Heimskringla - 15.12.1926, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.12.1926, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRIN GLA « WINNIPEG, 15. DES. 1926, H^imskrin^la (Stofnn« 188«) Kenur flt « hverjnm mlflvlkuderL EIGENDUK: VIKING PRESS, LTD. 853 OK 855 SARGENT AVE., WINNIPEO. Talnfmi: N-6587 VertS blaSslns er $3.00 á.rgangurlnn borg- lst fyrirfram. Allar borganlr sendlst THE VIKING PREfriS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. Utanftwkrift tll hlnflulnui THE VIKINÍCi PHES8, Utd.# Boi 810.% UtanflMkrlft tll rltHtJftranw: EDITOR HEIM8KRINGLA, Box 310.% WINNIPEG, MAN. “Helmskringla is published by The VlklnK Pren* Ltd. and prlnted by CITY PRIXTIING A: PUBLI9HING CO. 8S3-8K.% Sarirent Ave.. Wlnnlpe*, Man. Telephoae: .86 í»3 7 WINNIPEG, MAN., 15. DES. 1926. Kaupendur og blöðin. í síðasta tölublaði Lögbergs sendir rit- stjóri þess og ráðsmaður, kaupendum blaðsins opið bréf, í tilefni af reiknings- áramótum. Það er satt að segja ekki allskostar skemtileg mynd, sem þar er dregin af skilvísi kaupenda við blaðið. Trassaskap ur margra þeirra er svo megn, að ekki er sýnilegt, að blaðið eigi langa framtíð fyrir höndum. ef ekki batnar til stórra muna. Veldur þar bæði beint áskriftar- gjaldstap, og hitt þó ekki síður, að senni- lega verður bráðlega afar erfitt ,að fá þær auglýsingar í blaðið, sem nauðsynlegar eru því til framfærslu. af því að þau félög. sem helzt auglýsa, krefjast stað- festrar yfirskoðunar frá Chicago um kaupendafjölda blaðsins, en sú yfirskoð. un telur enga kaupendur sem skulda and virði blaðsins fyrir meira en hálft ár. Er það samkvæmt norður-amerískri venju. Því er miður, að þessi óglæsilega iýsing á skilsemi Vestur-íslendinga, er dagsönn. Og því er þessa getið hér, að sú lýsing á ekkert síður við kaupendur Heimskringlu en Lögbergs. Þetta má þv.í undarlegra virðast, sem íslendingar eru vafalaust ekki meiri ó- skilamenn í fjárreiðum, en aðrir þjóð- flokkar. Þeir hafa þvert á móti, og ekki að ástæðulausu, þózt hafa ástæðu til þess að tala framt úr flokki um þann skil- semisorðstír, sem þeir hafa getið sér með al annara þjóðflokka hér í landi og ann- arsstaðar' Og enn einkenhilegra fyrir þá sök, að þrátt fyrir allar aðfinnslur, er þeir senda þlöðunum um innihald þeirra og ritstjórn, þá er þó svo mikil fróðleiks- fýsn eftir meðal þeirra, að í raun og veru þykir þeim innilega vænt um þau, vildu áreiðanlega langflestir fyrir engan mun án þeirra vera. Og þó er það svona, að lítill vafi getur á því leikið, að enginn þjóðflokkur hér sé óskilsamari við blöð sín, enginn þjóð- flokkur, sem gerir þeim eins erfitt fyrir. Vér höfum oft um það hugsað, hvað þessu myndi valda, átt bágt með að'skilja það til fulls, en eiginíega aldrei komist að ann- ari orsök en þeirri, er ritstjóri Lögbergs játar, að þetta sé því að kenna að blöð- in hafi ekki innheimt nógu djarflega. komið mönnum upp á að láta reka á reið anum með borgunina ár frá ári. Það ér rétt. En um leið er vert að skýra það. að þetta stafar ekki eingöngu af hirðu- leysi blaðanna. Til þess liggja að vorn áliti aðrar og afsakanlegri orsakir. fslendingar eru yfirleitt ekki miklir •‘business”-riienn. Og hyggjum vér að þar sé orsakanna að leita á ýmsa vegu. Hvað blöðin snertir, hefir þetta máske að nokkru leyti komið fram í því, að gamla lánsviðskiftafyrirkomulagið hefir verið býsna lífseigt; þau hafa ekki1 kunnað við að setja mönnum strax tvo kosti. ekki fundið ástæðu til þess að efast um áreið- anleik manna, né vilja til að standa í skil- um, og því oft tekið gildar yfirlýsingar um fjárhagsþröng — að geta ekki borgað þessa $2—3 á augnablikinu — en búist við bráðum bótum, og jafnvel búist held- ur við, að kaupendur myndu virða lin- kindina á betra veg. Um kaupendur er aftur svo, að fæstir þeirra gera sér sjálfsagt nokkra grein fyrir því, hve feíknamikið kostar útgáfa blaðanna. Þeir gera sér ekki í hugarlund að t. d. aðeins burðargjald og útsending, kostar ekki aðeins mörg hundruð dala á ári, heldur losar jafnvel þúsundið. Hvað þá heldur ritstjórn, ráðsmenska, prentun og pappír. Og þeir virðast eiga afskaplega erfitt með að átta sig á því, að blaðaút- gáfa verður að hlýða vanalegu viðskifta- lögmáli; að efni og vinnukraftur fellur j ekki blöðunum í skaut sem manna af himni. Þeim skilst þó áreiðanlega, að engin meðal sölubúð fær staðist, að eiga útistandaudi andvirði fyrir vörur sínar hjá máske helming viðskiftamanna sinna, svo tveim, eða fleiri árum skiftir. En j þeir virðast vera á þeirri skoðun, að ís- j lenzku blöðn slarki einhvern veginn fram úr því, þótt þau fái eigi greitt andvirði sitt svo þúsundum dala skifti, ár frá ári. svo takmarkaðan kaupendafjölda. sem j þau hljóta þó að hafa, og tífalda örðug- leika á við blöð á hérlendu máli, að fá auglýsingar til hjálpar. Af þessu leiðir að þeir finna ekki að , brýn nauðsyn reki til að standa í skilum. Það geri ekkert til, þótt “fyrsti hentug- j leiki” fari hjá. Þann'ig dregst fyrir mörgum, ár frá ári. unz skuldin er kom- in upp í 10—30 dali. En þegar svo er kómið, og blöðin fara að ganga harðara 1 að. af því að þau geta ekki beðið leng- ur, þá verður ýmsum mönnum, sem ekki hefðu fundið hið minnsta til að greiða $3 árlega, óhægra um vik. Marga munar um að borga $15—20 í einu. Og svo hlá- leg er mannleg náttúra, að í stað þess að kannast góðíúslega við ávirðingu sína, bálreiðast margir við blaðið. Þeim finnst það vera að kreista stóreflis fjárupphæð undan blóðugum nöglunum á sér, og að þeir eigi beinlínis siðferðislega heimt- j ingu á því að “slegið sé af” við sig. — Eftir að hafa bakað blaðinu margra ára erfiðleika og tjón. finnst þeim sjálfsagt að *fá að komast að einhverjum ‘‘kjörum”, máske alt frá 25—50% afslætti! Og fá- ist það ekki, þá segja þeir blaðinu upp í bræði sinni. Þeir ætla ekki að liggja lengur undir þessum ‘‘and........... út- gjöldum”. Og þá kemur nýtt atriði til greina, hvað blöðin snertir. Vestur-íslenzkir blaðakaupendur eru svo fáir. að blöðin mega ekki við að missa kaupendur sína. Þetta er öllum nokkurnveginn ljóst. Nú ér svo, að mikill fjöldi manna kaupir bæði blöðin, sem lengst af hafa staðið á önd- verðum meið í veraldlegum og andleg- um málum. Þess vegna eru of margir, sem nota sér það að hóta uppsögn því blaðinu, sem í svipinn gengur íastara eftir sínu, og láta það vita að það geti farið skollans til, þeir ætli að láta sér hitt blaðið nægja. Þeir vita, að þetta vopn bítur furðu vel, af því að blöðin hafa aldrei getað komið sér saman um sam- eiginlega fjárheimtu, sem auðvitað væri hið eina skynsamlega, eins og á stend- ur. Og svo hafa blöðin látið undan við óskilamennina. heldur en að sjá sig rúin kaupendum. \» » » ,Þessi afstaða kaupenda er ekki einungis lítið drengileg og íslendingum ósamboð- in, heldur einnig fáyísleg. Því auk þess sem íslenzku blöðin færa lesendum sín- um í ýmsu formi, meira andlegt verð- mæti, en blöð á hérlendu máli — langt um meira Jálutfallslega — þá hafa þau verið, og eru enn, eina tengitaugin með- al allra Islendinga, sem svo víðdreifðir eru um þessa miklu heimsálfu. Fyrir þeirra tilstyrk geta þeir enn. þótt þúsund. ir mílna skilji, tekið þátt hver í annars kjörum. frétt af gömlum vinum, ættingj- um og ástvinum; hryggst og glaðst hver með öðrum. Þetta alt verður ekki met- ið til fjár. En það er óhætt að fullyrða, að samanboýið við aðrar lífsnauðsynjar, andiegar eða áþreifanlegar, er það vel þriggja dala virði árlega. og það um æði mörg ár ennþá. , » En hitt er jafnvíst, að það getur ekki orðið til langframa, ef kaupendur halda áfram að va>nrækja skyldur sínar við ! blöðin, eins og þeir hafa gert að undan. förnu, og jafnmargir. Og þess skyldu þeir menn gæta, ef nokkrir eru, sem ósárt er uin þótt annað blaðið deyi, að sá er eng- í tnn spámaður uppi nú, sem með nokkrum f líkindum getur sagt, hvort fyr myndi hrökkva upp af. Það er áreiðanlega eins líklegt, að minnsta kosti, að bæði gefi upp öndina í einu, eins og hitt, að annaö lifi | hitt lengi. Blöðin eru til fyrir kaupendurna, en ekki þeir fyrir þau. Það er því kaupend ! anna eigin hagur, að bregða nú á nýtt í ráð. og sýna blöðunum þá skilsemi og j áreiðanleik, sem íslendingar hafa í öðr. í um viðskiftum og fjárreiðum, getið sér orð fyrir, og lengi og víða hefir verið tal- in ein þeirra mesta prýði. láta velunnara hans íá áreiöanlegar íréttir af nánri og liöan Björgvins, eins oft og unt væri, svo að vinir hans gætu seni beztar hugrnyndir fengiö um kjör hans og þá erfiðleika, sem yfir þarf að stíga. Nú þótt skammt sé siðan að hann fór héðan, og því í sjálfu sér ekki mikilla frétta að vænta, þykir nefndinni þó réttast að birta þessa bréfkafla, er hér fylgja. Eru þeir úr einka bréfi til formanns nefndarinnar- póf. S. K. Hall, og hafa því ekki verið aðrir kaflar úr þvi tekn ir, en þeir, er eingöngu fjalla um námið, og dag lega lifnaðarhætti. NEFNDIN. 24 Hadley Gardens Chisvvick W. 4. London, 10. nóv. 1926. Kæri vinur! Frá Björgyin Guðmundssyni. Nefndin* sem tók að sér að gangast fyrii samskotunum í styrktarsjóð Björgvins Guðmuncfs sonar, kom sér saman um> þegar í fyrstu, að l’að ma tæpast minna vera en eg láti vkkur vini mina og velgetðamenn heyra frá mér við og viö. — — — Jæja’ vinur; það er fyrst nú að eg get farið að láta ykkur vita eitthvað á— byggilegt um hvernig mér geðjast skólinn; og eg hugsa að eg þurfi aldrei ,að taka neitt til haka af því, sem eg ætlavnú að segja, en það er i fáum orðum þetta. (Þú verður auðvitað að taka það til greina, að það er aðeins mitt ^ter— sónulégt álit.) Eg held að skólinn sé mjög góð— ur; mér líkar þar alt af með hverjum deginum betur og betur. Fyrsti kosturinn er nú, hvað hann er ódýr. Eg eiginlega skil ekkert i því. Alt sem eg þarf að borga eru rúmir 5 dalir á viku fyrir utan inntökugjald, sem er tæpir 14 dalir, og eg tek Composition. orgel og píanó. Þar fyrir utan. history, conducting og oral training. Hlusta á orchestra tvisvar í viku, 3 kl.st. i hvert sinn. Er á söngæfingu einu sinni í viku. Sæki tvo fyrirlestra í viku, fyrir utan það, sem eg | hefi áður talið. Svo hefir skólinn bókasafn og | þar get eg ^ngið hvaða bók, sem eg vil heim j með mér, eins lengi og mig lystir, og nota eg það óspart. Oftast nær fáum við eitt concert ; á viku fyrir ekki neitt. 6 pípuorgei hefir skólinn j og á maður heimtingu á að fá að brúka þau j 4 klt. á viku> og náttúrlega er manni frjálst að j stelast i þau hvenær sm maður kernst höndum undir. Og að fá þetta alt svona ódýrt, stingur j mjög í stúf við dýrtiðina, sem hér er a öllum hlutum. Og það er svo sem heldur ekki rekið j neitt á eftir manni með skólagjaldið, heldur má heita að raaður geti borgað það eftir hentug— leikum. Þá eru allir starfsnienn skólans einstak— j lega blátt áfram og greiðugir í hvívetna, hæði prófessorarnir og eins skrifstofufólkið, svo yfir leitt finnur maður sig þar vel heima. I Af mér persónulega er það að segja, að eg uni náminu tneira en vel. Mér finnst það líkara draumi en veruleika- að mega hugsa eingöngu um “music". Það er alveg nýtt lif fyrir mig. F.nda sæki eg námiö eins hart og kraítar og tími leyfa. Eg er búinn að semja 6 lög, öll fyrir hljóðfæri og öll fyrir “double counter— point", þar á meðal tvær “fugur”. Eg held eg standi mina pligt á því sviði. En með hljóðfæfrL in er alt í grænum sjó, eða svo finst mér að minsta kosti. Það er mín veika hlið, og hefi eg lengi vitað það. Það er fyrst rétt þessa dagana, að eg er að finna svolitla framför, og eins og fingurnir séu svolítið að liðkast. En eg æfi mig eins mikið og mér er mögulegt> og nota tímann eins vel og eg get. T. d. skrifa eg flest mín bréf í skólanum, þegar eg þarf að hiða þar eftir einhverju og hefi ekkert með tím— ann að gera. Það geri e£ til þess að þau (bréf- in) taki ekki tfma frá heimaverkinu. Það tef— ur raunar tajsvert fyrir mér, hve langt eg er frá skólanum. Það tekur vanalega klukkutíma hvora leið. Svo að hæði fyrir það’ og eins hitt, að plássið, sem við erum í, er lítt viðunandi’ þó það kosti okkur 40 dali á mánuði!, þá ætla eg í jólafríinu að leita eftir öðru húsnæði, þó það ef til vill hafi ekkert upp á sig, því eitt af því sem Englendingar kunna ekki, er ■ að byggýa skýli yfir hausinn á sér. Eg hefi sótt nokkra concerta i Albert Hall, en satt að segja hlífist eg við því’ sökmn þess að það er nokkuð dýrt, og held eg að betra væri að eg gæti þá verið einu “termi” lengur i skólanum fyrir þá pen- lng'a’ því að þar getur maður orðið margs vís fyrir litið. Dyrtiðin er reyndar alveg gengin. fram af okkur, svo að eg á engin orð til að lýsa henni. Eg er vanur að segja, þegar eg er spurður, hvernig mér liki á Englandi, að mér líki alt illa nema skólinn og tíðin (veðrið). Við erum að reyna að lifa eins ódýrt og við getum og samt er matvælareikningurinn eins hér og í Winnipeg’ þegar við höfðum 5—6 manns í heim iH. Hér er allur eldiviður seldur klofinn svona mátulega fyrir hvaða stó sem er, nema hvað spýturnar eru miklu styttri en í Canada- 6 til 8 þumlunga á lengd. (% hvað haldið þið að hver spýta kosti ? 2y cent, með leyfi! 24 spýtur fyrir 2 shillings og 6 pence. Kolin eru skap— legri, þó þau geti ekki kallast ódýr, 100 pund fyrir 5 shilllings ($1.25). Svona gæti eg hald— ið áfram að telja í allan dag, en það er þýðing- arlaust. En samt er það kostnaðurinn, sem mig alveg sundlar yfir, því að í sannleika höfum við lifað svo sparlega hingað til, að eg efast um að það geti gengið aitæf, og með því eða eins og nú stendur, fer mánaðarreikning— urinn, með skólagjaldi og öllu vel að merkja, upp á $170.00’ og þyk ir mér mikið fyrir _að segja frá þvi, en það er svo ótrúlega margt sem reitir af manni peningana, að kostar t. d. 16 cent á dag, að kom— ast á og af skólanum, og geng eg þó hátt upp í mílu. —------Eg held- að ef eg hefði vitað- hvað alt er hér dýrt og á sama tíma óþægilegt, að eg hefði heldur kosið að fara til Þýzkalands, þó á því væru margir meinbugir. Þessi ómynd hér á öllum hlutum hefir ill áhrif á mann.-------— T. D. er eldiviður inn svo blautur að ómögulegt er að láta loga í honuni’ þó líf lægi við, og svo/ er enginn dragsúgur í þess— um eldavélum, svo að maður ætlar að kafna í reyk hvenær sém eldur er i þeim. Jæja, góði, eg er riú að þroturn kominti, enda hugsa eg ið, þett gefið ykkur nokkurn vegirm hug— mynd ttm h.tgi inína. — — Og vertu svo' með hjartfóignum ósk— um og innilegu þakklæti fyrir alt gott, kærast kvaddur af þínum fjarlæga en einlæga vin> Björgvin. Saga Islendinga í N. Dakota. DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan. eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fás\ hjá öllum lyfsögum, eða frá Yhe Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. Thórstína S. Jackson. — Th City Printing & Publishing Co. Winnipeg; 1926. 474 hls. í stóru áttablaðahroti. Þetta er mikil bók, i sjö köflum, er fjalla urn landbúnað og fyrstu ár— in; yfirlit yfir húnað Islendinga í Norður—Dakota; félagslíf; Dakota— Islendin.ga í opinherum störfum; Norður—Dakota Islendinga í menta— ntálum og.á ýmsum öðrum sviðum; útdraetti úr ritgerðum og hréfum, og æfiágrip frumhýlinga ísienzka byggðanna í Norður-Dakota. Auk þess er formáli eftir höfundinn og inngangsorð eftir Vilhjálm Stefán.s- son á ensku, ineð íslenzkri þýðingu. Höf. hefir hér tekist á hendur mik ið nauðsvnjaverk’ og ákaflega um— svifamikið. Þvi miður er> eg ekki svo kunnugur, að eg geti nteð nokkr um líkindum dæmt unt það, hvernig aðalverkið hefir tekist, verð þar að fara eftir dómum þeirra, er stað— háttum eru kunnugir. Og því er ekki að levna, að svo virðist sem töluvert skorti á, að þarna sé ná— kvæmt og áreiðanlegt yfirlit yfir æfiferil Dakota—landnemanna. Kunn ugir sakna æði margra, og þaö jafn— ved vel þektra manna. F.inn. eða tveir menn eru skakt feðraðir, skajckt skirðir og skakkt giftir. Þótt þessi dænii séu ekki mörg, hlutfallslega, þá þykir kunnugum fyrir, að meiri nákvæmni skuli ekki hafa verið auðið ^ið gæta. 'Svo allar aðfinnslur verði samferða. er rétt að taka það fram, að máliö er, hvergj nærri gott frá höfundarins hendi. Það er víða mjög ensku— skotið, bæði orðatiltæki og setninga— ^kipun, og dönskuskotið líka, sem kentur auðvitað af því, að svo er um málfar mjög margra Vestur-Islend— inga. Eldra fólkið hefir flutt með sér að heitnan dálítið af dönskuslett- um, sem ekki var búið að hreinsa úr daglegu sveitamáli ér* það fór að heiman. Vestur—íslenzk börn hafa svo auðvitað lært þetta, án þéss að renna grun í að það væri ekki bezta íslenzka. Prófarkalestur hefði átt að geta lagað þetta, og sömuleiðis töluvert af prentvillum, sem raunar eru litilvægar í sjálfu sér, en ó— prýða jafnan, sérstaklega svona fall— ega og mikla bók. Þrátt fyrir þessa galla, skyldi eng inn láta þá fæla sig frá því að kaupa hókina. Þeir stafa flestir frá því, hve efnissöfnun er ákaflega heimtu- frek- á tínia og peninga, svo heimtu frek, að ekki er hægt annað en að votta ungfrú Jackson. fyllstu virðingu og þökk fyrir að hafa tekist fram- kvæmdina á hendttr, og þannig, mef dótturlegri ræktarsemi við minningt föðursins, haldið áfram hinu fagra og nvtsama starfi, sem hann réðist í af söniu hvötum, eins og svo ótal- margir ágætir íslenzkir alþýðumenr í undan honum, öldum santar I gleymdir'sepi kunnir. Miklar líkut eru til þess, að ef ungfrú Jacksor hefði ekki ráðist til þessa verks, þá hefði það aldrci verið unn- ið. Sennilega er það eins dærni, a? manneskja af árinari kynslóð skul: af sjáHsdáðum getað ráðist i anna? eins fyrirtæki — mér liggur við a? cegja, haft vit og vilja til þess. Sérlega skemtilegir og hugðnæmit eru ýmsir kaflar bókarinnar, sér- staklega fyrir okkur, sem.svo lítinn kost höfum átt -^á að kynna okkui landnamssögu Islendinga hér, t. d I. Landnám og fyrstu árin, eftir höi I undinn; II. Yfirlit yfir bi'inaff Isl j í Norður—Dakota, eftir fjóra hænd- |ur, sem hafa húið i Pembinasýslt síðan á landnámstið. i 44 ár. og IV Utdrœttir úr ritgcrðum og bréfum sérstaklega skvrsla séra Páls heitin- Þorlákssonar, er hann santdi í bana- legunni. Þá er og sá mikli kostut við bókina að mjög sanngjarnlega virðist skýrt frá mönnum og mál - efnum, hvergi lagður á vilhallut dómur, því síður áf ásettu ráði. Er vitanlega er það ekki ætlunarverl slíkrar hókar, að leggia á nákvæmat metaskalar vit eða hæfileika þeirra manna, er getið cr, $vo að í æsat verði spannað, enda ómögulegt, ein- um sent öðrunt, er um svo marga ræ? ir, og hégóminn einber að búast vi? slíku, hvað þá heldur að firtast aí þvi. Bókinni hygg eg fcezt lýst með inn- gangsorðum Vilhjálms Stefánsson - ar. og sérstaklega þessum: “En. a? þvt er mér virðist, mun þetta starf ’i.ss Jackson. hafa mesta þýðingu fvtir sagnfr,T'ðinga cg félagsfræ^- inga, sem í seinni tíð geta notað það sem hornstein undir almenna. frum- byggjasögu N.-Dakota, og sem efni til þess að bvggja á félagsfræðilegar ályktanir í samhandi við fritmhyggja líf”. — Miss Jackson á skilið þökk landa sinna vestan og austan fyrir starf sítt. Það er þeirra. sem eftir koma, að byggia ofan á. svo ekki hallist, enda auðveldara en að leggja grunninn. Mynd höfundar er framan við bók ina. Auk þess prýðir hana aragrúi af myndum af einstaklingum, fjöl- skyldum og byggingum. Voðfelda og fallega kápu prýðir rnynd af mál— verki, eftir hinn ágæta landa vorn. Emile Waltet's. Pappír er góður og prentun vel af hendi leyst. Með ölltt þessu er bókin ákaflega ódýr, aðeins $3.50. Er hún ákjósanlegasta jóla— gjöf. Aðalumboðsmaður hettnar hér í borg er Mr. S. K. Hall, Asquifh Apts., Furby St. ♦ S. H. f. H.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.