Heimskringla - 02.03.1927, Page 4

Heimskringla - 02.03.1927, Page 4
4. BLAÐSlÐA. HEIMSKRIN GLA WINNIPEG, 2. MARZ, 1927- ‘prámskrítigla: (StofnuTí 1886) Kennr fkt A hverjam ml*vlkndefl EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGENT AVE., WINNIPEG. Talnfml: N-6537 VerTJ blaUsins er $3.00 árgrangurinn borf- iet fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PREtsS LTD. SIGPfrS HALLDÓRS Irá Höfnum Ritstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtanAnkrllf tll bla5nlns: THE VIKING PltESS, L.td., Box 8105 Ptanftnkrlft tll rltst Jftrana: EDITOH HEIMSKKINGL.A, llo» 8105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla is pnblisbed by The Vlklng Preaa Ltd. and printed by CITY PRINTING Æ PUBI.ISHING CO. 853-855 Saraent Aee., Wlnnlper, Man. Telephone: .86 53 7 WINNIPEG, MANITOBA, 2. MARZ 1927 Debs « mannvinurinn. (Eftir John Haynes Holmes.) Eg sá Debs þrem sinnum; eg heilsaði honum tvisvar; eg átti tal við hann einu sinni. Hver þessara daga verður, í minn- ingunni, hátíðisdagur, svo lengi sem eg lifi. Eg sá Debs í fyrsta skfti árið 1912, á fjölmennum fundi í Carnegie Hall, í New York borg. Þá var hann frambjóðandi Sócíalista, sem forsetaefni Bandaríkj- anna. Ræðan, sem hann flutti það kvöld, var ekki voldug ræða; hún var ekki einu sinni góð ræða. Eg sá strax, að hann hafði flutt þessa ræðu fimtíu, eða hundr- að sinnum, og að hún var orðin snjáð og slitin. Eg þekkti svo mikið til opinberra ræðuhalda, að eg vissi, að hinar snöggu, rykkjóttu hreyfingar báru vott um stirða vöðva, sem svo aftur báru vott um það, að maðurinn var of þreyttur til að tala. nærri því ofþreyttur til að standa á fót- unum. Þó var það af og til, að í þessari þreytulegu ræðu var eins og brigði fyrir leiftrum. Vöðvaherpingurinn hvarf augnablik; rómurinn varð styrkur og eðli legur; eldur tilfinninganna gaus upp frá hinu ósigraða hjarta. Þetta kom fyrir, er Debs minntist á börnin, sem erfiða í verkstæðunum, á konurnar, sem þræla í öreigahverfunum; á fátæklingana, sem örbirgðin eyðileggur. I einni svipan. undr áhrifum slíkra hugsana, varð hann sem endurfæddur, og í fyrsta sinni á æfi minni, skildi eg hvers vegna fólk elskaði hann, og hvers vegna þeir ósjálfrátt krupu á kné fyrir honum og kystu hend- ur hans. í annað skiftið, sem eg sá Debs, var það líka í New York, skömmu eftir að hann kom úr fangelsinu. Strax og eg heyröi að hans væri von, skrifaði eg bréf og bað um leyfi til að heimsækja hann á gisthúsinu og tjá honum virðingu mína. Bróðir hans (Theodore) svaraði bréfi mínu, og sagði mér, að hann væri lasinn, og að þess utan yrði dvalartíma hans í borginni ráðstafað í sambandi við ýms pólitísk mál, og að hann gæti því engu lofað. Eg skildi þegar, að Debs var þörf á því, að hann væri verndaður fyrir vin- um sínum, og sá, að eg sýndi honum mesta ást með því að gera honum ekkert ónæði. En allt í einu (eg get aldrei gleymt þeirri stufid) brauzt skrifarinn minn inn í lestrarherbergið mitt, með undrunarsvip og miklu fasi. Loks gat hún gert mér skiljanlegar þær undrafréttir, að Debs væri niðri — í biðstofunni — og vildi sjá mig! Eg þaut sem kólfi væri skotið nið. ur stigann! Þegar eg kom inn í stofuna, rétti eg fram hendina, samkvæmt hinum kalda. tilfinningarlausa Nýja Englands sið; en áður en mig varði, hafði hann vaf- ið mig örmum og kyst mig á báðar kinn- arnar. Kæri, gamli ’Gene! Þannig var hann öllum. Hann var allur viðkvæmni, blíða, ástaratlot — rétt eins og ungmey við unnusta sinn. Eg vissi ekki, hvað eg átti af mér að gera, svo algerlega óvenju- leg reynsla var mér þetta. En það hlýjar mér um hjartaræturnar, að minnast þess- arar stundar, nú, þegar hann er farinn. Það var í Terre Haute (þar sem Debs hefir átt heimili mestan hluta æfi sinnar) fyrir tveimur árum síðan, að eg sá Debs í þriðja sinn, og gafst þá kostur á að eiga nokkrar samræður við hann. Eg kom mér í símasamband við heim. ili hans, og var sagt, að hann væri veikur og ekki fær um að taka á móti gestum; en að eg gæti samt reynt að koma eftir hádegi næsta dag, og mundi eg þá geta fengið að sjá hann, ef hann yrði þá hress ari. Á tilteknum tíma stóð eg í forstof- unni í litla húsinu hans og hringdi dyra- bjöllunni. Að vörmu spori voru dyrnar opnaðar og þar á þröskuldinum stóð ’Gene sjálfur. Þegar eg nú rifja þetta upp fyrir mér, verður mynd hans, eins og hann stóð þarna í dyrunum, björt og fögur, og eg sé hann næstum eins og engil, með skín. andi ásjónu og útrétta arma móti ein- hverjum aumum syndara við hlið himna- ríkis. En á því augnjabliki, þegífr jeg horfði á þetta bros, sem enginn getur gleymt, sem einu sinni hefir séð það, datt mér aðeins í hug vísan, sem James Whit- comb Riley orti fyrir mörgum árum til vinar síns: ) And there’s ’Gene Debs—a man ’at stands And jest holds out in his two hands As warm a heart as ever beat Betwixt here and the Jedgement Seat. . Eg mundi vera stoltur af þessum end- urminningum, ef unnt væri að setja stolt í nokkurt samband við nafnið Debs. En það stolt væri lítils virði, því það er til aragrúi af mönnum og konum í þessu landi, sem á samskonar minningar um hann. Vinátta Dehs var ekki bundin við neinn einn eða tvo, eða fáeina lítvalda. Fleiri þúsundir gætu sagt frá samskonar reynslu og eg hefi sagt frá. Mörg hundr- uð gætu játað endurminningar miklu dýpri og innilegri, en nokkuð sem eg reyndi. Það er þetta, sem gerir Debs að heimsborgara. Auðvitað tilheyrði hann sérstaklega Sósíalistunum — en ekki þeim einum! í heilan mannsaldur var hann leiðtogi þeirra. Fimm sinnum bar hann merki þeirra, sem forsetaefni Banda ríkjanna. í lífi og dauða var hann liðs- maður þeirrar stefnu. Dettur nokkrum Sósíalista í hug, að yfir miljón atkvæða, sem hann hlaut í fjórða skiftið, sem hann bauð sig fram, hafi verið tala flokks- manna hans á þeim tíma; eða að 900,000 menn og konur, sem greiddu honum at- kvæði árið 1920, hafi öll verið Sósíalistar að greiða Sósíalista atkvaéði sín? Alls ekki. Debs var æfinlega. tvisvar til þrisvar sinnum sterkari en flokkurinn, sem hann var fyrir. Þúsundir veittu honum fylgi; ekki vegna þess að hann var Sósíalisti, heldur vegna þess, að hann var Debs. Þau lofsamlegustu ummæli, sem eg hefi lesið um hann, komu frá mönnum utan hans flokks. Það var Edward Carpenter, sem kalaði hann “bezta mann Bandaríkj- anna’’. Það var Israel Zangwíll, sem sagði, þegar Debs var fundinn sekur um landráð, að “hann ætti að hafa sæta- skifti við dómara sína” Edwin Markham sagði fyrir mörgum árum síðan, að Debs ‘‘væri einn hinna mestu mikilmenna landsins”. En mikilfenglegasta lofið kemur frá Horace Tranbel, lærisveini og æfisöguritara Whitman’s, sem sagði: “Stafirnir fjórir, sem mynda orðið Debs, hafa gefið mannkyninu nýtt orðasafn.’’ Eg endurtek það: Debs var heimsborg- ari. Hann varð ekki takmarkaður innan neinnar einnar stéttar; ekki bundinn inn. an vébanda neins eins flokks; ekki bund- inn við borgaraskyldur neinnar einnar þjóðar. Hve viðeigandi, að hann skyldi einmitt vera sviftur þegnrétti sínum sem Bandaríkjamaður í máli því, sem gerði hann að heimsborgara! Að líta yfir æfiferil hans, frá því hann byrjaði að vinna sem undirtylla vélstjóra á járnbraut, þá 14 ára gamall, gegnum Pullmanverkfallið 1894, og kosningabar- dagana, sem Sósíalisti, til fangelsisvist- ar hans í Atlanta fyrir landráð, er að standa andspænis tveimur spurningum. 1. Fyrst af öllu er spurningin um þá ást, sem menn höfðu á Debs. Hvaðan stafaði hún? Hvemig verður hún skil- in? Svarið við þessari spurningu er ofur einfalt, jafnvel þótt það verði að skoðast sem kraftaverk. Það er innifalið í hinni ódauðlegu staðhæífingu, sem ^tendur í fyrra bréfi Jóhannesar postula, þar sem hann er að skýra elsku mannanna til guðs og segir: “Vér elskum hann, því hann elskaði oss að fýrra bragði”. Hvað- an Debs kom þessi ást til mannanna, er annað mái. I því felst kraftaverkið, sem eg minntist á áðan. Slíkur kærleikur til J mannanna, eins og kemur fram hjá Jesú j og Debs, er eins og kærleikur guðs. Hann er frumlegur, áskapaður, og þess vegna j eilífur og óskynjanlegur. Menn hafa j elskað ’Gene frá upphafi og munu elska hann svo lengi sem minnið varir, vegna þess að hann elskaði þá. Hvílík ást! Víðfeðm eins og hafið; hlý og björt eins og sólin; hrein og endurnærandi, eins og loftið! Hún byrjaði á hans eigin heimili, í ást hans til konunnar sinnar. Engin ást- arsaga er fegurri, en saga Debs. Og þessi saga endaði ekki fyr en síðasti kapítul- inn var ritaður fyrir fjórum vikum síðan. Einn maður, hugfanginn af einni konu, og ein kona af einum manni; öll árin, gegnum alla reynsluna, allt til dauðans. Þegar eg hugsa um þetta fyrirmyndar- hjúskaparlíf þessa erki-byltingarmanns nútímans, get eg ekki annað en brosað að þeirri hugmund sumra okkar ungu manna og kvenna, að hjónabandið verði bráðum skoðað sem úrelt og úr.tízk stofnun. Ekki fyr en þessi forna jörð hættir að ganga kringum sólina, hættir hjóriabandið að vera til, sem heitum bund in ást milli karls og konu; og ekki í fram- tíðinni, fremur en í fortíðinni, verður hin æðsta sæla jarðlífsins fundin á annan liátt. Það var af tilviljunj að Debs eitt kvöld tók sér gistingu á sama gistihús inu, sem hann og kona hans höfðu dval- ið í brúðkaupsnótt sína. Það var í miðri kosningabaráttunni einni. Hann var þreyttur, og hugur hans hlaðinn kosn- ingaáhyggjum. Það voru nærri tuttugu ár liðin síðan hann giftist og kom með konu sína í þetta hús. En hann settist niður það kvöld og skrifaði henni bréf, og þetta er það, sem hann skrifaði: ‘‘Þú hefir orðið mér fegurri og dýrmæt- ari með hverju árinu, sem yfir okkur hef- ir liðið. Það eru nú orðin mörg ár síð- an að við komum undir þak þessa gamla gistihúss sem brúður og brúðgumi, og mér finnst, að frá þeim degi til þessa, höfum við notið saman óslitinni hveiti- brauðsdaga. Þegar eg tók þig mér fyrir j konu, þá tapaði eg þér ekki, sem vin og félaga, og árin, sem við eigum að baki, j hafa borið fagurt vitni um það, hve ynd- | isleg og heilög ást okkar er. Eg hugsa um þig hvert augnablik, og vef þig örm- um þessa nótt í anda.” Ástin, sem þannig ríkti á heimili Debs, j .var ekki takmörkuð af því. Þvert á móti j streymdi hún út yfir þröskuld heimilis- ins, eins og uppsprettulindin streymir yf- ir bakka sína og nærir umhverfið. Þann- ig breiddi hún sig út yfir Terre Haute borgina, sem Debs var fæddur í og átti heima í alla æfi sína. Þessi borg í Indi- ana.ríkinu, er, eins og aðrar borgir, full af flokkaríg og hleypidómum. Fyrir nokkrum árum síðan lét borgarstjórinn í ljós það álit sitt, að 90% af borgarbúum skoðuðu hugmyndir Debs heimskulegar, og sumar beinlínis hættulegar; en að all- ir dáðust samt að ’Gene, sem manni, og elskuðu hann, sem vin. “Spurðu hvern sem er,” (segir Robert Hunter, sem sjálf- ur er fæddur og uppalinn í Terre Haute). “Farðu til fátæklinganna, til betlaranna og flækinganna. Farðu til auðmannanna, til bankastjóranna, til verksmiðjueigend- anna. Þú finnur ekki einn einasta, sem ekki segir, að ’Gene hafi eitthvað við sig, sem aðrir menn hafi ekki — og ósjálfrátt taka þeir ofan hattinn, þegar þeir tala ! um hann.” Nágranni hans einn, sem hafði veitt honum eftirtekt, þegar hann gekk! um götur borgarinnar, uppgötvaði orsökina til þess, að svo mikil velvild fy!gdi hon- um, hvar sem hann fór. Hann skrifar: “Eg tók eftir honum eitt kvöld í rökkr. inu, þegar hann fór frá skrifstofunn sinni í kaldri suddarigningu. Eg sá ti hans yfir sex þverstræti. Hann var ekk minna en hálfa klukkustund að gangí þessa vegalengd, því hann stanzaði se: sinnum, til að tala við einhvern, sem ham | þekkti. Einn var verzluna'rmaður, eim skáld, einn bílstjóri, einn gamall, blindu maður, einn svertingi og eitt lítið barn.’ I Slík ást til manna flytur með sér sín eig in laun, að minnsta kosti á þessum tím um. Það kann að hafa verið satt f Gali leu til forna, að “spámaðurinn væri hverg án heiðurs, nema í sínu föðurlandi”; ei það er alls ekki satt í Indiana nú. En Terre H^ute háfði engan eínkaréti á Debs. Árum saman ferðaðist hann un þvert og endilangt landið, og stráði un það kærleika, eins og sáðmaðurinn stráii sæði á jörðina. Á fyrri dögum sínum vai hann á flugi og ferð að stofna til verka- mannasamtaka. Taskan hans var alltal troðfull, farbréfið alltaf í vasanum, og heimili hans var járnbrautarvagninn, eða ódýrt gistihús. Seinna ferðaðist lianr sem leiðtogi Sósíalista, hvað eftir annað sem forsetaefni. Hann kom í hvert ríki, heimsótti ótal borgir og bæi, og kynntist miljónum af fólki. Og jriir alla stráði hann kærleika, eins og regnið drýpur af himni. Óteljandi eru sögurnar um gæzku hans °S gjafmildi. Eg veit af engum manni i sögu Bandaríkjanna, nema Lincoln, sem jafnmargar munnmælasögur ganga um og jafnfagrar. Til dæmis er sagan um herbergisþernuna og brjóstsykurskass- ann. Debs kom einn morgunn út úr hrörlegu gistihúsi og flýtti sér inn í sætindabúð, keypti þar brjóstsykurskassa, fór til gistihússins aftur, leitaði uppi gömlu, skorpnu kerlinguna, er var þar ráðskona og herbergis- þerna, afhenti henni kassann frammi fyrír öllum gestunum, hneigði sig kurteislega og flýtti sér burt. “Hún var mér góð,” sagði Debs — og það var alt og sumt! í einum kosningaleið- angri sínum, fór hann út úr leið sinni til að heimsækja námu- hérað nokkurt, þar sem verk- fall stóð yfir. Hann fór inn á heinrilin til að sjá konurnar og börnin, meö $200 í vasanum. Hann fór þaðan svo snauður, að hann varð að fá lán til að geta sent símskeyti, svo honum yrði séð fyrir fari til næstu stöðvar. Ein sagan minnir mann á harmleik eftir Maxim Gorky, sem heitir ‘‘Næturgist- ing”. Það var eitt kvöld í Terre Haute, að Debs tók sér ferð á hendur inn í eitt illræmdasta hverfi bæjarins. Hann gekk niður dimmt stræti og inn í ann að. Þar hvarf hann niður í kjallara undir einhverju, sem virtist vera auð bygging. Þar inni fann hann vændiskonu og drukkinn flæking, með bláflekk ótt andlit og þrútin augu, liggj- andi fram á óhreint borðskrifli. Á svipstundu þekkti þessi ræfill ’Gene og varð eins og annar máður. Hann hafði þrifið um hönd hans og fallið á kné í igrátandi tilbeíðslu. Fram úr dimmum göngum og huldum skotum komu svo íbúar staðar- ins, eins og rottur úr holum sínum; þjófar, vínsmyglar, vændiskonur. Alstaðar kvað við “Gene”! “Gene”!, sameig- inlegt hróp gleði og velvildar. Þau þekktu hann öll og elskuðu hann, því hann hafði elskað þau að fyrra bragði. Hinn stærsti sigur lífs hans kom þó í Atlanta, þegar hann var lokaður inni sem illræðis- maður, dæmdur í 10 ára fang.. elsísvist. Fangavörðurinn lærði strax að meta hann. “Debs er sá bezti maður,” sagði hann, “sem eg hefi nokkurntíma þekkt. Hann hefir komið meiru góðu til leiðar í Atlanta en hundrað prestar. Hann er sá eini virkilegá kristni maður, er eg liefi nokkru sinn kynnst.” Varla var hann fyr kominn þangað, en hann réði fram úr þeim vanda, að halda reglu í fangelsinu. Hanni varð vinur og trúnaðarmaður allra fang- anna, og stjórnaði þeim með valdi þess kærleika, sem þeir höfðu aldrei áður þekkt. Hans mesta þrekraun þar, var í sam- bandi við iífstíðarfanga, sem kallaður var Sam Orr — risa- vaxinn svertingja,. sem oftast var einangraður. Hann var hálf-brjálaður og enginn gat við hann ráðið. ‘‘Sendið hann til mín,” sagði Debs. Innan viku var þessi brjálaði morðingi auðsveipur eins og taminn rakki og fylgdi Debs rólegur, hlýðinn og ánægður. Einn dag hafði Debs sjálfur rofið einhverja reglu, og vörðurinn lokaði hann inni í hegningarskyni. “Guð minn góður!” hrópaði yfir- fangavörðurnn, þegar hann frétti þetta. “Látið hann út, látið hann út! Vitið þið ekki, að ef hinir fangarnir vissu þetta, mundu þeir rífa þetta fangelsi niður stein fyrir stein, til að ná honum út?” Þurfum við að spyrja, eftir slíkar sögur, hvers vegna hann var svo elskaður meðan hann lifði, og er enn svo elskaður, þegar hann er dáin,n? Hans eigin ást til ailra manna alstað- ar, er nægilegt svar. Þessi ást var trú hans. Hann trúði á guð, eins og þessi setning hans, töluð í fangelsinu, ber vitni um: “Eg hefi aldrei með meiri fulL vissu trúað á guð — guð kær- Iteikans og réttlætisins, en eg geri í dag’’. Hann hafðl fasta trú á ódauðleika sálarinnar. En hugsun hans kom ekki auðveld lega fram í búningi guðfræð- innar. Hann var í eðli sínu það, DODD'S nýmapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. sem við köllum í dag “Human- ist”. Það voru menn, sem hann var alltaf að hugsa um, og menn, sem liann lifði fyrir. Hann elskaði þá alla — menn. af öllum stéttum, í öllum kring- umstæðum, af öllum skoðunum* fyrst og síðast, auðvitað, þá fá- tæku, þá þreyttu, þá örvænt- ingarfullu og yfirgefnu. Og þeir aftur á móti elskuðu hann, eins eðlilega og óhjákvæmilega eins og blómin elska sólina. 2. Eg sagði að æfisaga Debs- vekti tvær spurningar. Önnur er, eins og við höfum séð, hvers vegna menn elskuðu hann. Hin. er henni gagnólík og miklu erf- iðari áð svara. Það er spurn- ingin, hvers vegna menn höt^ uðu hann. Menn virkilega hötuðu Debs.— Þeir sem aldrei höfðu séð hann eða þekkt. Þeir hötuðu hannr eins og þeir óttuðust hann, og þeir heltu yfir hann meiri ilL mælum, en nokkur annar mað- ur á okkar tíð hefir orðið að þola. Hatrið byrjaði 1894, þeg- Debs var leiðtogi og frumkvöð- ull hins sögulegasta verkfalls í iðnaðarsögu Bandaríkjanna. — Tugir manna voru drepnir í þessari miklu uppreisn verka- lýðsins. Eignir voru eyðilagð- ar, svo miljónum dollara skifti. Ríkis- og sambandsher var konr inn á vettvang, til að halda reglu með byssustingjum. Og Debs var aðaldrifhjólið í því öllu saman. Hann var kærður um samsæri, en sú sök varð ekki fest á hann. Þá var hann tekinn fastur án laga, fundinn sekur um fjrrirlitning fyrir rétt- inum, og dæmdur í sex mánaða fangelsi. Þangað fylgdi honum ekki einungis aðdáun fylgjenda hans, heldur einnig flóðalda þess banvæna haturs, sem skall yfir Altgeld ríkisstjóra í Illinois, og skolaði Debs yfir á eyðimörk mannvirðingaleysisins, er hann varð að eyða æfi sinni f upp frá því. Hatrið, sem hálði upptök sín í þessari stórkost- legu uppreisn vinnulýðsins, fyr- ir mannsaldri síðan, náði há- marki sínu í hinni miklu máls sókn á stríðstímunum, þegar Debs var fundinn sekur um landráð og dæmdur í 10 ára fangelsisvist/ Woodrow Wilson gaf þessu hatri fullkomna mynd, í þessum orðum, sem hann notaði til að neita bæn- arskránni úiri áð náða Debs, þá veikan og gamlan mann: ‘‘Eg samþykki aldrei að náða þennan mann. — Ef eg sam- þykkti það, gæti eg aldrei litið framan í mæðurnar í þessu landi, sem sendu drengina sína yfir um {hafið. Meðajn) blónri amerískra æskumanna úthelti blóði sínu til að vernda sið- menninguna, stóð þessi mað- ur, Debs, bak við fylkingarnar til að skjóta á þá úr leyni, veita þeim árásir og hallmæla þeim. — Þessi maður var svikari við land sitt, og hann verður aldrei náðaður undir minni stjórn.” Hvernig á að skýra slíkt hat- ur? Það er ekki gott að segja. Þó virðist það eiga rót sína að rekja til hinnar sömu mannást- ar, sem færði Debs slíka dýrk-

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.