Heimskringla - 31.03.1926, Blaðsíða 2
2. BLAÐSlÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 31. MARZ 1926
Breytiþróun mannsins.
Eftir Joseph McCabe.
(S. E. íslenzkaði.)
í síðasta fyrirlestri héldum vér því
fram, að frá breytiþróunarkenningunni
stafaði meira ljós á þróunarsögu lífsins
á jörðu vorri, en frá nokkurri annari vís-
inda-uppgötvun. Þróunarsaga mannsins
er ekki undantekning frá þessu. Þeir
sem taka sér það fyrir hendur að and-
mæla sannleiksgildi breytiþróunarlög-
málsins, eru sér þess eflaust ekki fylli-
lega meðvitandi, að með því séu þeir að
afneita mikilsverðasta guðspjalli líffæra-
fræðinnar yfirleitt og mannfræðinnar sér-
staklega.
Vér höfum nú athugað, hvernig lífið
þróaðist stig af stigi á því sem næst einni
biljón ára, frá lægstu líftegundinni til
æðri dýranna. Nú er tilgangur vor að
benda á, hvernig það á fáeáinum miljón-
um ára komst á það stig, er maðurinn
er á, áður en menningin hefst. Næst er
hugmyndin að sýna, hvernig menningin
þróast á aðeins nokkrum þúsundum ára.
Og síðast verður íhugað, hvers vænta
megi í framtíðinni af vísindunum, en þau
eru enn sem komið er síðasta og æðsta
stígið í framfara- eða þróunarsögu lífs-
ins. Þróunin verður sífelt greiðari, eftir
því sem á' söguna líður. A síðustu hundr-
uðum ára eru framfarirnar meiri en á
þúsundum ára áður. Og á síðustu 10 ár-
unum eru þær meiri en jafnvel á hundrað
undangengnum árum. Af þessu öllu er
auðsætt, að tilverustrit mannsins hefir
haft annað og meira í för með sér, en
lífsbarátta dýrsins. Efíir að hann kem-
ur fram, er þroskinn fólginn í samkepni
milli mismunandi hugsana (ideas) og
h-’gsjóna (ideals). Dýrin bíða ósigur í
þeirri samkepni á þróunarbrautinni; aflið
í vöðvunum og tennur þeirra og klær
mega sín þar ekkert; þau hætta að vera
drotnar jarðarinnar. Til þess að geta
gert þróunarsögunni full skil, verður því
úr þessu að snúa sér að manninum og
athöfnum hans. En áður en langt er far-
ið út í það efni, á vel við að gera sér
grein, eftir því sem föng eru á, fyrir upp-
runa.mannsins.
-Vér lukum þar við sögu í gær, er
aparnir voru komnir fram á jörðunni. I
suðurhluta Frakklands og í Asíu hafa
fundíst leifar af öpum, sem vitmeiri voru
en apar nú eru. Um það ber heilabúið
vitni. Aparnir lentu til hitabeltisins í
Afríku. Lífsskilyrðin voru þar svo góð,
að þeir úrkynjuðust. Þar var yfirfljót-
anleg fæða; og í trjánum voru þeir óhult-
ir; þeir lifðu svo þægilegu lífi, að á vit-
hæfileikann reyndi ekkert. Sú greinin
á ættmeiðnum, er til Asíu fór, og menn-
irnir eru komnir af, hlaut erfiðari lífs-
kjör. Tilverustríðið varð miklu alvar-
legra fyrir henni. Og vithæfileikinn þró-
aðist hlutfallslega. Þarna skilur leiðir
þessara ættkvísla fyrir 10 miljónum ára
að minsta kosti. Vér skýrðum áöur frá,
hvemig vísindin gera grein fyrir tímatali
og aldri jarðlaganna. Og samkvæmt þvi
vitum vér af aldri jarðlaganna, sem leif-
ar af öpum hafa fundist í, að apar svip-
aðir mönnum hafa verið uppi fyrir 10—
20 miljónum ára. Hvar vagga þess kyn-
bálks stóð, er ennþá ekki vissa fyrir. En
að voru áliti bendir margt til, að hún hafi
í Suður-Asíu verið, á landsvæði því sem
nú er í sjó horfið., Flestir amerískir
fræðimenn eru þó þeinrar skoðunar, að
hún hafi í Mið-Asíu verið, og færa það
máli sínu til styrktar, að apar hafi í Mið-
Asíu vérið. En þar sem að æðri apateg-
undir hafa bæði fundist í Asfu og Afríku,
virðist oss fremur mega álykta, að sú
kvíslun hafi átt sér stað frá landi því, er
eitt sinn tengdi átfurnar þrjár saman
(Asíu, Afríku og Ástralíu) og leiðin með
öpum nú og mönnum hafi þar skilið.
Fyrst skulum vér nú athuga ástæð-
umar, sem vér höfum fyrir því, að for-
feður mannsins og apanna hafi verið
uppi um sama leyti. Vísindin halda því
hiklaust fram, að maðurinn og apinn hafi
átt sameiginlegan forföður. Þó að aldrei
hefði fundist eitt einasta bein úr mann-
inum á elzta stígi sínu, væri ómögulegt
að rengja sjálfan sfg um, að þessu sé
þannig varið. I kappræðunni milli dr.
Rileys og mín, hélt Dr. Riley því fram,
að engin sönnun væri til fyrir breyti-
þróun mannsins. Vér svöruðum, að hægt
væri að færa tvær biljónir sannana fyrir
því á tveim mínútum. Það ber hver ein-
asti núlifandi maður ótvírætt vitni um
breytiþróun mannsins. Hvaða tilgang
hafa t. d. brjóst á karlmönnum. Þó í
rýraum sé, hefir hver karlmaður brjóst
og mjólkumabba (geirvörtur) til þess að
gefa afkvæmi sínu að sjúga. Læknar
segja að þess séu þúsund dæmi, að mjólk-
urkirtlamir séu í bezta ásigkomulagi hjá
karlmönnum ennþá, og þeir gætu eins
og móðirin lagt afkvæmið sér á brjóst og
nært það.1 1 dýraríkinu eru dæmi þess,
að karldýrið gefi að sjúga. Auðsætt er
því, að. líffæri þetta er ekkert annað en
arfur frá einhverjum af elztu forfeðrum
riiannsins. Tilgangur þess verður ekki
á neinn annan hátt skýrður, því þörfin
fyrir það nú er algerlega horfin.
Mörg dæmi eru einnig til þess að kon-
ur og jafnvel karlmenn, hafi fæðst með
röð af spenum á hvoru brjósti, eins og
algengt er á lægri dýrum. Verður erfitt
að sýna á hvað það bendir fremur en
breytiþróun mannsins. Þá eru ytri eyrun,
eða þessar visnu brjóskblöðkur, sín til
hvorrar hliðar á höfðinu. Þau-eru nú
allsendis óþörf. Sjö vöðvum er maður-
inn gæddur til þess að hreyfa með þessi
líffæri á ýmsa vegu, eða mjög á sama
veg og hestar hreyfa eyrun í þá átt, er
hljóð bérst úr. Samt er nú sá maður
ekki fæddur, sem hreyft getur þessa
vöðva. Sá er meira að segja vandfund-
inn, sem hreyft getur nokkurn einn
þeirra. Hvað sem skoðunum yðar á
mannlífinu líður, er óumflýjanlegt sann-
leikans vegna, að gera sér einhverja grein
fyrir þessari líkamsbyggingu mannsins.
En oss er ulið, hvernig það er hægt á ann
an hátt en þann, er á hefir verið bent,
eða þann, að hún sé arfur frá einhverjum
ættföður mannsins frá löngu liðinni tíð.
Þó hún sé nú óþörf, er ekki þar með sagt,
að hún hafi ávalt verið það.
Þá má nefna hárið á líkama mannsins.
Þunt lag af hýungi hylur allan skrokk-
inn. Ekkert mun eins minna á skyld-
leika mannsins og dýrsins og það. Og
svo er nú botnlanginn. Eins og kunn-
ugt er, hefir hann í miljónatali verið tek-
inn úr mönnum, án þess að líkaminn
sakni nokkurs í við það. Botnlanginn er
nú ekki einungis ónauðsynlegur, heldur
er hann ofan í kaupið skaðlegur og oft
bráðhættulegur. Hvemig er nú hægt
að gera sér grein fyrir líffæri í líkama
mannsins, sem ekki er nema til ills eins
og engan heilavænlegan tilgang hefir?
Það er aðeins hægt með einum hætti.
Botnlanginn hefir ekkt ávalt verið ó-
þarfur í ættlið mannsins. Hjá einhverj-
um áa vorra, frá eldri tímabilum þróun-
arsögu lífsins, sem rúmmeiri meltingar-
færi þurfti en maðurinn, hefir hann ekki
einskis ve^ður verið. Jurtirnar, sem dýrin
lifa á, eru þaktar trefjum (cellulose) ut-
an, og til þess að leysa þær upp, hafast
biljónir gerla við í innýflunum. Þetta
gerist í lægri hlutum meltingarfæranna
og því þurfa þau að vera rúmmikil. Dýr,
eins og hérar, þurfa botnlangarúmsins
með. Máðurinn og apinn ekki. Leifar
botnlangans í manninum eru því eitt af
erfðagózi hans frá eldri ættliðunum, og
eru þögull, en órækur vottur um breyti-
þróun mannsins.
Það eru að minsta kosti hundrað líf-
færi af þessu tæi í líkama mannsins, líf-
(æri, sem nú eru allsendis óþörf, og geta
því aðeins í likamanum verið, að þau séu
að erfð þegin frá einhverjum í ættkvísl-
inni, sem endur fyrir löngu hafði þeirra
fullkomin not. Og alt er nú þetta, sem
á var minst, sameiginlegt með mönnum
og öpum. Eyru, brjóst, botnlangi, vott-
ur rófu o. fl., er nákvæmlega eins hjá
æðri öpunum og manninum. Torvelt er
nú að hugsa sér, að líkami mannsins hafi
verið skapaður án eða með lítilli hlið-
sjón af brýnustu þörfum, en með því
meiri gaumgæfni & að vera nokkurskon-
ar fornmenjasafn!. Mörg þessara líffæra
em einnig sameiginleg með mönnum og
spendýmm. Og því lengra sem grenslast
er til baka, eða niður í dýraríkið, því
auðsærri og ákveðnari verða ávalt ætl-
unarverk og nytsemi þessara líffæra hjá
dýrunum.
Forfaðir mannsins lifði í trjám. Hann
var klifurdýr. Aparnir eru það enn. En
frændur þeirra, eða sú greinin á þessum
sameiginlega baðmi, sem til Asíu lenti,
gat ekki haldið áfram að lifa í trjánum,
af þeirri einföldu ástæðu, að skógarair í
Suður-Asíu eyddust um þær mundir eða
skömmu eftir komu þeirra þangað. Nátt-
úran tók í tauminn, eins og svo oft áður,
og skifti sköpum. Og samt er kenning
Darwins um úrvalning náttúrunnar, efuð
og jafnvel ósönn talin af ýmsum ennþá.
En auðvitað er það ekki ávalt af hreinni
sannleiksást mælt, og því síður á reynslu-
athugunum bygt eða þekkingu. Forfaðir
mannsins var knúður til þess að heyja
lífsstríðið á jafnsléttu. Og við það hlutu
lifnaðarhættirnir að breytast. Hendurn-
ar, sem áður voru aðallega notaðar til
þess að krækja með utan um trjágrein-
ar, var nú byrjað að nota til þess að
handleika með aðra hluti. Við það bjást-
ur verður þumalfinguriim-'til. Það er
naasta eftirtektarvert, hve lítið tilefni
getur oft orðið til þess, að valda stórfeng-
legustu breytingum í þróunarsögu lífs-
ins. Sést það þó óvíða eins áþreifanlega
og hér, því það er öllu öðru fremur þum-
alfingurinn, sem aðgreinir í fyrstu menn-
ina frá öpum. Án þumalfingursins hefði
maðurinn ekki orðið maður. Hann hefir
ekki þróast á öpunum, og er ekki líkleg-
ur til þess, en án þess geta þeir ekki orð-
ið að mönnum.
Um þær mundir er forfaðir mannsins
kemur til Asíu, eru Himalaya-fjöllin að
myndast. Var það jarðrask mikið.
Fylgdi því gersamleg breyting á yfirborði
jarðar á þeim slóðum. Þá eyddust skóg-
amir, sem áður þöktu Suður-Asíu,. en
grett hraun komu í staðinn. Hnetur uxu
nú ekki og skorkvikindi hurfu að mestu
með skógunum. Þar við bættist, að dýr
þau, er þar voru á sveimi, voru gráðug-
ustu kjötætur. Alt stuðlaði. þetta að því
að gera lífsbaráttu forföður mannsins
yfrið ískyggilega, og ólíka því sem hún
hafði áður verið.
En eitthvað þurfti hann sér til lífs-
viðurhalds. Og nokkru síðar verða menn
þess varir, af leifunum að dæma af for-
föður niannsins, að heilinn hefir ofurlítið
stækkað. Ástæðan fyrir því er ljós. Ekk-
ert utan það, að grípa til vithæfileikan.5.
gat bjargað honum í hinu nýja og breytta
heimkynni, frá tortíming. En því má ekki
gleyma, að mann-dýrið (human animal)
er enn um miljónir ára á mjög lítið hærra
stigi en dýrin. Engin áhöld úr tinnu
finnast eftir hann frá þessum tímum.
Þroskinn var ekki orðinn svo mikill, að
honum hugsaðist að smíða sér þau.
Með síðari tíma uppgötvununum hefir
nú að mestu leyti tekist að brúa gjána
milli mannsins jog aþans. Vér höfum
spannað þá ímynduðu gjá brú, og getum
sannað, að fimm af sex stöplunum eru
verulegir, en ekki neitt hugarsmíði. Fyrir
ári síðan, fundust leifar af apa, sem er
miklu nær mönnunum en apar nú eru.
Það var í nánd við Taungs í Suður-
Afríku. Næst kemur mannapinn, sem
á Java-eyju fanst. Leifarnar, sem af
honum Tundust, voru hauskúpa, , tennur
og lærbein. Af þeim var auðvelt fyrir
sérfræðinga, að fullkomna beinagrindina,
og er hún nú sýnd á' hverju fornmenja-
safni út um heim allan sem mann-api.
Af heilabúinu að dæma, virðist hann hafa
verið miðja vega milli æðri apa og lægstu
manna. Það er týndi hlekkuripn í orðs-
ins fylstu merkingu. Þar næst kemur
Piltdown-maðurinn. Hann fanst á Eng-
landi. Leifar af sama öiannflokki hafa
einnig fundist á Þýzkalandi. Hann er
talinn að hafa verið uppi fyrir 400,000 ár-
um. Kemur vísindamönnum saman um
það, að hann hafi verið á heldur lægra
stígi en nokkur núlifandi villimaður. Auk
leifa þessara manna, hefir fundist urm-
ull áhaldaleifa úr tinnu eðai hörðum
steini, sem sum em æfagömul. Fyrir
þrem ámm fanst tinnuáhald á Englandi,
sem talið er elzta áhald, sem fundist hefir.
Alþjóðanefnd vísindamanna var kvödd til
þess staðar, er áhaldið fanst á, til þess
að gera grein fyrir því. Kom henni sam-
an um það, að áhaldið sé eftir menn á
afar lágu stigi (semi-human), er uppí
hafi verið á Englandi fyrir meira en miljón
árum og því löngu fyrir 'ísöldina miklu.
Frá þessum tíma höfum vér ósjitna
sögu af manninum, af steináhöldum, er
fundist hafa. Og enginn vísindamaður
efast nú um, að það hefir ekki einungis
líkamleg breytiþróun átt sér stað hjá
manninum, heldur jafnframt andleg
breytiþróun; heilinn hefir þróast smátt
og smátt. Áhöldin bera í raun og veru
Ijósari vott um andlegan þroska en lík-
amlegan. Hið áminsta áhald, er á Eng-
landi fanst, hefir eðlilega leitt til þess, að
nú eru margir þeirrar skoðunar, að í Ev-
rópu hafi fyrst komið fram menn, er veru-
leg steináhöld gerðu sér. Loftslag var
þar mjög milt um þær mundir. Það var
svo hlýtt, að fílar og apar, nashymingar
og vatnahestar, voru þar samtímis þess-
um elztu mönnum.
Fyrir jafnvel 100,000 árum var loftslag
svo hlýtt á Englandi, að það var ekki ó-
svipað því, sem nú er í Suður-Californíu
England var þá áfast meginlandi Evrópu.
Þar var gott til bjargálna og mönnum
hefir ekki orðið skotaskuld úr því að afla
sér viðurværis. Enda fjölgar þeim nú
óðum og dreifast út um alla Suður-Ev-
rópu. Fundist hafa um 40 beinagrindur
af þessum eldri-steinaldarmönnum, og
vér þekkjum þá eins vel og jafnvel betur
en suma villimenn, sem nú eru uppi í
Afríku. Þeir voru lægri vexti en villi-
mennirnir, sem nú eru í Ástralíu og voru
ekki eins beinir á velli; heilinn var einnig
minni. Og samt sem áður vom nú þetta
menn, sem alt að því 10 miljóna ára
breytiþróunarsögu áttu að baki.
Um' þessar mundir breytist einu sinni
(Frh. á 7. t>1s.)
Sjöunda ársping
Þjóðræknisfélagsins.
Niöurl.
Kl. 8 um kvöldiö var fundtir sett-
ur aftur. Var fundargerð síðasta
fundar lesin upp og samþ. í einu I
hljóði, breytingalaust.
Með því að mörgum störfum var enn
ólokið, en fyrirlesarar fúsir að láta í
erindi niður falla, gerði Arni Egg- j
ertsson tillögu, studda af Jakob Krist
jánssyni, að haldið skyldi áfram
fundarstörfum í stað s’kemtifúndar. I
Var hún samþykt í einu hljóði.
húndrað þúsund dollurum —. Skuli-
sá sjóður afhentur háskólaráði Mani»-
tobafylkis, með því skilyrði að vöxt-
um hans sé varið árlega. til að kosta
kensltt í íslenzkum fræðum, og að
íslenzku séu þar gerð jöfn skil, sem
hverju öðru útlendu tungumáli.
Þá var Samþykt tiTlaga frá Arna
Eggertssyni, studd af Asmundi P.
Jóhannssyni, a.ð r.æða nefndarálitið
lið fyrir lið.
1. liður var santþ. í einu hljóði.
2. liður sömuleiðis.
3. liður sömuleiðis.
Um 4. lið urðu töluverðar umræð-
ur, en loks var hann samþyktur ó—
_. breyttur með ollum þorra atkvæða.
Þa kom frarn tillaga fra Palt Biarn c;íc , , .
1 | Stðan va.r nefndaralitið i heild smm
arsyni, studd af J. S. Gillies, að taka , x ,. v. ...
J J ’ bortð undir atkvæði og samþykt .í
reikmngsmáhn fynr að nýju og ejnu h,jóðj
kjósa nefnd til að yfirskoða öll fylgi j mM yoru næst tekjn fyrjr Ba5
skjöMngdrísöfrmnarinnar frá byrj-^rseti hljóðs séía Rögnv. Péturs-
un. Va.r hún samþykt í einu hljóði. j
syni. 'Gat hann um hina nýútkomnu
Þá bar Jakob Kristjánsson fram ,istmyfldabók Einars Jónssonar frá
brfejytingartijlögu við 3. lið meiri- [ hvílíkur fjársjóður hún
hlutaálitsins, studda af Páli Bjarnar- yærj Qg menn ^ ag gerast
syni, á þá leið að sá liður allur faJh áskrifendur ag hennj_ Ga{ hann
burtu, ásamt viðaukum, en í stað . „ , . . . . „ ,
, , . ..XT , ,. , ., ^ Þess að þeir, sem girntust að kaupa
hans kom,: Nefndm leggur t,l að hana> en ekki væru þarna staddjr>
hr. Arni Eggertsson og hr. Páll S. gætu snúig sér til hang ega hf j j
Pálsson séu kosnirtil þess að yflr-! BíldfeUs, er þeim bærist fregnin af
fara öll fylgfiskjöl samskotanna í varn þessu ,Var samþ tj]laga um ag
arsjóð Ingólfs Ingólfssonar”. Var þessu máH vigtökU) og vo'fu ]ögg
þessi bneytingartillaga síðan borin , fram eygublög 4 þingina ti] 4skrifta.
„ndir ^tkvæði og samþykt í einu j Skrifu8u'sig þegar alImargir f ir
hljóði, sem 3. liður nefnarálitsins.
Síðan var 4. liður nefndarálit
meirihlutans samþyktur.sem Iesinn.
bókinni. _ \
Þá mintist og séra Rögnvaldur Pét-
ursson á stúdentagarðsbókina ‘‘Sel-
Síðan var alt nefndarálitið, með kinnu..( er send hefgj verjg hJ 5
áorðnum breytingum, samþykt í einu j vestur( tj] þes$ ag ^ . nöfnum
hljóði.
i Islendinga hér, með þeirra eigitt
Þá kom fram álit bókasafnsnefnd- hendi Lýsti hann> hví,Hk gersemi
annnarx tveimur liðum: | bójcin væri, en sá galli væri á, að
1. Vill nefndin leggja til, að þar j tollstjórnin hér hefði fundið upp á
sem samþykt hafð, ver.ð, að byggja þvi ag to])a hana afarh4tt> og krefg.
félagshús leðp. feigja félaginu hús- (ist $100 tollSf águr en hún fengi ag
næð, hér , Wmmpeg, þá skuli þar koma jnn . landjg Baf hann sjgan
stofnað til bókasafns til almennra af- j fram tillögU( studda af Fr> Swan.
nota, með þeim vísi, sem þegar er ^ ag Þjóðræknisfélagig slfy]di
fyr.r, og auka hann eftir getu. Ef gangast fyrir þvi ag f4 hana undan
ekk, verði af byggmgu eða húsaleigu tolllögunum og síðan gangast fyrir
þá skuh skjaJavorður geyma safn-, undirsKriftum í hanæ Var sú til-
iö, unz fært verði að opna það til |aga samþykt j einu hljógi,
útlána. i þ4 bag forseti hljóðs Einari P.
2. Nefndin vill að reynt verði að Jónssyni; Talaði hann fyrir Björg-
bjarga emstokum bókum og sófnum, vini Guðmundssyni tónskáldi, hví-
sem eldri Islendingar eftir skilja, og Hkt 41it hann hefgj ag vergleikum
v,ll að stjórnarnefnd félagsins geri , unl*g sél.{ sjáUmentaður maður o^
strax yfirlýsingu um að það veiti við- hvílik nauðsyn bæri til þess að gáfur
toku þesshattar bókagjöfum, enda hans fengju að njóta sín, en á þvt
kaupi slikar bækur, ef efni leyfa. j væru engar horfur( ef honum kæmi
Var samþykt tillaga frá Klemens: ekki einhversstaðar styrkur að. Bar
Jónassyni, studd af A. S. Skagfeld, hanh síðan fram tillögt,, studda af
að samþykkja nefndarálitið sem les-jséra Fr> A Friðrikssyni, að skipa
lð' : skyldi þriggja maaan nefnd til þess
Þá bað forseti um álit frá nefnd að gangast fyrir því j nafni féIag5_
þe.rn, sem sett hafði verið til þess ins> ef til vill i samráÖi við aðra, aö
aðathuga íslenskukenslumálið. Fram Björgvini Guðmundssyni yrði á ein-
sögumaður nefndarinnar, ' séra Al- j hvern hátt séð farborða til mentunar
bert E. Kristjánsson, spurði hvort j list sinni. Var þessi tillaga sam-
þingið æskti eftir skýrslu um starf þykt j einu hljógi. í nefndina vom
sitt milli þinga , því máli. Skýrði, skipagir séra Er. A Friðriksson,
forseti frá því, að stjórnarnefnd fé- : Einar P. Jónsson og dr. Jóhannes
lagsins hefði ráðið séra Albert sér p. p41sson
til hjálpar i því máli, sem þann er j Þá bag sér hljóðs hr Bergþór E^
þeim hnútum væri kunnugastur. Las Johnson. ‘Þakkaði hann fyrir þann
séra Albert síðan skýrslu um starf- h«ður, er þingið hefði sýnt sér, meö
semi sina og þeirra manna, er hann þvi að kjósa sig til varaforseta, en
hafði fengið sér til styrktar í við- kvaðst vilja bigja um ]ausn fr4 þvl
skiftum sínum við mentamálaráö starfi, þar eð hann teldi sig of ó-
fylkisins. Va rhonum þakkað fyrir1 reyndan félagsmann. Hefði hann og
með lófaklappi.
ekki verið viðstaddur, er embættis-
Því næst var nefndarálitið sjálft mannakosningin fór fram. Lagði P.
tekið fyrir. Var þa.ð í 4 hðum. j S. Pálsson til, en hr. F. Swanson
1. Að Þjóðræknisfélagið haldi á- studdi, að þessi afsökun væri tekii
fram að styrkja heimakenslu í ís- gild. Var það samþykt í einu hljóði.
lenzku, eins og að undanförnu. Nefnd Var þvi næst gengig til varforsete_
in finnur þó sárt til þes, hve æskilegt kosninga á ný. I\rni Eggertsson
væri, að starf þetta. væri aukið, því stakk upp 4 j. j. Bildfell þag em_
vitanlega njóta ekki kenslu þessarar bætti> en Mrs. S. Swanson studdi. Sr.
nema lítill hluti íslenzkra ungmenna Guðmundur Arnason stakk upp á sr.
i‘ þessari borg. X)g þörfin verður j A. E. Kristjánssyni, en Ingibjörg
brýnni með hverju ári í mörgum Björnsson studdi. Séra Albert E,
öðrum bæjum og bygðum, þa.r sem Kristjánsson bað sig afsakaðan frá
Islendingar dvelja. Vildi nefndin endurskoðunarenibættinu. Var það
mæla fram með meiri fjárframlögum ^mþykt með 28 atkv. gegn 14. Var
í þessu skyni, væri henni ekki kunn- þ4 gengið til kosninga og J. J. BÍId-
ugt, hve þröngur fjárhagur félagsins fell kosinn varaforseti með 32 atkv.
er' en séra A. E. Kristjánsson hlaut 25.
2. Að þar sem nú hefir fengist leyfi j Þ4 lagði Sigfús Halldórs frá Höfn-
til þess að kenna íslenzku í miðskól- un, til, en J. S. Gillies studdi, að
um fylkisins, sé stjórnarnefnd fé- kjósa Olaf Pétursson endurskoðunar-
lagins falið að hvetja Islendinga til mann i stað séra A. E. Kristjánsson-
að færa sér leyfi þetta í nyt, með ar. Var það samþ. í einu hljóði.
blaðagreinum og samtali við einstak- Þá bar séra Rögnv. Pétursson frani
linga, þar sem tækifæri bjóðast. j málaleitun frá Guðmundi lögmanni
3. Að þar sem nefndinni er ljóst, Grímssyni, þess efnis, að Þjóðrækn-
hve mikill skortur er á nothæfum isfélagið styrþti á einhvern hátt ung-
kenslubókum, leggur hún til, að frú Thorstínu Jackson, til þess að
s(tjórnarnefndin hlutist til um út gefa út sögu Dakotanýlendunnar. —
gáfu slíkra bóka, að svo miklu leyti Var samþ. að vísa því máli til stjórn-
sem hún ser sér fært fjarhagslega. arnefndarinnar.
4. Að Þjóðræknisfélagið byrji nú (Sigfús Halldórs frá Höfnum gat
þegar á sjóðsstofnun, og hafi fyrir Um þáttöku islenzka félagsins ‘‘Vís-
markmið að safna. $100,000 — eitt ir” í Chicago, i hannyrða og lista-