Heimskringla - 16.06.1926, Blaðsíða 7
WINNIPEG 16. JUNI 1926.
HEIMSKRIN GLA
7.BLAÐS1ÐA.
Bakverkir eru vanalega
einkenni nýrnaveiki. Gin
Pills hafa læknað hundr-
uö sjúklinga af langvar-
andi nýrna. og blööru-
veiki. 50c hjá öllum lyf-
sölum og kaupmönnum.
Nitional Drug & Chem.
.... Co. of Canada, Ltd..
Toronto Canada
Frá íslandi.
Rvík 8. maí.
Frá Alþ'mgi. — Tillaga Jónasar frá
Hriflu um málshöfðun gegn. SigurSi
Þórðarsyni, v.ar til umræðu íEd. á
þriðjudag og miðvkudag. Var henni
vísað frá með svo hljóðand rök-
studdri dagskrá, er Gunnar Olafsson
bar fram:
“Með því að ríkisstjórnin getur
ekki skipað embættismönnum a.ð fara
í meiðyrðamál, og með því að flutn-
ingsmaður tillögu þessarar hefir í
opinberu, víðlesnu blaði, verið lýstur
ærulaus lygari og rógberi af sama
manni, sem h.ann nú vill láta lög-
sækja, án þess að hafa svo vitanlegt
sé, gert ráðstafanir til að hreinsa sig
af þeim áburði, þá verður deildin að
líta svo á, að henni sé með 'tillögu
þessari lítilsvirðing sýnd af flutn.-
ingsmanni hennar. Hún sér því ekki
ástæðu til að sinná tillögunni að
neinu leyti, og tekur fyrir næsta mál
á dagskrá’’. v
Dagskráin var samþykt með 8:4
a.tkv. Já sögðu: Gunnar Olafsson,
Ingibj. H. Bj., Jóh. J ós., Jóh. Jóh.,.
Jón Magn., Bj. Kr., Egg. Pálss., og
H. Steinss. Nei sögðu: Ein. Arn.,
Guðm. 01., Ingv. Pálmas. og Sig.
Egg. Tveir greiddu ekki atkv.: Ag.
•H’elg. og J. J.
| Binar Bencdiktsson skáld og frú
hans komu til bæjarins á þriðjudag
með Lyru. Hefir E. B. dvalið i
Ameríku í vetur.
Barnaskólinn nýi. — Bæjarstjórn-
in hefir samþykt barnaskólauppdrátt
Sigurðar Guðmundssonar húsameist-
ara. 1 skólanum eiga að vera 20
kenslustofur (30 börn í hverri',
teiknisalur, söngsalur, salur til þess
að sýna kvikmyndir i, með 130—140
sætum, salur til majgjafa og skóla-
eldhús, náttúrufræðissalur, baðs'tofa
og sundlaug. Skólann á að hita
upp með vatni úr laugunum. Er. ætl-
ast til að byggingu hans verði hraðað
svo, að hann. verði tekinn til notk-
unar haustið 1927. •
Nýja orgclið, sem setj.a á í Frí-
kirkjuna og Páll Isólfsson sá um
kaup á í utanför sinni, er nú komið
hingað. Er það i 42 hlutum og veg-
ur 11 tonn með umbúðum. Þýzkur
orgelbyggingameistari varð samferða
því hingað og anna.st um að koma
þvi fyrir í kirkjunni.
(Vörður.)
Austnr-Asíufélagið.
Reikningar og ársskýrslur Austur-
Asíufélagsins eru vanir að vekja
mikla eftirtekt. Ekkert fyrirtæki á
Norðurlöndum hefir vaxið svo hröð-
um fetum, og má þakka það bæðt
framtakssemi stjórnarinnar og ein-
stakri varúð, sem mikið má af læra.
Ef reikningar félagsins frá ári til
árs eru bornir saman, getur það ekki
dulist að starfssemi þess er óvenju-
fjölbreytt. Það vinnur því nær á
öllum sviðum, fæst við verzlun, sigl-
ingar, iðnað, garðyrkju og námu-
gröft út um viða veröld. Fyrirtæki,
sem hefir svo mörg og misjöfn járn
1 eldinum og lætur^til sin taka alls-
konar atvinnumál um heim allan,
klýtur og að verða. háð öllum stór-
viðburðum, sem gerast, og hefir þvi
margs að gæta.
Reikningar fyrir þetta ár sýna
Htjög álitlegan hagnað, þrátt fyrir
orðugleika í flutningum, verðfall og
gengiskreppur, og má að miklu leyti
þakka það framsýni og forsjá stjórn-
endanna. Hér fer á eftir lítill út-
dráttur úr síðustu ársskýrslu félags-
ins.
Það sem sérstaklega hefir valdið
örðugleikum þetta árið, bæði innan
Lands og utan, er ólag á flutning-
um og gengissveiflur á árinu 1925.
Utgerðin. hefir gefið minna af sér
nú en árið 1924, og gengisbreytingar
hafa yfileitt orðið félaginu til skaða.
Til þess að tryggja reksturinn,
leggur stjórnin til að fluttar verði
12,500,000 frá varasjóði og yfir í
rekstrarsjóð. Hann verður þá 20,500,
000. Af honum verða svo aftur tekn
ar 8,500,000 sökum verðfalls er or-
sakast af afleiðingum stríðsins. Því
næst tekur varasjóður 100% af hluta-
fénu, og rekstrarsjóður verður 12,-
000,000 kr. •
Undirdeildir félagsins keppa að
sama marki og það, að því er snertir
tryggingaraðferðir. Hlutir fél.a.gs-
ins í þeim félögum eru tilfærðir með
lágmarksverði, en nafnveði, ef þeir
standa hærra.
Stjórnin leggur til að greitt verði
14% í ágóða. Má að minsta kösti
þakka það hinni sérstöku tilhögun
félagsins og sérstöðu gagnvart heims
verzluninni.
Það verður ljóst af eldri skýrslum,
að félagið hefir'séð sér hag í þvi,
ag gera fyrirtæki sin í Asíu ensk
að na.fninu til. Má þar telja gummi-
og kokos-ekrur, er félagið hefir
stofnað til og starfrækt á Malaya-
skaga síðastl. 20 ár, svo sem Mount
Austin (Johore) Rubber Estates Ltd.
og Kretay Rubber Estates Limited,
og í lok ársins var Teluk Merbau
breytt í enskt félag með 425,000 pd
hlutafé, og svarar það hér um bil
til stofnkostnaðar. I þessum félög-
um á Austur-Asíufélagið flesta hlut
ina, og standa þau framvegis undir
yfirstjórn.þess.
Félagið hefir flutt til Danmerkur
6,910,000 pund. í útlendum gjaldeyri
á árinu, og eru það um 166 milj.
danskra króna. Auk þess hefir það
fengið um 138 miljónir króna gegn-
um danska banka.
fóðri, og að nokkru leytj vegna
lækkunar á innlendum vörum. Verka-
laun og framleiðslukostnaður er
heldur minni. Hlutfallið milli inn-
flutnings og útflutnings var álitlegra
en í janúar og talsvert betra en í
fyrra um sama leyti. Utfluttar
landbúnaðarafurðir voru talsvert
meiri í febrúar en í marz, einkum
hefir útflutningur eggja vaxið, en
smjör var heldur minna. Verð á
öllum útflutningsvörum hefir fallið,
sumpart vegna hækkunar krónunn-
ar og sumpart vegna. ven.julegrar
verðkekkunar á þessum mánuðum
ársins. — Atvinnumálin voru heldur
í betra horfi i marz en í febrúar,
enda þótt ástandið sé verra en í
fyrra.
Tekjur rikisins í vörusköttum voru
í marz 13,7 miljónir kr. Þar af 4,4
milj. í tollum. I marz í fyrra voru
þessar upphæðir 13,3 og 4 miljónir.
(Dagblað).
----------x----------
/
Jóhannes Fönss-
óperusöngvari.
Vegna þess að höfuðstaður Is-
lands vex hratt, alveg" án hlutfalls
viið mannfjölgun og bygging úti um
sveitirnar, er það alvarlegt íhugunar-
efni fyrir þá, sem vilja trúa á fram-
tíð þjóðernis vors, hve feikna skað-
vænlegt er tómlæti vort um stofnun
þjóðleikhúss í -Reykjavík. “Heim-
urinn” er fyrir oss erlend veröld.
Þrá æskunnar eftir þeirri list, sem
er markverðust fyrir menningu kyn-
slóðanna, fær enga' fullnæging; og
sé eitthvað reynt í þá átt, er það að
mestu ennþá kák, sem fremur veldur
svartsýni og vonleysi um að þjóð-
lif vort geti borið slíkan ávöxt. —
Siglingar Islendinga til næstu stór-
borga á Norðurlöndum eru dýrari en
metið verði til fjár — og því óþarf-
ari1 þjóðmegun Vorri, að meginhvötin
er oftlega einungis sú, að sja og
heyra það, , sem vér gætum nú full-
vel veitt oss sjálfum, ef blindni al-
þingis og afbrýðissemi fjárplógs-
manna þeirra, er legið haia 4 lands-
sjóði, hefði ekki látið leiklistina sitja
á hakanum.
Af þessum hræðlegu mistökum
verðum vér nú að horfast í augu
viö þjóðhættulegt óyndi og söknuð
venjulegrar menningar. Hver sá, er
hefir kvnst og notið áhrifa a.f veru-
legri list, getur þolað að búa við
þessa lágstöðu, einmitt meðal þeirr-
ar. þjóðar, sem einna hágreindust
mun vera um slíka hluti að eðlisfari
og uppruna?
Mér virðist það réttmætt, að eg
geti þess hér, að eg fyrir nokkrum
tíma samdi áskorunarsikjal, er eg
fékk undirritað af mörgum helztu
leiikurum Revkjávíkitr, þará meðal
frú Stefaníu heitinni Guðmundsdótt-
Ur, í þá átt, ,að landíð hlutaðist til
um byggingu þjóðleikhúss og stofnun
leikarakenslu hér á staðnum o. s.
frv. Þessi hreyfing varð einungis
til þess, að tekið var til bragðs að
leggja smávægilegan skatt á skemt-
anir m. m., sem ekki þarf að skýra
nánar frá hér. En rétt er þó að taka
það fram, að tafið var einungis fyr-
ir málinu með þessari smámunalegu
og skammsvnu stýfing á tillögum
skjalsins. Vér stöndum engu nær;
því kröfur til viðunanlegs leikhúss
stíga hraðar fram en smáskattur einn
getur bætt úr.
Af þessum fáu skýringum mun
mönnum skiljanlegt, hve mikils það
er vert, að fá slíkar heimsóknir er-
lendra listamanna í þessum greinum,
sem kunna að flytja boðskap hárrar
snildar fyrir oss. Og þess háttar
gest höfum vér nú meðal vor, þar
sem er hr. Johannes Fönss, frægur
um heiminn fyrir ágætustu djúprödd
álfunnar. Þ.a.u hlutverk, sem hann
hefir leyst í áheyrn Reykvíkinga,
væru betur flutt og heyrð einnig á
öðrum hinum fjölrtjennustu hafnar-
stöðum landsins. Sá sem hefir eitt
sinn heyrt mátt og ment þessa sér-
staka söngvara, hefir auðgast að
minning, sem honum mun seint fyrn-
ast.
Mönnum kann ef til vill að þvkji
það fjarsótt, er eg minnist hér á hina
herfilegustu vanrækslu um styrk og
reisn þjóðlegrar listar í leik, söng,
framburöi og dansi fyrst og fremst
í höfuðstað vorum, þar sem eg set
þetta í samband við einn söngvara,
sem er nú gestijr vor. En því valda
alveg sérstakar ástæður, og rr.unu
slíkar hvergi finnast í neinu öðru
siðmönnuðu landi. Fyrir engri þjóð
stendur líkt á. Land vort er, í sam-
anburði við framleiðslumátt, lands-
víðáttu, þjóðernisarf og tungu á eina
hlig og á aðra hliö við íbúatölu,
stjórna.rfar og réttarstöðu meðal
þjóðanna, algerlega einstætt. Engir
aðrir hundrað þúsund ferkílómetrar
á jörðinni geta jafnast Islandi í nátt-
úruauði. Engin önnur menningar-
þjóð nútíinans talar óbreytt fornalda
mál sitt meðal almennings. Ekkert
annað siðað ríki býr við stjórnleysi,
án nærveru stöðugs valdhöfðingja.
Og loks höfum vér tekið ríkisnafn
án vopnaskyldu um varnir hlutleysis
vors; og mun þessi viðburður vera
sá fyrsti af þessu tæi í sögu- F.v-
rópuþjóða.
Þessi. fáeinu orð nægja. til þess að
gera^grein hverjum þeim, er ber að
garði vorum, tíl þess að flytja hér
erindi máls eða hljómlistar, að djúp-
ar orsakir ráða um sérleg einkenni
4>jóðarancla. vors. Þj’óðlegur söng-
andi er tæplega vaknaður enn. Alda -
auður af rammíslenzkum söngþönk-
um frá þeim tima, er hvert heimili
átti "kvæðamann”, hefir horfið a.ð
mestu niður í kirkjugarðana, af því
að heiður vor og andlegu fjársjóðir
voru of illa geymdir undir pappírs-
valdinu. Aðeins örfá merki eru far-
in að sjást til þess að íslenzkur, nýr
tónskáldskapur sé að stíga fram und-
an fargi aldanna.
Þegar eg heyrði hr. Fönss syngja
hér 11. þ. m., veitti eg því mesta
eftirtekt, hva.ð hann átti auðvelt með
að ná undireins samræmi við ókunna
áheyrendur. Hver maður fann, að
hann sló strengina einmitt svo sem
átti að vera, til þess að kynna sig
sjálfan. • Söngúr er rödd hja.rtans.
Þegar hann leit yfir þenna hóp af
Islendingum, sem hlýddu á hann,
skygndist hann inn í eðli þeirra og
sál. — Hann flutti söngvana með
framúrskarandi krafti, áreynslulaust.
Leikur hans var fágætlega áhrifartk-
ur’ vegna þess að alt féll honum svo
létt og eðlilega. Hann bar orðin
þannig fram, að þau réttlættu hverja
hreyfingu. Bezt kom þetta fram í
vísu Drachmanns: “Eg ber minn Hatt
á þann hátt sem eg vil" (Westvang).
Aria Leporellos í Don Juan. (Mozart)
var ágætlega flutt og va.r henni bezt
tekið af því sem hann söng það
kvöld
A söngskránni 13. þ. m. voru m.
a. tveir söngvar úr “Lohengrin”. Þá
heyrðist glögt að söngvarinn hafði
lagt mikið á sig, enda virtist svo sem
undirspilið létti ekki nægilega fyrir.
En þrátt fyrir það tóku Reykvíking-
ar söngvaranum ágætlega, einnig
þetta skifti; og alt það sem höfuð-
staðurinn á af beztu þekking um
sönglist klappaði lof í lófa.
Þeim sem kyntust þannig list hins
na.fnkunna söngvara, mun hafa fund
ist hinar fyrstu viðtökur rniðdr rétt-
látar. En á hinn bóginn hafa Revk-
víkingar síðar reynt að bæta úr því.
— Eg endurtek mína eigin ósk um
að landar vorir fái að heyra þenna á-
gæta listasöngvara í öðrum hélztu
hafnarbæjum Islands. Land vort á
skilið að hevra. hann og sjá sem
víðast. Hann mun flestum öðrum
gestum fremur geta sýnt, hvert hyl-
djúp hefir, að engum maklegleikum,
verið staðfest milli vor og annara í
framkvæmandi list.
Eg minnist þess ekki, að eg ha.fi
við önnur tækifæri fundið sárar til
þess, hve miklu yfirdrepsskapur og
lítilmenska ýmsra skjalaraog rógbera
meðal ritfinnanna í Vík og Höfn
hafa. valdið um lánleysi hinna and-
legu viðskifta vorra við Dani. Þau
hefðu vissulega getað auðgað og haf-
ið vmsar listir heima hjá oss, fyrir
meðalgöngu mikilmenna í vísindum
og list frá stórborginni við Sundið.
Einar Benediktsson.
—Tíminn.
-----;-----x-----------
(Dagblað).
---------x----------
Fjárhagur Dana.
Þjóðbankinn í Kaupmannahöfn og
Hagstofan danska hafa gefið út
skýrslu þá, er hér fer á eftir í út-
drætti, um fjárhag Dana í marz
1926.
Danska krónan hefir haldið áfram
að stíga, síðan í febrúar. Nú stend-
ur dollar í hér um bil kr. 3.82 og
pund hér um bil 18.55 kr. fdeðal-
gengi í marz er talsvert hærra en í
febrúar. Miðað við gullkrónu var
það á 94,4 aurar, en í rnarz 97,2.
Utlán dans’kra banka hafa minkað
urr) rúma'r 100 miljónir síðan í febrú-
arlok, en innlán eru álíka mikil. Inni-
eignir og skuldir erlendis eru líkt og
fyr, að því er snertir erlendan gjald
eyri. Aftur á móti hafa bankarnir
sent um 13 milj. danskra króna. út
úr landinu, og auk þess leyst inn all-
mikið af víxlum. Fjármagn Þjóð-
uoa uias ‘gujjuuu iA(j Jijaq suEJjuuq
er, þó ekki meira en um 17 milj. kr.
Vegna þessana. gjalda til útlanda,
hafa lán þjóðbankans til annara
banka aukist um 20 milj., en önnuv
lán minkað um 9 milj. Seðlaveltan
hefir aukist um 13 milj., og er nú
411. I fyrra úm sama leyti var hún
452 miljónir.
Danir skulduðu samtals 1640 rnilj.
erlendis um áramót, en eiga inni 640.
Hreinar skuldir eru því 1000 milj.
kr. I lok ársifts 1925 voru þær 1275
milj. Þessi Iækkun orsakast mest af
hækkun krónunnar á árinu 1925. Af
sömu ástæðu hafa skuldirnar hækk-
að úr 835 milj. og ifþp í 925, án
þess að neinu hafr verið bætt við.
Reikningar yfir tekjur og gjöld
standa því í aðalatriðunum líkt og
í fyrra..
Kaup og sala á verðbréfum í
kauphöllinni hefir verið ámóta mik-
il i marz og í febrúar. Verð á hluta-
bréfum er talsvert lægra, en skulda-
bréf hafa stigið. Verðfallið á hluta-
bréfum tekur einkurri til skipahluta-
bréfa og orsakast mest af því, að
margir eru nýbúnir að borga út á-
góða til hlutha.fa.
Verðstuðull hefir lækkað úr 165,
í febrúar, niður í 158. — Lækkunin
er að nokkru leyti vegna verðfalls í
heimsmarkaðinum, t. d. á skepnu-