Heimskringla - 22.09.1926, Blaðsíða 6
iLAÐSmA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG. 22. SEPT. 1926
Rósahringurinn.
Hvað hann hugsaði, þegar hún söng, lét
hann ekki í Ijós. En þó hann segði það ekki
með orðum, sagði hann það á margan annan
hátt, og það gladdi hana að vita, að hún gat
orðið til skemtunar. Að Garth þótti vænt um
hana, gat hún ekki forðast að sjá. En ekki datt
henni samt í hug, að hann elskaði hana. Síðustu
tíu árin, höfðu að minsta kosti tíu menn beðið
hennar, en hún hafði neitað þeim öllum.
Ungur maður, sem hún hafði eitt sinn hjálp
að, bað hana að verða konu sína, af því að hann
elskaði hana, en hún bað hann að gæta skyn-
semi sinnar og neitaði.
Eitt bónorðið, sem hún fékk var frá roskn-
um presti.
‘‘Það eru ekki eingöngu eigingjarnar hvat-
ir, sem koma mér til að ávarpa yður, en, það
er iíka með tilliti til sóknarbarna minna og þess
gróða, sem kirkjan, okkar kirkja, gæti haft
aft------
Nú greip Jane fram í fyrir honum:
“Séra Vilberry, eg skal með ánægju styrkja
kirkju yðar. Er það til skírnarfontsins eða pré-
dikunarstólsins eða — —”
‘‘Nei, kæra ungfrú, þér misskiljið mig, það
er til altarisins, sem eg vil leiða — —”
“Kæri, herra prestur,” flýtti Jane sér að
segja; “það skil eg vel, og það er líka nauðsyn-
legt. Þér þarfnist altarisdúks, eg og aðrir hafa
tekið eftir því. Eg er fús til að gefa tíu pund
til þess fyrirtækis. Farið þér út um glasdyrnar
þá finnið þér frænku rnína, hún vill tala við yð-
ur. Verið þér sælir.”
Þannig var reynsla Jane á þessu sviði. Hún
vissi alls ekki hvað ást var, og nú, þegar hún
streymdi til hennar, hlý og hreinskilin, skildi
hún hana ekki.
Hún áleit að Garth elskaði aðra stúlku, svo
unga og fagra, að henni datt aldrei í hug að
líkja sér við hana.
Þannig var ástatt eftir samkomuna á Over-
dene. Jane fór til London að finna kunningja
sína, Deryk Brand lækni og konu hans, en Garth
fór til Shenstöne, þar sem hann átti að mæta
ungfrú Lister og frænku hennar, og þangað
ætlaði Jane líka í vikulokin.
8. Samkoman hjá lafði Ingleby.
Jane hafði fengið sér sæti í lestinni, sem nú
rann af stað frá stöðinni í London. Hún hall-
aði sér aftur á bak í einum króknum, og var glöð
yfir því að losna við London, þar sem henni þótti
annars skemtilegt að vera, en fanst nú tíminn
þar líða svo seint.
Hún hafði keypt sér blöð og tímarit til að
lesa, en nú snerti hún ekki við þeim. Hver var
orsökin?
“Nú veit eg það,” sagði hún við sjálfa sig.
“f Overdene heyrði eg svo mikið af góðum söng,
að hann gerði .mig ringlaða. Það er hans, sem
eg sakna. Yndislegt vona eg að verði á Shen-
stone, ef að Myra gleymir að láta syngja, þá
vona eg að Garth minni á það.”.
Brosandi greip Jane eitt blaðið og fór að
lesa í því.
Myra beið hennar á stöðinni með vagn, sem
þær settust í og óku af stað.
Engjarnar og skógurinn voru græn, og hvít
blóm voru meðftam girðingunni. Fugiarnir
sungu svo yndislega, og ándrúmsloftið var þrung
ið af indælum ilm, svo Jane hélt sig aldrei hafa
andað að sér neinum slíkum, og sagði alvarlega
og ósjálfrátt:
“Ó, hvað það er indælt að vera hér.
‘‘Og indælt að hafa yður hér,” sagði lafði
Ingljeby, um leið og hún veiffjði svipunníj í
kveðjuskyni til vinnufólks síns á enginu. “Það
er eitthvað svo veigamikið við yður, sem má
treysta, einkum í tvísýni og vandræðumj eg hata
tvísýni, það amar mér altaf. En þegar þér er-
uð hjá mér, finst mér hvorki tvísýni eða vand-
ræði eiga sér stað.”
Jane gat gripið nokkur blóm á leiðinni.
“Mér hefir verið sagt að þessi tegund blóma
þýddi lán,” sagði hún. “Ef það aðeins gæti ver-
ið góð bending.”
‘‘Það gengur annars ágætlega með Dal,”
sagði Myra litlu sfðar. “Nú, að því er Dal og
Pauline Lister snertir, býst eg við að þau heit-
bindist í kvöld. Eg get annars ekki skilið, hvers
vegna þau gerðu það ekki í gærkvöldi; þau voru
niður við sjóinn í indælu tunglsljósi, og hvers
annars gat Dal óskað, én sjávar, tunglsljóss og
indællar stúlku.”
‘‘Mer þykir mjög vænt um samkomulag Dals
og ungfrú Lister. Hann verður að eignast fall-
ega konu.”
“Hún er h'ka yndisleg. Þér hefðuð átt að
sjá hana í gærkvöldi, í hvítu silki með rósir í
hárinu. Én Dal hugsar nákvæmlega um þetta,
áður en hann áformar.”
“Já, eg veit að gifting er honum mjög al-
varleg. En hverjir eru boðnir til samkomunnar
iijá yður?”
Lafði Ingleby nefndi mörg nöfn, sem Jane
þekti.
“Þetta er indælt, Myra. Mér þykir vænt!
um að vera komin hingað. í London fanst mér
leiðinlegra en nokkru sinni fyr. En þarna er
litla kirkjan með nýju orgeli. Hefir það tvær
eða þrjár raddir?”
‘‘Eg held það hafi hálfan tug, og svo eitt-
hvað urrandi, dimt,” sagði Myra vandræðaleg.
Jane brosti; hún þekti söngkunnáttu henn-
ar.
Þær óku með slíkum hraða inn um £hen-
stone hliðið, að vagninn kom' við annan stólp-
ann. Myra tók eftir hræðslu Jane, og sagði:
“Mamma segir eflaust ^att, þegar hún segir,
að eg aki eins og brjáluð manneskja. En hald-
ið þér ekki, að eg verði skynsöm, þegar hún er
98 ára og eg 70? Sko, þarna er Lawson; hann
er nýr hérna; vel að sér og hæverskur; en sem
herbergisþjónn dugar hann ekki. Þó vil eg ekki
segja honum up vistinni.”
Þær stigu ofan úr vagninum og Myra leiddi
Jane inn.
Nei, þessa leið; þér eigið að búa í herberg-
ínu, þar sem magnólíutréð stendur fyrir utan.
Eg veit að yður þykir gaman af að Imrfa á sjó-
inn. En, eftir á að hyggja, þér verðið að hafa
fataskifti sem fyrst, við ætlum að drekka te
undir kastaníutrénu. Knattleikurinn er þegar
byrjaður; það eru þeir Dal og Johnny, sem leika.”
Jane settist við hlið Myru og horfði á leik-
inn.
Alt í einu fór hópurinn að hlæja — Dal
hafði skjátlast, svo að Johnny vann.
Leikurinn byrjaði aftur, en það fór á sömu
leið — Johnnv vann.
Billy hrópaði glaðlega:
‘‘Garth er að hugsa um giftingu; þess vegna
leikur hann svo klaufalega í dag.”
Myra sneri sér að honum og sagði alvar-
Iega:
“Billy; farðu inn í hallarganginn og sæktu
rauðu sólhlífina mína.”
Billy fór og sótti sólhlífnia.
“Þér verðið að gæta yðar, Dal!” hrópaði
rödd, sem hann þekti svo vel; hún gladdi hann
og kom honum til að leika aftur eins vel og
hann. var vanur.
Litlu síðar vann hann.
Ungfrú Lister hafði haldið á -úrinu hans.
Þegar hún hafði rétt honum það, sneri hann við
og gekk til Jane.
“Góðan daginn, ungfrú Champion! Hvernig
líður yður?”
‘‘Þakka yður fyrir; ágætlega! Mér líður
betur hér.”
“Var nokkuð leiðinlegt í London?” sagði
hann.
“Nei,” svaraði Jane; “það var aðeins svo
mikill hiti og ryk, og það var eitthvað, sem gekk
að mér.”
“Er það lifrin?” spurði frú Parker Bangs.
“Nei, mér leiddist; og þegar eg hugsaði um
þetta á leiðinni, komst eg að því, að það vár
yður að kenna, Dal.”
Garth leit undrandi til hennar.
“Já, það var yður að kenna,” endurtók hún.
“Hvernig þá?” spurði hann.
“Síðustu dagana á Overdene lékuð þér svo
mikið á píanó fyrir mig, að eg saknaði þess ó-
segjanlega mikið.”
*'Þess þur'fið þér ekki hér,” sagði Myra.
“Þér og Dal getiö leikið eins mikið og þið viljið.
Það er hljóðfæri í dagstofunni, annað í salnum,
og það þriðja í billiardstofunni.”
“Þakka yður fyrir, Myra,” sagði Jane. ‘‘Eg
held að við Dál höldum okkur við píanóið í
billiardstofunni.”
“Og ef ykkur langar til- þeás að hlusta á
söng,” sagði lafði Ingleby, “þá getið þið farið
ofan í bæinn og heyrt söngfélagið syngja. Tekj-
urnar eru notaðar til að borga með orgelið.”
“Eg vildi heldur borga alt sjálf,” sagði Jane
eins og hugsunarlaust.”
' “Nei, eg er ekki sömu skoðunar”, sagði
Garth, þegar hann sá vonbrigði lafði Ingleby.
“Það er gott að fólk læri sjálft að borga skuldir
sínar, þess váenna þykir því um orgelið. Þér
verðið sannarlega að koma og hlusta á það.”
“Verð eg?” sagði Jane, sem var nú í sama
skapi og þegar hún vildi segja honum: “Heimtið
hvað sem þér viljið, og eg mun gera það.”
“Og þetta er líka hentugt fyrir Pauline,”
sagði frú Parker Bangs. ‘‘Hún hefir svo gaman
af sveitasöng.”
“Hvaða rugl, frænka,” sagði ungfrú Lister.
‘‘Eg er á sama máli og ungfrú Champion. Eg
kæri mig ekki um söng, nema af beztu tegund.”
Jane sneri sér við og leit til hennar bros-
andi.
“En við verðum líklega að fara samt,” sagði
Jane, “og verðum sjálfsagt báðar sigraðar. Dal
fylgir okkur þangað, og það mun gleðja mig, að
sjá hann njóta sigurs síns.”
Nú stóðu gestirnir upp, og Garth og ungfrú
Lister stóðu hlið við hlið. Jane leit á þau eitt
augnablik, og sýndist þau unaðsleg og eiga vel
saman.
Seinna, þegar Jane og Garth urðu samferða
inn, sagði Jane hiklaust:
“Dal, eg verð að spyrja yður um nokkuð —
er það afráðið?”
“Þér megið spyrja mig um hvað sem þér
viljið, en þér verðið að tala greinilegar — hvað
er afráðið?”
“Eruð þér og ungfrú Lister heitbundin?”
“Nei. Hvernig dettur yður slíkt í hug?”
“Þér sögðuð á Qverdene á þriðjudaginn, að
þetta væri alvara yðar.”
“Já, það sem eg hefi áformað, er líka alvara;
mig langar til að tala við yður um það, eftir
kvöldverð, ef þér viljiö koma út á hjallann, þar
sem við getum talað ótrufluð.”
“Já, eg skal koma, og þér megið tala við
mig um hvað sem þér viljið, og eg skal ráðleggja
yður eftir beztu sannfæringu.”
‘‘Þökk fyrir,” sagði Garth; “í þessu efni
getur enginn hjálpað mér eins vel og þér.”
* j/*
9. Áformið.
Kvöldverðurinn stóð lengi yfir.
Þegar gestirnir stóðu upp frá borðum, og
Garth og Jane gengu út á hjallann, þá sló klukk
an niðri í bænum tíu.
Jane settist og hallaði sér aftur á bak að
steinljóni, sem var á verði þar á hjallanum. Hún
sneri sér við og leit á sjóinn, og hélt að Garth
myncti horfa í sömu átt.
En Garth horfði á Jane.
Jane sneri sér að Garth, undrandi yfir því,
að hann skyldi ekki minnast á Pauline Lister.
‘‘Dal!” hrópaði hún, um leið og hún mætti
augnatilliti hans; “hvað gengur að yður?”
‘‘Hlustið á mig, ungfrú Champion! Eg verð
að segja yður alt! Ó, Jane! Hve mjög eg þarfn
ast yðar; ekki ráðlegginga yðar eða hjálpar —
heldur yðar — yðar sjálfrar. ó Jane! Get eg
aldrei gert yður skíljanlegt, hve mikið — hve
heitt — ó, Jane!”
Hann féll á kné fyrir framan hana, og
þrýsti andiijti sínu að kniplingunum á brjósti
hennar.
Jane hreyfið sig ekki, og gat ekkert sagt.
Henni varð nú ljóst, að það var ekki hljóðfæra-
slátturinn og söngurinn, sem hún saknaði í
Londan — heldur hans.
Hann leit nú á hana, — og eins og hann
skildi hugsanir hennar, sagði hann:
“Þér og eg alein — mín eigin — mín eig-
in!”
Hún flutti höfuð hans niður f keltu sína:
hann leit aftur á hana og sagði himinlifandi:
“Kona mín!”
Þegar Jane heyrði þetta orð, stokkroðnaði
hún.
Garth stóð þegjandi við hlið liennar, mjög
ánægður.
Loks talaði hún:
“Er það alvara yðar, Dal, að þér viljið biðja
mig að verða — að verða þetta — fyrir yður?”
“Já, ástin mín!” svaraði hann ákveðinn.
Jane hallaði sér að brjóstriðinu og svaraði
rólega: ^
“Dal, þér hafið komið mér á óvart. Eg liefi
raunar séð, að þér hafið veitt mér meiri hylli,
síðan eg söng að Overdene, svo vinátta okkar
er orðin sterkari, og eg verð að játa, að það
gleður mig. En allir eru sannfærðir um, og
eg var það líka, að Pauline Lister hefði náð ást
yðar.”
“Nú vitið þér að yður hefir skjátlast.” sagði
Garth rólegur.
“Já, Dal, eg veit það; en þetta er svo nýtt
fyrir mig og óvænt: og eg get ekki svarað yður
í kvöld; þér verðið að bíða til morguns.”
“En, elsku Jane!” sagði Garth innilega.
“Þurfið þér endilega að svara; hafið þér ekki
svarað nú þegar, eg skildi það svo, þegar hendi
yðar hvíldi á höfði mínu?”
“Þér hafið enga heimild til að álíta þetta
málefni afráðið á þenna hátt,” svaraði hún. —
“Gætið þess að hjónabandið þýðir ekki augna-
bliks tilfinningar; það verður að standa á örugg-
ara grundvelii, svo freistingar lífsins hafi engin
áhrif á það.”
“Eg gef yður tíma til umhugsunar,” svar-
aði Garth. “Eg kyssi krossinn.”
Augnabliki síðar var Jane alein.
Litíu síðar gekk hún inn.
Garth Dalman stóð við stigaendann og tal-
aði við Pauline Lister og frænku henúar.
“Mér þykir það leiðinlegt, kæru vinkonub,
en fyrri hluta dags. klukkan 11, verð eg að vera
í bænum.”
“En hvers vegna getið þér ekki tekið okkur
Pauline með yður?” spurði frú Parker Bangs.
“Við nlyndum líklega tefja fyrir herra Dal,”
sagði Paiiline gletnislega.
“Erindi mitt er til lítils drengs með rautt
hár, og andlitið þakið af freknum.”
“í velgerðaskyni?”
“Já, 30 aura um tímann.”
“En við lokum veginum fyrir ungfrú Cham -
pion,” sagði ungfri'i Lister. “Hiin hefir beðið
lengi.”
Gart.h gekk til hliðar og Jane gekk að hlið-
inni að ur^frú Lister, til þess að Garth sæi feg-
urðarmismun þeirra. -
Svo bauð Jane þeim góða nótt og hljóp upp
stigann..
Það gerði ungfrú Lister og frænka hennar
líka við Dal.---------
Jane sat Iengi einmana og hugsaði um bón-
orð Dals. Loks sagði hún við sjálfa sig: “Eg
er þín, Dal — nú og altaf.”
10. Garth finnur krossinn.
Jane gekk út í garðinn til litlu kirkjunnar.
sem sólin sendi geisla sína á.
Klukkan sló hálftóif, en Jane flýtti sér ekki,
hún vissi að hann vænti hennar ekki fyr en kl
tólf.
Jane opnaöi dyrnar og gekk inn í gömlu
kirkjuna; þar heyrði hún Garth leika á orgelið
og syngja; syngja “Rósahringinn”, svo yndislega
vel.
Alt í einu þagnaði orgelið.
Garth stóð upp, sneri sér við og sá hana.
“Þetta er gott, Jimmy,” sagði hann. “Nú
er það nóg fyrir daginn í dag. Hér er kaupið þitt
— já, þú átt þetta alt, þú hefir verið svo dug-
legur.”
Henni sárnaði gleðin í rödd háns.
Rauðhærði og freknótti drengurinn var jafn
glaður og Garth, þegar hann hljóp ofan tröpp-
urnar, út úr dyrunum og skelti þeim aftur.
Garth stóð kyr við orgelið litla stund, gekk
svo ofan, inn í kórinn og að altarinu, og bénti
Jane að koma þangað.
Jane gekk til hans. Þau stóðu kyr og horfðu
á myndina yfir altarinu, sem sýndi Krist deyjandl
á krossinum.
Svo sneri Garth sér að Jane og sagði:
Kæra Jane, hér stöndum við á heilögum
stað, og guð er hjá okkur. Eg bíð nú eftir svari
yðar.”
“Svar mitt er spurning — hve gamall eruð
þér?”
“Það vitið þér mjög vel, góða.”
“J,á, Dal, eg veit það,” sagði liún seinlega.
— “Eg er 30 ára, lít út fyrir að vera 35 og finst
eg vera 40. Þér eruð 27 ára,- lítið út fyrir að
vera 17 og finst þér vera 7. Eg hefi hugsað um
þetta, og þér skiljið — að eg get ekki gifzt
dreng.”
Nú vgrð alger þögn.
Loks sagði hann hægt og rólegur:
“Eg hefi ekki hugsað um sjálfan mig, síðan
ástin til yðar fylti huga minn, og hefi þess vegna
ekki athugað, hve lítið eg hefi, sem er þess vert
að elska. Þér getið ., auðvitað ekki gifst þeim
manni, sem þér álítið að vera eins og stálpaðan
dreng.”
Hann leit á myndina og hélt áfram:
“Eg tek krossinn á nn'nar herðar.”
Án þess að segja meira, sneri hann sér við,
gekk út úr kirkjunni og skelti hurðinni á eftir
sér.
Jane reikaði að stólnum, sem hún hafði set-
ið á, og hrópaði:
“Ó, góði guð, sendu hann aftur til mín —•
sei^u hann til mín! — ó, Garth, það er eg, sem
ekki er þess verð að elska, en ekki þú. Ó, góði
vinur, komdu aftur — eg vil voga það!”
En ekkert fótatak heyrðist, og hún lagðist
á bekkinn og byrgði andlitið í höndunum. Hve
lengi hún lá þannig, vissi hún ekki, en hún áttaði
sig á því, að hún hafði breytt rétt.
Loksins stóð hún upp, og gekk kyrlát út
úr kirkjunni, og út í sólskinið.
Þegar hún gekk upp trjáganginn, kom hest-
vagn á móti henni. Það var Gartli Dalman, sem
var að leggja upp í ferð. Hann tók ofan hatt-
inn um leið og hann ók fram hjá henni, en horfði
fram undan sér.
Þó að Jane hefði viljað stöðva hann, gat
hún það ekki. En henni kom ekki til hugar að
stöðva hann; hún áleit sig hafa breytt rétt, og
að þetta svar sitt yrði sér þyngra en honum. —-
Hann myndi bráðlega finna aðra stúlku — má-
ske innan fárra daga — en lians pláss í hjarta
hennar, gæti enginn tekið.
Við innganginn mætti hún Pauline Lister.
“Hafið þér heyrt það?” sagði Pauline, “að
Dalman er farinn af stað til að ná í lestina kl.
1.15. Og frænka og eg förum 2.30. Nú, við
sjáumst ekki aftur; verið þér sælar.”
11.
Eftir að þau höfðu fundist í kirkjunni, hafði
Garth forðast hana. Það var næstum því liðið
ár síðan Garth og Jane skildu, þegar Deryck
Brand vinur hennar ráðlagði lienni að ferðast til
útlanda, sér til heilsubótar.' Hann beti henni á
Sviss, Ameríku og Egyptaland, og Jane valdi
‘liið síðasta.
12. Svar meyljónsins.
Tunglslós í eyðimörkinni.
Jane hafði beðið að færa sér kaffi út í sól'
byrgi hótelsins, til þess að missa sem minst af
fegurð kvöldsins: Pýramídarnir stóðu þar svo
þunglamalegir í bjarta ljósinu, óg meyljónið
horfði fram undan sér svo dularfult. Var það
tungkljósið sem orsakaði það, að hún sá og
heyrði ávalt Garth.
Þitt eilífa ljós umkringi
myrkrið, sem bannar mér sýn.