og Óskars | konungs annars, skráð sama I gullletrinu á minnisspjöldum | alira þjóða, og þau nú standa l skráð, óafmáanleg, á sögu- I spjöldum frændþjóðanna og menningarþjóðanna miklu á Norðurlöndum. Fimtíu ára hátíð Nýja Islands. Sunnudaginn 12. júlí var nefndar- fundur haldinn í bæjarráðshúsinu á Gimli, og voru þar saniankomnir, auk nefndarm. úr öllum pörtum ný- lendunnar, 5 menn frá Winnipeg, í þeim tilgangi aS taka þátt í undir- búningi á hátíSarhaldinu. Voru þaS: B. L. Baldwinson, A. B. Ol- son, O. Thorgeirsson, E. P. Jónsson og Egilþ H, Fáfnis. GerSi skrifari . . . ‘ tillögu um, aS þeim væri öllum bætt viS í framkvæmdarnefdina. Var hún studd af Gísla Sigmundssyni frá Hnausum og samþykt í einu hljóSi. Var þá talaS um fyrirkoinulag, er hr.fa skyldi viS þetta hátíSarhald og um daginn. Kom þaS t ljó.s hjá mönnum, aS dagurinn væri ekki sem bezt valinn, og aS skiftar skoSanir væru meSal fólks um hvaSa tími væri heppilegastur. Væri dagurinn 21. október óefaS hinn eini rétti, en þá væri allra veSra von, og óhugsan- legt aS hafa samkvæmiS úti; og ef sæmileg sókn yrSi, væru engin húsa- kynni til aS rúma þann fjölda, kostn- aSur allur ókljúfanlegur og mjög ó- víst um víStæka og fjölmenna aSsókn á þeim tíma. Allar þessar ástæSur hefSu veriS íhugaSar á Rivertonfund inum, og því hefSi 21. ágúst veríS vr.linn. ÞaS var heppilegasti tíminn fyrir nýlenduna, þegar á alt var litiS.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.