Heimskringla


Heimskringla - 02.06.1926, Qupperneq 1

Heimskringla - 02.06.1926, Qupperneq 1
 t t » XL. ÁRGANGUR. \WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN, 2. JÚNÍ, 1926*. NÚMER 35. 4 | C A,N ámmommmoi^m-oimmo-^mmo-mmmomm Hro&alegt morö var framlð 'hér í Winnipeg á föstudagsmorgnninn,, er bankaræningi skaut til bana Maurice Garvie, ungan starfsmann Royal bankans á horninu á Logan og Sher- brooke stræta. Klukkan, tæplega hálf-ellefu á föstudagsmorguninn, tók maSur leigu bíl á ASalstræti. Bílstjóri var Fred Shatford. Maöurinn bað hann að aka. til Royal bankans á Logan. I‘eg- ar þangaS kom, fór hann úr bíln,um og gekk inn, og tók um leiö hendinni aftur fyrir sig undir jakkann. Flaug bílstjóranum þá í hug aö ekki væri alt meö feldu. Fér hann, of.an úr bílnum og leysti rafleiðsluvírana, er kveikja á gasinu, svo aö hann gæti ekki ekiö, ef maöurinn ætlaöi aö sleppa þannig. Þegar inn í bankann kom, gekk maöurinn aö gjaldkeraborðinu, miö- aöi skammbyssunni á gjaldkerann og skipaöi honum ,aö leggjast á gólfiö. Gerði hann þaö. I ööru horni af- greiðslustofunnar sat GarVie viö vinnu sína. Á augabragöi sneri tnorðinginn sér aö honum og skaut. Kom kúlan í brjóstið og hneig Gar- vie þegar niður og var örendur. Sið- an sneri morðinginn sér aftur að gjaldkeranum og hélt honum í skefj-. um með byssunni á meðan harvn greip $2000 i seðlum og gekk út. Gekk þetta svo fljótt, aö ökumaöurinn var rétt kominn í sæti sitt, frá .þvi að leysa rafleiösluþræðina, er ræning- imr kom út. Rænir^ginr^ fór nú upp í bílinn og skipaöi ökumanni að “aka eins og andskotinn, eða langar þig til að deyja?’’ bætti hann við. Okumaö- urinn kvaö nei við, en henti sér urn leið út úr 'bílnum og tók á rás aftur fyrir hann, og suður Sherbrooke St. Ræninginn hljóp ofan úr bílnum og sendi skot á eftir honitm, en hitti ekki. Hætti hann þá frekara tilræöi og foröaði sér inn t bakstrætið bak viö bankann og, hvarf þar. Lögreglunni v.a.r þegar gert að- vart og kom hún á vettvang fáum mínútum á eftir að þetta var um garð gengið. Vissi hún töluvert um ræningjann, er honum var lýst, með- al annars að hann hafði komið sunn- an yfir landamjeri í stórum bíl, fyrir nokkrum dögum, ásamt öðrum þrjót- um. Voru þeir grunaðir um áfeng- issmyglun og hafði leynilögreglan þvi auga á þeim. Enda liðu ekki nema tvær klukkustundir, unz Smith leyni- lögreglustjóri og 5 eða 6 af ntönnum hans, slóu hring um húsiö nr. 681 á Logan Ave., rétt fyrir vestan bank ann. Var ræninginn þá þar inni. Hafði hann haldið þar til í nokkra daga og loitað þangaö, eftir að hafa fyrst flúið niður i bæ og látið raka sig til þess a.ð 'gera sig torkennilegri. Er leynilögreglan hafði umkringt húsið, hljóp Smith á framdyrnar, sem voru læstar, og braut þær. — Reiö þá skot innan úr ganginum og kom i hægri öxlina á honum. Skaut hann á móti með*vinstri hendi, en ræninginn skauzt úr færi aftur í eldhúsið. Mæddi Smith blóðrás og gekk hann út og var ekið á sþítala. Nn hófst hin ákafasta skothríð milli ræningjans, er skaut að innan, og lögregluþjónanna, er skutu iun tim alla glugga og dyr á húsinu, unz Bert Morris leynilögregltimaður rudd ist inn í húsið. Skiftust þeir á nokkrum skotum, ha.nn og ræninginn, er leitaði skýlis bak við skilvegg hálfan, er var í húsinu. Skaut Mor- ris þumalfingurinn á hægri hendi af morðingjanum. Sá hann þá sitt ó- vænna og fór út í viðarskýlið, og þaut þaðan út um bakdyrnar, og yfir garöinn og girðinguna, sem þar er lág^ En um leið og Morris kom inn í húsið, skaut ræninginn húsráðanda, mmommmo-mmommro.^^ommmo.^m | A D A É yommmom^mommmo-mmmom^mo-^^-<.a Robert Segal, í brjóstið; kvað hann ntundu ha.fa sagt til sin, og skyldi hann nú hafa nokkuð fyrir snúð sinn. Það sá lögreglan, að bófinn var allsærður, er hann hentist yfir girð- irigitna. Hlupu þeir á eftir honum og skutu_ sem ákafast, en hittli ekki. Komst ræninginn út á Henry Ave., og reyndi þar ,að koniast inn í tvö hús, en tókst ekki, er bæði voru lok- uð. Reyndi hann þá að ná i bíl, er stóð þar á götunni, en rétt í því skaut James Thompson leynilögreg^u maður hann i fótinn, svo að hann féll. Gaf hann þá upp vörnina, enda mæddi hann blóðrás. Var hann særð- ur sex.sárum, en flestum smáum, nema því síðasta. Var hann því næst fluttur á spítala og húsráðandi hans sömuleiðis. — Lögregjan komst skjótt að þvt, hver ræninginn var. . Kallaði ha.nn stg Henrv Davjis, en heitir réttu nafni Wilfred Bonnin, ættaður frá Fort William, Ontario. Er hann ung- ur að aldri, en gamall og forhertur glæpantaður. Var hann óknyttasam- ur í æsku, svo að hann var tekinn frá foreldrunum og settur í betrun- arskóla. Fór versnandi, er þaðau kom, og er tugthúsaður í Stillwater, Minnesota, fyrir rán. Hér í Mani- toba va.r hann tvö ár í Stony Moun- tain tugthúsi, 1919—1921, fyrir samskonar glæp. Er einnig sagt að hann sé gerspiltur af sæfingarlyfj- újn. — Tvisýnt er ennþá hvort morðinginn muni lifa. En. Smith leynilögreglu- stjóri er orðinn heill, enda reyndist sárið miklu minna en búist var við. Húsráöandi er og talinn úr allri hættu. — Mun ránmorð þetta og allur eftir- leikurin.n, vera eitt hið hroðalegasta er komist hefir í annála hér í Win- nipegborg. Og lögreglan á sérstakar þakkir skilið fyrir árvekni sína, snarræði og einbeittm. Byng lávarður, ríkisstjóri, og frú hans, kotnu í bæinn, á föstudaginn, í kveðjuskyni. Er ríkisstjórnartími lá- varðarins á enda runninn. Hefir hann getig sér almnnar vinsældir með veru sinni hér. Sigurður Sigmundsson, 1009 Sher- burn St., hlaut verðlaunapening rík- isstjórans í ár, fyrir framúrskarandi yfirburði yfirleitt, á Daniel Mcln- tyre skólanum hér í Winnipeg. Sigurður lauk 11. bekkjar prófi : fyrra. Bera kennarar hans honum nú það vitni, að þeir hafi' engan pilt þekt, er ja.fnt hafi verðskuldað þenna heiður sem Sigurður. Ber þeim sam- an um að hann hafi jafnt skarað fram úr ttm alt, hvort sem var að ræða um nántið sjálft, forystu meðal! félaga sinna, íþróttir eða próf. — | Er þetta óvenjulegur vitnisburður og' sannarlega ánægjuefni, að það skuli! vera einn af okkar litla hóp, Islend- I inganna, sem slíkan vitnisburð á J skilið. Campbell (framsóknarflokks þing-1 maður frá Sask.) hefir borið frani brevtingartillögu við komsölulögin, þannig að korngeymirarnir skuli á- byrgjast bændum gæði og yigt á korni, setn í geymirana er sent, jafnt fvrir því, hvort það eigi að lokura að fara í gegnum korngeyma sam- lagsins eða. kornkaupmanna sjálfra. — Kornkaupmenn hamast á móti þessu, sem nærri má geta, og liafa nefnd manna í Ottawa, til þess að stappa stálinu í conservatíva, og þá af liberölum, sem helzt er von um. Ganga Wi n.n i pegþingmnni rttir con- servatívu djarflega fram til varnar kornkaupmönnum. En síðustu frétt- ir herma, að alt muni það koma Islenzkt námsfólk, er útskrifast frá háskóla íylkisins fyrir ekki, því foringi conservatíva, Meighen, rnuni ætla sér að snúast algerlga með samlagsbændum í þessu máli, en hirða ekki hót um kornkaup- mennina, — Væri það vel farið, ef satt reynist. ---------x—------- Frá öðrum löndum Kolaverkfallið heldur ennþá áfram á Englandi. Námumenn kveða á- stæðuna þá, að samkvæmt tilboði stjórnarinnar, þá átti jafnskjótt að lækka við þá kaup, unz lag færi að komast á námureksturinn. En á hinn bóginn hefði stjórnin alls ekki sýnt neinn lit á þvi, að láta tafarlaust til skarar skríða um þær umbætur. Fyr en það yrði, myndi ekki verkfallinu slota. — Ramsay Macdonald hefir verið nijög þungorður í þinginu, í garð stjórnarinnar og ásakað liana fyrir að draga taum námueigenda á allan hátt, nieð aðgerðaleysi sínu. — Sagt er að vlða sé farið að sverfa mjög að námumönnurrr, en kjar.kur þeirra er þó óbilaður. — Aukakosning til þings fór fram i Hammersmith kjördæmi í London. Sagði þingnraðurinn þar, Ashmead- Bartlett höfuðsmaður, af sér. Hann var conserva.tív, og var mönnttm mikil forvitni á um afdrif kosning- anna, þar sem allsherjarverkfalliö var svo nýlega um garð gengið, að sjá hver áhrif það hefði haft á kjós- endur. Svo fór, a.ð J. P. Gardner, þingmannsefni verkaflokksmanna var kosinn með miklum meirihluta. Fékk hann 13,095 atkvæði, cons. þing- mannsefnið 9484 og þingmannsefni liberala ein 1974 atkv. Næst áður fékk Ashmead-Bartlett 12,925 atkv., en Gardner 10,970. Liberal flokknum hefir farið stór- 'hnignandi á Englandi síðustu árin., sém kunnugt er. Og nú er kominn fullur fjandskapur innan floJcksins. Lítur út fyrir að hann muni klofna milli Oxford lávarðar (Asquith) og Lloyd George. Getur va.rla hjá því farið að svo verði. Oxford fylgja flestir helztu menn flokksins aðrir, t. d. Edward Grey lávarður og hinn- nafnkunni blaðamaður A. G. Gar- diner. Flokkurinn hefir annars lengf virst eiga heldur lítinn tilverurétt, enga almennilega stefnuskrá haft, enda er ekki ósennilegt að hann logn- ist út af, ef hann klofnar nú, á þann hátt að brotin renni inn í conserva- tíva- og verkatnannaflokkinn. Krónprins Sví.a., Gústaf Adolf, og krónprinsessan., komtt til Bandartkj- anna á fimtudaginn var á opinberri kynnisferð. Munu þau ferðast eitt- hvað um Ba.ndaríkin og jafnvel bregða sér hingað norður yfir landa- mærin. Gústaf Adolf er atkvæða- og atgervismaður til sálar og líkama, eins og þeir frændur af konungsætt- inni sænsku ha.fa jafnan verið. Krón- prinsessan er seinni kona hans. Var skírnarnafn hennar Louise Mount- batten, náskyld þeim frændum Georg Bretakonungi og Vilhjálmt Þýzka- landskeisara, sem var. Foringi Rifverja, A'bd-el-Krim, hefir nú loks orðið að gefast upp, með þann litla flokk manna, er fylgdi 'honum siðast, og ganga á vald Frakka. Er talið víst, .a.ð honum* muni verða fenginn bústaður í Frakklandi sunn- arlega, einhversstaðar nálægt landa- mærunum. Máske til þess að Spán- -verjar geti fengið að taka. þátt t heiðrinum að gæta hans, þar eð ekki átti neinn heiður fyrir þeim að liggja í viðureigninni vð hann, meðan hann lék lausum hala. Stjórnarbyltingin í Póllandi virð- ist hafa hepnast algerlega, og Pils-V udski marskálkur virðist enga til- hneigingu hafa til þess að feta. t 1) Angantýr Arnason, B. A.; fæddur 28. maí 1903, í Winnipegosis, Manitoba; sonur Sveinbjarnar Airna- sonar frá Oddsstööum í Lundareykja dal í Borgarfirði suður, og konu ha.ns Maríu Bjarnadóttur frá Langholti í Borgarfirði suður. — 2) Jón Aðal- steinn Bildfell, B. A.; fæddur í Win- nipeg 16. október 1905; sonur Jóns J. Bíldfells ritstjóra, frá Bíldsfellr i Árnessýslu,, og konu hans Soffíu Þorsteinsdóttur frá Möðrudal á Fjöllurti. — 3) Einar Einarsson, B. A.; fæddur að Lögbergi, Sask., 10. október 1903; sonur Jóhannesar bónda Einarssonar, frá Hvamrni í Höfðahverfi í Suðttr-Þingeyjarsýslu, og konti hans Sigurlaugar Þprsteins- dóttur frá Grýtubakka í Höfðahverfi. Þann 6. apríl 1(126 andaöist að heimili sínu Gloucster, Man., konan Sigríður G. .Þorkelsdóttir (Ander- — 4) Bergþóra Johnson, B. A.; fædd í Winnipeg 25. maí 1905; dóttir Gísla Jónssonar yfirprentara, frá Háreksstöðum á Jökuldal í Norður- Múlasýslu, og konu hans Guðrúnar Finnidóttur frá Geirólfsstöðum í 'Skriðdal í Sitöurmúlasýslu. — 5) Eyjólíur Johnson, M. D.; fæddur í Selkirk 14. júní 1901; sonur Jóns Jónssonar og konu hans Guðlaugar Maríu Sigfúsdóttur úr Hróarstungu i Norður-Múlasýslu. — 6) Helgi Johnson, B. Sc.; fæddur á Akureyri á Islandi 3. febr. 1903; albróðir nr. 4. — 7) Jón Ragnar Johnson, LL.B., fæddur í Winnipeg 7. maí 1902: sonur Finns Johnson frá Melum i Hrútafirði og konu hans Guðrúnar Asgeirsdóttur frá Lundum í Borgar- Elfu, sem alþjóð skelfir yfir þú fórst og lifir firði suður. — 8) Garðar Melsted, B. A.; fæddur í Winnipeg 25. maí 1905; sonur Sigurðar W. Melsted frá Ytri-Völlum i Miðfirði í Húnavatns- sýslu, og konu hans Þórunnar Ölafs- dóttur frá Reykjavík. — 9) Þorvald- ur Pétursson, M. A.; fæddur í Win- nipeg 10. júlí 1904; sonur séra Rögn- valdar Péturssonar, og konu hans Hólmíríðar Jónasdóttur, frá Hraun- koti i Aðal-Reykjadal í Suður-Þing- eyjarsýslu.—10) Stefanía Sigurðsson, B. Sc.; fædd að Hnausum > Nýja Islandi 12. marz 1901; dóttir Jó- hannesar Sigurðssonar frá Klömbr- utn í Aðaldal í Swður-Þingeyjarsýslu, og konu hans Þorbjargar Jónsdóttur frá Hofsstöðum í Mýrasýslu. sólar hjá helgum sjóla sælunnar nú á ,hæli. Standa skyldtnenni á ströndu stúrin þvi harma skúrir brjóstin buga með þjósti biða samfunda. tiðar. -----------x Þakklœti. F.g undirritaður finn mér bæði ljúft og skylt að þakka öllum mínum ntörgu vinum, sem á einn og annan hátt hafa sýnt hluttekningu í veik- indum minum, sem byrjuðu 3. jan. í vetur, sem bæði félög og'einstakling- .ar hafa gert bæði með heimsóknum og peningagjöfum. En siérstaklega vil eg taka fram að félagið "The Wellington Soít Ball Cltib” gekst fvrir samkomu mér til styrktar, og arðurinn varð sá, að þeir sem fyrir því stóðu, færðu mér $125.00, sem eg þakka innilega. Og siðast en ekki sízt þakka eg dr. Agúst Blöndal fyr- ir hans alúð og nákvæmni við að stunda ntig í mímtm veikindunt. Wpg. 1. júní 1926. Friðstcinn Friðfinnsson. fótspor Mussolinis. Hafði hann þvert á móti stuðning allra jafnaðarmanna og frjálslyndu flokkanna i Landinu, því Wojciechowski forseti og stjórn hans var rammasta íhaldslið. 'Aleit Pilsudski það skyldu sína að bjargn landinu undan þeirri stjórn, er stefndi beint til ófriöar og óhappa. A mánudaginn var hann kosinn ti! forsetatignar. En hann baðst undati og kvaðst ekki mundi taka. kosningu. Lagði hann aftur til að kjósa skyldi prófessor Mosicki. Fór kosning frám í gær i þinginu og hlaut próf. Mosicki kosningu með 281 atkvæði. Forsetaefni íhaldsmanná, Bninski greifi, fékk 200 a.tkvæði. — Mosicki forseti er mjög kunnur, raf-efna og raf-eðljsfræðingur. --------x--------- Dánarfregn. son) 59 ára að aldri eftir langr\’ar- andi sjúkdómslegu. Sigríður sál. var ættuð úr Skaga- firði á IsLandi, dóttir Þorkels Jóns- sonar og Maríu Stefánsdóttur, hún fór kornung í fóstur til heiðurshjón- anna Baldvins Baldvinssonar og O-^ lafar Jónsdóttur, sem bjuggu um langa tíð í Málmey á Skagafirði og ólst upp með þeim þar til fulltiða. Sigríður var gift Einari Einarssyni (Anderson) ættuðuiji úr Olafsfirði á Islandi. Hún eftirlætur fjögur mannvænleg börn ásamt eiginm.anni og einum bróðir. Sigriður sál var mesta myndarkona til munns og handa. Tarðarförin fór fram frá heitnili heftttar þann 9. apríl að við- stödd.ym fjölda vina og vanda- manna. — Norðlensku blöðin á Is- lattdi eru beðin að taka upp dánar- fregn þessa. t

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.