Heimskringla - 11.08.1926, Blaðsíða 4

Heimskringla - 11.08.1926, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 11. ÁGÚST 1926. Heitttskrinjjla (StofnuTI 1886) Krnnr flt A hverjHra mlflTlkodeffl EIGENDURl VIKING PRESS, LTD. 8S3 og 855 SARGBNT AVE., WINNIPBG. Talnfml t N-6537 VerTJ bla?5sin8 er $3.00 é.rgangurinn borg- lst fyrirfram. Allar borganir aendiat THE VIKING PREfcS LTD. SIGFÚS HALLDÓRS fré Höfnum Bitstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtanANkrlft <11 l»ln Imm : THH VIKING PIIKSS, Ltd., Boz 8105 UtanAnkrlft tll rltNtjAranMi EDITOR HEIMSKRINGLA, Box 8105 WINNIPEG, MAN. "Heimskringla is pnbllshed by The Vlklmc Preaa Ltd. and printed by CITY PRINTING A PIJBLISHING CO. 853-855 Sarffent Ave., Wlnnlpec, Man. Telephonet N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 11. ÁGÚST 1926 Tilnefningin í Teulon. Hann blés af ýmsum áttum í Teulon á fimtudaginn var. Úrslitin urðu nokk- uð önnur en búist hafði verið við, ekki sízt eftir fyrstu atkvæðagreiðsluna á fundinum. Ekki gat svo farið að íslendingur yrði tilnefndur. Þar hjálpaðist margt að. Og þó voru þeir menn í vali, af þeirra hálfu, að óþarft og enda tilgangslaust var að leita að öðrum. En ósamkomulagið með al íslendinganna, og talhlýðni sumra þeirra, auk heimskulegrar þrákeikni dr. Gibbs, og tvöfeldni og heimsku leiðtoga framsóknarfolkksins, bar sigúrinn í skaut Mr. Bancroft. Ekki er þetta sagt af því, að framkoma Mr. Bancroft væri ekki að öllu leyti drengileg. Og framsóknar- mann telur Mr. Bancroft sig einnig. En þó er það engu að síður sannfæring vor, að hann hafi ekki verið æskilegasti mað- urinn frá flokksins sjónarmiði. Og hér er átt við framsóknarflokkinn sem sjálfstæðan, öflugan og framgjarnan flokk, eins og hann á að vera, en ekki pólitíska dulu, sem önnur eins fyrirmynd meðalmenskunnar, og Mr. Mcllwraith og aðrir hans nótar, sem meiri áhrif hafa um leiðsögn flokksins hér í fylkinu en skyldi, gieta notað sem skóþurku eftir því sem vill. Það getur engin launung verið lengur þeim, sem tækifæri hefir fengið til þess að fylgjast dálítið með, og lesið geta á milii línanna, að langbezti maðurinn, sem framsóknarliðið hafði á að skipa til sókn- ar móti þingmannsefni cpnservatíva í Selkirk, sr. Albert Kristjánsson hafði frá upphafi verið dauðadæmdur af Mr. Mcll- wraith og kumpánum hans þrátt fyrir all- an fagurgala. Vegna hvers? Ja, hver veit. En áreiðanlega hefir þar sinn skerf- urinn verið af hverju: tortrygni þess “frjálslyndis”, sem aldrei þorir að hugsa sjálfstætt, eða gægjast út fyrir hags- munabásinn; sem er miklu háskalegra en hreinskilið afturhald, sökum óein- lægni sinnar; lundarfari því, som helzt aldrei má sjá eitt tréð öðru hærra og beinna úr grasi; smásmuglegur flokka- rígur um önnur lítt skyld efni, og að síð- ustu sú ofbeldishneigð, sem þykir gott að láta “útlendingana” vinna hversdags- verkin og nota þá í stjan og snúninga, en þykir þeir líka til þess eins hæfir. Og vér hyggjum að allir hafi gott af að heyra það og velta því fyrir sér, ef þeir nenna, að einmitt veg'na mannkosta hans hefir pólitískum iausagosum og meðalmönnum tekist prýðilega að gæta þess, að séra Albert fengi ekki að njóta sín, eða þjóðfélagið starfskrafta hans. Sérá Albert er ekki gallalaus, og engin fullkomin vera, en hann hefir það meiri gáfur til brunns að bera en flestir aðrir nágrannar hans, að ef hanp hefði treyst sér til þess að nota þær til þess eins, að bora þeim á markaðinn af fullkominni óbilgirni, þá hefðu þær fært honum meiri fjársjóðu í bú en margir gera sig ánægða með. En þótt ilt væri málefnisins vegna, að séra Aibert skyldi ekki verða nefndur til kjörs, langhæfasti maðurinn, sem fram- sóknarflokksmenn höfðu þama á að skipa, að öllum öðrum ólöstuðum, þá er þó hitt verra, ef íslenzkir framsóknar- menn í þessu kjördæmi, ætla sér að una við það frámvegis, að hinir og þessir miðlungsmenn leiki þeim fram sem peð- um á borði, eða lömbum í refsginið. Þeir eru nógu margir, og ættu að vera nægi- lega sjálfstæðir og metnaðarfullir til þess að láta það ekki ske oftar. í því skyni eru þessi orð rituð. Því hér yar um á- takanlegan klaufaskap og dræmingjahátt að ræða af hálfu þeirra íslendinga, sem j helzt standa að framsóknarflokknum. Tvent var að gera: Hið fyrra, heppileg- ast og lang-sigurvænlegast fyrir mál- efnið, að fylkja sér hiklaust og ótvírætt um séra Albert. Annað, úr því að Mr. Fjeldsted datt nokkurntima í hug að sækja, þá að gera gangskör að því strax, með dugnaði og hreinskilni og búa alt sem bezt í haginn fyrir hann. Hvorugt er gert. í stað þess spilin lögð þannig, að báðir mennirnir eru dæmdir fyrirfram. Og erlend jlræsni og þjóðrembingur hvima nú glottandi yfir valnum: handa- skolum landans. * * * Úr því að þessi mistök höfðu orðið á meðal framsóknarmannanna íslenzku, sýndist ekkert líklegra og sjálfsagðara, en að Mr. Líndal hefði verið nefndur til kjörs. Enda er það gefið, að ekkert stóð því í vggi nema fólska dr. Gibbs og þó nokkurra manna er honum fylgdu, auk sama þjóðrembingsins, er var að verki innan framsóknarflokksins. Því miður er orðrómur um það, að ekki ailfáir ís- lendingar hafi stutt dr. Gibbs að fram- komu hans, svo geðug og þokkasæl sem hún var. Það ^eina, sem hægt er um þann herra að segja, er það, að hann skar sjálfan sig svo rækilega á háls þarna í Teulon, að hann getur tæplega orðið öðrum að fótakefli síðar. En færi svo ólíklega, að framsóknar- flokkurinn í Selkirk misti kjördæmið í hendur conservatíva, þá geta framsókn- armenn sannarlega engu um kent nema eigin einfeldni, svo ekki sé nú sterkara að orði kveðið. Það er jafnan gott að gera vel og hitta sjálfan sig fyrir. » Avarp til Stephans G. Stephanssonar. Flutt í samsæti er ÞjóSrœknisfélagið hélt honum miðvikudaginn 4. þ. m.' af Sigfúsi Halldórs frá Höfnuwt. Herra forseti, háttvirta samkoma ! Kæri heiöursgestur! Það er gamall siður að hefja ræðu með af- sökun. Þótt eg hafi syndgað þannig áður, dett- ur mér það ekki í hug í þetta skifti. Og þó er svo ástatt fyrir rnér, Sem rhér finst verst geta verið. Mér hefir verið falið að fara nokkrujn orðum um, og ávarpa þann manninn, sem mér finst einna mestur vandi að ávarpa af öllum mönnum, sem eg þekki. Mér finst það svo kyn- legt:, að eg skuli eiga að standa hér og ávarpa þann mann meðal þjóðar minnar, meða! kyn- flokks míns, austan hafs sem vestan, sem eg tel tvímælalaust merkilegastan Islending allra manna “ er nú lifa; höfuðskáld Islendinga, Stephan G. Stephansson. * ¥ # Mér dettur ekki til hugar að hlaða röksemdum að þessum orðum, eða fáum öðrum er eg hefi að mæla. Og þó þætti mér ekki ólíklegt ,að ýmsir vildu draga þau í efa. Við því verður aldrei gert, að ýmist sýnist hverjum. — En til hins vildi eg benda þeim, sem kunna að vera á öðru máli en eg, hve erfitt það oft og tíðum er, að gera sér grein fyrir því að veru- legt mikilmenni sé meðal okkar; sé ein» af okkur, máske sérstaklega ef við þekkjum hann eða hana aðeins dálítið — en ekki nógu vel til þess að sálir okkar hafi orðið samstrauma. Eg þekki þetta af reynslunni. Eg er ekki svo skapi far- inn, að mér sé gjarnt til þess að renna strætin í kjölstraumi þjóðhöfðingja, í voninni um að fá að sjá sverðshjöltu þeirra eða hjálmder leiftra í sólskininu, en eg skal játa það, að mér hefir stundum ver.ið forvitni á að fá að horfast í augu við mikla mcnn, þótt ei væri tiema í svip, og eigi af síngjörnum hvötuni. Mér er það minnisstætt, er eg sá Clemenceau, tígrisdýrið franska í fyrsta sinn, þenna ógnarbíld Evrópu, sem verið hafði. Hann bar það sannarlega ekki utan á sér, maðurinn sá, áð hann hefði þá rétt undanfarið verið voldugasti maðurinn í heim- inum. Stuttur, bústinn, kampsiður og búldu- leitur; eins og gamall og góðlyndur, en hálf- fýldur rostungur, sem vilst hefði norðan úr ís- höfum og óviljandi brölt á land þarna í hita- beltinu. Andlitið bar engan vott tígrisdýrsins. Ekki einu sinni augnaráðið. Eg man líka eftir konun.ni heima á Islandi, einhverri fegurstu og frjóvustu mannssálinni, sem eg hefi kynst. Þeir sem búa í þúsund mílna fjarlægH eiga á- reiðanlega betra með að hugsa sér h?»na eins og hún í raun og veru er í allri sinni dýrð, heldur en sveitungar hetinar, ’seni þegar bezt er, hafa aðeins litið á hana sem hversdagskonu af skárra tæinu; heldur en jafnvel eg, sem hættir svo við að sjá hana fyrst í ljósi barnsáranna, sem móð- urlega veru í sambandi við prjónles og rjóma- sleikju. Fjarlægðin gerir fjölliyt blá og menn- ina mikla. Fjöllin eru að vísu ekki jafnhlá, þegar nær er komið, en þau eru þá oftast líka þeim mttn “skrúðugri og stórkostlegri. Æfin- týraljóminn hverfur Iíka af mikilmennum, er nær kemur; en miklir eru þeir engu að síður, þótt greinilegar sjáist hrjúfari drættir, en á flos- kinnum fornaldarriddara og hetjusöngum og málverkum. * * miðaldaknapa, Þannig er þessu varið með heiðursgestinn okk- ar. Flestir vita og viðurkenna að smámenni er þar ekki á ferð. En yfirleitt hefir samtíð hans en»a grein gert sér fyrir' því, hvílikur afburða- maður hefir verið þar í ferð með henni. Margt hefir hjálpast til þess að glepja sýn um hann. Fámenni allrar íslenzku þjóðarinnar; enn meira fámenni, strjálingur og finangrun þjóðarbrots- ins hér vestra. Og, auk annars, ekki síður að sinum parti, uppeldi hans og æfikjör. Það er sýni- lega svo erfið gáta gáfuðústu og mentuðustu ritfræðamönnum heima á Islandi, að tvítugum sveitapilti, sem aldrei hefir í skóla komið á æfi sinni, skuli hafa tekist að binda slíkan orðaforða í föggur sínar að heiman, að þeir telja það bók- staflega yfirgengilegt, og hann sjálfan sálfræði- legt fyrirbrigði. Vafalaust sunmar marga svo við þessa hugs- un, að þeir voga sér ekki lengra. Þeím hrýs hugur við að leggja til glimu við þá ráðgátu, hvernig þessi ómentaði sveitapiltur, þessi óskóla- gengpii ein.yrki út við sjóndeildarhring víðern- isins vegasnauða, skuli hafa koniist upp á það, sem hann nýlega mintí okkur á um Jónas, “að sitja kvr t sama stað og samt að vera að ferð- ast”. Ferðast svo að hann er víðförulast ís- lenzkt skáld um Jörðina. * ¥ * Þvi að Stephan hefir alstaðar verið. Hann hefir séð Mjöll kóngsdóttur renna upp í föð- urgarði, siglt stríðan beitivind nteð Grími frá Hrafnistu, loðinkinna; lesið í hug Agli á Borg, og sungið Asdísi á Bjargi sorgarbætur. Hann hefir fylgt Noýna-Gesti frá Gjúkungum að hallardyrum Ölafs Tryggvasonar, og stutt Þor- móð úr Stiklastaðabardaga. Hann hefir komið á Golgatha; farið um lukt hlið Péturs og Páls dýflizunnar í Rússlandi, og horft yfir valkesti Búanna í Transwaal. Og Stephan var það sem fylgdist með æfikjörunum hennar Ragnheiðar litlu, og var viðstaddur hennar síðustu stóru stuncl; íslenzkum bókmentum til ómetanlegs á- vinnings og óda'uðlegrar sæmdar. Og hann hefir ekki farið þessar ferðir að erindisleysu. Ríkulega hefir hann miðlað ókkur af fjársjóðum, fengnum á öllum tímum, frá öll- um Iöndum, i verkuni sinum. Þar er ekki sagt frá samhengis- og innviðalaust. Þar nemur ekki staðar við ytri ásýnd aðeins, og þó getur hann meitlað myndir og teglt risaskóga hugmynda sinna á fult eins veglegan hátt og nokkur ann- ar maður. En hann leitar að þungamiðju og insta eðli alls, sem fyrir augun ber. Og innsýni hans og glöggskyggni er ávalt og alstaðar eins. I töfragleri hans sjáum vér allar sálir naktar*, alt frá Nikódemusi að Agli Skallagrimssyni. — En þvi eru líka skáld að þau eru skygn, og yrkja ekki til þess að ríma, heldur greypa þau það er þau sjá of veröld alla, í umgerð rímsins, til endingar, fegurðar og gleggingar, og til þess notar Stephan. aðdáanlea meitlunarlist sína. Auðvitað eru skáld misjafnlega skygn, en ekk- ert /veit eg okkar á meðal svo dj úpskygnt sem Stephan. ¥ * « En skáld eru ekki aðeins djúpskygn. Þau eru framskygn. Spámenn, Og samfara þeirri gáfu fer jafnan köllun hrópandans í eyðimörk- inni. Þegar þjóðin ei“ að sofna yfir matar- gufunni úr kjötkötlunum, eða leggur sig út- tauguð og andvaralaus til svefns, eftir dansinn í kringum gullkálfinn, þá hlymur rödd skáld anna aðvörunarorð um stórviðri Drottins, sem er í nánd. Þjóðin kann þessu vanalega illa, “þessari ending! ekki að lofa útaf dauðw fólki að sofa,” svo eg felli burtu einn staf með leyfi skáldsins. Stephan hefir séð um að fólk sofnaði ekki, hvorki hér vestra né heldur heima á Islandi. Mér hefir altaf fundist hann í ætt við þann, sem honum hefir svo tíðum orðið að yrkisefni, i ætt við Gretti Asmundsson, eldsækjandann; Prómeþeif norrænna manna. “Oð seinna munu málin greiðast vönd Úr myrkur-flækju, af dómgreind hinna spölfu, Og bjart-skygnt fólkið blessa hverja hönd, Sem brá upp skari á tímans rökkur-vöku.” Eg veit að þessi orð rætast á fleirum en mér. Eg veit að þau rætast á öllum ættbræðrum Stephans, þegar tímar líða. — En Stephan er meira en spámaður, óveðraboði og eldsækjandi. Hafi einhver sviðnað við eld- sóknina, þá á Stephan Iyfstein í pússi sínum, og græðir sárin, með kraftaljóðum, þótt ekki sé sú kraftalækning samkyns “Krists-visinda” konunnar, er svo var trúuð, að hún trúði ekki á köttinn, þótt hann æpti, er hAn sté á stýrið á honum. Stephani er farið eins og Mark Twain, hann trúir tilveru kattarins, af því að hann gerir ráð fyrir að mjálmið, rófan og kötturinn standi i sambandi hvað við annað. Með öðrum orðum: Stephan trúir á veruleikann, ekki sízt þegar um lækningar er að ræða. Hann er heldur enginn smáskamtalæknir. Hann er +itt trúaður á kerl- -rngareld og ræfrahégóma hverskyns hindurvitna, og hyggur þá Iæknisdóma betur komna austan vert á Vaðlaheiðina en yfir fúasár meðbræðra sinna. Hann trúir því með Guðmundi Hannes- syni, að “læzt sé að skera”. * * # Þrátt fyrir víðförli sina hefirjeins og hálftærður vonarpeningur, Stephan ekki gleymt ættjörðinni. Þar | eins og nýliðinn á undan fyrstu at- hefir hann tíðast brotið gull úr bergi lögunni. Eistaka maður líka upplits- og borið úr haugum. Aðrir skáld- j djarfur, með sigurbros á vörum og mæringar hafa farið “víkingshönd-1 skWiandi kjark í augunum; sáttur við um um álfuarðinn'! og reitt evróp- guð og tilveruna; sáttur vi£> matar- iska háment í bú, bæði með þýðing- ^ skort, hráslaga og rigningu.' Það eru um og óbeinlínis fyrir þau áhrif, sem þeir, sem hafa fært dreypifórn á alt- þeir hafa orðið fyrir utan að. En t ari vínguðsins, alt frá hinni óbrotnu Stephan. hefir mest gull grafið heima- og kjarngóðu dreypifórn heima- fyrir. I meira en 50 *starfsár hefirl “iðnaðarins”, að hinum dýru, há- hann varið flestum andvökustundum lenzku veigum, með móreykskeimnijm sínum til þess. Enginn hefir sint og torfbragðinu: sælukendur ilm- því verki svo. Grímur Thomsen sniekkur 'frá móður Jörð. — Og landl kemst þar næst; og skortir þó mikið. inn hefir borið sig eftir sínum skerf Hann er þrátt fvrir yfirgripsmikla' af frumburðarréttinum. Enn er og fín,skólaða hámentun ekki jafn- J guði sé lof, ekki útdauður andi nor- djúpfær og vestur-íslenzki Kletta- rænna hetjudáða. f jallabóndinn. ^ ¥ ¥ ¥ * ¥ ¥ | Fundarsalurinn fuUur; öll- sæti, alt Það eru því engin nýnæmis tiðindi, I ^tandrúm út í dyr. Regnið frussar í að Stephan G. Stephansson, eða rétt-J leirpollunum, sveljar á þakinu. Mr. ara sagt kveðskapur hans, hafi verið Fjeldsted kemur á pallinn, nokkuð sterkasta tengitaugin milli Vestur- Islendinga og ættjarðar þeirra í rólegur, sæmilega æðrulaus; talar nokkur orð. Fundur er settur. Mr. austri. Og það er þvi ekki nema' Morrison er kosinn fundarstjóri. Mr eðlilegt að við, sem tilheyrum þessum félagsskap, höfum viljað votta hon- um þakklæti okkar, ljúft og hu^heilt, fyrir alla fjársjóðuna, sem hann hef- ir gefið okkur. Engum finst það meira vandræði en mér, að nokkur hluti þess að inna það þakklætisstarf af höndum, skyldi falla á mig, eftir ásfteðum. Aðeins eitt gerir mér það hærilegt; það er lítillæti heiðsursgestsins; umburðar- lyndi hans og velvild í garð alls þess sem vesælt er, sé orsökin aðeins veik- ur vilji, en ekki illur né falskur. -— Fyrir þessa eiginleika hefir Stephan unnið fleiri hjörtu én mitt, þeirra er kynst hafa honum persónúlega, engu síður en óbilandi kjarkur hans, drengskapur, víðsýni og mannvit. * * * Eg gat þess að Stephan hefði var- ið andvökustundum sínum í 50 ár til þess að brjóta til gulls og ssekja fjársjóðu í hauga. Ometanliega dýr- gripi hefir hann úr þeim fjársjóðum ‘meitlað og rent og fært þjóð sinni að gjöf í báðar hendur. Hann hefir smíðað óþrotlega eins og Völundur. Og hann hefir þegar, eins~ og Völ- undur, lokið við Draupni. I honum er alt sem hann, hefir hngsað hæst; alt sem hann hefir fundið dýpst: ást og hatur, afl og vit; sælusvimi yfir tiUferunni við brjóst Móður Jarðar; þjótandi lífæð og titrandi hjarta heill ar þjóðar; flugmagn að yztu landa- mærum Heims og Helju; Gleipnis- fjöturinn, er tengir ómuna undirvit- undar vorrar við altilveruna frá ei- lífð til eilífðar. — — Níundu hverja nótt — níundu hverja öld —* mun af honum drjúpa annar hringur jafnhöfgur; vaxa af honum háfleygi og andagift, meðan íslenzk tunga lifir — og jafnvel leng- ur — að eilífu, rneðan nokkur mos'á- •vaxinn fræðimaður leggur sig niður við að nema norræn fræði. ¥ ¥ ¥ Kæri Stephan G. Stephansson I Við þökkum þér alla fjársjóðuna. En við skynjum, að án mannkosta þinna hefðu þeir ekki orðið felíkir. Og þeSs vegna þökkurn við þér ekkert síður fyrir, hver þú ert. Þú hefir prýtt svo gullíð sjálfur! Stephan, eins og þú komst svo yndislega að orði um hana “Kurlý” litlu. Tilnefningardagur. Dökkur á svip rennur dagurinn og þungbúinn. Ur öllum áttum streyma menn til Tettlon, þegar fer að ltða undir hádegið. Og jafnsnemma fer regnið að streymá niður. Teulon er eins og mauraþúfa í þrumuyeðri. Gistiþúsið er fult; á svölunum standa þeir þolinmóðir, sem hafa séð sann- færingtinni borgið, en ekki þörfutn líkamans, og tvístíga góðlátlega inn an um lekafossana, sem hripa niður i gegnum svalagólfið efra. Kaffi húsin eru full; ávaxta- og matsölu- búðirnar fttllar. Alstaðar eru menn í hópum, fullir af matarvónum og vonum um kosningasigur. A milli búðanna og hópanna þjóta nokkrir útvaldir; íslenzkir, “enskir”, “Gall- ar”, að stappa stálinu í lofaða liðs- menn; reyna að útvega nýja ; reyna að snúa öðrum frá villunni til Ijóss- ins. Flestir alvarlegir; flestir t spenningi; einstaka í háspennu; föl- leitir, með dreyrroðadepil á hákinn- beininu, og gljáglampa í augunum, Arundel kemur á pallinn; talar nokk- ur orð. Mr.. Aritndel er borgarstjóri i Teulon; er gamall liberal. Mr. Arttn- del líður ekki vel. Mr. Arundel er hár, magur, fölur; eins og gangandi auglýsing fyrir dr. William’s Pink Pills for Pale People; lifandi maga- kvef, klofið í neðri endann. Mr. Ar- undel elskar ekki Islendinga; eng- ann — nema Mr. Felstead. Mr. Morrison getur þess, að nú sé um að gera að koma sér saman; slá Filisteann. Þess vegna hafi trúnaðarmönnum lib. og frams. kom- ið saman um, að bezt væri að hafa ekki aftur í vali þá er ósigur biðu t fyrra, Dr. Gihbs og Mr. Bancroft. Einn af þjónum dreypifórnarinnar æpir fagnaðaróp. Andlitið ljómar af stórhug. Fjórtán eru tilnefndir. Þar á meðal Dr. Gibbs og Mr. Ban- croft. Mr. Bancroft dregur sig í hlé. Dr. Gibbs dregur sig ekki í hlé. Mr. Fjeldsted dregur sig næst- um í hlé. Mr. Arundel dregur sig i hlé; bendir á að Mr. Felstead hafi ekki dregið sig alveg í hlé, Mr. Fel- stead megi ekki draga sig í hlé. Kveðst draga sig í hlé fyrir Mr. Felstead. Mr. Mcllwraith segir það sarna. Dregur sig í hlé fyrir Mr. Felstead. Föðurlandið megi ekki missa hann. “Blót”-maðurinn æpir fagnaðaróp. Mr. Fjeldsted lætun til- laiðast að gefa kost á sér. Er þó likt og í vafa um það, hvernig sumir vin- ir sínir muni líta á sig á eftir. Tekur frant til skilningsauka, að hann sé. ekki einn af þeim, sem séu að sækj- ast eftir “job”-in.u. Heill fóstur- landsins sé sér alt: Mr. Mcllwraith og Mr. Arttndel ertt hrifnir. Mr. Arundel og Mr. Mcllwraith brosa — hvor framan í annan. Good scout, Felstead ! Good Old Boy I , Séra Ivens er “labor”. Séra Ivens tilkynnir að labor vilji ekki liberala. Hafi ekki trú á liberölum. En trú á þrem mönnum úr flökki prógres- síva. Hverjum? Hver veit? Séra Ivens er gamall og dulur eins og Sfinxin. Einn Bancroftiti þýtur upp og vill að Mr. Bancroft gefi kost á sér fyrst dr. Gibbs dragi sig ekki í hlé. Mr. Rancroft stendur upp; segist ekki gefa kost á sér, úr því að svo hafí verið ráð fyrir gert. Margir vona aS Dr. Gibbs hrærist og dragi sig í hlé fyrir Mr. Líndal, sem hefir tiltrú fleiri liherala en Dr. Gibbs. Nei. Dr. Gibbs dregur sig ekki í hlé. Dr. Gibbs elskar ekki Mr. Líndal; elskar ekki Islendinga; elskar ekki einu sinni flokkinn. Dr. Gibbs elskar sjálfan sig. Dr. Gibbs kveðst vera ntóðgaður. Dr. Gibbs kveðst eiga heima í kjördæminu. Menn eigi ekki að fara út fyrir kjördæmið. — Blót- maður æpir fagnaðaróp. Dr. Gibbs kveðst hafa barist fýrir föðurlandiö í þrjú ár; harist fyrir þingheim. Nú eigi þingheimur að launa sér baráttun/a. Bancroftítar verða há- værir. Fair Play! Mr. Tanner legg- ur til að Mr. Bancroft gefi kost ú sér með samþykki þingheims. Þing- heinuír samþykkir. Mr. Bancroft gefur kost á sér. Þingheifnur húrrar. Blótmaðurinn æpir fagnaðaróp. Mr. Arundel og Mr. Mcllwraith æpa ekki fagnaðaróp. Mr. Felstead er nærri. Og þeir eru vel upp aldir. Mr. Mc- Ilwraith og Mr. Arundel láta sér nægja nð hrosa — hvor framan í ann an. Good old bird Bancroft. Good old Bancroft. Sex einir eftir. Mr. Summerscale

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.