Heimskringla - 22.07.1925, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.07.1925, Blaðsíða 1
VERÐLAUN GEFIBT FVHIH COUPONS OG UIBCÐIR ROYAt, CROWN — Sendit5 eftir vertilista til — ROYAL CR0WN SOAP LTD.^ 654 Main Street Winnipeg. VERÐLAVN GEFIN FYRIR COUPONS OG IIMBÍ8IR ROYAt, CROWN — SendiTS eftir vertilista til — ROYAL CROWN SOAP LTD.^ 654 Main Street Winnipeg. XXXIX. ÁRGANGUR. WIKNIPBG, MAKITOBA, MIÐVIKUDAGIKN 22. JÚLÍ, 1925. NÚMER 43 MiSvikudagsmorguninn í fyrri viku lagSi riddaralögreglan hald á bækur aldinastórsalanna Nash Brothers á Ross Avenue. Fjórar verzlanir urðu þannig úti: Sterling Fruit félagiö : Rcigers Fruit félagið: Dingle and Stewart og Bright Emery félagið. Auk þess voru rannsakaðar skrifstof- ur hjá Mutual Brokers, Nash Share- hclders og Mutual Purchase félag- íuu, sem öll star*'la í viðskiftasam- bandi við Nash Brothers. Þessar aðgerðir stjórnarinnar eru átangur af starfi rannsóknarnefnd- ar þeirrar, er kend er við Duncan, og skipuð var í fyrra til þess að grensl- ast eftir því, hvort ólögleg stórsölu- samtök ættu sér stað nieðal aldinasala í Vestur-Canada. Hefir sambands- stjórnin verið sein til aðgerða í þessu efni, því langt er síðan að lu.fndin lauk rannsóknum sínum. — Nú hefir stjórnin skipað J. C. Mc- Ruer, K. C. til þess að fara með tnálið á hendur Nash Brothers, af hálfu stjórnarinnar. Hefir hann leit aö til Bracken forsætisráðherra og Craig dómsmálaráðherra, til þess að vita, hvern þátt Manitobastjórnin viidi í þessu eiga. Svöruðu þeir, að ráð öll og dáð, sem þeir-hefðu undir rifjum, væru velkomin, en þeir gætu ekki mælt með því að Manitobafylki legði fram fé til málsins, þar eð það væri sambandsstjórnarinniar einnar að hafa það til meðferðar. F'rá Halifax er simað 17. þ. m., að fjlkislögreglan í Nova Scotia hafi fengið skipun frá stjórninni, um að rýma verkfallssvæðið í Cape Breton, en þangað sendi Armstrongstjórnin um 100 lögregluliðs í júnímánuði til JiM við ‘'Besco” (British Empire Steel Corporation). — Sömuleiðis hermir skeytið, að forsætisráðherr- ann nýi, E. N. Rhodes og Harrington námuráðherta og opinberra verka, fri í þessari viku til Cape Breton, til ráðagerða og samninga við ráðs- tnenn “Besco” og United Mine Workers of America” í 26. umdæmi. — Sannast hér að “nýir vendir sópa bezt”. En vonandi er, að Rhodes láti ekki við það eitt sitja að sanna þenna rnáishátt, heldur beri gæfu til þess að afmá þenna smánarblett, er fylkið hefir orðið fyrir af völdum “Besco . Á sunnudagsmorguninn var lézt að beimili sínu í Quebec, Louis Nazaire Begin kardínáli, erkibiskup í Quebec og æðsti maður rómversik-kaþólsku kirkjunnar í Canada. Hann var 85 ái a að aldri. Aðgangsprófum að miðskólum er lckið. Hœsta einkunn af öllum í fylkinu fékk Edna Schofield frá Sel- kirk, 907 stig (1000 er það hæsta sem hægt er að fá). Næst var Kathleen Helen Smith, frá Rollins, með 895 stig. Þriðja í röðinni er Sigrún Thorsteinsson, íslenzk stúlka, er hlaut 881 stig. C. N. R. hefir ákveðið að hraða sem mest brautarlagningunni til Pine Fslls, nú er ákveðið hefir verið að byggja pappírsmylnuna við Fort Al- exander. — Sambandsstjórnin veitti $475,000 í fyrra til þessarar braut- argerðar. Áætlað er að brautin liggi frá Beconia, sem er 48 mílur frá Winnipeg og 10 mílur frá Grand Beach . Tilboð um brautarlagningu eiga að vera komin um hádegi í dag. Brautin á að vera fullgerð 1. nóvem- bei, og 500 manna þarf með við lagninguna. Aðfaranótt föstudagsins 18. júlí kom upp eldur í smiðju í Bowden- þorpinu, milli Olds og Innisfail í AÍberta, og læsti sig þaðan í hlöðu þar nálægt. Áður en nokkuð varð aðgert stóð hún í björtu báli, og flugu neistar og logandi heyviskar un- allan bæinn og kveiktu í víðsveg- ar, svo að hann varð eitt eldhaf á örskömmum tíma, þrátt fyrir allar tilraunir slökkviliðsifls frá Innisfail, er kom til hjálpar. Langmestur hluti þcrpsins brann og eru 300 mann- eskjur þar húsnæðislausar. Frá Ottawa er símað 18. júlí, að alt ráðuneytið ætli að setjast á rök-. stóla 27. þ. m. Mun aðallega eiga að fjalla um, hvort ganga skuli til kosninga í haust eða eigi. Er sagt að stjórnin hafi verið alráðin í því að ganga til kosninga, eftir að víst varð tim sigur Dunningstjórnarinnar í Saskatchewan. En ófarir Arm- strongs í Nova Scotia hafa eitthvað kælt blóðið. Er nú talið sennilegt að ekkert verði afráðið, fyr en útséð er um kosningarnar í New Bruns- wick, sent eiga að fara fram 10. ágúst. Sigri liberalar þar, mun gengið til sambandskosninga í haust, annars tæplega. Á mánttdaginn í vikunni sent leið henti stórslys á Manitobavatni. Bát- urinn “Ethel” hefir verið í förum frá Steep Rock og Narrows, til bygðanna vestan við norðurhluta vatnsins. Bát- urinn var eign kaupntannanna á Steep Rock, Snidals og Long, og nokkurra bænda þar i héröðunttm, flest íslend- inga. Þegar báturinn var hjá Guynem- e,- þenna mánudag, varð sprenging í vélarrútninu. Tveir menn voru í bátnum, Eirikur og Björn. synir Guð mt'tidar Jónssonar á Vogar. Eiríkur var í véiarrúminu og skaðbrendist, er sprengingin varð. Logtiðu á honum ÖU fötin, en þó komst hann upp og fleygði sér þegar í vatnið. Náði Björn bróðir hans honurn á smábát, er vélarbátnum fylgdi. Var hann fluttur á Misericordia spitalann hér t bænum. Er hann úr allri hættu nú, og þykja undur, því tæplega eða ekki ætlitðu læknar honum líf fyrst í stað. — Vélarbáturinn brann til kaldra kola og sökk. Mun hann hafa verið óvátrygður og talinn 3000 dala virði. Þeir George M. Seaman, frá Sea- n>an pappírsfélaginu, og E. W. Bac- kus, frá Backus-Brooks pappírsfélag- > inu, kveðast albúnir að setja á stofn 250 tonna pappírsmylnu fyrir $5,000- 000, einhversstaðar t umdæmi Winnt- pegborgar, ef sambandsstjórnin vilji ábyrgjast þeirn nægilegan rétt til skógarhöggs og vatnsorku. Áætlað er að búa aðeins til blaðapappír, og selja alt ^ent hægt er hér í Canada, en flytja afganginn til Bandarikjanna. Fái þeir gert samninginn við stjórn- ina, á að byrja tafarlaust á að byggja, og er áætlað að mylnan geti þá framleitt 125 tonn, eða helminginn af allri framleiðslunni eftir 20 mán- uðt . Webb borgarstjóri i Winnipeg hefir verið mjög starfandi að því, að fá málsmetandi menn i lið með sér til þess að skora á Ottawastjórnina að láta þetta tækifæri ekki ganga úr greipum Winnipegborgar. Frá Ottawa er símað 18. júlí, að járnbrautarnefndin hafi ákveðið að nýr taxti skyldi settur um flutnings- gjöld nálægt 1. október í haust. ----------x—.--------- Fjallkonan. Stcfanía R. Sigurðsson. Á fundi llslendingadagsriefndar- ir.nar á mánudagskvöldið var, voru talin Fjallkonuatkvæðin, og fóru leikar svo, að ungfrú Stefanía R. Sigurðsson hlaut heiðurinn, þann að vera Fjallkona á næsta íslendinga degi hér í Winnipeg. Til húsfrú “N” AuSa húsiS á Aberdeen. Þá geng eg um Aberdeen götu, það gremur á stundum mig, að heyra hænurnar kjökra og hanann að kalla á þig. Og blómin úr gluggunum gægj- ast — gul eru blöðin og hörð. Það er auðséð þau ætla’ eklti’ að þrífast á eintómu vatni og jörð. Eg hefi’ ekki mætt þínum manni, en mig skal ei undra par — þó hann eins og blómin og hænsnin, hugsi’ um hvað vantar þar — Ilöndin, sem heimili stýrði og höfðingsskapur binn var, það sem kotið að kóngshöllu gerði og krýndi þig drotn.ing þar. S- J. Scheving. 8TJ0RNMALAFRETTIR FRÁ ÝMSUM LÖNDUM. BA NDA R/K/N. FJÁRMÁL. Tekjuafgangur: — Ekki verður annað sagt en að vel hafi verið búið í fjárhagslegu tilliti, hér fyrir sunn- an okkur, á fjárhagstimabilinu 1924 —25. Samkvæmt skýrslu frá Mell- on fjárntálaráðherra hafa tekjur numið $3,780,148,684.42, en útgjöld $3,529,643,446.09. Tekjuafgangur fjárhagstímabilsinsi hefir þvi numið $250,505,238.33. Afborgun: — Ríkisskuldir námu $2(>,516,193,887.00 í lok fjárhagstíma biisin^. Hafði grynkað á súpunni urii $735,000,000. Var það gert með þrennu móti. Sameinað þing sam- þvkti $466.000,000 til afborgana, all- ur ágóðinn fór einnig til þeirra, og 18,000,000 voru teknir úr ríkissjóði. OTLENDAR SKULDIR. Italia: — ítalir kvartá' sáran und- an því, að Bandaríkin skuli nú vera farin að gera alvöru úr þvi að ganga eftir skuldum sínum. Þeir sendu sér fræðing, Mario Alberti á fund Mel- lcns fjármálaráðherra. til þess að semja um þá tvö þúsund miljón dali, sun ítalir skulda Bandarikjunum. — Eítir nokkurt skraf var samningun- ttm frestað þangað til í ágúst. Var það vegna þess að Mellon var ó- sveigjanlegur og krafðist þess að Italir borguðu hlutfallslega í algerðu samræmi við Breta, nema fullar sann anir fengjust fyrir því, að þeir gætu ekki borgað. Alberti var ekki við • þeirri kröfu búinn heiman að. Kvað Italíu vera eina rikið i Nórðurálfu, sen: eyddi minna til hers og flota nú, en fyrir ófriðinn mikla. (Þetta er ar.ðvitað helber vitleysa hjá Alberti, sbr. Þýzkaland, Austurríki, og að líkindum Rússland. Hann hefði átt að segja Bandamenn.). Hærri skatt- ar myndu reka auðmenn út úr land- inu, og þyngja fjárhag þess. En Mellon sat við sinn keip og heimt- að; sannanir. Og nú mun Alberti hafa farið heim til Italíu til þess að ná i þær. Frakkland: — Daeschner sendi- herra Frakka í Washington, skýrði Mellon frá því, að Frakkar myndu senda nefnd manna í september, til þess að semja um skuld sína við Bandarikin, sem nemur fjögur þús- und miljónum dala. Haft er á orði að fjármálagarpurinn og ráðherrann Caillaux myndi verða í broddi nefnd ar'nnar. Það er þó jalið vafasamt í Paris, þar eð alt er enn á ringulreið meðal stjórnmálaflokkanna í þinginu. Rússland: — AUs eiga Bandaríkin tólí þúsund miljón dali útistandandi hjri ýmsum vinum sínum frá ófriðar- árunum. Þar á meðal standa á bók- utr, fúmlega $250,000,000, sem Rúss- land er skrifað fyrir. Þetta lán tók C2arstjórr$in og stjójrn Ketrenskysj, sem svo skamma stund sat að völd- um Vonlítið mun vera að krefja Rússa um þá skuld, þvi eins og ekki er með öllu óeðlilegt, hefir Soviet- stjcrnin með öllu neitað að bera nokkra ábyrgð á gerðum fyrirrenn- ara sinna. Litil huggun er það, að rússneskur maður, að nafni Serge Ughet, sem var fjármálaritari við rússnesku sendisveitina i Bandaríkj- unum í tíð Czarins, vann nýlega skaðabótamál á hendur járnbrautar- félagi í Barfdaríkjunum, og fékk $850,000 greidda. Þessa upphæð hirti Bandaríkjastjórnin, þar eð Mr. Ughet dæmdist að hafa unnið máfið fvrir Czarstjórnina, sem einu sinni var, en ekki fyrir sjálfan sig. OLtA. Oliuhákarlinn Doheny fékk nýlega stórblaðamann inn á skrifstofu sína í Los Angeles, og fól honum að túlka raunir sínar fyrir alþjóð; hve ó- réttlátum ásökunum hann hefði orð- ið fyrir í sambandi við olíuleigu- samningana og alt það hneyksli, er af því spanst. Blaðamaðurinn spann úr þessu viðtali 11 blaðadálka, og sá svo um að þeim yrði dreift út um landið. Samkvæmt þeirri sögu, sem þar er sögð, er Doheny hvítur eins og nýþvegið og vel verkað lambskinn. Henn var þó ófáanlegur til þess að minnast nokkuð á 100,000 dalina, er einhvernvegin flutu yfir í greipar fráfarandi inanríkisráðgjafa Fall. Kveðst Doheny ekkert um þau við- skifti segja nú, samkvæmt ráðlegg- ingum lögmanna sinna, þar eð hann á bráðlega að koma fyrir réttinn, á- kærður um samsæri til þess að svíkja fé af stjórninni. — En annars segist hann hafa verið knúður af einskærri föðurlandsást, til þess að gera alt sem hann gerði í sambandi við þessi olíumál, og hafi hann ávalt haft hag V orhugir Jafnan vakir vorhuganna veður-næma lund, sem að vildu vorsins gróður vaxinn hverja stund; þeirra, sem í hugar-heimum heilög græða blóm, þau, er lifa ávalt ofar illum skapadóm. En þótt þeim lífið löngum bjóði lítinn sumaryl, vænta þeir að vorsins sigur verði jafnan til; spinna úr vorsins instu ómum andans meginþátt, og við sókn að sjónarhæðum setja markið hátt. Engin þótt þeim veginn vísi “ vitabirtan heið, og mörg hafi vonin einnig orðið úti á þeirra leið, hafa þeir tendrað lífs að lögum ljós í andans heim, sem að skína í vilja og verki vorhuginum þeim. Því er skylt til vegs að virða vorhuganna starf; þeirra, er vildu gjarnast gefa gulli dýrri arf þann er felst í andans auði — Auður hverri sál — sem við Ijósbrot andans elda eilíft skilur mál. \ ¥ * # Aukist víðsýn vorhuganna um veldi guðs og manns. Náá sérhvað réttum rótum, í ríki gróandans. — Það er helzt að vorið vaggi vonum þeim í draum, sem þó eftir á að standast allra tíða straum. SigríSur Guðmundsdóttir. ] þjóöarinnar fyrir augum í öllum þeim samningum, en ekki sinn eigin. Mun siðar veröa nánar minst á þessa gteinargerö þeirra félaga. Bretaveldi. NEÐRI MÁLSTOFAN. Vantraustsyfirlýsing. — Ramsay MacDonald, fyrv. forsætisráðherra, bar fram vantraustsyfirlýsingu á hendur stjórninni, sökum aSgeröa- leysis hennar i þá átt, að ráða fram úr atvinnuleysinu, er færi sivaxandi. Baldwin forsætisráðherra tók til máls, og b^ð þingmenn að vera ró- lega. Hann benti á það, að atvinnu- leysið orsakaðist að nokkru leyti af lagabreytingu í Bandarikjunum, sem getðu það að verkum, að nú flyttu aðeins 130,000 úr landi árlega, í stað 200,000, sem áður hefðu farið. Hann játaði fúslega, að ástandið væri að ýmsu leyti ískyggilegt, en þóttist þó sjá ýmislegan bata fyrir margar iðn- aðarvörur, -sem til nauðsynja heyrðu, t. d. fatnað, skó og húsgögn. Hann vildi halda þvi fram, að yfirleitt hefði kaupþol almennings ekki rýrn- að (hlátur á verkamannabekknum). Hann gaf litla eða enga skýringu um það, hvað stjórnin hefði í hyggju að gera til þess að létta-af atvinnu- levsinu. Sagði aðeins, að nauðsyn- legt væri, að vísindi og iðnaður tækju betur höndum saman, en hingaðtil hefði verið gert. Verkamannaflokk- inum þótti svarið magurt og lítið á því að græða, en vantraustsyfirlýs- ingin var feld með 230 atkv. meiri- hluta. ATVINNULEYSIÐ. Atvinnuleysið, sem altaf er að tr.agfnast, er nú efst á baugi, hvar sem tveir menn hittast á Englandi. Skal hér skýrt frá því, er segja má aö sé afstaða hinna tveggja mann- felagsflokka, auðvaldsins og iðnrek- endanna á aðra hlið, og verkamanna flokksins á hina. Auðvald og iðnrekendur: — Þess- ir flokkar, er samnefna mætti öndvegisflokkinn, líta svo á rnálið, að nauðsynlegt sé að setja nið itr kaup verkamanna og lengja vinnu- timann, til þess að innlendur iðnaður geti staðist samkepnina við útlend- an markað, sem veltir vörum sínum inn yfir landið. Öndvegisflokkurinn heldur því fram, að á meðan að framleiðslukostnaður sé jafnhár og hann er nú, hljóti öllum viðskiftum aö hraka og atvinnuleysi að aukast. Verkamannaflokkurinn heldur því ftam aftur á móti, að þó að kaup sé hærra nú en 1913, þá sé dýrara að lifa nú en þá, en þeirri kauphækkun nemi. Þess vegna sé ófært að lækka kaupið við verkamenn. Verði að koma fjárhag rtkisins í betra horf með öðru móti: nefskatti og hærri tekjuskatti á stóriðnaðarmenn og fjarmálahákarla, en nú sé. Geti iðn- aðurinn með því móti vel borið verð- lækkun, án kauplækkunar verka- manna. / é

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.