Heimskringla - 25.08.1926, Side 6
ÍLuVÐSIDA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 25. ÁGÚST 1926.
Spánska Peggy.
Þegar Anna seinna um kvöldið heimsótti
Peggy, til þess að mæla hana, varð Peggy yfir-
máta glöð. Seinna talaði hún um þenna mark-
verða viðburð við Antywine, þegar þau voru úti.
I áheyrn Sally töluðu þau aldrei saman. Og svo
urðu hátíðleg kvöld í greiðasöluhúsinu, þegar
Peggy lærði hjá Önnu að sauma kjólinn vel og
myndarlega eftir tízkunnar siðum. Þa’ð tók lang
an tíma að ljúka við kjólinn, en ásamt því að
sauma, kendi Anna henni að spinna og prjóna.
Meðvitundin um að hún var eins og aðrar stúlk-
ur, myndaði sjálfstraust hjá Peggy, og nú var
alment sagt, að þó hún vær-i ekki fögur, væri
hún samt aðlaðandi.
Það eina, sem Peggy vildi ekki skilja við
sig voru eltiskinnsskórnir, sem Antywine saum-
aði handa henni, og í staðinn prjónaði hún sokka
handa honum 6g fóstra sínum.
Sally neyddi Peggy til að sópa og þvo húsið;
sem alljafna var mjög sóðalegt; já, svo sóðalegt,
að Shickshark hafði ekki séð nokkur Indíána-
býli svo óhrein.
Skólasystur og bræður Peggy fóru nú ao
verða alúðlegri við hana, en hennar spánska
eðli kom henni til að vilja vera út af fyrir sig.
Hún stundaði námið af kappi, og var fremst í
sumum námsgreinum, svo Minter Grayliam sá,
að ef hún héldi þannig áfram, yrði hún innan árs
búin að læra alt, sem hann gæti kent henni.
Antywine hafði aldrei gengið í skóla, og þó
hann væri nítján ára, kunni hann ekki að lesa.
En á hinum björtu vorkvöldum kendi Peggy hon
um það. Á miðri leið ofan í dalinn voru margir
stórir steinar, sem mynduðu einskonar kofa, og
þangað fór Peggy með stafrófskverið sitt, og
þangað kom Antywine til að læra að lesa, á
hverju kvöldi.
Mánuður leið eftlr mánuð, og ekki kom
* Pedro Lorimer aftur, svo Shickshack varð örugg-
ari. ‘‘Ungu hvítu mennirnir eru vinir mínir og
hjálpa mér; hinn ungi Abe Lineoln er eins sterk-
ur og þrír Pedro Lorimer, og hendi hans mun
varðveita mig.”
Á hverjum sunnudegi prédikaði faðir Mahala
Cameron í skólanum, og allir komu til að hlusta
á hann. Sumarið var byrjað, og þá byrjuðu
heræfingar ungu mannanna. Antywine var einn
af nemendunum, en Shickshack stóð og horfði á
æfingarnar. Alt af höfðu piltarnir frá Grove
brennivín með sér, og gáfu hinum piltunum í
New Salem. Antywine sá að Lineoln smakkaði
aldrei einn dropa, og þess vegna neitaði hann
líka að bragða á því.
Á kvöldin safnaðist gamla og unga fólkið
saman, það eldra til að vinna, hið yngra til að
leika sér. Þar eð Sally kom aldrei á samkomur
kvenfólksins í bænum, voru þau Peggy og An-
tywine heldur ekki á þessum samkomum; en
allir litu með aðdáun á Peggy. sem nú var qrðin
kvenleg fegurð, og á unga beinvaxna piltinn og
hinn góða fóstra hans.
Á haustin, þegar ungu stúlkurnar fóru í
skóginn til að tína ber, var Peggy alt af með
beim. Þegar þ*er komu heim á kvöldin, þreytt-
ar en með fullar körfur af berjum. sáu þær mörg
tjöld í nánd við mylnuna. Það voru bændurnir
sem komu með kornið til að fa það malað, og
urðu sumir að bíða lengi.
Lestrarnámið var nú endað hjá stóru stein
unum. Abraham Lincoln átti nú að fara til að
mæla land, og Antywine átti að vera aðstoðar
maður hans.
“Eg læt bókina í töskuna mína,” sagði hann
við Peggy, þegar han nætlaði að fara, “og eg
vona að Lincoln hjálpi mér ögn.”
Peggy var afar sorgbitin.
“Viana Rutledge sagði um daginn í skólan-
'um, að þú værir fallegasti ungi maðurinn í New
Salem.”
Antywine varð sjáanlega glaður.
‘‘Þú veizt r að eg er fremur stór,” sagði
hann.
“Álítur þú Viana vera fagra?” spurði Peggy.
“Já.”
“Hún er fallegasta stúlkan í skólanum, er
það ekki?”
“Já, það er hún.”
Augu Peggy fyltust tárum, en hún þurkaði
þau strax burtu, sneypuleg yfir því að hafa sýnt
vonbrigði sín.
Antywine leit á hana.
‘‘Hvers vegna grætur þú, góða?”
“Mig verkjar í fætinum,” svaraði hún.
“Þú hefir reynt að ganga hækjulaust aftur,”
sagði hann með samhygð.
“Já, dálítið.”
“Bíddu; eg skal bera þig heim.”
“Nei, þú færð ekki leyfi til þess; ef bróðir
Mahala Cameron væri hér, þá gætuð þið búið
til stól handa mér; hann gerði það um daginn
ásamt tveim drengjanna frá Clarys, og svo hlupu
þeir með mig, þegar við lékum Indíána.”
“Það hefðu þeir ekki átt að gera,” sagði
Antywdne gramur. ‘‘Þeir hefðu getað dottið og
þú meitt þig um leið.”
“Nei, nei,” sagði Peggy og hló. “Og svo
er hann svo laglegur piltur, með fallegar rauðar
kinnar.”
“Ef eg hefði rauðar kinnar, skyldi eg rífa
skinnið af andliti mínu; en.máske þér líki rauðar
kinnar?”
“Ó, já, mér þykja þær eins fagrar og Viana
Rutledge.”
“Viana,” sagði Antywine alvarlegur, “er!
ekki nærri því eins falleg og þú, og hún kann j
heldur ekki að hegða sér jafn yndislega.”
“Þér finst þá að eg læri góða siði,” sagði
Peggy alúðlega.
‘‘Já, þér fer fram með hverjum degi.”
‘‘Heyrðu, Antywine, eg hefi fallegt epli i
vasa mínum; viltu sneið af því?”
“Hefir þú fengið það hjá Cameron piltinum?’
“Nei.”
“Þá hefir Grove pilturinn gefið þér það.”
“Nei, eg fékk það hjá Mahala.”
“Þá skal eg þiggja eina sneið.” /
Svo settust þau og átu eplið, vitandi það
áð þau voru orðin góðir vinir aftur. Þetta var
líka kveöjumáltíðin þeirra, því Antywine átti
að fara morguninn eftir.
Antywine hafði verið heppinn veiðimaður,
og hafði altaf nægar birgðir af kjöti fyrir heim-
ilið, en Shickshack ræktaði maís á landi sínu til!
brauðgerðar.
Indíáninn, sem tekið hafði eftir framför
Peggy, fékk henni stóran dúk af rauðu klæði
um haustið, sem hún með hjálp önnu bjó til úr
vetrarkápu.
Um haustið byrjaði skólinn aftur, en pilt-
arnir voru svo óstýrilátir, að kennarinn varð í
vandræðum með að ráða við þá.
í nóvember kom Indíánasumarið,! en það
Lincoln og Antywine óku með líkið til greiða
söluhúss Rutledges. Allir álitu réttast, að hann
í dauðanum yrði ekki ónáðaður af Sally.
Antywine fór heim til að segja Sally frá
dauða manns hennar, en hún tók því rólega og
sagði: “Já, þetta er líkt honum; og þið hafið
flutt hann til greiðasöluhússins.”
“Já,” svaraði Antywine.
“Jæja, látum hann vera þar. Eg skal koma
til að vera- við jarðarförina; slíkt er engin ný-
lunda fyrir mig, sem hefi mist svo marga menn.’
Nágrannarnir gengu þögulir í kringum lík-
ið, en Peggy fleygði sér í faðm hans og hrópaði
nafn hans, en hann var þögull. Hann var bor-
inn inn í stóra sal hússins, og Lincoln og Anty-
wine færðu hann úr fötunum; um mitti hans
fundu þeir langa höggormshúð.
“Þetta er höggormshúðin með peningun-
um hennar Peggy, sem hann sagði mér frá,”
sagði Lincoln. “Að líkindum liefir hann tekið
þá úr felustað sínum, þegar hann lagöi af stað
til Dick Yates. Hvað eigum við að gera við
þetta?”
‘‘Takið þér það, herra Lincoln, og geymið
það fyrir Peggy, 'eins og Shickshack gerði,” svar-
aði Antywine.
“Menn segja að höggormshúð í hattinum sé
góð við höfuðverk,” sagði Lincoln; en eg held
að eg þoli ekki að girða beltlð um mig. Það á
betur við þig, Antywine.”
“Eg er aðeins drengur, herra. Sliickshack
treysti yður. Hann sagði yður líka, að eg væri
aðeins Squaw.”
“Hann var búinn að skifta um skoðanir á
því máli; hann lagði af stað til Dick Yates, af
því að við vorum fjarverandi; nú ert þú að vissu
varaði ekki lengi; einn morguninn var bersvæð-J leyti nánasti yinur Péggy og verndarí, og ef þú j heim með mér.”
Þarna voru franskir loúisdorar og spánskir doub-
lonar, og Lincoln hlóð upp um leið og hann taldi
þá. Þar var algerð kyrð í stofunni og yngri syst-
ur Önnu horfðu á gullið.
‘‘Hver ætli eigi þetta?”
“Auðvitað Peggy. Hvernig ætti nokkur ann-
ar að geta eignast jafnmikla peninga. En samt
sem áður vildi eg ekki vera hún, ekki spönsk.
fyrir alt heimsins gull.”
“Þetta eru tvö þúsund og fimtíu dollarar,”
sagði Lincoln um leið og haiin lagði þá í högg-
ormshúðina aftur.
“Það er stór upphæð,” sagði Anna.
“Er eg mjög rík?” spurði Peggy.
“Ó, já, fyrir hundrað dollara getur þú keypt
átta ekrur eða tvo hesta; þú átt því afarstórt
jarðsvæði, og auk’ þess nóg fyrir fatnað.”
“Þarf eg þá endilega að kaupa jörð?”
Lincoln brosti; hann var ekki mikið eldri en
þessir unglingar, en átti samt að sjá ráð fyrir
þeim.
“Þú getur beðið með það og látið manninn
þinn ráða því, þegar þú ert gift.”
Um leið og hann talaði þessi orð, stóð Pedro
Lorimer í dyrunum.. Lincoln hélt starfi sínu á-
fram rólegur, og lokaði húðinni, lagði svo hend-
ur sínar ofan á hana og leit á gestinn; en Anty-
wine stóð strax upp og gekk fram fyrir Peggy.
“Hvert er erindi þitt? Þú hraktir Shick-
shack frá heimili sínu, svo hann misti lífið í
kafaldsbylnum. Þegar eg lít nú á þig, finn eg
steerka löngun til að fleygja þér út á götuna.”
“Góði vinur,” svaraði Lorimer; “eg hefi rið-
ið hingað þrátt fyrir snjó og kulda, til þess að
líta eftir frænku minni, og eg ætla að taka hana
ið þakið hrími og trén stóðu lauflaus.
Það var komið fram í miðjan desember, og
Lincoln og A'ntywihe voru ekki komnir aftur.
Shickshack stóð á brautinni og beið eftir Peggy,
þegar liún kæmi úr skólanum. Hún varð honum
samferða gegnum kjarrið til brúarinnar; en þá
spurði hún:
“Hvert eigum við að fara?” i
Shickshack svaraði ekki, en lagði stórt elgs-
skinn utan um Peggy og tók hana á bak sér.
Peggy endurtók spurninguna.
‘‘ Við förum til hins unga foringja. Dick
Yates.”
“En hann er afar langt í burtu.”
“Já, en eg get ekki verndað þig, þegar Pedro
Lorimer kemur. Antywine og Lincoln eru líka í
fjarlægð, og geta ekki varið þig; en nú ætlar
hann að ná þér.”
“Er hann kominn aftur?”
“Hann er kominn til Grove, og hefir verið
þar í þrjá eða fjóra daga. Hann sagði ungu pilt-
unum þar að hinn Svarti Haukur væri að búa
sig til bardaga, og ætlaði að ráðast á mig. Eg
veit hvað hann vill; hann segir að eg hafi enga
heimild til að hafa þig.”
biður mig að g@yma eigur Peggy, þá skal eg gera 1 “Segðu honum, Antywine, að eg vilji aldrei
það.” fara með honum,” sagði Peggy.
Svo hjálpuðu þeir beykinum að srníða kistu
utan um Shickshack.
• Jarðsetningardaginn stóð faðir Mahala Cam
eron við höfuð hins framliðna með sálmabók i
hendinni. Plestir bæjarbúar voru viðstaddir, og
öllum varð bilt við, þegar Pedro Lorimer kom inn
ásamt Raymond Clary. Hann leit svo ánægju-
lega út, að ein stúlkan hvíslaði að þeirri, sem
næst henni stóð, að hann liti ekki út fyrir að
vilja ræna vesalings stúlku eða nema hana á
biott.
Peggy sá hann í gegnum tárin, og fann til
viðbjóðs gegn honum. Hún sat við lilið Anty-
wines á einum af þeim þrem stólum, sem Anna
hafði látið í nánd við kistuna.
Loksins kom ekkja Shickshack. Það fyrsta
sem hún gerði, var að taka í evru þeirra Peggy
og Antywine, og leiða þau að fóta'gafli kistunn-
ar, og sagði að þeim v;6eri þessi jarðarför óvið-
komandi, þar eð þau væru að engu leyti' í aétt
við hinn framliðna. Svo tók hún upp úr körf-
unni, sem hún hafði komið með, svarta línhúfu
‘‘Herra minn,” sagði Lincoln, “þér verðið að
athuga, að Peggy er of gömul til þess, að þér
getið tekið að yður að vera fjárhaldsmaður henn-
ar, nema því aðeins að þér rænið henni. Við
hérna í New Salem vitum ekki, hvað er viðeig-
andi út í heiminum, en svo mikið vitum við, að
spilafífl frá New Orleans er ekki hentugur fjár-
haldsmaður ungrar stúlku.”
Andlit gestsins varð grænt af ilsku; hann
nálgaðist Lincoln og ætlaði að slá hann, en Anty-
wine réðist á’liann um leið, hrakti hann til dyr-
anna, kastaði honum út í snjóinn og lét járnslána
fyrir hurðina.
“Hamingjan góða!” sagði Peggy hrifin.
Anna skygði fyrir augun með hendinni,, en
I^incoln hló.
“Gáðu að þér, Antywine!” hrópaði Peggý.
Olíuþappírinn fyrir glugganum var rifinn
til hliðar, og leið og Antywine þallaði sér að
hurðinni, flaug hnífur yfir höfuð hans og stóð
fastur í veggnum á móti.
Ef nokkur hefði haft hinn minsta efa um,
og langa blæju. Hún varð svo hlægileg að útliti j hver bófi Pedro Lorimer var, hvarf sá efi, þegar
‘En pabbi, það er ómögulegt fyrir þig að með skeggið undir blæjunni að einn af Grove-
bera mig svo langa leið; láttu mig heldur ganga.”
En Indíáninn sagðist ætla að fá lánaðann
hest hjá næsta bóndanum sem hann fyndi.
Snjókoman var svo mikil, að snjórinn náði
Indíánanum upp að hné.
“Við verðum að dvelja í skógarhöggsmanna-
kofa í nótt,” sagði hann. “Það er of mikill snjór
til þess að geta haldið áfram.”
“Allir í New Salem vissu um þenna stóra
bjálkakofa, og þegar þau komu þangað, skreið
Shickshack inn með hnífinn í hendinni til þess
að reka út villidýr, sem kynni að vera þar. Peggy
heyrði org og sá svart dýr hlaupa fram hjá sér
og hverfa.
“Þetta var úlfur,” sagði Indíáninn. “Hon-
um féll illa að verða að yfirgefa hlýja bólið
sitt.”
Peggy gekk hikandi inn og þreifaði fyrir
sér og fann þar lítinn úlfsunga; Shickshack lét
hann út í snjóinn á eftir móðurinni.
Unga stúlkan var svo þreytt, að hún sofn-
aði strax; en hálfvaknaði seinna, við það að
heyra einhvern hávaða við dyrnar.
Þégar hún vaknaði um morguninn, var
orðið svo bjart, að hún sá í kringum sig í kofan-
um. Hún stóð upp og kallaði á Shickshack, sem
sat kyr í dyrunum með fæturna hulda af snjó. —
Þegar hiin snerti við honum, var handleggur.
hans eins harður og steinn, og hann sneri ekki
höfðinu við.
“Pabbi!” hrópaði hún dauðhrædd. ‘‘Pabbi!”
4. KAPlTULI.
Gamli Indíáninn sat grafkyr með hnífinn í
hendinni, sem frosið blóð sást á. Fyrir utan
kofann lágu þrfr eða fjórir úlfar dauðir, gadd-
frosnir eins og hinn gamli Indíáni, sem hafði
fórnað lífi sínu fyrir uppeldisbarn sitt.
Peggy gat ekki ímyndað sér að hann værí
dauður; hún fleygði sér í faðm hans og hrópaði
nafn hans, en nú var hann þögull. Hróp hennar
heyrðust langar leiðir, en ekkert svar kom.. —
Meðan þessu fór fram brutust tveir menn yfir
hinn djúpa snjó til þessa feama kofa. Það voru
þeir Abe Lincoln og Antywine, og þegar þeir
komu að kofadyrunum lá við að þeir dyttu um
Indíánann.
piltunum gat ekki varist hlátri. En sér til afsök
unar sagði hann: “Eg held að gúð hafi ekki
getað varist hlátri, þegar hann skapaði þessa
konu.”
Það var liðið langt á kvöldið, þegar fólkið
kom aftur frá jarðarförinni.
Nú var hætt að snjóa, en í stað þess var
kominn nístandi kuldi. Peggy og Antywine áttu
að dvelja í greiðasöluhúsinu um nóttina, og sþurs-
málið um, hvað gera ætti við arf liennar, að
vera útkljáð. ,
Þau sátu í dagstofu fjölskyldunnar, ásamt
Lincoln og Önnu, og á borðinu lá höggormshúð-
in. Peggy horfði forvitin á arf sinn, en fann til
viðbjóðs gagnvart höggormshúðinni.
Birtuna frá eldstæðinu í eldhúsinu lagði inn
í stofuna; frú Rutledge og yngri dætur hennar
báru góðan og margbreyttan mat á borðið, sem
kom Peggy til að finna til ánægju. Svo sagði
Antywine:
‘‘Hr. Lincoln hefir annast vel um arfinn.”
“Þú getur naumast treyst öðrum betur,”
sagði Anna Rutledge.
“Viljið þér gera svó vel að geyma hann fyr-
ir mig framvegis?” spurði Peggy.
“Já, eg hefi ekki verið heppínn að græða
peninga,” sagði Liácoln; “og hamingjan ræður
því, hvort eg er fær um að geyma þessa. En því
get eg lofað, að sjá um það að þeir lendi ekki í
höndum neins bófa.”
i
“Bæði Antywine og eg vitum, að allir bera
virðingu fyrir yður, herra Lincoln,” sagði Peggy.
“Við getum ekki gætt peninganna sjálf, og ef
þér viljið gera það, skulum við vera yður þakk-
lát.”
Anna klappaði Peggy alúðlega á kinnina.
En Lincoln brosti:
‘‘Nú jæja, eg er fullveðja, og Anna er meira
en átján ára, svo\okkur mun vera óhætt að lát-
ast vera pabbi og mamma ykkar. Veizt þú hvað
mikla peninga Shickshack liefir geymt fyrir þig,
Peggy?”
“Nei, það veit eg ekki.”
“En þú, Antywine?”
“Nei, eg heldur ekki. Eg hefi aldrei spurt,
og Shickshack hefir aldrei sagt mér neitt.”
“Ef eg á að gæta peninganna, verð eg að
vita hve fnikilr þeir eru,” og um leið opnaði hanif
höggormshúðina og helti peningunum á borðið.
Pedro eftir jarðarför Shickshack yfirgaf bæinn.
Allir vissu nú að han nhafði ásótt Indíánann til
þess að ræna vesalings foreldralausu stúlkunni;
og að hann seinan settist að í Grove, minkaði
ekki þetta álit. Menn grunaði að hann myndi fá
hina tryllingslegu pilta til að vera með sér, og
taka Peggy og arf hennar með valdi. En vetur-
inn leið og engin árás átti sér stað.
Fjöldi manna báðu Peggy um lán, þegar
það kvisaðist hve rík hún var; en Lincoln réði
henni frá því.
“Eg hefi raunar ekki komið fram sem mik-
ill hagfræðingur,” sagði hann; m samt held
eg að þeningar þínir séu betur geymdir í högg-
ormshúðinni, en hjá nágrönnum þínum og vin-
um. Látum þá vera þar, þangað til þú afræður
að kaupa þér land og þyggja þér lieimili.”
Antywine og Peggy voru aftur flutt í kofann
hennar Sally, en þar eð ungi maðurinn átti aftur
að fara með Lincoln til landmælinga sagði hann;
‘Eg hefi afráðið að vera ekki lengur hjá
Sally. Hún hefir eignir föður míns, það sem
hún fékk eftir fyrsta manninn og eftir Shick-
shack, svo hún er vel stödd. Litla húsið, sem
Onslaw bjó í, er nú tómt. Eg liefi hugsað mér
að kaupa þér land og byggja þér heimili.”
“Þú og Peggy?”
“Já,” svaraði An^ywine glaður. “Gætið
þess að eg kann að sauma eltiskinn, og að eg
erísvo heppinn veiðimaður að eg get útvegað nóg
til heimilisins. Þegar eg svo verð á ferð með
yður, þá getur Peggy lokað dyrununa, og eg get
sofið rólegur. Það get eg aldrei, þegar eg veit
að hún er alein hjá Sally, sem getur töfrað hana
eða barið, þegar eg er ekki í nánd.”
“Það er réttara að byrja ekki búskapinn fyr
en við komum aftur,” sagði Lincoln brosandi.
“Og meðan við erum fjarverandi, getur Peggy
verið hjá Rutledge. Hún hefir nóg til að borga
fyrir sig með.”
Þetta gladdi Antywine; hann vissi að Peggy
myndi líða þar vel. Hún fékk hollan og góðan
mat, og tók miklum framförum andlega og lík-
amlega, varð hávaxin, bein og fögur, svo alla
furðaði á því.
Antywine og Lincoln komu ekki heim fyr en
í júníbyrjun. Snemma morguns óku þeir heim
að tóma hásinu, sem Antywine ætlaði að kaupa.
Á vagninum stóð gömul, máluð kommóða, sem
hann hafði keypt í ferðinni; það var fyrsti hús-
munurinn. Lineoln hjálpaði honum til að bera
hana að kofadyrunum.