Heimskringla - 31.03.1926, Side 4
»
4. BLAÐSIÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 24. MARZ, 1926.
ÍÉtcíinskringlci
Krmor flt fl hverj
ar
mlSvIkudegt
EIGENDDK:
VIKING PRESS, LTD.
853 Ofl 855 SARGBNT AVE., AVIJÍNIPEG.
TaUlmii N-6537
Vorí blaTSsins er »3.00 Argangurinn bor*-
lst fyrirfram. Aliar borganir sendist
THE VIKING PRESS LTD.
SIGFDS HALLDÓRS írá Höfnum
Ritstjórl.
JAKOB F. KRISTJÁNSSON,
Ráðsmaður.
UtanAf«krirt tll blaVnlnMt
THB VIKING PRESS, lA Box 8105
Utanáskrlft tll rltntJOranu:
EDITOK HEIMSKRINGLA, Box 8105
WINNIPEG, MAN.
“Helmskrlngla is publlshed by
The VlklnRT Preaa Ltd.
and prlnted by
CITY PRINTING & PUBLISHFNG CO.
S53-S55 Sargent Wlnnlpeg, Man.
Telephonej N 6537
WINNIPEG, MAN., 31. MARZ, 1926.
Afstaða bókstafs-
trúarmanna.
Það fer fleirum líkt og “L. F.” að geta
ekki orða bundist um ritstjómargreinina
I “The Minneota Ma&cot” 12. marz, eftir
hinn ágæta ritstjóra biaðsins, — svo vér
lánum hjá Hómer — Gunnar B. Björns-
son, sem hann nefnir “The Riley Inci-
dent”.
lærdómsmanni”, hafi verið bannað mál-
frelsi við Minnesota háskólann nýlega,
er hann hugðist að gera breytiþróunar-
kenninguna að umtalsefni. Telur ritstjór-
inn efni ræðunnar orsökina, af því að Dr.
Riley “skori á hólm hinar rótlausu til-
gátu-fuilyrðingar breytiþróunarmanna’
Um orsökina her ekki öllum saman. Svo
stóð nefnilega á að prófessor Scott Near-
ing, heimsfrægur mannféiagsfræðingur,
sem fylgir skoðunum jafnaðarmanna, ætl-
aði að halda fyrirlestur þar um líkt leyti.
Segja margir, að til þess að geta losnað
við hann, svo ekki væri sérstaklega áber-
andi, hafi háskólaráðið gripið til þess, að
loka munninum á báðum.
Ritstjórinn er gramur yfir því, að Riley
skuli vera bannað málfrelsi, og vér erum
honum sammála, eins og vér vonum að
hann sé oss sammála um, að það hafi
verið óhæfa, að taka fyrir munninn á
prófessor Scott Nearing. Það ætti ekki
að viðgangasjt, að Iháskólar cða aðrar
stofnanir mýldu menn, vegna skoðana
þeirra, hvort sem þeir eru bókstafstrúar-
menn eða breytiþróunarmenn. En það
átti ekki að vera mergur þessa máls.
Það sem vakti sérstaklega athygli vora
eru staðhæfingar ritstjórans, um bókstafs
grundvöilinn í sambandi við háskólana
og mentastofnanirnar, sérstaklega þessi
málsgrein:
“Bókstafsmenn (Fundamentalists) fara
ekki fram á að kent sé við háskólann
samkvæmt hugmyndum þeirra. Þeir fara
ekki fram á annað en að andstæðiskenn-
ingunni, sem einungis hefir við getgátur
að styðjast, sé ekki gert hærra undir
höfði en grundvölluðum sannleika opin-
beraðra trúarbragða”.
Oss er ómögulegt að skilja þessa af-
stöðu bókstafstrúarmannanna til menta-
stofnananna. Hefir altaf verið hún ráð-
gáta. Afstaða Bryans og löggjafarþing-
anna í Tennessee og Mississippi til
þeirra, er samkvæmt trú þeirra og sann-
færingu. H)eróp þeirra er skýrt og skorin-
ort: Burt með allar náttúrufræðibækur,
sem kom« í bága við bókstaf biblíunnar!
Kennið börnum vorum um uppruna lífs-
ina og mannsins samkvæmt fyrstu bók
Mósesar! Burt með náttúruvísindin!
Þetta er skiljanleg “bókstafsafstaða”.
En hvernig nokkrum bókstafstrúarmanni
getur dottið í hug, að senda börn sín á
mentastofnanir, sem frá þeirra sjónarmiði
kenna þeim tóma vitleysu, “eingöngu á
getgátum bygða”, í stað þess að heimta,
að þeim sé eingöngu kendur hinn grund-
vallaði sannleikur opinberaðra trúar-
bragða, er fráleitt að nokkur geti skilið.
Ritstjórinn segir að breytiþróunar-
menirnir séu að “reyna að grafa undir-
stöðuna undan trúartrausti og trúar-
brögðum þjóðarinnar’’. Dr. Riley sé
“einn af ágætustu mönnum þjóðarinnar,
í baráttunni gegn herskörunum, sem vilji
setja “getgátur “vísindanna” í stað sann-
leika kristninnar”. Hanii varar háskól-
ann við því að neita slí.kum manni um
orðið. En hann kveðst gera það sem
“vinsamlegast”, því hann hafi “traust á
háskólanum’2.
En hvernig er hægt að treysta menta-
stofnunum, sem fara með rótlausar get-
gátur, í stað hins grundvallaða, opinber-
aða sannleika? Hvers vegna ekki að
heimta þann sannleika, sem helgustu rétt-
indi börnum sínum til handa og afkom-
endum þeirra í þúsund liðu?
Hver skilur afstöðu bókstafstrúar-
mannanna?
Hvers vegna?
—vegna þess.
Út af hinum Vel rituðu “Átölum” herra
Páls Guðmundssonar í minn garð, sem
birtist á öðrum stað hér í blaðinu, flaug
mér þessi greinargerð í hug, sem eg held
að sé rétt að birta, eftir ástæðum.
* * *
Eg gekk ekki að því gruflandi, að rit-
dópiurinn um “Tíbrá’’ myndi koma við
taugar manna hér og þar. Eg gekk að
því vísu, að kveinstafir myndu heyrast
úr ýmsum áttum, því mér var nokkurn-
veginn ljóst, að þessi sífeldi leiraustur og
hrósið um hann, hefir sljóvgað, og víða
gerblindað smekkvísi manna og skilning
allan á skáldskap. Þess vegna get eg
heldur ekki verið hr. Páli Guðmundssyni
samdóma um það, að Heimskringla hefði
átt að þegja þessa bók fram af sér, eins
og á stóð.
Eg er honum að vísu sammála um það,
að slíkar bækur eru yfirleitt ekki ritdæmd
ar í nokkru menningarlandi. Séu h'kar
bækur sendar blöðum eða tjmari.tum,
er sumra þeirra getið í tveimur eða þrem-
ur línum, að þær séu einkis virði nema
sem uppkveikja. Þetta er að vísu eins-
konar ritdómur, en þó ekki í vanalegum
Ritstjórinn skýrir frá því, að Dr. Riley, skilningi. En annara er alls ekki getið,
‘vel mentuðum, reyndum, íhaldssömum með einu orði, svo lélegar eru þær, og eg
er einnig sammála hr. P. G. um það, að
“Tíbrá” sé af því tæi. Hvers vegna þá
a’ð leggja nokkuð ítarlegri dóm á bókina?
mun hr. P. G. spyrja, og vafalaust margir
með honum. -
Vegna þess að hér er öðruvísi ástatt,
en á nokkrum öðrum stað í veröldinni,
sem mér er kunnugt um. Mér er ekki
kunnugt um að höfundar sjái ljóðum sín-
um farborða sjálfir, annarsstaðar, eins
og hér. Auðvitað kunna góðar bækur að
slæðast með á þann hátt, en með þessari
aðferð er vissa fengin um það, að hvergi
á bygðu bóli fær einskis nýtt rímhnoð
neitt svipaða útbreiðslu og hér, hlutfalls-
lega.
Þetta er fyrsta atriðið, en þó langt frá
því að vera þyngst á metunum. Sá, sem
ekkert þekkir til, gæti jafnvel staðhæft,
að þrátt fyrir þetta væri engin hætta á
ferðum. Fóik keypti að vísu bókina, en í
fyrsta lagi ætti það sjálft peningana, og
í öðru lagi væru kaupin gerð af brjóst-
gæðum eða kunningsskap . Menn læsu
ekki þetta, fleygðu því út í hom, eða á
happdrætti, sérstaklega ef ekkert væri
á bókina minst. Þá lognist hún út af
í þagnar'dauða. Já, það er nú einmitt
þetta ef. Það er ekki til neins fyrir einn
að þegja, þegar svo er ástatt, ef aðrir
tala hástöfum. Og einmitt þessari bók
hefir verið aflað fylgis með óþreytandi
elju í því nær hálft ár, í öðru blaðinu hér,
bginh'nis og óbeinlínis. Tveir menn hafa
lofað hana þar á ýmsan hátt. Fyrstu
lofgerðinni, er þar birtist, hafnaði Heims-
kringla, af skiljanlegum ástæðum. Ann-
ar ritdómurinn af þessum tveimur fór
svo iangt, að hann taldi eitt kvæðið í
“Tíbrá” bera iangt af einuj snjallasta
kvæðinu, sem eitthvert ágætasta Ijóð-
skáld Islendinga fyr pg síðar hefir kveð-
ið. Og höfundurinn hefir sjálfur ótvírætt
gefið í skyn í blöðunum, að bókin hafi
mjög víða verið sérlega kærkominn gest-
ur, að hún hafi svalað andlegum þorsta.
Það þarf minna til en þetta að glepja tölu-
verðum hluta manna sýn. Samtíðin get-
ur ekki þagað það í hel, sem sífelt er lof-
að hástöfum. Það er siðferðisleg skylda
hvers manns, sem eitthvað skiftir sér af
almenningsálitinu, að láta ekki þegjandi
viðgangast, að almenningi sé seld svikin
vara, ef hann veit það. Það skiftir litlu,
hvort það er gert af fávizku, eða af ein-
hverjum óæðri hvötum. Það þarf rót-
tækari aðferðir að uppræta illgresið, ef
beinlínis er sáð til þess, heldur en ef það
er sjálfsáið. Og alveg sérstaka nauðsyn
ber til þess, ef svo er komið jarðveginum.
að illgresið þrífist þar að öllu sjálfráðu
betur en hveitið.
Það er þriðja og máske mikilvægasta
ástæðan fyrir ritdóminum. Því það get-
ur engum sæmilega glöggum manni á
skáldskap dulist, að leirfok síðari ára hef-
ir því miður blindað mörgum sýn hér
vestra, og gert ófrjóan akur skilnings
þeirra og smekkvísi. Þessu til sönnunar
mætti tilfæra ótal dæmi. En augljósari
vott þess hefði eg aldrei getað gert mér
voin um að fá í hendurnar, en greinar-
kornið, sem einhver “Vinur réttsýninnar”
lét frá sér fara í síðasta Lögbergi. Eg
held sem sé að það sé óhætt að gera ráð
fyrir því, að honum hafi verið alvara með ,
dulnefnið. Ennfremur, að hann sé ef til
vill fremur greindur maður, og að upplagi
fremiu' ljóðelskur og ljóðrænn, og að
heimskulegar getsakir hans, illkvitni og
ósannindi í minn garð, stafi af einlægri
gremju og sýktum smekk og skilningi —
sem um langan aldur hefir verið að spill-
ast af andlegri úrgangsfæðu — svo að
hann ekki framar getur greint, hvað skáld
skapur er, — fremur en af vanalegu
hundseðli: einskærri löngun til þess að
glefsa í hælinn. Hann leitar um bókina,
og það er satt bezt að segja, eins og hr. j
P. G.„ að hann kemur ekki hlaðinn að
landi. Hann heldur að hann hafi fundið
skáldskap, “sem má óhikað leggja undir
dóm aimennings”: Já, því .miður, þegar
dómgreind almennings er orðin nógu
sljóvguð af leirnum:
“Sýnishorn úr “Tíbrá”:
Augað.
Kyndir andans elda bjarta,
æðsti miðill lífs og hjarta,
djúpt, sem hugans draumalindir,
dregur ótal-þúsund myndir.
við hvert ljósfleygt, lítið bíik.
Speglar himinn, haf og jörðu,
heigað öllu fögru gjörðu;
grætur ef það glepur ryk”!!*)
Er þetta ekki aðdáanlegur hortittur?
Hefði Sigurður Málmkvist getað hnoðað
hann betur? Þetta er fyrsta verið úr
kvæðinu “Augað”, sem er aðeins þrjú
erindi. Einn hortittur, eins og síðasta
hendingin væri sæmilegt banaskeyti ekki
lengra kvæði, þótt einhver hugsun væri á
bak við það: að hlammast svona óþyrmi-
lega niður í leirflagið á jörðunni, þegar
svo hátt er stefnt til flugs. Auk þess er
erindið í heild sinni leir. Og hortittirnir
eru fleiri. Augað “kyndir andans elda”.
Já einmitt það. Sumum kynni nú að
finnast, að þá fyrst væri vit í þessari hugs
un, ef henni væri snúið við.
I þriðja erindinu “sindrar ljósa leiftur”
lífs frá demant, sem er greyptur
inn í gullbjart elskudjúp.
Sei, sei, sei. Eða þá hugsanasamheng-
ið. 1 öðru erindinu er augað á flugi og
ferð í skýjum eða um bláioftið; það “þreyt
ir skeið um þrumuleiðir’’. Til hvers?
Nema það sé sálin sjálf. Látum það samt
vera. En í öðru erindinu tekst svo til,
að “augans ístær lind” — sem út nf fyr-
ir sig er falleg kenning — speglar
' “Geislastafi guðvefs felda,!!
o. s. frv.”
Hver getur nú skilið þessi ósköp?
Annaðhvort er hér að ræða um “felda
geislastafi guðvefs”!, eða geislastafi
guðvefsfelda”! Því þá ekki “röggvar-
felda” eða vanalegra rekkjuvoða? /Auð-
vitað af því einu, að höf. þykir “guðvefs-
feldir” fallegra orð en “rekkjuvoð” fyrst
hann þarf endilega um vefnaðarvöru að
ræða í þessu sambandi, en ekki af því að
það sé neitt meiri skáldskapur í þessu
samhengi. Enginn lifandi maður getur
fengið nokkra skynsamlega hugmynd um
við hvað er átt með þessum “guðvef”.
Þetta er samskonar “skáldskapur’’ og sá,
er Hannes Hafstein háðstælir svo snildar-
lega í “Þerriblaðsvísum” sínum:
t
“Á himinskýjum skáldsins andi flaug,
sem skrítinn bláfugl eða apótek,’
og liiminljósa leiftur í sig saug, o.s.frv.”!
Nei, það verður aldrei skáldskapur,
þótt tekin séu hljómfögur nafnorð, t. d.
“draumalindir”, “geislatraf”, “sólnahaf”,
“geislastafur”, “guðvefur”, “glitvefur”,
“glóðarskin”, “ljósaleiftur” o. s. frv., og
hrært saman við hljómandi sagnir og lýs-
ingarorð, t. d. ‘kynda”, “ljósfieygt”,
“glitra’’, “sindra”, “guilbjart” o. s. frv.
Skáldskapur verður ekki saminn eftir
hinni nafnkunnu matgerðarforskrift:
“Taka skal silfurdisk o. s. frv.”
Heldur ekki er það minsti vottur um
skáldgáfu, að geta komið saman fáein-
um sléttubandavísum, eða sæmilegri
hringhendu. Það getur ýkjulaust ann-
arhver meðalgreindur íslendinjgur, Isem j «m mönnum, nú á næstunni.
Þeim fer líkt og villimannin-
um, sem fær leyfi til þess að
búa sig í skartvörubúð, og held-
ur að hann sé glæsilega útlít-
andi, með strútsfjaðrir á silki-
floshatti, demantshring í nef-
inu, gullrekna regnhlíf, og gljá-
skó á öðrum fæti og perluskó á
hinum.
Slysið er hent. “Vinur rétt-
sýninnar” og áreiðanlega marg-
ir með honum, hans h'kar, halda
því miður að “Tíbrá” sé góður
skáldskapur. Þeir láta meira
eða minna ánægðir fé af hendi,
til þess að leita sér andlegrar
svölunar, eða ánægju í sams-
konar smekk- og andleysis-
gruggi. En Tímarit Þjóðrækn-
isfélagsins verður að lifa á aug-
lýsingum. Og “Saga” deyr
sennilega, eða er dáin, í hönd-
unum á Þ. Þ. Þ. Og það er
ekki smekkvísi eða ljóðskilningi
landa hans að þakka, ef önnur
eins ijóð og Guttormur J. Gutt-
ormsson ber í brjósti, ekki stífl-
ast eða þorna. Lengra er óþarft
að rekja. ■*
Eg get ekki betur séð en að
þetta ástand sé nægileg orsök
fyrir ritdómi mínum um Tíbrá.
Enda verður engu um hann
haggað, því hann er dagsanna.
Ilikvitni ein eða skilningsskort-
ur getur talið sér trú um, að í
hann hafi verið leitað eftir því
lélegasta. Þvert á móti. Það
úir og grúir um alla bókina af
slíkum hortittum, og engu betri,
nema verri sé.
Annars hefir mér aldrei dott-
ið í hug, að fara að stæla um
ritdóminn. En eg þykist vita,
að skilningsskortur hafi, sum-,
staðar valdið misskilningi um
hvatir mínar.
Af þessu öllu, er þetta mái
svo ítarlegt.
Áiit þeirra fáu, sem af illgirni
eða heimsku gera mér upp aðr-
ar hvatir, lijggja mér í harla
léttu rúmi. Þeir Álftnesingar
frelsa aldrei ættjörðina.
DODD’S nýrnapillur eru bezta
nýmameðalið. Lækna og gigt,
bakverki, hjartabilun, þvag-
teppu, og önnur veikindi, sem
stafa frá nýrunum. — Dodd’s
Kidney Pills kosta 50c askjan,
eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást
hjá öllum lyfsögum, eða frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.
Toronto, Ontario.
að eg hafi ómaklega að sér ráð-
ist.
Yðar einlægur,
S. H. f. H.
Að síðustu aðeins fá orð til
höfundarins, hr. Péturs Sig-
urðssonar: Mér er algerlega ó-
skiljanlegt, hvers vegna þér
haldið að eg sé “öskureiður”
við yður. Eg get tekið undir
með hr. P, G., fyrst þér hafið
ekki skilið mig, að lífsskoðun
yðar t. d. réði engu um ritdóm
minn. Eg veit að lífsskoðun
okkar muni vera næsta ólík; en
eg veit iíka um góð skáld, jafn-
vel stórskáld, sem eru eins fjar-
lægir lífsskoðun minni eins og
þér. Hvað því viðvíkur, mætt-
uð þér gjarna vera mannæta.
Eg efast ekki um að þér séuð
að eðlisfari góður drengur, og
einlægur. En það er alt ann-
að en að vera listamaður, eða
skáld. Og það veit hamingjan
að þér eruð ekki. Mér þykir
leitt að hafa þurft að særa yð-
ur. Mér þykir ekki gaman að
særa menn. En eg gat ekki
farið vægari orðum um (bók
yðar, eins og á stóð, og verið
þó samkvæmur sannfæringu
minni. Eg hlýt að kalla ieir-
burðinn leirburð hver sem í hlut
á. Eg þekki ekkert annað orð
yfir hann á íslenzku. Eg segi
yður alveg satt, að þér gáfuð
út “Tíbrá” illy heilli fyrir sjálf-
an yður. Það breytir engu um
það, þótt þér kunníð að selja
nokkur eintök af henni forvitn-
nennir. Jafnvel án þess að þurfa að
“fylla gróðri vorsins vömb o. s. frv.” þeg-
ar vísan er lesin öfugt. Um þetta þarf
ekki að orðlengja, það skilja þó allir, sem
ekki eru bláberir hálfvitar.
En einmitt á þenna hátt myrkvast alt
of mörgum sýn, af leirburðinum, þegar
því er haldið að þeim, í opinberum mál-
gögnum, að hann sé skáldskapur. Þeir
verða að leita að einhverjum skáldskapar
einkennum, og þegar svo er, að hugsun
fyrirfinst engin, eða þá svo rýr, svo
hversdagsleg eða leirþvæld, að hún seður
ekkert sálarhungur, þá láta hrekklausar
sálir glepjast af glamuryrðunum, og taka
umbúðirnar fyrir innihaidið. Og svo smá
hrakar, unz það stendur á sama, hve
saman reittar umbúðirnar eru; menn
Eg gat þess, er eg tók við
ritstjórn hér, að mönnum, sem
væru mér andstæðir í skoðun-
um, myndi ávalt heimilt rúm í
Hkr., ef þeir gerðu kurteislega
grein fyrir skoðunum sínum.
Eg myndi nú jafnvel leyfa þeim
rúm, þótt þeir væru ókurteisir
í minn garð og sjálfum sér lítt
til sóma. Þess vegna myndi eg
einnig hafa leyft yður rúm í
Hkr. fyrir athugasemd yðar 25
þ. m. Yður stendur þetta enn
til boða; ekki af því, að mér
standi ekki á sama hvar þér
svarið, heldur af því einu, að
meðan eg er ritstjóri Hleims-
kringlu, vil eg að menn viti
það, að engum verður bannað
glepjast á þeim samt, ef einungis hver
pjatlan er fallegur hlutur út af fyrir sig. 1 að bera hönd fyrir höfuð sér á
----------- i þeim vettvang, finnist honum,
*) Auðkent hér.
Salmagundi.
Eftir L. F.
Austanpósturinn i dag flutti naér
eintak af blaÍSi Gunnars B. Bjömsson
ar, “The Minneota Mascot”, dags.
12. marz. A ritstjórnarsiöu þess
númers er grein eftir ritstjórann:
“The Riley • Incident”, sem setur
stranglega út á við stjórn Minnesota
ríkisháskólans, fyrir aö synja ein-
hverjum Dr. Riley um leyfi til a’ð
fiytja nemendum háskólans bókstafs-
trúarbrögð og taia á móti framþróun-
arkenningunni. Þykir Gunnari þetta
hið mesta rneyksli og haft á máJ-
frelsi manna, sem hætta stafi af.
Skilst mér svo á þessari grein bans,
aíS þar sem fóJkitS lcosti skólann, þá
eigi hann ekki meö að synja þeim,
“sem fyrir brúsann borga”, þann rét/
aö tala. um opinber málefni fyrir nem
endum hans.
* * w
Gunnar segir Riley þenna vera einn
af þeim, sem fram úr skari í barátt-
unni ai5 viöhaJda sannindum kristin-
dómsins gegn “tilgátum vísindanna”.
Qg nú leggist opinber mentastofnun
á lagið meö fjendum trúarsannind-
anna a8 synja honum áheyrnar, en
innræti nemendum sínum þaö, sem er
grundvallaö á tilgátum (predicated
merely tipon guesswork). Þó kann-
ast höfundur vi® þaö í niðurlaginu,
aS þetta veröi kannske til blessunar,
því nú gefist ástæöa til verulegra til-
þrifa í þá átt, að bægja frá skólun-
um þeim kenslubókum, sem séu
grundvallar- (bókstafs) trúarbrögíS-
um ósamkvæmar.
• • «
Eg er með höfundi í því, aiS ef
þessi synjun skólaráðsins geti taJist
hefting á málfrelsi, þá sé hún óheppi-
leg. Menn ættu allir að njóta þes*
réttar, aiS mega, "leysa frá skjóö-
unni" tálmunarJaust, meí hæfilegu
tilliti til stundar og staíar. Höfundur
j heimtar málfrelsi, en vill þó sgtja
þvi þær skoriSur, "a6 hvergi megí
"umbyltingakenningax”11 reka upp
hausinn. Sé honum alvara með þetta,
þá gæti þaiS oröiS honum efni til ó-
róa, aö heyra byltingaræSurnar í
Hyde Park í Lundúnum. Enda er
mál- og ritfrelsi miklu meira á
brezku eyjunum en í Bandaríkjun-
um.
w w •
Þvi þá ekki atS leyfa Dr. Riley a8
flytja nemendum Minnesota ríkishá-
skólans bókstafstrú? Mér er ekki gef
ið að sjá inn í hugskot skólaráösins;
en sennilega, hefir þeim fundist ó-
þarfi, aö leggja. þá skyldu á þau,
ungmenni, sem til skólans voru kom-
in til uppfrœðslu. Væri eg harna-
skólakennari, og legSi mig allan fram
til ag kenna samlagning, þá væri mér
kanske nokkur vorkunn, þó eg am-
aðist viíS ef einhver umhleypingur
færi þess á leit, a8 fá að sýna böm-
unum aSra aðferð ti! samlagningar
en þá, sem eg vissi bezta, sérstaklega
ef að útkomum okkar bæri ekki sam-
an, þannig að hann segði tvo og tvo
vera fimm, en eg segÍSi þaö vera
fjóra. Eða setjum svo, að þessi
Dr. Riley heföi krafist leyfi til að
sýna möguleika eilífðarhjólsins (per-
petual motion). Myndi þai5 heyra
undir synjun á málfrelsi ag taka ekki
slíkt til greina? Fáfróöur spyr.
i