Heimskringla - 07.07.1926, Blaðsíða 2
2 BLAÐSIÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 7. JÚLI 1926.
Frá Kirkjuþingi.
Hins SameinaSa Kirkjufélags Islend-
inga í Norður-Ameríku.
FjórSa ársþing hins SameinaíSa
Kirkjufélags Islendinga í Noröur-
Ameríku hófst laugardaginn 26. júni
1926, kl. 2 e. h., í kirkju Sambands-
safnaðar Islendinga aö Gimli, Mani-
toba.
Varaforseti, séra Albert E. Kristj-
ánsson, setti þingið, og var sunginn.
sálmurinn, nr. 619. Séra Rögnv.
Pétursson las upp bibílukafla og séra
Magnús J. Skaptason flutti bæn- Var
þá sunginn sálmurinn nr. 643.
Var samþykt aö fresta ávarpi for-
seta, unz allmargir kirkjuþingsmenn,
sem von væri á um kl. 4, væru komn-
ir. Skipaöi forseti því næst þessa
menn i dagskrárnefnd: Séra Rögnv.
Pétursson, Mr. Arna Þórðarson og
Mr. P. Kristján P«jarnason, en i
kjörbréfanéfnd þessa: Séra Guöm.
Arnason, Mr. J. M. Melsted og Mr.
A. E. Skagfeld. Var þá fundi frest-
að.
Hafði þá kvenfélag Sambands-
safnaðarins aö Gimli fyrirbúið þing-
heimi hinar ágætustu veitingar í sam
komuhúsL safnaðarins, og var þegar
horfið til þeirra.
2. þingfundur hófst aftur kl. 4.30
sama dag og á sama stað. Skilaði þá
dagskrárnefnd af sér störfum. Þvi
næst voru samþyktar beiðnir um upp-
töku í kirkjufélagið, er komu frá
þessum þrem söfnuðum : Piney-sófn-
uði, í Pine Valley bygð, Sambands-
söfnuði Islendinga að Oak Point og
Satnbandssöfnuði Islendinga að Lang
ruth. Þakkaði forseti söfnuðum þess-
um fyrir áhuga sinn á málefnum
hlnnar frjálsu kirkju, og fúsleikann
til samvinnu, og bauð þá velkomna í
Kirkjufélagið.
Samkvæmt skýrslu kjörbréfanefnd-
ar höfðu þessir embættismenn og
fulltrúar þingréttindi:
Embættismenn:
Séra A. E. Kristjánsson, varafor-
seti.
Séra Friðrik A. Friðriksson, rit-
ari.
Mr. P. S. Pálsson, féhirðir.
Mr. S. B. Stefánsson, umsjónar-
maður skólamála.
Séra Rögnv. Pétursson, útbreiðslu-
stjóri.
Dr, S. E. Björnsson, varaféhirðir.
Séra Guðm. Arnason, vararitari.
Fulltrúar Sambandssafnaðar Islend
inga í Winnipeg:
Séra Magnús J. Skaptjson.
Dr. M. B. Halldórsson,
Mr. Hannes Pétursson.
Mr. Pétur Thomson.
Mrs. Ragnheiður Davíðsson.
Mr. Bárður Sigurðsson.
Mr. Jón Tómasson (varafulltrúi.
Mr. Halldór Jóhannesson (vara-
fulltrúi).
Miss Elín Hall (varafulltrúi).
Fulltrúi Piney-safnaðar:
Mr. Sigurður Magnússon.
Fulltrúar Sambandssafnaðar Is-
lendinga að Oak Point:
Mr. A. E. Skagfeld.
Mr. J. B. Johnson.
Fulltrúi Grunnavatnssafnaðar:
Mr. Einar Johnson.
Fulltrúi Mary Hill safnaðar:
Mrs. Oddfríður Johnson.
Fulltrúar Sambandssafnaðar Is-
Iendinga að Árborg:
Mr. G. O. Einarsson.
Mr. P. K. Bjarnason.
Fulltrúar Quill Lake safnaðar:
Mr. J. M. Melsted.
Mrs. S. F. Goodman.
Fulltrúar Sambandssafnaðar Is-
lendinga að Gimli:
Mr. Árni Þórðarson.
Mr. Gísli P. Magnússon.
Fulltrúi Sambandssafnaðar Islend-
inga að Langruttí:
Mr. Ágúst Eyjólfsson.
Fultíxúi Sambandssafnaðar Is-
lendinga ag Arnes:
Mrs. Guðrún Johnson.
Fulltrúar Kvenfélaga:
Mrs. Ölína Pálsson (Winnipeg).
Mrs. R. Pétursson (Winnipeg).
Mrs. F. Swanson (Winnipeg).
Mrs. Ingibjörg Pétursson (Gimli).
Mrs. Kristjana Magnússon (Arnes)
, Mrs. S. Finnbogason (Langruth).
Mrs. H. V. Rennesse (Arborg).
Mrs. P. K. Bjarnason (Arborg).
Fulltrúi Ungmeyjafélagsins Ald-
an, Winnipeg:
Miss Thora Pálsson.
Fulltrúi Ungmennafélags Sam-
bandssafnaðar, Gimli:
Mr. Leifur Sólmundsson.
Fulltrúar Sunnudagsskóla:
Miss H. Kristjánsson (Winnipeg).
Mrs. María Björnsson (Arborg).
Miss ölavía J. Johnson (Gimli).
Samkvæmt tillögu kjörbr^fanefnd-
ar, var samþykt að veita . skáldintt
Stephani G. Stephanssyni, Mr. Sæ-
mundi Borgfjörð og Mrs. G. Arnason
málfrelsi á þinginu. Ennfremur var
samþykt sú tillaga séra R. Péturs-
sonar, að þingið veitti viðstöddum
Mr. Einari Jónassyni, borgarstjóra á
Gimli, sömu heiðursréttindi.
Næst voru á dagskrá skýrslur em-
bættismanna. Flutti þá forseti ávarp
sitt. Mintist- hann þeirrar þátttöku,
er Girrílibúar hefðu frá byrjun átt í
baráttunni fyrir frjálshuga trúar-
skoðunum meðal Islendinga vestan
hafs. Kvað hann vonbjartara yfir
framtíð þessara félagsmála nú en.
nokkru sinni fyr. Tækifæri væru nú
fyrir hendi, er til gagns mætti nota,
ef stýrt yrði fram hjá þeim hættum,
er frjálskirkjuviðleitnin mætti búast
við að yrðu á vegi. Þá fór og ræðu-
maður nokkrum orðum um horfur
þess, að kirkjuíeg allsherjareining
gæti tekist með Islendingum vestan
hafs, og kvað hana nær, en mörgum
væri Ijóst.
Þar eð sumir söfnuðir Kirkjufé-
lagsins höfðu dregið, unz í ótíma
var komið, að senda skýrslur sínar,
gat ritari ekki lagt fram skýrslu, og
var samþykt að fresta henni til fyrsta
fundar væntanlegrar stjórnarnefndar
kirkjufélagsins.
I umboði féhirðis las séra R. Pét-
ursson upp þessa skýrslu yfirskoð-
aða:
I sjóði frá fyrra ári ........$75.95
Tillag Sambandssafn. i Wpg. (25.00
Tillag Grunnavatnssafnaðar .... 10.00
Tillag Mary Hill safnaðar .... 10.00
Tillag Árnessafnaðar .......... 10.00
Tillag Langruthsafnaðar....... ÍO.OO1
Tillag Quill Lake safnaðar .... 25.00
Tillag Gimlisafnaðar ...... .... 10.00
Tillag Arborgarsafnaðar ....... 15.00
Greitt tillag séra F. A. Friðriks-
sonar í nóvember 1925 (ferða-
kostnaður) .................... 50.00
I sjóði hjá féhirði, 28. júní
1926 .....................$190.95
Skýrsla milliþinganefndar þeirrar
er á liðnu ári hefir haft sameiningu
kvenfélaganna með höndum, var á
þessa leið, lesin af Mrs. S. Finn-
bogason:
“Snemma í nóvembermánuði hafði
nefndin fund með sér, og samþykti
að gangast fyrir samningu lagafrum-
varps, er senda skyldi ásamt bréfi
til skýringar, til allra kvenfélaga í
söfnuðum Kirkjufélagsins, og ann-
ara íslenzkra frjálstrúar-kvenfélaga.
Lög þessi og bréf voru samin og
send til þessara kvenfélaga:
Kvenfélags Sambandssafnaðar í
Winnipeg.
Ungmeyjafélagsins Aldan, Winni-
peg.
Kvenfélags Sambandssafnaðar að
Gimli.
Kvenfélags Sambandssafnaðar að
Arnesi.
Kvenfélags Sambandssafnaðar að
Riverton.
Kvenfélags Sambandssafnaðar að
Árborg.
Kvenfélags Sambandssafnaðar að
Langruth.
Kvenfélags Grúnnavatnssafnaðar.
Kvenfélagsins Framsókn í Wyn-
yard.
Kvenfélagsins Liljan í Wynyard.
Kvenfélagsins í Mozart.
Áraagurinn af þessu starfi var sá,
að 6 kvenfélög sendu fulltrúa á þetta
þing, þessa:
Frá Winnipeg:
Mrs. ölina Pálsson.
Mrs. R. Pétursson.
Mrs. F. Swanson.
Miss H. Kristjánsson.
Miss Thora Pálsson.
Frá Árborg:
Mrs. H. V. Rennesse.
Mrs. P. K. Bjarnason.
Frá Árnesi.
Mrs. Kristjana Magnússon.
Frá Gimli:
Mrs. Ingibjörg Pétursson.
Frá Langruth:
Mrs. S. Finnbogason.
Fundur var kaliaður að Gimli,
Man., 27. júní 1926, kl. 8 að kvöldi.
Sóttu hann allir erindrekar og nokkr-
ar fleiri konur. Kom þar fram ein-
róma áhugi fyrir þvi, að samband
kvenfélaganna yrði stofnað, á grund-
velli nefndra laga, sem hér með
fylgja.
Fyrir næsta starfsár var þessum
konum falið embætti:
Forseti: Mrs. R. Pétursson.
Ritari: Mrs. V. Rennesse.
Féhirðir: Miss H. Kristjánsson.
Varaforseti: Mrs. P. Pétursson.
Vararitari: Mrs. S. Finnbogason.
Meðráðendur: Mrs. S. E. Björns-
son; Mrs. B. Magnússon.
Skýrslan undirrituð af Mrs. Thor,
S. Finnbogason og Mrs. Olína Páls-
son..
Tillaga kom frá séra Fr. Friðriks-
syni, studd af séra R. Péturssyni, að
samþykkja nefndarálitið eins og það
hafði verið lesið, og að greiða nefnd-
inni þakklætis^tkvæði fyrir vel unnið
starf. Mintist stuðningsmaður í þvi
sambandi tveggja kvenna, Mrs. Finn-
bogason og Mrs. Pálsson, er mest
höfðu á sig lagt fyrir þetta mál. Reis-
þingheimur úr sætum til sariiþykkis.
Næst á dagskrá var þátttökumál
sunnudagaskólanna í árlegu þing-
haldi Kirkjufélagsins. Var málið
falið þessari þriggja manna þing-
nefnd: Miss Ölavía J. Johnson, séra
R. Pétursson, Mr. G. O. Einarsson.
I þátttökumál ungmennafélaganna
var kosin þessi nefnd: Séra G. Arna-
son, Dr. S. E. Björnsson, Mr. H.
Pétursson.
Þátttökumál Lcikmannafélaga var
einnig falið þriggja manna nefnd:
hvort yrði að velja, íslenzkuna eða
andlegu fræðsluna.
Mr. Hannes Pétursson benti á það
m. a., að ef Kirkjufélagið réðist í
að hafa einhverjar sérstakar fram-
kvæmdir i þessu máli, yrðu þær að
byggjast á sama grundvelli og önn-
ur fræðslu og mentamál. Yrði fyrst
að semja og samþykkja ákveðið
fræðslukerfi (graded course of study)
og síðan ef íslenzkri tungu yrði hald-
ið í skólunum, að semja bækur '
samræmi við það kerfi, og gefa út.
Myndu þær útgáfur kosta þúsundir
dollara. Efaðist ræðumaður um að
kirkjufélagið hefði þá starfskrafta,
hvað þá það fé, er til þess þyrfti.
Hugðist hann orðinn kunnugur því,
að nú kynni ekki helmingur íslenzkra
barna vestan hafs okkuð í íslenzku.
. Miss H. Kristjánsson taldi kensl-
una í sunnudagaskóla Sambandssafn-
aðarins i Winniþeg verða erfiðari
með hverju líðandi ári; áleit það hlut
verk heimilanna og einkamál, að
kenná börnunnm íslenzku. Benti á,
að ef til vill væri íslenzkunni beint
hagur í því, að enskar bækur og blöð
væru lögð til grundvallar við fræðsl-
una, en að talað væri við börnin og
enska lesefnið skýrt á íslenzku. —
Séra Fr. A. Friðriksson skýrði frá
rannsókn á þessu máli, er fram hefði
farið i Quill Lake söfnuði siðast-
liðinn vetur, og las upp niðurstöðu,
sem nefndin, er þar hafði málið til
meðferðar, hafði komist að, og sam-
þyktar voru á ársftlndi Quill Lake
Mr. Gísli P. Magnússon, Mr. P. S.. safnaðar í marzmánuði þetta vor.
Pálsson, Mr. P. K. Bjarnason.
I Timaritsmálið var kosin þessi
nefnd: Séra Friðrik Friðriksson, Mr.
Jón Tómasson, séra Magnús J.
Skaptason.
Fundi frestað.
3. þingfundur hókst kl. 8.30 sama
dag og á sama stað, nleð því að sr.
Guðm. Arnason flutti fyrirlestur um
Franz frá Assisi.
Eftir fyrirlesturinn var telýið til
venjulegra þingstarfa.
Fræðslumál sunnudagaskólanna
voru til umræðu fundinn út. Benti
séra R. Pétursson á það, að hér væri
um eitt aðalmál þingsins að ræða, og
væri æskilegt að nefnd sú, er þetta
mál fengi til meðferðar, heyrði fyrst
sem flestar raddir um það. Kvað
hann vitanlegt, að sunnudagaskóla-
fræðslunni hefði verið ábótavant á
undanförnum árum meðal safnaða
Kirkjufélagsins. Skortur væri bóka
og annara kenslutækja; æskilega hæf
ir kennarar væru færri en skyldi; út-
gáfufyrirtæki Kirkjufélagsins hefðu
reynst ófullnægjandi og dýr. Þeir
tímar væru ef til vill í nánd„ að nýja
stefnu yrði upp að taka í þessutn
fræðslumálum. I Winnipeg væri
þess vafalaust þörf, ef til vill víð-
ar. Svo virtist vera komið íslenzku-
þekkingu æskulýðsins yfirleitt, að
hugsanlegt væri, að til þess bæri
nauðsyn, að hneigjast meira en ver-
ið hefði að enskri tungu og hjálpar-
gögnum við fræðsluna. Mr. G. O.
Einarsson, Mr. A. E. Skagfeld, Mr.
G. P. Magnússon og Mr. P. K.
Bjarnason, viðurkendu allir vand-
ann í þessum efnum, en lögðu gegn
því að enska yrði innleidd í sunnu-
, dagaskólana. Mr. P. S. Pálsson
ságði, að undan því yrði ekki koru-
ist að einhverju leyti. Hins vegar
mætti kenna þeim tórnum á íslenzku,
er þeirrar fræðslu gætu notið, og
ættu að njóta. Miss O. J. Johnson
sagði ítarlega frá sinni reynslu, er
hefði gert sér ljóst, hvílíkt vandatnál
hér væri fyrir hendi. Hjálpartæki
þau, er um hefði verið að ræða,
hefðu reynst sér ónóg, og hefði hún
því neyðst til þess að afla sér eqskra
kenslubóka til sunnudagaskólans; þar
væri um ágætis úrval að ræða, og
kenslan með bókum þessum bókum
væri ánægjuleg mjög, að því einu
undanteknu, að sú hræðslutilfinning
væri mjög óþægileg, að þessi notkun
enskra bóka væri í eðli sinu árás á
“ástkæra, ylhýra málið’’ — íslenzk-
una. Séra Guðm. Árnason kvað hlut
verk sunnudagaskólanna hafa verið
tvö, er hvort hefði hingað til dregið
úr árangri hins. Ef menn nú kysu,
eins og fyrir margra hluta sakir væri
æskilegt, að fela skólunum framvegis
bæði þessi hlutverk, lífsskóðana-
fræðsluna og íslenzkufræðsluna, væri
ekki óhugsandi að bækur mætti
semja, er hjálp væru í hvorutveggja
í senn. Mrs, F. Swanson kvað sina
reynslu benda í þá átt, að annað-
Kvað hann úrlausn þessa máls vand
fundnari fyrir þá sök, að þarfirnar
innan Kirkjufélagsins í þessu sam-
bandi væru, eins og sakir stæðu, á-
reiðanlega tvennskonar. Sumir söfn-
uðirnir gætu enn notað íslenzku, og
vildu ekkert annað nota, aðrir söfn-
uðir gætu það ekki. Aleit hann að
niðurstöður þessa þings í þessú máli
gætu ráðið miklu um framtíðarhag
Kirkjufélagsins. *
Kosin var 7 manna þingnefnd t
málið: Miss O. J. Johnson, Miss, H.
Kristjánsson, séra Fr. Friðriksson,
Mr. H. Pétursson, Mr. P. S. Pálsson,
séra A. E. Kristjánsson, Dr. S. E.
Jljörnsson. ■
Fundi slitið.
Sunnudaginn 27. júní, kl. 2. e. h.
messaði séra Rögnv. Pétursson i
kirkju Sambandssafnaðarins á Gimli.
Prédikaði hann út af 1. Kor. 16, 13.
4. þingfundur hófst mánudaginn
28. júni, kl. 10 f. h., á sama stað.
Þátttaka Ungmcnnafélaga í árs-
þingum Kirkjufélagsins, lá fyrir til
umræðu. Séra Guðm. Arnason hafði
orð fyrir nefnd þeirri, er í það mál
var kosin. Voru svohljóðandi til-
lögur nefndarinnar samþyktar:
“Nefndin leggur til:
1. Að reynt verði að stofna ung-
mennafélög í sambandi við söfnuðina
alstaðar þar sem því verður við
komið.
2. Að einn meðlimur hverrar safn-
aðarnefndar hafi það sérs^aka starf
nteð höndum, að vera umsjónarmað-
ur ungmennafélags safnaðarins, og
leiðbeina því í starfi þess. Við
kosningu í safnaðarnefnd skal tillit
tekið til þessa embættis.
3. Að stjórnarnefnd Kirkjufélags-
ins sé falið á hendur, að semja
reglugerð fyrir ungmennafélögin og
leiðbeiningar urn starf þeirra, og
sendi hún reglugerðina til ritara safn
aðanna.
4. Að öll Ungmennafélög, sem þeg
ar eru stofnuð, eða stofnuð kunna
að verða, megi seYidá tvo fulltrúa
fyrir hverja 50 meðlimi, á kirkju
þingin.”
Formaður nefndar þeirrar, er gera
skyldi tillögur um Lcikmannafélög,
og þátttöku þeirra í ársþingum, Mr.
G. P. Magnússon, las upp svohljóð-
andi nefndarálit:
“Nefndin leggur til:
1. Að þing þetta feli einum manni
úr hverjum söfnuði Kirkjufélagsins
að gangast fyrir stofnun Leikmanna
félags í sínum söfnuði, þar sem
slikt félag er ekki myndað nú þeg-
ar.
.2. Að hvert Leikmannafélag megi-
árlega senda erindreka á l^irkju-
þing.”
Urðu allmiklar umræður um málið
Séra R. Pétursson mælti með stofnun
Leikmannafélaga, kvað þau marg
víslegt verkefni hafa, og hefðu þau
reynst ágætlega út um alla þessa
álfu. Mr. G. O. Einarsson, Mrs. P.
K. Bjarnason, séra Guðm. Arnason,
Mrs. Oddfríður Johnson og Mr. A.
E. Skagfeld, tóku öll fremur dauf-
lega undir það, að í litlum söfnuðum
væru þess nokkur tök, að stofna sér-
stök Leikmannafélög. Bök væri um
Ungmennafélög. Séra R. Péturs-
son kvað það satt, að Ungmenanfélög
gætu ýmsu góðu og þarflegu til
leiðar komið. Þó hefði hann meiri
trú á fullorðnara fólkinu til þessara
hluta, ef það skildi sjálft sig. Unga
fólkið ætti, sem von væri, erfiðara
með að fórna tómstundum sinum, og
varhugavert væri að þrengja að því
með skyldustörfum. Og ef áhugi
þeirra fullorðnu væri svo lifandi og
sýnilegur, sem vera skyldi, myndi
ekekrt ungmenni tapast út i\r fé-
lagsskapnum, heldur tíylla hann á
sínum tíma með skilningi og trygð.
Var samþykt að vísa málinu til
væntanlegrar stjórnarnefndar.
I tímarits'málinu var samþykt svo-
hljóðandi nefndarálit:
"Nefnd sú er kosin var til þess að
ihuga timaritsmálið, látur svo, að út-
gáfa mánaðarrits á stærð við
"Heimi”, eða önnur slík rit, sé æski*
leg og jafnvel nauðsynleg fyrir mál-
efni hinnar frjálsu kirkju.
Nefndin mælir með að stærtj, rits-
ins yrði 4x7 þml. 16 blaðsíður og sett
með 10 púnkta letri yfirleitt. Ars-
kostnaður færi þá ekki fram úr
500 dollurum.
Þar eð fjárhagsástæður Kirkju-
félagsins leyfa ekki, að það standi
straum af útgáfunni, leggur nefndin
til að hún sé ábyrgst fjárhagsléga
af samtökum einstakra manna innan
Kirkjufélagsins, sem þar til eru fús-
ir, en að Kirkjufélagið styrki út-
gáfuna með $50.00 árlega.
Nefndin leggur að lokum til, að
þing þetta kjósi 9 manna milliþinga-
nefnd, til þess að hrinda málinu i
framkvæmd, og skili sú nefnd af sér
til stjórnarnefridaf Kirkjufélagsins,
ekki seinna en í næstkomandi septem-
berbyrjun.”
I þessa milliþinganefnd voru þessir
kosnir: Mr. H. Pétursson, séra G.
Árijason, Mr. Jón Tómasson, séra
Fr, Friðriksson, Mr. G. O. Einars-
son, Misf O. J. Tohnson, Mr. Agúst
Eyjólfsson, Mr. J. M. Melsted, Mrs.
Oddfríður Johnson.
Fundi slitið.
5. þingfundur hófst kl. 2.30 e. h.,
sama dag og á sama stað.
Miss O. J. Johnson. forseti nefnd-
ar þeirrar, er íhuga skyldi þátttöku
sunnudagaskólanna í ársþingum
Kirkjufélagsúns, las upp svohljóð1-
andi nefndarálit, er samþykt var ó-
breytt:
“Nefndin leggur til:
1. Að hverjum sunnudagaskóla sé
veitt heimild til þess að senda einn
fulltrúa á kirkjuþing með fullum
tingréttindum.
2. Fulltrúar sunnudagaskólanna
skulu halda með sér fund meðan á
þingi stendur, á þeim tima, sem gert
er ráð fyrir á dagskrá þingsins, ræða
sameiginleg sérmál sunnudagaskól-
anna, og bera fram tillögur í því efni
fyrir þingið.
(Frh. á 4. bls.)
/
Albert Sigurjónsson
Hansson.
1856—1926.
Þann 5. maí s.I. andaðist að heimili
sínu á Mountain, N. D., Albert Sig-
urbiörnsson Hanison. Hann var
fæddur á Jarlsstöðum í Bárðardal i
Þingeyjarsýslu og ólst þar upp til
fullorðins ára. 21. árs gamall flutt-
ist hann frá Jarlsstöðum að Varðgjá
í öngulsstaðahreppi í Eyjafjarðar-
sýslu, og giftist þar eftirlifapdi konu
,sinni Sigríði Sigurðardóttur, Erlends
sonar frá Klömbrum í Aðalreykja-
dal, og er hún alsystir þeirra bræðra
Stefáns og Jóhannesar, sem kendir
voru við Hnausa í Nýja Islandi, og
sem margir Vestur-Islendingar munu
Kannast við.
Faðir Alberts sál., Sigurbjörn
Hanssori, var ættaður úr Mývatns-
sveit, en konþ hans, móðir Alberts,
Aðalbjörg Jónsdóttir, frá Mjóádal í
Bárðardal.
Systkini Alberts sál. voru átta, og
flpttust öll til Ameríku, og eru öll
dáin, nema Hermann, sem er búandi
á Varðgjá í Öngulsstaðahreppi, og
Hólmfríður, kona Gísla Goodman, er
munu vera búsett nálægt Gull Lake,
Sask.
Árið 1882 fluttust þau Albert og
Sigríður til Ameríku og settpst að
nálega strax á landi sinu í íslenzku
bygðinni í grend við Mountain, N.
D., og bjuggv þar rausnarbúi til
1920, að þau hættu búskap og flutt-
ust.til bæjarins Mountain, og þar dó
Albert 5. maí, sem fyr er sagt, nær
70 ára gamall.
Albert og Sigríður eignuðust 10
börn. Þrjú þeirra dóu á unga aldri,
en sjö komust til fullorðins ára, og
eru þessi: Hansína Aðalbjörg, elzt,
gift kona að Gimli, Man.; Jóheiður,
giftist Frank Jóhannssyni í Cava-
lier, dáin 1920; Aðals*einn, giftur
dóttur Geirmundar Olgeirssonar og
konu hans í Garðarbygð, búsettur á
bújörð foreldra sinna; Sigrún, ógift,
til heimilis að Árborg, Man.; Sig-
urbjörn, búsettur hér í bygðinni, gift-
ur dóttur Geirmundar Olgeirssonar;
Hólmfríður, gift Öla Einarssyni
Cavalier, N. D.; og Stefán, giftur
dóttur Tómasar Halldórssonar og
konu hans, búsettur að M Duntain,
N. D.
Með Albert sál. er genginn til
hvildar einn. af brautryðjendum þess-
ajrar bygðar, og óhætt að segja einn
af beztu bænduni bygðarinnar meðan
hann stundaði búskap. Maður, sem
var vinur vina sinna og .ekki vildi
vamm sitt vita á nokkurn hátt. Hann
afkastaði stóru dagsverki, að koma
til fullorðins ára sjö mannvænlegum
börnum, og eiga samt nóg fyrir sig ’
og konu sína að leggja til elliáranna,
þegar tekið er tillit til þess, að hann
bjó á litlu og heldur léttu landi, í
samanburði við suma aðra bændur
þessarar sveitar.
Albert sál. var skapsmuna rólegur
maður, gætinn og stiltur, og hefir
áreiðanlega litið svo á, að hið mót-
dræga væri eitt af lögmálum mann-
lífsins, engu siður en meðlætið, og
bæri þar af leiðandi að taka því með
ró og þolgæði. Hann var góður
heimilisfaðir og lifði ekki einungis
fyrir sjálfan sig, heldur og börnin
sín. Of er nú nokkuð indælla eða
háleitara markmið að stefna að og
lifa fyrir, eftir alt, en að reynast af
ítrustu kröftum vel þeim, sem hafa
orðið manni áhangandi gegnum llfið
og manni hefir verið trúað fyrtr ?
Og geta svo að lokum:
"Rétt heimi sáttarhönd
um síðir, við sólarlag.”
Um afstöðu Alberts sál. í trúmál-
um er mér ekki vel kunnugt, en mér
er nær að halda, að hann hafi ekki
algerlega stólað upp á náðarboð-
skap prestanna fyrir sína andlegu
velferð, heldur að breyta og lifa í
sátt og samræmi við sína eigin sam-
vizku.
Þann 9. maí s.l. var Albert sál.
jarðsunginn af séra Páli Sigurðssyni,
og Iagður til hinnar siðustu hvíldar
í hinum afskekta og sólarsæla graf-
reit bygðarinnar, þar sem nálega
að segja hvert íslenzkt heimili í því
umhverfi á einhvern kæran blett, og
ljúfar og hjartfólgnar1 endurminn-
ingar á bak við söknuðinn og tárin.
Að síðustu skal þess getið, að Sig-
ríður, ékkja Alberts sál., þakkar ö’l-
um af heilum hug, sem á einn eður
annan hátt sýndu hjálpfýsi og samúð
í hinu |janga og stranga sjúkdóms-
stríði manns hennar, og ekki sízt
börnunum þeirra, sem reyndust þeim
eins og góð og velhugsandi börn
góðum foreldrtim.
y J. B. H.
Vestan um haf.
Éftir séra Ragnar E. Kvaran.
(Ur Lesbók Morgunblaðsins.)
(Eitt af þeini mörgu hlutverkum,
sem núlifandi kynslóð á landi hér
þarf að inna af hendi, er að vinna
að þvi með fullum skilningi, að tek-
ið verði upp meira samband en verið
hefir milli Islendinga vestan og austan
hafs. Tómlæti Islendinga gagiwart
lífi, þjóðræknisstarfi og framtíð
Vestur-Islendinga, er óþolandi. —
Glöggvar frásagnir frá löndum vor-
um vestra verða hentugastar til þess
að vér Islendingar, vö)\num til með-
vitundar um skyldur t)orar í þessu
efni.)
Skömmu eftir að eg kom hingað til
landsins fór ritstjórn Morgunblaðs-