Heimskringla - 02.06.1926, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNI^EG, 2. JÚNÍ 1926.
Þegnskylduvinna
Eftir St. Bj.
I.
Í>a8 hefir veriö furíSu kyrt um
þegnskylduvinnuhugmyndina um hrí'ð.
Þegar Hermann heit. Jónasson vakti
máls á henni um árið, þutu nokkrir
hugsjónalitlir menn, sem aJdrei gátu
þolað að við Islendingar yrðum for-
gönguþjóð í þessu fremur en öðru,
upp til handa og fóta til að kveða
hana niður. Þeir útbásúnuðu, aö
það væri skömm fyrir hína frjáls-
bornu Islendinga, að leggja á sig
slíkan herfjötur og fara “að moka
skít fyrir ekki neitt”. Þetta féll í
góðan jarðveg hjá alt of mörgum.
Það virðist brenna við hjá okkur of
mörgum Islendingum, að vilja ekkert
gera fyrir ckki ncitt, ekkert öðruvísi
en að fá eitthvað strax í aðra hönd,
eða éta ávöxtinn af trénu um leið
og fræinu er sáð. En lærdóminn og
þroskunina, sem slík offurvinna í vel
stjórnuðum hóp hefir altaf í för með
sér, það sáu og skildu of fáir. A
því féll þegnskylduvinnan í það sinn
frá framkvæmd.
Nú fara í hönd stórmarkverð tíma-
mót í sögu lands vors og þjóðar. Alt
verður að gera og leggja fram til
þess, að þau tímamót megi verða
okkur til sóma, en ekki skammar.
Þau hafa með réttu verið skírð
Dómsdagur Islendinga. Það ríður
mikið á því fyrir okkur, að dómur-
ir.n verði okkur í vil.
lil þess að svo megi fara, þarf
mikið og margt að gera, scm er ó-
umflýjanlegt. En hvernig verður
það gert þannig, að þjóðinni í heild
sinni verði það sem minst tilfinnan-
legt, og að hver gjaldþegn finni sem
minst til þess?
Þegar á miklu veltur, scm öllum
hlýtur að koma saman um að verði
að gera, eins og t. d. það, sem þarf
að gera fyrir "dómsdag 1930’’, þá
hlýtur að vakna offurvilji meiri og
minni hjá öllum einstaklingum þjóð-
arinnar. Þeir hljóta að vilja leggja
eitthvað dálitið á sig, til þess að
þeir sjálfir, þjóðin þeirra og landið,
megi bera heiður úr býtum. Sérstak-
lega hlýtur það að lyfta undir þá,
ef þeir sjá og finna, að þeir bera
eitthvað meina. eða minna úr býtum
sjálfir þegar í stað.
Þá leiðina getum við og eigum að
fara.
En það er fleira en undirbúningur
undir "Dómsdag 1930”, sem þjóðar-
heiður og þjóðarheill í framtíðinni
veltur mikið á og gera þaxf sem
fyrst.
Eins og allir vita, eru samgöngur
víðast á Iandinu í megnasta ólagi,
vegir fáir og flestir heldur lélegir;
síma vantar víða, þar sem vera þyrftu
og fjöldamörg vatnsföll óbrúuð. —
Margar ár gera mikinn usla, sem
vel mætti takmarka eða. hefta alveg,
og þar með bjarga stórum landsvæð-
um frá gereyðingu.
Viða liggja stór landsvæði tilbúin
til ræktunar, vantar aðeins kraftinn
til að framkvæma verkið og byggja
á þeim nýja bæi. Þá myndu mörg
ungu hjónin geta fengið jarðnæði og
heimili, þau sem annars verða að
flytja á mölina, þó þvernauðugt sé.
Prófessor Guðm. Hannesson hefir
með rökum sýnt fram á nauðsynina
á því að byggja upp flesta bæi á
landinu á sem skemstum tíma, til
þess að bjarga likamlegri — og and-
legri — heilbrigði þjóðarinnár.
Ymsar opinberar byggingar þarf
að reisa, ha.fnir að gera, sandfok að
hefta o. fl. o. fl., sem lengi mætti upp
telja.
Mestalt vinnuaflið til þessara fram
kvæmda. mætti fá með vel stjórnaðri
þegnskylduvinnu.
II.
Lítið hefir verið rætt og ritað um
þörfina á almennum unglingaskólum
eða framhaldsnámsskeiðum, þar sem
alþýða manna gæti fengið svolítið
víðara þekkingarsvið heldur en hægt
er að fá með barnafræðslunni einni.
A þessu er líka mikil nauðsyn. Það
er ómögulegt að gera sér á neinn hátt
í hugarlund, hversu miklir og góðir
menningar og framfara-kraftar fara
til ónýtis kynslóð eftir kynslóð, af
því að þeir liggja faldir og sofandi
svo djúpt í meðvitund eiganda, að
þeirra verður aldrei vart, a.ð aldrei
næst til þeirra með þeirri kenslu, sem
menn eiga nú kost á og flestir verða
að láta sér nægja æfilangt. Fjöldi
manna — líklega meirihluti — er
líka þannig gerður, • að það er eins
og hæfileikar þeirra til að taka á
móti þekkingunni séu að meira eða
minna leyti byrgðir eða takmarkaðir
a.lt þangað til þeir hafa náð nokkr--
um fullorðinsþroska. Þvi hangir svo
litið í þeim af barnalærdóminum, sem
þó eftir vöxtum og árangri tók þá
of langan tíma að koma í höfuðið.
En þegar þroskinn kemur, þá geta
þeir lært annað eins eða meirál og
með miklu betri árangri, á 1—2 mán
uðum, heldur en þeir áður lærðu
raunverulega á .jiafnmörgum árum
i eða meir.
Með vekjandi, lifandi kenslu má
því á þroskatíma æfinnar skapa
meira verðmæti og varanlegra til
einstaklings- og þjóðþrifa á ókomn-
um tíma, heldur en á margfalt lengri
tíma á öðrum æfistigum, eða með
svo og svo miklum bóklestri.
En hver maður, sem vaknaði til
meðvitundar um' dulda krafta. og
þekkingarhæfileika í sjálfum sér,
hann myndi ekki eftir það deyja
j ráðalaus með að vikka sjóndeildar-
svið sitt og aulca. kunnáttu sína. —
Hann myndi fljótlega reyna að kom-
ast í einhvern þann skóla, sem bezt-
ur væri við hans hæfi.v
Þannig myndi vakningarkenslan
lyfta undir, a.ð skólarnir yrðu betur
notaðir og kæmu að meiri almenn-
um notum en ella. Auk þess sem eng-
inn fullþroska maður kæmist undan
því, að fá einhverja fræðslu meiri
en barnaskólarnir veita,
Slíka vakningarkenslu á að tengja
við þegnskylduvinnuna. Þar á að
kenna mannkynssögu og Islandssögu,
landafræði og náttúrufræði, Heilsu-
l fræði og fleira slíkt, en alt í fyrir-
lestrum, líkt og á góðum lýðháskól-
i um ytra, og þannig fara með efnið, 1
að það veki nemendurna og lyfti
þeim á hærra, göfgandi sjónarsvið
en áður, og til umhugsunar um fram-
tíja.rthöguleika sjálfra, sín og þjóð-
j arinnar.
Af þessu getur orðið ómetanlegt
gagn.
III.
Það er orðið alment viðurkent, að
likamlega mentunin eigi að vera sam
, stiga andlegu mentuninni.
Sá tími er fyrir löngu liðinn, a.ð
sjálfsagt þótti að fara sem verst nieð
I líkama mannsins, en leggja sem
mesta rækt við andann. Menn gættu
þess ekki, að likaminn er bústaður
j sálarinnar á meðan hún dvelur hér,
og að hún lýtur sama lögmáli og
mennirnir sjálfir. Gildir því sú regla
með hana eins og mennina sjálfa, þó
! að örfáar, ódræpar undantekningar
! finnist, að því La.kari og ófullkomn-
ari sem bústaðurinn er, þeim mun
vanþroskaðri og lítilfjörlegri er hún.
Nú hafa menn — eða eru menn
— að vitkast svo mikið í þessum
efnum, að latneska máltækið gamla
j er óðum ag nálgast fulla viðurkenn-
I ingu, það að "hraust sál í hraustum
í líkama” fari oftast nær saman.
Því keppa orðið allar þjóðir meira
og minna að þvi að efla íþróttastarf-
semi innan sinna. vébanda, auka
heilsufræðiskensluna og heilbrigðis-
eftirlitið, og fja.rlægja eftir föngum
alt það, sem getur hindrað eða dregig
úr vaxandi heilbrigðisþroska ein-
staklinganna.
Hérna. hjá okkur er þetta líka kom-
ið á dagskrá í ýmsum -myndum. Eins
og áður er minst á, hefir próf. Guðm.
Hannesson bent á umbyggingu bæj-
anna — bætt húsnæði, — sem einn
lið í þessari keðju. Unga kynslóðin,
sem eitthvað icynir að hugsa fram í
tíðina, lítur til íþróttanna. Sú hug-
mynd, sem þar virðist vera á bak
við, er að gera líkamánn svo hraust-
ann, að engir sjúkdómar bíti á hann.
Fæstir hugsa þó þá hugsun til enda,
því að jafnóðum og þeir byggja upp
annari hendi, rifa þeir niður með
hinni. Með því bendi eg beinltnis
til þess, að mikill meirihluti þeirra,
sem íþróttir iðka, gera þroskunartil-
raunina árangursLa.usa með óreglu-
legu líferni um mat- og svefntíma.
og nautn áfengis, tóbaks og kaffi,
sem hvað um sig er hraðvirkara í
eyðileggingaráttina en iþrótta.iðkun
flestra er í uppbyggingaráttina, hvað
þá, sem oftast er, þegar alt kemur
saman.
Læknarnir okkar berjast dag og
nótt, ár út og ár inn, við sóttirnar og
veilurnar í mannaskrokkunum. Þeir
vilja gera það, sem unt er, til að
lappa upp á það bilaða og gera það
gott aftur, vitandi þó, að "betra er
heilt en vel gróið”. Þeir renna sér
geirum girtir og hlífðum hjúpaðir út
á farbraut þjóðarinnar, og lenda þar
þegar í svo harðri orustu við veik-
indin og þjáningarnar, að þeir taka
fæstir eftir því, að mestöll brautin
er einn forarvaðall ólyfjana, sem
flestir sökkva að meira eða minna
leyti í, og þeir sjálfir líka. Eru svo
afleiðingarnar þær, að þótt þeir berj-
ist eins og ljón og ótal vopn virðist
í einu á lofti hjá mörgum þeirra, þá
sést ekki stórum meiri árangur en
þegar*‘“Xerxex flengdi Hellespont”.
Þ.að þarf að taka þetta stórmál
sterkari tökum. Það þarf að kenna
öllum helztu atriði heilsufræðinnar
og líkamsræktarinnar, hvað sé til
skaða og hvað til blessuna.r. Og loks
einhverjar þær líkamsæfingar, sem
flestum megi að gagni koma til að
halda bústað sálarinnar í góðu lagi.
Þessu má bezt ná með íþrótta-
fimleika- og heilbrigðiskenslu í sam-
bandi við þegnskylduvinnuna. Sé
þetta. og fyrirlestrakenslan komið í
samband við þegnskylduvinnuna, er
ekki lengur hægt að segja, að menn
séu látnir "moka skít fyrir ekki
neitt”.
IV.
Hversu margt það er, sem gera
mætti landi og lýð til blessunar með
þgnskylduvinnunni, er ómögulegt að
telj“a upp á stuttum tíma, né lýsa.
þeirri beinu og óbeinu blessun, sem
slíkt offprstarf hefir í för með sér
fyrir hvern einstakling. Og þó getur
það orðið að enn meira gagni, ef
alt er tekið með, sem verða má til
andlegs og líkamlegs uppeldis.
Auðvitað þarf dálítið fé til að
koma slíku menningarstarfi af stað
og til allrar starfrækslu. En bæði
er það, að mikig kemur þegar í aðra
hönd, og að nóg fé er til, ef aðeins
ekki brestur vilja okkar Islendinga
til að sameinast og leggja eitthvað
iítilsháttar á okkur, ættjörð okkar til
blessunar og heiðurs. Og hvenær ættí
slíkt fremur að geta orðið, en þegar
við eigum “Dórrfsdag” vofandi yfir
höfði okkar?
V.
Eitt a.f þeim málum, sem við erum
búnir að ræflast með okkur til stór-
skamma.r og skaða, er landsspítala-
málið. Vel mætti leysa þau vandræði
með þegnskylduvinnunni svona fram-
kvæmdri, eins og eg hefi drepið hér
á og með dáltlu afneitunaroffri þjóð-
arinnar í heild, eitt árið á þessu, ann-
að á hinu. — Um það og þegnskyldu-
vinnuna rita.ði eg einkabréf í fyrra-
vetur, í von um að það mætti verða til
að lyfta undir framkvæmdir í þessu.
Fyrir tveim árum tók eg líka saman
greinarstúf um þetta. En hann mun
hafa. glatast hjá þeim, sem eg bað fyr-
ir hann, því að hvorki birtist hann
né kom aftur til min, þrátt fyrir end-
urtekna beiðni um að senda hano
aftur. En af greininni átti eg ekk-
ert afrit. Það á eg aftur á móti af
bréfinu. Læt eg hér fara á eftir
aðalhluta þess, þótt það sé að sumu
leyti endurtekning á því, sem nú
hefir sagt verið.
VI.
“Einn hæsti liðurinn við bygg-
ingu landsspífalans verður vinnan, en
þann lið má lækka hér um bil niður
í ekkert. Og gætum við byrjað
þannig á landsspítalanum, þá kemur
mikið meira á eftir: bættir vegir, ný-
ir vegir, brýr og járnbrautir, há-
skóli, heilsuhæli, skólar, barna- og
gamalmennahæli, og síðast en ekki
sízt nýir og betri bæir og hús um alt
land.
Þessu má ná með þegnskylduvinn-
unni. En hún á ekki að koma á
menn sem leiðinleg skyldukvöð, þar
sem ekkert fæst þegar í aðra hönd
Því svo eru flestir menn gerðir, a.ð
þeir geta ekki gefið þjóð sinni eða
landi — sem þeir þó alir segjast hátt
og í hljóði elska af öllu hjarta —'■
einn einasta dropa, eða hálfan bita,
já, ekki eitt korn, af því sem þeir
telja sér til nautna, hvað þá af því,
sem þeim er nauðsynlegt, og tæplega
séð við það a.f hálftíma vinnu, þótt
þeir geri ekkert við tímann hálft
árið, nema þeir fái eitthvað fyrir
“snúð-sinn og snældu”.
I þeim búningi, að ekkert áþreif-
anlegt kæmi strax í aðra hönd, kom
þegnskylduvinnu hugmyndin fram
fyrst, svo að Páll Jónsson gat sent
henni sitt landfræga skevti:
“0, hve ma.rgur yrði sæll
og elska mundi hann landið heitt,
mætti hann vera mánuð þræll
og moka skít fyrir ekki neitt.”
Nei, þegnskylduvinnan á að vera
skóli um leið, þar sem kendar væru
í fyrirlestrum nokkrar góðar fræði-
greinir: saga, þjóðfélagsfræði, nátt-
úrufræði, heilsufræði o. fl., sem all-
ir gætu haft gott af af hlusta á, og
þannig, að það mætti hafa sem mest
vaknrngaráhrif og menningargildi.
Því mætti haga á líkan hátt og gert
er á norrænu lýðskólunum (Folke-
höjskolerne). Auk þess ætti þegn-
skylduvinnuskeiðið líka að vera í-
þróttanámsskeið (leikfimi — áhalda-
laus eða því nær — sund, hlaup,
kost. glíma). Þetta alt er lafhægt að
sameina. Og með þessu móti fá
menn altaf nokkuð * aðra hönd und-
ireins, og verður því minni úlfúð
hægt að vekja gegn hugsjónínni.
Auk þess vinst það, að margur
maðurinn, sem aðeinsl hefir notið
barnafræðslu, fengi þarna. á þrosk-
a.ðri aldri vekjandi mentun, sem
hann annars máske aldrei 'hlyti, og
fyndi við það í sjálfum sér gáfur
og krafta til mikils starfs, sem annars
hefðu fengið að sofa ónotaðir og
aldrei komið í ljós.
Þegnskylduvinnan á að ná til allra
á vissum aldri, kvenna jafnt sem
karla, sem eru alveg heilbrigðir and-
lega og líkamlega, aðeins með þeim
takmörkunum og undantekningum,
sem nauðsynlegar og sjálfsagðar
mega teljast.
Alt henni viðvíkjandi þarf að und-
irbúa og rannsaka. En til þess þarf
ekk nema eitt ár, ef sæmilega er á-
fram haldið. Að því ætti að vinna
milliþinganefnd. I hana þarf hug-
sjónaríka menn, karla og konur. Hún
þarf að finna út, hversu langt hvert
vinnuskeið er hæfilegt, hvaða. aldurs-
takmörk eru heppileg fyrir karla og
konur, hversu kalla skuli saman til
vinnunnar, hvern útbúnað þurfi til
að byrja með o. s. frv.. Og fyrsta
þegnskylduvinnan við þegnskyldu-
vinnuha. á þetta nefndarstarf að
vera.
Svo á að byrja hér með landsspit-
alann. Byggja hann upp innan og
utan. Stúlkurnar inna þar sína þegn-
skylduvinnu a.f hendi með því að
þjóna, matreiða o. s. frv. við vinn-
una og sauma sængurfötin til spital-
ans, og annast aðra þá kvennavinnu,
sem með þarf. Svo koma lærðu
menirnir til, sem eru vaxnir yfir ald-
urstakmark þegnskylduvinnunnar. —
Þeir leggja fram frjálst starf til henn
ar með því að kenna og fræða. tDg
það komast færri að en vilja, því
allir vilja á einhvern hátt leggja
stein í þær byggingar, sem sýna eiga
öldum og óbornum framtakssemi,
fórnfýsi og samtök landsmanna til
þjóðarheilla. — Þannig getur það
gengið fyrst í stað, meðan vinnu-
skeiðin stæðu i nánd við bæina og
mentastofnanirnar, og máske le'ngur.
Það gæti verið kennurunum og
mentamönnunum hrein upplyfting og
hressing frá vetrarvinnunni í bæjum,
að hafast við í tjöldum nokkrar vik-
ur úti í heilnæmu sveitaloftinu, fá
þar frítt uppihald og þjónustu, en
IeggJa fram kenslu í móti. En seinna
koma svo tímar og ráð með aukinni
velgengni og fé. Þvi þegnskyldu-
vinnan mun beinlínis gefa landssjóði
og þjóðinni fé í aðra hönd.
Svona má fá vinnuna. ókeypis til
að reissí með landsspítalann, heilsu-
hæli Norðurlands, skóla o. fl. o. fl.
En þá vantar peninga til efnis-
kaupa og til að starfrækja þegn-
skylduvinnuna með, mun verða sagt.
Já, svo virðist vera, en þó eru þeir
nógir til, bara ef menr. viija nokkuð
láta á móti sér fyrir þjóðarheildina.
Eg er meira að segja viss um. að svo
mikið er til og lafhægt að fá með
góðum vilja, án þess að nokkurn
kenni til, að hægr er á sama árinu
að reisa bæði landsspítaiann og Norð
lendinga heilsuhælið.
Ta.ka skal fyrir allan innflutning
á tóbaki, kaffi og tei og likum ónauð-
synlegum vörum. Eg nefni ekki á-
fengið, það er svo sjálfsagt, sem
allir geta án verið og ekkert þarf í
staðinn að kaupa (til drykkjar er
nóg vatn í Landinu). Þetta eitt myndi
duga. En það má ganga lengra. Það
má líka alveg taka fyrir eða tak-
marka eftir þörfum innflutning á
öllum þeim vörum, sem framleiddar
eru og tilbúnar í Landinu, og setja
hámarksverð á þær, svo að ekki
verði okrað á þeim. Takmarka má
svo notkun og innflutning á mörg-
um vörum, sem taldar eru nú na.uð-
synjavörur, en vel má án vera að
meira eða minna leyti, svo sem sykri
o. fl. Alt, sem svoleiðis er takmark-
að, ætti landið að flytja inn sjálft,
svo hægt væri að “kontrolera” inn-
flutninginn, og það vera selt gegn
gegn seðlum, svo að sem jafnast komí
niður. Sektir fyrir brot á öllu þessu
eiga að vera reglulega háar, og minst
hálfar renna til þess sem sannaði
brotið. Þannig sparaðist aukinn eft-
irlitskostnaður. Taka ætti fyrir að-
eins 1, 2 eða 3 vörutegundir í senn,
um eins til tveggja ára bil, til þess
að sem jafnast kæmi niður á þá lands
menn, sem verða að neita sér um þær.
Þeirri fjárhæð, sem þannig spar-
aðist inni í landinu, á svo «stjórnin
(eða hagstofan) að jafna niður eftir
efnum og ástæðum, sýslunefndir á
sveitirnar og hreppsnefndir á hrepps
búa. Innheimtan færi eftir gildandi
innheimtureglu landssjóðs. Hann
tæki þa.ð af scm tollunum nemur og
kostnaði við þetta, en hitt gengi til
opinberra framkvæmda. Þannig má
fá meira en nóg fé, eins og áður er
sagt. Landsmönnum ætti að vera
Ijúft að spara þannig við sig — láta
á móti sér — eitt til tvö ár — til þess
að koma í framkvæmd einhverjum
mestu nauðsynjamálum þjóðarinnar,
þeim sem öllum ætti að vera hugleik-
ið bð styðja eftir fremsta mengi.”
VII.
I undanförnum greinum hefi eg
lítilsháttar reynt að gera grein fyrir
þvi, hversu stórkostlegur hagur getur
verið að þegnskylduvinnunni, og
vinnuskeiðin eigi jafnframt að vera
námskeið í tvöföldum skilningi. Þetta
er aðalatriðið.
Auk þess hefi eg drepið á það, að
við værum í rauninni alls ekki fé-
vana til þess að koma ýmsum mikil-
vægum og þjóðþörfum fyrirtækjum
í framkvæmd, ef við bara vildum.
En við þeim vilja býst eg þó tæp-
lega a.ð sinni. Til þess þyrfti að taka
til þeirra ráða (verzlunarhafta um
stundarsakir á einstökum vörum),
sem þau áhrif hafa á ýmsa menn,
að það er eins og “veifa. rauðri dulu
framan í mannýgan tarf”, að nefna
slíkt. Mun alveg sama hversu mikið
þjóðargagn gæti að því orðið. Þó
eg nú hafi nefnt það i sambandi við
þegnskylduvinnuna, þá er það auka-
atriði, sem ekki þarf að snerta hana
neitt, eða standa í vegi fyrir fram-
kvæmd hennar.
Þegnskylduvinnuna, með því fyrir-
komulagi, sem eg hefi nefnt, eigum
við að taka upp og koma. í fram-
kvæmd sem fyrst. Það ætti að draga
það sem minst. Og nú er tækifæri
til að hefja með henni mikilsverðar
iramkvæmdr, eins og áður 'iefir
verið drepið á. Með hverju árinu
sem líður svo að ekki sé byrjað á
þegnskylduvinnunni, er miklu verð-
mæti spilt, bæði fyrir þjóðinni i
heild og flestum þeim einstaklingum.
sem taka eiga þátt í vinnunni.
Sumir þeir, sem nógu skammsýnir
eru, • munu halda því fram, að með
þegnskylduvinnunni verði aukið at-
vinnuleysi i landinu, að þegnskyldu-
vinnumenn verði látnir vinna þau
verk, sem margir verkamenn myndu
annars geta fengið atvinnu við.
En þetta er ekki nema hálfskoðað
þannig. Það mun ekki nema lítið
eitt af þeim verkum, sem með þegn-
skylduvinnunni verða unnin, nokkru
sinni verða framkvæmd, ef hún kemst
ekki á, — og þau af þeim, sem fram-
kvæmd yrði, ekki nema á ófyrirsjá-
anlega löngum tima. Svo yrði líka,
til þess að geta framkvæmt þa.u með
keyptum vinnukrafti, að auka álög-
ur á þjóðinni, skatta og tolla o. s.
frv., eða að viðhalda öðrum, sem
ell.a. gætá fallið burtu.
En á hinn bóginn munu þau verk,
sem með þegnskylduvinnunni verða
un'nin, skapa auknar framkvæmdir,
aukna framleiðslu, og þar með aukna
atvinnu fyrir alla. Hvorttveggja
þetta hljóta alhr að sjá, sem nokkuö
vilja hugsa um málið.
Ein mótbárari enn mun verða á
takteinum, að atvinnumöguleikar
þjóðarinnar séu þannig lagaðir, að
þeir þoli ekki að missa vinnukraft-
inn á þeim tima, sem þegnskyldu-
vinnan hljóti að verða framkvæmd.
Þetta er það eina, sem taka verður
fult tillit til. Því að ef byrja ætti á
þegnskylduvinnu svo geyst, að taka
á einu sumri þegar í stað alla þá til
hennar, sem á þegnskylduvinnualdri
eru, þá myndi það verða atvinnuveg-
unum mikill hnekkir. Arið 1920
hefði það verið um 2000 manns í alt,
karlar og konur.
En þetta er ómögulegt. Það verð-
ur að byrja hægt og hægt. Einstak-
lingarnir, Jieimilin, sveitirnar, 'hér-
uðin og þjóðin öll verður að fá tíma
til að átta. sig á þessari nýju afstöðu,
nýju kvöð, og haga sér eftir því. Og
þeir sem stjórn þegnskvlduvinnunnar
verður falin, verða líka að fá tíma
til at| læra að koma henni fyrir, að
beita henni á sem beztan hátt, og .
ala sér upp deilda- og verkstjóra o.
s. frv. Aö engu-má flaustra né kasta
höndurff. Það liggur ekki eins mik-
ið á þvi, að ná þegar á fyrstu árum
öllum þeim þegnskyldugu inn, eins
og á því a'ð- leggja grundvöllinn vel
og þannig, a.ð öllum þeim, sem þegn-
skylduvinnan snertir, verði hún kær.
— Nær um allan heim er til þegn-
skylda, sem nær til allra karlmanna,
og það ekki aðeins á 2—3 ára ald-
ursskeiði, heldur 30—40 ára. Og
þessa þegnskylduvinnu/ verða þeir
að inna af hendi fleiri mánuði til a.ð
byrja með, og síðan fleiri vikur i
senn hvað eftir annað. Og loks eigæ
þeij altaf á hættu að verða kallaðir
burt frá heimili og æfistarfi, kanske
þegar verst gegnir, og ef til vilí
koma aldrei heim aftur. Þrátt fyrir
þessa miklu og löngu skyldu er ekki
að sjá, að þetta hafi nein veruleg á-
hrif á afkomu eða rekstur atvinnu-
veganna.
Svo mun og reynast hér. Aðeins
sá mikli munur, að með þegnskylda—
vinnunni er stefnt að því, að eflæ
hagsæld þjóðarinnar og atvinnuvegi,
auka afkomumöguleikana og efla
ræktun landsins og þar með Hf
manna og dýra. Með henni eru stíg-
in stór spor upp á við til ljóssins og
lifsins. En með herskyldunni er
stefnt gagnstæða leið í flestum aðal-
atriðunum.
(Dagblað.þ
--------x---------
Frá íslandi.
NYJA STRANDVARNASKIPIÐ
"OÐINN”
Það hljóp af stokkunum fyrra
lauga.rdag, eins og skýrt hefir verið
frá hjer í blaðinu. Fór athöfnin hið
bezta fram, og var skipið skírt af
lítilli dóttur foringjans, Jóhanns
Jónssonar. — Eftir skírnina söfnuð-
ust nokkrir sem boðnir höfðu ver-
ið, saman á skipasmíðastöðinni, þar
á meðal Jón Krabbe, Jón Sveinbjörns-
son, Eggert Claessen, Emil Nielseti
og Th. Tulinius. Þar mælti Frigast
framkvæmdastjóri fyrir minni skips-
ins og árnaði því góðrar framtíðar,
og þakkaði jafnframt traust það, er
íslenzka stjórnin hefði borið tjl skipa
smiðastöðvarinnar, en Krabbe svar-
aði með þakkarræðu.
Búist er við að skipið verði tilbúið
um miðjan júní.
Rannsóknir við strcndur Islands' f
sumar. — Hafrannsóknaskipið Dana
er lagt af stað frá Kaupmannahöfn,.
og er foringi þess nú dr. A. C. Jo—
hansen.
Fnam að miðjum mánuði stundar
skipið rannsóknir við Danmerkur—
strendur, en síðan heldur það til
Færeyja og Islands. Mestum hluta
rannsóknartímans ætlar skipið að
verja til þess að rannsaka sildargöng'
ur hjá Norðurlandi. Búist er við>
því að rannsóknunum verði hætt I í
september. Meðal rannsóknarmanna
er Arni Friðriksson kandidat, en;
Bjarni Sæmundsson verður með í
rannsóknunum við Isla.ndsstrendur.
Dr. Johannes Schmidt (sem hefir
verið rannsóknaforingi að undan—
förnu) kemur til Hafnar um miðjan
júní úr ferðalagi til Kyrrahafsins,
og mun hann þá' fára til Islands og
slást í hópinn. Hansen er skipstjóri
á Dana eins og áður. *
(Morgunbl.)
----------x----------
Staða konunnar í[ann-
nálsskrá 1926.
Lauslega þýtt'af J. P. Isdal.
Við árslok er það mjög tíðkað, að
yfirfara skrár og reikninga ársins,
til þess að sjá hvernig sakir standa
a starfssviðinu, til þess að reikna
út ábata. og tap, vörur í hillunum,.
skuldir, eignir og gróða.
Þar sem nú er búið að loka starfs-
rækslubókum ársins 1925, þá vekur
þa'ð ahuga minn — máske einnig
/
t