Heimskringla - 06.01.1926, Síða 2
2. BLAÐSÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 6. JAN0AR 1926.
Brot úr ferðasögu. ,
um Svíþjóðu. *
---- , j •-
Nú skulum viö ha!da áfram. ViS
ver'ðum aS fara hratt yfir, og meguln
varla líta til hægri né vinstri. ÞaS
er mest freistingin, þegar ferSast er
í huganum, aö segja frá svo mörgu,
aS maSur verSur lengur á leiSinni en
jafnvel þó fariö sé fótgangandi.
Nú höldum viS upp aS Siljan, Silg-
issjó, stærsta. vatni Dalanna. Kring-
um Siljan eru fegurstu bygöirnar.
Þar slær hjarta Dalanna. ViS kom-
um i Leksand, þorp viS suSurenda
vatnsins, á sunnudegi um hámessuna.
ViS setjumst útifyrir kirkjudyrunum
og hlustum á siðasta sálminn. Kirkju
turninn er rússneskur eins og næpa í
laginu. Sitt hvorum megin viö veg-
inn frá þorpinu til kirkjunnar standa
stór birkitré og krónurnar taka sam-
an í toppinn. ÞaS er eins og háreist
hvelfing í gotneskri kirkju. Nú
kemur kirkjufólkið út. ÞaS gengur
hægt og heldur höndunum krosslögö-
um á sálmabókinni. ÞaS er svo að
kalla hver maöur í þjóöbúningi. —
RauSröndóttar svuntur á svörtum
pilsum, rauðir upphlutar yfir hvítum
upphlutsskyrtum, rósóttir höfuðklút-
ar og hvítir hálsklútar — þannig eru
Leksands stúlkuraar búnar. Konurn-
ar hafa hvita. skuplu, en sorgarbún-
ingurinn er gul svunta. — Karlmenn
eru í dökkbláum síöfrakka, rauö-
brydduðum, á gulum stuttbuxum og
sokkabandaskúfarnir slást viS kálf-
ana. Börnin eru eins og blóm vall-
arins, þar sem þau trítla viS hliS
móSur sinnar.
ViS leggjum þvínæst af staS til
Rettvik, sem liggur við austurhorn
vatnsins. Bæirnir standa ekki sér,
eins og á Islandi, heldur í þorpum.
Hér myndu þorpin vera kölluS kaup-
tún. Akrar og skógar liggja um-
hverfis þorpin, og er skift á milli
bændanna, þó þannig að einn bóndi
á kanske tuttugu jarðarskika dreiföa
um landareignina. JarSirnar hafa
skipst þannig upp fyrir erfSir og
mægðir. ÞaS er svo þéttbýlt, aS
bygBin er sumstaSar nær samvaxin
meðfram þjóSveginum. I Rettvik
blasir við yndislegt útsýni. Nátturan
er mettuS af hinum sterkustu litum.
Siijan er framundan spegilslétt og
giampandi í kvöldsólinni. Fjöllin
blasa við fyrir handan vatniS, iág
og bungumynduð og skógi vaxin upp
á topp. Strendurnar e^u báSum meg-
in þaktar dökkgrænum skógum, en
gulir akrar og rauð þorp skera sig
úr. Yfir hvelfist svo himininn ljós-
blár meö léttum hvitum skýjum. —
Þetta er yndisleg;t píngjarnlegt út-
sýni, en vantar öráífetign íslenzkrar
náttúru.
Næst er feröihni heitiö til Sollerön,
stórrar eyjar úti í miðju Siljan. I
ferðamannahandbók stendur, að Soll-
erönbændurnir séu á eftir timanum í
búskap sínum. ÞaS má vel vera. Hér
rekst eg á gamla. bæi, gamla siöL
gamla vellíSan og gamla mál'lýzku:
fjósið heitir: fjús, og kýrnar: kyr.
— Helmingur eyjarskeggja liggur nú
í seljum yfir sumarið við heyskap og
fjárgeymslu. Menn búa smátt. Skóg-
ana eru hlutafélögin búin lað sölsa
undan þeim. Fyrir 50 árum seldi
ríkasti bóndinn skógana undan jörð
sinni fyrir 2000 kr., sem rétt hrukku
til aS hann kæmist meS fjölskyldu
sina til Ameriku. Nú er sami skógur
virtur á 2 miljónir króna.
En hér tefjum við ekki timans
vegna og höldum norður til Móra,
sem er höfuSsveit Dalanna aB fornu
og nýju. Þegar þurfti úr vöndu að
ráða í gamia daga, var sagt í hinum
sóknunum: við skulum biSa og heyra
hvað Mórakarlarnir segja. Mórakarl-
arnir voru þektir fyrir gætni og festu.
Þeir voru og kunnir fyrir að vera
mestu iönaðarmenn í Dölunum. Þ.ar
blómgaðist vefnaður, trésmíði, járn-
'smíöi og úrsmiöi. Móramennirnir
geröu stóru stofuúrin handa öllu
landinu. ÞaS hefir jafnan tiðkast
í Ðöluhum, að fólkið hefir fariS um
landið, þegar lítið hefir yeriö um
atvinnu heimafýrir,* óg jafnvei til
annara landa til að afla sér fjár, en
jafnan hafa þeir komið heim aftur til
Dalanna með sparifé sitt.
Mestur þessara útflytjenda er mál-
arinn Zorn. Hann er óskilgetinn
Mórastrákur, og hét Andrés írá
Grudd. ÞaS kom fljótt i ljós að
Grudd-Andrés var öðrum Mórakörl-
um lægnari aö skera út í tré og
teikna. Hann komst til Stokkhólms,
þaðan til Parísar og London, og á
fáum árum var Zorn oröinn hejms-
frægur fyrir málverk sín, einkum
mannamyndir. Hann tók sér fyrir
hendur aS mála ‘tniljónaeigendur og
aöalsmenn í Evrópu og Ameriku,
hversu ljótir sem þeir voru, ef hann
fékk fé fyrir það. Hann varö brátt
vellauðugur og fór þa eins að ráöi
'sínu eins og aðrir Mórakaríar fór
-heim og settist aS í fæ&ngarhéraSi
sínu. I Móra geröi Zorn sér bæ í
fornnorrænum stíl. ÞangaS safnaöi
hann að sér öllu því er sveitin átti
fegurst. Honum leið bezt í gamla
þjóðbúningnum og reri öllum árum
að því aS Móra-iönaöur legSist ekki
niður. Hann hvatti kvenfólkiS til aö
vefa eftir gömlum fyrirmyndum og
bændurnar til að taka fiSluna ofan
af hillunni. Þarna. bjó Zorn svo í
Móra eins og konungur og máiaði
helzt ekki annaö en landslag og menn-
ingu Dalanna. MeS þvi keypti hann
sér margfalda syndakvittun fyrir þau
ár, sem hann þjónaði auöskrilnum í
Ameríku*).
Eitt af þvi, sem vekur athygíi í
Móra, er stytta sem Zorn hefir gert
af Gústav Vasa, og reist á þeim staS,
sem Gústav hélt töluna forðum fyrir
Mórakörlunum. Gústav er í Dala
búningi, síðfrakkinn er hneptur upp
i háls. Hann heldur á húfu og vetl-
ingum í annari hendinni, en grípur út
í loftiö meS hinni, eins og eftir hálm-
strái. Lokkarnir, kliptir á Dalakarla-
visu, flögra fyrir vindinum. Hann
talar til Mórakarlanna, hann hefir
sært þá til aö fylgja sér, hann hefir
grátbeðið þá, en á því augabragöi,
sem myndin er af, verður honum
það ljóst, að Kann talar fyrir dauf-
um eyrum. 4t
Þetta er ekki í fyrsta skifti, sem
viö mætum minnng Gústavs Vasa í
Dölunum; alt frá því niöur viö Dal-
elfuna hafa minningarnar um hann
elt okkur á röndum: þarna. þreskti
hann kornið, þarna var honum gefiö
utanundir, þarna var hann svikinn,
þarna ók hann á ísnum yfir vatnið.
— MaSur er oröinn hundleiður á
þessum eilífa Gústav Vasa! Það
vaknar hjá manni grunur um að
Dalakarlarnir noti G. V. tif aö beina
athygli feröamannanna frá sér; noti
hann sem þrumuleiöara gegn ferða-
mannastraumnum. En svo er ekki.
Dalamennirnir hafa. reist minnismerk-
iy fyrír sjálfa sig, stoltir af hlutdeild
'sinni í frelsisstriöi þjóSarinnar. Hér
hefir helgisaga Svíþjóðar gerst.
StaSurinn, sem þú stendur á, er hei-
lög jörö.
Þegar Kristján 2. Danakonungur
lét hálshöggva 80 höfðingja. á ein-
um degi í Stokkhólmi, komst ungur
aSalsmaöur undan. Hann fór huldu
höfði upþ til Dalanna og eggjaSi
Dalakarlana-. til uppreisnar. SíSast
talaSi hann hér á þessum hól, sem
styttan stendur á í Móra. En Móra-
karlarnir vildu ekki fylgja honum,
hann ga.f upp alla von og lagði aí
■stað til Noregs. Tveimur dögum sið
ar sendu Móramenn sína beztu skiöa-
menn á eftir honum, hann gerÖist
foringi þeirra og eftir eitt ár hélt
hann innreiS sina í Stokkhólm. Þá
kom til valda Vasaættin, sem veriö
hefir mikilhæfust konungsætt á Nor$
urlöndum. I 300 ár situr ættin. a.S
völdum, og «iga hennar líkist mest
helgisögu eSa hetjukvæöi. Gústav
Vasa, Eiríkur 14., Karl 9., Gústav
Adolf, Kristin, Karl 10., Karl 11.
og Karl 12. ÞaS skiftast á harðlynd-
ir konungar og geSveikir, fastlyndir
og dutlungafullir, bliölyndir og þrá-
ir, sigurvegarar og sigraSir sigur -
vegarar, — en ættin hafði þaö sam-
*) Hér kennir misskilnings nokkurs
•hjá heiðruðum höfundi. Zorn seldi
aldrei sál sír.a eða þjónaði auSskríl.
En það er saítpað stöku sinnum mál-
aði hann fólk, sem ekkert var viS
annað en að það vildi borga 35,000
—50,000 dali fyrir aö hafa nafn hans
í horninu. En hann geröi þag þá
stundum á þann hátt, að þeir, sem
glöggskyggnir voru, gátu le'siö ann-
að en eintómt hrós út úr andlitsdrátt-
unum, þótt meistaralega væru líkir
fyrirmyndinni. En Zorn var fjöl-
þreifur: guödómlegur málari; enn
þ:uSdómlegri kopjirstungumaöur —
etcher — og meistaralegur mynd-
höggvari. Ha.nn .sá alstaðar yrkis-
efni, ekki síður meðal auðmanna, svo
feguröar- og nautnadrukkin sem sál
hans var. — Ritstj. Hkr.)
eiginlegt, aS hún var ógæfusöm. —
Hetjusögur enda jafnan illa. Þeir
sem ekki féllu fyrir byssukúlu eða
hnifsstungu, létu líf sitt í faiigelsi
eSa drógust upp af þunglyndi dutl-
ungaíullra gáfna. ÞaS er hiS mikla
stolt Mórakarlanna og Dalabænda
yfirleitf aö hafa stutt Vasaættina tii
valda.
* * *
AS lokum skulum viö taka stórt
stökk yfir skógana á landamærum
Dalanna og Vermalands. Þar kom-
um við á bæ sem heitir Lisskogsás-
inn. Okkur er tekið meö sömu gest-
risni og á afskektustu sveitabæjum
hér á landi. Okkur er boöið til
stofu. Yfir stofudyrunum hangir
engilmynd og kringum hana saumuð
þessi orð: “Eg og mitt hús viljum
þjóna drotni.’ ViS þvoum okkur um
hendurnar. I handklæðiS er saumað
“ÞvoSu þig hreinann í blóði lambs-
ins. “Lífsins orö’ hanga um alla
veggi. Eg flefti í sálmabók, sem
liggur á borSinu. Þar er “Du gamla,
du friá” snúið upp í andlegt ljóð:
“Sál mín er full af heimþrá til himna
AS vísu hefi eg hjálp Immanuels
mins í baráttunni viö heiminn, en á
himnum verö eg krýndur meS eilíf-
um friöi. SíSan Jesús fann hjarta
mitt, er eg gestur á jörðunni, hvenær
fá augu mín að lita Jerúsalem?”
ÞaS er auðséS á 911u, að húsbænd-
urnir telja sig til einhvers sértrúar-
flokks. Svona hljómar ekki raust
hinnar konunglegu, sænsku, hálút-
ersku rikiskirkju. ViS erum komin í
samskonar sókn og þar sem “Jerú-
salem”, saga Selmu Lagerlöf, gerist.
“Hvenær fá augu mín að líta Jerú-
salem?” stóð í sálminum. ÞaS skilst
af þessu, hvernig bók um Dalabænd-
urna hlýtur Jerúsalem-nafnið. ÞaS
er skemra á milli Dalanna og Jerú-
salem en ma.rgur hyggur. Saga
Selmu Lagerlöf er bygð á sönnum
viðburðum. Fyrir rúmum 40 árum
komst trúarvakning í einni Dala-
sókninni á þaS stig, aS margir bænd-
ur sveitarinnar lögðu af stað til
hinnar jarðnesku Jerúsalem, og komu
aldrei heim aftur. Slikt getur kom-
ið fyrir í Dölunum! En í Dölunum
getur vakningarhreyfingu slegið nið-
ur eins og hvirfilbyl og þeytt sum-
um til Jerúsalem og öörum til Ame-
riku. Embættisþjónusta prestanna
er of þur til aS fullnægja íbúum
hinna djúpu skóga. Kirkjan hefir fátt
kent þeim annaö en að trúa á biblí-
una, og svo getur hver trúboði kom-
iö og sannfært þá með þvi að fletta
sérkreddum sínum upp í biblíunni.
Dalakarlarnir hafa sannarlegá lesiö
biblíuna sína. I henni hafa þeir lif-
að og hrærst. I hana hafa þeir sótt
hugmyndir sínar og líkingar. I Döl-
unum hefir biblían ekki veriS bók
bóíkanna, heldur eina bókin. Þeir
áttu engar fornbókmentir eins og við
Islendingar til aS halda við hugmynd
um og sögnum héiöninnar. ÞaS er
enn órannsalcaður þáttur í sögu Is-
lands, hvílík geysileg áhrif Islend-
ingasögurnar hafa haft á hugsunar-
hátt, trú og kristni hér á landi, og
er það þó máske einn sérkennilegasti
þátturinn. ViS Islendingar höfum
jafnan verið og erum enn gerólíkir
frændum okkar. á Noröurlöndum í
trúarlegu tilliti. Biblian hefir aldrei
sigrast hér á landi á Islendingasögun-
um. Þær hafa ekki eignast nema tvo
keppinauta, Vídalínspostillu og
Passíusálma, sem þó hafa gengið í
fóstbræðralag viS þær. OSru máli
er að gegna um Dalina. Þar sat
biblian ein að völdum.
Eg hefi áður drepið á ást Dala-
karlanna á litum. Þeir mála allar.
eigur sínar meS sterkustu litum regn
bogans. Þeir geta ekki séö veggina
feera. Þeir voru»prýddir með rauS-
um, gulum og grænum biblíumynd-
um. ÞaS er engin tilviljun, að efn-
ið er tekig úr biblíunni. Biblían var
þetirra bók,( þeirra Islefidingasögur,
Passíusálmar og Vídalínspostilla. Þeir
litu á biblíuna sem fornbókmentir
sinar, hugsuSu sér biblíusöguna eins
og hún heföi gerst í Dölunum. ÞaS
er sönnu nær að Dalirnir hafi lagt
undir sig biblíuna en að Biblían hafi
lagt undir sig Dalina. A myndun-
um er guö málaSur eins og sænskur
landshöfðingi. Abraham, Isak og
Jakob eru meS skinnsvuntur framan
á sér. María er klædd eins og Lek-
sandsstúlka, en Jósef eins og hrepp-
stjóri. Jesús er í hempu og meö kraga
þegar hann gefur saman brúöhjónin
í Kana.
LærSur Dalakarl, skáldiS Karlfelt*)
hefir gert sér þessi málverk aö yrkis-
efni. Hann skilur þau eins og Dala-
ka.rl og yrkir um þau eins og stór-
skáld. Hann lýsir meSal annars
nokkrum myndum úr aldingárSinum
Eden. Á fyrstu myndinni leika kálf-
arnir sér innan um tígrisdýrin. Svín-
iS rekur nefiS í döggvota, rauða rós
til aS njóta ilmsins. StóSið leikur
sér á sjálfsánum akrinum. A* næstu
mynd gengur Eva. úýsköpuö um ald-
ingaröinn; vorið grær þar sem hún
gengur. Adam stendur heldur búra-
legur álengdar, en kemur þó, þegar
hún veifar til hans meS eplinu.
ÞriSja myndin er eftir syndafalliS.
Eva stendur niöurlút, og fiktar feimn
islega við laufkjólinn sinn. Adam er
afskræmdur í framan af samvizku-
biti og magaverkjum. Höggormur-
inn dinglar rófunni af ánægju uppi
í trénu, en í loftihu kemur fljúgandi
engill á gulum Rettvíkurbuxum og
reiöir heljarmikla öxi til höggs a.f
mikilli reiSi. Á píöustu myndinni
eru þau útrekin úr Paradis. Hengi-
lásinn dinglar fyrir hliSinu. Eva er
dæmd til aö fæða börn sin meö
þjáningum; en Adam til að þrælka
fyrir fjölskyldunni í sveita sins and-
litis.
Annaö kvæöi Karlfelts er um
himnaför Elia. Sankti Elía ekur
skáhalt upp til himnaríkis. Hann er
i skinnkápu með háan jarðarfarar-
hatt, svipu í hendinni og græna regn-
hlíf milli hnjánna, Elía er graf-
alvarlegur á svipinn, því hann er á
IeiS til himnaríkis. Drottinn hefii-
sjálfur kallað hann til sín og sent
sinn eigin vagn og hesta eftr hon-
um. Drottinp hefir haft spurnir af
ágæti Elía og hyggur að hann geti
haft gagn af heilræSum hans á himn-
um. Elía ekur til himins og veifar
með hendinni í áttina til jarðarinnar.
NiSri á jörðinni glampar á vötn inn-
ar. um grænan frumskóginn. Á ein-
um stað skín á hvítan Leksands-
kirkjuturninn. Þar er klukkum hringt
í áka,fa í tilefni af himnaför Elía.
Dalabörnin horfa undrandi á eftir
honum. “ÞaS er naumast að þaS er
asi á honum Elía,” segja þau á milli
sín. En Dalakarlarnir horfa á eft-
if honum meö bænaraugum: “Þegar
þú' ert seztur við borö meistara þíns
á himnum hátt og lítur niöur á sult
okkar og syndir, biddu þá fyrir okk-
ur, og hvislaðu í eyru drottins bæn
um brauö og fyrirgefningu handa
Dölunum!” 6vo gengur sólin til við-
ar bak við Sollerön, er Elia ekur ör-
uggur áfram við bjarmann af stjörn-
unum, sem drottinn hefir stráð með-
fram veginum. Loks nær hann upp
á vetrarbrautina, en hún liggur beint
að hliSum himnaríkis. A síðustu
myndinni kemur drottinn út á for-
stofutröppurnar, býður Elía velkom-
inn í sin hús og sendir englavinnu-
menn sína meö sveitta klárana á beit.
Karlfelt segir frá bibliumýndun-
um eins og hann væri sjálfur Dala-
málari, og það er hann. Hann er
skáld Dalanna. Bændurnir gangj
þögulir eftir plóginum og eiga erfitt
meS að koma orðum að hugsunum
sínum. Karlfelt er bóndi, sem hefir
fengiö máliS, fult vald yfir hinni
miklu list orösins, eins og Zorn með
penslinum. Hann er sjálfur Fridolin,
sá sem hann yrkir mest um, Dalakarl
Dalamenningarinnar. Hann er Frido-
lin, sem danSar í tööugjöldunum,
drukkirfti af heimabrugguðu berja-
vini, saddur a,í ávexti akurs síns.
Hann dansar meS frakkalafið á hand
l^ggg'num, við hverja stúlku á dans-
leiknum, þar til þær, þreyttar og heit-
ar af dansinum, halla höfSinu upp aö
brjósti han’s eins og draumsóleyjar,
sem drjúpa á stilknum. Fridolin er
drukkinn af minningum fortiöarinn-
ar. FaSir hans og afi hafa líka
dansað í tööugjöldunum við leik
fiölunnar, sem er höggin í þeirra eig-
in skcgi. “En nú sofiS þiö, forfeS-
urnir, undir grænni torfu, og allur
máttur er dreginn úr hendinni, sem
stýrSi fiSIuboganum. En líti^ á
Fridolin, hann er skilgetinn sonur
ykkar, þéttur á yelli og rjóöur 1
kinnum. Meðan da.gnr er á lofti,
sveiflar hann orfi sínu á akrinum,
en þegar hlöSurnar eru orSnar fullar
gleðst hann og sveiflar stúlkunum
léttilega, svo þær bera viS koparrautt
sumartungliö.”
KvæSi Karlfelts eru sá skáldskap-
*) Mesta núlifandi ljóðskáld Svía
ásamt Verner von Heidenstam.
Ritstj. Hkr.
ur, sem býr í menning Dalanna. I
kvæöum hans er þytur skógarins,
straumur Dalelfunnar, erfiðið og á-
nægjan, hversdagslífið og töSugjöld-
in, þjóSsiðir, þjjóödansar og þjóötrú.
Ljóð hans eru innblásin af sama
anda og hefir skapaS bændabýlin,
húsgögnin, heimaofnu voöirnar og
allani aöalsbrag Dalanna. ÞaS er ekki
sjálfshól, heldur sönn lýsing, þegar
Fridolin kallar sig smið og málara,
afkomanda Dalakarlanna, er fylgdu
Engilbrekt, Stúrunum og Gústav
Vasa á herferöum þeirra gegh út-
lendri kúgun. Karlfelt hefir tekist að
binda í kvæðum sinum stemning
sveitalífsins, þrá bóndatts og óminn
af sálmasöngnum, sem hljómaS hefir
svo öldum skiftir í hinurn hvitu
ikirkjum hinna grænu furuskóga. —
LjóS hans eru ort á iandamærunum
milli hinnar ungu bókmenningar
borgarlífsins og hinnar æfagömlú al-
þýöumenningar sveitanna, en í þús-
und mílna fjarlægð frá skröltandi
stóriðnaSi þessarar aldar.
A. A.
—Timinn.
-------x-------
Stúdentaskifti.
Á þjóðveldistimunum gömlu þótti
sá naumast maður meS mönnum, er
ekki fór utan á æskuskeiði. Utanför-
in var talin einn öflugasti þátturinn
í þroska mannsins. Endaver útþráin
rík hjá æskumönnum þeirra tíma.
Allir, er föng höfðu á, leituöu sér
fjár og frama erlendis áöur en þeir
festu ráð sitt hér heima. Gefur þar
aö lita marga hugprúSa drengi, full-
huga og skáld, er settu þaS jafnan
hæst, að vinna sér og fósturjörSinni
frægð og sóma. Ahrifin á þjóSlífið
eru auösæ: andríki og fjör. —. En
er landsmenn höfu glataS frelsinu,
lögðust utanfarir mjög niður. Vér
verSum meir og meir einangraSir.
DeyfS og drungi færist yfir þjóSIíf
vort. Eftir þvi sem aldir liða, fjölg-
ar þó þeim mönnum, er utan fara til
náms. En viðhorfið var talsvert
breytt. Vér urðum aS sækja mentun-
ina á einn stað, á sérstaka stofnun
erlendis. Og margir fundu sárt til
þess, aö æSsta mer.tastofnunin skyldi
ekki vera í landinu sjálfu. En lífið
hefir leikiS viö oss. Vér höfum feng
iö óskir vora.r uppfyltár: eigin há-
skóla og fullveldi. En þá er hins að
gæta, aS vér einangrum oss ekki um
of.
Viö þaS, að háskólinn hér var
stofnaöur, IögSust aS mestu eSa öllu
’leyti niður utanfarir stúdenta til náms
i þeim greinum, sem hér eru kendar.
Fara því stúdentar á námsárum sín-
um á mis viö þá mentun, víðsýni og
þroska, sem dvöl með erlendri þjóð
getur veitt.
Til þess að bæta úr þessu og jafn
framt til þess að auka þekkingu ann-
ara þjóöa á tungu vorri og menn-
ingu, fornri og nýrri, og afla oss
vina erlendis, hefir verið stofnaö til
stúdentaskifta viö aSrar þjóðir. Þess-
um stúdentaskiftum er komið svo
fyrir, aS stúdentaráöiö útvegar er-
lendum stúdentum endurgjaldslaust,
dvalarstaöi hér á landi gegn því, aö
jafnmörgum islenzkum stúdentum
verði veitt sömu kjör um jafnlangan
tima í landi hinna erlendu stúdenta.
Súdentar kosti þó feröir sínar sjálf-
ir.
ErumkvæSiö aö stúdentaskiftunum
á LúSvíg GuSmundsson. Hann flutti
þetta mál fyrst í félaginu “Germania”
um haustiö 1920. Þa.r var ákveöið
aS koma á skiftunum viö Þýzkaland,
og kosinn einn maöur, dr. phil. Alex-
ander Jóhannesson, í nefnd, er fyrir
þeim skyldi standa. Því næst flutti
Lúövíg máliö í stúdentafélagi háskól-
ans og kaus þaS annan mann í nefnd-
ina, LúSvíg GuSmundsson, þá stúd.
med.). Síöast sneri LúSvíg sér til
HáskólaráSsins og þaS bætti við
þriðja manni í nefndina, prófessor
GuSmundi Hannessyni. Um haustiS
1921 komu fyrstu stúdentarnir á veg-
um þessarar nefndar til Is'lands, ÞjóS
verjar tveir. En 'er nefndin haföi
starfaö i eitt ár, fékk hún mál þetta
í hendur Stúdentaráðinu, sem þá var
nýstofnað. Hefir StúdentaráSiö síð-
an . unnið aö stúdentaskiftum viö
Þýzkaland, Noreg og Danmörku. Til-
raunir hafa veriö gerSar til þess að
koma á skiftum við Svíþjóö, Sviss,
England og Ameríku, þó að enn
hafi ergi árangur boriö. Fyrir þess-
um skiftum hefir jafnan staöið 'sér-
stök nefnd, Stúdentaskiftanefndin, og
hefir Lúövíg GuSmundsson altaf ver*
iS formaöur hennar.
Á þessum fjórum árum, sem liöin
eru síöan fyrstu skiftin komust á,
hafa als komið á vegum Stúdenta-
skiftanefndarinnar tólf útlendir stú-
dentar hingaS til lands, ýmist til
náms, viðkynningar eöa skemtunar.
En utan hafa farið á vegum nefndar-
innar fimtán islenzkir stúdentar, þar
af átta á þessu ári.
Mál þetta. liefir fengið hinar beztu
undirtektir víöa, bæöi utan lands og
innan. Vert er aS geta þess til dæm-
is, aö Eimskipafélagið hefir stutt
mjög að stúdentaskiftunum, meS þvi
að lækka alt að helmingi fargjöld
landa á milli fyrir stúdenta.
Örófi vetra hefir eyjan vor legi®
einangruS og afskekt norður í regin-
höfum. Þeir fáu, er kunnugt var uni
tilveru hennar, gerðu sér oft fárán-
lega.r hugmyndir um hana. En börn-
in hennar unnu í kyrþey og vissu þó
meira um heiminn en heimurinn um
þau. En sú kom tíSin, að menning-
arþjóöirnar neru stírurnar úr augun-
um og varö starsýnt noröur höfin,
þar sem eykonan bjó. Þær komu
þar auga á ýmiskonar verSmæti, er
þær sjálfar hefðu fegnar viljaS eiga.
Og frægð Islands fór víða og það
hlaut viröingarnafnið Sögueyjan. —
Aldrei má þaö spyrjast, aö fóstur-
land vort teljist óverSugt aö bera
þetta nafn. En þá megum vér heldur
ekki missa útsýniS yfir heiminn. Og
vér veröum aS kynnast honum af eig'
in sjón.
Stúdentar vorir eru fæstir svo fjáð
ir, aö þeim sé kleift aö kosta utanför
sína af eigin efnum. En út verSa
þeir að fara! AS þvi verður aS
stuSIa, og það hafa stúdentaskiftin
gert. En eins og eSIiIegt er, þá eru
þau enn í of smáum stíl. Stúdenta-
skifti þurfa aö vera við miklu fleirt
þjóöir. AHir stúdentar veröa. aS eiga
kost á því aö komast utan á náms'
árunum, meSan þeir eru næmastir
fyrir hverskonar áhrifum og hæfastir
til aS færa sér þau í nyt. '
A sama hátt er þaS nauðsynlegt, að
greidd sé gata íslenzkra stúdenta, sem
hafa áhuga fyrir aö kynnast landi
voru og þjóS. Eins og sést hér að
framan, hafa þegar komiö hingað
nofekrir á vegum Stúdentaskiftanefnd
arifinar. Þessir menn hafa numið hér
íslenzku, feröast um kynt sér land
og þjóS, menningu hennar og sögu-
Þeir hafa notiS hér íslenzkrar gest-
risni og fengið vinarþel til lands og
þjóSar. Þegar þeir koma aftur heim
á ættjörö sina, minanst þeir Islands
með hlýjum hug. Margir þeirraihaf*
flutt erindi um Island og íslenzki*
þjóðina í heimalandi sínu, ritað vin-
samlega og af góSum skilningi um
þjóö vora í erlend blöS og tímarit,
og yfir höfhS aukið þekkingu á ís-
lenzkri menningu erlendis. Þessir
menn ættu aS vera oss aufúsugestn'
ög verða seint of margir, þv aS þeir
styðja aS því, sem oss sjálfum er á'
hugamál: að gera. garöinn frægan.
Kristinn E. Andrésson.
—StúdentablaS.
!
Dómkirkjan í Köln og
Stúdentagarðurinn.
ÞaS var skömmu eftir daga Snorr»
Sturlusonar 1248), aö hornsteinninn
var LagSur, á hátiðlegan hátt, í hi»a
miklu dómkirkju í Köln, eitthvert
mesta guöshús Noröurálfunnar. —
Lengd kirkjunnar er meiri en alls
Austurvallar og breiddin að þvi
skapi, en turnarnir gnæfa 500 fet *
loft upp.
Þaö þarf ógrynni fjár til þess aÖ
öyggja slíkt. hús, miljónir í tuga, ef
ekki hundraöa tali. Þvi veldur ekki
stærSin ein, heldur miklu fremur, aÖ
alt er úr ‘ bezta efni gert og dýrasta
skraut hvergi sparað, líkneskjur og
hverskonar dýrð. Trúaöir menn vorn
aö reisa. guSi sjftum musteri, og þa'Ö
átti aS vera hafiö hátt yfir kofa
mannanna.
Mikiö fé hafa þeir vist haft tind'r
höndum mennirnir, sem réSust í þetta
ódæma mannvirki. Sjálfsagt hefif
ríkissjóöurinn lagt riflegan skerf. ViÖ
þessu myndu flestir Islendingar búast.
Sagan segir, aö byggingarféð haf'
veriö ein 500 mörk, eitthvað nálæff*
1000 krónum. Um ríkisstyrk var þá
ekki að tala. j
En þeir áttu annað Kölnarbúar,
sem þyngra var á metunúm en ftd*