Heimskringla - 01.09.1926, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.09.1926, Blaðsíða 4
4 TJLAÐSIÐA. / HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1- SEPT. 1926 » II II - Hmtakringla (StofnuTt 1886) Kenor Öt á hverjam mittvlkudesrl. EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 oK 855 SARGENT AVE., WINNIPEO. TnUfml: N-6537 VertJ blatJslns er $3.00 á.rgangurinn borg- ls t fyrirfram. Allar borganir sendlst THE VIKING PRE6S LTD. SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. 1'tnnáMkrfft fll blnfiMÍnn: THH VIKING PRESS, Ltd., Box 3105 UtnnáMkrlft tll rltnt járnnu: EDITOR HEIMSKRINGLA, Box 3105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla is published by The Vlklng Freiin Ltd. and printed by CITY PRINTING PCBLISIIING CO. 853-855 Snrgent Ave., Wlnnlpegr, Man. Telephone: .86 5357 I \ ,i . ■ ■■...■ ■■■ ’TTST ....... WINNIPEG, MAN.,1. SEPTElJBER 1926 J. S. Woodsworth. Þetta nafn er flestum Vestur-Islending- um kunnugt, að minsta kosti lesendum Heimskringlu. Eigandi þess býður sig nú fram til þingmensku í Mið-Winnipeg nyrðri. 1 því kjördæmi er fjöldi Islend- inga búsettur. Bæði áf því, og raunar eigi síður hinu, að J. S. Woodsworth telj- um vér nú merkilegastan mann í cana- disku þjóðlífi, skal nokkrum orðum um hann farið, að þessu sinni, reynt í sem styztu máli, að drepa á helztu atriði úr æfisögu hans og starfsemi. * * * J. S. Woodsworth er fæddúr í Ontario, í Toronto, eða nágrenni hennar. Faðir hans var Englendingur að ættemi, frá Yorkshire, en fæddur í Canada. Hann var prófastur í Meþódistakirkjunni. Móð- irin var af gömlúm, ágætum ættum frá Pennsylvania, og vom forfeður hennar meðal “loyalistanna”, sem flýðu norður í Ontario, eftir frelsisstríð Ameríku- manna, heldur en að segja Bretakonungi upp hlýðni og hollustu. Er vert að hafa hliðsjón af ætterni Woodsworth’s, er litið er yfir þroskasögu hans og æfistarf. Woodsworth eldri tók að sér heimatrú- boðsstarf innan kirkju sinnar og fluttist í tilefni af því vestur hingað til Winnipeg efni af því vestur hingað til Winnipeg árið 1882. Gekk sonur hans hér á æðri skóla og háskóla og tók guðfræðispróf frá Manitobaháskóla 1896. Hann varð fljótlega aðstoðarprestur við Grace kirkj- una hér í bænum, sem þá taldi langflest af broddum og hefðarmennúm bæjaríns innan sinna vébanda. Vegurinn virtist liggja beint á kirkjuhæðirnar; stuðlaði þar ait að: ættemi, virðing föður hans, og sérstaklega framúrskarandi gáfur þessa unga manns, er öllum voru aug- ljósar. En í sál hins unga prests bjó rík þrá til þess að verða að liði, þjóna öðrum beinlínis, en ekki aðeins úr fjarlægð pré- dikunarstólsins. Hann gaf sig því skjótt að félagsmálum kirkjunnar út á við og tók að sér að starfa meðal innflytjenda og leiðbeina þeim sem bezt hann vissi. Miklu olli um þetta sívaxandi tilfinning fyrir kirkjulegu þröngsýni og fánýti bók- stafstrúar og kreddukenninga. Varð þessi tilfinning að lokum svo sterk, sér- staklega eftir heilsubótarferð til lands- ins helga, að hann þóttist ekki lengur geta unnið í anda trúarkerfis þess, er kirkja hans heimtaði af þjónum sínum. Skrifaði hann því formanni kirkjufélags síns bréf, þar sem hann skýrði hreinskiln islega óg afdráttarlaust frá ágreiningi sínum við kirkjujátningarnar, og lét laust embætti sitt. En svo mikið þótti yfir- mönnum hans koma til starfsemi hins unga prests, að þeir töldu engin vand- ræði þurfa að stafa af ágreiningi hans við kirkjuna; töldu honum heimilt skoð- anafrelsi, og iögðu fast að honum að halda áfram starfi sínu. Woodsworth þótti nú sýnt að rAuðsyn- leg straumhvörf væru að búa um sig í kirkjunni, þótt hægt færi, en þótti á hinn bóginn viðurhlutamrkið að svo komnu að hætta við starf sitt. Afréði hann því að taka aftur úrsögn sína, og starfaði nú í nokkur ár, sem yfirumsjónarmaður All People's Mission, og gaf sig allan við því að kynna sér þjóð- og mannfélagsmálx Að lokum var hann skipaður ritari the Canadian Welfare League, sem beindi starfi sínu í þá átt, að draga athygli manna að fólksinnflutningum, og ráða fram úr þeim vandamálum, að sjá inn- flytjendl m sem bezt farborða og tryggja þeim sem bezta möguleika til þess að samræmast heildinni á sem eðlilegastan hátt. Frá fyrstu árum þessarar starf- semi liggur eftir hann bæklingur: “Stran- gers within our Gates”, sem lengi hefir verið og er eiginlega enn ,eina handbók- in fyrir þann er vill kynnast þessu við- fangsefni til hlítar. Ferðaðist hann á þéssum árum um Canada hafa á milli og flutti fyrirlestra til þess að halda við vakandi athygli á þessu nauðsynjamáli þjóðarinnar. Að lokum var hann skip yfir “the Bureau of Social Researcli of the Governments of Manitoba, Saskat- chewan og AJberta”. En nú var senn á enda runnin dvöl Adams í Paradís. ófriðurinn mikli var skollinn á; öll Evrópa stóð í báli. Og hér kom að manntalinu (registration) til undirbúnings undir þátttöku Canada í ófriðnum. Woodsworth skrifaði opið bréf til blaðsins Manitoba Free Press, og gekk þar í berhögg við þessar ráðstafan- ir. Þá var hann kallaður á fund yfirboð- ara sinna í stjórnarráðinu, og þar reynt að fá hann til þess að “vera góðan”, þ. e. a. s. þegja um þetta efni. Neitaði hann því og fékk þá skjótt skipun um að Ijúka við nokkrar skýrslur, er hann hafði með höndum, og loka því næst skrifstofu sinni innan mánaðar. Var hann þá þar með settur á ‘‘svarta listann”. Woodsworth hélt nú til British Colum- bia. Var hann þar af kirkjunnar hálfu skipaður vara-umsjónarmaður með heima trúboðsstarfi kirkjunnar. En leiðir þeirra áttu ekki að liggja lengi saman úr þessu. í umdæmi Woodsworthá var kaupfélags- búð, sem átti erfitt uppdráttar í samkepn- inni við stórkaupmennina, er vildu koma slíkum félagsskap fyrir kattarnef. Woods- worth stappaði stálinu í kaupfélagsmenn og fékk fyrir megna óþökk kirkjunnar, sem, vitanlega höfðum vér nærri sagt, lagðist á sveif með fjármagninu. Varð þetta til þess að víkka ágreininginn, sem áður hefir verið getið um. En viðhorf kirkjunnar við ófriðnum, knúði Woods- worth til þess að senda enn inn úrsögn sína. Hann fann að öll von, sem hann hafði gert sér um víðsýni kirkjunnar og umburðarlyndi var að engu orðin. Og nú var úrsögn hans þegin orðalaust. — Bréfið, sem hann ritaði yfirmönnum sín- um þá, er merkilegt skjal og afbragðlega ritað. Meðal annars segir hann þar: ‘‘. . . . Kenningar og andi Jesú virðist mér algerlega ósamræmanlegt við styrj- aldarhvatningar. Vera má, að kristin- dómurinn sé ómöguleg hugsæisstefna, en á meðan að eg játa hann, hversu óverð- ugur sem eg er, þá hlýt eg, sem mér er unt, að neita að taka þátt í ófriði eða telja aðra á það. Þegar stefna ríkisins — hvort sem það kallar sig kristið eða ekki — ríður í bág við skilning minn á réttu og röngu, þá hlýt eg að hlýða guði fram- ar en mönnum......Eg hélt að sem krist- inn maður væri eg erindreki friðarhöfð- ingjans. .... Kírkjunum hefir verið breytt. í sérstaklega afkastamiklar liðs- smölunarskrifstofur.....Hið svonefnda prússneska siðfræðisboðorð, að vald sé réttur, og að tilgangurinn helgi meðalið, er nú prédikað á borði, ef ekki í orði." “Hernaðarnauðsyn” er álitin að hylja fjölda synda. 1 Menn eru eggjaðir til hefnda, en þeim afneitaði Jesús alger- lega.....Friðsemi er talin glæpur .... kærleikurinn er blandaður hatri. — Mér virðist kirkjan vera á því, að eg tilheyri henni ekki, og eg neyðist til þess að álykta hið sama. Þessi ákvörðun er úrslitaatriði í lífi niínu. Umhverfi mitt og uppeldi, . vinir mínir, starf mitt og metnaður hefir ávalt verið kirkjunni tengt. Það er hart að skilja við þetta eftir 22 ára starf, og vita ekki hvað við tekur. Eg finn ekki til nokkurra trygð- rofa við minningu föður míns, sem eg virði svo mikils, eða við það uppeldi, sem ekkja hans, móðir mín, lét mér í té. Á hinn bóginn finn eg mig færast nær Meistaranum, og þeim mætu mönnum, sem á liðnum öldum hafa reynt að “fylgjast með glætunni”. Mér finst ég ennþá vera kallaður til þjónustu, og eg treysti því, að eg fái að eiga einhvern þátt í Jcomu Guðsríkis á.jörðu.” Þessi útdráttur sýnir greinilegar hugar- far mannsins, heldur en löng og fjálg lýsingunyndi gera. * # ¥ Hér stóð Woodsworth þá uppi, hrakinn frá lífsstarfi og embætti fyrir sannfæring- arkjark sinn, miðaldra maður með konu og 6 börn. Hann var úrhrak þjóðfélagsins. þ. e. &. s. þeirra, sem peningaráðin áttu, brennimerktur sem “friðarvinur” (eitthið mesta smánaryrði á þeim tímum), “Þjóð- verjasinni” o. s. frv. Enga handiðn hafði hann lært. Æfin öll gengið til andlegrar starfsemi og hámentunar. Hann gaf sig í uppskipunarvinnu í Vancouver. Hann varð að fara gætilega þar í fyrstu. Vinnan afar erfið, en hann veikbygður, og að auki sjáanlega óvanur erfiðisvinnu; og erfitt mun stundum hafa verið að láta ekki á sér skilja-undrun eða óánægju með orðbragð- ið, sem á þessum stöðvum er dálítið frá- brugðið því orðbragði, sem tíðkast meðal hákirkjumanna. Woodsworth tókst þó að synda fyrir öll grunsemdarsker félaga sinna, og gerð ist eftir nokkurn tíma meðlimur í félags- skap uppskipunarmanna, og komst þar með fyrir alvöru inn í verkamannahreyf- inguna. Þeir sáu skjótt, að þarna hafði þeim bæzt maður, sem var sjálfkjörinn til þess að hafa orð fyrir þeim, og hann tók bráðlega aftur að gefa sig við fyrirlestra- stárfsemi. Nú var stríðið einnig á enda, og hægðist þá dálítið um. Veturinn 1919 fær hann bréf hérna frá Winnipeg, og er hann beðinn að koma hingað í fyrirlestraferð. Lofar hann því og legg- ur upp á tilsettum tíma. En þá er svo komið, að verkfallið stendur sem hæst. Leiðtogar verkamanna eru hneptir í fang- elsi, þvert, ofan í landslög og rétt, eftir samkomulagi sambands- og fylkisstjórn- ar. Tókst Woodsworth þá á hendur rit- stjórn verkamannablaðsins um tíma. Leiddi það til þess, í.æðinu, sem þá var komið á stjórnarvöldin, að hann var hneptur í fangel fyrir ‘‘æsandi níðskrif”. Meðal annars var honum fært það til sak- ar, í því sambandi, að hafa prentað upp orðrétt tvö biblíuvers, úr bók Jesaja, án þess að setja þau í nokkurt annað sam- band, eða fara um þau einu orði. Er það nákvæmlega sarna aðferðin, eins og notuð hefir verið í Californíu, að fang- elsa menn fyrir að lesa upp greinar úr stjórnarskránni! En sá munur er þó á dómstólunum í Canada og Californíu, að Woodsworth var algerlega sýknaður af ákærum stjórnarinnar. Þegar verstu þrengingar verkamanna hér voru hjáliðnar, lét Woodsworth af ritstjórn blaðsins, sem hann hafði stýrt með því lagi og viti — auðvitað með til- styrk góðra manna, eins og t. d. dr. Sig. Júl. Jóhannessonar —• að það “misti aldrei máls”. Fór hann þá aftur vestur á strönd. En þaðan var hann kallaður til framboðs hér í Winnipeg. Verkamenn sáu, á þeim stutta tíma, sem hann hafði gefið sig við málum þeirra, að þar fór maður, sem óhætt var að treysta; flan- laus en fastur fyrir, skarpgreindur maður og um ieið djúphygginn. Lét hann að til- mælum verkamanna hér og var kosinn á þing 1921, með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða fram yfir keppinauta sína. Kjör- dæmunum var breytt meðan hann sat. á sambandsþingi. í fyrrahaust var hann aftur kosinn á þing, og þá í Mið-Winni- peg nyrðri. — Frá þeim c)egi, að Woodsworth var kosipn á þing, hófst hin eiginlega stjórn- málasaga hans. Hún er ekki löng enn þá, nær aðeins yfir fimm ára tímabil, en hún er merkilegri ‘en saga nokkurs ann- ars stjórnmálamanns í Canada á sama tíma. Eftir kosningarnar 1921 átti verka- mannaflokkurinn tvo fulltrúa á þingi, Woodsworth frá Winnipeg og Irvine frá Calgary. Þeir njunu ekki hafa ýeríð fyrstu jafnaðarmenn kosnir á sambands- þing Canada, en tveir jafnaðarmenn höfðu aldrei áður átt þar sæti í einu. Af því hafði hlotist, að jafnaðarmaðurinn neyddist áð- ur til þess að ganga í liberal flokkinn, af því að hann mátti sín einskis einn; gat laus her, sökum veilu og tví- skinnungs meðal leiðtoga flokksins, aðallega hér í Mani- toba, bæði innan fylkis og í sambandsviðhorfi sínu. Frá fyrstu þingsetu Woods- worths, er minnisstæðust bar- átta hans og Irvines fyrir breyt- blettur á löggjöf vorri. Þá bar hann og fram tillögu um breyt- ingu á þegnréttarlöggjöfinni. (Er nú hægt að svifta menn þegnrétti, ef ríkisráðherra vill). En öllum þessum umbótum stútaði öldungaráðið. Þar að auki bar hann npp 4 ingum á bankalögunum, árið inál til þingsálita: 1) Lagði til áður en Homebankahrunið af-1 að skaplega reið yfir. Meðal ann- ars kröfðust þeir strengilegs eftiriits. Stórbankarnir hömuð- ust á móti því, að nokkru væri breytt. Helztu og virðulegustu bankamenn fluttu mál sitt fyr- ir þingmönnum móti Woods- worth og Irvine. Þá kom það samþykkja lágmarkskaup. Var því vísað til iðnaðarnefnd- arinnar, sem skipuð var í fyrra að tilhlutun Woodsworth’s sjálfs. Lét nefndin frá sér á- lit í þá átt, að kalia bæri sam- an ráðstefnu um þetta, af hálfu samb^ndsins og fylkjanna. 2) þjóðnýta orkulindir landsins. einkennilega í ljós, sem raunar, Er það gert með tilliti til þess, er nú ekki eins einkennilegt og að amerísk auðfélög eru sem margir halda, að 'þessir virðu- óðast að ná undir sig vatnsafli legu bankastjórar skildu ekkert í Quebec. 3) Þjóðbankastofn- - í bankavísindum. Almenna bankastjórn og bankastörf kunnu þeir upp á sína tíu fing- ur, en höfðu enga hugmynd um þá hagfræði, sem liggur til i Það og f jölmargra, líklega lang- un. 4) Afstöðu Canada innan samveldisins brezka. * ¥ ¥ Allra óhlutdrægra mál var grundvallar fyrir ailri banka- starfsemi. En með tilstyrk færustu lögmanna þar eystra, flestra annara, að tveir menn á síðasta þingi hefðu borið höf- uð og herðar yfir allan lýðinn. og $100,000 tilkostnaði, tókst Það voru þeir James S. Woads- ‘I þeim að koma í veg fyrir end- urskoðun. En svo dundi Homebanka- reiðarslagið yfir árið eftir. Þá kom nú eitthvað annað hljóð í j beztu strokkinn. Stjórnin bar fram ingu, endurskoðunarfrumvarp í sama anda og Woodsworth hafði gert árið áður. Og svo iðruðust þingmenn sljóleiks síns árið áður, að þeir samþyktu tillögu Irvines um að endurgreiða geymslufjáir-feigendum, það fé er þeir mistu við hrunið- Önnur mái, er þeir félagar beittu sér fyrir á þessum þing- um, voru ellistyrktarlög; afnám dauðahegningar í Canada; mál- efni námumanna í Nova Sco- tia gagnvart “Besco”; afnám innflutnings umkomulausra barna til Canada; opinberar heilbrigðisráðstafanir; sóma - samleg launahækkun við menn í ríkisþjónuStu; nauðsynlegar stjómarskrárbreytingar, o. ö., o. fl. Flest sætti þetta misjöfn- um byr ,sem. vonlegt var. En undravert er þó hverju þessir menn fengu til leiðar komið, ekki fleiri en þeir voru. * * Við síðustu kosningar breytt- ist öll aðstaða á óvænAan hátt. Verkamenn vinna nýtt þingsæti hér í Nonður-Winnipeg, þar sem Heaps er kosinn á þing. ekki fjölgar þó þingmönnum flokksins, því Irvine bíður lægra hluta í Calgary. Samt vex flokknum ótrúlega ásmegin, af þeirri orsök, að liberali flokkur- inn, sem heldur áfram við völd- in með tilstyrk framsóknar- manna, verkamanna og óháðra, er svo fáliðaður, að framsókn- arflokkurinn er ekki ætíð nægi- lega mannsterkur til þess að fylla í skarðið. En þar af leið- ir, að ekki sjaldnar en þrisvar sinnum veltur það á atkvæði þeirra félaga, Heaps’ og Woods- worth’s, hvort stjórnin haidist worth og Henri Bourassa, ann- ar af éngilsaxnesk-norrænum en hinn af frönskum ættum, báðir Canadamenn í orðsins og eiginlegustu merk- að öllu leyti skilgetnir niðjar þessa lands. Að gera þeirra mun, er ekki gott, enda er þess engin þörf, en hvor um sig er ágætur fulltrúi sinna kynbræðra og frænda. Báðir elska land sitt og þjóð fölskva- laust. Hafi Bourassa ofurltíið eidlegri mælsku til að bera, er Woodsworth sem því svarar hreiðari og víðfeðmari, og þó vel það. * * ¥ Mótstöðumenn Woodsworth’s hafa kallað hann draumamann, skýjaglóp. Það nafn hefir öll- um meiriháttar brautryðjendum verið gefið -í lifanda lífi. Woods- worth er draumamaður að því leyti, að hann er framskygn. Hann hefir til að bera þá fram- skygni og öfgaleysi, sem öllum stjórnspekingum er nauðsynleg; hann er gæddur óbilandi kjarki brautryðjandans, og hann er ).egulmagnaður þVf aðdráttar- afli, sem foringjar einir eru gæddir. Endist honum aldur tiir á hann eftir að safna um sig stórum og völdum flokki. Hann er vafalaust stjórnvitrastur maður, sem nú er uppi í Can- gn [ ada, máske eini maðurinn, sem á það lýsingarorð skilið. ¥ ^ ¥ Woodsworth eða Banfield? Ja, það er satt að segja bros- legra en svo að því taki að leggja þá spurningu fyrir kjós- endur. Það væri ámóta eins og að spyrja sæmilega þroskaðan mann að því, hvort hann kysi heldur að sólin eða einhver halastjörnutýra hyrfi af himn- inum. ekki einu sinni fengið nokkra tillögu ! 1 sessi. Fyrir bragðið fær Tímarit. studda. En nú ákváðu Woodsworth og Irvine að standa saman, sem fyrsti vís- ir jafnaðarmannaflokksins í sambands- linginu. Yfirleitt var skopast að þeim þessum draumemönnum, þessum mýflugum, er ætluðu sér að vinna á fílshúð gömlu flokk anna. En þeir fóru gætilega, þó með festu væri. Þeir gengu til liðs við fram- sóknarflokkinn í mörgum málum, enda eru áhugamál bænda og verkamanna nátengd, ef rétt er skoðað; og voru báð- ir mennirnir hafnir yfir smákrit og stéttarfg. En um leið og þeir unnu þannig að vissu leyti með framsóknarflokknum, báru þeir fram ýms sérmál, er að vísu fengu misjafnan byr í þinginu, en þann- ig vaxin og þannig fram borin, að flestir eða allir framgjörnustu framsóknarmenn gátu aðhylst þau. Áttu þessir tveir menrí þannig sinn þátt í myndun “kryddaranna” (The Ginger Group) innan framsóknar- flokksins. En það mun sannast, að sumir ! af þeim mönnum munu í náinni framtíð reynast bjargvættir framsóknarinnar inn- an framsóknarflokksins, er nú er höfuð- Woodsworth óvæntan byr und- ! ir vængi áhugamála sinna. — I Hann er frumkvöðull þess að I sambandsstjórnin leggur at- j vinnuleysingjum til styrk, einn þriðja til móts við bæinn ogj fylkið. Er það mjög álitiegur f.nmí’son , ,,,,. , . Kunnuni ver ekki lettir a borgurum þessa bæjar. i f ^ ., , T * , , . . nefnda. Kn sera Eirikur Þa a hann og frumkvæði að því, að stjórnin tekur ellistyrkt- árlögin upp á sína arma, en þeirra var ekki minst í hásætis- ræðunni. Að vísu var ellistyrkt arfrumvarpið drepið í öldunga- ráðinu, en vera mætti að öld- ungunum reynist erfitt að m’elta þá ráðstöfun, áður en langt um líður. Þá var hann og frumkvöðull þess að fá breytt hinni illræmdu “40 mín- útna löggjöf” Meighens-stjórn- arinnar 1919, er breytti inn- flytjendalöggjöfinni svo, að hægt væri að svifta canadiska borgarar rétti :tfil þess að fá kviðdóm um mál sín, væru þeir eigiríæddir í Canada. Er það einn! hinn versti smánar- Tíundi árgangur “ISunnar”, 1. og 2. héfti, er nýlega kominn hingaS. Er síSara heftiS gefið út undir nýrri ritstjórn. Lætur Magnús Jónsson dócent og alþingismaður af ritstjórn íöunnar, er hann hefir haft á hendi nú í 2 ár, en viS taka Arni Hall- og Eiríkur Albertssón. —• deili á þeim fýr- Albertsson var síöast prestur á Hesti i Borgar- firöi. Er hann einna kunnastur af yngri prestum Islands, hinn otulasti maSur. —. Munu lésendur Heims- kringlu kannast við hann, af fyrir- lestrum, er prentaSir voru eftir hann i blaSinu í fyrra. Innihald ISunnar aS þessu sinni er þetta: 1. hefti: GuSm. Friöjónsson: SigurSur Slembir (kvæöi). Guöm. Einarsson: Ferðasaga um SuSurlönd. Siguröur Nordai: Heilindi. G. Björnson: Bréf til Iðunnar (nivnd.) Pétur Gunnlaugsson: Tvær stökur. Asgeir Magnússon: DjúpiiS mikla (2 myndir).

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.