Heimskringla - 20.01.1926, Qupperneq 4
4. BLAÐSÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 20. JAN., 1926.
lleíinskrtn^Ia
(?tofna9 1886)
Kemnr öt á hverjum mlVvlkaderl.
EIGENDUR:
VIKING PRESS, LTD.
853 og 855 SARGEJÍT AVE.» WINNIPEG.
Talaímii N-6537
VerTJ blaTJsins er $3.00 árgangurlnn borg-
ist fyrirfram. Allar borganir sendist
THE YIKING PRESS LTD.
SIGEÚS HALLDÓRS frá Höfnum
Kitstjórl.
JAKOB F. KRISTJÁNSSON,
Ráðsmaður.
l'tnnAftkrift tll blaiÍNlna:
THE VIKING PRESS, Ltd., Box 8105
l'tanfiftkrlft tll rltMtjfirantn
EDITOR HEHISKRINGLA, liox 3105
WINNIPEG, MAN.
“Heimskrlngla ls pnblished by
The Vlklng Preaa Ltd.
and printed by
CITY PRINTING & PCBLISHING CO.
853-855 Saraent A ve., Wlnnlpeg, Man.
•Telephone: N 6537
% iii ....—
WINNIPEG, MAN., 20. JAN., 1926
Skattar og skuldir.
Sú frétt barst nýlega frá Ottawa, að
toll- og skattamála ráðherrann, Hon.
George Boivin, hefði lýst því yfir að
hann hefði mikinn undirbúning til her-
ferðar er hann ætlaði að fara á hendur
ýmsum auðsafnendum, sem vilja fá að
njóta Mammons í friði og losna við
þenna skollans ófögnuð, sem nefndur er
tekjuskattur.
Eftir því sem ráðherrann segir í þess-
ari yfirlýsingu, hafa þessir Mammons-
vinir fjölda biðstofusnata (lobbyists) í
Ottawa til þess að vinna að því að tek'ju-
skatturinn verði afnuminn. Meðal ann-
ars halda þessir herrar því fram, að það
taki því naumast fyrir stjórnina að inn-
heimtá þessa skatta, innheimtan sé svo
afskaplega dýr, iaunin við hána nemi
62^2%. Ráðherrann hefir, að eigin
sögn athugað þetta og komist að þeirri
niðurstöðu að launin næmu að eins
2^67 % af innheimtunni.
Þessi munur er býsna mikill, og þarf
varla að ganga gruflandi að því að hinn
virðulegi ráðherra hefir réttara fyrir sér
en biðstofusnatarnir, og að hann þess
vegna ekki þurfi að hætta við hervæðsl-
una.
¥ ¥ ¥
Þetta er bersýnilega hið mesta þarfa-
verk, er ráðherrann hefir tekist á hend-
ur og vonandi að hann fylgi því fram af
öllum jnætti og verði þar eftir ágengt.
Canada er í sökkvandi skuldum, eins og
öll þau lönd er í ófriðnum lentu. Þrátt
fyrir það er hér gnaegt auðmanna og fé-
laga, sem moka inn peningum árlega
Margir af þessum mönnum auðguðust
hvað mest á ófriðarárunum meðan öðr-
um blæddi. Það er því ekki nema
sanngjarnt, frá því sjónarmiði að eins,
að þeir leggi töluvert stærri skerf til af-
borgunar ríkisskuldinni, af því fé er þeir
söfnuðu áhættulaust, á þeim tímum,
heldur en hinir, sem ekki einungis
blæddi, en urðu í svo fjölmörgum tilfell-
um af arðvænlegri atvinnu, og allir af
gróðatækifærinu sem hinir höfðu.
En þetta á að eins við vissan hluta af
landsmönnum, og er heldur ekki mergur
þessa máls.
Þessi herferð ráðherrans er nauðsyn-
leg vegna þess hve áríðandi er að grynka
á ríkisskuldinni og sérstaklega vegna
þess að bráðnauðsynlegt er að það sé
gerC með þessu móti, að þeir sem mestar
hafa tekjurnar borgi langmestan hluta
hennar. Ekki einungis í því Rlutfalli,
sem nú ræður um tekjuskattinn; þótt
segja megi, að sá skattur sé sanngjarn-
ari hlutfallslega flestum öðrum álögum;
heldur í því hlutfalli, sem aldrei hefir
verið álagt, og á að sjálfsögðu enn langt
í land hér og víðast annarstaðar, hlut-
fallinu milli tekna og lágmarks þess
framfæris, sem nauðsynlegt verður að
teljast, miðað við stöðu manna og á-
byrgð, í og gagnvart þjóðfélaginu. .—
Hver einasta mannvera er sæmilega heil-
brigð er á sál og líkama, á kröfu á hend-
ur þjóðfélaginu um þetta lágmark, sem
vitanlega aldrei stendur í stað, heldur
hlýtur að breytast eftir menningu og
hugsunarhætti, og leita því meir að jafn-
aðarmarkinu, sem mentun vex og verð-
ur almennari.
Þetta er nú dálítill útúrdúr og annað
mái. Hitt er víst, að það verður að
koma þeirri skoðun alment inn, að
menn, sem hafa óhemjutekjur verða að
greiða skatt af þeim miklu nær því hlut-
falli en vér nefndum hér á undan, en
nú er gert. Að þeir hljóði undan því
er eðlilegt, og ekki nema sjálfsagt að
hlusta á þau óp og taka hæfilegt tillit til
þeirra. En menn verða að láta sér
skiljast, að neyðaróp, sem stafa af því
að þurfa að borga í ríkissjóð, svo sem
$25.000-30.000 af $100.000 tekjum, kveða
í annarlegum tón við þau óp, sem stafa
frá fátækum ekkjum, munaðarleysingj-
um, og bláfátækum barnamönnum.
Hungurvofan heldur sig sæmilega
fjarri þeim híbýlum sem geta þó klöngr-
ast af með $70.000-75.000 á ári til við-
halds. N
¥ ¥ ¥
Árið sem leið var lítið eitt létt á tekju-
skattinum, samkvæmt vissu hlutfalli, á
þeim, sem höfðu á framfæri böm innan
við 16 ára aldur. Þetta er í áttina.
Það hefir látið verið fljúga fyrir að Mr.
Robb muni vera með frekari tekjuskatta-
lækkun á prjónunum, þegar til fjárlag-
anna kemur — ef hamingjan leyfir hon-
um að leggja þau fyrir þingið. Sé svo,
að þetta sé áformað, þá er vafasamt
hvort betur er af stað farið en
heima setið, nema svo sé, að Mr. Robb
muni eftir því, að allar venjulegar álög-
ur, tollar og ríkisskattar allskonar eru
voðabyrði á félitlum daglaunamönnum,
hvort sem þeir ganga að vinnu með háls-
lín eða ekki, en koma tiltölalega afarlétt
niður á stórtekjumönnum. Eftir því á
að haga tekjuskattalækkuninni, ef nokk-
ur verður.
¥ ¥ *
Biðstofuþjónar auðsafnenda þeirra, er
tekjuskattinn vilja lækka, færa það,
meðal annars, til síns máls, að þessi
skattur flæmi héðan menn suður til
Bandaríkjanna. Þetta er örþrifavið-
bára. Yfirgnæfandi meiri hluti þeirra
manna, er suður flytja hafa ekki svc
miklar tekjur, að skatturinn af þeim
reki þá suður. Enda er það segin saga,
að maður, sem tekið hefir við, eða kom-
ið héfir á laggirnar fyrirtæki svo arð-
berandi, að skatturinn af því nemi álit-
legri upphæð, lætur það ekki af hendi
til þess að fara til Bandaríkjanna og
hefjast þar handa á nýjan leik, einungis
af því, að tekjuskatturinn þar kunni að
vera Iítið eitt lægri.
<kEðlisfar íslendinga”.
Vér viljum draga athygli allra lesenda
vorra að greininni hér í blaðinu, eftir
dr. Guðmund Finnbogason, prentaðri eft-
ir Skírni.
Hjá mörgum íslendingum, jafnvel
mörguni góðum Islendingum austan
hafs og vestan hefir það komist í vana
að líta smáum augum á þjóð vora. Þetta
var að ýmsu leyti skiljanlegt afturícast,
frá þgim tíma fyrir skömmu er þjóð-
in alment vaknaði af doða, til vitneskju
um framkvæmdaferil annara þjóða. Vér
vorum svo oft brýndir með ertninni um
fornaldarmont og nútíðar dusilmensku
að hún ekki einungis beit á tilætlaðan
hátt, heldur fór sumstaðar yfir markið,
svo að skaða varð. Það fór eins með
þetta, og herferð Jónasar Hallgrímssonar
á hendur Edduhnoðinu. Sú hérferð
var nauðsynleg og réttmæt, en Jónas sá
ekki fyrir afleiðingar hennar: því nær al-
gerðan dauða rímnakveðskaparins, og
með honum úrkynjun málsnildar og orð-
kyngi í bundnu máli annarar tegundar.
Á suma^hefir þetta afturkast haft svo
sterk áhrif, að þeir hafa mist alla trú á
“hjalinu ” um íslenzkt ættgöfgi og á-
gæti, á þessum “íslenzka þjóðernisgor-
geir”, fengið jafnvel megnasta leiða og
ótrú á því. Vélhyggjustefnan, sem nú
er í algleymingi, hefir einnig gefið þess-
ari ótrú byr undir báða vængi. Jafn-
vel þeir af oss, sem frá blautu harns-
beini, af óljósri eðlishvöt hafa séð of-
sjónum yfir hverjum einasta íslenzkum
blóðdropa, er blandaðist annara blóði, og
hafa þolað áhyggjur og andlegar þján-
ingar, við tilhugsunina um útlendan inn-
flutning til íslands, svo að marki væri;
jafnvel þeir hafa vafalaust oft og einatt
stansað, til þess að spyrja sig að því
hvort þetta myndi .vera annað en hugar-
burður, alinn sjálfselsku og sjálfsþótta.
Þessi vafi kemur skýrast í ijós fyrri
hluta fullorðinsáranna, þegar eldmóður
æskunnar temprast af gagnrýnandi
dómgreind og vaxandi vilja til skynsem-
ismats, en mannfélags og mannfræði-
ækkingin er enn srvo óljós, að fátt, eða
ekkert, er hægt að hafa til saraan-
burðar
Nú eru fáir svo settir, að þeir hafi á-
stæður til þess, að sökkva sér niður í
þessi efni, og vita* enda ekki hvar leita
skal, þótt þeir séu fullir fróðleiksfýstar.
•En einmitt þess vegna eru slíkar rit-
gerðir sem þessi ómetanlegur fjársjóður
þessum mönnum, og reyndar öllum, sem
hafa vilja og þrá til þess að auka kyn
sitt, lifa eilífu lífi í afkvæmi sínu.
íslendingar! þér, sem hafið glatað
trúnni á úrval feðra vorra, viðhald þess,
og framþróun; og allir þeir, sem efast;
og allir þeir sem enn þá trúa! Látið
útlenda fræðimenn og spekinga sannfæra
yður, þótt þér ekki trúið sjálfum yður né
löndum yðar. Lesið slíkar ritgerðir með
athygli, hvenær sem hönd á festir. Lát-
ið börnin lesa þær, ef þau geta, en vísið
þeim annars á uppsprettuna! Innrætið
sjálfsvirðingu, þeim og yður. Með því
innrætið þér öðrum mönnum og öðrum
kynflokkum virðingu fyrir yður. Með
því greiðið þér framtíðargötu þeirra betur
en með nokkru öðru, sem þér getið í té
látið.
Athugið það vel, að hvað sem dr.
Guðmundi Finnbogason o göðrum fræði-
mönnum íslenzkum líður, þá hafa
heimsfrægir fræðimenn og rithöfundar,
slíkir sem Huntington prófessor og
Bryce lávarður ekkert að vinna við þessi
ritstörf og dómá um íslenzkt þjóðerni
og eðlisfar, annað en að þjóna sannfær-
ingu sinni og sannleikanum. Athugið
hve merkilegt það er, að vísindarit, um
eðlisfar kynflokka, sem er að .eins 400
bls. skuli verja rúmum 40 blaðsíðum,
rúmum tíunda parti, til þess að gera að
umtalsefni langminstu sjálfstæðu þjóð-
ina í veröldinni, þjóð, sem er svo smá
að höfðatölu, að það liggur við að menn
veigri sér við að skýra erlendum mönn-
um frá því, er þeir spyrja, að hún telji
að eins 100.000 menn heima; hefði má-
ske talið 135.000—150.000, ef engir út-
flutningar hefðu veVið. Reynið að gera
yður í hugarlund hlutfallið milli þessar-
ar höfðatölu og þess rúms sem henni er
ákveðið í þessu vísindariti, samanborið
við hlutföllin milli höfðatölu annara kyn-
flokka og þess rúms er þeir skipa.
En svo þarf ekki um það að biðja, að
menn gleypi staðhæfingu eða ályktanir
Huntingtons, Bryce, eða annara, þótt út-
lendingar séu. En þess má biðja
og ætti reyndar að mega heimta, af
hverju skynbæru foreldri, að það lesi
þessar ályktanir með athygli, velti þeim
fyrir sér og vegi þær, hvert finna megi
feyru eða léttvægi, svo um muni. Sé
það gert, þarf ekki að bera áliyggjur um
þá niðurstöðu, er greindir menn og
glöggir komast að. Um hina skiftir
engu máli, hvorki nú, né endrarnær. —
Menn láti þetta ekki undir höfuð leggj-
ast, eða sem vind um eyrun þjóta. All-
ir góðir búandamenn leggja kapp á að
þekkja sem ítarlegast ætterni sauðfjár
og hesta, svína og nautgripa. Eh
þótt þetta sé gott og nauðsynlegt, þá er
þó langtum betra og nauðsynlegra að
þekkja sitt eigið ætterni, hlúa að því og
vernda það, sem unt er.
Kvikmyndin frá Islandi.
Miðviku- og fimtudagskvöldið í fyrri viku
sýndi hr. Sveinbjörn Olafsson kvikmyndir frá
Islandi hér í bænum, eins og hann hafði aug-
lýst í íslenzku blöðunum.
Myndirnar vory teknar af hr. Lofti Guð-
mundssyni frá Reykjavík. Þær voru af
landslagi, mest stórhrotnu Iandslagi, fossum,
gljúfrum og hengiflugi; stórelfum, brúm yfir
þær; torfbæ með gamla laginu og
fyrirmyndar nútíðarbýli; heyvinna með
gamla - laginu: rifjingu, sunnlenzka.
bindingarhnoðið, þar sem karl og kona.
veitast að heysátunni í einu (þarna var það þó
myndarlega gert) og milliferðir með heylest.;
heyvinna með nýja laginu: rifjingavél, sem
gekk rösklega að verki og mörgum þófti kát-
leg, rakstursvél, heyýtu, heyflutning á vögnum,
og öllu ækinu dembt í hlöðuna í tvennu lagi.
Þá voru og ágætar myndir af íslenzkri útgerð,
mótorbátafiski, togarafiski og snyrpinótaveiði;
kverkun og síldarsöltun, flaíning fisks og þurk-
un, o. fl., o. fl. Þá voru og myndir frá Reykja-
vík, miðbænum og tjörninni; myndir a.f is-
lenzkum fríðleikskonum á skautbúningji og upp-
hlut, og að síðustu, myndir af hringflugmönn-
unum amerísku og ítölsku er til Islands komu ^
Myndir þ’essar eru prýðilega tekna.r. Yfir- j
leitt lýsa þær því er fyrir vélina ber, eins Vel og
auðið er. Sé það rétt sem vér hyggjum, en
gleymdum að grenslast eftir, að hr. Guð-
mundsson hafi tekið þessa mynd fyrir eigin
reikning og ábyrgð, þá er undra.vel á stað
farið.
Menn' mega ekki koma til þeSjsarar mynd-
sýningar, sem varir að eins tæpan klukkutíma,
með þeirri hugmynd, að hér sé íslenzku þjóð-
lífi og atvinnulífi á landi og sæ, og hinum afar
víðtæku straumamótum framkvæmdal.ífsins í
forttð og nútið lýst úd æsa.r, eða gefinn nema
forsmekkur um sumarbliðu og hrikadýrð vetrar
og náttúru. Hér hefir ekki verið mögulegt
að stikla nema á stærstu steinum.
Menn verða að festa augun á því sem er, en
ekki á þvi sem vantar. Festa augun á fram-
förunum til lands og sjávar, reyna að láta sér
skiljast eitthvað af möguleikunum, sem fram-
farirnar 'ha.fa opnað veg.
Fyrirtæki hr. ölafsson, að ferðast með mynd-
in.a, er í alla staði lofsvert og á heztu þakkir
skilið. Og gaman fyrir hann að hafa fengið
augun upp fyrir þessu, á undan ís-
lenzkum stjórnarvöldum, sem til
verksins hefðu átt að stofna og gera
máske líka, eftir 5, 10 eða 100 ár. En
myndina þarf að skýra betur, en hr. j
Ólafsson gerði hér, því að texti fylg-
ir ekki. Nokkrum gekk eríitt að
átta sig fljótt á rifjingavélinni, t. d.,
þótt fæddir væru á Islandi. Og
yngra» fólkinu og erlendum mönnum,
kemur rifjingin afarkynlega fyrir
sjónir, nerna. hún sé skýrð, og orsak-
irnar til hennar, minni þurkar, meira
j kjarngresi, en hér. Og svo er um
fjölmargt fleira.
Islenzk lög, þ. e. a. s. kunnustu lög
við islénzka texta, lék hljóðfæra-
flokkur hér bæði kvöldin. Það var
j.a.fn óblandin kvöl, að hlusta á þær
misþyrmingar, eins og ánægjan var
óblandin, að sjá myndina. Vér get-
um vel fundið til með manninum,
sam varð að orði, er hann kom út:
“Myndirnar voru fyrirtak, en hljóð-
færa.flokkinn ætti að hengja, eftir
margra ára betrunarhússvist.”
----------x-----------
Islenzkar kvikmyndir
í Elfros og Lögbergi.
I gærkvöldi sýndu þeir S. Ölafs-
| son og J. Thorsteinsson islenzka
kvikmynd hér í þorpinu. En það
vildi sæmd akkar til lífs að Lögberg
var nýkomið vestur. Höfðu tveir
ágætismenn okkar Vestur-Islend-
inga, ritstjóri Lögbergs og konsúll-
inn sýnt fram á það með rökum, að
ekki mætti dæma ættjörl? okkar eft-
ir myndinni. Voru skrif þeirra
orð á tíma töluð; eins og sjá mátti
af því að engir hérlendir menn
voru viðstaddir sýninguna. Höfðu
þeir að sjálfsögðu lesið Lögberg og
I ekki kært . sig um að fá skakka
I hugrnynd um Island. Er ekki
I heldur ólíklegt að góðir Islendingar
hafi heima setið, því markmið rit-
stjóra og konsúls virðist há.fa verið
það, afr sem fæstir menguðust af
fátækt eða fávisi höfundar myndar-
innar. Er þetta tæplega í fyrsta
skifti sem norrænt útgrip af hálfu
Lögbergs hefir varðveitt of elft
heiður Islands.
Lögberg er skorinort um hversu
mikið vantar—ri myndina. Hefði
þetta átt að nægja til þpss að eg og
aðrir sætum heima, þeg.ar myndin
var sýnd. En við mintumst þess
að sumt hefir fullnægt okkur sem
Lögbergi hefir léttvægt fundist. T.
d. ævintýrið hans Magnúsar Bjarna-
sonar. Það var um þrjá menn
sem voru á fjallgöngu, og stefndu
allir upp á brún. Mörgum þótti
ævintýrið vel orkt, en ritstjóri Lög-
bergs fann samt til þess að engir
voru á ferð niður fjallið. Sáum
við því að við gátum haft not af
myndinni, þó Lögberg vantaði eitt-
hvað í hana. Þvi fórum við í
þetta bíó okkar hér, og alt okkar
skyldulið. Og það “stórmerki-
lega” er, að blessuð hörnin urðu
hrifin af myndinni og fá í fyrsta
skifti á æfinni ákveðna. löngun til
þess að fara_ til Islands. Sextán
ára drengur að hálfu skozkur, sem
beima á hjá mér, segir á heimleið:
“Þegar eg hefi efni á, fer eg til ís-
lands.” Hann heitir Douglas Cox
og les ekki Lögberg.
'Hugkvæmni, listvísi og verklægni
I lýsa sér í v.ali höfundar myndarinn-
ar og meðferð hans á verkefninu.
í Hann hefir vissulega verið óháður
! áhorfandi, eiifs og myndavélin hans.
I Hvergi sézt að silkihattar eða önn-
| uf aðalsmerki lúti honum eða leiki
fyrir hann. Að eins ein kona í
skautbúningi minnir mann á, að hún
hafi verið þess vitandi að það var
verið að taka mynd. Hér er enginn
leikara- eða loddaraskapur á ferð.
Enda ervitt að fá fegurð Islands til
þess að hreykja sér 'á Hollywoods-
vísu. Islenzk fjöll og fossar, glimu-
garparnir, og hún Svanhildur Þor-
steinsdóttir hagga aldrei fegurð
sinni, festu né orku fyrir augu upp-
skafninga.
Við hérna í Elfros, erum höfundi
myndarinnar þa.kklát fyrir að varpa
þessum leiftur-skuggum hér vestur,
og þakklát drengjunum sem brugðu
þeim upp fyrir augu okkar. Þá á
og Lögberg þökk fyrir að leiðbeina
hérlendum mönnum. Slæmt að
einstöku landi ks einnig blaðið og
situr heima í stað þess a.ð sjáandi
augu hans gætu glatt hið íslenzka
DODD’S nýrnapillur eru bezta
nýrnameðalið. Lækna og gigt,
bakverki, hjartabilun, þvag-
teppu, og önnur veikindi, sem
stafa frá nýrunum. — Dodd’s
Kidney Pills kosta 50c askjan,
eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást
hjá öllum lyfsögum, eða frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.
Toronto, Ontario.
eðli sem hann losast aldrei við. Þið
eruð margir Vestur-Islendingar, sem
hefðuð gagn og' g.a.man af að sjá
þessa mynd. Þið eruð margir sem
ekki hafið eins nætnan smekk fyrir
því sem satt er og fagurt, eins og
konsúllinn og ritstjóri Lögbergs.
Elfros, Sask., 16.-1.-’26.
J. P. P
----------x-----------
Hveitisamlagið.
Eignakönnun.
Búnaðarmáladeild Saskatchewan
fylkisins hefir samvinnu og markaðs-
deild, sem m. a. gefur út vikulega,
sa.mvinnu og markaðsfréttablað. I
þessu hlaði er 8. jan. eftirfylgjandi
’grein:—
Sumir hændur gera eignareikning
sinn árlega, — aðrir ekki. Þeir sem
nota þessa aðferð til að komast að
niðurstöðu um hwrnig þeir séu fjár-
hagslega stæðir, hafa vanalega eitt-
hvað til að fóta sig á. Hinir sem
láta skeika að sköpuðn, komast ætíð
að því á endanum hve djúpt þeir era
sokknir.
Til eru bæði sýnilegar og ósýnileg-
ar eignir, og ha-gsýnn bóndi færir sér
þær ósýnilegu til tekna.
Þegar höfuðbókin er gerð upp og
Htið er niður eignadálkinn sést einrt
liður," hlutabréf í hveitinu $3.00 eða.
hlutabréf í Livestock Shippers —
$1.00. Þessir þrír eða einn dalur er
það ,sem borgað hefir verið sem með-
limagjald til félagsskaparins, en hinn
ósýnilegi partur þessa eignaliðs get-
ur verið mikið meiri.
Verðgildi hlutabréfs í hveitisanr-
laginu eða Livestock Shippers er
miklu hærra en sést á bókunum; í
raun réttri er það hundið við hve mik-
ið hlutfhafinn skiftir við þessa fé-
lagssltapi. Hlutabréf í öðrum fé-
lögutn sem vinna að húnaðarbótum
eru einnig eignir, sem eru virði
meira en þess litla sem ÍT>au hefir
verið lagt, og sem eru oft verð-
lagðar of lágt þegar áætlun er gerð”
Þessa.ri grein lýkur með því að
henda á hvaða gagn samvinnu og
markaðsdeild fylkisins veita bænd-
unum í Saskatchewan með þeim
upplýsingum sem það birtir í þessu
blaði, og með því að hvetja þá til að
styðja samvinnufyrirtækin. '
------1---x-----------
COMPLIMENTUM..
Tit
Jóns Einarssonar'.
Þú telst hér með hilmum og hersum
sem hetja — i skáhorn og þversum
þú hugstór í rauninni reynist
og romsan þín blöðunum treinist.
Þín miikil er mærð um það smæirra
en minni um það dýpra og hperra.
Svo nákvæmur, glöggur og nýtinn
þú nusar upp titlinga skitinn.
Þú ruhbar upp rökþungum dómum
í raddhreim með spóuni og lómum.
Með tignblæ af hiltnum og hersum
þú heggur *í skakkhorn og þversum..
5. B. B.
■x-