Heimskringla - 11.08.1926, Blaðsíða 7

Heimskringla - 11.08.1926, Blaðsíða 7
WINNIPEG 11. ÁGÚST 1926. HEIMSKRINGLA 7.BLAÐSIÐA. Þjóðfélagsmentun og réttskapur. (KveSja til gagnfræöinga 30. maí 1925.) Eftir Sig Guðmundsson skólastjóra. (Tekiö upp úr ársskýrslu gagnfræða- ' skólans á Akureyri, fyrir veturinnl924—25.) I. “Right and wrong may be near neighbours, yet the line that separates them is of an awful sacredness”. John Morlcy. Einkunnarorö í ritgerö um Winston . Churchill í “The Mirrors of Downing Street by a Gentleman with a Duster”. Vér lifum sem kunnugf er, á ægi- legum umbrota- og byltingatímum. Stríðinu er, að sönnu, kallaö lokið. En hernaðar-andinn er þjóöunum runninn í merg og bein, sem eölilegt er. Vera heföi átt vorkunnarlaust að sjá fyrir þær afleiöingar ófriðarins. Striösandinn ólgar út á við, í viö- skiftum þjóöa óg rikja. Hann ógn- ar innantands í viðureign flokka og stétta. “Loft alt er lævi blandið’’ af þjóöa- og stéttahatri, undum og böli, er stafar af slíkri styrjöld og róstum. Og rnargir hinir mestu á- gætismenn óttast, að menning vor sé nú hættulega veik. “Allur heimur er andvaka, farinn aö kröftum, þjáist,” ritar'ítalskur sagnritari, Ferrero, í byrjun þessa árs, og hann heldur á- fram: “Tvær tilfinningar stýra í dag veröldinni: hatur og hræðsla. Ríki og stéttir hata hvert annað. Þau eru óttafull, af því aö þau hata. Italir, Englendingar, Frakkar, Þjóöverjar, Slafar, Grikkir, Tyrkir, Kínverjar og Japanar, Múhanieösmenn og Kristn- ir hafa aldrei litiö hverir aöra svo ógnandi augum, þrungnum tortryggni og heift.” .....' “Aldrei hafa veriö svo margir peningar i veröldinni sem nú, og aldrei hefir mönnunum liðið ein? illa. Auðæfum jarðarinnar hef- ir aldrei verið skift meir af handa- hófi, og aldrei hafa þau valdiö meiri þjáningum, og það öllum. hvort sem þeir errf auðugir eða fátækir, ljúf- lingar gæfunnar eöa olnbogabörn hennar. Enginn auömaöur um víð- an heini getur verið öruggur um að halda því sem hann á. Ekkert ríki í fimm heimsálfum getur treyst þegn- um sínum og stofnunum. A vorum dögum vill enginn hlýða, allir vilja skipa. Allir hafa mist rósemd sina, jafnlyndi og hamingju, auðmaður og snauður, bóndi og bæjarbúi, þjónn- inn og húsbðndi hans, vitringar og fávísir.” Þetta er ekki álitleg lýsing á mann legum kjörum Qg bróðurlegu skipu- lagi, eins og það gerist á vorum dög- um i meginlöndum heims. Samt er .þessi Itali alls ekki bölsýnn. Hann hyggur, að óeirðir og hatur, mann- fall og blóðrás meðal þjóðanna þoki mannkyninu að dýrmætu markmiði: bandalagi allra landa jarðarinnar. Viðburðir og saga seinustu alda sýni, aö mannkynið sé á leiöinni til al- heimsríkis. Fjandskapur og hatur flytji það að sama mikla áfanga- staönum, sem bróðerni og kærleikur. Ymsir rithöfundar sem um sama efni ræða, eru ekki svo vongóðir. Skemti- kvöld eift t vetur rakti eg fyrir yður efni í bækling einum nýútkomn- umA er heitir “Icarus or the Future of Science” eftir Bertrand Russell. Þið munið, að þessum merkilega Breta leizt illa á bliku, sem nú væri á lofti yfir vestrænni siðmenning. Hann leiddi að því rök og stað- reyndir, að sú hætta vofði yfir, að visindin yrðu henni að aldurtila, eins og þau væru hagnýtt á vorum tímum. Og Russell virðist telja það ákjósan- legast, úr því sem gera sé, að menn- ing vor liði undir lok. Það mun og eigi tilviljun, að sú kenning gýs upp nú, að hver mikil menning sé sem einskonar lifandi skapnaður, sem biöa hljóti sömu örlög, sem hver lifi gædd vera: að hrörna, eldast og deyja. Þessar lýsingar og skoðanir manna sem rannsaka og hugsa, sýna skýrt, að nú þykir sumum beztu og vitrustu sonum stórþjóðanna þunglega komið : I högum og horfum ættlands þeirra. Slíkar kenningar eru stunur undan þjóðasárum og þjóðarneyð, hugsanir sprottnar í blóðugri moldu. Eigi er óliklegt að slíkar raddir veki athygli vænlegra æskumanna á alvöru þeirra þrumu-tíma, sem þeir alast upp á og lifa á beztu þroskaár sin, glæöi í brjóstum þeirra ábyrgðartilfinning og drengilegan áhuga á þjóðarmál- um. Æskan er lifandi framtíð, sem skapa á sjálf æðri framtið, heldur en meinum og misgerðum hlaðna sam- tið. Ef til vill þykir súmum slíkt lítið koma við islenzkum æskulýö. Hér sé öðruvisi ástatt en i löndunum miklu fvrir handan höf. Nokkuð er hæft í þessu. Þjóð vorri liður í bili lík- amlega vel, svo aö henni hefir senni- lega aldrei betur vegnað. Og hér hafa litil uppþot gerð veriö, að minsta kosti ekki svo, að í frásögur sé færandi, ef miðað er við útlend tíðindi í þeim efnum. En — myndi frumvarp stjórnarinnar um ríkislög- reglu ekki hafa sprottið af ótta við að nú sé íslenzkum þegnum ekki treystandi til sömu hlýðni við lög og valdaskipanir sem áöur? Og lands- málabarátta vor færist nú, þétt og sigandi,1 í sama horf, sem hún fyrir löngu er í komin með erlendum þing- ræðis-þjóðum. Svo ritar Italinn, sem eg áöur vitnaði í: “Þjóöir og stéttir þjóðfélagsins krefjast réttar og rétt- lætis, eins og allar mæltu þær á sömu tungu . En enginn skilur annan, af því að hver einstakur skilur á sína vísu rétt og réttlæti.” Síðan um 1840 til 1918, hefir þjóð- málabarátta vor verið réttar-stríð út á við. Síðan hefir sóknin snúist inn á við, gerst æ meir réttinda-barátta milli stéttanna. Um rétt og réttlæti verður á vettvangi stjórnmála vorra hildur háð. Myndu aðiljar í slíkum deilum hér skilja betur hver annan, en þeir hafa erlendis gert?. Þetta má ekki skilja svo, sem fleira skapi ekki skoðanamun í stjórnmálum. En baráttan um éfnalegt réttlæti — þ. e. skifting fjárafla, auðs og hlunninda og opinberra gjalda milli einstaklinga og stétta —: veldur þar mestri heift og ofsa. Af ástæðum, sem hér yröi of langt að rekja, eru eigHíkur til annars, en. að þau Hjaðningavíg harðni enn um langan aldur. Það er því eigi laust við rosaský á stjórn- málahimni vorum um þessar mundir. F.n rosalegur himinn er oft hress- andi. Þótt hættur og annmarkar fylgi þessu stríði, er það, að sumu leyti, heilsusamlegt. Það fullnægir sterkri þörf ýmissa ntanna, dregur af mörg- um slenið, brýnir karlmensku og krafta, bæði minni og meiri háttar oddvita í hersveitum þeim. En saga lands vors og athugun á þrótti og þoli vors fáliðaða þjóðfélags sýna, aö heiftúöugur flokka- og stéttadrátt- ur getur dýr orðið ríki voru hinu unga og óstyrka. Ríður á að muna vel uppeldisáhrif þessarar baráttu. Þau eru mjög komin undir þeim, er mest hafa sig i frammi á vígvellin- um, hvort sem hann er blaðadálkar, ræðupallur eða annar staður, þar sem fortölum er beitt, að þar sé sótt og varist af ást á sannleik og réttum rökum. Hirðuleysi eða ófyrirleitni í þeim efnum horfa til lýðskemdar og siðspillingar. Arangur þessa alda- langa bardaga fer á hverju tímabili eftir skilningi þings og þjóðar á fé- lagslegu réttlæti, hlýðni við boðorð þess og hversu örfa tekst yrkjandi stárf. Skiftir því miklu að hverri vaxandi kynslóð sé veitt það uppeldi og sú mentun, er bezt eflir stjórn- málavit þjóðar vorrar og félagslegan þroska. II. V_. Almennur kosningaréttur gerir oss öll, konur og karla, að stjórnmála- mönnum. Vér erum í rauninni öll ráðherrar, vér berum öll stjórnmála- ábyrgð, höfum öll veg og vanda af kjörum niðja vorra, að því leyti er hver lifandi kynslóð fær á slíkt ork- að. Ætla mætti því að ríkinu væri urn fátt annara en efling stjórnmála- vits og siðferðilegs stjórnniálaþroska. Lög og venjur gera 10—14 ára nám að skilyröi þess, að mönnum sé trú- aö fyrir störfum, er sízt veltur meira á en meðferð kosningaréttar. A það helir veriö bent fyrir löngu, hve und- arlegt væri, að menn verðu mörgum árum til undirbúnings fyrir skósmíð, en engum til nárns á svo mikilsvarð- anda vandastarfi sem lagasmið. Smið ur hefir sagt mér, aö sjaldan græddu menn á að fá ólærða smiöi til að- stoðar við húsagerð, þótt goldið væri þeim lægra kaup. Ætli þjóðfélag og ríki hagnist að sínu leyti meir á fá- kunnandi kjósöndum, þótt fé sparist á slíku til kenslu og stjórnmálament- unar. Nú getur slíkur samanburður verið viðsjáll. Ef til vill verða iðnir þær, er eg nefndi, og eigi meiri hluttaka í stjórnmáluni en notkun kosninga- réttar alls eigi bornar saman. Eigi er óhugsandi, að venjuleg skólament- un veiti þjóðfélaginu nauðsynlegar tryggingar, eða að minsta kosti þá trygging, sem í bráð er kostur á í þessum efnum. Þessar hugleiðingar sveigja til at- hugana á áhrifum skólanna á félags- lega þróun og stjórnmála-þroska. skólar auka kunnáttu og starffærni. A það eigi heima i félagsniálum um slíkan vaxtar-auka, sem Russell hélt fram i áðurnefndum ritlingi um menningar-gildi vísindanna og upp- fundningar þeirra, að hann sé góður, er rétt er stefnt, iliur, er rangt er stefnt? Og nú kem eg að því — ef til vill eftir oflangan formála, — er eg vildi hér rætt hafa: Veitir skólanám nokkra trygging þess, þér nemendur, er eg skil nú nauðugur við, að stefna yðar í þjóðfélagsmál- um verði. réttari, heldur en ef þér hefðuð aldrei hingað komið'? Og hvað gætu skólar gert meira því til tryggingar? Og við þetta bæti eg annari spurningu: Hver er mestur sigur er þér fáið unnið á hólminum þeim? Eg reyni að haga þannig svörum, að yður vaxi örlítill skiln- ingur á, hvað þér eigið sjálfir hér í húfi, og Jivað fósturjörð yðar á hér í húfi um ráð yðar og afskifti af málefnum hennar, þróun og gengi. III. Virðum fljótlega fyrir oss, pf hvaða hvötum og ástæðum menn yf- irleitt ljá stjórnmálastefnu fylgi sitt. Eg hygg slíkt eigi óvænlegt til að glöggva sig á þessum spurningum. Hvað ætti að ráða því, hvar þegn- ar ríkisins skipa sér undir merki í málum þess? Hvað sýna hugsjónir vorar um slíkt? Stjórnarskrá vor skipar dómurum að dæma eftir lögunum. Það er auð- sætt skilyrði réttdæmis, að dómari kunni lög og rétt og vilji dæma rétt, að hann sé óhlutdrægur, fari hvergi eftir geðþótta sínum eða óskum í því, hver aðili beri sigur úr býtum. Hver kjósandi er dómari um stefn- ur flokka, er hann “greiðir atkvæði uni. Hann á, sem dómendur, að fara eftir lögum; þ. e. þeim lögum, er þroski þjóðfélagsins lýtur, má þar, í raun réttri, ekki fremtir en dórnari, fara eftir óskum sínum né persónu- legri samúð með flokki eða'foringja. Auðvitað verður hann að kunna skyn á slíkum vaxtarlögum og má ekki hlutdrægni beita. Hugsælega réttur kjósandi er ekki frjálsari að atkvæði sínu heldur en dómari. Báðir lúta þeir, hver á sína yisu, æðri lögum heldur en tilfinningum sínum og geðslagi. En ef snúið er úr veröld hugsjón- anna og svipast um í raúnverulegum stjórnmála-deilum, sést, að fáa getur slíka kjósendur. Þekking vor á vaxtarlögum þjóðanna er og hræði- lega ófullkomin. "Það er nú heimsins þrautarmein. að þekkja hann ei sem bæri,” sannleikann. . í þessum mikilsverðu efnum. Og sorglega fáir á stjórn- mála-sviði gagnþrungnir anda hans. Fjöldinn hugsar lítið um stjórnmál. Ymsir taka niikinn þátt i stjórnmála- sennum, þótt þeir viti lítt, hvað um er barist. Þarf og eigi lengi að fást við atkvæða-veiðar, áður en komist er að raun um, að fiskivænlegra er einatt að þekkja margan kjósandi heldur en þekkja mál þau eða stefn- ur, er um er kosið. Vígorð og alls- konar veiðibrögð, mega sín oft meir en rökstuddar fortölur. Ekki er alt- af líklegast til sigurs það þingmanns- eða fulltrúaefni, ,er fer með rétt rök og reyndir, heldur en hinn, er bezt kann tökin á fjöldanum. Því er flokki eða stjórnmála-manni það oft ekki sigurVænlegast, sem alþjóð er heillavænlegast. Er og alkunna, áð menn skipa sér í flokka og aðhyllast þjóðmálastefnur eftir því, hvaða flokkur eða stefna vinnur mest gagn hagsmunum stéttar þeirra, en ekki rikis eða lands alls. Utanlands finn- ast mörg dæmi þess, að sumir verka- menn gerast ihaldsmenn, þá er þeir sjálfir verða vinnuveitendur, þótt áð ur væri þeir jafnaðarmenn. Félags- skapur ræður og stundum nokkru i þessu efni. Sumir skifta um stjórn- mála-stefnu, er beir lenda i nýjum félagsskap. Geðslag sumra skapar j þeim og skoðanir. Af þessu stafar I það. stundum, að sumir eru íhalds- : menn á efri árum, en frjálslyndir og j^framsæknir fyrri hluta æfi. Hluttaka : í 'stjórnmáíum er yfirleitt skýrt dæmi þess, hversu þvi fer fjarri ,að vits- munir stýri ^ráði voru og stefnu. Það er því raunalegt ósamræmi í milli þess, hvérsu mjög þjóðunum ' veltur á meðferð kosningaréttar, og hversu með hann er farið. Er það ekki hörmuleg tilhugsun, hversu margir kjósendur eru verkfæri í ann- ara höndum, eins og penninn. sem rtt- að er nieð, eða stimpillinn, sem kos- ið er með? Eigi er það pennans sök né pennans verðleikar, hvort með hon- um er í letur sett lausungarhjal eða speki þrungið mál. Eigi ósvi^að virð ist vera háttað ábyrgð þeirra, sem gerast, sér óafvitandi og án vilja síns, kosninga-tæki annara. Hverja ábyrgð bar Höður á falli Baldurs? Ber dáleiddur ábyrgð á verkum, sem hann geri að dávalds boði'? Með einskonar dáleiðslu er mörgum kjós- öndum stjórnmálatrú þeirra í- brjóst blásin, henni í þá lætt. Dómgreindar- laust og án sjálfstæðs vilja og án sjálfstæðrar hugsunar fylgja þeir annara vísbending. Að eðlisfari, upp- eldi og rnentun voru þeir þannig úr garði gerðir, að þeir hlutu að lenda i stjórnmálalegum þrældómi. Yfirleitt er heilbrigð hugsun fágæt- ari í stjórnmálum en i ýmsum öðrum efnum. En heilbrigða kalla eg þá hugsun eina, sem getin er af sama anda sem hugsun. göfugs vísinda- manns, er sannleik þráir og sannleik svo máttug og holl, sem fósturjörð vorri er nauðsyn á. Kemur nú að annari spurningunin, hversu skólar geti hlynt meira að landsmála- þuoska, en þeir gera n-ú. V. Forvígismenn aukins latínu-náms kveða nám í mentaskóla undirbúning undir háskóla-lærdóm. Eftir því verði að haga skipulagi og kenslu í mentaskóla. Háskólanám st aftua' undirbúningur undir tiltekna stöðu og stundum undir vísinda-iðkun. Pró- fessorar vorir segja sennilega, að eft- ir því verði að skera og skapa kenslu í fræðigreinum háskólans. Tvent er það, sem þessum vísdómi gleymist: að ekki væri úr vegi að búa menn undir að lifa lífinu og taka á 'Tieillavænlega vísu þátt í stjórnar- og félagsmálum. Hvort- tveggja er mikilsvert, hvorutveggja fvlgir mikil ábyrgð og' mikill vandi. “Kenn þeim un,r'i þann veg, sem han^ A ->ð ganga,” segir í postulleg- um fræðum, og hefir Iöngum þótt spaklega mælt. Myndi þjóð vorri vanþörf á, að ungutp sonum hennar væri veitt nokkur leiðsögn um, hversu finna ber réttan veg i stjórnar- og félagsmálum ? Einn samkennari minn syðra sagði eitt sinn við mig, að fnrða væri, hversu kennurum gleymdist að leið- beina nemöndum um margt. Eigi sæt- ir hitt minni furðu, hversu tekst val á námsgreinum. I skólum vorum flestum eiga nemendur að vita helztu ár á Islandi, og lasta eg eigi slíkt. En myndi þó eigi riða meir á, að vita deili á stjórnarfari voru, löggjöf og þjóðarhag? Eg fæ ekki varist að benda á uppeldilegan mun, sem er á þessu tvennu. Kunnátta á vatna- og fljótanöfnum er ófrjó, hvetur ekki til hugsunar sem fróðleikur á andstæðum stefnum og öndverðum skoðunum í stjórnmálum. Myndf stjórnar- og félagsmálum svo mjög á annan veg farið en öðrum efnum, að eigi þurfi á þeim þekkingar, ef fást á við þau að gagni eða dæma margir áhuga á stjórnmálum. En sá er gallinn á, að þeir hallast þar að stefnum og -skoðunum sorglega fyr- irhafnarlitið. Sumir tigna þar guði feðra sinna og berjast fyrir • sömu trú, sem þeir halda, og spyrja sjálfa sig aldrei um réttmæti hennar og rök. Aðrir lesa tvær eða þrjár bæk- ur eftir útlenda höfunda. Slíkt næg- ir þeim til að gerast ákafir fylgj- endur kenninga þeirra og boðskapar. Þeir leggja ekki á sig það erfiði að kynna sér gagnstæðar kenningar. Slík vinnubrögð eru vel valin til að venja menn á andlegan lausalopahátt, dæma og deila urn efni, er þeir hafa litla þekkingu á. Skólunum ber skylda til að varna slíku. Mér hugkvæmist ein mótbára gegn skólakenslu i þjóðfélagsfræðum: að kennarar beittu áhrifum sinum til stuðnings sérstakri stjórnmálastefnu- Sizt skyldi slík tilsögn temja nemönd- um eftirhermur páfagauksins. Þótt oss kennurum verði með rökum margt til foráttu fundið, gegna þó flestir i sveit vorri samvizkusamlega starfi sínu. Eg hvgg því eigi. ástæðu til að óttast, að kennarar misbeittu hét valdi sínu og kunnáttu, enda færi slíkt eigi leynt. Mér er spurn: Hvort er betra að menn með embættislega á- byrgð fræði í alvarlegum kenslu- stundum nemendur um þjóðarmál og skýri þau fyrir þeim, eða ábyrgðar- lausir æsingamenn úr einhverjum flokkum séu látnir um þá hitu? Mér virðist eigi vafi leika á svari. (Niðurl. næst.) girnist, hverju verði sem hann er Þau rétt °S trúlega? Þrpski þjóðar vorrar og vöxtur fer, að eigi litlu, eftir dómum sjálfrar hennar keyptur, hvort sem hagsmunum vor- um eða óskum kemur betur eða ver. Hugsun, sem rennur af annari rót. um l>essi efni- með ö*rum orðttm eft- en sannleiksást, kveikir seint eða ! ir Þvi- hvaSa sko«anir siSra 5 Þa« það skifti. Verzlunarmenn Vestur- snentma villi-elda eða villi-ljós. IV. Víkjum nú að áhrifum skólanna á stjórnmálalíf vórt og stjórnarfar. Hér er örðugt að svara. ^Hlutdeild skólanna í vexti þjóðar vorrar er yf- irleitt "terra incognita”, eður ókann- heims skilja vel, hve mikið þeir eiga undir áliti kaupenda á vörum þeirra. Auglýsingalist þeirra er við brugðið fyrir, hve vel hún hæfir mark. Rík- intt þarf að skiljast, að farnaðttr þess er kominn undir sigri þjóðhollra skoðana , eigi stður en gengi ið’n- rekenda fer eftir, hversu honum tekst, að svið. Torvelt ntun að sanna, að meg einhverju móti, efling sér hollri skolagengnir menn séu minna en ó- sk0gana 4 varfringi sínum og vand skólagengnir á valdi hagsmuna sinna, skapsmuna og hvata^ Og oss hættir til þess, öllum, að gerast nokkurskon- ar málflutningsmenn. En sennilega verða þó flestir á eitt sáttir um, að minni værtt afrek Alþingis á vorri frægsiu um stjórnmál og þjóðmeg- ttngu öld, ef vér hefðum engan átt j unar]eg efni_ Rr Veitt færi á því í búnaðar- né gagnfræðaskóla. Og kjörfrjálsum kenslustundum, þar sem virkni. I menningarlöndtim örlar nú á skilningi í þessum efnunt. I sjálfu Rússlandi er nemönditm i æðri .skól- um veittur kostur á viðtali eða þess ber að minnast, að enn hefir fjöldi landsbúa lítillar eða engrar mentunar notið, umfram það, sem krafist er til fermingar, og kröfttm< þeim slælega eftir gengið. En annað má nefna: Þótt alstaðar séu baga- legir brestir í stjórnmála-kerinu, ntvndi þó samt eigi sú verða raunin á, að meiri sé stjórnmálaþroski og betra stjórnarfar, þar setn mentun landsbúa er tiltölulega góð? Beri menn saman Rússland og Danmörk. Alþýðumentun Dana er víðrómttð. Með þeim er stjórnmála-barátta að tiltölu friðsantleg, allir flokkar skift- ast á um meðferð valds og ráðherra- dóms, og engin stjórnbylting skelfttr í lofti. Mentun lægri stéttanna eyk- ur þeim djörfung og færni, svo að þeim sækist betur róðttrinn fyrir réttindum sínum og þörfttm, og kem- ur slíkt alþjóð að gagni. Dæmi Rúss- lands og stjórnarfarslegt hlutskifti sýnist styðja það raunalega skýrt, að ekkert sé þjóðttnum eins dýrt og and- legt myrkur. Það er áreiðanlega rétt sent eitthvert blaðanna hafði nýlega, eftir Verner v. Heidenstam, að “skríllinn þarf að hverfa”. Það er þvi ætltin mín, að vér fær- um mun ver með þingræði vort og lýðræði, ef ei'gi nyti skóla vorra við. Hefi eg þá svarað fyrstu spurning- unni, að því er mér er unt. Annað mál er hitt, að agalega mik- nemendur geta ráðið, hvað t er farið af efnttm, sem~~þeir hafa áhttga á og út undan verða í skólanttm. Segir svo í alkttnnu timariti þýzku, er eg hefi þenna fróðleik úr, að stjórnmála- legt uppeldi sé ríkis-nauðsyn.. Ríkið þurfi að skatta, svo það þrífist fjár- hagslega. Eins þarfnist það uppeldis þegnanna til ríkis-hollustu (Staaðs- gesinnung), svo að það fái þaðan siðferðilega stoð og stuðning. I Vestitrheimi telst þjóðmegunarfræði til alntennrar mentunar, að því er segir í dönsktt tímariti. Og þess er þar óskað, að sú skoðun ryddi sér til rúms í Danmörku. Það sé fráleitt, að verkfræðingar og búfræðingar o. s. frv. hafi ekki snefil af þekking á þjóðmegunarfræði. Enskir rithöf- undar telja nauðsyn á glæðing þess, er þeir kalla "the sc^se of the state" eður skyn á ríkisþörfum og ríkishag. Eigi ntyndi oss Islendingunt minni þörf á að skerpa slíkan skilning, þess ari fántennu þjóð, sem er ekki nenta tæpt hundrað þúsuntja. Að því kemur, að þjóðfélagsfræði verður gerð námsgrein í' skólum, og henni skipaður virðnlegur sess. Til- raunum slikrar kenslu ntá eigi með nokkru móti skjóta á frest. Slík nántsgrein færir skólana nœr lífinu, en ekki fjcer því, eins og aukið nám steindauðrar tungu. Ef vel- væri á haldið, yrði slík kenslugrein hin Verðlaunafregn. Ymsum mönnum hér í bæ er kunn- ugt um það, að Mr. Alexander Mc- Gill hafði í smíðum í fyrrasumar rit- gerð um verzlunarviðskifti Islend- inga og Breta. á fyrri öldum. En síð- astliðið haust skyldi keppa um verð- lattn þau er nefnast Robert Locke Brcmner Memorial Prize og átti að veita tvenn jöfn verðlaun fyrir rit- gerðir um eitthvert efni úr sögtt Norðurlanda. öldungaráð háskólans í Glasgow veitir verðlaunin. Kvað það upp dóm sinn 21. f. m. og hlutu þau verðlaunin Mr. McGill fyrir rit- gerð þá er að ofan greinir og nefnist The English in Iccland, en hafði ein- kunnarorðin “Eldgamla Isafold”, og Miss Annie W. Cameron, M. A., Ph. D., fyrir ritgerð, er hún nefnir- The Orcadcs of T'orfœus. Mr. McGill varð fyrst kunnttr hér á landi fyrir bækling sinn The In- dependcnce of Iccland, sem út kom árið 1921 og þá var rækilega getið t Vísi, en kunnastur hefir hann orðið almenningi hér fyrir greinar sínar í Eimreiðinni. Hann hefir hin síð- ari ár ritað fjölda margar greinir um íslenzk efni í skozk blöð og tímarit, og allar innblásnar af frábærum hlý- leik í okkar garð. Flestar eða allar hafa greinar þessar verið alþýðlegs eðlis, en þó eru þær fullar af skarp- legum athugunum. Langflestar hafa þær birzt í hinu ágæta mentamála- blaði Skota, Scottish Educational lournal, og í blaði einu, Columba, sem káþólskir menn gefa út í Glas- gow. Það er enginn vafi á því, að hér er fjöldi manna, sem samgleðst Mr. McGill yfir heiðri þeim, sem honum ið vantar á, að áhrif skólanna á j trinsælasta, og er slíkt eigi lítils virði. stjórnmála-þroska þjóðar vorrar séu; Ungir námsmenn og fjörugir hafa | hefir hlotnast með því að vinna .j | þessi verðtaun, enda er ekki örgrant að við verðum þess heiðurs einnig aðnjótandi að nokkru, þótt óbeinlini sé. Slíkar verðlaunaritgerðir draga að sér athygli og jafnframt einnig að þvi, sem þær fjalla um. Það er ekki efamál, að marga þeirra, sem lesa þessa verðlaunaritgerð, mun langa til þess að kvnnast sögtt okkar betur. Það mun líka vera ætlun höf- undarins að halda viðskiftasögunni áfram alt fram á þenna dag, þegar hentugleikar leyfa. Er gott til þess að vita, að bæði Verzlúnarráð Islands og brezki konsúllinn hérna í Reykja- vík skildu það frá upphafi, að hér var ekki um hégómamál að ræða, og veittu Mr. McGiIl bæði Jivatning og stuðning við rannsóknir hans. Þeim hlýtur að veræ það sérstakt ánægju- efni að sjá nú, hver árangurinn hefir orðið. -Vísir.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.