Heimskringla - 07.07.1926, Síða 6
3LAÐSIÐA
HEIM. SKRINGLA
WINNIPEG, 7. JÚLÍ 1926.
Leynilögreglumaðurinn
OR
Svefngangandinn.
Eftir Allan Pinkerton.
“Áreiðanlega, herra Ba«natine, — þegar
málefnið er framkvæmt, komum við í bankann.
Þér geriö svo vel að bíða komu okkar.”
Bannatine yfirgaf okkur og hélt til bank-
ans, en sýslumaður og eg héldum áfram.
“Um hvað snýst þetta málefni, herra Pink-
erton?” spurði hann.
“Það er mjög áríðandi málefni, herra'sýslu-
maður. Að fáum mínútum liðnum fáið þér að
sjá það. •
“Við skulu þá fara til skrifstofu hr. Bak-
ers.”
Við gengum þangað, og fundum dómarann,
hr. Baker, aleinan á skrifstofu sinni.
“Eg leyfi mér að kynna yður herra Pink-
érton frá Chicago,” sagði sýslumaður. “Hann
ætlar að biðja yður um varðhaldsskipun.”
“Fyrir hvern, herra minn?”
“Eg veit það ekki. Hann greinir frá því
sjálfur.”
Dómarinn settist í stólinn og setti á sig gler-
augun.
Eg fékk honum skýringar rnínar og kröfuna
án þess að segja eitt orð.
Hann hafði ekki lesið margar línur, þegar
hann stpð upp í sjáanlegri geðshræringu, og
misti skjalið á gólfið. •
Hann horfði hörkulega á mig, þagði nokkur
augnablik og mælti svo:
“Hvað þá? — Það er þó líklega ekki mein-
ing yðar að kæra Drysdale fyrir morð Georges
Gordon?”
Eg svaraði engu; dómarinn hélt áfram að
horfa á mig undrandi.
Svo bætti hann við:
“Ó — rugl! Þetta getur ekki verið mögu-
legt!”
Eg ypti öxlum.
“Hvað þá! Vitið þér ekki, góði maður, að
herra Drysdale er einn hinna Jhelztu göfug-
menna, og einn af bezt metnu borgurunum hér
í Atkinson? Þér eruð eflaust að spauga!”
“Nei, eg er alls ekki að spauga.”
“Þetta er mjög undarlegt.”
“Já, undarlegt er það. Og eg vissi auðvitða
fyrirfram mjög vel, að þér mynduð verða bæði
hissa og skelkaður.”
“Auðvítað!”
“En sannanirnar eru of glöggar til þess að
vekja nokkurn efa.”
“Hefir ekki grunurinn og löngunin eftir að
uppgötva afbrotamanninn, komið yður til þess
að sjá sjónhverfingar?”
“Eg hefi ekki verið aleinn um þessar rann-
sóknir. Auk spæjara minna, sem hafa rakið
sporin, hefi eg noti ðaðstoðar mikilhæfrá
manna.”
“Hverra?”
Þeirra McGregors, Bannatines og Gordons
eldri.”
“Þessi göfugmenni eru meðal hinna beztu
í okkar bæ. Eru þeir sömu skoðunar og þér?”
“Áreiðanlega.”
“Já, þá viðurkenni eg, að það hljóta að vera
•sterkar líkur fyrir þessum grun.”
“Eg held að þér, herra dómari, getið ekki
sagt annað, en að þessir menn breyti ekki af
bráðræði.”
“Það samþykki eg, herra PinkeHon. —
Þetta er þó voðalegt málefni!”
“Það er eftir hvötum og ráðleggingum þess-
ara göfugmenna, að eg hefi stígið þetta spor.”
“Það virðist ótrúlegt!”
“Já, en eg get bráðlega sannfært yður um,
að kæra mín byggist á óhrekjandi rökum.
“Jæja, þegar Bannatine, Gordon og Mc-
Gregor eru sannfærðir, þá hlýtur að vera ein-
hver ástæða fvrir þessum grun. Eg skal því
gefa yður varðhaldsskipunina, þegar þér hafið ,
svarið viðeigandi eið.”
“Eg er auðvitað fús til að sverja undir eins,!
herra dómari.”
“Gott og vel! — Eg er sannfærður um, að
það kemur í ljós, að yður hefir skjátlast, og að
sakleysi Drysdales muni verða opinbert.”
Skjalið, sem datt á gólfið, var tekið upp, og
gefin hin nauðsynlega skipun, þegar eg var bú-'
inn að sverja eiðinn.
Samkvæmt þessu var varðhaldsskipunin
gefin.
Við kvöddum garnla dómarann, og svipur
hans bar vott um undrun og sorg.
“Þér sögðuð, herra Pipkerton,” sagði sýslu
maðurinn, þegar við vorum komnir út, “að þér
vilduð fá varðhaldsskipunina framkvæmda
strax.”
“Auðvitað.”
“Haldið þér að við finnum Drysdale á skrif- j
stofu sinni eða heima? Ef hann er á skrifstof-i
unni, vekur varðhaldið minni eftirtekt, en ef
hann er heima.”
“Eftirtekt vekur það, undir hvaða kringum-
stæðum sem er.”
“Já, en við skulum ekki orsaka fjölskyldu
hans meiri óróa en nauðsynlegt er.”
“Þér megið vera viss um það, herra sýslu-
maður, að eg vil ekki særa tilfinningar fjöl-
skyldu hans með þessari ógæfu — að svo miklu
leyti isem eg get forðast það.”
“Ef við finnum hann á skrifstofunni, og
framkvæmum handtökuna þar, getur fengist
tækifæri til að búa fjölskylduna undir þessa voða
legu fregn.”
“Jæja, sýslumaður, við skulum þá fyrst fara
til skrifstofunnar.’ ,
“Hann er þar að líkindum; því ennþá er
viðskiftatíminni ekki liðinn.”
Þetta reyndist rétt; þegar við komum þang-
að, fundum við Drysdale á privatskrifstofunni,
spjallandi við Andrews.
Það virtist liggja vel á honum, og hann tók
á móti okkur með kurteisi.
“Fáið ykkur sæti, herrar mínir,” sagði
hann, þegar sýslumaður heilsaði honum. * “Það
eru margir dagar liðnir síðan eg hefi séð yður,
herra Ringmood.”
“Við stóðum kyrrir, þó sæti væri boðið.
“Nú jæja, herra Drysdale,” sag iðsýslumað^
ur í lágum samhygðarróm. “Eg verð að fá að
tala vi ðyður.”
Drysdale stóð upp og þeir gengu til hliðar
að einum glugganum.
Ringmood sýslumaður tók varðhaldsskipun-
ina upp úr vasa sínum, opnaði hana og sagði lágt
við Drysdale fáein orð.
“Hvað þá? — Varðhaldsskipun gegn mér!
Fyrir hvað?” sagði Drysd'ale hárri. röddu, sem
skalf ofurlítið.
Sýslumaður svaraði einhverju, sem eg
heyrði ekki.
“Fyrir mórð Georges Gordon? — Hvað er-
I uð þér að segja, sýslumaður?”
“Já, fyrir það, herra minn.”
“Hver kærir mig? Eg veit ekki--------
Drysdale hrópaði síðustu orðin skrækradd-
aður, en svo misti hann málið; liann stóð eitt
augnablik mállaus, hné svo niður á stól, eins og
hann væri dauður.
Nú liðu nokkrar mínútur og við þögðum.
Drysdale áttaði sig þó furðufljótt og sagði:
ySýslumaður, hvað þýðir þetta?”
“Nú, herra Drysdale — herra Pinkerton,
sem stendur hérna hjá okkur, er formaður hins
[ alkunan spæjarafélags í Chicago.” •
“Ó, hann er spæjari — njósnariP’
“Já — hann hefir fengið leyfi fyrir varð-
haldsskipun, sökum þessarar kæru gegn yður.”
“Með hvaða ástæðum?”
“Herra Pinkerton virðist þekkja til hlítar all
ar ástæður, sem hafa leitt til kærunnar og skip-
unarinnar.”
“Alveg rétt, sýslumaður — og hvað ann-
að?” 1
“Eg held að það sé bezt, herra Drysdale, að
j þér verðið með okkur til bankans.”
“Sýnið mér kæruskjalið, sýslumaður.”
Han nrétti Drysdale hið umbeðna skjal, er
greip það með ofboði.
Fyrst leit hann hörkulega til mín, rendi svo
augunum niður eftir skjalinu, skjálfandi eins og
strá í vindi.
“Jæja, lierra sýslumaður/’ sagði hann, þeg-
ar hann var búinn að lesa skjalið, “eg verð auð-
vitað að fylgja yður. — Andrews, eg vona að þér
verðið með mér á þessari ógeðslegu ferð?”
“Auðvitað, Drysdale, auðvitað.”
Við yfirgáfum svo skrifstofuna og lögðum
af stað til bankans; Drysdale með sýslumann við
aðra hlið sína og Andrews á hina, gekk á undan,
en eg var aftastur.
Þegar við komum til bankans, var viðskiftá-
tíminn liðinn og dyrunum lokað.
Eg gaf merkið með því að berja að prívat-
dyrunum, og fyrir okkur var auðvitað opnað,
og við gengum inn.
Bankararnir þrír voru allir til staðar, og
buðu okkur að koma inn í viðskiftasalinn.
Litlu eftir að við höfðum stigið yfir þrö-
skuldinn, sneri eg mér að fanganum og sagði
með þárri röddu:
“Herra Drysdale, mér er það óþægileg skylda
að verða að kæra yður, fyrir að hafa í þessum
sal myrt George Gordon.”
Drysdale, sem á leiðinni til bankans hafði
nokkurnveginn náð sjáífsstjórn sinni, stóð upp.
og leit hörkulega til mín.
En ekkert orð kom yfir varir hans, og andlit
hans var mjallhvítt.
“Neitið þér ásökúninni?” spurði eg.
Drysdale þagði ennþá.
Eg Sneri mér að háborðinu; bak við það
sat Green, sem hafði verið beðinn að vera þar
í afturgöngubúningnum sínum. Að gefnu merki
stóð hann upp af sama blettinum, og George
hafði fallið á, þegar hann fékk banahöggið,
gekk svo fáu skrefin að dyrum eldtraustu hvelf-
ingarinnar, og hvarf inn um þær.
Þessi sýn stóð aðeins yfir fáar sekúndur.
Drysdale hljóðaði hátt, og féll svo meðvit-
undarlaus í faðm Andrews.
Sýslumaðurinn, sem auðvitað vissi ekkert
úm þetta, og sem allra snöggvast hafði litið
þangað, sem Green kom í Ijós, spurði undrandi:
“En hvað er hér á seiði?”
“Verður strax skýrt fyrir yður,” svaraði
eg, “en við skulum fyrst’riota upplífgunarlyfið,
til þess að Drysdale fái meðvitundina.
“Eg hefi gefið honum það,” sagði Andrews,
um Ieið og Drysdafe stóð upp úr faðmi hans.
“Hamingjan góða! Hvað var þjgtta?” hróp-
aði hann óttasleginn.
“Hvað þá?”
“George Gordon var hér!”
“Georgé Gordon var hér, segið þér? Drys-
dale, þér talið óráð!’
“Nei/Andrews, eg tala ekki óráð; eg sá hann
fyrir fáum augnablikum síðan; mér skjátlast
ekki. Sáuð þér hann ekki?”
“Nei.”
Algerð þögn varð nú.
Drysdale leit vandræðalega í kringum sig;
horfði svo hörkulega til okkar, aðeins einn í einu
en á hvern á eftir öðrum.
Loks rauf hann þögnina og sneri sér að
mér, og hrópaði hátt og með ákafa:
“Eg neita þessari ásökun, sem þér berið á
mig. Hún er að öllu leyti ósönn!’
“Herra Drysdale,” sagði eg og gekk nær
honum, “þá munuð þér að líkindum líka neita
því, að þér föilduð gullið, sem þér rænduð hér
í bankanum, á botni Rocky Creek?”
Ekkert svar. '
“Hérna er það,” sagði eg um leið og eg tók
dúk ofan af kassanum, sem stóð þar í nápdinni
loklaus, svo auðvelt var að sjá gullið.
Drysdale leit þangað sem kassinn stóð, lét
höfuðið hníga og andvarpaði.
“Ennfremur munuð þér líka neita því, að
þér földuð hina rændu pappírspeninga í runna,
sem er nálægt húsi yðar á landareigninni?” —
og svo lyfti eg dúk af hinuni kassanum, sem stóð
við hlið kassans með gullinu í.
Hann þagði ennþá.
Eg gaf Andrews merki um að nú væri kom-
inn tími til þess að Green léti sjá sig aftur; hann
gekk því fáein fet að dyrum hvelfingarinnar, og
eg bætti þá við;
“Þessir peningar eru allir viðurkendir að
vera hinir sömu, og rænt var úr bankanum á
sama tíma og George Gordon var myrtur. Þeir
eru auk þess fundnir á þeim stöðum, sem eg hefi
sagt.”
“Hvað kemur það mér viö?”
“Eg hefi ennfremur snepil af þeim pappír,
sem morðinginn hafði notað til að kveikja með
eld í'ofninum, til þess að geta brent blóðugu
fötin sín. — Þessi pappír er skuldarviðurkenning,
undirskrifuð af yður, herra Alexander P. Drys-
dale.”
“Jæja, herra minn! — Getur vel verið.” .
“Menn fundu í öskunni í ofninum nokkra
hnappa, sem verið höfðu á brendu fötunum
morðingjans. — Það er sagt að þér, herra minn.
rétt áður en morðið var framið, hafið verið
klæddur í yfirliöfn með hnöppum af sömu gerð
og þessir.”
Drysdale þagði og gerði ekki hina minstu
tilraun til að svara þessu.
“Þér álítið að líkindum, herra Drysdale,
þessi sönnunargögn ófullkomin til þess að sýna
sekt yðar. — Jæja, eg skal þá halda áfram—”
Eg gat engu bætt við; Drysdale þaut á fæt-
ur, leit tryllingslega í kringum sig, huldi and-
litið með höndunum og hrópaði hátt:
“Ó, guð minn góður! — Eg er sekur! Eg er
sekur!”
Nokkur augnablik stóð hann kyr; en sett-
ist svo á stól, sem Andrews hafði borið til hans.
Gagnstætt venjunni, við samskonar hvið-
ur áður fyr, misti hann ekki meðvitundina, en
virtist þvert á móti, þegar hann var seztur, vera
rólegri, og hafa meira vald yfir sér en áður.
Það var auðvitað af því að hann sá Green
— í afturgöngubúningnum, gráa frakkanum,
með hvíta andlitið og blóðuga hárið — að Drys-
dale varð aftur svona hræddur, þegar vofan aft-
ur hægt og rólega gekk yfir gólfið í viðskifta-
salnum, og hvarf í gegnum dyr á sama augna-
bliki og Drysdale settist.
“Jæja,” sagði Drysdale, um leið og hann
rauf þögnina, sem leiddi af sektarjátun hans;
“mér finst að mér líði betur nú, eftir að hafa
viðurkent yfirsjón mína. —-------Eg hefi ekki
átt eitt rólegt augnablik, síðan eg framdi þenna
voðalega glæp. — — — Eg er fús til að þola
hegningu laganna.”
“Hvað kom yður til að drepa George Gord-
on?” spurði eg.
“Eg skal segja satt frá öllu, þótt hið voða-
lega kvöld standi 'nú fyrir hugskotsjónum mínum
eins og ruglingslegur draumur.”
Drysdale sat hugsandi og þögull nokkur
augnablik.
“Hvar var ástæða yöar? í yðar stöðu gat
ekki verið mjög erfitt að fá peninga, án þess að
fremja nokkurn glæp, og sízt af öllu morð.”
“Peningaskortur neyddi mig til að heim-
sækja bankann, en hann var ekki ástæðan til
morðsins.” .
I
“Hvað kom yður þá til að fara í bankann
þetta kvöld ? ”
“Eg skal greina frá því. Það var ekki alls
kostar rétt, sem menn alment álitu, að eg væri
ríkur maður. Eg hefi verið það, en eg misti all-
mikið af auð mínuftx við baðmullar-gróðabrall í
New Orleans.”
“Voruö þér þá í rawn og veru í vandræðum
sökum peningaskorts?”
“Að vissu leyti — eg hafði nefnilega all-
mikið af fasteignum, en átti lítið af peningum,
og það var orsök þess, að eg gat ekki ræktað
jörð mína eins vel og þörf var á; eg varð þess
utan fyrir ýmsum minni óþægindum sökum
þess, að eg gat ekki gegnt skyldum mínum ná-
kvæmlega.
H.inn þagnaði, eins og hann væri að endur-i -
kalla eitthvað í minni sitt.
“Voruð þér þá þetta kvöld í nokkrum sér-
stökum vandræðum?” spurði eg.
“Ó, já, að vissu leyti. Eg hafði npkkrum
mánuðum áður, meðan eg dvaldi í New Orleans,
keypt sjö negra, sem eg var ekki búinn að borga,
að svo nriklu leyti sem eg man, var verð þeirra
$1300. Seljandinn var sjálfur í peningavandræð-
um og krafðist þess„ hvað eftir annað, að eg
borgaöi sér. Eg gekk því þetta hræðilega kvöld
til bankans, í því skyni að geta losnað við þessa
skuld. Eg átti hjá bankanum liér um bil $300,
og skrifaði svo skuldarviðurkenningu fyrir hinu,
sem var að mig minnir um $900.”
“Skuldarviðurkenninguná fyrir $927.78, sem
við höfum snepil af — að líkindum?” sagði eg.
“Að líkindum. — Nú, jæja, meðan George
Gordon taldi peningana, greip mig alt í einu
einhver hugsun, sem eg get ekki fylblega lýst
eða gefið nafn. Eg verð að kalla það brjálæðis-
kast. — Viðburðurinn stendur nú fyrir hugskots-
sjónum mínum eins og draumur. — Eg drap
George Gordon með stórum hamri, sem lá á
borðinu; eg brendi svo hina blóðugu yfirhöfn
mína, og að því búnu rændi eg hina opnu hvelf-
ingu. — Peningana fór eg með og faldi þá. —
Síðan hefi eg aldrei snert við þeim.”
“Hafið þér nokkru sinni komið þangað, sem
þér földuð þá?” spurði eg.
“Aldrei, herra nrinn — aldrei. — Peningarn-
ir voru í huga mínum daga og nætur, jafnvel í
draumum. Það var eins og þessi glæpur gæti
ekki horfið úr huga mínum, og hann kvaldi mig.
— Þetta er, herrar mínir, alt sem eg hefi að
segja.”
Drysdale hallaði sér aftur á bak í stólnum,
og horfði upp í loftið með rólegum svip; og útlit
hans lýsti því, að nú var sem bjargi væri lyft af
huga hans.
Eg sneri mér að herra Bannatine og sagöi:
“Nú. er, að svo miklu leyti, sem eg skil,
starfi mínu lokið.”
“Já.herra Pinkerton, vinnu yðar er lokið.
Lögin verða nú að fullkomna það, sem eftir er.
— Hr: Ringmood, þér verðið þá að taka Drysdale
með yður til fangahússins.”
Drysdale stóð upp rólegur.
Ringmood studdi hendi sinni á öxl hans og
sagöi:
“Herra Drysdale, það er sorgleg skylda
mín að fara með yður til fangahússins.”
“Eg er tilbúinn,” svaraði Drysdale. “En
leyfið mér fyrst að tala fáein orð vitnalaust við
herra Andrews. Eg ætla að biðja hann, sem
vin minn, að flytja konu minni þessa sorglegu
fregn.”
Hann og Andrews gengu inn í litlu prívat-
skrifstofuna. Þeir lokuðu dyrunum á eftir sér.
“Jæja, Ándrews, sagði hann; “það sem skeð
hefir, verður ekki gert óskeð. Við skulum nú
ekki tala meira um þetta málefni; en eg bið
yður að sja um, sem vin minn, að þessi fregn
verði sögð konu minni með þeirri varkárni,
sem mögulegt er, undir kringumstæðunum. Þér
verðið að hvetja hana og hjálpa -henni til þess,
að bera þessa ógæfu með kjarki og stillingu. —
Og biðjið svo Ringmood að koma og fara með
mig í fangelsið.”
Svo tók hann innilega í hönd Andrews, sem
gekk út til að kalla á Ringmood.
Þessi skref, sem voru á milli þeirra, voru
ekki stigin, þegar við heyrðum skot inn á prí-
vatskrifstofurini. Við þutum til dyranna. Lík-
anri Drysdales lá á gólfinu, og skalf í síðustu
dauðateygjunum og um skammbyssuna hélt
hendi hans rígfast. Blóð og heili streymdu út
um gólfið, gegnuqi gatið á gagnaugana, sem
skammbyssan hafði búið til.
Við lyftum honum upp, til að gæta að þvf,
hvort nokkur lífsmerki sæust. — Nei. __ Svefn-
gangandinn hafði stígið sitt sfðasta skref á þess-
ari jörð.
ENDIR.