Heimskringla


Heimskringla - 30.12.1925, Qupperneq 2

Heimskringla - 30.12.1925, Qupperneq 2
2. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. DES. 1925. Þuríður Jónsdóttir Stefánsson Fædd 10. júlí 1863. Dáin 28. maí 1925. Hún sagði’ ekki margt er ég sá hana fyrst, — en seint mun eg stund þeirri gleyma — ’Hún hafði, sem aðrir, í erlendri vist með íslenzku þolgæði langdvölum gist; en sálin og hjartað var heima, og hugljúft var þangað að dreyma. Eg kannaðist við þessa sólbjörtu sál, — því systkinin þekti eg heima — frá augunum leiftgaði lifandi mál eh lýsingar teygaði’ hún handan um ál, Þeim erfitt er ættjörgji að gleyma, sem andlegu myndirnar geyma. Hvað vaxandi Ijóstrúin létti ’henni braut, því lýsir ei tunga né penni; eg sá hana’ í gleði, eg þekti ’ hana í þraut, með þolgæðin söm, hvað sem féll henni 'í skaut, og hugvarmi streymdi frá henni, en heiðbjarn^i ljómaði um enni. Og dóttirin litla — hún lítil var þá — hún lék sér við markaða kosti; það engum var gefið að geta eða spá um götuna sem fyrir mæðgunum lá; en síðar í sólskini og frosti til sigurs hver annari brosti. 1 sorgum og gleði af mæðgunum mynd eg málaði skýrt — ef eg kynni — o.g birti sem varnir mót böli og synd og benti þar öllum á himneska lind, sem líknandi’ og læknandi rynnj og lifandi kraftaverk ynni. Hún sagði ekki margt er eg sá ’hana hinst; — en seint mun eg stund þeirri gleyma — hún kvaddi mig róleg, mér fanst og mér finst að fylkingin hefði svo grátlega þynst, því fár er sá hér eða heima sem heiðskírra þorir að dreyma. Sig. Júl. Jóhannesson. Það hefir dregist lengur en skyldi að minnast þessarar merku konu; skal það nú gert með ör- fáum orðum. Hún var fædd á Gautlöndum 10. júlí árið 1863. Faðir hennar var Jón Sigurðsson, sem öllum íslend- ingum er kunnur, en móðir Solveig Jónsdóttir prests Þorsteinsssonar, sem einnig var þjóðkunnur maður. Þuríður sál. ólst upp hjá foreldr- um sínum, en dvaldi síðan hjá Kristj- áni bróður sínum. Þá var hún einnig um stund í Kaupmannahöfn og naut góðrar mentunar bæði þar og heima. . Systkini hennar, þau sem eg man ertir, voru þessi: Kristján dóms- málastjóri í Reykjavík, og fyrver- andi forsætisráðherra íslands, einn hinna mætustu manna sem embætti hafa skipað á ættjörðu vorri; Stein- grímur bæjarfógeti og sýslumað- ur; Pétur alþingismaður; Sigurður verzlunarmaður á Seyðisfirði; Jón bóndi á Héðinshöfða; Þorlákur (druknaði á aðfangadag jóla árið 1897) ; Kristjana, sem var gift Helga Sveinssyni bankastjóra; Rebekka gift séra Guðmundi frá Gufudal og Sigríður gift Sigtrygg O. Bjerring í Winnipeg. Árið 1895 giftist Þuríður Helga Stefánssyni, bróður Jóns skálds Stefánssonar (Þorgils gjallanda). Bjuggu þau fyrst nálægt Mbuntain í Norður Dakota, en árið 1905 fluttu þau til Wynyard í Saskatchewan og námu þar land. Þau hjón eignuðust eina dóttur barna er Sigurbjörg heitir og er kennari við miðskóla á Gimli. Mann sinn misti Þuríður árið 1916; var þá dóttir hennar á menta- vegi og hélt p-fram þangað til hún útskrifaðist sem B.A. og var jafnan meðal hinna allra fremstu við nám-, ið. Hefir hún síðan stundað k^nslu við jniðskóla Manitoba fylkis. Illa færi á því að rita langt mál og tilgerðarlegt eftir þessa konu. Hún var sjálf blátt áfram og yfirlætis- laus. Þó væri rangt að ljúka línum þessum án þess að minnast á eitt atriði; það er hið einkennilega nána samband og hin dæmafáe) samúð sem ríkti milli hinnar dánu og dótt- ur hennar. Sérstaklega ber að minnast á þetta fyrir þá sök, að núverandi tíð- arandi virðist víða stefna að því að skapa allmikið djúp milli æsku og elli-----milli barna og foreldra. Þuríður lagði fram alla sína krafta til þess að dóttir hennar gáeti notið'sín á vegum mentunarinnar, og vildi alt á sig leggja hennar vegna. Nú eru minningarnar um fórnfýsi hennar dýrasta eign dóttur hennar, og ljúft er henni að minnast hverrar samverustundar. Þuríður var einstaklega tíguleg og vel gefin kona, eins og hún átti kyn til. Allar lífsskoðanir hennar voru bjartar, hlýjar og sterkar — hún var sannur íslendingur. Sig. Júl. Jóhannesson. Trúarjátoingar nokk urra rithöfunda. Af ölluni deiluni eru trúmáladeil- urnar líklega gagnslausastar. Þess munu varla finnast dæmi, aS nokkur maöur hafi breytt trúarskoöunum sínum hið allra minsta vegna þe^s að á hann hafi verið ráðist með skömmum; og venjulega útkoman, þegar illyrða-moldviðrinu i trúmála- deilunum lýkur, er sú,v að hver situr sem fastast við sinn keip. Þó er eins og mörgum gangi illa að skilja þetta, og geta þeir naumast á trúmál minst án þess að verða reiðir við einhverja, sem Hafa aðrar skoðanir en þeir sjálfir. Þrátt fyrir trúfrelsi og umburðarlyndi í orði kveðnu, er mjög mikið til af illvilja, öfund og hatri manna á milli út af trúmála- ágreiningi. Þetta verður blátt áfram hlægilegt, þegar vissir flokkar fara að skoða sig sem útvalinn lýð og þykjast upp yfir aðra hafnir, en fátt er auðveldara bæði fyrir einstaklinga og flokka en það, að telja sér trú um, að þeir séu ekki eins og aðrir nienn. Nú er þó hvergi meiri þörf á still- ingu og rólegri yfirvegun heldur en einmitt í trúmálunum, því í fáum málum er skoðanamunurinn og óviss- an meiri en i þeim. Að visu er það satt, að til ertt margir, fem kannast ekki við, að þar sé um neina óvisstt að ræða — þeir halda að sannleik- urinn sé allur fundinn og að við hann verði engtt bætt; en þeim <iér þé stöðugt fjölgandi, sem kannast við, að flestar a.rfteknar trúarhug'- myndir þttrfi að minsta kosti nýrra útskýringa og að margar þeirra séu úreltar. Mjög fá^r tilnaunir hafa verið gerðar meðal okkar Vesfur-Islendinga ti' þess að ræða trúmál frá ólíkttm, hliðum með gætni og sanngirni; og þær, sem hafa verið gerðar, hafa ekki hepnast vel. Vitanlega er margt sagt um þau mál af mörgum, sem er sann- gjarnt og af gætni talað; en þegar ntenn með ólíkum skoðunum fara að ræða saman um trúmál, verður venju lega úr því orðasenna., sem óskýrir umræðuefnið og miðar að engu öðru en þvi, að gera mönnum gramt í geði. Meðfram stafar þetta af því, hversu fevkilega trúmálin eða kirkju- flokka, sem til eru á Islandi, 6g héldu fram skoðunum sínum ádeilu- laust og án þess að kasta hnútum hver að öðrum. Mörg betri blöð og timarit hafa stofnað til umræða um trúmál með góðum árangri. Eitt merkasta. tímaritið, sem gefið er út mannanna' á Englandi, The Hibþert Journal, var stofnað í þeim tilgangi að flytja á- deilulausar trúmálaritgérðir, og hetfir venjulega settar fram í stuttu máli; en þær eru merkilegar að því leyti, að þær sýna, hvað þessir nienn hugsa., og það er ávalt eftirtektar- vert, hvað menn, sem skara fram, úr |: á einhverjum sviðum, hugsa um trú- málin. j Blað eitt í Lundúnum á Englandi, | Thc Daily Exþress, gerði merkilega I tilraun í þessa átt nýlega. Blaðið sendi fyrirspurnir til nokkurra vel- | þektra rithöfunda á EngLandi viðvikj- andi trú þeirra sjálfra — voru þeir, beðnir að gera einhverskonar grein 11 fyrir trúarskoðunum sinum. Höfund- [ arnir, sem fyrirspurnirnar voru send- rar til, voru þessir: Arnold Bennett, ||Hugh Walpole, Rebecca West, Sir Arthur Conan Doyle, E. Phillipps Oppenheim, Conipton MacKenzie, J. |1 D. Beresford, H. de Vere Stack- -poole, Israel Zangwill og Henry I Arthur James. Allir þessir rithöfund- ar eru skáldsagnahöfundar ^og hafa náð frægð fyrir sögur sínar; sumir eru enda heimsfrægir, og kannast vist flestir við nöfn þeirra. I , p. . f , Eins og nærri ma geta, voru svor- in, sem rithöfundapiir sendu, allólík, en samt má finna þó nokkra líkingu með sumum þeirra. Hér skulu í fám orðum birt helztu atriðin úr svör- unum. Arnold Bennett, sem óneitanlega mun vera einn af gáfuðstu núlifandi rithöfundum á Englandi, segir: “Af öllum Austurlanda trúarjátningum, sem eg þekki til, er kristna tráa.r- játningin óaðg'éngilegust, að trúar- játningu Múhameðstrúarnianna fVá- skilinni. (Það má ekki gleymast, að kristna trúarjátningin er austur- lenzk. Hver einasta austurlenzk trú- arjátning í Norðurálfunni hefir dáið út.) En að hinu leytinu hafa sið | ferðískenningar Krists mjög sterkt i hald á mér; og eg.myndi ekki vilja ! neita því, að Kristur hafi, á sviði j siðferðilegra kenninga, verið mesti j maður, sem nokkurn tírrta hefir uppi ! verið.” Bennett segir ennfremur, að í öll- um trúarbrögðum sé gert ráð fyrir, að til sé líf eftir dauðann, og að breytni manna i þessu lífi hafi áhrif á .ástandið hinumegin grafar, til ilís eða góðs. En engin ódauðleikakenn- ing, segir hann að hafi nokkurntíma haft nógu mikil áhrif á .sig, til þess að hann sannfærðist urrí sannleiks- gildi hennar. Hugh Walpole, sem átti að verða prestur, segir, að “andlegt lif” (spiri- tual life) sé svo óákveðið orðatiltæki, að hann vilji helzt ekki nota það. Hann segir, að sig hafi raunar grun- að, að um eitthvað langtum þýðingar- meira en “líkamlegt líf” væri að ræða i æfiferli hvers einstaks manns; én ekki segist hann geta sagt neitt um það með vissu. Hann segist ha.fa þek.t marga, sem séu hárvissir um ódauðleika sálarinnar, og lika marga, sem telji það fjarstæðu að ætla, að nokkurt líf sé til nema hið líkamlega. “Þegar heimsófriðurinn hafðl 'staðið tvö ár,” segir hann, “fékk eg með- vitund um að einhverskonar annað !if en hið líkamlega væri til.” Og þessi meðvitund, segir hann, að hafi komið yfir sig ósjálfrátt; og,án þess að hann hafi æskt þess eða gert nokk uð til þess að eignast hana. Ungfrú West heldur því frani, að kristindóminn beri ekki að skoða. sem fúllkomna opinberún, heldur sem eina hlið á opinberun. Hún segir að krist irdómurinn hafi i bvrjun tekið á sig myndir, sem hafi átt við þarfir^tim- ans þá, en eigi ekki við nú á timum. Og jafnvel þó að kriStindómurinn væri losaður við allar kenningar, sem áður hafa átt við, en eiga ekki við nú, er engin ástæða til að ætla, að hann sé síðasta opinberun guðs til urálin eru samgróin flestum okkar fé-1 engin sérstök skoðun forgengi í því. lagsfyrirtækjum, og hversu jafnvel daglegt líf er gegnsýrt af þeim. Til þess eru ástæður, sem hér er ekkí rúm til þess að ræða um; því ef það aétti að gera, yrði að rita þátt úr sögu islenzka þjóðarbrotsins hér vestan hafs. Annarsstaðar, t. d. heima á Is- landi. hafa trúmálaumræður orðið gagnlegri, og má þar til nefna umræð ur þær, sem fóru fram í Reykjavík nú fyrir fáum árum, að tilhlutun stúdentafélagsins, og gefnar voru út í riti, sem nefnist “Trúmálavikan”. Mættu þar talsmenn flestra triímála- /' Timarit þetta hefir komið út um niörg ár og hefir flutt fjölda ágætra ritgerða, Eru þær venjulega gagn- ólíkar ritgerðum þeim, sem birtast i málgögnum ýmsra kirkjuflokka, og sem eru oftast annaðhvort gegndar- laust hól um flokkinn eða ádeilur á skoðanir einhverra andstæðinga. Þá er það og ekki óvanalegt, að blöð, sem venjulega fjalla ekki um trúmál, leiti álita ýmsra merkra manna um' trúmál yfirleitt eða einhverjar hliðar þeirra. Þesskonar álit eru að sjálf- sögðu aðeins skoðanir þessara manna, Sir Arthur Conan Doyle, sem er nafnl^endúr spiritisti, var áður ka- þólskur. Aðalatriði trúarbragða hans er vissan, sem hann segist hafa feng- ið uni líf eftir dauðann, og er hún svo vel kunn, að óþarfi er að fara fleiri orðum um hana. Phillipps Oppenheim segist hafa trú fjöldans — lotningarfulla óvissu viðvikjandi hinni óráðnu gátu lifs og dauða, en löngun til þess að lifa daglegu lifi tneð þeirri trú, að í öðr- um mönnuin felist neisti guðdómsins, sem sé svo erfitt að finna anna.rs- staðar. MacKenzie, sem er kaþólskur, seg- ir, að hefði hann ekki verið það fyr- ir heimsófriðinn, þá hefði hann orð- 0&Z' í_____. . ið það eftir hann; því að kirkjan*) ein hafi varðveitt réttsýni í því jarð- neska æði. Beresford leggur áherzlu á sjálfs- afneitun sem mjög mikilsvert atriði í öllum trúarbrögðum, og í hans aug11- um ér sjálísafneitun aðalatriði trú- arinnar. H. de Vere Stackpoole segir, að kirkjan hafi rriist hald á fólki með- fram vegna þess, að ógnir vitis séu ekki prédikaðar nú sem fyr. En þó að margir séu lausir við hræðslu- trúna, hafi pý trú komið í hennar stað, sem kenni okkur að guð sé til. Samt getum við ekki gert okkur grein fyrir guði. Hugmyndir manna um guð sem persónulega veru — einskonar æðstaprest, útbúinn með • eiginleikum dómara, skólakennara og kærleiksríks föður — segir hann að sé orsök þess, að margir hafi hætt við trú feðra sinna og hallast að skynsamlegri skoðunum. Hin bezta guðsdýrkun er falin i þvi, að stunda hið góða og forðast hið illa eftir mætti. Israel Zangwill segir að lífið sé bæði raunalegur og broslegur leynd- ardómur; annað líf sé óhugsandi, en ekki þar fyrir ómögulegt. Henry Arthur James tekur sér : munri orð úr kvæði eftir Mathew Arnold, sem eru á þessa leið: “Ött- ast ekki. Lifið er nægt starfssvið fyrir mannlega krafta. En sökum þess að hið illa er alstaðar, ger þér eigi of háar vonir; þótt þú rriegir, ei láta þig dreyma, þarftu ekki að ör- vænta.” Það sem maður fyrst rekur augun i, við að lesa svör þessara. tíu rithöf- unda, er, að enginn þeirra, að einum undanteknum, MacKenzie, virðist fylgja gömlu rétttrúnaðarstefnunni: hann segist fylgja kaþólsku kirkj— unpi. Hinir allir eru, að meira eða minna léyti, fallnir frá rétttrúnaðin- um, eftir því sem séð verður á svör- um þeirra. Þeir minnast ekki með einu orði á höfuðatriðin í kenningum kristnu kirkjunnar, svo sem frið- ■þægingu, guðdóm Krists, réttlætingu af trú, náða.rmeðul eða neitt þess- konar. I fæstum orðum sagt, er þetta þrent áð finna í svörum þeirra: guðstrú, yfirburði siðferðiskenninga Jesú, og að annað líf eítir þetta sé að líkindum til. Það hefir verið fundið að svörum þessum, a.ð þau séu óljós. G. K. Ches- terton, sem sjálfur er nafnkendur rithöfundur, segir, að þau séu óá- kveðin og að vafasamt sé, hvort að þessir gáfuðu samtiðarmenn sínir viti sjálfir, hverju þeir trúa. Finst honum undarlegt, að menn, sem geti með mestu nákvæmni lýst sálarlífi persónanna i skáldsögum sínum, skuli elcki geta lýst því, sem i þéirra eigin hugum búi. Þá hafa ýmá( kirkjublöð á Englandi ráðist á höfundana fyrir vantrú þeirra, og leijað álits annara manna, sem eru vej þektir á öðrum sviðum, og birt þau, að því er virð- ist, til þess að rýra gildi ummæla rithöfundanna. Þannig hefir t. d. for stöðnnaður stórrar klæðaverzlunar látið þá skoðun í Ijós, að velferð manna sé í veði, nema að öllu, sem stendur í biblíunni, sé trúað; og fleiri stóriðnaðarhöldar hafa látið ií ljós skoðanir i trúmálum, sem eru af sama tæi og skoðanir Bryans sál. og annara fundamentalista. Sú spurning kemur auðvitað upp við ihugun þessara svara, hvort skáld sagnahöfundar hafi nokkurt meira vit á trúmálum en aðrir menn. En áður en leitast er við að svara henni, verður að gera grein fyrir, í hverju það sé fólgið að hafa sérstakt vit á trúmáíum. Trúarbrögðiin, hverju nafni sem þau nefnast, mynda einn þáttinn í andlegu lífi mannkynsins. Þau m:í rannsaka og bera saman rétt eins ög hvað annað, sem menn hafa hugsað og hafst að. Rannsókn á þeim er söguleg og vísindaleg, og að sjálf- sögðu geta ekki nema fáir gefið sig við henni. Frá sjónarmiði visinda- legra rannsókna eru trúarbrögð Hbt- tentottanna í Afríku eins merkileg og trúarbrögð Parsanna á Indlandi, og er þó feykilegur munur á þeim. Visindaleg rannsókn á trúarbrögðum, sem öðru, fæst aðeins með því að aðgreina staðreyndir og verðmæti. Andleg og siðferðileg verðmæti trú- arbragða eru afar mismunandi, en þegar um vísindalega rannsókn er að *) Á það ekki að vera kaþólska kirkjan'? — Ritstj.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.