Heimskringla - 15.06.1927, Blaðsíða 6

Heimskringla - 15.06.1927, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA. HBIMSKRINQLA WINNIPEG 15. JÚNÍ 1927. Almennings Álit. Þegar myndin okkar verður sett á sýningu legan hlátur. “Þessi mynd minnir mann dálítið næsta sumar — eða hverær sem það verður þá á gestafagnaðinn heima hjá okkur. Finst þér muntu komast að því, að þú verður ekki aðeins það ekki? Þetta á víst að vera stúlkan með fiðl- álitinn frægur listmálari, heldur einnig mikils una geri eg ráð fyrir.’* Þetta eru engar andlits metinn meðal hins leiðandi fólks.” Hún þagnaði1 myndir, frú Taine,” sagði listmálarinn með hæ’gð. Þegar hann svaraði ekki, bætti hún við frekar j “Nei, jæja, eg held að þér væri betra að raunalega. “Eg sakna þó aðstoðar Jims. Er halda þig við andlits mynda málningu. Þetta Af strokufanganum, sem dó — en dó þó ekki í fjöllunum, hefur umheimurinn aldrei heyrt neitt. Það er að segja. Heimurinn veit ekkert um hann í þessu sambandi. En nokkrum ár- um seinna komust þau Aaron og Sibyl að.því, hvað varð um Henry Marston En það kemur ekkert við þessa sögu. Aaron King tók til starfa með hinum mesta áhuga, þegar hann ásamt Conrad Lagrange kom til baka til heimilis þeirra í gulleplalundunum. Tók til starfa með ólíkum tilgangi og hugsunarhætti, því er hann í fyrsta sinni tók upp málningatæki sín, og horfði út upp til fjallanna — og út í rósagarðinn. Hann var að byrja á mikilfenglegu málverki, og hafði veislukveldið hjá frú Taine fyrir efni eða fyrir mynd. Stundum fór hann ásamt Conrad Lag- range yfir í litla húsið næst við bústað þeirra, og dvaldi þar um hríð að kveldinu. Stundum heimsóttu þær Sibyl og Myra Willard hann á verkstæðinu — seinnihluta dagsins. Nú kom unga stúlkan aldrei ein. En á hverjum degi, hegar listmálarinn var að verki sínu, heyrði hann fiðluspil hennar úr gulleplalundunum, og hljóð færa sláttur hennar færði honum styrk og upp örfun eins og áður, og listmálarinn, sem skildi fjallaboðskapinn vann og beið. Hann var alveg viss um, að þegar hún væri tilbúin, myndi hún koma til hans. Oft fékk hann bréf frá frú Taine. Aaron King las þau nálega æfinlega í viðurvist hins skarpa, ransakandi Conrads Lagrange, sem vanur var að koma með póstinn. Síðan reif hann þau vandlega í smátætlur og kastaði þeim i bréfakörfuna, án þess að segja orð. Einu sinni spurði rithöfundurinn með uppgíerðar alvörugefni. “Hugsarðu aldrei um dómsdag, ungi maður? Veistu ekki að syndir þínar murra komast upp um síðir?” Listmálarinn ihló. “Það stendur víst svo skrifað einhverstaðar.” Hinn bætti við hátíðlega. “Kæruleysi þitt flýtir aðeins fyrir endalokunum. Ef þú svarar ekki þessum bréfum, þá verðurðu mjög bráð- lega að standa reikning á gerðum þínum, og taka afleiðingnmum.” “Eg geri ráð fyrir því,” svaraði listmálarinn kæruleysislega. “En eg hefi mitt svar á reiðum höndum, eins og þér er kunnugt um.” “Já.” “Þú meinar myndina?” Rithöfundurinn hló kuldalega. “Eg býst við að það hafi hin tilætluðu áhrif. En þú mátt trúa mér til þess, að það hefur afleiðingar í för með sér!” Listmálarinn var á verkstæði sínu, og var að vinna við hið mikla máiverk, þegar frú Taine kom að heimsækja hann, daginn, sem hún kom aftur til Fairiands. Það var seint að degi. Con- rad Lagrange hafði farið út fyrir göngutúr, en hafði aðeins farið, eins og hann oft gerði yfir í hús nágranna þeirra. Yee Kee tók á móti frú Taine við dyrnar, og iýsti því yfir hikandi, að listmálarinn væri við vinnu sína, en sagðist skyldi segja hr. King að frú Taine væri komin. “ómakaðu þig ekkert Kee.” svaraði hún; “eg skal segja honum það sjálf,” og áður en kínverjinn gat hreift nokkrum mótmælum, var hún komin á stað út á verk- stæðið. Kínverjanum hraut blótsyrði af vör- um, og hann snéri inn í eldhús, og tók til verka, en tautaði nokkur ófögur orð fyrir munni sér í garð frú Taine. Hefðarkonan ýtti verkstæðishurðinni opinni svo varlega og hægt að málarinn, sem stóð við standinn, önnum kafinn við verk sitt, tók ekki eftir að hún kom inn. Konan stóð kyr nokkur augnablik og horfði á hann, ekki á málverkið heldur á mann- inn sjálfan. Þegar hann snéri sér ekki við sagði hún.: “Ertu of önnum kafinn til að líta á mig.” Honum varð bylt við, og hann snéri sér fljótlega við — en snéri sér þó brátt við aftur með útrétta hendi til að draga tjaldið fyrir mál- verkið. En svo var eins og honum snérist hug- ur, og hann iauk aldrei við það, sem hann sýnd- ist hafa ætlað sér að gera. í stað þess lagði hann burstana hjá litakassanum og heilsaði frú Taine “Hvenær komstu til baka til Fairlands? Er ungfrú Taine með þér?”, sagði hann. “Louise er utan lands,” svaraði hún. “Eg vildi heldur koma aftur til Californíu. Eg var aðeins að koma heim í dag.” Hún færði sig feti nær honum. “Þú — þú virðist ekki gleðj- ast- mikið yfir komu minni.” Listmálarinn roðnaði, en hún bætti við í ástríðuþrungnum rómi, án þess að bíða eftir avari frá honum.: “Ef þú aðeins vissir, hvað eg hefi verið að afreka fyrir þig — öll þau meðmæli sem eg hefi gefið þér, og alt sem eg hefi sagt í þinn garð við fjölda af leiðandi fólki á listasviðinu. “Auðvitað gat eg ekki afrekað mikið opin- berlega, þar sem svo stuttur tími var liðinn frá dauða manns míns — eins og þú skilur, en eg hefi verið önnum kafin samt sem áður_____og alt er undirbúið það ekki hræðilegt hvernig hann hvarf? Hvar ímyndarðu þér að hann sé? Eg get ekki, og vil ekki trúa því að neitt alvarlegt hafi viljað honum til. Þetta er aðeins eitt af uppátækjum er þó mikilfenglegt málverk,” sagði hún hugs- andi , Það nær svo miklu haldi á manni eg virð- ist ekki geta hætt að hugsa um það. Eg veit að það muni vekja feikna mikla eftirtekt. En hans til þess að vekja eftirtekt á sér og umíal. þrátt fyrir það geðjast mér ekki að því. Það Trúðu mér til þess að hann kemur fram í dags- [ er ekki eins fallegt eins og myndin þín af mér Ijósið — heill á húfi þegar blöðin eru hætt að En eftir á að byggja” — hún snéri sér hvatlega fylla út dálka sína með umtali um hann. Eg frá standinum eins og henni þætti vænt að þekki James Rutlidge of vel.” j komast hjá að tala um ógeðfelt málefni, “manstu Aaron King komu í hug beinin skinin og j eftir því, að eg er ekki farin að sjá myndina kroppuð eftir hræfuglana við rætur klettsins af mér enn þá? Hvar hefurðu hana?” uppi í fjöllunum. “Það virðist vera eitt af leynd- j Listmálarinn benti á annan stand, er stóð armálunum á þessum dögum,” sagði hann. “Sjálf nálægt hinum. “Hún er hérna, frú Taine” sagt mjög eðlilegt, ef maður hefði aðeins lykil- inn að því leyndarmáli.” Frú Taine hafði auð- vitað ekki verið nægilega lengi í Fairlands, til að vera búin að heyra söguna um hvarf Sibyl Andrés, og var listmálarinn þakklátur fyrir það í huganum. “Mér þykir aðeins vænt um eitt,” hélt kon- “Jæja,” sagði hún með gleðibrosi. “Þú hefur hana enn þá á standinum.” Svo bætti hún við glaðlega. “Skoðarðu hana oft, þar sem þú átt svo hægan aðgang að henni?” “Já,” sagði listmálarinn, “Eg verð að játa, að eg hefi skoðað hana nokkuð oft.” Hann útskýrði ekki hversvegha an áfram, sýnilega áfram um að lá/ta samtalið j hann hefði oft litið á myndina af henni, meðan snúast um það, sem var tilgangur hennar með ■ hann var að mála stærra mállverkið. “En hvað þessari heimsókn. “Jim var búinn að skrifa j það er fallegt af þér,” svaraði hún. “Gerðu það ágætan ritdóm um mynd þína, áður en hann j nú fyrir mig að lofa mér að sjá hana núna. Eg hvarf, og eg hefi hann. j minnist þess, þegar þú ákvaðst að mála mynd Alt þetta blaðatal um liann, gerir það að- j ina af mér upp aftur, að þú sagðist ætla aö sýna eins að verkum, að meira verður tekið eftir því I það á léreftinu, hvaða hugsanir þú bærir sem hann skrifaði um þig. Þeir hæla honum svo mikið sem listdómara, eins og þú veist, og það hlýtur alt að bæta fyrir þér.” Hún beið eftir að hann lýsti velþóknun sinni á þessu og þakklátssemi. “Eg er hræddur um, frú Taine,” sagði hann seinlega — “að þér skjátlist í öllu þessu.” Hún hló óeðlilegan hlátur, og svaraði með uppgerðar kæti. “Nei, mér skjátlar ekki. Eg hefi leikið þennan leik of oft, til þess að vita ekki hvað langt eg rná fara í þeim sökum.” “Eg meina það ekki,” svaraði hann — “eg meina það, að eg get ekki gert minn part — eg er hræddur um að þú verðir fyrir vonbrigðum, hvað því viðvíkur.” Hún hló aftur. “En sú heimska. Mér auð- vitað þykir vænt um, þín vegna, að þú látir ekki ofmikið yfir þér — það er eitt af því marga hríf- andi og skemtilega, sem þú hefur við þig. En ef þú ert kvíðandi yfir því, að mynd þín sé ekki fullkomið listaverk — þá þarftu þess ekki, minn kæri vinur. þegar eg er nú einusinni búin að sjá svo um, að verk þín séu í háVegum höfð hjá hærri stéttunum, þá gefur sér enginn tíma til að hugleiða hvort myndir þínar eru góð- ar eða slæmar. Listin er ekki innifalin í því, hvernig þú brjósti til mín. Hefurðu gert það? það langar mig til að vita.” “Eg vildi heldur að þú dæmdir um það sjálf frú Taine,” svaraöi hann, og dró tjaldið frá sem huldi myndina. Konan leit á myndina af sér — myndina er lýsti snildarlega öllu því, sem Aaron King hafði séð í andliti hennar, þegar hún sat fyrir; hún stóð um stund eins og þrumulostin. Þá hröklað ist hún aftur á bak, yfirkomin af skelfingu og sneypu. Hún snéri sér auðmjúk að málaranum og hví'slaði: “Er það virkilega satt — er þetta — er þetta eg sjálf?” Aaron King mundi vel efir, hvernig liún hafði komið fram við stúlkuna sem hann elsk aði — og kom einnig í hug beinin við kletta rætúrnar og hann svaraði: “Að minsta kosti, frú, hefur myndin meiri sannleik að geyma en það, sem þú sagðir ung frú Andrés hér í þessu herbergi daginn sem þú fórs frá Fairlands Hún fölnaði í andliti af reiði, en náði stjórn yfir sér, og sagði, “Og hvar er myndin af fylgi konu þinni? Mér myndi þykja gaman að sjá liana aftur, ef þú vilt gera svo vel.” “Með ánægju frú,” svaraði listmálarinn. “Af því að þú ert gerir verkið, heldur hvernig þér tekst að al-1 kona, get eg aðeins. svarað hinum svívirðilegu menningum heiminn líta á það. Þú getur spurt, aðdróttunum þínum því, að þér eru eins ósann Conrad Lagrange, ef þú heldur að eg hafi ekki ar> eins °S myndin er sönn eftir líking af þér. rétt fyrir mér,” j Hann færði fljótlega annan stand til og setti “Hvað því víkur,” svaraði listmálarinn — hann við hliðina á hinum, sem myndin -af frr “þá er hr. Lagrange alveg á sama máli og þú.”|Taine var a> °S dróg tjaldið til hliðar. Mismun “En hvað er þetta, sem þú ert að mála núna nrinn á! myndunum gerði jafnvel frú Taine svo Yerður það tilbúið fyrir sýninguna líka?” Hún undrandi, að hún kom engu orði upp eitt augna leit á máflverkið; og hann vék til hliðar, og vakt- ^lik — en það var aðeins eitt augnablik. aði hana forvitnislega. Hann var aðeins búinn að mála frumdrætti myndarinnar, en drættir- nir og litirnir sýndu undrunarlega vel og eðli- lega lyndiseinkanir fólksins, er safnast hafði saman á Fairlands Héights veislukveldið, er dauða hr. Taines bar að höndum. Mýndirnar voru ekki andlitsmyndir, þess ber að gæta, en þær sýndu svo ljóst líferni og eiginlegleika þeirra er það kveld höfðu safnast saman hjá frú Taine Persónur sem tilheyra þeim flokki fólks sem frú Taine tilheyrði, og hafa slíkan hugsunar hátt sem hún, umvendast ekki á einu augabragði þótt þær sjái sannleikann upmálaðan fyrir aug- um sér. Konan leit af myndunum tveimur til stærsta málverksins, og snéri sér síðan að mál- aranum. “Heimskingi!” hreytti hún fram úr sér stjórnlaus af reiði. “Þú heimskiingi ímyndarðu þér, að þér verði leyft að setja þetta rusl á sýn- til að fagna listmálaranum. Persónan í míðju1 inSu?” Hún benti á málverkin þrjú. “fmynd- málverksins, í afstöðu, og með látbragði ölvaðs manns með glas á lofti við enda borðsins líktist hr. Taine óneitanlega mjög mikið, þar sem hann festi augun, er dýrsleg girndarástríða skein út úr, á hinni fögru ungu stúlku með fiðluna. Hinir frægu ritföfundar listdómarar full- trúar hins mentaða heirns á sviði bókmenta og lista sáust þar einnig: Conrad Lagrange, með kulda og háðsbrosi; frú Taine, hræsnisfull í hlæðaburði og allri fram komu — og mitt á meðal alls þessa samsafnað- ar stóð fjallastúlkan, hrein og saklaus með fið- luna sína, og var að bjóða þessu fólki það, sem það undir engum kringumstæðum kunni að meta. Alt var það þar í þessu málverki, sem listmálar- inn hafði séð þetta kveld. þessi mynd var refsi- dómur yfir hinni andlegu rotnun og spillingu, er einkendi alla framkomu þessa tegund fólks — heldra fólksins — fulltrúa og leiðtoga þjóðar- innar. Aaron King gaf nánar gætur að frú Taine meðan hún var að horfa á málverkið á standin- um. Hann sá undrunar og efasvip færast yfir andlit hennar. Einu sinni sneri hún sér að hon- um, eins og hún ætlaði að hefja máls á einhverju en hún sagði þó ekkert, og hélt áfram að horfa á málverkið þegjandi. Hún virtist ekki geta áttað sig á því, sem hún sá þar, eða skilið það. En eftir því sem hún horfði lengur á það, færð- ist smátt og smátt kulda og fyrirlitningar svipur yfir andlit hennar og það var áberandi kulda og þótta keimur í rödd hennar, þegar hún yrti á hann. “Ef satt skal segja, þá fellur mér þessi mynd ekki í geð.” Hún hló stuttan kaldrana- arðu þér að eg ætli að hefja þig upp til vegs og frægðar á listasviðinu hefja þig til auðs og upphefðar, og fá svo þessi laun í staðinn?” Hún benti á sína eigin mynd. “ó! þú ert ómögulegur! — ómögulegur! Eg hefi verið blind, að láta mér detti í hug, að eg gæti nokkurn tíma gert nokkuð úr þér. Og þú heldur þeirri vitfirring fram, að þetta sé sannleikur” — Hún greip hníf er lá þar á borði hjá málningatækjunum — og skar sína eigin mynd í smástykki. Listmálarinn stóð hreifingar laus, og gerði enga tilraún til að aftra henni frá þessum verkn aði; þegar hún hafði ónýtt myndina algerlega, kastaði hún tætlunum fyrir fætur honum. “Svona gef eg mikið fyrir list þína og sann- leiksást herra King!” Hún snéri sér hvatle'ga að hinni myndinni. En máflarinij, sem grunað hafði tilgang hennar, greip nú handlegg hennar “Hina myndina áttir þú, frú — þessa á eg.” Það var áberandi sigur hreimur í rödd hans. Hvorki Aaron King eða frú Taine höfðu tekið eftir því, að þrjár persónur komu inn í rósa- garðinn úr gulleplalundinum gegnum litla hlið- ið í horninu. Conrad Lagrange Myra Willard og Sibyl voru á leiðinni inn á verstæðið — ákveðin í því að ónáða listmálarann við verk hans. Conrad La'grange hafði stundum nefnt þau björgunarliðið, er kæmi málaranum til hjálpar þegar andagiftaröldurnar ætluðu að drekkja hon um. 'Czar tók auðvitað drjúgan þátt í björgunar tilraununum. Þegar Conrad Lagrange og konumar tvær komu í gegnum vafningsviðar-bogagöngin, er lágu frá rósagarðinum inn á flötina, skamt frá vinnustofudyrunum, lieyrðu þau hinn háa reiði- þrungna málróm frú Taine, glöggt gegnum opna gluggann. Rithöfundurinn nam staðar. “Herra King hefir áreiðanlega gesti,” sagði hann þurlega. “Það er frú Taine, er ekki svo?” spurði Si- byl með hægð, þar eð hún þekti málróminn. “Já,” svaraði rithöfundurinn. “Komdu, Sibyl, við verðum a ð snúa heim aftur,” sagði konan með afmyndaða andlitið fljótlega. “Við ætlum ekki að ónáða hr. King núna, herra Lagrange. Þið komið báðir jyfir kvöld.” Þau sáu að andlit hennar var fölt og hræðslu svipur á því. “Eg held, að eg verði að fara til baka með ykkur, ef ykkur er það ekki á móti skapi,” sagði rithöfundurinn, með einkennilegu brosi. “Eg býst ekki við að eg eigi mikið erindi þangað heldur.” Hann kallaði á hundinn, sem hafði haldið áfram að dyrum verkstæðisins. “Komdu hingað Czar, þú mátt ekki ónáða frúna, þú tilheyrir ekki hennar flokki.” Þau höfðu snúið við aftur, þegar þau heyrðu málróm frú Taine enn að nýju, mjög greinilega gegnum gluggann. “Jæja, igott og vel. Eg óska þér til ham- ingju. Eg skal þó lofa þér því, að heimurinn skal aldrei fá neina vitneskju um myndina af fylgikonu þinni. Ef þú vogar að setja hana á sýningu, skal eg sjá um að það fólk, sem þér er nauðsynlegt að fá viðurkenningu frá, skal fá að heyra, hvernig þú komst yfir fyrirmyndina. Hvernig þú náðir í saklausa fjallastúlku og komst henni til þess að venja komur sínar á verkstæðið til þín; — flekaðir hana til fylgilags við þig. Fólkið í Fairlands hefir talað nægilega mikið um það nú þegar, en áhrif mín spornuðu við því, að það færi of hátt. Þú getur verið viss um það, að framvegis skal eg ekki leggja mig í framkróka með að neita þessum orðrómi.” Vinir listmálarans í rósagarðinum námu staðar eins og ósjálfráÆt. Sibyl rak upp lágt hljóð. Conrad Lagrange leit til Myru Willard. í “Eg held,” sagði hann í lágum hljóðum, “að stundin sé komin. Geturðu gert það?” “Já. Eg — eg má til með að gera það,” svaraði konan. Hún talaði við ungu stúlkuna, sem var dálítið á undan, og hafði ekki heyrt orð Conrad Lagrange. “Góða Sibyl mín — þú gerir svo vel og held ur áfram heim — hr. Lagrange verður með mér. Eg skal koma heim bráðlega.” Conad Lagrange leit til ungu stúlkunnar, og hún hlýddi umyrðalaust. “Farðu með Sibyl, Czar,” sagði rithöfund- urinn, og stúlkan og hundurinn hurfu út úr garðinum. Inni á verkstæðinu starði Aaron King á hina reiðu konu, undrandi, “Frú Taine,” sagði hann hægt og alvarlega eg ætla að segja þér það, að eg vona að ung- frú Andrés verði konan mín.” Hún hló hörkulega. “Og hvaða mismun gerir það?” “Eg hélt, að ef þú vissir það. þá myndirðu skilja hvernig í öllu liggur,” svaraði hann blátt áfram. Eg skil undur vel, hvernig í öllu liggur,” hreytti hún út úr sér, — “en þú virðist ekki skilja þ«að. Afstaðan er þessi: Eg hafði uppáhald á þér — sem listmálara, og vegna stöðu minnar, auðæfa og háu metorða, hefði eg getað hjálpað þér mikið áfram. Eg kaus þig til að mála mynd af mér. Þú ert óþekktur — hefir engan lista- feril að baki sér. Eg hefði getaö beint þér braút til ^ auðs og upphefðar. Hefði getað kynnt þig því fólki, sem þér var nauðsynlegt að þekkja, til Þess að öðlast slíkt. Áhrif mín myndu hafa tryggt þér öfundsverða framtíð á listabrautinni — og nú —” “Nú” — sagði hann stillilega — “ætlar þú að nota öll þín áhrif, til þess að sporna við því að eg komist áfram á listabrautinni. Af því að eg hefi ekki gert .þér að skapi, ætlar þú að gera allt sem þú getur til að eyðileggja framtíð mína. Er það ekki—það sem þé meinar, frú Taine ” “Þú hefir valið það hlutskifti. Þú verður að taka afleiðingunum,” svaraði hún kuldalega, og sneri sér við til að fara út úr vinnustofunni í dyrunum stóð konan með afmyndaða and- litið. Conrad Lagrange stóð þar nálægt. 41. KAPÍTULI. För rándýrsins. Þegar frú Taine ætlaði út úr herberginu, sagði konan með afmyndaða andlitið: “Bíddu ofurlítið, frú — eg má til með að tala við þig.” Aaron King kom í hug hið undarlega atvik á járnbrautárstöðinni, daginn sem hann fyrst kom til Fairlands. “Eg hefi ekkert við þig að tala,” svaraði frú Taine kuldalega — “gerðu svo vel og víktu úr vegi.” (Framh.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.