Heimskringla - 22.06.1927, Blaðsíða 6

Heimskringla - 22.06.1927, Blaðsíða 6
BLAÐSIÐA. HBIMSKRIN Q L A WINNIPEG 22. JÚNÍ 1927. Almennings Álit. En Conrad Lagrange lokaði dyrunum með ægð. ... “Eg held, frú Taine,” sagði hann mjog þur- ega, “að þér muni þykja það talsvert mikils- ert, sem ungfrú Willard setlar að segja þer. “Ojæja, látum það svo vera,” svaraði konan >g reyndi að taka öllu með ró. Sýnilega liefir )ú heyrt það, sem eg sagði skjólstæðing þín- ím?” Rithöfundurinn svaraði: “Já, við heyrðum það. Eg get hrósað þér fyrir það, hvað þú komst vel og greinilega að arði.” . ( “Þökk fyrir, ’ hreytti hún út úr ser. ' Eg sé að þú þykist ennþá ábyrgðarfullur fyrir gerð um vinar þíns. Þú getur sagt skjólstæðing þín um, hvort eg muni hafa rétt eða rangt fyrir mér með afleiðingarnar af hinni listamannlegu sam vizkusemi hans.” “Herra King veit að þú hefir rétt fyrir þér. Og þú hefir sannarlega ekki farið frekt í sakir. j>að er ömurlegur sannleikur—sannleikur eigi að síður, að því sem bezt er gert, er oft haldið leyndu — og hin beztu og göfugustu verk fá ekki viðurkenningu, vegna þeirra sömu afla og áhrifa, er koma hinum óverðugu á framfæri. Þú hefir vafalaust þau áhrif, er þú stærir þig af, frú Taine, — en —” “En hvað?’ sagði hún sigri hrósandi. “Þú heldur að eg muni hika við að neyta áhrifa minna?” “Eg veit að þú notar þau ekki í þessu til- felli,” var hið óvænta svar. Hún hló háðslega. “Og því ekki? Hvaðer á móti því? ’ “Það eina í heiminum, sem þú óttast, frú,” svaraði Conrad Lagrange, — “augu heimsins — almAmingsálitið.” Aaron King hlustaði eins og þrumulostinn. “Eg verð að biðja fyrirgefningar, en eg hekl að eg skilji ekki hvað þú átt við,’ sagði frú Taine kuldalega. “Nei. En það er það, sem ungfrú Willard ælar að útskýra,” svaraði rithöfundurinn. Frú Taine sneri sér drembilega að konunni með afmyndaða andlitið. “Og hvað getur þessi konræfill sagt við nokkru, sem eg vil koma í framkvæmd?” “Áttu enga meðaumkvun eða hjartagæði til, frú?” sagði Myra Willard þýðlega. “Býr þú að eins yfir grimd og sjálfselsku?” “Hafðu engin móðgunaryrði í frammi,”’ hreytti hin út úr sér. — “Segðu það sem þú ætlar að segja, og segðu það fljótt!” Myra Willard færði sig nær konunni, og horfði lengi og grandgæfilega í augu hennar. Hin horfði á móti, með dramblátssemis- og kæruleysissvip á fríða andlitinu. “Mér hefir tekið sárt til þín,’ sagði Myra Wil- lard með hægð. “Eg hefi ekki óskað eftir því, að þurfa að segja það, sem eg geri uppskátt nú; en eg veit um það, sem þú sagðir við Sibyl hér á verkstæðinu, og eg heyrði það, sem þú sagðir við herra King fyrir fáum mínútum síðan. Og eg get ekki þagað lengur.” “Haltu áfram,” sagði frú Taine stuttlega, — “segðu það sem þú hefir að segja og ljúktu j)ví af.” Myra Willard hlýddi. -•prú Taine; fyrir tuttugu og sex árum síðan náði fjárhaldsmaður þinn — faðir James Rut- lidge, ástum ungrar stúlku. Það gerir ekkert til, hver hún var. Hún var íögur sýnum og sak- laus. Það var ógæfa hennar. Fegurð og sakleysi leiða og af sér sorg og sársauka, frú, í heimi, þar sem of margir menn eru eins og hr. Rutlidge og sonur hans. Unga stúlkan hélt (hún vissi ekki hið rétta nafn hans), að maðurinn, sem hún unni, væri rétt- mætur elskhugi hennar. Hún vissi ekki annað en hún giftist honum á löglegan hátt. Henni fæddist barn, og hún hélt að hún væri lögleg eiginkona — og hin,unga móðir var ham- ingjusöm. En hanjingja hennar varaði skamt. Hún var fljótlega vakin upp af sælucjraumum sínum. Hin unga móðir hélt á barninu sínu í fanginu, og söng við það, eins og hamingjusamar mæður gera, þegar ókunn kona kom einu sinni inn úr opnum dyrum herbergis hennar. Það var forkunnar fögur kona og skrautlega búin. En andlit hennar var afmyndað af reiði og sárs- auka. Hin unga móðir skildi hvorki upp né nið- ur í þessu. Hún vissi ekki þá, að konan var frú Rutlidge —hin löglega eiginkona mannsins, sem var faðir að barninu hennar. Hún komst að |)ví síðar. Konan í dyrunum lyfti handleggnum eins og hún ætlaði að kasta einhverju, og móðir in beygði höfuðið eins og óafvitandi, til að verja barnið sitt. Og í sama bili fann hún eitt- hvað snerta andlit sitt og háls, sem brendi eins og eldur. Hún hljóðaði upp yfir sig af kvölunum og féjl í ómegin. Um framhald sögunnar gerir lítið til. Eg held að hin særða móðir hafi verið flutt á sjúkra húsið. Þegar hún fékk ráð og rænu aftur, fékk hún að vita, að frú Rutlidge var dáin — hafði framið sjálfsmorð. Seinna tók herra Rutlidge barnið til að ala upp eins og skjólstæðing sinn, og lét umheiminn ekki annað vita, en að barnið æri dóttir ættingja síns, er dáð hefði þegar hún fæddist. Þú verður að skilja það, að þegar hin af- myndaða móðir fékk að vita sannleikann, á- kvað hún að það myndi vera bezt fyrir framtíð barnsins hennar, að öllum atvikum í sambandi við fæðingu þess væri haldið leyndum. Hinn ríki herra Rutlidge hafði ástæðu til að ala skjól- stæðing sinn upp eins og ríkismannsbarn. Litla stúlkan myndi verða aðnjótandi mentunar ;og góðs uppeldis, og enginn blettur falla á nafn hennar; ungu móðurinni fanst hún mega til með að fórna einhverju fyrir barnið sitt, og að gera ekkert tilkall til þess, var hið eina, sem hún gat gert undir kringumstæðunum — þg svo hvarf hún. “Frú,” sagði Myra Willard með hægð, um leið og hún lauk við söguna. “Ofurlítið af eitur sýrunni, sem brenndi andlit móðurinnar, féll á' aðra öxl óskilgetna barnsins.” “Guð minn góður!” hrópaði listmálarinn. “Á meðan á sögunni stóð, stóð frú Taine eins og þrumulostin. Þegar sögunni var lokið starði hún eins og dáleidd á hið afskræmda andlit konunnar, yfirkomin af skelfingu, og eins og óafvitandi hreyfði hendurnar til að losa um kjóltreyjuna frá hálsinum. Hún starði eins og tbfruð áhið hræðilega útleikna andlit Myru Wil- lard, hneppti frá sér treyjunni og sýndi þeim hægri öxl sína bera, er á var breitt ör — sömu tegundar og á andliti móður hennar. Myra Willard gekk nokkur skref í áttina til hennar. Móðurtilfinnlngarnar báru hana ofur- liði. “Litla barnið mitt! — Aumingja litla stúlk- an mín!” \ Þessi orð vöktu frú Taine af því leiðsludái, sem hún virtist hafa verið í. Hún færði sig aftur á bak, og kuldi og ósveigjanlegt dramb lýsti sér í svip hennar og hreyfingium. Hún sneri sér að Conrad Lagrange. “Ef til vill gerir þú svo vel og segir mér, livers vegna þú geröir þetta,” sagði hún um leið og hún lagaði afturbúning sinn. Myra Willard sneri sér undan og hneig niður í stól, föl og titrandi.. Aaron King hraðaði sér til hennar og lagði hendina mjúklega á öxl hennar, og þau biðu eftir að rithöfunduririn svaraði spurningunni. “Ungfrú Willard sagði þessa sögu af því eg bað hana þess,” sagði Conrad Lagrange. “Eg bað hana að segja söguna, af því að með henni fæ eg vopn, sem eg get varið með tvær mann- eskjur, sem mér eru kærari en allt annað í himinum.’,’ “Eg þykist vita að þú sért ennþá að leika ráðhollan vin,” sagði frú Taine storkandi. “Það er einmitt það, frú. Það vill svo til, að eg var fréttaritari við vist dagblað, þegar þess- ir atburðÍTj sem nýlega hefir verið sagt frá, gerðust. Eg ritaði söguna til prentunar; — eg get bætt því við, að þessi saga var byrjunin á því, hve mkiði álit mér tókst að komast í sem blaðamaður; fram úr því fór eg einnig að leggja fyrir mig ritstörf að fullu og öllu, og náði síð- an þeirri viðurkenningu sem rithöfundur, sem þér er kunnugt um„ Eg þekki dagblaðastarfið til hlítar, frú Taine. Eg veit að sagan, sem þú heyrðir nýlega, er sönn. Og fyrirgefðu mér, þótt eg segi, að eg veit hvernig á að skrifa skemti- legar hneykslissögur í dagblöð, svo að þær' verði vinsælar og víðlesnar — og varla myndi það spilla fyrir, ef nafn mitt stæði þar undir. Haltu bara áfram og komdu hötunum þínum í fram- kvæmd, og eg lofa því, að eg skal senda þessa sögu, skrifaða af mér í öllum sínum glæsilega búningi, senda hana til hvers einasta dagblaðs í landinu, og sjá um að hún verði birt og lesin. Geturðu ekki gizkað á hvernig fyrirsagnirnar verða? “Stórkostlegt leyndarmál leitt í ljós.” “Leyndardómurinn um heröar hinnar fögru frú Taine”. Hvers vegna leiðtogi félagslífsins vildi ekki vera í fleygnum kjólum”. “Ætterni hinnar fögru frú Taine” Skilurðu hvað eg er að fara með, frú? Beittu valdi þínu og áhrifum til þess að spilla fyrir herra King á lista- og frægðar- braut hans, eða notaðu ekki áhrif þín til að afturkalla þær lygar, sem þú hefir nú þegar komið af stað, um framkomu og mannorð ung- frú Andrés; eg skal beita öllu pennavaldi mínu og áhrifum mínum sem Titsnillings, til þess að láta augu heimsins sjá þig, eins og raun og veru ert.” ' Eitt augnablik horfði konan þrjóskulega á hann. En þegar hún greip og skildi til fulls al- vöruna í hótunum hans, hneigði hún höfuðið til samþykkis. í Conrad Lagrange, opnaði dyrnar. Þegar unga konan fór út, stóð Myra Willard upp, og breiddi út faðminn, titrandi á beinunum. En frú Taine leit ekki um öxl, en hélt í flýti út að bifreiðinni, sem beið fyrir framan húsið. 4€. KAPÍTULI. Sigur Aarons King. % Vetrarmánuðirnir voru liðnir. Aaron King sat fyrir framan mynd sína, er var lokið. Litirnir voru ekki orðnir þurrir á málverkinu, sem í dag skipar öndvegið í pinu af stærstu málverkasöinum heimsins. Málar- inn hafði gert þessa mynd með allri þeirri list- hneigð og snilldargáfu, sem í honum bjó. Hver einasti dráttur þessa meistaraverks sýndi það og sannaði. Hann hafði setið heila klukkustund fyrir framan málverkið, með burstann í hend- inni, án þess að snerta það. Hann gat ekki meira gert — engu við bætt. Hann Jagði tæki sín til hliðar, gekk yfir að skrifborðinu og tók bréfa- böggul móður sinnar upp úr skúffu. ■ 'Hann færði stóran hægindastól til, og settist fyrir framan myndina. Meðan liann las hvert bréfið á fætur öðru, varð honum oft litið á hina fullgerðu mynd. — Þegaráiann var að lesa síðasta bréfið, kom Con- rad Lagrange inn á verkstæðið, og var Czar á hælum honum, sem venjulegt var. Á hverjum degi, meðan verKið stóð yfir, hafði rithöfundur- inn séð myndina fríkka og fullkomnast á allan hátt. Hann talaði ekkert um hana nú, þegar lienni var lokið. “Jæja, drengur minn,” sagði liann — “far- inn að lesa gömlu bréfin aftur?” Listmálarinn strauk silkimjúka liálsinn á hundinum, þegar Czar lagði hausinn upp á kné hans, og svaraði: í “Já. Eg lauk við myndina fyrir tveimur klukkutímum síðan. Eg liefi veriö að halda sýn- ingu á henni — aleinn” — sagði hann og las kafla úr bréfinu. “Það er eðlilegt og sjálfsagt fyrir þig, sonur minn, að vera metorðagjarn. Eg gæti ekki hugs- að mér þig öðruvísi. Þeir sem ekki hafa sterka þrá til að ná einhverju liáu og mikilsverðu tak- marki í lífinu, verða viljalaus og stefnulaus flök á ólgusjó lífsins, og fyrirlitlegastur af öllum er sá, sem hefir ekki manndóm til þess að leggja neinn skerf til mannlífsbaráttunnar, en lifir að- eins á annara striti og kröftum. En metorða- girndin, drengur minn, er eins og aðrar gáfur, sem eiga að hækka mann og göfga. Hún verð- ur áð vera göfug, og henni verður að vera vel stjórnað. Að berjast til valda og metorða, án þess að vilja bera ábyrgðina á því, er maður sæk ist eftir, er fyrirlitlegt. Eg veit, að einhverntíma Iærir þú af reynslunni að skilja, að slík met orðagirnd er bölvun en ekki blessun. Það er bölvun, er virðist ríkja nú á tímum, og verði ekk ert aðgert, mun hún eitra og sýkja komandi kynslóðir. — Af því eg þrái, að metorðagirnd og framsóknarbarátta þín, Aaron, séu hreinar og göfugar hvatir, bið eg þig þess að fullnaðarpróf hvers einasta verks, sem þú lýkur við, sé það, að þú hafir réttmætt yndi af því, og að þú fyrir- verðir þig ekki fyrir, að setjast aleinn niður fyrir framan verk þitt.'og gagnrýna það. Hvorki list- dómarar, yfirvöld, almenningsdómur — lög eða trúarbrögð, mega kveða upp fullnaðardóm yfir því, sem þú gerir, heldur þú sjálfur. Og það er einnig sannleikur, sonur minn, að ef þú ert sjálf- um þér trúr, þá muntu lifa og deyja eins og sann ur maður.” “Og það er þetta,” liélt ritliöfundurinn á- fram, sem var svo frægur í augum heimsins, en lítilmótlegur í sínum eigin augum — “sem hún reyndi að koma mér til að trúa, þegar við vor- um saman sem unglingar. En eg vildi ekki — vildi ekki fara eftir því. Eg hélt, að ef eg reyndi að ávinna mér frægð og heiður í augum heims- ins, þá myndi hún-------” Ilann hætti í miðri setningu. “En þú hefir orðið þess valdandi, að eg hefi fariö að ráðleggingum móður minnar, vinur minn,” sagði listmálarinn innilega. “Þú hefir opnað augu mín. Þú hefir hjálpað mér til þess að skilja móður niína. Það hefði eg aldrei ork- að að gera einn.” Conrad Lagrange brosti. “Ef til vill,” sagði hann, “getur vont dæmi stundum leitt til góðrar eftirbreytni. En haltu áfram með einkasýninguna þína. Eg skal ekki trufla þig meira. Komdu, Czar.” Þrátt fyrir mótmæli málarans, fór liann út úr vinnustofunni. Meðan listmálarinn var að léggja bréfin til geymslu niður í skrifborðsskúffuna aftur, voru þeir rithöfundurinn og Czar á leiðinni gegnum rósagarðinn og gulleplalundinn beint yfir að litla húsinu, er nágrannar þeirra bjuggu í. Þeir gengu svo hratt, eins ogf þeir ættu brýnt erindi. Sibyl og Myra Willard sátu á svölunum. “Komdu sæll, nágranni góður!” kallaði stúlkan, þegar rithöfundurinn, langur og lura- legur, kom í ljósmál. “Það er eins og þú hafir einhverjar fréttir að færa. Hvað er hið nýjasta sem þú getur sagt okkur?” “Því er lokiö,” sagði Conrad Lagrange, og tók hinni þýðlegu kveðju Myru, og settist á stól- inn, sem hún bauð honum. “Málverkið?” spurði unga stúlkan áköf og roði hljóp fram í kinnarnar. “Hefir liann lokið við málverkið?” “.ia, hann hefir lokið við það,” svaraði rit- höfundurinn. “Eg skildi við hann rétt áðan; hann var að gera gælur við það, eins og móðir við ungbarn.” Þau hlóu og gerðu að gamni sínu um stund, en þegar unga stúlkan fór inn í húsið og kom ekki aftur — — litu hinn frægi rithöfundur og konan með afmyndaða andlitið, litu brosandi hvort framan í annað. Og þegar Czar bjó sig til að fara, og ætlaði fyrir húshornið, sagði eig- andi hans: “Czar, það er held eg betra fyrir þig að vera hérna kyr hjá gamla fólkinu.” Unga stúlkan gekk í gegnum húsið og fór út um eldhúsdyrnar — hljóp síðan léttilega gegn um gulleplalundinn, og að litla hliðinu í horninu á girðingunni. Eitt augnablik hikaði hún, en læddist svo varlega inn í rósagarðinn, og lét bogagöngin skýla sér. Síðan greiddi hún úr vafningsviðnum„ og horfði í gegnum hann, þar sem hún gat séð inn á verkstæðið. — Milli stóra norðurgluggans, og þess er sneri að rósagarð- inum, var listmálarinn. Hún sá einnig málverkin tvö á stöndunum. En Aaron King var ekki að horfa á þá myndina, er hann hafði rétt lokið við. Hann sat fyrir framan liina myndina, sem hann hafði óafvitandi máiað, ekki aðeins sanna og rétta hina yndislegu fegurð ungu stúlkunnar, er hafði staðið meðal rósanna með útréttar hendur, heldur liafði hann einnig málað inn í myndina þá lireinu og heitu ást, er hann bar til Sibyl Andrés. Sibyl hló lágt og dró sig í hlé. Hún fór yfir þveran garðinn í flýti, og einu augnabliki síðar nam hún staðar við verkstæðisdyrnar. Hún stóð þar liikandi ofurlitla stund — þá ýtti hún hurðinni opinni ofur hægt — svo hægt, að listmálarinn, sem var niðursokinn í dagdrauma sína, heyrði ekki þegar hún opnaði dyrnar. — Dálitla stund stóð hún kyr og horfði á hann; þá gekk hún fáein skref í áttina til hans. — Þá var eins og listmálarinn fyndi til nálægðar hennar; — hann hrökk við og leit í kringum sig. Hún stóð í sömu afstöðu, og hún hafði ver- ið í á myndinni, með útréttar hendur og með yndislegt bros á vörum og gleðiljóma í augun- um. Um leið og hann stóð upp af stólnum fyrir framan málverkið, féll hún í opinn faðm hans. Fáum dögum síðar fór fram kyrlát gifting- arathöfn á hinu gamla æskuheimili Silbyl, uppi í fjöllunum. Auk brúðhjónanna og prestsins, voru ekki aðrir viðstaddir þar en Brian Oakley og kona hans, Conrad Lagrange og Myra Willard. Þessir vinir höfðu útbúið gamla bústaðinn handa ungu hjónunum, til þess að eyða þar hveitibrauðsdögunum, og eftir að hafa neytt einfaldrar máltíðar eftir hjónavígsluna héldu þessi fjögur í hóp niður gjána til stöðvarinnar, Á staðnum, þar sem gamli vegurinn beygðist í kringum Cedar-þykknið, þar sem listmálarinn hafði fyrstvséð ungu stúlkuna,' stóðu þau Sibyl og Aaron, héldust í hendur og horfðu á eftir hin um, sem voru að fara. — Eftir að þau voru komin yfir hið beljandi Clear Creek vatnsfall, sneru þau sér við til þess að veifa liöttum og vasaklútum í kveðjuskyni; og hin tvö, er stóðu í skugga Cedartrjánna, veifuðu á móti. Czar flutti sínar hamingjuóskir með því að gelta af kæti, og vagninn hvarf inn í skógarþykknið. í stað þess að snúa aftur til hússins á bak við þau, héldu ungu hjónin þegjandi, eins og þeim hefði dottið báðum það sama í hug — héldu af stað niður gjána. Að lítilli stundu liöinni stóðu þau í gamla rjóðrinu, þar sem gömlu, tignarlegu Cedartrén minntu á fornar sælustundir elskend- anna; þar sem sólargeislarnir féllu á ská gegn- um skrúðgrænt limið. Og sólargeislarnir skinu einkennilega ynd- islega á vafningsviðarbogagöngin, granitklöpp- ina og uppsprettulindina, þakta vatnaliljum. Og hátíðleg og friðsæl þögn og helgi hvíldi yfir staðnum, eins og í dómkirkju —: en hinn fjarlægi straumfallsniður barst að eyrum, eins og yndis- legur organhljómur úr fjarlægð. Sibyl, sem var klædd brúna fjallabúningnum sínum, sat á klöppinni, þegar listmálarinn sagði þýðlega: “Sjáðu!” Hún leit í áttina, sem hann benti henni, og kom auga á tvö skrautleg fiðrildi — ef til vilt voru það hin sömu, er þau höfðu séð áður svífa í ótal bu'gðum við endann á skógargögngunum. Stúlkan horfði á flug þeirra kafrjóð í kinnum og með hálfopnar varir. Og þegar þessi indælu fiðrildi svifu fyrir ofan höfuðið á henni, reis hún á fætur og byrjaði að dansa, með nálega ens svifléttum og yndislegum hreyfingum, eins og hinar vængjuðu verur. Fiðrildin — þetta tákn sakleysis og hreinleika — hurfu út fyrir trjá- vegginn. Unga stúlkan leit til eiginmánns síns með geislandi augnaráði, og yndislegu brosi. Hann breiddi út faðminn, og hún hvíldi höf- uðið við brjóst hans. ENDIR. Næsta blað verður að mestu lagt undir rit- gerðir og og fregnir um hina miklu sambands- hátíð Canadaríkis, er fram fer dagana 1.—3. júlí n.k., til minningar um 60 ára afmæli fylkja- sambandsins. -Vonast er eftir, að blaðið geti flutt fjölda margar myndir af merkum sögu- legum atburðum þjóðarinnar, ennfremur af nafntouguðum stjórnmálamönnum, er uppi hafa verið meðal þjóðarinnar á þessum tíma, og einn ig myndir, er sýna framfarir í iðnaði, búnaði og samgöngutækjum innan landsins á þessu tíma- bili. Fyrir þá skuld verður ekki byrjað á nýrri sögu fyr en eftir mánaðamótin.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.