Heimskringla - 30.06.1926, Blaðsíða 1

Heimskringla - 30.06.1926, Blaðsíða 1
k'- Ti' XL. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN, 30. JÚNÍ 1926. NÚMER 39 STJÖRNARSKIFTI i King segir af sér; fær ekki rofið þing; Meighen myndar nýtt ráðuneyti. M)^ll«B»i:«»l)'aBI>«»ll'«BII«»<H ÞriSjudaginn í fyrri viku bar for- niaöur tollrannsóknarnefndarinnar, Mr. Paul Mercier, frá St. Henri, upp svohljó'ðandi tillögu. “A8 þingiö samþykki aö veita viö- töku þriöju og endanlegri skýrslu nefndarinnar, sem skipuö var til þess aö rannsaka ráðsmensku toll- og skattamálaráðuneytisins’’. Þessa skýrslu höfum vér þýtt alla, svo að lesendur Heimskringlu eigi hægra með að fylgjast með atriðum málsins. Eylgir sú þýðing á öðrum stað hér í blaðinu. Eftir að Mr. Mercier hafði mælt nokkur orð til stuðnings tillögu sinni, reis Hon. H. H. Stevens frá Van- couver upp til andmæla. Talaði hann langt erindi og þakkaði Mr. Merciér fyrir framúrskarandi dugnað og ósérplægni við nefndarstarfið, en bar að lokum fram svohljóðandi breytingartillögu: “Að þingið veiti ekki viðtöku skýrslunni að svo stöddu, heldur sé bún send aftur til nefndarinnar með þeim fyrirmælum, að bæta við þess- um liðum, sem aukaliðum við 6. grein: "Vitnaleiðslan leiðir ennfremur í Ijós, að ráðherrann, eða vararáð- x herrann, hefir látið vini stna og pólitíska venzlamenn hafa áhrif á embættisfærslu sína og ráðsmensku ráðuneytisins, á ótilhlýðilegan hátt, er hefir komið fram í því, að tafin hefir verið málsókn, og stúndum jafn vel hætt við hana, á hendur þeim, sem ákærðir hafa verið fyrir brot á lögunum, og hefir einnig orsakað tekjumissir fyrir ríkissjóð. Meira að segja hefir hepnast að fá ráð- herra og vararáðherra, er stýrt hef- ir ráðuneytinu, til þess að grípa fram í gang réttvísinnar á ótilhlýðilegan hátt, milli þess að sökudólgar hafa j verið dæmdir og hegningin hefir átt | að fara fram. Forsætisráðherranti og stjórnin hafa unt töluverðan tínta j vitað um hina hraðvaxandi spillingu ^ í toll- og skattamálaráðuneytinu, og er vanræksla þeirra um að ráða skjót, ar og gagngerðar bætur á þessu, al- ( gerlega óverjandi. Framkoma ltins, núverandi toll- og skattamálaráðherra Hon George H. Boivin, í málí Mó-, sesar Aziz, er i frekasta lagi órétt- lætanleg. Nefndinni jfykir fyrir þeirri venju, sem á er komin, að því er vitnaleiðsl-J an hefir leitt í ljós, að vissir menn, sem mikil áhrif hafa á opinber mál, skuli hafa snúið sér beinlínis til ráð- herranna, með beiðni um að draga úr og milda hinn rétta gang ýmsra mála í ráðuneytinu, fyrir pólitískan stundarhagnað. , Nefndin álitur að þessi siður sé skaðlegur fyrir almenningsheill þessa lands, og þljóti að spilla fyrir ráðs- mensku ráðuneytisinsJ Og að þess vegna beri að endur- skipa nefndina.” Toll- og skattamálaráðherrann stóð nú upp til varnar, og síðan aðr- ir til að taka þátt í umræðunum með og móti. Stóð þingfundur til kl. 11.15 um kvöldið, og var þá frestað til næsta dags. Sást þá brátt að stjórnin var háskalega stödd, þrátt fyrir veigamikla ræðu er Mr. Dou- gald Donaghy, frá Norður-Vancouv- er hélt, er sýndi svo ljóst, að. ekki varð hrakið, ýmsar skekkjur eða mis- skilning hjá Stevejis. Markverðust var vörn hans 'fyrir Boivin í máli Mósesar Aziz; verður máske skýrt frá þvi síðar. Seint um kvöldið bar T. S. Woods- worth fram breytingartillögu við breytingartillöguna á þessa leið: “Að öll orðin í breytingartillög- únni á eftir orðinu “fyrirmælum”, falli burtu, en í stað þeirra komi þetta: “1. Að bæta við 4. grein sem fylg- ir: Ur því að rannsóknin ber með sér, að smyglunin er svo víðtæk og kvíslast á svo margvíslegan hátt, að einungis lítill hluti af lagabrotunum hefir kömið í Ijós, þá leggur nefnd- in til að skipuð verði nefnd með dómsvaldi, er gefið sé fult vald til þess að rannsaka í yztu æsar ráðs- mensku toll- og skattamálaráðuneyt- isins, og höfða mál á móti öllum, sem brotið hafa. 2. Að bætt sé við 6. grein seiti fylgir: Nefndin lætur í ljós ó- ánægju sína yfir þeirri venju, sem vitnaleiðslan hefir leitt í ljós, að þingmenn og ýmsir aðrir hafa far- iíý bænarveg að ráðherranum, til þess að hann drægi úr fyrirmælum laganna þeim í hag, eða fyrir póli- tískan stundarhagnað. 3. Að öll orðin í 8. grein eftir orðig “ráðuneytisins” í þriðju línu, séu feld í burtu. 4. Að í 13. grein sé nafni R. R. Farrow aðstoðar toll- og skattamála- ráðherra, bætt við nöfn þeirra, seni lagt er til að vikið sé frá em- bætti. Og að þess vegna beri að endur- skipa nefndina’’.” A undan þessari breytingartillögu við breytingart'llögu hafði Woods- worth haldið afbrigða góða ræðu. Kvaðst hann hvorki geta samvizku- samlega greitt atkvæði með tillögu Merciers, né heldur breytingartillögu Stevens. Gerði hann þvi þessa brtt. við brtt.. Varð hinn mesti hávaði meðan á henni stóð, milli conserva- tíva og liberala. Þá er Woodsworth hafði lokið máli sínu, reis foringi conservatíva, Mr. Meighen, upp til mótmæla. Kvað hann þessa breyt- ingartillögu Mr. Woodsworth við breytingartillögu Hon. H. H. Stev- ens, ríða í bága við þingsköpin, og mætti því ekki ræða hana né bera hana fram. Hófust nú deilur um það atriði, unz forseti áskildi sér úr- skurðarfrest til morguns. Var þá komið talsvert fram yfir miðnætti. Daginn eftir, er þing kom sam- an, úrskurðaði forseti, að breyting- artillaga-Mr. Woodsworths við breyt ingartillögu væri formleg. Hóf þá forsætisráðherra umræður aftur. — Kvaðst hann geta fallist á brtt. Woodsworths, er væri þingleg og skipuleg í alla staði, þvert á móti því sem öll framkoma og tillögur andstæðinganna væri, er aðeins mið- 11011*111 niðurrifs. Minti hann á, að þá er stjórnin hefði í fyrra komið á löggjöf, er lagði hegningu við toll- svikum, hefðu nokkrir conserva- tívar kvartað vfir því, að löggjöfin tæki of hart á þesskonar brotum. Fékst vissa fyrir því þenna dag, að framsóknarflokksmennirnir Lucas og Boutillier, myndu greiða atkv. gegn till. Woodsworths, en með till. Stevens. Um Campbell og Fansher var ekki víst. Næsta dag tók Campbell af allan efa. Réðist hann grimmilega á stjórnina, og kvað hér hafa komið í ljós eitt hið versta stjórnmála- og siðferðishneyksli, er nokkurntíma hefði blettað skjold Canada. Greip i Mr. Forke frarn í fyrir honum og Hinn nýi forsætisráðherra. RT. HOX. ARTHUR MEIGHEN. bað hann að tala í sínu eigin nafni en ekki i nafni framsóknarflokksins. Svaraði Campbell því til, að Mr. Forke hefði aldrei getað talað fyrir munn framsóknarflokksins og væri heldur ekki að því í dag. Þá lenti Campbell og Dunning hrottalega saman og hrópuðu conservatívar Dunning niður, er hann reyndi að andmæla. Varð yfirleitt hinn mesti handagangur og skruðningar í öskj - unni. Þegar leið á daginn, fór að kvis- ast, að D. M. Kennedy frá Peace River myndi greiða atkvæði gegn stjórninni og ásamt honum sennilega George Coote frá MacLeod og Miss McPhail. Var þá sýnn ósigur stjórn- arinnar, ef svo færi. — Um kvöldið sigu fylkingar aftur saman í blóðug- an bardaga, úrslitahreðuna. Sann- aðist þá orðrómurinn. um afstöðu Kennedys. Var breytingartillaga Woodsworths við brtt. Stevens feld með 117 atkvæðum gegn 115. Kom þá í ljós að 5 framsóknarmenn höfðu greitt atkvæði með conservatívum. Voru það þeir Catupbell (Mackenziel Lucas (Camrose), Boutillier (Vegre- ville), Fansher (Lost Mountain) og Kennedy (Peace River). Verkaflokks þingmennirnir Woodsworth og Heaps greiddu atkvæði með stjórninni og sönmleiðis tveir óháðti þingtnenn- irnir, Bourassa og Neill. Miss Mc- Phail var “spvrt” (paired) við G. G. Coote (McLeod), og greiddi þvt hvor- ugt atkvæði. Að þessu búnu bar forseti fram breytingartillögu Stevens. Bar þá Fansher jafnskjótt fram breytingar- tillögu við hana, á þá leið, að tillögu Woodsworth er bætt við breytingar tillögu Stevens, án þess að nema I burtu áfellisdóminn vfir stjórninni. Forsætisráðherra íslands Jón Magnósson látinn. SamKvæmt skeyti er barst frá yfirræðismanni Dana og íslendinga í Canada, J. E. Böggild, til ræð- ismannsins hér, Alberts C. Johnson, er forsætis* ráðherra íslands, Jón Magnússon, látinn. — Með hverjum atburðum það hefir orðið, fréttist ekki enn. Forseti úrskurðaði að þessi breyt- ingartillaga væri ekki þingsköp. Reis Mr. Meighen upp til að mótmæla þeim úrskurði, og var loks gengið til atkvæða um úrskurð forseta. Fór svo, að honum var hrundið með 118 » otkvæðum gegn 116. Hinir sömu framsóknarflokksmenn, og áður, greiddu nú atkvæði með conserva- tivum. Miss McPhail og Mr. Coote greiddu þó atkvæði í þetta sinn með stjórfiinni, en Woodsworth aftur á móti gegn henni. Nú reyndu liberalar að fresta fundi, en tókst ekki. Lýsti stjórnin þa yfir því, að hún myndi ganga að þessari breytingartillögu Fanshers, en forsætisráðherra áskildi sér þó rétt til þess að bera fram aðra breyt- ingartillögu við hana. v Nú var um að gera fyrir stjórnina að draga tímann, og bar þá Arthur Beaubien frá Provencher,"upp tillögu um að fresta fundi, eftir að nokkr- ar iimræður höfðu orðið. Var hún feld rneð eins atkvæðis meirihluta. Kom það til af því, að einn liberar þingmaður hafði skroppið heim eft- ir böggli, og var atkvæðagreiðslan um garð gengin, er hann kom aftur. Hefði hann verið kyr í sæti sínu, hefðu atkvæði fallið jafnt, og for- seti þá skorið úr, að fresta skyldi fundi. En nú hélt orustan áfram lengi, unz að lokunt var samþykt með eins atkvæðis meirihluta að fresta fundi til mánudags. Þá var klukkan tuttugu mínútur eftir fimm á Iaugardagsmorgun. — — STJORXIN SEGIR AF SER. Stjórnin komst nú að þeirri' niður- . stöðu, að ósigur hennar væri full- mánudaginn, skýrði King forsætisráð herra frá því, • að hann hefði æskt þess að landstjórinn, Byng lávarður, ryfi þingið, en hann hefði neitað að verða við þeirri ósk. Hefði hann þá sagt af sér tafarlaust, með sam- þykki landstjórans. Að þessari yfir- lýsingu gerðri var þingi frestag til næsta dags. — Var Mr. Meighen þegar kallaður á fund Iandstjórans. * * * Þetta er -merkilegt þing í sögu Canada. Er það í fyrsta skifti síðan sameiningin varð, að stjórn er feld í þinginu. Næst því mun hafa leg- ið, er “Pacific” hneykslið varð 1873. Lá þá einnig fyrir nefndarálit og breytingartillaga við það, er fól í sér vantraustsyfirlýsingu á Macdon- ald stjórnina. Þá var einnig borin fram brtt. við brtt., en aldrei gengið til atkvæða um hana, þar eð þingi var þá' slitið. Fóru fram kosningar skömmu síðar og beið Macdonald- stjórnin þá ósigur. — * * * Með Mr. Meighen og landstjóran- um talaðist svo til, að conServatívar skyldu revna að taka að sér stjórnina 'v j það sem eftir væri þingsetunnar. Er það töluverðum erfiðleikum bundið. Forsætisráðherrann verður að rýmá þingsætið, og má ekki sýna sig. í þinginu fyr en hann hefir náð kosn- gengið verði til kosninga sem fyrst. Kemur þar alt undir framsóknar- flokknum. Sennilegt þykir sem stendur, að framsóknarflokkurinn leyfi Meighen að binda enda á þau mál, er fyfir þingi liggja, hvað sem svo verður. Þó er álitið, að þeir framsóknarmenn, er feldu stjórnina, muni verða á móti kosnÍngum,'Nog þó máske fleiri, telji þær landinu of dýrar. En ekkert er um -þetta nema orðrómur að svo stöddu. * * # Foringi framsóknarflokksins, Ro- bert Forke, hefir sagt, að hann sæi ekki, hvers vegna þingið ætti ekki ag ljúka fjárveitingum. Meira vill hann ekki segja að svo stöddu. Fregn hefir flogið fyrir um það, að Mackenzie King sé að hugsa um að segja af sér forystu liberalflokks- ins, og að Dunning muni fá að taka við taumunum. En þetta er ekkert annað en flugufregn sem stendur, og styðst vi'ð engar likur frá þeim, sem bezt ættu að vita. * * ¥ Þegar séður var fyrir ósigur stjórnarinnar, flýtti hún sér að skipá þau sæti í öldungaráðinu, er auð voru, og við dómstólana. En Iands- stjórinn hefir neitað að samþykkja þær skipanir, er gerðar hafa verið síðan á föstudag. Þeir sem land- mgu einhversstaðar. Sama er að stjórinn samþykti að leyfa sæti, eru segja um aðra ráðherra, séu þeir öldungaráðsmennirnir W. L. Mac- kosnir með venjulegum hætti. Er tal- dougald, frá Morttreal,, og Dr. Dan- ið líklegt að Mr. Meighen reyni að ‘el Rdey, High River, Alberta. En klöngrast í gegnum vandræðin með meðal þeirra, er landstjórinn ekki því, að skipa fimm bráðabirgðarráð- t(ák gilda, voru tveir dómaraf í Que- herra án umdæmis (portfolio). Er bec- einn dómari í Ontario og öld- sagt að Sir Henry Drayton muni ungaráðsmaður frá Nova Scotia. verða fyrir flokknum á þingi, i ! * * * fjarveru Mr. Meighens. Hinir er j Síðustu fréttir frá Ottawa áður en sagt að séu: Hon. H. H. Stevens, ■ blaðið fer til prentunar, eru þær, að Sir George Perley, Hon. R. J. Man- j Rt. Hon. Arthur Meighen tók við ion og W. R. Black frá Halifax. Skifta þeir svo stjórnarstörfunum á forsætisráðherraembættinu <og vann embættiseiðinn t gærdag. Ennfrem- milli sín, Unz ráðherrarnir geta smá j ur að hann hafi tekið sér sex ráð- tinst inn eftir kosningar. Ætlar Mr. herra án umdæmis og þeir unnið em- Meighen > þá að bíða næsta þings , bættiseið. Þeir eru : Sir Henry Dray- með minnihluta, og er meira en vafa ! ton, flokksforingi í fjarveru forsætis samt, hve vel það hepnast. * * * ráðherra (fjármála- og járnbrautir); Hon. R. T. Manion (heilbrigði, heirn- Liberalar eru mjög ^estir út af komnir hermenn, póstmál, innflutn- ráðstöfun landstjórans, Byng lá- ingur og verkamannamál); Sir George varðar, að neita að rjúfa þingið, Perley (ríkisritari og opinber verk); samkvæmt óskurn og tillögu forsætis- Hon. H. H. Stevens (tollar, Indíánar, ráðherrans. Segja þeir að land- námur, innanríkismál, landbúnaður stjórinn hafi hér tekið sér úrskurð- og viðskifti); Hon.* Hugh Guthrie arvald, er honum beri ekki. Sé hann (dómsmál og landvarnir); Hon. W. skyldur til að fara að tillögum frá- A. Black (sjávarútvegur og fiski- farandi forsætisráðherra. Ætla lib- veiðar). kominn. Þegar þing kom saman á eralar að halda því til streitu, að

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.