Heimskringla


Heimskringla - 04.11.1925, Qupperneq 7

Heimskringla - 04.11.1925, Qupperneq 7
WINNIPEG 4. NÓV. 1925 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSÍÐA GIN PILLS yrír NTRNAVEIKI Bakverkir, nýrnaverk- ir, liöfutíverkir, þvag- steinar og þvagláts- verkir, eru viss merki um nýrnaveiki. Takiti Gin Pills 50c hjá öllum lyfsöluf og lyfjasölu- verzlunum. ’ National Drug & Chem. . Co. of Canada, Ltd. Toronto Canada Frá íslandi. Jón Laxdal tónskáld. — Ný söng- lög eru nýkomin út eftir Jón Laxdal, einsöngslög meö harmónium eöa pi- anó-undirspili. Eru i því 11 lög við þessi kvæöi: 1. Eg elska þig, eftir\Magdalene Thoresen, þýðing eftir Matth. Joch- umsson. 2. Mótið, eftir Hannes H^f- stein. 3. Til Matth. Jochumssonar, eftir Hannes Hafstein. 4. Lognsær, eftir Einar Benediktsson. 5. Vöggu- ]jóÖ, þýöing eftir Matth. Jochuntsson. 6. Syngiö, syngiÖ svanir ntínir, eft- ir Guöm. Magnússon. 7. Gunna á Brú, eftir Jeppe Aakjær, þýðing eft- ir Matth. Jochumsson. 8. Oss stoö- ar ei þá kvöldið kemur, eftir Matth. Jochumsson. 9. Á gróörarstöö, eftir Guöm. Magnússon. 10. Lít þú hátt, þú landiö bjarta, eftir Guðm. Magn- ússon. 11. Oft um ljúfar, ljósar sumarnætur, eftir Holger Drach- mann, þýðing eftir Hannes Hnf- stein. — Öllum lögunum fylgja danskir textar, auk þeirra íslenzku, og eru þýðingarnar flestar eftir Þórð prest Tómasson, en sumar eftir Þorstein Gíslason. Öll þessi lög eru fyrst prentuð í þessu hefti. Ráögert er að annað hefti komi út næsta sumar, og fylgi þá þar meö titilblaö, sent eigi við bæði heftin. á seinni árum, þegar stúdentalífiö er annars flutt til Reykjavíkur. — Formaður stúdentafélagsins er nú Pálmi Hannesson, stúd. mag. Stœrsta Utvarpsstöð í heimi. Davíð Scli. Thorsteinsson læknir átti sjötugsafmæli 5. þ. m., og þann sama dag átti frú hans 65 ára af- mæli. Fjöldi manan heimsótti þau hjónin þenna dag og árnaði þeim allra heilla. Mentaskólinn. — Þar verða nem- endur í vetur um 280. Hefir verið fengiö húsrúm í iðnskólanum til viö- bótar. Ljóðabók Htanncsar Hafstcin er nú prentuð, 2. útgáfa, og fæst nú innan skams í Bókav. Þorst. Gísla- sonar, og hjá þeim bóksölum og kaupfélögum, sem bækur hans selja. Hefir sú bók verið ófáanleg nú síö- astliðin 4—5 ár. (Lögrétta.) Þorgr. Guðmundsson, tungumála kennari Gunnar Gunnarsson rithöfundur hefir nú haldið hverja ræöuna eftir aðra um áhugamál sitt: Sameiningu Norðurlanda i eitt ríki. Um það niál talaÖi hann á stúdentamótinu í Osló í sumar, eins og fyr er getið. Nú í haust var hann fenginn til þess að halda Rússaræðuna, er háskólinn 1 Kaupmannahöfn tók til starfa, og talaði þar enn um sameiningu Norð- urlanda. Hefir sú ræöa komið af stað blaöaumræðum málið í Dan- ntörku, bæði meö og móti. Hr. G. 0. heldur í þeim umræðum vel á ^áli sínu, og hugsun sú, sem hann heldur fram, hlýtur aö eiga marga fylgismenn hvarvetna á Noröurlönd- un'. Mun Lögrétta síðar skýra nán- ar frá umræöunum um þetta mál. — ^leyrst hefir að G. G. hafi verið öeðinn aö flytja fyrirlestur um mál- 'Ö í Þrándheimi í Noregi í haust, og öafi hann lofaö því. Álit Gunnars Gunnarssonar fer si- vaxandi og eru skáldsögur hans gefn ar út í Khöfn í mjög stórum upplög- tim. Stúdentafélag Islendinga í Höfn, seni lifað hefir á síöustu árum all- rnisjöfnu 'lífi, og þó oft verið tals- Vert fjörmikiö, hélt fyrsta fund sinn a þessu hausti 20. september, all- tjölmennan. Var þar fagnað nýjum stúdentum, sem á fundinum voru ó- Ver>jumargir, og einnig flutti pró- fessor Finnur Jónsiion erindi um skýringu norrænna nafna, en meist- ar< Vilhj. Þ. Gíslason talaöi um tanda erlendis og íslenzka menningu uröu alllangar uniræöur á eftir. ^ Þindinum var próf. F. J. kjörinn ^eiðursfélagi stúdentafélagsins, hefir kann tekið mikinn þátt i störfum !*ess, oft flutt þar erindi og veriö ^stsasll af hinum yngri stúdentum, Sem annars hafa verið aöalstarfs- ^aftar félagsins. En félagiö nær til 'slenzkra námsmanna viö hinar æöstu ^entastofnanir > Khöfn: háskólann, ®Unaðlarhá^kólann, fjölfræöaskóJann 'istaháskólann, og telja Hafnar- stúdentar horfur á, aö nú um skeið, aÖ minsta kosti, megi halda þar uppi Soðum Stúdentafélagsskap, þar sem °venjumargir Islendingar eru nú viö Pessa skóla, eftir því sem gerst hefir Hann var fæddur aö Hjálmholti i Árnessslu 6. des. 1850, og var sonur sýslumannshjónanna þar, Þórðar Guömundsens og Jóhönnu, dóttur L. M. Knudsens, sem var kaupmaður í Reykjavík. Góður drengur og glaðlyndur. Allir, sem þektu Þorgrím sál., vissu þaö, að hann var góður drengur. Hann var hinn hjálpsamasti, eftir því sem hann gat því við komið, og sagði aldrei upp vináttu að fyrra bragði. — Hann hélt líka gömlum kunningjum meöan þeir voru uppi, og var hinn skemtilegasti og gam- ansamasti, meðan hann hafði heilsu. Oft orti hann skringilegar visur til að láta hlæja að þeim, en ekki í þvi skyni aö setja saman neinn skáld- skap. Hann hafði rödd úr hverri skepnu og hverjum fugli, jafnvel þeint fátiðustu, og skemti með að herma eftir þeim. Kennari, sjómaður, ferðafonngi. Þorgrimur læröi ýms af hinum nýju málum tilsagnarlaust, og talaöi 3—4 af þeim vel. — Hann kendi oft- ast á vetrum, þangað til svefnleys- ið heimsótti hann þegar leið á út- mánuði. En þegar honum létu ekki kyrseturnar Iengur, fór hann suður í Garða til sjóróðra á vorin. Hann hélt ekki heilsu nema hann æföi kraftana, og miklir voru þeir. Hann var duglegur sjómaöur og löngum fengsæll. — Á sumrum feröaðist hann með útlendingum, og ávann sér hylli flestra þeirra er hann ferðaðist með. Ötal feröabækur nefna Þor- grítn Gudmundsen í hverjum kapí- tula, og margir, sem hann haföi íerðast með, skrifuðu honunt lengi á eftir, og sýndu honum ýms vináttu- merki. Vegna þessarar útlendu frægöar, og vegna þess aö herfor- usta er að miklu leyti forstaða fyrir ferðalagi eða leiöangri (í stórum stíl) kölluðu nánustu kunningjar hans hann stundum “Generalinn”, það þýddi á þeirra mállýzku ferðaforing- inn. Hann hló á sjö tungumálum. Það er gömul fyndni um þögulan og fáorðan tungumálagarp, að hann þegöi á 5 eða 6 tungumálum. Með Þorgrími ferðaðist einu sinni ame- rískur dómari ásamt dóttur sinni. -— Dóttirin hafði það lundarfar, aö hlæja, þegar eitthvaö bjátaði á, hlæja erfiðleikana burtu. Dómarinn áleit hlátttrinn ntikinn kost. Á ein- um stað í bókinni hans er mynd af Þorgrími skellihlæjandi, og undir henni stendur: “Þorgrimur Gudmtind sen hlæjandi á sjö tungumálum.’’ Ameríkumanninum ofbauö málakunn áttan hans. Þorgrímur átti ávalt skamt í bros- iö, en eftir því sem heilsan bilaði og árin færðust yfir hann, átti hann lengra og lengra í hláturinn. Og nú þegar hann var orðinn nærri sjötíu og fimm ára, var lundin oröin þung, og ósigrandi svefnleysi var það, scm aö lokum varð honum að bana. (I. E,—Vísir.) I þessum ntánuði hefir verið opn- uð stærsta útvarpsstöö í heimi á Borough Hill í Northampton. Nefn- ist hún Daventry loftskeytastöð. — Stöðin hefir 65 kilowatt styrkleika og 1600 nietra bylgjulengd. Hún stendur 650 fet yfir sjávarmál og möstrin eru 500 feta há. Efst á hverju þeirra eru tvö viðvörunarljós fyrirf flugvélar. Allar þær framfarir, sem oröiö hafa á sviði loftskeytanna, eru sam- einaðar í þessari stöö, og er hún því hin fullkomnasta að öllu leyti. Emil Telmanyi. Viðtal. * Hingað er kominn heimsfrægur fiÖlusnillingur, hr. Emil Telmanvi, ungverskur aö ætt, en heimsborgari í list sinni. Hann er 33 ára gamall, glaölegur og gáíulegar og talar að minsta kosti 6 tungur, þýzku, ensku, dönsku, ungversku, frönsku og spönsku, og verður þá engum íslend ingi skotaskuld úr aö gera sig skilj- anlegan við hann. Vísir gerði mann á fund hans i gær, en af þvi að sá var ekki fróð- * ut- um söng, þá barst talið fljótlega frá þeim efnum og að “léttara hjali”. Hafið þér kynst mörgum íslend- ingum ? Nei! Áður en eg lagði i þessa ferð, þekti eg ekki aðra en Pál ís- ólfsson, Harald Sigurðsson og Jón Stefánsson listmálara, sem eg hefi kynst í Kaupmannahöfn, en auðvit- að þekki eg marga aðra of orðspori, þó að eg hafi ekki kynst þeim, t. d. Pétur Jónsson og Jón Leifs. Þér hafið ungur lagt stund á söng list? Já, það er saga að segja frá því. Faðir minn var hneigður til söngs, og þegar eg var 7 ára, sagöi bann við móður mína, að hann ætlaði aö fara með mig og systur mina til söng- kennara, því að sig lagaði til að láta kenna okkur eitthvað, og mér var áhugamál að læra á fiðlu. Þeg- ar við komum til kennarans, sagði hann við mig: Láttu mig sjá á þér hendurnar! Eg rétti þær fram, en hann sló á þær í gamni og sagði: Með þessum höndum leik.ir enginn á fiðlu! - Mér þótti svo fyrir þessu, að eg viknaði, en þá sagði hann, að^ eg mætti vera hjá sér eitt missiri til reynslu. En námið varð lengra, og eftir þrjú ár lék eg fyrst opiriber- Iega, 10 ára gamall, og þá spáðu margir vel fyrir mér, og hjá þessum kennara var eg til 13 ára aldurs. Og síðan hafiö þér víða veriö? Eg fór eftir það til Buda-Pest og var þar í 5 ár við nám hjá frægum kennurum, próf’essor Hubay, Kössler og Herzfeld. Þar fékk eg alhliða- þekking í söngfræði, þvi aö eg er líka söngstjóri og tónlagasmiður, og að loknu því námi fór eg til Berlín, og þar hélt eg fyrsta stóran hljóm- leik árið 1911, og fór eftir það um Þýzkaland, Norðurlönd, nokkurn hluta Rússlands, Finnland, Austurríki UngverjaJand, Pólland, Holland og Spán, — og þar hafði eg fyrstu greinilegar sagnir af íslandi, þó að undarlegt kunni að virðast. Hvað tók svo við þegar styrjöldin skall á ? Eg var þá staddur í Berlín og var tekinn í herþjónustu, en var aldrei sendur á vígstöðvarnar. Eg er sjón- dapur, og eftir 8 mánaða herþjón- ustu var eg leystur undan henni og látinn ferðast um og halda hljóm- leika fyrir Rauöa Krossinn og vann honu mum sem nerna mur.di 30 þús- undum íslenzkra króna, í hreinan arð. Á þeim árum hélt eg Bach- hljómleika í mörgum stórborgum, því að eg er sérfræðingur í tónsmiðum hans, og að styrjöldinni lokinni fór eg til Kaupmannahafnar og hefi átt þar heimili síöan, og kona mín er dönsk, dóttir Carl Nie'sens tónskálds. Þér hafið víða farið síðan styrj- öldinni lauk? Já, t. d. þrívegis til Bandaríkjanna og leikiö þar í flestum stórborgum frá New York til San Francisco. Eg hefi líka farið þrisvar til Eng- lands og leikið þar i stærstu söng- höllunum í London, þar á meðal Queen’s Hall (Dísarhöll), og auk þess hefi eg farið um mörg lönd á I meginlandi Evrópu, ýmist einn eöa meö orkester. Eg hefi á ferðum mín um lejkið með 'heirrAsrþllingfum í sönglist, t. d. Nikisch, Busoni, Men- gelberg, Löwe, Dohnanyi, Fried, Ab- endroth, Stockowskie, Snéevoigt, j Nielsen o. fl. Hvenær haldið þér fyrsta hljóm- leik hér? Miðvikudaginn 6. okt. í Nýja Bíó, og þá veröa viðfangsefnin eftir Mendelssohn, Bach, Schumann, Beet- hoven o. s. frv., og á öörum hljóm- leiknum Djöflatrillu sónatan eftir Tartini, — en tildrög hennar voru þau, aö| Tartini dreymdi aö hann berðist viö djöfsa, en djöfsi veröist með því að hafa yfir “trillur” þær, sem síðan er aö heyra í sónötunni. — Eg ætla mér líka aö leika nokkur ungversk lög, sem aldrei hafa heyrst hér áður. Hafið þér lengi haft í hyggju aö koma hingað? Nei! Fyrir tveim árum var eg aö hugsa um aö fara til Austur-Indlands og ferðast um nýlendur Hollendinga, en óttaðist gulu sýkina (yellow fev- er),*) svo að ekkert varð af þeirri ferð, en þá heföi mér sízt til hugar komið, að þaö ætti fyrir mér að liggja að koma til íslands eftir tvö ár. En nú þykir mér gam- an að vera kominn hingað, því eg er ekki hræddur við ísa-fár (ice-fever) og vona að una mér vel. — íslend- ingar, sem eg hitti á skipinu, tóku mér méð þeirri alúð og kurteisi, sem , eg hefi átt að venjast í Danmörku, og eg finn, að eg muni kunna vel við alla íslendinga. (Vísir.) 1 *) Mun eiga atS vera Malaria-hita- til Austur-Indía og: er ekki til þar. sótt. Guta sóttin hefir aldrei komiC | (Ritstj. Hkr.) -X- BORGIÐ HEIMSKRINGLU. ENNÞÁ eru margir, sem ekki hafa sent oss borgun fyrir Heimskringlu fyrir síðastliðið ár. ÞÁ vildum vér biðja að draga það ekki lengur, held- ur senda borgunina strax í dag. ÞEIR, sem skulda oss fyrir marga árganga eru sér- staklega beðnir að grynna nú á skuldum sínum sem fyrst. Sendið nokkra dollara í dag. Miðinn á blaði yðar sýnir, frá hvaða mánuði og ári þér skuldið. THE VIKING PRESS, Ltd., Winnipeg, Man. Kæru herrar:— Hér með fylgja .......... Dollarar, sem borgun á áskriftargjaldi mínu við Heimskringlu. Nafn .............................. Áritun ............................. .............................. BORGIÐ HEIMSKRINGLU. LESID HEISM- KRINGLU. KAUPID HEIMSKRINLU. Innköllunarmenn | Heimskringlu: BORGID HEIMS- íj j KRINGLU J) Árnes ........... Amaranth .. _ . . . Ashem............ Antler........... Árborg........... Baldur........... Bowsman River . . Bella Bella...... Beckville....... Bifröst......... Brendenbury .. .. Brown............ Churchbridge .. .. Cypress River .. Ebor Station .. .. Elfros........... Framnes......... Foam Lake .. .. Gimli............ Glenboro ........ Geysir........... Hayland........... Hecla............ Hnausa............ Howardville . . .. Húsavík......... Hove............ Icelandic River .. Innisfail....... Kandahar ........ Kristnes........ Keewatin......... Leslie........... Langruth......... Lonley Lake .. .. Lundar .......... Mary Hill........ Mozart........... Markerville .. .. Nes.............. Oak Point........ Oak View......... Otto............ Ocean Falls, B. C. Poplar Park .. .. Piney........... Red Deer......... Reykjavík .. .. , Swan River .. .. , Stony Hill....... Selkirk........... Siglunes......... Steep Rock .. .. Tantallon......... Thornhill........ Víðir............ Vancouver ....... Vogar ........... Winnipegosis .. .. Winnipeg Beach .. Wynyard.......... Narrows........... í CANADA: ................. F. Finnbogason .................. Björn Þórðarson ................Sigurður Sigfússon ....................Magnús Tait .................G. O. Einarsson ................Sigtr. Sigvaldason ....................Halld. Egilsson ....................J. F. Leifsson ...................Björn Þórðarson ................Eiríkur Jóhannsson ................Hjálmar ó. Lofsson .............Thorsteinn J. Gíslason ...............Magnús Hinriksson ....................Páll Anderson .................... Ásm. Johnson ..............J. H. Goodmundsson ..................Guðm. Magnússon ...................John Janusson ......................B. B. ólson ......................G. J. Oleson ...................Tím. Böðvarsson ...................Sig. B. Helgason ................ Jóhann K. Johnson • • ..............F. Finnbogason ....................S. Thorvaldson ....................John Kernested ...................Andrés Skagfeld .................Sv. Thorvaldsson ................Jónas J. Húnfjörð ....................F. Kristjánsson • \ • • • • ..........J. Janusson .................Sam Magnússon ..................Th. Guðmundsson ...............ólafur Thorleifsson ................ Nikulás Snædal ......................Dan. Lindal .............Eiríkur Guðmundsson ................. Jónas Stephensen .................Jónas J. Húnfjörð ....................Páll E. Isfeld .................Andrés Skagfeld ............... Sigurður Sigfússon ...................Philip Johnson ...................J. F. Leifsson ....................Sig. Sigurðsson ....................S. S. Anderson ..................Jónas J. Húnfjörð ..................Nikuláls Snædal ...................Halldór Egilsson ....................Philip Johnson ................B. Thorsteinsson ..................Guðm. Jónsson ..................Nikulás Snædal .................Guðm. ólafsson ...............Thorst. J. Gíslason ...................Jón Sigurðsson ........Mrs. Valgerður Jósephson .....................Guðm. Jónssoh .................August Johnson .................John Kernested .................F. Kristjánsson ................Sigurður Sigfússon I BANDARÍKJUNUM: Akra, Cavalier og Hensel Blaine.................. Bantry................. Edinburg................ Garðar.................. Grafton......... .. .. Hallson .. ........... Ivanhoe ................ Los Angeles............. Milton................. Mountain............... Minneota................ Minneapolis............ Pembina................. Point Roberts........... Spanish Fork............ Seattle................. Svold.................. Upham................... . • .. Guðm. Einarsson • • • • St. O. Eiríksson •• •• Sigurður Jónsson .. Hannes Bjömsson .. .. S. M. Breiðfjörð . .. Mrs. E. Eastman . .. Jón K. Einarsson ......G. A. Dalmaún .. G. J. Goodmundsson ......F. G. Vatnsdal .. Hannes Björnsson .. .. G. A. Dalmann ........H. Lárusson . . Þorbjöm Bjarnarson .. Sigurður Thordarson .. Guðm. Þorsteinsson Mrs. Jakobím. Johnson .. .. Björn Sveinsson . .. Sigurður Jónsson The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba. P. O. BOX 3105 853 SARGENT AVE.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.