Heimskringla - 21.07.1926, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 21. JÚLÍ 1926.
HEIMSKRINGLA
7.BLAÐS1ÐA.
(Frh. frá 3. bls.)
ncAkur atriSi, í sambandi vig kostn-
aðarhliðina á málinu.
Viö skulum gera ráö fyrir aö hing-
aö væru keyptar tvær flugvélar, til
aö byrja með, og meö þeim komið
á föstum flugferðum t. d. loftleiö-
irnar Reykjavík—Hornafjöröur—
Seyðisfjöröur og Reykjavík—Isa-
fjörður—A'kureyri og til baka sömu
leiðir, eða Reykjavík—Isafjörður—
Akureyri — Seyðisfjörður — Horna-
fjörður—Reykjavík og yrði þá að
skifta um vélar og menn að minsta
kosti einu sinni, á Akureyri, eöa i
þriöja la$i að flugleiðirnari jyröu
þrjár: Reykjavík—Isafjörður, Rvík
—Akureyri og Rvik—Seyöisfjöröur,
með viökomustöðum hér og þar. —
Flugvéjarnar yrð'i að fá frá ná-
grannalöndunum. Þjóöverjar standa
mjög framarlega í flugvélasmíð, eins
og i öörum tekniskum efnum. Af
þýzkum flugvélum munu þær hafa
bezt orð á sér, sem smíðaðar eru í
flugvélasmiðjum dr. Junkers í borg-
inni Dessau. Hafa póstflugur frá
þessari verksmiðju verið afarmikið
notaöar á hinum föstu, daglegu loft-
feröum á Þýzkalandi og Norðurlönd-
um. Árið 1924 flugu þær daglega
föstu flugleiöirnar : Genf—Zurich—
Munchen—Wien—Budapest, Berlín—
Dresden—Furth, Munchen—Furt-h—
Frankfurt a. M., Berlín—Warne-
munde, Hamburg—Málmey—Kaup-
mannahöfn, Berlin—Danzig—Königs-
berg—Meruel—Riga—Reval—Helsing
fors og flugleiðina: Stokkhólmur—
Helsingfors—Petrograd, o. s. frv.
Vegalengdirnar geta menn athugað
á kortinu. Flugvélar þessar hafa far-
þegarúm fyrir 4 farþega, auk póst-
flutningsklefa. Er farþegaklefinn
mjög þægilega útbúinn. .Burðarmagn
þeirra Junker-flugvéla, sem mest eru
notaðar til póstflutnings, er 6—700
kg. og hraðinn um 170 kílómetrar á
klukkustund. Þær hafa útbúnað til
þess að geta lent bæði á landi, vatni
og sjó. Með lítilli fyrirhöfn og á
skömmum tima er hægt aö skrúfa
hjól þau, sem notuð eru á landi, un.d-
an vélinni og setja í staðinn sjó-
skiði, svo hægt er að hefja sig til
» flugs af sjó eða vatni og lenda einn-
ig. A sama hátt má skifta um og
setja á vélina snjóskíði. Geíur hún
þá lent á snjó eða ís. Komin hingað
til Reykjavíkur myndi flugvél af
þessari gerö með nauösynlegum út-
búnaði, þó ekki innifalin lendingar-
tæki á landi eöa snjó, heldur aðeins
á vatni, fást fyrir um 23^)00 dollara.
Tvær slíkar flugvélar myndu þá
kosta alt að 210 þúsund krónur hing-
að komnar. Og hver yröi svo rekst-
urskostnaðurinn? Fyrst og fremst
laun flugstjóra og vélamanns og svo
eldsneyti vélarinnar. I Banda-
irikjunum hafa ,æfðir flugstjórar í
árslaun 2000 upp í 3300 dollara og.
auk þess 5—7 cent af hverri enskri
mílu, sem þeir fljúga. Vélamenn
hafa lægri laun. Mér er ekki kunn-
ugt um, hver laun þýzkir flugmenn
hafa, en aö likindum eru þau all-
miklu lægri en í Bandarikjunum. —
I til boöi því, sem eg hefi séð frá
Junkers verksmiðjunni í Dessau,
býðst hún til þess að senda hingað
þýzka flugmenn til þess að fara með
vélarnar, með því skilyröi, aö þeim
veröi séð fyrir þeim -launum, sem
hæfir hinni ábyrgðarmiklu stöðu
þeirra, og gerir þeim fært aö kom-
ast sæmilega af hér. Að sjálfsögöu
yrði að taka því, að fá hingað er-
lenda flugmenn fyrst í stað, meðan.
innlendir menn væru aö kynnast
fluginu og læra aö fara með vélarn-
ar.
Áöur var þess getið, .að beinn
reksturskostnaður við flugpóstferö-
ir Bandaríkjanna heföi oröið 20,9
cent á hverja enska mílu fjárhagsár-
ið 1925. Þaö er sama og úm 60 aur-
ar (með núverandi gengi) á hvern
kílómetra. Við skulum gera ráð fyr-
ir að beinn. reksturskostnaður þyrfti
ekki að verða neitt hærri hér en í
Bandaríkjunum og sjá svo'til, hvað
það myndi kosta að bregða sér í
flugvél austur á Þingvöll t. d. á þús-
und ára afmæli Alþingis sumarið
1930.
Við snúum okkur til Flugvéla-
stöðvar Reykjavíkur og spyrjum
hvað sætið kosti til Þingvalla. Þrjá-
tíu krónur fyrir manninn hvora leTð,
er svariö. Okkur þykir fargjaldið
hátt, og höfum orð á því við fram-
kvæmdastjórann: “Þegar fyrst var
tekið að ræða um flugfargjöld hér
á landi, var því haldið fram, að
bein reksturskostnaður á flugvélum
myndi verða um 60 aurar á hvern
kílómetra. Það eru ekki einu sinni
50 kilómetrar til Þingvalla, og kostn
aðurinn við þá vegalengd því aldrei
yfir 30 krónur. Nú eru 4 sæti í
hverri vél og fáið þið því 120 krón-
ur fyrir hverja ferð austur á Þing-
völl, þótt hún kosti ykkur ekki nema
30 krónur. Þið leggið með öðrum
orðum 300% á reksturskostnaðinn.”
En nú er ekki komið að tómum
kofunum hjá framkvæmdastjóranum
við Flugvélastöð Reykjavíkur. Hann
lýsir fyrir okkur þeim mikla kostnaði
sem flugfélagið hafi orðið að ráð-
ast í, fyrst og fremst þegar það
keypti flugvélarnar, því næst er
byggja þurfti flugskála og undirbúa
flugvelli. Þar við bætist alt við-
haldið og aðgerðir á flugvélunum,
verkalaun, og síðast en ekki sízt,
kostnaðurinn við að korna á föstum
loftsiglingaleiðum um landið. Fé-
lagið sé nú að koma á flugferðum
loftleiðirnar Reykja<ík—Isaf jörður,
Reykjavík—Akureyri og Reykjavik
—Seyðisfjörður, og muni það kosta
afarmikig fé. Við þökum fyrir upp-
lýsingarnar og erum innan stundar
komnir suður að flughöfninni við
Skerjafjörð. Þar er stígið á flug-
vélia og eftir nákvæmlega 18 miií-
útur er lent á Þingvallavatni rétt við
mynni Öxarár.
Gera má ráð fyrir, að einhverjir
hristi höfuðin með vantrúarsvip,
þegar flugmálin koma á dagskrá hér
á landi. Þeir kváðu líka hafa hrist
höfuðin, sumir þingmennirnir i sam-
bandsþinginu í Washington, fyrst
þegar farið var fram á fjárveitingu
til fastra póstflugferða í Bandaríkj-
unum. En hvernig fór'? Því var
spáð þar, að inna nskamms yrði allur
léttari póstflutningur, bréf og því um
likt, sent flugleiðina, en ekki með
járnbrautum né skipum, auk þess sem
fóllcsflutningur í loftinu muni marg-
faldast á næstu árum. Það liggur í
augum uppi, að meira skrið verður
að komast á samgöngumálin, því eins
og stendur eru samgöngur hér, bæði
á sjó og landi, lítt við unandi. Eins
og áður er drepið á í þessari grein,
er öðruhvoru verið að ræða um járn
braut frá Reykjavik og austur á Suð-
urlandsundirlendið. Stjórnin hefir
þegar látið norskan sérfræðing at-
huga það mál vandlega. Sstmkvæmt
áætlun þess manns, sem vafalaust er
mjög nákvæm, verður stofnkostnaður
inn við járnbraut frá Reykjavik aust
ur að ölfusárbrú kr. 6,925,000.00 —
sex miljónir niu hundruð tuttugu og
fimm þúsund krónur — og er vega-
lengdin þo ekki nema 65'/2 kílómetr-
ar. Þegar þess er gætt, að þessi
járnbrautarspotti nær ekki nema rúm
legaað resturtakmörkuni Suðurlands-
mndirlendisins og yrði því aldrei að
fullum notum fyr en hann hefði ver-
ið framlengdur austur í Rangárvalla-
sýslu, er það ljóst, hve stórfelt fyrir
tæki er hér á ferðinni. Þó kæmi
járnbrautarkerfi hér þá fyrst að full-
um notum, að það næði einnig norð-
ur og austur um land, svo að tengd-
ar yrðu saman aðalhafnir landsins.
Aður hefir verið bent á, að bifreið-
arnar dragi sumstaðar erlendis úr
notkun járnbrautanna; innan skamms
munu flugferðirnar gera það einnig,
og eru þegar farnar til þess, þar sem
þær eru komnar i fullkomnast horf.
Alir, sem noklcuð hafa ferðast með-
fram ströndum landsins, kannast við
hinar afartafsömu ferðir strandferða-
skipanna. Myndi ekki margur kjósa
heldur loftleiðina, ef hann ætti kost
á? Oft tekur það t. d. viku eða
meira að komast á milli Reykjavíkur
og Austfjarða. Með flugvél yrði
þessi leið farin á þrem til fjórum
klukkutímum: Ætli menn myndu
horfa í, þótt farið kostaði nokkru
meira en með strandferðaskipinu ?
Verðmunurinn yrði ekki mikill, þeg-
ar tekið væri tillit til tímasparnað-
ar og kostnaður við uppihaldið á
skipinu, en enginn slíkur kostnaður
yrði loftleiðina.
Eg vil að endingu taka það íram,
að þessi grein er ekki rituð í þeirn
tilgangi, að gera fastar áætlanir um
rekstur flugpóstferða hér á landi í
framtíðinni. Það er verk sérfræð-
inga. Eg hefi aðeins bent á, hver
kostnaðurinn hefir orðið við flug-
póstferðirnar hjá einni af stórþjóð-
unum fjárhagsárið 1925, tekið þær
upplýsingar eftir skýrslum, sem telja
má áreiðanlegar. Og eg hefi fært
nokkur rök að þvi, hver kostnaður
myndi verða því samfara, að stofna
til flugferða hér á landi. "En aðal-
tilgangurinn var að vekja menn til-
umhugsunar um það, hvort einmitt
þær framfarir, sem orðið hafa í flug-
listinni á síðustu árum, gætu ekki
orðið til ómetanlegs gagns við að
ráða til fullnustu fram úr því ó-
leysta vandamáli, sem samgöngurnar
hér á landi eru ehn þann dag í
dag.
Sveinn SigurSsson.
—Eimreiðin.
---------x----------
Þýzka hljómsveitin
Eftir Einar Benediktsson.')
Það var mikið fagnaðarefni, að-
sjá Islending stýra stórri 'hljómsveit
af Suðurmönnum hér í höfuðstað
vorum og i áheyrn alls hins helzta
af þeim bæjarbúum, er unna söng og
list. Hr. Jón Leifs hafði fullkomið
vald yfir flokknum og beitti því með
afli og smekkvísi, en algerlega for-
dildarlaust. Vér fengum þær bæði
að sjá og heyra, hve norrænn andi er
náskyldur hinni sunnlægari list. —
Þróttur, alvara og innileg þrá eftir
fullkomnun sveif yfir Jalnum undir
sprota þessa hágáfaða , uppreisnar-
manns á móti vanahefð ýmissa miðl-
ungsm'anna og kákara, er því miður
alt of lengi áttu færi á því, að halda
niðri listargáfu þjóðar vorrar, í þvi
er lýtur að framkvæmandi söngsnild.
Þessi viðburður, heimsókn hinnar
þýzku sveitar, ætti að geta valdið
miklu um nánari kynni hinnar mestu
og 'hinnar minstu þjóðar af þeim
stofni, er ráðríkur mun verða um af-
drif meginmála í vestlægari hluta
álfu vorrar. — Það hefir lítið stoðað
þótt einstakir Þjóðverjar nokkrir,
helzt þeir er fást eitthvað við kaup-
skap, hafi þózt geta lýst Islandi og
Islendingum vítt og breítt, aðeins
eftir stutta dvöl í Reykjavík. Hafa
og skrif sumra af þeim fremur lýst
anda gamla Blefkens heldur en rit-
höfundum er vilja segja satt, eða
þegja ella. Við þetta tækifæri verð-
ur ekki tilefni fyrir slíka ritara að
koma fram. Hljómsveitin leitar að
því bezta, sem finst í eðli þjóðar
vorrar, og mun finna það. “Wo
man singt —”,
En svo mikið er nú uppi í hugum
manna um heimsmerk málefni, að
eðlilegt er að viðkynning vor við
þessa gesti vora veki alvarlegan á-
huga á því að komast i nánara sam-
band við hámenning Þjóðverja. Að-
ferð þeirra og allur háttur í visind-
um legst dýpra en sagt verður enn
um aðrar stórþjóðir. Einnig í þeim
fræðum, er lúta að fegurðarefnum,
standa þeir fremstir. Enginn menta
skóli heimsins veit það betur en
þeir, að listin er algerlega háð á-
kvörðuðum lögum, «em mannsand-
inn getur numig og skilið. Og í
þessu efni leyfi eg mér að fullyrða,
að íslenzkur andi á samleið með
þýzkum anda langar leiðir fram í
átt til jarðneskrar fullkomnunar.
Eg minnist þess aðeins, meðal
þeirar fáu orða, sem hér er rúm til
að setja fram. Tíminn verður að
sýna hvernig þjóð vorri tekst eftir-
reiðin. Allar Norðurálfuþjóðir, ut-
an vér einir, eiga til þjóðlega list á
hástigi, bygða á vísindum og æfing,
mann fram af manni. En hér hefir
lífsþráður hins æðsta andlega starfs
þjóðarinnar verið slitinn, undir
dæmafárri, banvænni kúgun af er-
lendri ritfinsku og prangi. Það má
telja víst, að vér séum komnir úr lífs-
hættu. en á öllu verður að taka sem
til er, ef vér eigum í tima að geta
sagt: "Vér stöndum jafnfætis hæstu
menning álfu vorrar í vísindum og
list.”
Við þetta er þess samt einnig að
geta, að vér höfum yfirburða»að-
stöðu að sumu leyti. Vér.skiljum og
tölum norrænu — þetta forngilda
upprunamál vort, sem Þjóðverjar
einnig sækja til mátt sinn og and-
ans megin. Ennfremur eigum vér,
án alls efa, að tiltölu við mann-
fjölda, hið rikasta þjóðaróðal, sem
sagan greinir um. Og aldaböl kúg-
unarinnar hefir skilið eftir það sem
lifvænt er gegnum þúsund þrautir. —
Að öllu samantöldu vonum vér að gest
ir vorir frá Þýzkalandi þurfi ekki
að sjá eftir því að kynnast oss og
landi voru — fósturbygð þeirra
manna, sem nám ustærsta eyland
heimsins á sinum tíma — Græn-
land.
Það er giftusamlegt merki nánara
sambands og vináttu milli gesta
vorra og þeirra, sem heima fyrir
eru, að hljómlistin er sett í fyrirrpm.
En allir mega vita, að hér er nú
talað mjög alvarlega, i óbundnu
máli, um hag vorn allan og ekki sízt
um þau málefni, er lúta að ytra sam-
bandi voru við aðrar þjóðir. Vér
eigum enga 'talsmenn vorra sönnu
hagsmuna ytra. En einmitt það,
sem vér þurfum fyrst og fremst að
afla oss, er stuðning mikilla og vold-
ugra þjóða um vérnd vora og rétt
út á við. — Heill sé þeim Suður-
mönnum, er skiljá glögt og í tæka
tíð, hvert hlutverk saga, lifskjör og
uppruni íslenzku þjóðarinnar fær oss
og vinum vorum erlendis í hendur.
Auður lands vors, þjóðerni vort,
tunga vor og hnattstaða, valda þvi
að aldrei verður gengið fram hjá
oss með öllu í samkepni og far-
mensku um Atlantshaf. Og *aldrei
má heldur gleyma því, hvern rétt
vér eigum þar enn óheimtan landi
voru til handa. En af öllu þessu
krefst trygg undirbygging af efna-
legum ástæðum, til þess að haldgóð
vinátta stofnist með oss og þeirri
þjóð, er nú sendir oss, fyrst allra,
mikla og stórvirka hljómsveit, i
kynnisför.
Yms veðurmerki þess virðast nú
hækka á lofti, að Islendingar muni
gerast víðspurðari og glöggvar kunn-
ír, sem sjálfstæð þjóð, heldur en ver-
ið hefir undir skugga hinna erlendu
yfirráða. Heimsókn hljómsveitar-
innar þýzku er eitt meðal annars
vottur um það álit annara þjóða, að
vér eigum kröfu til hærri menningar
í list, heldur en vér getum enn full-
nægt sjál^r. Ranglæti timanna grúf
ir enn þunglega yfir þessu fagra og
mikla landi voru. En með hyggi-
legum og sannþjóðlegum ráðstöfun-
um Islendinga sjálfra út á við, má
stökkva yfir ýms millistig, sem aðr-
ir hafa orðið að ganga — og þannig
stytta bilin á milli vor og þeirra.
Allir réttsýnir menn. munu fallast
á það, að mannafla, fjármagn og
hærri verklega og vísindalega starf-
semi skortir hér, til þess að fram-
kvæmdar verði ýmsar umbætur, bæði
andlegar og efnalegar, sem álfumenn
ingin. hefir annarsstaðar fyrir löngu
int af höndum. Þeir sem þessu neita
og berjast á móti lærdómi frá þeim,
sem lengra eru komnir, eru bergþurs-
ar einir. Þá dagar uppi og þeir
verða að steini. Með hljómsveitinni
frá Hamborg er oss flutt margradd-
að ákall til náttvætta og trölla, að
leita inn til hinnar eilífu þagnar, þar
sem þau eiga heima.
(Vörður.)
----------x-----------
Skrítla.
Eitt sinn var prestur að prédika
undir beru lofti og hafði, til allrar
óhamingju, tekið sér stöðu á maura-
þúfu. Maurarnir, sem eru starfssöm
dýr og vilja búa að sínu, tóku að ó-
náða þenan aðkomugest í meira lagi.
Nú var prestur hræddur um að söfn-
uðurinn myndi verða var við ein-
hvern ókyrleika hjá sér, og tekur
því það ráð að afsaka sig með þess-
um orðum: “Góðir bræður, eg vona
að eg beri guðs orð í munni mér,
en eg held að djöfullinn sjálfur sé
kominn i buxurnar mínar.”
(Almanak Þjóðvinafél.)
---------- x------------
MDNICIPALITY OF VILLA6E OF GIMLI
SALE OF LANDS FOR ARREARS OF TAXES
By virtue of a warrant issued by the Mayor of the MUNI-
CIPALITY OF VILLAGE OF GIMLI in the Province of Maintoba,
under his hand and the corporate seal of the said Municipality,
to me directed, and bearing date the 2nd day of June, 1926, com-
manding me to levy on the several parcels of land hereinafter
mentioned and described, for the arrears of taxes due thereon
with -00818, do hereby give notice, that unless the said arrears
of taxes and costs are sooner paid, I will on Saturday, 28th day
of August, 1926, at the council chamber in the Village of Gimli
in the said Municipality, at the hour of two o’clock in the after-
noon, proceed to sell by public auction the said lands for arrears
of taxes and costs.
DCSCRIPTION RGE. ARREARS COSTS TOTa L PATENTED
OF TAXES OR UNPATENTED
Lot 40 2 15.14 .50 15.64 Patented
Lot 85 2 61.99 .50 62.49 ••
Lots 23-24 .. e 3 24.53 .50 25.03 "
I,ot 86 3 50.66 .50 51.16
Lot 115 .... 3 18.17 .50 18.67
Lot 117 3 92.55 .50 93.05 ••
Lot 124 .... 3 26.15 .50 26.65 ««
Lot 1 4 13.48 .50 13.98 <«
Lot 27 4 15.32 . .50 15.82
Lot 85 ...". ... 4 19.67 .50 20.17 ••
Lot 1 .... 5 52.10 .50 52.60
Lot 3 v. 5 38.§5 .50 39.05
Lot 75 .... 5 65.88 .50 66.38 ••
Lot 113 5 47.49 .50 47.99 ••
Lot 114 5 16.51 .50 17.01
Lot 116 .... 5 18.17 .50 18.67
Lot 54 6 43.90 .50 44.40 ••
Lots 73-74 . 6 198.23 .50 198.73
Lot 26 7 24.22 .50 24.72 «»
Lot 36 7 52.17 .50 52.67 ««
Lots 52-53 . 7 74.20 .50 74.70
Lots 69-70 .. .. 7 54.50 .50 55.00
Lot 75 7 30.27 .50 30.77 ••
Dated at Gimli, this-J6th day of July, A. I>. 1926.
B. N. JONASSON,
Secretary-Treasurer.
Rura/ Municipality of Gimli
SALE OF LANDS FOR ARREARS OF TAXES
By virtue of a warrant issuéd by the Reeve of the RURAL
MUNCIPALITY OF GIMLI, in the Province of Manitoba, under
his hand and the corporate seal of the said Municipality, to me
directed, an bearing date the ninth day of July, 1926, command-
ing me to levy on the several parcels of land hereinafter men-
tioned, for the arrears of taxes due thereon with costs, I do here-
by give notice that unless the said arrears of taxes and costs
are sooner paid, I will on Saturday, August 28th, 1926, at the
council chamber at the Village of Gimli, in the said Rural Muni-
cipality, at the hour of two o’clock in the afternoon, proceed
to sell by public auction the said lands for arrears of taxes and
costs.
DESCRIPTION SEC. TWP RGE. more OR ARREARS LESS OF TAXES COSTS TOTAL PATENTED OP UNPATKNTKO
N. E. % .... .... 10 18 3E 160 108.36. .50 108.86 Patented
s. bíot S. w. 14 .... 12 18 3E 80 49.03 .50 49.53
E. Vi of N. W. 14 . ii 19 3E 80 54.24 .50 54.74
N W % .... .... 22 19 3E 160 90.34 .50 90.84 »•
N E % .. 22 19 3E 160 85.48 .50 85.98 ««
W %of S E 14 22 19 3E 80 56.32 .50 56.82 •*
Fr. N %of S 14 .... 28 19 4E 107 96.35 .50 96.85
N E % -- .... .... 29 19 4E 154 122.33 .60 122.83 ««
Fr. S Vt .. 5 20 4E 259 197.18 .50 197.68 *• ✓
N Vi of S E 14 .... 18 20 4E 80 88.14 .50 88.64 *•
S W Vt 19 20 4E 160 63.85 .50 64.35 ««
N % of S E 14 .... 20^ \ 20 4E 135 104.89 .50 106.39 ««
Fr. N % of S w 14 21, 1
S ii of N ií of N E 14 20' \ 20 4E 66 82.14 .50 82.64 ««
S % of N Vi of N w 14 21 /
n e y4 . 30 20 4E 160 91.97 .50 92.47 *•
s w u .. 7 21 4E 160 82.87 .50 83.37 «»
N E M .. .... 23 20 3E 160 111.95 .50 112.45 **
N W % .... .. 25 20 3E 160 100.34 .50 100.84 ««
N E 14 -- .... 12 21 3E 160 123.44 .50 123.94
N E Í4 .. .... 14 21 3E 160 82.13 .60 82.63 **
N W Vl ... . .... 14 21 3E 160 103.15 .50 103.65 *•
N E 14 .. .... 15 21 3E 160 78.77 .50 79.27
S E 14 .. .... 15 21 3E 160 78.77 .50 79.27 **
SubdivÍHÍonn
Blk. Plan
Lot 16 .... ... ... i 1759 65.93 .50 66.43
Lot 17 .. . .. 3 1759 60.09 .60 60.69
Lot 19 ... .... .. .. 5 1759 9.50 .50 ío.oo
Lot 5 .... ... ... 7 1759 10.65 .60 11.00
Lot 12 ... . .. . ... 7 1759 13.18 .50 13.68
Lot 13 . .. 9 1759 7.92 .50 8.42
Lots 3, 4, 5 ... ... 10 1759 23.74 .50 24.24
Lot 9 . .. . .. 12 1759 6.60 .60 7.10
Lot 12 .. . .. .. .. .. ... 14 1759 8.80 .50 9.30
Northerly 33 ft. Lot 2 4 891 52.29 .50 52.79 »»
Lots 1, 2, 3 . .. . .. .. .. . ... 1 1227 58.23 .60 58.73
Gimli, Manitoba, July 13th, 1926.
E. S. JOSÍASSON,
Sec.-Treas, Rural Mun. of Gimli.
Kaupið Heimskringlu :
GEYMSLAIEIKARFOTUM |
ER DÝR ENHÚN ERNAUÐ-
SYNLEG TIL AÐ FRAM-
LEIÐA W HISRY “GOTT’
EINS OG
“OíADIAMO^
CWhisky