Heimskringla - 31.03.1926, Blaðsíða 1
I .
\
\
XL. ÁRGANGUR.
—-------------- -----------------
WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN, 24. MARZ 1926
NÚMER 25
| C A N
S*K)'«B»()'««»'0-•■»■(>•«■»•(>■«»■<>-•
' Frá Sainbandsþingimi.
Á mánudaginn er sa.gt að öll frum-
vörp, að undanteknu frumvarpinu
um sveitalán, haf'i verið biúin í
nendur þingsins af stjórnarinnar
hálfu. Helzt þeirra eru: ellistyrkta.r-
frumvarp, endurmat hermannajarjSa;
t>ólfestustyrkur á krúnulöndum, og
afhendinig náttúrufríðenda til Al-
ibertafylkis. Mikilsverð frumvörp
koma ekki önnur fvrir þingið en
þessi, auk fjárlaganna.
V ^
Fjárhagsáætlunin er $345,771,351,
eða um hálfti sjöttu miljón lægri en
í fyrra. C. N. R. áætlunin er
$31,000,000, en var 50 miljónir doll-
ara í fyrra. Er það áreiðanlega tölu-
verð framför. Til hervarna eru veitt
ir nær $10,000,000. Sumir eru svo
hlálegir að spyrja, móti hverjum?
$3,000,000 eiga að ganga í “brautar-
gerð og viðgerðir” á Hudsonsflóa-
órautinni.
* * *
Framsóknarþingmenn og verka-
fiokksþingmennirnir áttu fund með
Mr. Bourassa. Hafði hann til fund-
arins stofnað í því skyni að reyna að
koma á samvinnu milH þessan
tveggja flokka og óháðra þingmanna,
um ýms mikilvægustu landsmál, og
reyna að a.uka skilning hvers flokks
fyrir sig á áhugamálum hinna, og
afstöðu þeirra og hinna ýmsu lands-
hluta gagnvart ríkinu í heild sinni,
samkvæmt legu og lífsskilyrðum. —
Ér af engum manni betra að ^enta
i þessu efni en Mr. Bourassa.
* * *
Foringi framsóknarmanna, Robert
Forke, ætlar að nota páskafríið til
í>ess að vinna, og leggja niður- fyrir
sér málin. þar eystra, i stað þess að
fara í orlofi sínu hingað vestur og
heim. Sama mun vera um flesta
framsóknarþingmenn.
•ow)«»i)«»()«»i)W>«i |
AD A I
Mt>
brautargerðinni frá Kettle Rapids
norður að flóa.
Liberalar í Manitoba höfðu fund
með sér á Fort Garry gistihúsinu hér
í bæ,' fimtudaginn er var. Tvent
markvert skeði þar. Fyrst það, a.ð
um morguninn kom þegar glögglega
í ljós, að töluvert sterkur vilji er inn-
an flokksins til samvinnu við fram-
sóknarflokkinn. Ga.t einn ræðumað-
ur þess, að vel mætti búast við pví,
að algerð samsteypa yrði rædd, þótt
ekki virtist hann verá með þeirri á-
ætlun. Um kvöldið lýsti foringi flokks
ins, Hon. T. C. Norris yfir því, að
fiann léti af formensku eftir að hafa
haft hana á hendi í 16 ár. Væri
heilsubilun eina ástæðan fyrir þess-
ari ákvörðun. Var Mr. Norris þakk-
að mjög innilega fyrir sta.rfið í þarf-
ir flokksinS, og létu flokksbræður
hans í ljós söknuð yfir burtför hans.
Nefnd var kosin 79 manns, úr öllum
héruðum fylkisins, til þess ag skygn-
ast um eftir foringja. — Margir telj.i.
Th. H. Johnson vísa stöðuna, ef
hann vilji og treysti sér heilsunnar
vegna.
Aukakosning fór fra.m i West
Middlesex kjördæmi í Ontario. Sóttu
tveir: Hon. J. C. Elliott, liberal, ný-
skipaður 1 verkamálaráðherra satn-
bandsstjórnarinna.r, og J. A. Elliott,
conservatív. Ráðherrann náði kosn-
ingit með miklum meirihluta. Fékk
hann 6520 atkv., en mótstöðumaður
hans 3839.
í kosningahriðinni fóru tveir con-
serva.tív þingmenn, Donald Suther-
land frá North Oxford, og Harry
Mullins ofursti, þingmaður Marquette
kjördæmis í Manitoba, til liðs við
T. A. EHiott. Meðal annars voru þeir
á kosningafundi í Ailsa. Craig. Hélt
Sutherland þar þrttmandi ræðu á móti
Hon. Elliott, sem við var að búast,
og notaði fylgi hans við Hudsonsflóa
bra.utina, sem aðalgrýlu á áheyrend-
ur. Taldi ekkert fengið með henni
nema útgjöldin ein. — Þetta var ekk-
ert undarlegt af hálfu Mr. Suther-
lands, en mörgum vestanmanni, og
þá máske sumum kjósendum ofurst-
ans, mun þykja. kynlegt að hann sagði
ekki orð til þess að bera á móti þesstt
járnbrautinni til stuðnings. En i
kosningahríðinni í haust fullyrti of-
urstinn, að hvað sem flokksbræður
hans segðu, skyldi hann ^þó aldrei
þreytast á því að styðja að skjótum
framkvæmdum ttm brautargerðina.
Um 100 fiskimenn áttu fund með
sér í Selkirk, þriðjudaginn í fyrri
viku, til þess að ræða með sér ýms
áhugamál sín., santkvæmt tilllpgum
W. A. Founds, yfirumsjónarmanni
fiskiveiða. Eftir fréttum vildu sum-
ir ha.nna alt fiski í Winnipegvatni
sumarð 1927, af ótta við að það
væri að eyðileggjast, en a.ðrir mæltu
fastlega á móti. Ennfremur vildu
ýmsir fá netaleyfi fyrir vetrarfiski
aukið úr 1500 yards upp í 2500 yards
fyrir hvern mann. En úrskurður
verður enginn fyr en Mr. Founds hef
ir ráðfært sig við aðstoðarmenn sína
í Ottawa. — Annars er vert að benda
fiskimönnum á auglýsingu frá W. J.
Lindal lögntanni, hér í blaðinu, í
sambandi við fiskiveiðarnar.
Fjárveitingin til Hudsonsflóabraut
arinnar, $3,000,000, virðist benda á
það, að stjórninni sé alvara nteð að
láta. nú til skarar skríða með braut-
ina. Hafa margir vonað að við hana
TOyndi lokið á þessu suntri, þar eð
ekki sé eftir að leggja nema 92 míl-
"Ur. Þó er hætt við, að verkið verðt
ekki fullgert fyr en á næsta sumri,
enda þótt að því 'verði gengið með
dugnaði. Byrjað verður á verkinu
undireins og tíð leyfir, en brautin
Lefir verið svo vanrækt, að þa.ð þarf
vtst þvi sem næst að endurleggja síð-
ustu 90—100 mílurnar, sem þegar
riafa verið lagðar. Ennfremur þarf
að byggja tvær brýr. Fyr en búið
er að þessu — og það getur tekið
tima, er ekki hægt að halda áfrant
Frá ýmsum löndum.
Hægt ntiðar st.rveldunum í áttina
til þess að afvopnast. Sanikvæmt
opinberum skýrslum frá hermálaráðu
neytinu brezka, telur herfloti Banda-
ríkjanna alls 543 skip og herfloti
Breta 444 skip. Hvor um sig hefir
18 bryndreka (battleships) og Bretar
hafa 4 vígdreka (battle cruisers) en
Bandaríkjamenn engan. Bretar eiga
47 beitiskip (cruisers) en Bandaríkin
32. Bretar eiga 172 tundurspilla
(torpedo destroyers), en Bandaríkja-
menn 309. Bandaríkin eiga einnig
120 neðansjávarbáta. og Bretar 56.
Nú eru Bretar að smíða 2 bryndreka
og 15 beitiskip, en Randaríkin 8
beitiskip.
Þetta eru langstærstu flota.r í heim-
inum. Floti Japana gengur næst.
Þeir eiga nú 6 bryndreka og 4 Víg-
dreka, en eru að byggja 31 beitiskip.
Ekki hafa ræzt spárnar um það,
að Abdel-Krim myndi nota vetrar
hvíldina, til þess að sjá sig um hönd
og gefast upp fyrir Frökkum og
Spánverjnm. Hefir hann þvert á
móti notað tímann til þess að búa sig
sem bezt, að því er Parísarfréttir
herm,a., og er farinn að ónáða fjand-
rnenn sína. Má telja víst að tekið
verði- til óspiltra málanna af beggja
hálfu, nú með vorinu, er vetrarrign-
ingarnar hætta, svo fært verður um
jörðina þar syðra.
Utn síðustu mánaðamót átti fram-
kvæmdanefnd “Third Internationale’’
aðalfund með sér t Moskva. Hefir
nefndin birt stefnuskrá sína í 16
liðum og er hún á þessa leið:
Að koma á átta stunda vinnutíma
mest, en sex stunda vinnutíma í
námum og við óholla vinnu, og yfir-
leitt að berjast á móti lengri vinnu-
tíma.
Ag krefjast opinberrar vátrygging-
ar gegn atvinnuleysi.
Að berjast á móti lélegrt lifs-
kjörum, en fyrir launahækkun.
Að berjast fyrir samtakafrelsi.
Að berjast á móti fascistum, og
einveldis og einokunarsamtökum
þeirra.
Að berjast fyrir því, að þeir greiði
skattana, sem peningana hafa til þess
Að berjast á móti skrifræði
(bureaucracy) en fyrir lýðræði, inn-
an verkatnannafélaganna.
Að krefjast málfrelsis innan verka-
mannafélaganna.
Að berjast á nióti samvinnu milli
einstakra stétta, sérstaklega eins og
þau eru í Randaríkjunum.
Að berjast fyrir einni allsherjar
stétt (framleiðendanna) og iðnfélags-
skap í öllum löndum.
Að koma verkalýð í öllum löndunt
í nánara samband við Rússland.
Að sameina verkamenn í Vestur-
löndunt og hinn undirokaða. verka-
lýð Austurlanda.
Að berjast á móti Alþjóðasamband-
inu og alþjóðaskrifstofu verkamanna,
er sett var á stofn undir þess vernd-
arvæng.
Að berjast á móti ófriði.
Að koma á vinsamlegum félagssksn
milli a.llra verkamanna, á móti auð-
valdsstefnunni.
Að stofna til alþjóðarfélagsskapar,
sem nái yfir allar þjáðir, allar kyn-
kvislir og ala rheimsálfur.
----------x----------
v Stóri gallinn
— við Stephan G. —
Að honum sæmd varð okkur
ring
Æfinnar hans til þrota:
Fjáreign hans né för á þing
Ei fram var hægt að ota,
Svo hann í enska auglýsing
Var aftaks-mál að nota!
v Stephan G.—
17.—£.—’26.
----------x----------
Frá íslandi.
Sigurður SigurSsson fyrrum al-
þingismaður og ráðunautu r Búnað-
arfélags Islands andaðist á heimili
stntl hér í bænum í gær eftir langa)
og þunga legu. Hann var löngu orð-
inn þjóðkunnur maður.
Rvík 27. febr.
Konungurinn og drotningin koma
að forfallalausu til Islands t sumar
á beitiskipinu “Niels Juel", en á skip
intt verður Knútur prins starfandi
sjóliðsforingi. 'Gert er ráð fyrir að
komið verði til Reykjavíkur 12. júni
og éftir tstuta viðdvöl þaf er ferð-
inni heitið kringu mland, með við-
komu á Isafirði, Akureyri og Seyð-
isfirði.
Isafirði 5. ntarz.
Miðvikudag ttrðu tveir menn fyrir
snjóflóði á Sauðanesinu vestan Súg-
andafjarðar, Sigurður Greipsson og
Ingólfur Þorvarðsson prests frá Stað,
Lézt Ingólfur, en Sigurður bjargað-
ist lítt meiddur. — Austan stormur
með frosti. Litil snjókoma. — O-
gæftir.
-----------x—---------
0r bænnm.
Leikmannafélag Sambandssafnaðar
hefir stofnað til skemtisamkomu i
fundarsal safnaðarins í kvöld. —
Skemtiskráin er fjölbreytt og vönd-
uð, og því ekki hætt við að mönn-
um eliðist þar. iFélagið) býður á
þessa samkomu: Forstöðunefnd safn-
aðarins; sömuleiðis öllum kvenfqlags
konum og bændum þeirra; ennfremur
meðlimum félagsins Aldan og ung-
mennafélagsins.
Messað verður í Sambandskirkju
á venjulegum tima á páskadaginn.
Séra Albert E. Kristjánsson mess-
ar í kirkjunni á Otto næsta sunnu-
dag, páskadaginn, kl. 2 e. h.
Föstudaginn 26. þ. m.- andaðist að
heimili sínu t Wynyard Stefán Niku-
lásson bóndi. Hann va.r jarðsung-
inn 28. þ. m. af séra Fr. A. Frið-
rikssyni.
Séra Eyjólfur J. Melan hefir sagt
lausri prestþjónustu við frjálslyndit
söfnuðina í Nýja Islandi, frá 1. a.príl
Hafa söfnuðirnir séð sér fyrir á-
framhaldandi prestþjónustu, en ekki
afráðið enn hver þjónustuna tekst
á hendur.
* -------------------- \
Séna. Eyjólfur J. Melan og hr. Pét-
ur Jónsson, frá Winnipeg, fóru vsst-
ur á Kyrrahafsströnd á laugardags-
kvöldið var. Mun ferðinni heitið til
Los Angeles.
Ársfundur Islendingadagsins var
haldinn í Goodtempb.rahúsinu á mánn
dagskvöldið var. Níu manns gengu
úr nefndinni, sex samkvæmt venju,
en þrír sökum fjarlægðar og veik-
inda. Þeir sem eftir sátu, eru:
Einar P. Jórísson.
Grettir Jóhannsson.
Stefán Eymundsson.
Nýkosnir eru:
Ásbjörn Eggertsson.
Björn Pétursson.
Egill Fáfnis.
Guðm. M. Bjarnason.
Jón Samson.
Signrður Björnsson.
Soffonías Thorkelsson.
Steindór Jakobsson.
Thordur Johnson.
Mánudagskvöldið 29. þ. m. gaf séra
Rögnv. Pétursson í hjónaband Mr.
Friðþjóf Snædal, og Jórunni Tón-
ínu Stefánsson, bæði frá Steep Rock.
Ungu hjónin verða) hér í bænum
fram vfir næstu helgi.
Rev. og Mrs. Fr. A. Friðriksson
fæddist dóttir þriðjudaginn 23. þ. m.
Öskar Heimskringla ungu foreldrun-
um til hamingju. * ,
‘Framlög í styrktarsjóð Björgvins
Guðmundsonar.
Aður rúeðtekið •— .. ..$100.00
H. F. Daníelsson, Arborg . .. 5.00
S. Bjarnason, Elfros .. 1.00
Ben. Peterson, Wynyard . ... 1.00
A. Hörgdal, Wynyard ... 5.00
T. Borgfjörð, Leslie .. 2.00
J. Josephson, Kandahar ... 1.00
V. Abra.hamsson, Kristnes - 1.00
G. Gabríelsson, Kristnes .. 12.00
H. Sumarliðason, Elfros .. 1.00
J. Jóhannesson, Elfros .... - 1.00
Samtals ...$233.00
Frá kunningjum í Elfros .... ... 113.00
T. E. Thorsteinsson.
Jón Arnason Anderson lézt að heitn
ili sonar sins Gunnlögs, 560 Beverley
St., laugardaginn 27. þ. m. Hann
var 81 árs að aldri, fæddur 11. sepl.
1844. Dvaldi hér í landi rúm 40 ár,
mest í Winnipeg. Hinn framliðni
lætur eftir sig 2 dætur: Mrs. J. Car-
son, hér í borg, og Miss Mariu K.
Anderson, Vancouver, og 4 syni:
Gunnar J„ Naicom, Sask., Arna lög-
nunn í Winnipeg, Gunnlög, í Win-
nipeg, og Carl J., í Winnipeg. Jarðar
förin fer fram í dag frá útfararstofu
A. S. Bardals, kl. 3.50.
----------x---------
Bréf til Hkr.
Herra ritstjóri 1
Fjársafnanir til eins eða anna.rs
eru nú nokkrar á dagskrá meðal vor
Vestur-Islendinga, ævo sem til stú-
dentagarðsins í Revkjavík; bygging-
arsjóðs Þjóðræknisfélagsins’; sjóðs til
að kosta kenslu í forn-norrænu við
háskóla Manitoba; sjóðs til að kosta
hr. Björgvin Guðmundsson tónskáld
til hljóntffæðisnáms o. s. frv. Alt
eru þetta þörf og virðingarverð fyrir-
tæki, 1 sem verðskulda drengilegan
stuðning alntennings. -
Sérstaklega. vildi eg þó dáta i ljós
samúð mina með uppástungu hr. As-
geirs I. Blöndals, er ,birtist í Heims-
krlnglu 17. marz, um það að Vestur-
Islendingar legðu eitthvað af mörk-
uni í sjóð þann, er mér skilst að
verið sé að mynda á Islandi, til þess
að byggja þjóðleikhús í Reykjavík,
er væntanlega verði fullgert fyrir
1930. Og að það tillag frá Vestur-
Islendingum skoðist sem gjöf í minn-
ingu um leikkonuna göfugu og frægu.
frú Stefaníu GuðmundsdóttUr, er
andaðist í Kaupmananhöfn á önd-
verðum þessum vetri.
Þessi “drotning islenzkrar leiklist-
ar" átti hinunt mestu vinsældum að
aðdáun að fagna hvar sent hún fór
um bygðir Vestur-Islendingá. og
vafalaust teþ.eg það, a.ð þeir, er sjón-
leiki og leiklist kunna að meta, og hina
ntiklu ntenningarlegu þýðingu, er
þjóðleikhús í Reykjavik gæti ha.ft
fyrir föðurland vort, myndu fúsir að
Leggja ntáli þessu lið, og með því
hjálpa til ag koma þesu áhugantáli
listakonunnar látnu Lframkvæmd..
'Eg sé að hr. Ölafur Eggertsson
hefir mælt nteð þessari tillögu, en
honum var það að þakka aðallega,
að vér Vestur-Islendingar fengum um
stund að njóta leiklistar frú Stefaníu.
Hr. Asgeir I.'Blöndal kunni ntanna
bezt að meta list hinnar látnu leik’-
konu, og ritaði hann um leik henn-
ar þegar hún ferðaðist um hér vestra,
af skilningi og skarpri dómgreind. Er
vel til þess fallið að hann beri þetta
mál frarn, og kann eg honum þökk
fyrir, og vona að árangurinn verði
gefendununt til sótna og Islandi til
gagns.
Frcd, Swanson.
Wpg. 29. marz, 1926.
, -----------x--------*—
‘‘Hallveigarstaðir”.
Svo ætlar “Bandalag kverírta” að
kalla hina fyrirhuguðu byggingu sína
á Arnarhólstúni í Reykjavík. Nú er
óðum verið að sa.fna hlutum, því
húsið á að verða hlutafélagseign. Til-
gangurinn með byggingu þessari er:
fyrst, að sameina konur um hlut-
verk; í öðru lagi, að tryggja konum, i
sent til höfuðstaðarins koma, heint-
ili; í þriðja lagi, koma upp einskon-
ar miðstöð, þar sem konur geti feng- j
ið fundahús fyrir rninni og stærri
samkomur; og í síðasta lagi, að reisa
veglegt minnismerki konunni, sem
nteð Ingólfi Arnarsyni reisti fyrst
bú hér í Reykjavík. Hennar nafn var
Hallveig. Hæst uppi á Arnarhóli
stendur minnismerki Ingólfs. Hall-
veigarminnismerkið verður neðan við
það. Karlmenn einir gengust fyrir
fjársöfnun til minnismerkis Ingólfs.
Vel virðist því við eiga að konur
láti gera Hallveigar minnismerkið.
Gert er ráð fyrir, að húsið verði full-
gert 1930, árið sem þjóðhátíðin er
fvri'huguð; þjóðhátíðin, sem allir Is-
lendingar, hvar sem þeir eru, vilja
fegnir sækja og leggja sinn skerf
til. Hlutverk það, sem konur hafa
sett sér að sameina'krafta sína. um,
nær bæði til kvenna hér á landi og
til þeirra, sem fluzt hafa burtu til
annara landa. ->Það væri eigingirni
af konum hér, vildu þær einar reisa
Hallveigu minnismerkið. Allar koa-
ur, er af íslenzku bergi eru brotnar,
munu á eitt sáttar um það, að eigi
verði konu gert veglegra minnismerki
en með byggingu, sem sameini hugi %
og hendur í þarfir lands og lýðs. Því
veglegra verður minnismerkið, þess
fleiri, sem hjálpast að. Fé er hér,
eins og annarsstaðar, a.fl þeirra hluta
sem gera skal. Hlutafjársöfnunin
verður að vera almenn, bæði a.ustan ’
‘hafs og vestan. Konur verða aö
finna köllun hjá sér sjálfar. For-
göngukonurnar gefa, tækifæri til þess
að þeirri köllun verði hlýtt.
Arið 1930 safnast íslenzkar konur,
frá Austur- og Vesturheimi, saman á
Hallveigarstöðum og ræða áhugamál
sín, bæði hin sameiginlegu og sér-
málin. Margar hugsa gott til. Enn
eru fjögur ár þangað til, þau verða.
fljót að líða. Við verðum skjótt að
hefjast handa.
57 Laufásveg, Reykjavík,
Hólmfríður Arnadóttin
AVARP
frá bráðabirgðastjórn “Hlutafil.
Kvennaheimilið
Islenzkar konur ætla að reisa hús
á Arnarhólstúni. Alþingi hefir gefið
lóð til þe^. Hlutafélag hefir verið
stofnað í þéssttm tilgangi, 15. desem-
ber siðastliðinn, og heitir félagið
“Hlutafélagið Kvennaheimilið”. I
samþyktum félagsins, 3. gr., er kom-
ist svo að orði: "Tilgangur félagsin»
er að koma, upp samkomuhúsi í
Reykjavtk handa íslenzkum konum,
þa.r sem þær geti dvalið um lengri
eða skemri tíma. — Forgöngukonur
þessa fyrirtækis vðru nefnd, kosin af
Bandalagi kvenna, og hefir verið leit
að aðstoðar allra kvenfélaga bæjar-
ins og' fjölda málsmetandi kvenna
víðsvegar um alt land. Undirtektir
hafa verið góða.r, þar sem til hefir
frézt, enda er hér um nauðsynjamál
að ræða. U t
Húsi því, er hér er til stofnað, er
ætlað að verða einskonar miðstöð
fyrir félagsstarfsemi íslenzkra kvenna
á sem flestum sviðum. Það á að
vera fyrir fundi þeirra og samkvæmi.
Það á að vera athvarf konum hvað-
anæfa af landinu, er hingað koma ó-
kunnar og þurfa aðstoðar og leið-
beiningar við til að koma sér fyrir
og geta veitt þeim gistingu um léngri
eða. skemri ttma. Þar á lestrarfélag
kvenna Reykjavikur að vera og létt-
ur aðgangur að góðum bókum og blöð
unt í vistlegum lestrarsal. Þar eiga
þær konur, sent fáa þekkja, að eiga
visan góðan félagsskap í tómstund-
um sínum. —-
Samfara rekstri'' þessa heimiiis
verður hússtjórnarkensla og þá jafn-
framt mat- og kafifsala. Þarna ætti
j og að vera aðalstöð fyrir verzl'un með
íslenzkan heintilisiðnað og kaup á efni
í og áhöldum til hans — En fyrst og
fremst á húsið að vera fögur umgerð
um líf og starf kvenna utan heimil-
anna. Húsið á að vera kornið upp
1930. 'Þar eiga íslenzkar konur að
hittast á 1000 ára hátið Alþingis.
Leyfir bráðabirgðastjórn hlutafé-
lagsins sér hér nteð að skora á alla,
karla. jafnt sent konur, að styðja það
með því að kaupa hlutabréf félagsins.
Rvík, 26. janúar, 1926.
Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
Guðrún Pétursdóttir.
Inga L. Lárusdóttir.
La ufey Vilhjál msdóttir.
. Steinunn Hj. Bjamason.
Aths. — Því ntiður sést ekki í
bréft þessu eða ávarpi nein greinar-
gerð um hlutaútboðið. Er tæplega
hægt að vænta mikilla undirtekta fyr
en eitthvað nánar liggur fyrir um
það efni.
Ritstj.