Heimskringla - 02.03.1927, Blaðsíða 1

Heimskringla - 02.03.1927, Blaðsíða 1
rv XLI. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MAN, MIÐVIKUDAGINN, 2. MARZ 1927. NÚMER 22 Helztu atriöi íjárlaganna eru þessi: Tekjur fjárhagsársins eru áætlaöar í394,800,000; útgjöld 360,000,000. Af tekjuafganginum skal draga frá 82,900,000 til endurmats hermanna- jaröa. Þaö sem þá er eftir, tnn 31 miljón, á aö dragast frá ríkis— skuldinni. Söluskatt á aö lækka um 20%. Tekjuskatt um 10%. Undanþága frá frímerkjaskatti á ávísanir, færö úr 35.00 upp $10.00. Lagaákvæöi gerö um aö prentsmiöjum beri að greiða söluskatt. Tollverndun helst óbreytt. Til Hudsonsflóa brautarinnar eru á- ætlaðir $5,100,000. Ymsum þykir máske fróðlegt aö lieyra, að Farmer’s Packing Com— pany, sem margir kannast við, töpuðu á mánudag í fyrri viku máli, er þeir höfðuðu á móti F. Kuxhouse nokkr- tim, þess efnis, að^ félagið krafðist þess, að stefndi greiddi því $750 and ■virði skriflegs borgunarloforðs (pro— missory note). Var félagið dæmt til þess að skila Kuxhouse aftur loforð— inu og þar aö auki endurgreiða hon— am $250, er hann hafði lagt í fyrir— tækið. Það var borið í réttinum, að fé— lagið hefði ekki verið starfandi, þeg— ar Kuxhouse keypti hlutina, og að skýrslur félagsins um ágóða sinn hefðu verið falskar. Kuxhouse komst að þessu skömmu eftir það, að hann lceypti hluti í félaginu, og vildi þá fá að leysa samningana. Þegar dómarinn reifaði málið, benti hann á, aö enda þótt engin hlutabréf heföu verið af hendi látin við verjanda, né honum gert aðvart aö félagið hefði veitt viðtöku beiðni hans þar um, þá hefðu gögn sannað það, að fólagið hefði úthlutað hon— um hinum 10 hlutum, er hann keypti. Kvaö hann verjanda ekki mundu hafa getað kornist hjá því, að verða settur á skuldunautalistann (list of contri— butories) fyrir það sem óborgað var'* af hlutum hans, ef skiftaráðandi (liquidator) hefði tekið þá stefnu, og réttilega sannaö, að hann í raun réttri hefði verið hluthafi í félag— inu, þegar skuldlúkningin (winding- up) var fyrirskipuð. Aðalvörn stefnda, kvað dóniarinn vera þá, að sækjandi hefði með ó- sönnum og sviksamlegum umsögnum, ginnt stefnda til samninga og til þess að skrifa borgunarloforðið. Svar sækjanda væri það, aö þeir neituðu að stefndi hefði keypt hlutina, að minnsta leyti sökuin ósannra og svik- samlegra umsagna, eða að stefndi heföi á nokkurn hátt, af sækjendum verið ginntur til kaupanna með ósann indum. Dómarinn endaði svo mál sitt: Mér þykir enginn vafi leika á því, að umboðsmenn sækjenda vilj— andi hafa skvrt stefnda svo rangt frá, að hann þess vegna hafi látið til leiðast að kaupa- umrædda hluti, og borga $250 af andvirði þeirra út í hönd.” Erlendar Bandaríkin. MEXICO og NICARAGUA. Þar syðra hefir smáhljóðnað unt Mexicoþrætuna. Er þó talið, að langt sé frá því að engin hætta sé iengur á ferðum. En sumir segja að lognið stafi frá því, að báðir máls aðilar séu að biða átekta, og séu báð ír hálfsmeikir við að hefjast handa. Mexicomenn að framfylgja jarða— löguntim viðstöðulaust, sem gengu í gildi 1. jan. i ár, og hafa svo mikil áhrif á leiguskilmála oliunámu- manna; en Bandaríkjamenn, að beita þegar í stað ofbeldi, svo að ofmikla eftirtekt veki. Aðrir þakka Iognið því, eða kenna það, að sumir olíu— kóngarnir amerísku séu farnir að efast um hvort ófriður muni borga sig fyrir atvinnurekstur þeirra, og segja þeir hinir sömu, að nú muni sérstök fullvalda sendinefnd frá Mexico sitja á ráðstefnu í New York með ýmsum höfuðpaurum oliufélag— anna, í því skyni að reyna að jafna leigusamningana nm oliulöndin á þann hátt, að svo megi lita út á J'firborðinu, að einskis virðingu sé rnisboðið. I Nicaragua hefir heldur ekki mik ’ð gerst nýliðið, fram yfir það sem orðið var. Bandaríkjamenn hafa skipað þangað allmiklu sjóliði, griðar ker, samborið við landsherinn. Má. heita að þeir berjist með harðstjór— anum Diaz og á móti liberala flokkn ■uni, fylgismönnum Dr. Sacasa; þó «kkt að því leyti að sjóliðið taki bein an þátt í orustum, heldur er lagið tað, að Bandaríkin lýsa því yfir, að þetta og þetta svæði, eða þessi borg °g hin sé “hlutlaust svæði”, og setj- Ist þar til þess áð “vernda’ það. En þessi ‘hlutlausu svæði” eru flest eða ■°* 1] 2 3 þar, sem fylgismenn Dr. Sacasa ^ætu helzt búist um, og haft sem 'ttesta aðdrætti til hers sins. En þrátt ynr þetta, gengur Diaz ótrúlega illa sigrast á rnótstöðumönnunum, fréttir. Sveinbjörn Sveinbjörnsson Tónskáld. — Samkvæmt símskeyti, er ræðismanni Dana hér, hr. A. C. j Johnson, barst frá yfirræðismanni Dana og íslendinga í Can- ada, hr. J. E. Böggild í Montreal, lézt Nestor íslenzkra tónskálda, j Sveinbjörn Sveinbjörnsson, að heimili sínu í Kaupmannahöfn, miðvikudaginn 23. febrúar. Hann fékk hinn fegursta dauðdaga, j er hugsast gat, í fullu samræmi við lífsferil sinn; hneig niður } frá hljóðfærinu, er hann sat við og lék á, og var þegar örendur. j Dó und herklæðum, eins og einn vinur blaðsins komst að orði, er hann frétti um lát meistarans. — Próf. Sveinbjörnsson verður getið nánar í næsta blaði. Látinn. Georg Morris Cohen Brandes 1 vikunni sem leið barst símfregn frá Kaupmannahöfn, að þar hefði látist á miðvikudaginn, sá maður, er nær tvo manns- aldra hefir borið ægishjálm yfir flestum, ef ekki öllum rithöf- undum hins menntaða heims, sinnar samtíðar. Verður hans nán ar minnst síðar hér í blaðinu, því áhrif hans náðu til Islands, ekki síður en til allra annara veíftrænna menningarlanda. Sveinbjörn Tónskáld Sveinbjörnsson. 28. júní 1847 — 23. febrúar 1927. enda er það segin saga, að hann væri fyrir löngu oltinn úr sessi, ef lands— lýðurinn mætti ráða sér sjálfur. McNARY-HAUGEN frv. Síðasta hálfan mánuöinn hefir ver ið meira talað unt McNary—Haugen frumvarpið, og afdrif þess, en nokk- ttð annað í Bandaríkjunum. Gerir frumvarpið ráð fyrir meiriháttar hjálp bændum til handa. Fór svo um það, að öldungaráðið samþykkti það fyrir hér um bil hálfum mánuði síðan nteð 47 atkv. gegn 39. Síðan fór það sigurför gegnum neðri mál— stofuna, en beið loks bana í höndum Coolidge forseta, er neytti þar synj— unarvalds síns, í samræmi viíT óskir ráðuneytis síns, að því er sagt er. Hefir þetta allt vakið mikið umtal og vekur enn. * * * McNary—Haugen frumvarpið er garnall kunningi, og hefir mest uni það verið talað af öllum tillögum, sem , fratn ltafa komið til þess að reyna að reisa við landbúnaðinn í Batylaríkjunum. • Meginíatriðin þessi: 1) Skipuð skal landbútiaðarnefnd ■ stórjkostleg vörumiðilssamktfnda af hálfu ríkisstjórnarinnar. Forseti Bandaríkjanna skal skipa í nefnd- ina, eftir því sem hin og þessi bænda félög nefna til menn í hana. 2) Nefndin skal fá til untráða $250,000,000 af stjórnarfé. 3) Þegar nefndinni býður svo við að horfa, getur hún tilkynnt að nieira hafi verið framleitt af vissunt landbúnaðarafurðum, en neyzluþörf er fyrir í Bandaríkjunum. 4) Nefndin ákveður, hve ntikið sé afgangs af hverri tegund, og tekst þá á hendur að sjá fyrir afgangin- um, annaðhvort með því, a) að kaupa afganginn og geyma hann unz þörf verður fyrir hann, eða b) að kaupa afganginn og selja eru hann til útlanda fyrir það verð sem býðst. 5) Tap og reksturskostnað skál greiða af jöfnunargjaldi (eqttaliza— tlon fee). Skal leggja þetta gjald sem einskonar skatt á sérhverja sölu— einingu téöra uppskerutegutida, á ntæli, stórsekk eða puncí. 6) Þetta skal skoða sent einskonar tilraun (því er haldið frani að rétt- mætt sé af stjórninni, að gangast fyrir tilraunastarfsemi, er tniðar þjóðinni til heilla). Heppnist fyrir— tækið, þá dregttr það alls ekkert úr rikissjóði, þar sem allt verður greitt með jafnaðargjaldinu. Misheppnist það, tapar stjórnin þessum $250,000,- 000. og að auki öllu fé, sem til þess kann að hafa verið lagt. Það er helzt talið frv. til gildis, að langflestir bændasinnar aðhyllist það, sökum þess að bændur trúi þvi yfirleitt, aö þeir muni hagnast við það. Rökin, seni frumvarpið áttu að drepa, og svo aftur andsvörin’ við þau, ertt þessi helzt: 1) Frumvarpið er verðfestandi (price—fixing), og verðfesting er þvi nær jafn viðbjóðsleg og kommúnr- ísmi. Svar: Frv. er ekki verðfest— andi. 2) Það er verðfestandi sökttm þess, að ettda þótt landbúnaðarnefndin ekki skipi fyrir, að þetta og þetta verð skttli vera á hveiti, þá getur hún ráðið hveitiverðinu, af því að hútt heffr framleiðsluna í hönduin sér. — Svar: Hér ræðir aðeins um verð- stöðvun (price-stabilization), og kostnaðinn við það ber jöfnunar— sjóðurinn, 3) Frv. ber ekkert gott í skauti fyrir bændur; þvt undireins og upp— skerutegund hækkar í verði, þá verð ur nteira framleitt af þeirri tegund, og síðari villan verður þá verri hinni fyrri. — Svar: Þegar sæmilegt verð fæst fyrir allar uppskeruafurðir (og söniuleiðis svín) þá er engin freisting lengur fyrir bændur til þess afð fram leiða eina uppskerutegundina í vit— leysu á kostnað annarar, sem þá verður ófáanleg. Ó, guð vors lands, er söngva sál Nú svifin hæða til, Að leika tóna og ljóða mál Við lífsins undirspil? Því dýrstu hljórna heilög sál 1 lijarta skáldsins bjó, Unz ekkert glapti guðleg mál, En gleymdist líf. — Hann dó. Ó, ættlands guð, í engla sveit Til íslands sendu hann, Að syngja frægum feðra reit Um frið og kærleikann; Um æðstu tóna, — æðra og meir, Sem eru’ oss nú um megn, — Unz hjá oss loksins dauðinn deyr Við drottins tóna regn. Jónas A. Sigurðsson. 26.—2.—’27. um. D. Cantpbell frá Montana. verður töluvert litið, því 4) Frv. gefur tilefni til fjárdrátt— ar. — Svar: Það gefa verndartollar einnig; gera enn og munu ávallt gera. V * * Grimmustu mótstöðumenn frum— varpsins eru vitanlega þeir, sem ekki mega til þess hugsa, að rikið standi fyrir nokkrum viðskiftaframkvæmd— Einn af þeitn er Mr. Thomas Til hans ha’nn er sjálfságt tnestur Ikornyrkjumaður í veröldinni. Hann hefir 100,000 ekr— ur undir kornrækt; hefir engar skepnur við vinnu og fáa rnenn, læt- ur vélar vinna því nær allt. Mr. Cantpbell er mjög andstæður frum- varpinu. Kveður hann hugmyndina um tilveru bænda úrelta heimsku, og og ætti að setja bóndann á forngripa— náttúrusafn við hliðina á fuglinum Dodo og skóviðgerðarmanninum. Vill hattn láta tröllstór attðfélög reka landbúnaðinn, enda kveðst hantt sjálfur sleppa nteð $8.50 fyrir að rækta hveitiekruna, þar sent stjórn- inni þyki gott, að hún sé ræktuö fyrir $16.50. Hin niiklu auðfélög geti attðveldlega og ávallt fengið pen ingalán í bönkum, sem sé nteinilla við að lána bændurn. — Mr. Camp— bell virðist ekki taka með í reikning— inn, að stjórni nmuni eins auðveld— lega geta fengið Ián og auðfélögin, og að ntenn myndu vinna rtkintt jafn trúlega og auðfélögunum, ef ekki væri annars kostur. Þó eru ýmsir mótstöðumenn frv., bankantenn og aðrir peningasalar, mótfallnir þessari hugmynd Cantp— bells, að svo stöddu, að minnsta kosti. Telja þeir að afleiðingin myndi verða almenn uppreisn. Alíta sjálfsagt að öruggast sé að flá bónd- ann nteð því fyrirkomulagi, sem nú er: að lofa honum að hjálpa öflug— ast til þese sjálfum. * * * Samþykkt frumvarpsins í bátkirn málstofunum kont Coolidge forseta í úlfakreppu, að talið er. Oánægju— ský mið-vesturríkjabændanna, og sttnnanbænda reyndar líka, háfa í firntn ár þrumað yfir fjallatindum repúblíkana. E.t Jen,ókratar hafa verið of veikir til þess að leiða nokk- urt steypiflóð úr skýinu. Coolidge hefir af alefli barist á móti öllum frumvörpum, sent landbúnaðarflokk- ttrinn vildi kotna í lög. En að þessu hefir hann getað smeygt sér hjá því, að þurfa að nota svnjunarvald sitt, með því að hafa þau áhrif á þingið, að það hleypti ekki frv. t gegn. En nú loksins kom þar að, að það var ekki unnt lengur. Höfðu fylgismenn McNory—Ha«gen frumvarpsins kom— ið svo ár sinni fyrir borð, við þing- menn, er vinveittir voru kolakóng- unttm frá Pittsburgh, sem hræddir voru við frumvarp, sent lá fyrir þing inu, þess efnis, að leggja úrskurð— arvald uni stórvægilegar kolaiðnað— ardeilur í hendttr forsetans, að kola- þingmennirnir kevptu, að sagt er lið— veizlu bændasinna, með þvt að koma McNary—Haugen frv. í gegnum báð— ar málstofur. Nú þóttust ntenn sjá, að forset— inn gæti ekki lengur forðast bæði Scyllu og Charybdis. Ef hann skrif- aði undir frumvarpið, þá kæmi hann sér út úr húsi i Ný—Englandsríkjun unt og hjá meiriháttar viðskifta— mönnum Bandarikjanna; þar við bættist, að hann gat ekki átt von á miklu lofi, þótt hann hefði samþykkt lögin, þvi allir vissu að það myndi aðeins gert af neyð. Enda fór svo, að hann tók hinn kostinn, að neyta synjunarvalds síns til þess að drepa frumvarpið, enda var það i rattn og veru sæmilegra fyr ir hann. En fyrir bragðið spá marg— ir, að bændasinnar nntni sjá svo um að ekki sé ósennilegra, að Frank O. Lowden, eða Charles G. Dawes vara— forseti, verði tilnefndir sem forseta— efni repúblikana, nú, er dregur að undirbúningskosningunum. Myndasýning. fer fram i samkontusal Sambands— safnaðar 4. marz, kl. 8 siðdegis. Leikmannafélag safnaðarins hefir keypt vél til þess að sýna með kvik— myndir. Er svo til ætlast, að hún konti sunnudagaskólanum serstak- lega að gagni. En fyrst verður ein eða tvær sýningar fyrir almenning. Ollunt börnurn skólans er boðið ó— keypis að horfa á mvndina, en full— orðnir greiða 25 cent. Myndin, setn sýnd verður, heitir “The Stream of Life”, og hefir ver— ið sýnd víösvegar i kirkjum, t. d. hér í Winnipeg, og þótt mikið til hennar koma. Er búist við fjölntenni miklu við þetta tækifæri. ] Framhald ársfundar j The Viking Press Ltd. . Sökum þess að ekki varð lokið við sumt aí málum þeim, er lágn fyrir ársfundi félagsins, er haldinn var á skrifstofu þess föstudaginn 25. f. m., verður fundinum haldið áfram á fimtudaginn 17. þ. m., kl. 2 e. h., á skrif- stofu félagsins, 853 Sargent Ave. Hluthafar eru áminntir um að mæta, því vms áríð- andi mál liggja fyrir. Winnipeg, Man., 2. M. B. HALLDÓRSSON forseti. marz, 1927. RÖGNV. PETURSSON skrifari. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.