Heimskringla - 15.06.1927, Blaðsíða 2

Heimskringla - 15.06.1927, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA IIEIMSKRIN GLA WINNIPEG 15. JÚNÍ 1927. Ögn Ingibjörg Magnúsdóttir Fædd 18. ágúst 1864. — Dáin 10. febr. 1927. Oft fær hugur minn spurt: Hver heldur nú við æðstu kostum íslenzku þjóðarinnar í þessu landi, þá er eldra fólkið er að stíga sín síðustu spor til grafar? Hver heldur við hinni dýrmætu tryggð, staðfestu og sjálfs- fórn, sem þetta fólk hefir svo oft auðsýnt síðan það kom til þessa lands, mál- vana og eignalaust. Hvað hafði það að bjóða, svo það fengi lifað í þessu landi? Svo það fengi að setjast til borðs með þeim, er hér voru fyrir? Það hafði aðeins að bjóða viljann til að vinna hart, drenglyndi og stað festu til orða og verka. Fljótt á að líta, sýndist þetta ekki álitleg markaðsvara, sem gjaldeyrir fyrir fæði, klæði og húsnæði þessa lands. Þó reyndist sú vara haldbetri en áhorfðist í fyrstu, því orðheldni og trú- mennska þessara manna og kvenna sté svo upp á markaði þessa lands, að oft varð, þá nauðsynjar þurfti að kaupa, en enginn var gjaldeyrir, að kaupmaður tók sem gull í hönd, ef íslenzk tunga lofaði að borga á tilteknum tíma. Oft hvarflar spurningin hér að framan upp í huga mér, þá er eg fylgi til moldar eða sé eða heyri um fráfall þessara trú- verðugu og trölltryggu gömlu vina. Svo varð það, þá er eg frétti lát konunn- ar, sem nefnd er í fyrirsögn þessarar grein- ar. Ögn Ingibjörg Guðmundsdóttir var fædd að Sauðadalsá á Vatnsnesi í Húnavatns- sýslu, dóttir Guðmundar Frímanns Gunn- arssonar og konu hans Ingibjargar Árna- dóttur; bjuggu þau hjón lengst af búskapar tíð sinni á Refsteinsstöðum í Víðidal í sömu sýslu. Var Guðmundur sá sonur Gunnars og Magdalenu á Flatnefsstöðum á Vatnsnesi, missti hann föður sinn á unga aldri, en móð ir hans giftist aftur; hét seinni maður henn ar Sigurður. Eignuðust þau mörg börn. Meðal þeirra var skáldkonan fræga Ólöf frá Hlöðum. Af þeim systkinum fluttust til VestuFheims: Job, að Upham, og Jóhann, að Eyford, N. D., og Kristín Johnson, móð- ir Skúia Johnson prófessors í Winnipeg. — En foreldrar Ingibjargar konu Guðmundar voru Árni og Ingibjörg, ættuð af Vatnsnesi og bjuggu þar. Sem fyr segir, bjuggu þau Guðmundur og Ingibjörg lengst af á Refsteinsstöðum, þó síðar á Brekku í Húnaþingi og seinast á Sauðanesi í sömu sýslu. Var Ögn uppalin hjá foreldrum sínum þangað til hún missti móður sína að Sauðanesi árið 1890. Tók hún þá við húsfreyjustöðu heimilisins fyrír föður sinn, þá' 25 ára gömul, sem var vanda söm og ábyrgðarmikil staða, þar sem sex börn voru í heimili, fyrir utan fleira og færra vinnufólk. Á heimilinu voru það 4 alsystkini hennar, ein hálfsystir og ein fóst, ursystir. Og þar sem Ögn var ekki sterk að heilsu, þótti alveg dásamlegt hversu vel henni tókst að leysa starf sitt af hendi, og engum hefði betur getað tekist að ganga barnahópnum í móðurstað, því meiri um- hyggju og betri stjórn hefði engin móðir gétað sýnt sínum eigin börnum; einlæg ást hennar og umhyggja var því alveg jöfn til litlu hálfsysturinnar og föðurlausu litlu stúlkunnar, sem til hennar eigin alsystkina. Snemma varð Ögn foreldrum sínum samtaka að rausn og höfðingsskap við gesti og gangandi. Varð því engin breyting á því á Sauðanesi, þá er Ögn tók við húsmóður- störfum. Þangað komu margir; bæði var bærinn í þjóðbraut, og allir voru velkomn- ir og öllum veittur hinn bezti beini. Tókst þeim feðginum líka mörgum betur að gera vetrarkvöldin skemtileg fyrir gesti sína, því bæði voru þau ljóðmælt og mætum gáfum gædd. Systkini Agnar, sem til fullorðins ára lifðu, voru (talin eftir aldri): Sigurður Tryggvi, ógiftur, býr í San Francisco; Gunn ar Júlíus, giftur, býr í Los Angeles;-Ingi- mundur Leví, giftur og dó að Akra, N. D., fyrir kringum 20 árum síðan; Agnar Bragi, giftur á íslandi; Jónína, gift og dó fyrir ári síðan í Chicago; Kristín Árný, gift kona í Chicago; fóstursystir Oddrún, gift kona í Seattle, kona Ólafs Bjarnasonar þar. Sem fyr segir, var Ögn fædd að Sauða- dalsá 18. ágúst 1864. Giftist hún á íslandi árið 1897, Magnúsi Magnússyni ættuðum úr Árnessýslu. Fluttust þau vestur um haf árið 1900, til Hamilton N. D., , þar sem þau bjuggu eitt ár. Þaðan fluttust þau til Point Roberts, Wash.; þar námu þau land, hvar þau bjuggu út allan sinn samvistartíma'. — Eignuðust þau hjón þrjá sonu, sem allir lifa og syrgja sína heitt elskuðu móður. Þeir eru: Sigurður Tryggvi, tannlæknir í Seattle; Guðmundur Frímann, bifreiðakaupmaður í Seattle, og Agnar, stúdent á háskólanum í Seattle, Wash.; allt myndarmenn og gervi- legir. Ögn var kona einkennileg að mörgu leyti. Var hún að upplagi gáfuð, en naut lítillar menntunar; hafði hún mjög gott vit á ljóða gerð, og kunni afarmikið af ljóðum, og mátti heita stálminnug á þau. Að skapferli var hún hreinlynd og einlæg, oft gamansöm í orðum, hafði til að vera ofurlítið hæðin og meinfyndin, og orðhnittin í sinn hóp. — Hún var afarhjálpsöm og gjöful og brjóst- góð við allt og alla, sem hún hélt að eitt- hvað ættu bágt, og langaði helzt til allra böl að bæta; nutu því oft menn og málleysingj- ar hennar umönnunar. Þarf því varla að taka það fram, að hún var framúrskarandi umhyggjusöm ög indæl móðir. Ögn var lítil kona vexti; þótti fríð að and- litsfalli, með blá, stór og skær augu, stórt, hátt og höfðinglegt enni, frekar stórt nef en smáfen munn og netta höku; með afar- mikið gulbjart hár, áður en hinn hærri ald- ur setti sitt fjármark á það. Alla æfi sína var hún heilsutæp, en bar sín veikindi oft-«j með undra þolinmæði. Ögn var ákveðin trúkona, og sýna ijóð hennar það glöggt. Samt gat hún ekki fylgst með hinni úreltu orþódoxtrú. Hún hafði sterka guðstrú og skoðaði drottinn svo góð an og fullkominn, að henni var ekki mögu- legt að samþýðast útskjúfunar- og helvítis- kenningunni; trúði hún á meiri kærleik guðs til mannanna en útskúfunarkenningin leyfir að gera. Ekki mun hún hafa tilheyrt neinum söfnuði í þessu landi; taldi sig of vantrúaða til þess, þar sem hún hafði þá aldrei tækifæri að geta tilheyrt Únítara- kirkjufélagsskap. Eftir því sem eg bezt vissi, mun það hafa verið næst hennar sann færingu, eins og afarmargra Islendinga, er láta skynsemi og einlægni við sjálfa sig og aðra ráða fyrir fortölum eða blindu fylgi annara. Þann 16. janúar s.l. fluttist Ögn frá Point Roberts til Seattle. Skömmu síðar veiktist yngsti sonur hennar, og stundaði hún hann og hjúkraði honum, þar til hún sjálf veikf- ist af samskonar veiki, “flú”. Var hún sjálf veik í 9 daga, þar til hún fékk sína síðustu hvíld þann 10. febr. s. 1., og var jarðsungin í Seattle 5 dögum síðar. Ögn var orðin þreytt að lifa; voru veikindi og önnur óliöpp eðlileg orsök þess. Hefir hvíldin orðið henni dýrmæt stund og breyt- ingin henni velkomin. Mun hennar hreina og einlæga minning iifa lengi hjá þeim, sem þekktu hana bezt. (Einn af þeim sem þekktu Ögn.) námsskeiöið í Konstanz, 200 sænskar' c0)' krónur aukreitis fyrir Italíuferöina,! I eða fyrir allai ferðina 500 sænskar = kránur.*! I þessu eru innjfaldar I járnbrautarferðir frá Málmey suður 9 og aftu rnorður til Innsbruck, með I fæði og gistingu, allri dvöl og | , | kennslu í Konstnnz og smáferðum 9 I þar, 3. flokks vagnar í Þýzkalandi og I Sviss, 2. flokks í Italiu. Allur aðbún ,9 aður var góður, tveir og tveir voru I saman um herbergi, og stjórn áreiöan 1 2 leg og í bezta lagi. Velvijd og vin— j| átta Konstanzbúa við gestina var ein Z stök, og bjuggu allir á heimilum | iborgarmanna. Nær 100 manns hafa 2 verið í Konstanz, en 60—70 i Italíu | ferðunum. j | Til samartburðar um verðið má | geta þess, að ferðaskrifstofa Benn—j | etts í Osló gekkst fyrir 1 talíuför | J kennara í fyrrasumar, sem auglýst J | var meðal kennara hér. Var það á—: f líka för og þetta, að frátekinni dvöl-j A inni i Konstanz, farið sem' hraðast i f varð suður um Þýzkaland og Sviss og j | norður aftru, en kóstaði þó um 1000 I kiónur sænskar. Þessar ferðir Lundbergs eru ótrúlega ódýrar. Nú efnir Lundberg enn til nýrrar farar í sumar, og er islenzkum kenn J ! urum boðin þátttaka. Förinni verð- | ur hagað líkt og verið hefir, en ? *) $133.00. — Ritst'j. * A Strong Reliable Business School MORE THAN 1000 ICELANDIC STUDENTS HAVE ATTENDED THE SUCCESS BUSINESS COLLEGE OF WINNIPEG SINCE 1909 It will pay you again and again to train in Winnipeg where employment is at its best and where you can attend the SUCCESS BUSNINESS COLLEGE whose graduates are given preference by thousands of em- ployers and where you can step right from school into a good position as soon as your coure is finished. The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, is a strong, reliable school—its superior servicec has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the combined year- lyattendance of all other Business Colleges in the whole province of Manitoba. Open all the year. Enroll ot any time. Write for free prospectus. The BUSINESS COLLEGE, Limited 385 /2 Portage Ave.—Winnipeg, Man: ►C0 Suðurför norrænna kennara. Með tilliti til 1930, og hringferð— arinrtar ntiklu, er séra Rögnvaldur lagði til að farin yrði þá, rná sjá á þessari grein, að ekki er geysidýrt að ferðast um Evrópu, ef hyggilega er ráðstafað. — Ritstj.) Ltlnclberg heitir maður. Hann er kennari í Málmey í Svíþjóð. Hann er maður v iðförull, hugsjónamaður og hinn bezti drengur. Hann hefir verið á þinigi Svía og fyrirsvarsmað ur í mörgum greinum í sinni stétt. Hann hefir nú seinustu árin geng ist fyrir því, að norrænir kennarar hafa tekið sig upp í sumarleyfi sinu og sótt nántsskeið suður i Þýzkalandi, fyrst i Greifswald i Prússlandi, en síðan í Konstanz suður við Bodens- vatn. Það var fyrsta tiiefni þessa að þýzkur ntaður gekkst fyrir slík— uni námsskeiðum. En hann rak þetta sem gróðafyrírjtæki. og varð þetta því dýrara en vera þurfti. Tók þá Lundberg til sinna ráða, náði saan— vinnu við þýzka kennarafélagið og tók tipp forustu þessara nánisferða. Námsferðunum hefir verið hagað svo, tveim hinum síðustu, að dvalið var i Konstanz um þriggja vikna tíma. Hefir námsefnið verið eink- um þýzk tunga, en auk þess kennslu- aðferðir og skólahættir i fyrirmynd- arskóla þar. Auk þess er mfkið af' ferðtim um fagra staði i nágrenninu og suður i Sviss, en landamæri Sviss og Þýzkalands liggja eftír götunum í Konstanz, sunnan megin Rínar. En bærinn stendur við árósinn, þar sem Rin fellur úr Bodensvatni. Er þar hinn fegursti staður. Bærinn er lít— ill og gamall, engir sporvagnar og enginn stórbæjaerill, trjágarðar, skóg ar, sundskálar og hljómlistalíf. Eftir námsskeiðið i Konstanz var farið til Italíu, suður uni Sviss, um Vierwald-stetter Jiéruðin, Gottihards- b’"autin til Milano, Róm, Napoli, Pompei, Capri, Vesuvius, Florenz og Feneyja, en þaðan til Innsforuck í Tyrol, og var þar ferðinni slitið. — Þessi ferð stóð um þrjár vikur. Verð var 300 sænska.r krónur fyrir Samningur meðal Sveitunga Hérna er sönn saga. Árið 1922 mynduðu tóbaksræktunarmenn í Kentucky og Tennessee sölusam- lag. Samlagið náði undireins í hærra verð en þeir höfðu áður fengið frá kaup- mönnum. Það neyddi kaupmenn til að hækka sig og borga betur. Samlagið reyndist svo vel, að margir samlagsmenn héldu, að þetta hærra verð gætu þeir nú fengið án Samlagsins, og þá peningana “alla í einu”. Fóru því margir til og báðu um lausn frá samningum við Samlagið, er varð til þess, að það varð að slíta því. En því var ekki fyr lokið, en verðið féll, svo að fyrir uppskeruna árið 1925, fengu bændur réttan helming verðs við það sem þeir höfðu dlður verið að fá meðan að samlagið stóð. Kaupmenn rufu samninga sína við bændur, til þess að ná í ódýrara tóbak. Var þá hafin hreyfing á ný meðal bænda að stofna Sam- lagið aftur. Er það nú tekið aftur til star fa með öllum hinum upphaflegu félags- mönnum, að viðbættum 4845 nýjum félögum, er gengu í það, þegar þeir sáu hvað gerðist. ViS það að fella Samlagið, töpuðu bændur á einu ári rúmum 10,000,900 dollara. Teflið ekki upp á óvissu-Það er of dýru verði keypt* Hveitisamlagið er eina trygging vestan bænda fyrir því, að fá það verð fyrir framleiðslu sína, sem hún er virði. Þess végna hefir Samlagið líka vaxið, Athugið þessar tölur Samlagsbænda i Manitoba:— 1924 1925 1926 1927 1928 ? 7,600 13,000 17,000 19,000 undir yður komið Og gleymið því heldur ekki, að vér erum í sambandi við 120,000 kornyrkju- bændur í hinum akuryrkju-fylkjunum. Innskriftir í Samlagið hefjast að nýju 15 júní* Manitoba, Saskatchewan og Alberta munu þá taka til óspilltra mála, Sas- katchewan þegar byrjað og fullur helmingiir búinn að endurskrifa sig. Sýnum nágrönnum vorum að vér séum ekki þeirra eftirbátar, heldur óskiftir styrktar- menn samlagsins bæði fyrst og seinast. Minnist þess Það er annað tveggja, að gera samninga um lengri tíma við meðyrkj- endur yðar, eða að hlíta lífstíðaránauð kornkaupmanna Þér eigið um að velja. Verið samtaka—Vinnið saman—Endurnýjið samninginn. Styðjið að því að 100 af hverju 100 bænda gangi í MANITOBA HVEITISOLU-SAMLAGIÐ vss

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.