Heimskringla


Heimskringla - 06.01.1926, Qupperneq 6

Heimskringla - 06.01.1926, Qupperneq 6
6. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 6. JANUAR 1926. E f f i e. Eftir Annie Frost. I i Misgripin var auðvelt að skilja sökum skyld- leika stúlknanna, og Effie las með tárfullum augum og brosandi frásögnina um staðfestu stúikunnar í fjarveru hans. 11. KAPÍTULI. Tvö ár eru liðin, og við ætlu maftur að líta inn til fólksins í Haresdale. Fyrst ætla eg að lýsa herberginu með fáeinum línum, áður en eg minnist á íbúa þess. Herra Marshall, sem nú er orðinn fær um að hreyfa handleggi sína og tala, auðvitað með hægð, en skýrt og skiljanlega, bað að búa um sig í samkomusalnum, og fékk hann útbúinn sér til þæginda. Stóru gluggarnir móti austri og vestri, náðu alveg niður að gólfi, og sneru að og þarna gat gamli maðurinn í góðu veðri notið óg þarna gat gamli maðurinn fgóðu veðri notið ferska loftsins í hægindastólnum sínum. Skrautlega píanóið stendur á milli þeirra tveggja glugga, sm snúa móti vestri, og alt her- bergið er viðfeldið og skemtilegt, sem stöðug af- not og gott fyrirkomulag altaf veita. Það er stórt og rúmgott. En hinn stóri bókaskápur, borðin, stóri legubekkurinn, hægindastóllinn, og hinir ýmsu húsmunir til afnota fyrir Effie og til á- nægju fyrir Marshall, fylla það nægilega, svo það er verulega fallegt. Tvö minni herbergi, ann að að norðan, en hitt að sunnan í húsinu, standa í sambandi við þetta, og þau, sem áður voru bóka.herbergi og dagstofa, eru nú svefnherbergi Effie og frænda hennar. Bjöllusnúra, sem Mar- shall getur altaf náð í, liggur úr herbergi hans til herbergis Effie, og er þar fest á bjöllu, sem hann getur altaf hringt til að kaila á hana, þegar hann vill. James, sem nú er orðinn herbergisþjónn, hefir sitt herbergi við hliðina á herbergi Maf- shalls, og eru dyr á milli þeirra. Hið algerða máttleysi er nú horfið, svo mögu legt er að klæða Marshall á hverjum degi, setja hann í stóra hægindastjólinn og aka honúm inn í samkomusalinn, þar sem Effie gerir ált mögu- legt til að stytta stundir og gera þær þægilegar. Hljóðfærasláttur, lestur og samræður, manntafl og aðrir leikir, eru stundaðir með mestu ánægju og aðlaðandi brosi, sem sýnir að starfsemi ungu stúlkunnar byggist á ást, en ekki skyldurækni. Þan þræta við og við, en aðeins að gamni sínu. Þegar frændi hennar er kröfuríkur viðvíkjandi gönguferðum hennar og skemtireiðum, sem eru nauðsynlegar fyrir heilbrigðina í innilokuðu lífi, og Effie hótar að hlaupa burtu einhvern daginn, fyrst hann vill ekki lofa henni að vera hjá sér. Hann er ekki mikið breyttur, dálítið, málske ögn magrari, en með sama blíða brosið og ást- ríku augun, sem fyrst hrifu Effie. Hann ber mót- læti sitt með auðmjúkri undirgefni, þakklátur fyrir þær blessanir, er hjálpa honum til þess. Það er hin mesta ánægja frænku hans, að skreyta hann á ýmsan hátt með sínum snildarlegu skrautsaumum, og þar sem hann situr nú í sól- skininu, sýnir kasmírssloppurinn hans, flauels- gólfskórnir og húfan, hvernig óþreytanlegu fing- urnir hennar hafa skreytt þá með listhæfum rós- um og litum. Hann hallar sér að stólbakinu og horfir með ánægjulegu brosi á litlu stúlkuna, sem situr í sínu vanasæti við fætur hans. Hún er líka dálítið fölari en áður, en dökku augun hennar bera þann svip, sem er eins hreinn og óeigingjarn og engils. Hún hefir mist ögn af æskufjörinu og kátínunni, en lífsgæfa hennar er sterkari og staðfastari af meðvitundinni um, að hún hefir breytt eftir göfugum hugmyndum, og þó henni sárni ögn að hugsa um Georg, getur það ekki gert hana sorgmædda, þar eð hver stund sýnir, hve nauðsynleg hún er fyrir frænda sinn. Og þess vegna er það ekki sorgþrungið, vonlaust andlit, sem lítur upp til hans, heldur bjart og brosandi. , “Effie, manstu að það eru tvö ár í dag síðan eg varð farlama dumingi?” “Eg man það,“ svaraði hún alúðlega. “Tvö ár síðan þessir limir mistu tækifærið til að hreyfa sig. Ó, barnið mitt! En sú eigin- girni af mér að halda þér hér, en samt finn eg að eg var ekki fær um að bera þessa byrði mína án þín, því þú ert sólargeislinn minn, sem gerir alt bjartara og léttara. Góða, góða barnið.” Hún féll á kné á fótaskemlinum, til þess að leggja höfuð sitt við breiða brjóstið, þar sem það hafði svo oft hvílt áður, og hann strauk henfli sinni ástúðlega yfir dökka hárið hennar, því hann varð svo þakklátur, þegar hann hugs- aði um það, hve miklu hún hafði fórnað hans vegna fyrir tveim árum. Þanig fann frú Lawrence þau, þegar hún kom inn með bréf til Effie. “Frá Beatrice,” sagði Éffie, um leið og hún leit á undirskriftina, undrandi yfir því, að systir hennar, sem aldrei hafði skrifað lienni áður, skyldi gera það nú. Bréfið var stutt, en fregnin, sem það flutti, var sorgleg. “Kæra Effie! Eg skrifa þér sem hinni einu ógiftu systur, og þeirri, sem eg finn skyldu mína til að snúa mér til undir núverandi kringumstæð- um. Mamma hefir verið hjá okkur fáeina mán- uði, og varð afarveik í gær. Læknirinn segir að það sé bóluveiki. Skylda mín gagnvart báðum börnunum mínum neyðir mig til að forðast hana, og eg sendK börnin til Blanche í morgun. Eg fer með Charles eftir hádegið til Blanche, til þess að vera þar þangað til öll sýkingarhætta er um- liðin. Ekki má Blanche stofna litla Carroll í hættu, og Lára er í Brazilíu, eins og þú veizt. Mér finst, að þar eð þú átt hvorki man,n né börn, þá sé það skylda þín að fara til mömmu. Ein af vinnukonum mínum, er áður hefir veikst af bólusótt, verður hjá hennitþangað til þú kemur, og eg ræð þér til að flýta þér, af því við .förum í dag. \ Þín elskandi systir, “Þú getur ekki farið,” sagði Marshall, þeg- ar hann var búinn að lesa þetta tilfinningarlausa bréf. “Beatrice segir satt, frændi; það er skylda mín.” “Skylda þín!” hrópaði gamli maðurinn á- kafur; “skylda þfn! Hver þeirra kom til þín, þeg- ar þú mánuðum saman vaktir einsömul hjá þögl- Um, tilfinningarlausum líkama, aðeins með því lífi, sem nægði til þess að þreyta þig og gera þig hugsjúka? Hver sendi eitt einasta huggandi, hressandi orð til þín þá? Eg segi, þú getur ekki, átt ekki að fara.” “Frændi, Charles frgendi, þú gerir mig hrædda. Augu þín skjóta eldingum og þú skelf- ur frá hvirfli til ilja. Þú drepur sjálfan þig með svona mikilli geðshrærinu.” “Þær — eg er rólegur núna — þær að tala um skyldu við þig!” ‘Frændi, leyfðu mér að fara. Hún er móðir mín — veik — máske deyjandi — einmana. — Einmana! Hugsaðu um það. Eg verð að fara!” Lengi, lengi grátbændi hún hann, áður en hann, gagnstætt vilja sínúm, veitti leyfið; en það fékst á endanum. Ekki með orðum, sem hefði gert burtferðina enn erfiðari! Rólega og hátíð- lega lagði Marshall hendi sína á höfuð henni og sagði: “Farðu! Eg óska að blessun gamals manns — manns, hvers líf þú hefir frelsað frá örviln- un, geti varðveitt þig frá öllu illu. Þú segir satt. Guð vaki yfir þér og flytji þig óhulta hingað aftur.” Það komu' líka nokkrar mótsagnir frá frú Lawrence, en þær höfðu engin áhrif á Effie, Hún vissi, að hjá gömlu bústýrunni pg James, var frændi hennar í góðum höndum, þó honum kynni að leiðast, en þessi nýja krafa var skylda hennar. > Með hraða miklum bjó hún um fatnað sinn, og með mörgum áminriingum um varkárni, . og loforðum um að skrifa oft, fór hún til G., til að fara með næturlestinni til húss Holipans í bæn- um. Hún stóð í hótelsbyrginu í G., og beið eftir manni til að flytja sig á stöðina. Það var næst- um orðið dimt og hún skimaði eftir, hvort hún sæi John bíða með vagninn, þegar hendi var lögð alúðlega á öxl hennar og vingjarnleg rödd sagði:: “Effie Marshall — er ekki svo?” Hún leit upp og sá Lovering mág sinn, sem rétti henni báðar hendurnar. “Eg var alveg viss um, að þú myndir koma,” sagði hann. “Það er óeigingirni þinni svo líkt. Það sýndist rangt að biðja þig þessa, en þú fyrir- gefur móðurkærleikanum, sem kom systrum þín- um til þess að kvíða fyrir að sýkja börnin. Eg get ekki sagt, hve þakklát við erum.” Effie gladdist við að heyra hann tala svo vingjarnlega um systur sínar, en hún gat ekkert sagt, því hann hélt áfram: “Eg er hér til að sjá um, að þú komist óhlut til móður þinnar.” . 1 “Ö, hvað eg er þér þakklát,” sagði Effie hlý- lega; bæði fyrir sjálfa mig og Charles frænda. Hann verður ekki hræddur um mig, þegar hanr. veit að eg er undir þinni vernd. Eg bið þig að afsaka meðan eg skrifa fáeinar línur til að senda heim með John.” Sökum hinna sorglegu hugsana um það, hvað hennar biði á ákvörðunarstaðnum, átti Effie bágt með að lýsa þakklæti sínu við mág sinn. Hann hafði ekki séð hana síðan hann giftist, en hann geymdi í huga sínum endurminn- inguna um hin blíðu brúnu augu, og hina hrein- skilnislegu rödd, sem hafði boðið hann velkom- inn eins og bróður. Hann fann glögt hverja fórn hún færði, þegar hún, óafvitandi að hvaða nið- urstöðu þann komst, sagði honum frá ást frænda síns, hinu gæfuríka heimili sínu óg sak- lausu skemtunum, se mhún tnndaði þar. Það var nætum komið hádegi, þegar hún kom að dyrum Holmanshússins; og með alúð- legri kveðju og faðmlögum bað Lovering guð að blessa hana og annast; svo fór hann hálft í hvoru hugsandi; þetta væri ef til vill í síðasta sinni, sem hann heyrði rödd hennar og sæi hin blíðu augu. “Guði sé lof, ungfrú, að þér eruð komnar,” sagði vinriukonan um leið og hún lokaði dyrun- um á eftir Effie. “Eg er María, sem lofaði að vera hér, og eg hefi sjálf haft þessa v«iki, svo eg vissi, hve voðalegt það er að vera einsömul, og gat ekki fengið mig til að yfirgefa hana; en mér þykir vænt um að sjá yður. Læknirinn er núna’ uppi, ef þér viljið fara þangað. Bfðið þér við, fáið mér hattinn yðar og kápuna, eg ætla að láta það á rúmið í herbergi frú Holmans, sem eg hefi búið út handa yður. Þegar læknirinn er farinn, skal eg hafa til mat og kaffi handa yður, eftir þessa löngu ferð.” “Þökk fyrir,” sagði Effie; “eg vil ekkert.” Hjarta hennar barðist svo ákaft, að henni lá við að kafna. ' “Nú,” sagði María hvetjandi; “það kemur mér ekki við að segja, hvað þér eigið að gera og hvað ekki; en byrjið ekki með of miklum ákafa. Þér verðið að npyta matar.” “María, María!” var kallað lágt uppi. ‘Eg skal fara,” sagði Effie og gekk hægt upp stigann. Miðaldra maður mætti henni í ganginum, og með útbreiddan faðminn þaut hún til hans. “Lee læknir! Mér þykir sannarlega vænt um að sjá yöur hér. Líður henni betur?” “Nú, nú. Er það mögulegt að þetta sé Effieí Ætlar þú að vera hjúkrunarkona hér?” “Já, eg er komin til að vera hér. “Bólusett?” “Já, síðasta vor.”' “Komdu þá inn. Nú, barnið mitt, þú átt voðalegt starf fyrir höndum, en það verður ekki umflúið. Eg gæti sent stúlku til að hjálpa þér, en eg held ,að María sé betri, henni þykir vænt um frú Marshall. Gamall velgerningur móður þinnar henni til handa, held eg að geri hana að þeirri tryggustu þjónustustúlku. Eg skal koma hingað eins oft og eg get, oftar en máske nauð- synlegt er, svo þú mátt ekki láta hin'ar tíðu kom- ur mínar hræða þig.” Löng upptalning á ýmsu, sem varð að fram- kvæknast nákvæmlega, kom nú frá vörum lækn- isins, og með fáeinum hrósandi orðum um eftir- tekt hennar og snarræði, yfirgaf læknirinn litlu hjúkrunarstúlkuna, svo hún varð alein lijá sjúk- lingnum. Effie gekk hægt aðTÚniinu. Móðirin svaf ekki, en lá í þungri leiðslu; þykka, svarta, hárið hennar lá í flækjum á koÖdanum, og augun voru að hálfu leyti lokuð. Djúpir, næstum stynjandi andardrættir' liðu upp frá brjóstinu, en hún hreyfði sig ekki. Effie varð sfeelkuð af að sjá merki veikinnar p andlitinu, sem einu sinni var svo fallegt, óhreina sængurfatnaðinn og óregl- una í herberginu; en með sjálfsásökun og notk- un viljaafls síns, náði hún sér brátt aftur. Hún þorði ekki að ónáða mömmu sína til að búa um rúmið, en hún gérði alt hvað hún gat til að koma betri reglu á í herberginu; hún setti óhreinu boll ana og diskana til hliðar, svo þeir yrðu bornit burt, og hinar ýmsu flöskur og lyfjaglös lét hún á sinn rétta stað. Hin langa æfing við sjúkrabeð frænda hennar kom henni nú að góðum notum. Eg get ekki dvalið við hinar löngu hjúkrun- arvikur, sem nú liðu; slíka hjúkrun, sem hið við- kvæmasta hjarta og sterkustu taugar gátu skolf- ið við að hugsa utn, pg beðið um, að aldrei þyrftu að endurtakast. Tryltar ímyndanir skiftust á við algerða deyfð, og hún fór á mis við þá einu hugg un, sem hún hafði búist við að finna — ást og þakklæti hinnar sjúku. %ftir langar vökunætur fylgdu erfiðir dagar, því allar bænir.Maríu um að taka sér meiri hvíld, voru árangurslausar; hún veitti sér aðeins þá hvíld, sem var óumflýj- anleg til að geta haldið augunum opnum, þegar þess þurfti. Rósirnar, sem frændi hennar var svo hreykinn af, hurfu í þessu velgjulega, sýkjandi lofti, og dökku skuggarnir frá æsku hennar sá- ust aftur undir brúnu augunum. Lipra fótatak- ið varð æ þyngra og stirðara, á göngu hennar eftir leið skyldunnar, og þessi Jitla persóna vesl- aðist upp smátt og smátt. Hún hafði ekkert andlit í nálægð sinni, enga kærleiksríka rödd. sem gat hrest og huggað, nema Maríu og lækn- isins. , En það komu löng og ástrík bréf frá frænda hennar, og við og við nokkrar vingjarn- legar línur frá Lovering, og stundum gat hin sama umhyggjusama ást sent blóm, til að gleðja hina þolinmóðu hjúkrunarstúlku. Það var kaldan dag í nóvember, sem þrek hennar virtist í fyrsta skifti ætla að láta undan Hún hafði ekki haft lyst á góðum dagverði* sem María bjó til handa henni, og begar hún gekk inn í sjúkraherbergið, varð hún næstum alveg máttlaus. Móðir hennar lá í þungum dvala, og Effie lagðist áJ legubekkinn, til þess að forða sér frá að falla í yfirljð á gólfið. Það var ekki svefn' því hún heyrði hvert orð og hvern hávaða, en hún gat hvorki hreyft sig eða talað. María hvísl aði að henni: “Það er rétt, góða mín, reyndu að sofa; þú ert alveg útslitin.” Að hálfu leyti meðvitundarlaus lá hún þar lengi, og heyrði þá málróm læknisiq^: “Hvar er Effie?” “Hún sefur, herra læknir.” Hún fánn fingur læknisins sjjerta á úlnlið sínum, og heyrði hann svo segja: “Of fljótt; alt of fljótt”. En hún gat ekki talað. Henni fanst sem hendi styddi nokkuð fast á heila sinn, og allur líkami hennar var svo þungur og piagnlaus. “María, getur þú lánað mér rúm í nótt?” I heyrði hún læknirinn spyrja. “Já, herra minn. Ungfrú Effie sefur þar, sem hún liggur nú. Hún hefir ekkf farið úr föt- unum síðan hún kom, nema til að skifta um, og síðan eru fimm vikur í gætr.” “Vesalings barnið,” sagði læknirinn alúðlega. “María, þessi hjúkrunarstörf enda eflaust í nótt.” “Frú Marshall, herra?” sagði María skjálf- andi. “Er að deyja.” Þessi orð fóru sem rafráagnsstraumur um líkama Effie og ko mblóðinu á harða rás um æðar hennar. Á næsta augnabliki var hún stað- in upp og komin að rúminu. Með þessi orð hljómandi í eyrum sínum, stoð hún og horfði á hið tærða andlit, stóru, starandi augun, og heyrði hinn sára og erfiða andardrátt; og í öllu fann hún staðfestingu orða læknisins. Hann ætlaði að Ieiða hana til hliðar, en hún hrinti honum frá sér. Alt í einu sáust stóru augun hreyfa sig og ofurlítill geisli heilbrigðrar skynsemi lýsti í þeim, í fyrsta skifti í þessum löngu veikindum. “Blanche, Beatrice, bö^nin mín!” hvíslaði hún. “Skjálfandi af niðurba^Mum jtilfinningum, en með innilegri blíðu, sagði Effie: “Eg er héyna, góða mamma — Effie.” “Effie! ó, eg breytti rangt, þegar eg sendi Effie í burtu.” “Eg er hérna, mamma.” “Hefi eg verið veik, Effie?” “Já, mjög veik.” “Já, já, eg man það; þeir sögðu að það Væri bólusótt,” og hryllingur fór um hana. “Svo fóru allir frá mér, allir yfirgáfu mig, Effie. Er Effie hér? Yfirgaf Effie mig? Ó, hún var gott bam. Guð blessar hana,” Lágt hvísl — þung stuna — og barnið var móðurlaust. Effie skildi undireins hvað fram fór. Dimt. hrynjandi hljóð í eyrum hennar; herbergið rugg- aði undir fótum hennar; hún fann sterka hendi lyfta sér frá gólfinu, og svo vissi hún ekki hvað fram fór. — Hún var rænulaus nokkuð margá daga. Þá varð hún vör við, að hún lá í rúminu í stóru, rúmgóðu herbergi, veik og magnþrota. Hún reyndi að rísa upp, en fann að sig skorti krafta til þess. En þegar hún gerði þessa hreyf- ingu, kom einhver fljótlega að rúminu hennar-, og sér til innilegrar gleði sá hún að það var frú Lawrence. Hún mundi alt á sama augnablikinu, veik- indi og dauða móður sinnar, og vissi að hún sjálf mundi hafa verið meðvitundarl^us. “Já', góða mín, eg er hérna,” sagði frú Law- rence, sem svar við hvíslandi spurningunni. — “Vertu ekki hnuggin; frændi þinn varð hræddur, þegar ekkert bréf kom frá þér í tvær vikur, og sendi mig hingað til þess að líta eftir þér. Eg fann þig veika. Nú, vertu ekki hrædd, það er ekkert hættulegt í aðsígi; húsið er sótthreinsað og þú ert aðeins örmagna af ofraun; engin bólu- sótt‘ Sýstir þín er farin til suðurlanda, og frú Lovering, líka, til að dvelja þar í vetur. Og nú, góða mín, veiztu alt saman; lokaðu svo augun- um og reyndu að sofna.” Með frú Lawrence, Maríu og Lee lækni til að stunda sig, varð Effie hressari með degi hverj- um; hún tók sér stuttar ökuferðir, sem voru lengdar daglega, og brátt kvað læknirinn hana færa um að ferðast heim. María bað svo inni- lega um að mega fara með þeim Haresdale, að frú Lawrence lofaði að finna eitthvað handa henni að gera á héimilínu; og svo lögðu þáer af stað allar þrjár. 12. KAPÍTULI. “Tuttugu og fimm! Fyrsta mílustólpanum í piparmeyjarstöðunni farið fram hjá í dag,” sagði Effie um leið og hún kysti frænda sinn einn bjartan janúarmorgun. Þau voru stödd í sketmilega samkomusaln- um; en nú höfðu tveir nýir meðlimir bæzt við fjölskylduna. Annar þeirra, lítil stúlka, þriggja ára, stendþr við gluggann. Sökum stöðunnar, sem hún tók sér, og við að sjá mjúku augnalokin byrgja a^igu hennar, getur maður gizkað á hin sorglegu forlög hennar —* hún er blind. Við hlið hennar, haldandi utan um mitti hennar, stendur bróðir hennar, einu ári eldri; djarflega andlitið og þreklegi líkamsvöxturinn, ber vott um góða krafta; en ástríka augnatillitið, og hvernig hann faðmar hana að sér, sýnir að hann notar þá ekki hennar vegna. Þau eru bæðir fögur.og myndar- leg, þar sem þau standa saman við gluggann. Tvö ár eru liðin síðan Albatros fórst, og þessi tvö börn urðu foreldralaus. Foreldrar þeirra fluttu þau heim frá Brazi- líu, af því þau voru hrædd við áhrif loftslagsins á heilbrigði þeirra; og Blanche lét þau njóta heim ilis og barnastofu ásamt Carroll. Á heimleið- inni Lentu þau í skipbroti og druknuðu. Aðeins fá orð þurfti til að fá Charles frænda til að leyfa Effie að taka þau að sér, og með kærar endurminningar í huga sínum lofaði hún sjálfri sér að annast þau og elska. Þannig liðu sumur og vetrar; og ennþá vinn ur Effie, skyldur sínar brosandi, með elskandi huga og hjálpsamri hendi. Hún er huggun og gersemi frænda síns, á hinum örvasa elliárum hans; kennari og leiðbeinandi systurbarria sinna. Hún hefir ekki framkvæmt neitt yfirburða afreksverk, og utan heimilis eru fáir, sem þekkja hana; en væri mannkynið yfirleitt jafn skyldu- rækið og jafn vel hugsandi, þá myndi það vera farsælla en það er ennþá. Endir.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.