Heimskringla - 30.06.1926, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA.
HEIMSKRINGLA
■%
WINNIPEG JV JÚNÍ, 1926.
Heintskríngla
(StofnnH 1886)
Krmur At A hverjnm mlttvlknderl.
EIGENDCR:
VIKING PRESS, LTD.
853 OS 855 SARGENT AVE., WITÍNIPEG.
TalHÍmi: N-6537
Verfc bla?5sins er $3.00 árgangurinn borg-
ls t fyrirfram. Allar borganlr sendlst
THE YIKING PHJEfcS LTD.
SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum
Hitstjóri.
JAKOB F. KRISTJÁNSSON,
Ráðsmaður.
VtanAnkrtft tll blnl(»ln«i
THE VIKING PHESS, I.td., Bo* 8105
Vtnnftnkrlft tll rltxl lArnnni
EDITOR IIEIMSKRINGI.A, IIo* 8105
WINNIPEG, MAN.
"Heimskringla ls pnbllshed by
The Viklnic Prena Ltd.
and prlnted by
CITY PRINTING <fe PUBI.ISIIING CO.
853-85S Sareent Ave., Wlnnlpegr. Man.
Telepbonei N 6537
WINNIPEG, MAN., 30. JÚNÍ «1926.
Afdriíin.
Þá er stjórnin loksins jfallin á þingi, i
fyrsta sinn í sögu sambandsríkisins, Fall*
in, eftir einhverja hörðutu rimmu, sem
háð hefir verið í þinginú.
Og fljótt á litið hefir lítil þúfa velt
þungu hlassi. Svo virðist í fyrstu sem
aðgerðir Boivins, toll- og skattamálaráð-
herra, í máli Mósesar Aziz, hafi verið
steinninn, sem stjórnarskútan steytti á.
En orsakirnar liggja miklu dýpra. —
Þegar þingtíðindin eru lesin með athygli,
sést að yfirsjón Boivins, er svo lítilvæg,
að ekki kemur til mála, að hún hafi riðið
stjórninni að fullu. Og borin saman við
tollsvikahneykslið og alla þá óráðvendnis
flækju, er um það ófst, er hún alveg
hverfandi. Hún er ein veigamesta afleið-
ingin af því, hvernig fyrirrennari hans,
Jacques Bureau misbeitti embættisvaldi
sínu, í sambandi við þá linkind er forsæt-
isráðherrann sýndi þeim herra. Flokks-
elskan fór þar í gönur með Mackenzie
King, og varð banabitinn hans að síð-
ustu.
En ósigur stjórnarinnar á sér jafnvel
víðtækari rætur en þær, er liggja út í
yztu æsar tollsvikahneykslisins. Það var
alment álitið að Dunning færði stjórninni
nýtt lífsfjör og styrk. Enginn efast um
dugnað hans. Þótt honum ynnist ekki
tími til að iáta verulega til sín taka í
þinginu, þá var hann búinn að sýna
það heimafyrir, í ráðsmensku Saskatche-
wanfylkis. En ef langt skal grafa, má
vera, að það komi í ljós, að ötulleiki Dun-
nings hafi verið dýru verði keyptur.
Dunning var búinn að vinna sér mikið
álit í Saskatchewan. Síðustu fylkiskosn-
ingar sýndu, að hann var búinn að
treysta liberala þar ramlega í sessi. Sá
árangur hefir vafalaust verið aðalástæð-
an til þess, að Mackenzie King lagði til
kosninga í fyrra, og á þann hátt að auð-
séð var að han nætlaði sér að ganga milli
bols og höfuðs á framsóknarflokknum.
Það sýndi sig skjótt að var óviturlega
ráðið. Hann hugðist að gleypa fram-
sóknarmenn hér í vesturlandinu. Til þess
að ná því marki, snerust liberalar hat-
ramlega á móti framsóknarflokknum. í
stað þess að vinna með honum, í stað
þess að rýmka stefnuskrá liberalanna.
tók forsætisráðherrann það fangaráð, að
hafa óskir og vilja liberalanna austurfrá
fyrst og fremst fyrir augum, en úthúða
franlsóknarflokknum. Sú kappgirni var
skammsýn. í Saskatchewan gekk nokk
urnveginn eftir áætlun. En í hinum fylkjr
unum kom hún aðeins conservatívum að
haldi. Mackenzie King tókst beinlínis og
óbeinlínis að fækka framsóknarflokkn-
um á þingi um fjörutíu manns. Þó stóð
hann sjálfur liðfærri eftir en áður. Og
hafði tekist það eitt að gera sér fullkom-
lega óvinveitta ýmsa frjálslyndustu og
framsæknustu framsóknarþingtnennina,
sem af komust úr blóðbaðinu. Hefði
hann rýmkað stefnuskrá sína í verulega
“liberala”, þ. e. a. s. frjálslynda átt, hefði
verið óþarfi fyrir hann að tapa þessum
fjörutíu atkvæðum, og snúa hinum tutt-
ugu og fimm til kaldrana við sig.
Að vísu hefði hann þá mátt búast við
að missa eitthvað af þeim liberölum frá
sér eystra, er harðsnúnastir hafa verið
til hægri. En það hefði margborgað sig.
Þeir menn eiga að öllu réttu heima í
conservatíva flokknum, en ekki sæti á
“liberal” bekk, sé það lýsingarorð annað
en nafnið tómt.
¥ ¥ ¥
LítiII vafi er á þvf að liberali flokkur-
inn er nú kominn að krossgötum, sömu
krossgötunum og liberali flokkurinn áj
Englandi, og reyndar víðar, hefir tvístr-
ast eftir svo gersamlega. Að þessum
krossgötum koma allir flokkar á tiltölu-
lega skömmum tíma. Leið sumra liggur
áfram til vinstri; aðrir leita til hægri.
Báðumegin er nýja samferðamenn að
finna.
Mackenzie King hefir auðvitað ekki
viljað halda beint til hægri. En hann
hefir heldur ekki þorað að stefna nógu
langt til vinstri. Hann hefir yfirleitt ver-
ið nokkuð reikull í ráði. Hann hefir von-
að, að það mætti takast að slarka nokk-
uð enn samflota við framsóknarflokkinn
allann. í því trausti meðal annars mis-
reiknaði hann sig og sigldi á boðana, sem
umgirtu kröfur Albertamannanna um
endurheimt náttúrufríðinda fylkisins í
eigin hendur. Þar steytti hann fyrst um
daginn, á skipbrotsleiðinni, þar sem skóla
löndin voru. Albertamennirnir töldu hann
vafalaust leika tveim skjöldum í því máli,
af hræðslu við Quebecinga; og það hefir
líklega orðið stjórninni meira til falls,
en nokkurt eitt atriði annað. Hefði sú
trú ekki komist inn hjá Albertingum, þá
eru töluverðar líkur fyrir því, að stjórn-
arskútan hefði getað legið af sér toll-
hneykslisofviðrið.
¥ ¥ ¥
Flokksplægni og kápuburður á báðum
öxlum reið Mackenzie King og stjórn
hans að fullu. Hitt er annað mál hvort
það er ekki úr öskunni í eldinn að fá
conservatíva stjórn að völdum, eins og
nú stendur. Mun fæstum vestanmönn-
; um blandast hugur um það. Enda er lítt
hugsanlegt, að ekki hljóti kosningar að
fara fram bráðlega. En hvernig sem fer
þá er þó ekki hægt að yera óánægður
með afdrif Kingstjórnarinnar, eins og
stóð. Tvíræði hennar gagnvart vestur-
landinu — og þar með reyndar landinu í
heild sinni — var orðið óþolandi, nema
þeim er sérstöku langlundargeði voru
gæddir. En mergurinn málsins er þó, að
kjósendur, eða fulltrúar þeirra, sýni
landsstjórn það svart á hvítu, að henni
getur ekki að ósekju haldist uppi yfir-
hylming eða afskiftaleysi slíkrar ráðs-
mensku og var í toll- og skattamálaráðu-
neytinu, og svo, að kóróna það með því,
að setja höfuðpaurinn á $4000 eftirlaun
æfilangt í forngripasafnið, er nefnist öld-
ungaráð Canada.' Það er þá heldur von um
að stjórnin taki sér fram næst, ef hún
kann að ná völdum; gái að sér, að hafa
dálítið gleggra auga fyrir heiðri sínum og
heill þjóðarinnar, en fyrir haggmunum
hirðsnápa sinna og matarfriðla.
¥ ¥ ¥
Vafasamt er hvernig mælist fyrir neit-
un landsstjórans, Byng lávarðar, um að
verða við tilmælum fráfarandi forsætis-
ráðherra og rjúfa þing. í vorum augum
var það tvímælalaust misráðið. Meðal
annars er það þvert á móti brezkum þing-
venjum. Þar hefir ekki forsætisráðherra
verið neitað um þingrof síðan árið 1832.
Gladstone beið gagngerðan ósigur í þing-
inu 1886, eftir 6 mánaða þing. Var þing
þá rofið samkvæmt beiðni hans, þótt
hægt hefði verið fyrir mótstöðumenn
hans í þinginu að taka við stjórnartaum-
unum,’ í trausti meirihluta. Ennfremur
var þing leyst upp á Englandi 1922, 1923
og 1924, og, að því er “Free Press” segir
frá, var það aðeins eitt árið af þrem, sem
mótstöðumennirnir hefðu ekki getað
myndað meirihlutastjórn.
Þegar jafnaðarmannastjórnin sat að
völdum sem minnihlutastjórn á Englajidi,
lét Asquith opinberlega í ljós, að ef hún
yrði feld, af liberölum og conservatív-
um í sameiningu, þá hefði Macdonald ekki
rétt til þess að rjúfa þing. Þessu mót-
mælti Macdonald, Sir Robert Horne, próf.
Diceý, Sir William Anson o. fl. Spunnust
miklar umræður út af þessu, og komu
menn sér alment saman um það, að síð-
ustu, að þar sem stjórn Ma-cdonalds hefði
skipulega verið rétt stjórn, sem konungur
og þing hefðu viðurkent, þá hefði hún
rétt til þess að krefjast þingrofa, ef henni
sýndist. Enda fékk hún það, er að því
kom. Vafalaust hefði Kingstjórnin átt
að fá sama rétt. Mun og nálega eng-
um hafa dottið í hug að henni myndi neit-
að um það. —
Auðvitað er jafnan ‘heimskulegt að
einblína á fordæmin. En fram hjá þeim
verður ekki komist sökum eftirdæmanna.
og þau geta ^orðið kynleg. Færi nú t. d.
svo, að Mr. Meighen biði ósigur í þing-
inu, og æskti þingrofa, þá ætti landstjóri
að gefnu fordæmi, að neita honum um
það, og reyna að fá t. d. Mr. King til þess
að klöngra saman ráðuneyti; geri land-
stjóri það ekki, sem líklegast er, þá hefir
hann sett það fordæmi um embættis-
færslu sína, að hætt er við að mörgum
eftirmanni hans verði vandsiglt á milli
skers og báru á sjálfdæminu.
Oldungar lýðsins.
Öldungaráðið í Ottawa, sem engann á
sinn líka meðal siðaðra þjóða, þegar harð
stjórnarlöndin ítalía og Japan eru undan-
skilin, hefir ekki brugðið vana sínum í
ár. Það vofir yfir höfði þjóðarinnar eins
og vondur draumur, eins og Damóklesar-
sverð, sem jafnan fellur er verst gegnir.
Það legst eins og mara ýfir mikið af nauð 1
synlegustu framkvæmdarsemi þjóðarinn-
ar og kyrkir í fæðingunni löggjöfina, sem
fulltrúar eru búnir að gera svo vel úr
garði, sem þeir hafa vit til og unt er.
Og það er eins og draugarnir og vofurn-
ar gömlu í þjóðsögunum, voðfeldur og
loftkendur skratti, sem ómögulegt er að
festa hendur á, en þeim mun magnaðrí,
að ómögulegt virðist að kveða það nið-
ur. s
Það hefir þegar unnið nokkur afrek af |
því tæi, sem heldur hinni heróstratisku i
frægð þess á lofti. Það hefir meðal ann- \
ars drepið ellistyrktariögin, sem fóru í j
gegnum neðrimálstofuna slysalaust.
Það var ekki von að þeir gætu fallist
á það, þessir háeftirlaunuðu heiðursmenn,
að ríkið reyndi að rnilda ofurlítið æfi-
kvöld hrumra og blásnauðra manna, rétt i
undir það að gröfin lykst yfir þá. Þá i
skiftir það engu að hver teigur og þúfa
í þqssu landi er markaður sporum og erf-
iði þessara manna flestra; að landið er
Spámennirnir og
töðurlandiö.
Það er gamalt orð, að enginn
sé spámaður í sínu föðurlandi.
Það þarf ekki að skýra það nán-
ar. Vér könnumst öll við til-
finninguna að finnast alt bezt,
sem fjærst er, og finnast alt
verst sem næst er, Hve gamalt
máltækið er, skal hér ekki rakið,
en vel gæti það verið jafngamalt
Mósesi, eftir því sem að meistar
anum frá Nazareth fórust orð
um þær viðtökur, er Gyðingar
bjuggu spámönnum sínum.
¥ ¥ ¥
Vér rákumst á afmælisósk í
Free Press um daginn, sem varð
að dálitlu umhugsunarefni. Það
var afmælisósk til Jóhanns Sig-
urjónssonar.
Það kom dálítið kynlega fyrir
sjónir að sjá þarna afmælisósk
til einhvers bezta vinar síns, sem
látinn er fyrir þó nokkrum ár-
um. Þegar fyrsta undrunin var
liðin hjá, bar það í minni, að
það myndu vera íslenzkir fregn
ritarar við Free Press. Huga
manns verða engin takmörk
sett, og hann stekkur oft ein-
kennilegar leiðir, frá einni þúf-
unni til annarar.
DODD’S nýrnapillur eru bezta
nýrnameðalið. Lækna og gigL
bakverki, hjartabiluri, þvag-
teppu, og önnur veikindi, sem
stafa frá nýrunum. — Dodd’s
Kidney Pills kosta 50c askjan,
eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást
hjá öllum lyfsögum, eða frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.
Toronto, Ontario.
Eggert Stefánsson-
Þaö hefir nýskeö borist fregn af
söngvaranum ^nafnktíhna, hr. Egg-
ert Stefánssyni, sem mörgum Islend-
ingum hér vestra er kunnur, síöan
hann var hér á ferð fyrir tveimur
árum síöan. Hann er nú staddur
i Berlín á Þýzkalandi, og hefir þar
veriö ráöinn af tveimur stærstu
fegurra, betra og byggilegra fyrir það, að
þeir hafa lifað og strítt, þótt þeir hafi
ekki borið gæfu til þess að leggja nóg
fyrir til elliáranna, eða ef til vill ekki
haft skap í sér til þess að véla meðbræð-
ur sína í viðskiftum eða draga sér af al-
mannafé, svo að lögum verði ekki við
komið.
Og þó voru þetta engin ósköp, sem átti
að ryðja í þessi aldurhnignu olnbogabörn
þjóðarinnar. Einn dalur á dag í mesta
¥ ¥ ¥
Hugurinn stanzaði rið þá
staðreynd, að hér í borginni
hefir verið staddur um skeið
-Stephan G. Stephansson, án
þess að oss sé kunnugt um að
íslenzku fregnriturunum við
Free Press hafi dottið í hug að
minnast á þann mann einu orði.
Og þá var það, að oss datt í
hug máltækiö um spámennina
og föðurlandið.
grammófón hljómplötuverkstæðum,
sem plötur þessar búa til, aö syngja
söngva eftir ýmsa íslenzka tónfræö-
inga. Tólf lög hefir hann. nú þegar
sungiS^ fyrir “His Master’s Voice”
(Victor félagið), og eru þau eftir
Sveinbjörnsson, S. Kaldalóns, Þór-
arinn Jónsson, Björgvin Guðmunds-
son og fleiri. Eyrir hitt félagið
hefir hann sungiö 10 lög, og á meðal
þeirra er lagið “Nú legg eg augun
aftur”, eftir Björgvin Guðmundsson.,
sem margir hér vestra dáðust að,
lagi þeim til handa, er náð höfðu sjötugs-
aldrr, og þó bundið þeim skilyrðum, að
ekki hefðu ýkja margir orðið styrksins
aðnjótandi; að sá sem nokkurn styrk átti
að fá, varð auk aldurstakmarksins að
njóta brezkra borgararéttinda; hafa bú-
ið tuttugu síðustu árin í Canada; hafa
verið búsettur í fylki því, er hann sótti
um styrk til, uridanfarin fimm ár, og hafa
ekki meiri tekjur af eignum sínum en sem
næmi þrjú hundruð sextíu og fimm döl-
um á ári. Sjálfir hafa þeir þessir aldur-
hnignu lagaböðlar ekki nema vesala
$4000 á ári til þess að svelta við, meðan
þeir stritast við að sitja yfir löggjafar-
gdlganum. Svo að þeim er nú heldur en
ekki vorkunn, þótt þeir austroki ekki fé
í aðra vesalinga.
Þeir læstu líka til kyrkingar visna
fingu* að hálsi lagafrumvarps, sem var
sent á náðir þeirra, og fór fram á það, að
nema iy; gildi hneykslislöggjöfina frá
Winnipegverkfallinu sæla, er breyting var
gerð á innflytjenda- og hegningarlögun-
um, og gerð að landslögum á 40 mín-
útum! Þessari löggjöf er svo varið, að
samkvæmt henni er hægt að gera alla
menn landræka, sem stjórninni er yeru-
lega í nöp við, án dóms og laga, séu þeir
ekki fæddir í Canada. Auðvitað nær þetta
til brezkfæddra manna; var leikurinn og
til þess gerður, að geta gert landræka
ýmsa þá menn, er helztir voru leiðtogar
verkamanna meðan á verkfallinu stóð, og
sem voru bornir á Englandi eða Skot-
landi. Það hepnaðist nú að vísu ekki 1
þá; svo illa mæltist þessi löggjöf fyrir. Og
skömmu seinna var reynt að hrinda þes%- |
| ari löggjöf. En gömlu mennirnir stóðu
á verði, þá sem oftar, þegar um velferð
og heiður Canada er að ræða. Þeir drápu
það.. Englendingarnir og Skotarnir voru j
verstu óróaseggirnir, sögðu þeir. Og það
væri um að gera að hafa eitthvert óbrigð- *
ult meðal til þess að losa sig við þá.
Svo kemur þetta frumvarp fyrir þá
háæruverðugu, eftir að þingið er búið
að samþykkja það. Öldungarnir rumsk- !
ast. Þeir nudda augun; en það er glýja 1
á þeim, eins og þegar náttugla horfir móti
degi og sólarljósi. Þeir sjá alt rautt; alt I
landið í blóðrauðri glýju; “eintómir dé- |
skotans Bolshevikar, blessaðir verið þér!”
Og þeir læsa kjúkunum að hálsi hvít-
voðungsins. Svolítið korr í anganum______ |
og búið. Og rólegri halda þeir áfram |
setustritinu, í hinni sælu meðvitund um
að hafa bjargað Canada frá þeim háska, j
sem myndi bersýnilega leiða landið til 1
glötunar, ef ekki væri við og við hægt að i
gera borgara þess — vinnandi menn —
útlæga án dóms og laga.
¥ ¥ ¥
Canada er að vísu ekki föður
land Stephans í vanalegum
skilningi. En það er það í ó-
eiginlegri merkingu. Stephani
hefir áreiðanlega vaxið víðsýni
og vængþróttur við að flytjast
vestur um haf. óvenjulpga
gáfuð kona íslenzk komst svo
að orði um daginn, að Stephan
væri eini íslendingurinn, sem
hefði orðið meiri maður' við
það að flytjast vestur. Þess
vegna mætti Canada vel eigna
sér sinn helming af honum. —
Hafi hún ekki hitt markið, þá
var farið býsna nærri því.
Vér gátum ekki varist því að
hugsa um það, hve kynlegt það
er, að íslenzkir fréttaritarar við
canadiskt stórblað, skuli þurfa
að láta það seilast nokkur ár
aftur í tímann, út fyrir gröf
og dauða, og þúsund mílna
reginhaf, er það vill sýná and-
legum atgervismanni íslenzkum
hlýhug og virðingu, þegar mitt á
meðal vor er staddur maður, er
ekki einungis ber höfuð og
herðar í þeim skilningi yfir alt
andlegt atgervi íslenzkt hér
vestra, heldur er tvímælalaust
mesta skáld þjóðflokks síns,
síðan Matthías leið, og einn af
æðstu skáldkonungum ís-
lenzkrar Ijóðlistar um allar ald-
ir.
Oss flaug í hug, hve gaman
það hefði átt að vera fyrir ís-
lenzku fregnritarana við Free
Press, að geta sagt lesendum
blaðsins frá því, að hér í borg-
inni væri staddur maður, sem
í raun réttri væri ekki einungis
hinn ókrýndi skáldkonung-
ur Canada, heldur allrar álf-
unnar, sem stendur, þótt hann
sé íslenzkur maður, bóndi vestur
í Klettafjöllum, og yrki á
íslenzku. Oss , datt sem sé
ekki eitt augnablik í hug, að ef-
ast um að þessir íslenzku fregn
ritarar gætu það ekki, svo vel
sem þeir hljóta að þekkja bæði
amerískar bókmentir og lista-
verk Stephans G. Stephansson-
ar.
En svo datt oss aftur í hug
málshátturinn um spámennina
og föðurlandið.
----------x---------
hve vel hann fór mei5.
Þessar plötur verSa til sölu hér
vestra innan skamms tíma, og verS-
ur þaö óefaS auglýst í íslenzku blöð-
tinnm. Félögin eru í þann veginn
aS gera ráSstöfun fyrir því.
Þegar Eggert var aS syngja í París
á 'Erakklandi í fyrravetur, lofuSu
stórblöSin mjög sönghæfileika hans,
og kölluSu hann íslenzka söngvarann
af “fyrsta flokki”. MikiS þótti koma
til íslenzku söngvanna þar; og lagi‘5
eftir Björgvin GuSmundsson, “Nú
legg eg augun aftur”, kváSu þau
þaS fegursta af smálögum, er heyrst
hefSi í seinni tiS.
B. P.
---------x----------
íslenzkur dýralæknir.
Af dýralæknaskóalnum hér í Cor-
nell, einum hinum fremsta í- þeirri
grein í öllum Bandaríkjum, útskrif-
uSust 20 nemendur 14. þ. m., og hlutu
þar meS titilinn D. V. M. (Doctor
of Veterinary Medicine). I þeim
hópi var einn Islendingur, Pétur
Ölafsson, sonur O. K. Olafssonar og
konu hans Sigurbjargar, á GarSar,
NorSur-Dakota, en bróSursonur séra
Kristins Olafssonar í Argyle. Lauk
hann prófi meS ágætum vitnisburSi.
Undirbúningsmentun sína hlaut
dr. Olafsson í miSskóla í NorSur
Dakota, og var síSan tvö ár á dýra-
læknaskóla þar. HingaS til Cornell
kom hann haustiS 1924. Hefir hann
jafnan veriS meSal' hinna fremstu
skólabræSra sinna og var í vetur
er leiS kosinn félagi í Phi Kappa
Phi, en í þann félagsskap hljóta
þeir einir kosningu, sem fram úr
skara í námi sínu. •
Næsta ár heldur Pétur áiram
námi hér á dýralæknaskólanum, og-
mun hyggja að ná meistarstigi í vís,-
indum (Master of Science), en vinn-
ur jafnfram aS kenslu.
Dr. ölafsson er mesti efnismaS-
ur, sem hann á kyn til, og drengur
hinn bezti, enda vinsæll meSal nem-
enda og kennara. Námsferill hans
spáir góSu um framtíS hans.
Ithaca, 20. júní, 1926.
Richard Beck.
----------x-----------