Heimskringla - 21.07.1926, Síða 6

Heimskringla - 21.07.1926, Síða 6
31AÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. JÚLÍ 1926. Farþegar Svölunnar. Eftir Sir Gilbert Parker. I. Gustave Flavelle var glaðlyndur maður. Þess vegna liafði tilbreytingarleysið og örvilnun- in ekki kvalið hann eins o gsvo marga aðra, þegar hann var sendur í útlegð með vini sínum og samlanda, Henri Roche’fort, til Nýju Cale- doníu. Þess vegna hafði honum tekist að öðlast vináttu félaga sinna, jafnt og embættismann- anna og fangavarðanna. Þess vegna var það, að sá partur eyjarinnar, sem notaður var sérstak laga fyrir pólitíska fanga, var ekki eins leiðin- legur verustaður og annars; að Junie Cavour, sem var ekki ókunnug leyndarmálum hers- höfðingjans, hló framan í hánn einn dag, þegar hershöfðinginn var á eftirlitsferð um fanganý- lenduna, og sagði að hann væri bezti piltur; að hún kom seinna, rét't undir nefinu á vörðunum, — því hún hafði æfinlega leyfi hershöfðingjans til að fara hvert sem hún vildi, — og stakk að honum, að söngfuglabúr væru ekki búin til fyrir erni. Þess vegna var það, að þegar þau voru úti á spegilsléttu Suðurhafinu, matarlausi og magnlítil, og höfðu aðeins bollafylli af vatni, að hann gat sagt glaðlega, þó ekki án erfiðleika vegna þorsta: “Jæja, Junie góð, sannaðu nú til. Við sjáum land eða skip á morgun eða hinn daginn, áreiðanlega.” Junie Cavour sat kyr og þróttlaus aftur < bátnum. Hún lyfti höfðinu, brosti dauflega, og lét það hníga aftur, þögul og efandi. Hann hélt áfram: “Herra minn trúr! Hvílík móðir er prinsar kjassa, en á morgun kjassar hún þá, sem hata prinsa! Það er einkennileg þjóð. í gær sagði París: Gustave Flavelle! Penni hans er töfrum gæddur! — Ó — það er viðbjóðslegt........ Jæja, gerir lítið....Eg er frjáls! Það er dýr- mætt. Hvers vegna er eg frjáls? Vegna þess að Junie Cavour sló ryki í augu varðanna og lagði á hafið með mér kvöldið sem stóra veizlan var hjá landstjóranum. Hvers vegna datt henni í hug að leggja í hættur hafsins, þorstann, hungr ið steikjandi sólarhitann, tryllandi tunglskinið og fellibylji, í þeirri örlitlu von að ná landi eftir hundrað mílna eymdarferð með Gustave Fla- velle, útlaga Frakklands? Þetta er spurning, sem Gustave Flavelle getur ekki svarað. Hann er aðeins þakklátur. Hann kyssir á hönd sína — svona — til Junie Cavour, og segir: Frelsari minn!” Junie Cavour, föl og dauf til augnanna, en samt hrífandi falleg enn, strauk hendinni hægt um gult hárið, kastaði höfðinu til gletnislega og svaraði: “Þig langar til að vita það, góði minn? Jæja — í fyrsta lagi, vegna þess að eg kvaldist þar líka. Hershöfðinginn! hugsar þú. Svei!. Eg vafði honum um fingur minn. Eg var voldug — voldugri en nokkur annar í Nýju Cale- dóníu. Eg hélt að völdin myndu gera mig sæla Ah, það var þó skrítið. Hershöfðinginn var holl- ur — og afbrýðissamur. Honum fanst eg hygg- inn ráðunautur. Hann hrósaði mér, þegar eg lokkaði hina heimsku herforingja til að sýna hve hégómlegir þeir voru. En alt varð bragð- dauft. Eg þráði ekkert af því. Eg hataði þá alla nema fangaverðina og fangana. Eg var hnuggin vegna eins fangans. Hann var kátur en ekki hygginn. Hann hafði verið hvorttveggja. Árum fyr hafði eg hlegið þegar hann var kát- ur, og grátið þegar hann var hryggur — í bók- um sínum. Það var þegar” .... Hún þagnaði og starði utan við sig út í molluþrunginn sjón- deildarhringinn. Það varð löng þögn. Gustave T’lavelle sat með olnbogana á hnjánum og studdi hönd undir kinn og horfði á hana. Loks- Ins sagði hann: “Já Junie, það var — þegar þegar?” Hún leit hægt til hans og sagði: “Þegar eg var ung, þegar eg var útlagi í Englandi, — svo- leiðis fanst mér það vera, — þegar eg hafði of- an af fyrir mér með því að kenna enskum telpu- krökkum, hvað þær ættu ekki að lesa á frönsku. Ó, hvílíkur skrípaleikur! En þær voru blíð- ar og göfugar; og eg var góð þá, líka.......Eg kendi þeim að lesa Gustave Flávelle. Eg vonaði að eg fengi einhverntíma að kynnast honum. Og það hefir orðið. Hún hallaði sér aftur á bak og andvarpaði. Han nbtá hönd fyrir augu og skimaði um sjóndeildarhringinn óafvitandi. Svo sneri hann sér að henni og sagði: “Hvað breytti öllu þessu, Junie?” Hún krepti hnefana og augun tindruðu. — "Ah,” sagði hún, “þú ert glöggur — jæja! .... T»ú hefir séð gosbrunninn við Versailles í sól- skini, — þannig var eg; rósirnar í lundunum við Boulogne á hátíðisdegi — þannig; söng fuglanna f Blómgarðinum, — þannig; gullnar stjörnur á júnínóttu, — þannig.......Jæja, hvað? En það er nú saga. Sérðu loftið þarna eins og gula úða- þoku, og sólina velta í gegnum það í rauðum sveiflum? Þetta er fjarhlið og nærhlið lífs míns. En í Caledóníu héldu þeir að eg væri altaf kát, vegna þess að eg hló framan í þá.......... Svei! .... Veiztu, góði minn, hvernig það er að láta sjóöheita stálfjöður kreysta hjartað þang- að til þáð hverfur, og ekkert er í þess stað nema kvalirnar? Nei, þú.veizt það ekki nema sem skáld. O! Gustave Flavelle, að hugsa sér að eg skuli tala svona við þig, og hér! .... Er það vegna þess að við horfumst í augu við dauð- ann? Æ. — Já, líttu til norðurs! Ekkert nema ógeðslegt hafið, og sóttgerlaþrungið loftið, — sóttarsáld, drjúpandi eitri. Suður, austur og vestur — það sama. Nú — Gustave minn, mynd ir þú ekki drekka skál dauðans, ef við hefðum sitt glasið af víni hvort?” Hann hafði dregist nær henni. Við fætur hennar leit hann upp, blíðan skein úr andliti hans og hann sagði: “Junie, eg þekti þig ekki. Eg var kátur en ekki hygginn. Eg sá bjarmann en ekki sólina sjálfa.” “Nei, Gustave, nei.....Vegna þess að eg söng fyrir þá og dansaði, sögðu þeir að eg væri kát. En veiztu hvað pabbi kallaði mig, þegar eg var lítil? Hann kallaði mig fuglinn sinn, því hann sagði að eg myndi svífa og syngja......... En það er nú orðið langt síðan; og — og eg er flón, eins óg þú sérð.” Kraftarnir þrutu alt í einu, unaðssvipurinn hvarf af andliti hennar og aflið úr kreftum-'hnef- unum. "Aumingja Junie!” sagði hann, og hann tók magnlausa hendina blíðlega. “Þegar við komumst í land, skalt þú fá þau einu laun, sem útlagi getur goldið.” Augu hennar tindruðu um augnablik, en gleðin hvarf úr þeim aftur, og hún sagði blíð- lega: “Hvað myndir þú gera, Gustave, livað mynd- ir þú gera — fyrir mig?” Hún sá hugarstríð hans, og þegar hann ætl- aði að svara, blíðlega og brosandi, lagði hún hendina á munn hans og hvíslaði: “Gustave minn; eg veit hvaða hugsanir börðust í hjarta þér. Hverju þú ætlaðir að fórna. Sjálfum þér. Hugrakki drengurinn minn. Það var göfugt af þér; en eg veit. Það er stúlka á Frakklandi, ung, fögur og góð. Eg var bréfa- skoöari hershöfðingjans. Þú giftist henni ein- hverntíma. En að þér skyldi hafa komið þetta til hugar mín vegna, það er stórkostlegt; það er guðdómlegt! En eg krýni líf þitt með eldi eyðileggingar — nei! Það gerir Junie. Cavour ekki......Ó! en eg er þyrst! ' Kverkamar! Tungan, brennandi!” Gustave Flavelle tók vatnspokann, nærri tómann, og helti fáeinum teskeiðum í bolla og rétti henni. Hún hrifsaði hann og setti að vörum sér, en varð um leið litið framan í félaga sinn, sem ósjálfrátt blíndi ágirndarlega á boll- ann. Jafnvel þá brosti hann, svo hún skyldi drekka. Nei, nei,” sagði hún, “eg drekk ekki nema þú gerir það h'ka, góði minn. Eg dey heldur. Við erum jafningjar í þessu, þú og eg; ekki karlmaáSur og kvenmaður, heldur tveir her- menn. Þú veizt að eg barðist við Voulari og særðist. Ef þú flettir upp erminni, sérðu ör eftir spjótsstungu. Ef þú drekkur ekki, geri eg það ekki heldur......ó, þú mátt til; enginn ó- hlýðnast Junie Cavour.” Hún talaði hægt, því kokið sveið hræðilega. Þegjandi helti Gustare nokkrum dropum í ann- an bolla, og lyfti honum með slíkri hæversku, að sæmilegt hefði verið í veizlu keisara. “Skál þeirrar stundar, sem við kyssum strönd Ástralíu,” sagði hann. “Skál, Junie!” Þau brostu, en brosin voru svo þrungin. geðshræringum, að sá listamaður, sem hefði get að málað þau, hefði hlotið ódauðlega frægð. Þau brostu. Aðrir þannig lostnir, þannig umkringd- ir hættum, hefðu ef til vill orðið dýrslegir af hungri og þorsta, tryllingslegar mannverur, eyði- lagðar í skipbroti lífsins. Ekki þau. Rauna- leikur þeirra hafði bjartar hliðar; fölleiki þeirra, bros. Þjáningunum mættu þau með stillingu. Hugrekki þeirra varnaði dauðanum fleytuna. . . Junie sefur, örmagna. Þó þau hefðu segl, er enginn vindur til að fylla það. Molluþögn hvílir yfir öllu. Gustave Flavelle breiðir yfirhöfn sína yfir hana, til að verja andlitið fyrir hinu tryllandi tunglskini, og reynir enn einu sinni að róa, en árarnar drag- ast magnlausar um glampandi hafflötinn. Sjór- inn drýpur af þeim eins og bráðið silfur. Að lokum stynur hann þungt, og dregúr þær inn. “Nei, Gustave Flavelle,” segir hann. “Það er þýðingarlaust, . Það er aðeihs komið undir hepn- inni núna; undir vilja guðs. Vindur og skip. eða dauði!” Sú nótt, annar dagur, önnur nótt, líða, og komið er fram undir morgun; enn fljóta þau, stjórnlaust, ein. Nei, ekki ein. Hafið grúir af svipum, sem benda þeim niður í hyldýpið. Síð- asti vatnsdropinn er löngu drukkinn. Sljó augu stara út úr eymdarlegum holum. Junie er að- eins ódáin. Félagi hennar krýpur hjá henni, blínir út f sjóndeildarhringinn eftir skipi. Hún talar óráð; hún talar um rennandi læki, blóm, fugla; um að dansa á kaffihúsi, um bardagann við Voulari. Hún segir með fyrirlitningarbrosi- “Nei, herra hershöfðingi; nei, minn kæri. Það gengur ekki. Eg hlæ með þér, syng með þér, drekk með þér, stjórna landi þínú, en aldrei — það. .... Svona. Þú þekkir ekki Junie Cavour. Við erum góðir félagar. Þú þarft mín með, landsstjórnarinnar vegna.......Suss! Hættu nú — alveg.” Löng þögn; tárin brjótast fram milli lok- aðra augnalokanna. Hún hvíslar að Gustave Flavelle, án þess að þekkja hann: “Uss! — Herra hershöfðingi, eg skal segja þér nokkuð. Þekkir þú Gustave Flavelle, föðurlandsvininn, fangann? Hann — það væri annað mál, — þann sem maður elskar.” Félagi henar horfði á hana með óumræðilegri viðkvæmni (og með- aumkvun og tautaði í hálfum liljóðum: “Vesa- lings Junie! Er það svona, góða mín. Jæja, það er gott að vita, að einhverjum þykir vænt um mann, þegar maður er að deyja.” Höfuð hans hneig við hlið hennar og hann féll í öng- vit. Hve lengi hann lá þannig, vissi hann ekki. Hann raknaði við og svalandi gola lék um and- lit hans. Hann reikaði á fætur. Það var kom- inn vindur; og — ó! guði sé lof! Skip í fjarska undir þöndum seglum. Hann greip í handlegg hennar og hrópaði: “Junie, .Tunie! Segl, segl!” Það kom nær og nær. Já, þeir hlutu að hafa séð þau. En langar mínúturnar líða, ög skipið, svart og ræningjalegt, staldrar ekki, . breytir ekki stefnunni....... Það fer fram hjá þeim. Árangurslaust veifar tíustave Flavelle til þeirra. Árangurslaust! ‘.‘Miskunnsami guð!” hrópar hann; “þeir fara hjá!” Jafnt þess vegna. Menn irnir, sem lágu út á borðstokkinn, sáust ógreini- legar með hverri rnínútu. .Tunie Cavour fellur á kné. “Miskunnsami Jesús!” biður hún, “vilt þú-ekki bjarga Gustave Flavelle, föðurlandsvin- inum, og vesalings mér. Maður getur ekki dá- ið þannig. Ó! Heilaga guðsmóðir!” II. Hætturnar vofðu alstaðar yfir Tom Stor- mont eftir þetta, en vinátta hásetanna bjargaði honum. Gaskell kapteinn og stýrimannsúr- þvættið báru tveir einir hatur til hans, og þó stóð samkomulag þeirra um það mjög tæpt, vegna þess hve innilega Gaskell hafði -bölvað stýrimanninum fyrir aðgerðaleysið á meðan á viðureign þeirra Stormonts stóð. Trygð drykkju svíns er ávalt stopul. Þess vegna áleit kapteinn- inn liollara að stilla skap sitt, heldur en að kveikja þann ófriðareld, sem han nhafði ekki fullan hemil á Auk þess var lionum fyllilega ljóst, að negrarnir, sannfærðir vegna fúlmensku hans, um að verið væri að flytja þá í eilífan kvalástað, voru reiðubúnir að gera uppreisn. Hann var búinn að vera of lengi á leiðinni; Svalan hafði legið í logni í fleiri *daga og vistir voru næstum þrotnar. Sex vel vopnaðir menn gætu að líkindum haldið hundrað óvopnuðúm negrum í skefjum; en hann hafði fengið þá óskemtilegu vitneskju, að minsta kosti helming- ur þeirra hafði hnífa eða spjótsbrodda. Hann hafði nánar gætur á þeim, og nánar gætur á Tom Stormont, en hann var var um sig. Ef þetta leiði héldist í tvo daga, myndi hann komast í höfn, og losnað við þessa hálfsoltnu negra og ^liættuna sem af þeim stafaði. Kunningsskapur tókst fljótt með Tom Stor- mont og Gustave Flavelle. Englendingnum var kunnugt um bókmenta- og stjórnmálstarf hins, og vináttan varð æ sterkari. Stormont forvitn- aðist ekkert um Junie Cavour. Hann vissi að- eins að Flávelle hafði sloppið með hennar hjálp. Að kvöldi þriðja dagsins voru þeir að tala saman um hitt og þetta. Meðal annars barst talið að Nýju Caledóníu og Stormont sagði: En skipið skreið fjær og fjær. Hefir slíkt nokkurntíma skeð fyr. Að gestrisni hafsins, sem er hin sama hvort heldur á stærstu fólksflutn- ingaskipum, lítilmótlegustu fiskikuggum eða brynklæddum herskipum, skyldi vera misboðið þannig. Gat nokkuð grimmilegra hugsast? Þetta voru spurningarnar, sem Tom Stoun- ont, æfintýramaður og gullnemi frá einni af Nýja Hebrides eyjunum, sem hafði rétt af tilvilj- un fengið far með hinu grunsamlega skipi, — spurði skipstjórann og stýrimanninn á “Svöl- unni”, og spurði með þeim einbeitnissvip, að all- ir, sem á horfðu gátu séð, að hann var miklu viljaþreki gæddur. “Herra minn trúr!” sagði hann; “þú ætlar ekki að láta þessa hjálparlausu vesalinga deyja þarna?” “Enginn stanzar mig,” sagði fanturinn. “Eg hefi skipun um að vinna eitt verk, og það verk vinn eg. Eg hefi fult í fangi með að passa þesas bölvaða negra, án þess að eg fari að gera Svöl- una að björgunar- og spítalaskipi.” Tom Stormont beit hörkulega á jaxlinn og leit um öxl. Negrarnir, sem rænt hafði verið til þrældóms, voru auðsjáanlega í áköfum geðs- hræringum, mösuðu hver við annan, bentu á bátinn og litu illilega til skipstjórans. Hann leit til þriggja háseta, sem dregist höfðu nær, og sá að þeir horfðu ískyggilega til skipstjórans. Hann ákvað á augnabliki, hvað gera skyldi. — “Herra kapteinn!” sagði hann. “Þú verður að stanza og bjarga þessum vesalingum. Þú ert þorpari, sem rænir mannlegu holdi og blóði” — hann benti til negranna — “en sem eg lifi, held eg ekki að nokkur annar sjóræniugi hafi lifað, sem gæti framið annað eins níðingsverk! Stanz- aðu skipið, segi eg!” Tveir vopnaðir menn, sem stóðu vörð yfir þrælunum, biðu átekta með eftirvæntingu. — Negrarnir ruddust á grindurnar, sem vörðu þeim afturenda skipsins. Hásetarnir mændu á Tom Etormont og hann sá samhygð þeirra. Gaskell kapteinn tautaði, opnaði munninn og smelti hon um aftur, eins og hundur, sem glifsar í dýr eftir að hann hefir veitt það; krómgular tennurnar skinu bak við rautt skeggið. Með óhemjuflóð: af blótsyrðum kallaði hann til hásetanna: “Ber- ið hann niður og setjið í járn!” Þetta kom Tom Stormont ekki á óvart. Hásetarnir stóðu kyrrir. Hann bjóst við því. Alt í einu miðaði hann skammbyssu á höfuð skipstjórans. “Ef þeir hreyfa sig, ert þú dauð- ans matur,” sagði hann. “Gefðu skipun um að snúa Svölunni við og senda út bát til þess að bjarga þeim. Gremjusuð heyrðist frá hásetun- um. Kapteinninn leit til stýrimannsins, en hann stóð hlutlaus, þó súr á svip. Fölur sem nár gaf hann skipunina, og hásetarnir framkvæmdu hana með ákefð. En um leið og ein mannraunin var að enda, með björgun þeirra Gustave Flavelle og Junie Cavour, var önnur í aðsigi. Með þessum at- burðum, sem skeðu fyrir augum þrælanna, kom ust þeir að raun um hverskonar manndjöfull var að flytja þá frá heimkynnum þeirra. Upp- reisnar og hefndarandinn var seztur að í hjört- um þeirra, jafnvel áður en þau komu um borð, til að taka í hendur Tom Stormont, sem upp frá þessari stundu, jafnt Junie, var vemdayi skips- ins og frelsari. “Eg var staddur í Noumea í einn dag fyrir tveimur árum síðan. Þar var mikið skrafað um kvenmann, sem var sögð að hafa alla nýlenduna og landstjórann með í vasa sínum. Undrun hans varð ekki lítil, þegar Flavelle leit til Júnie Cavour, þar sem hún sat hreyfingar- laus og horfði á sólsetrið, og sagði: “Það er hún.” “Hún? Herra Flavelle. Hún! Það er ó- j mögúlegt. Því —” IJann þagnaði því á því ! augnabliki heyrðist háreysti á bak við þá. Þeir litu við. Stýrimaðurinn slangraði eftir þilfar- i inu fullur, og á eftir honum kom skipstjórinn. Skipstjórinn hótaði honum með mannsnafni, og stýrimanni varð svo bylt við, að hann skauzt undir þiljur með hræðilegum blótsyrðum. En hvers vegna skyldi Tom Sjtormont stökkva skyndilega á fætur þegar hann heyuði þetta nafn, og hvers vegna skyldi Junie Cavour hrökkva skyndilega við og horfa á skipstjórann með undrun. Á augnabliki var Stormont kominn að hlið skipstjórans. “Hvert eiga þessir negrar að fara? Með öðrum orðum, hver á þetta skip og hver borgar þér fyrir að ræna þessum vesalingum?” sputði hann. Gaskell skipstjóri mældi Tom Stormont með augunum frá hvirfli til ilja — árangurslaus tilraun til að sýnast voldugur. “Svo þig langar til að vita nafn dómarans, sem stingur þér í tugthús fyrir uppreisn?” sagði hann. “Þig lang ar til að vita hver á þessa negrafjanda og Svöl- una og stærstu sykurakrana og þriðjung í beztu gullnámunni í Queensland? Jæja, eg trúi ekki öðru en að Rothsay Hecklar standi ; þér, ef þú ætlar að gleypa liann.” Og fanturinn skálmaði aftur á. Tom Stormont tautaði nafnið og tróð hönd- unum í vasana. Fyrirlitningarbros lék um var- irnar, vígamóður skein úr augunum. Hann heyrði að einhver var við hlið hans og leit upp. Junie Cavour, auðsjáanlegi undrandi, starði á hann. Þau horfðust í augu um stund; hún at- hugaði andlit hans nákvæmlega og sagði að lok- um: “Já, herra Stormont. Það er svo undar- legt. Eg gat ekki munað, hver þér voruð, fyr en rétt nú, en samt hefir mér altaf fundist eg þekkja yður, síðan þér björguðuð okkur. Síðan “þér” björguðuð okkur, það er líka svo undarlegt. Þér — fjandmaður Rothsay Hecklars! Þér mun ið ekki eftir mér? Nei, þér þektuð mig aldrei. En kvöldið sem þér komuð frá Ameríku, fyrir mörgum árum, sá eg yður nálægt húsi hans í London, þegar þau komu út saman, hann og hún, Rothsay Hecklar og Madeline Boyer, kona hans”. Hún kastaði höfðinu aftur eins og hind, sem króuð er inni af veiðimönnum. Tom Stor- mont horjði á hana með undrun, e'n hún hélt áfram. “Þér horfðuð á þau keyra burt. Þér [voruð yfirkomnir — utan við yður. Þegar þér fóruð yfir strætið, urðuð þér fyrir vagni. Bréf datt úr vasa yðar — bréf til hans. Eg tók það og' — hélt því. Svo komu þeir og báru yður burt. Eg reyndi að fylgjast með; en eg var veik og máttlaus, og gat það ekki.....Og þá — vitið þér hvað þeir gerðu við mig? Þeir tóku mig fasta á strætinu. Þeir sögðu að eg væri drukk- in. Ó! Hvernig þeir lugu — fantarnir. Þeir aðar, og hjarta mitt sundurtætt....... Eg var gátu ekki skilið að hugsanir mfnar voru rugl- Iengi á spítala. Árin hafa liðið, og hér er eg, og hér eruð þér, Tom Stormont.”

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.